Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 3
35. folaS TÍMCVN, lawgardagiim 30. marz 1940 139 DÆGRADVÖL FERSKEYTLUR IX. Pitjum í Víðidal, orti eftirfarandi Margt er manna bölið. Og af því að stökumar geyma með nokkrum hætti sögu þjóðarinnar, þann hluta hennar, sem annars er hvergi skráður, þarf engan að undra, þótt til sé mikið safn vísna, sem eru tjáning þess, er hrjáir manninn, túlkun þess, er býr honum böl. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum í Svartárdal lýsir svo leiksstöðunni á taflborði lífsins: Lífið fátt mér ljær í hag, linur þrátt ég glími. Koma mátt um miðjan dag, mikli háttatími. Halla Eyjólfsdóttir á Laugabóli segir með nokkurri eftirsjá, en æðru- lausri ró: Örlög heimta ætíð sitt. Enginn væntir griða. Ellin notar andlit mitt eins og pappírsmiða. Guðlaugur Daníel Vigfússon kveður: Sit ég við minn raunarokk, rennur hugarlopi. Seldur mun við síðsta lokk sérhver æðadropi. Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli í Önundarfirði virðir fyrir sér, hve oft er skammt milli hamingju og harma, happs og hraps. Hann kveður: Örlög snúa oft í mund egg og bakka hnífsins. Skiptir um á skammri stimd skapadóma lífsins. Bólu-Hjálmar mælti: Fyrr var stóra furan keik, fjörg við ergjur harðar. í baki hokhi barrlaus eik beygist nú til jarðar. Kolbeinn Högnason bóndi í Kollafirði kemst svo að orði: Illa gróa sumra sár, sú er þyngsta nauðin; til þess duga engin ár, ekkert nema dauðinn. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga í Tungusveit í Skagafirði, nú búsettur á Akureyri, kvað: Fyrir gíg mér eyddist afl, oft nam ráði skeika. Nú er æfin tapað tafi, tregðast mér að leika. Og enn kvað Þorsteinn: Anda napurt oft ég finn. Auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum hefir ort þessa vísu: Vondur skóli er veröldin. Vonin kól í blóma. Hylja ólánsóveðrin imaðssólarljóma. Vilhelm Guðmundsson, ættaður frá stöku: Þótt ég biðji guð um grið, gráti beiskum tárum, aldrei get ég fundið frið fyrir liðnum árum. Þórður Einarsson verkstjóri í Hafn- arfirði orti þessa vísu: Verður mörgum von til falls, versnar raimasaga. Þeir, sem vantar allt til alls, eiga þunga daga. En þegar alls er gáð, er þó skynsam- legast að herða upp hugann, hvað sem á dynur. Enn segir Þórður: Blæs mér gustur beint í fang, blæðir und í hjarta. Þótt ég móður þreyti gang, þýðir ei að kvarta. Og fyrst að lífið ber svo margt mót- drægt í skauti sínu, þá er líklega á fullum rökum reist, er dr. Jón Þor- kelsson, sem kunnastur er sem skáld undir dulnafninu Fomólfru, sagði í þessari vísu: Æfinnar rnn sóknarsvið sérhvers bíður glíma. Því er bezt að venjast við vosbúðina í tíma. Þá má svo farsællega fara, að menn geti tekið undir með Emi Amarsyni og sagt, á hverju sem gengur: Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja, undan slá eða lægja falda. Kolbeinn. f A að eyðileggja íslenzku skógana? Nú að undanförnu hefir margt verið ritað og rætt um skóg- græðslu hér á landi, og er það fögur hugsjón að vilja klæða landið skógi. Að hugsa sér ef skógarblettur kæmi við hvert býli, eða sem víðast. Ég hygg, að þeir, sem ekki hafa dvalið við skóglendi, geti tæplega gert sér fulla grein fyrir því, hvers virði skógarnir eru. Fyrir rúmu ári var stofnað skógræktarfélag hér á Austur- landi. Aðaltakmark þess er verndun skóga og skóggræðsla og ég dáist að þeirri hugsjón. En nokkrum skugga bregður yfir, er ég hugsa um hvernig farið er með gömlu skógana. Þeir eru, sumir að minnsta kosti, gegndarlaust höggnir til eldiviðar og oft unnið í þeim á þeim tíma, þegar sízt skyldi, eða þegar fallinn er á þá snjór að verulegu leyti. Það er því brýn (Framh. á 4. síðu.) ana. Einari Benediktssyni sárn- aði ádeilan og orti þrjár beiskar svarvísur. Hann leyfði einum vini sínum að heyra þær einu sinni, en ekki &ð nema þær. Og sú ör var aldrei send heldur vandlega grafin. Á hinn bóginn kom samstill- ingin í erfðaeiginleikum hans fram í yfirburðaglæsimennsku og í ljóðagerðinni. Fáninn Hvítbláinn og ljóðin eru arfleyfð hans til þjóðar sinnar. Fáir syn- ir landsins hafa skilið eftir meiri andans auð. í þessum arfi er fólgin þjáning hreldrar þjóðar og sigurvon kynlóðar, sem er að vakna. En dýpst í ljóðagerð Ein- arsBenediktssonar er geymd lífs- reynsla mikils listamanns, sem hafði fengið að reyna mikið af sætleika og kvöl langrar æfi. XLVI. Þegar tók að líða að 75 ára afmæli Einars Benediktssonar, var högum hans svo háttað, að hann hafði alllengi verið sjúk- lingur í Herdísarvík. Valgerður kona hans bjó í Genua. Einn sonur þeirra átti heima i Reykj a- vík. Næst í fj ölskyldunni var dóttir í London. Þá kom sonur í New York og annar í Van- couver, vestur á Kyrrahafs- strönd, en dóttir suður við Panama. Ein af dætrum þeirra hjóna hafði gifst auðugum og álitlegum manni í New York, en dó úr brjóstveiki skömmu eftir giftinguna. Fjölskylda skáldsins var eins og vígahnöttur, sem hafði brostið, en hin einstöku brot haldið áfram gegnum geiminn með óbreyttum hraða. Heimilislíf Einars Benedikts- sonar var að vissu leyti eins og hinar stóru fjármálafram- kvæmdir. Þar skorti þá hvers- dagslegu undirstöðu. Skáldið virðist hafa kynzt konu sinni, þegar hún var lítið meira en á fermingaraldri og giftist henni tveimur eða þremur árum síðar. Hann var hrifinn af þessari há- vöxnu, fríðu Reykjavíkurkonu, og hún varð ferðafélagi hans í þrjátíu ár. Á þeim tíma orti hann nálega öll þau ljóð, sem lengst munu lifa á vörum þjóðar- innar. Einar Benediktsson þoldi ekki vel hin hversdagslegu bönd daglegs lífs. Sumar af skyldum hjónabandsins voru í augum hans þesskonar hömlur, sem skáldum og ofurmennum leyfð- ist að leggja til hliðar við sér- stök tækifæri. En stilt og fögur eiginkona var í augum Einars Benediktssonar einn af gim- steinum tilverunnar. Hún var félagi og ráðunautur skáldsins. Hún ól honum sex börn og fæddi þau upp. Hún stýrði með honum dýrum veizlum og hélt vel á sínum hlut. Hún fylgdi honum land úr landi, tók þátt í sigrum hans og gleði og studdi hann í mótlæti og raunum. Fyrsta hjónabandsveturinn æfði hann skáldmennt sína við þá þrek- raun að þýða Pétur Gaut, að því er virðist fyrir áeggjan konu sinnar. Skömmu eftir giftinguna komu nokkrir stúdentar heim til þeirra hjóna. Frú Val- gerður kom þá inn. Maður hennar stóð upp, tók ástúð- lega undir hönd hennar, nafn- greindi frúna fyrir hinum ungu Er Hallvarður gullskór endurfæddur ? (Framh. af 2. síðu.) hyggja að Bretar myndu veita ógætilega straumum gulls til ís- lands, þó að við kæmum og bæð- um þá að lofa okkur að vera hjálenda. Héðinn Valdimarsson ætti að vita, að Bretar eru bú- þegnar góðir og leggja fé í fyrir- tæki, sem borga sig, án tillits til, í hvaða ríki þau eru. Ný- fundnaland er gott dæmi þess. Það er hjálenda Breta, sem eyddi meira en aflað var. Breta- stjórn sendi þeim ekki nein við- bótarfríðindi, eins og þau, sem Héðinn unni á blómatímum sín- um. í stað þess sendu Bretar þeim nýja stjórn, létu vinna og spara og koma fjármálum lands- ins í rétt horf aftur, en eins og eðlilegt er, allt á kostnað þeirra, sem búa í Nýfundnalandi sjálfu. Enginn, sem þekkir Breta, mun búast við að þeir kæri sig um að taka þjóð, sem ekki ætlar að bjarga sér sjálf, inn í Breta- veldi. Tillaga Héðins er fráleit að tvennu leyti. Hann vill af- henda annarri þjóð, þau gæði, sem allir sæmilegir menn meta mest, frelsið. Og hann vill gera þessa framkvæmd í lítilfjörlegu O'ársníkjuskini. Héðinn Valdimarsson mun hér á íslandi standa aleinn um þá tillögu, að afhenda frelsi lands- ins, jafnvel ekki til þeirrar þjóð- ar, sem fer betur en aðrar þjóðir með svokallaðar hjálendur. En við umræður, sem verða um þetta mál, mun rifjast upp fyr- ir íslendingum, hve gott nábýli þeir hafa haft við Englendinga frá því í fornöld. Slíkt nábýli verður ekki'fullþakkað, ekki sízt á tímum.eins og þeim, sem nú standa yfir. Englendingar kunna að meta frelsi sitt og þeir virða enga þjóð mikils, nema hún sé áreiðanleg og heiðarleg í skipt- um, kunni að meta frelsi borg- aranna og frelsi landsins. Frumhlaup H^ðins Valdi- marssonar mun vafalaust gera gott eitt. Hann mun með barna- skap sínum hafa fullsannað kjósendum í Reykjavík, að hann eigi lítið erindi á Alþingi, og er sú breyting nokkurs virði fyrir landið. í öðru lagi munu um- ræður, sem verða kunna um þetta mál, hljóta að styrkja þá baráttu, sem nú er háð í land- inu, að við íslendingar eigum að taka Englendinga til fyrir- myndar meira en gert hefir ver- ið um frjálsmannlega lýðstjórn- arþróun, um áreiðanlegleik og gætni í viðskiptum, og um það að meta frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar meir en öll önn- ur veraldleg gæði. J. J. Vinniff ötullega fttrir Tímunn. Happdrætti Háskóla Islands I 2.-10. ílokki eru 4800 vínníngar, samtals rámíega 1 míljón krónur. Kynníð yður ákvæðín um skattírelsí vínninganna. gestum og sagði um leið: „Það er þessi kona, sem á að gera mig að miklu skáldi.“ Að hve miklu leyti sú ósk hefir rætzt skal ekki rætt hér, aðeins bent á, að í þeim Ijóðmælum, sem skáldið gaf út nokkru eftir giftinguna, eru fjölmörg af allra beztu kvæðum hans. Hinar sífelldu ferðir land úr landi og bústaðaskipti, gáfu þjóðskáldinu mikla tilbreytingu og fullnægðu æfintýraþrá hans. En fyrir konu skáldsins og börn þeirra voru þessix sífelldu flutn- ingar lítið ánægjuefni. All oft var þröngt í búi á heimilinu, svo sem vænta mátti, þar sem tekj- ur voru óvissar. Þeir erfiðleikar bitnuðu sérstaklega á húsmóð- urinni. Veizlur, leikhúsgöngur og skemmtiferðir voru að vísu tilbreyting, en á milli komu erf- iðir dagar. Fyrir konu þvílíks manns veiður hjónabandið nokkurskonar töfraleikur, ótrú- legt æfintýri, sollið sælublöndn- um hörmum, eins og bölsýnt skáld kvað um lífið sjálft. Einar Benediktsson myndi ekki hafa verið svo mikill íslendingur sem raun bar vitni um, ef hann hefði verið frábitinn vínnautn. Þvert á móti var vínhneigðin ættararfur. Margir föðurfrænd- ur hans höfðu verið drykk- hneigðir menn, og Benedikt Sveinsson var til skaða drykk- feldur um allmörg ár, en varð hófsmaður síðari hluta æfinnar. Einar Benediktsson var alinn upp við vínnautn og neytti víns meir og minna alla æfi. Honum var auk þess nokkur nauðsyn að (Framh. á 4. síðu.) Paul Reynaud (Framh. af 2. siðu.) Oft hefir verið um það rætt, hversvegna Reynaud skuli ekki hafa verið oftar ráðherra en raun ber vitni. Helzta skýringin ar sú, að skaplyndi hans hafi ekki fallið saman við farveg franskra stjórnmála árin 1920— 38. Þar hefir gætt mikillar ring- ulreiðar og sífelldra hrossa- kaupa. Þeir, sem hafa átt auð- veldast með aö semja og slaka á kröfum sínum, hafa komizt lengst. En Reynaud hefir ekki skapsmuni til aö taka þátt í slíku. Hann fer sína eigin braut og er ósýnt úm að miðla málum á þann háti, að hann verði sjálf- ur að víkja eitthvað frá stefnu sinni. Hann segir það hiklaust, sem honum býr í brjósti, og læt- ur sér litlu skipta, hvort það lík- ar betur eða ver. Þess vegna hefir hann ekki getað átt sam- leið með þeim, sem hafa lagt mesta stund á hrossakaup og samningamakk. En þessi festa og einarðleiki Reynauds á líka mikinn þátt í því, að franska þjóðin treystir honum öðrum betur, þegar hún þarf á mark- vissri og djarfri forystu að halda. Reynaud er ræðumaður ágæt- ur, talar skýrt og rökfast, en sneiðir. yfirleitt hjá persónulegri áreitni. Hann er allvel ritfær og hefir skrifað nokkra ritlinga og margar blaðagreinar. Hann er lítill vexti. Reynaud hefir ferðast mik- ið um Frakkland og hefir lagt sérstaka áherzlu á, að kynn- ast kjörum alþýðu manna. Hefir hann stundum ferðast einsamall um sveitahéruðin og kynnst mönnum þar persónulega. Hann hefir oft komið til Englands og það hefir iðulega verið um hann sagt, að hann þekkti enskt þjóðarskaplyndi betur en aðrir franskir stjórnmálamenn. Hann er sagður mikill aðdáandi Eng- lendinga. Á síðari árum hefir hann verið þess mjög hvetjandi, að bandalag Breta og Frakka yrði sem allra nánast í framtíð- inni. í Bretlandi hefir því líka verið fagnað, að Reynaud varð forsætisráðherra. Þ. Þ. Aðvöriiii. Undanfarið hafa orðið talsverð brögð að því að menn fara til útlanda í atvinnuleit, án þess fyrirfram að hafa tryggt sér atvinnu. í nær öllum tilfellum hafa þessir menn strax lent í vandræðum og hafa orðið að leita til íslenzkra stjórnarfuHtrúa og umboðsmanna ríkisins um hjálp til heimferðar. Út af þessu vill félagsmálaráðuneytið alvarlega vara menn við slíkum fyrirhyggjulausum utanferðum og skorar jafnframt á menn að fara ekki til útlanda fyrr en full trygging er fengin fyrir atvinnu. Félagsmálaráðœneyíið, 28. marz 1940. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykliús. — Frystilms. Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, efti: fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Fgg fa°á Fggjasölusamiagi Beykjavíkur. Rarlakér Reykjavíkur HLJÓMLEIKAR í FRIKIRKJUNNI Söngstjóri; SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. Sunnudaginn 31. marz 1940 kl. 8.30 e. h. Við hljómleikana aðstoða: Elisabet Einarsdóttir, Guðríður Guð- mundsdóttir, Fr. Weisshappel, Björn Ólafsson, Páll ísólfsson, Gunnar Pálsson, Hermann Guðmundsson, Hallgrímur Sigtryggs- son, Útvarpshljómsveitin og drengjakór. Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldar. 212 Margaret Pedler: Laun þess liðna 209 hann upp með stóra og sýnilega dýra öskju fulla af súkkulaði. „Kaup kaups, skulum við segja,“ sagði hann með óþjálli rödd og rétti fram súkkulaðiöskjuna feimnislega eins og drengur. „Ég keypti þetta handa þér í Starranbridge i gær, og ég vona að það sé notandi." „Alltaf ert þú eins.“ Jane þakkaði brosandi, en samt fann hún. til hryggð- ar. Það hryggði hana, að hún gat aldrei veitt þessum stóra, elskulega og full- orðna dreng það, sem hann þráði. „Það er meira en notandi, ef nokkuð má marka myndina utan á öskjunni.“ Sutherland kinkaði ánægður kolli, hallaði sér upp að dyrastafnum og horfði alvarlegur á Jane. „Jæja, hvað var svo að?“ spurði hann lágt. Spurningin var svo blátt áfram, að hún kom Jane gersamlega á óvart. „Að? Hversvegna heldur þú að eitt- hvað sé að?“ Af því að ég heyrði þig óska þess svo ákveðið, að Candy væri kominn, þeg- ar ég var að koma inn. Get ég ekki gert fyrir þig það sem Candy gæti, eða myndi gera, ef hann væri kominn?“ í röddinni brá fyrir dálitlum óánægjuherim. „Ég vildi það að minnsta kosti, ef þú vildir leyfa mér það.“ sér frá honum. Hún var enn rjóð og í gulbrúnum augunum mátti sjá glóð þess elds, sem snöggvast hafði logað upp í henni.en hún féllst mótmælalaust á það, sem hann hélt fram, þó undarlegt mætti virðast. Með sjálfri sér viðurkenndi hún ósjálfrátt djúpið, sem staðfest var milli þeirra, og sú viðurkenning afvopnaði hana. „Þér vitið, að ég elska ekkert eins og að fá að sitja fyrir hjá yður. Þér haf- ið alltaf verið mér skjól og skjöldur. Þér dróguð mig upp úr sorpinu. Ef ég gæti nokkurntíma borgað yður það, þá myndi ég gera það, jafnvel þó það kostaði mig lífið“. „Ég er sannfærður um að þú myndir gera það“, svaraði Blair. „Þú ert allra bezti vinur. Komdu nú með mér, við skulum taka Delilah tak“. Þessi óvænti árekstur endaði með mjög svo hversdagslegu samkomulagi og Maitland var svo niðursokkinn í sína nýju hamingju, að hann hafði verið bú- inn að gleyma þessu. En nú hafði sam- talið við Jane rifjað þetta upp fyrir hon- um og á eftir komu ýmsar alvarlegar hugsanir. Þegar hann kom til Lone Edge var hann kominn að þeirri niðurstöðu, að allt yrði miklu auðveldara, þegar Frayne væri kominn til Waincliff og trúlofun þeirra, hans og Elízabetar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.