Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.03.1940, Blaðsíða 1
24. árg. Reykjavík, langardaginn 30. marz 1940 Flokksstarfsemi, sem ekki samrýmist öryggí landsins Þingsáiyktunartillaga frá Jónasi Jónssyni, Pétri Ottesen og Stefáni Jóh. Stefánssyni. / seinustu heimsstyrjöld urðu hermennirnir á fremstu vígstöðvunum löngum að haldast við í óvistlegum skot- gröfunum. Nú hafa þeir allgóðar íbúðir í neðanjarðarbirgjum Magniotlínunnar og Sigfriedlínunnar. Framan við aðalvarnarvirkin eru þó hafðar slcotgrafir með líku sniði og í seinustu heimsstyrjöld og er meðfylgjandi mynd af litlum hluta þeirra. Sænski járnmálmurinn Geta Þjóðverjar verid án hans? 35. blað í sameinuðu þingi hefir verið lögð fram þingsálykt- unartillaga vegna flokks- starfsemi, sem er ósamrým- anleg öryggi ríkisins. Flutn- ingsmenn hennar eru Jónas Jónsson, Pétur Ottesen og félagsmálaráðherra. Tillagan er svohljóðandi: „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það telur ekki viðunandi, að þeir menn gegrni trnaðarstörfum fyrir þjóðfélag;- ið, eða sé sýndur vottur um sér- stakt traust og viðurkenningu ríkisins, sem vitanlegt er um að vilja gerbreyta þjóðskipulaginu með ofbeldi, koma íslandi undir erlend ríki, standa í hlýðnisað- stöðu um íslenzk landsmál við valdamenn í öðrum þjóðlöndum eða vinna á annan hátt gegn fuliveldi og hlutleysi ríkisins, svo sem með því að starfa í pólitísk- um félögum með einræðisskipu- lagi, sem er ósamrýmanlegt efni og anda stjórnarlaga í lýðfrjáls- um löndum.“ í greinargerð fyrir tillögunni segir svo: „Stjórnskipun íslands og ann- arra lýðfrjálsra landa byggist á hinni ensku þingstjórnarfyrir- mynd, sem þróazt hefir um margar aldir. Þingræðisstjórn er framkvæmanleg þar, sem þjóð skiptist í ákveðna, varanlega flokka um landsmál, hlýðir lög- um landsins og borgararnir standa saman um sæmd og vanda þjóðarinnar út á við, án tillits til skoðanamunar um inn- anlandsmál. En um leið og einn eða fleiri flokkar í þingræðislandi byrja að óhlýðnast landslögum, beita ofbeldi í stað röksemda og jafn- vel gerast undirlægjur valda- manna í öðrum ríkjum, þá er hætt við, að meðferð almennra mála í þvi landi hverfi af grund- velli laga og réttar yfir í ofbeld- isathafnir og þjónustu við erlent vald. Ef um smáþjóð er að ræða, þarf sjaldan lengi að bíða eftir því, að hún glati frelsi sínu. Sú var líka raunin um íslenzka lýð- veldið á 13. öld. Konungur og kirkjuvald í öðrum löndum náðu floksfylgi á íslandi. Fylgismenn þessara tilnefndu valdhafa töldu sig hafa meiri skyldur við er- lenda húsbændur heldur en þjóð sína. Þessir íslendingar KONUR TAKA VIÐ STORFUM KARLA / öllum styrjaldarlöndunum hefir fjöldi kvenmanna tekið að sér störf karl- manna, sem hafa verið kvaddir til her- þjónustu. í Englandi er ráðgert að 4 millj. kvenna verði kvaddur til slikra starfa. Er hér um að rœða hin ólíkustu störf, skrifstofuvinnu, verksmiðjuvinnu, landbúnaðarvinnu o. s. frv. Hér á myndinni sjást þýzkar stúlkur, sem vinna í járnsmiðju. brutu niður frelsi og sjálfstæði landsins fyrir útlenda harð- stjóra og eftir skipun þeirra. í margar aldir leið islenzka þjóð- in þungar raunir fyrir glapræði feðra sinna og frelsissviptingu. En nú virtist vera að því komið, að íslenzka þjóðin gæti orðið frjáls í annað sinn og óháð er- lendu valdi. Þá byrja, þótt í smá- um stíl sé, hliðstæðar lands- málaöfgar við það, sem tíðkaðist á Sturlungaöldinni. Á íslandi koma frarn raddir um, að þjóðin eigi að afhenda sjálfstæði sitt og ganga undir erlent vald að nýju. Til stuðnings þessari til- lögu er bent á ýmiskonar augna- blikshagnað, sem myndi leiða af framsali sjálfstæðis og lands- réttinda. Þá er vitað um aðra íslenzka menn, sem fengið hafa fé frá erlendri byltingaþjóð til útbreiðslustarfsemi sinnar, enda taka þessir menn mikið tillit til hinna erlendu velgerðarmanna í málafylgju sinni. Þessir menn hafa á undangengnum árum freklega mælt með ofbeldi sem heppilegustu aðferð í landsmála- starfseminni. Loks bólar hér á landi á samtökum um félagsmál, sem eru sýn’ilega sniðin eftir er- lendum fyrirmyndum, þar sem öfgamenn hafa brotið þingræðið á bak aftur og sett harðstjórn í staðinn. Með ályktun þessari er stefnt að því að safna fylgi lýðræðis- vina í þinginu til varnar vegna frelsis lands og þjóðar. Þeir menn, sem vilja ekki hlíta nú- verandi þjóðskipulagi, geta tæp- lega ætlazt til, að þeim verði fal- ið aö standa á verði um rétt og hagsmuni þess þjóðfélags, sem (Framh. á 4. síðu.) Herskíp víð Grímsey Samkvæmt fregn frá frétta- ritara blaðsins í Grímsey sást þaðan í gær stórt herskip í noxðvestur af eyjunni. Undanfarin ár hefir á vegum mæði- veikivarnanna verið aflað upplýsinga um sauðfjártölu á svæði því, sem mæðiveikin er landlæg á, sem sé vestan Þjórsár og Héraðsvatna. Tíminn hefir kynnt sér yfirlit það, er nú er nýlokið við, og er sauðfjártalan þar miðuð við árslok 1939. Samkvæmt skýrslum þess- um nemur fækkun sauðfjár á um- ræddu svæði alls 48319 kindum frá því, er gefið var upp við vorframtal árið 1936. En þess er að gæta, að i yfirliti þessu eru heilar sýslur, sem mæðiveik- in hefir aldrei komið í, eins og ísa- fjarðarsýsla. Þessar tölur bera með sér, að nokkur fjölgun sauðfjár hefir orðið í þessum héruðum frá því í árslok 1938. Nemur hún alls 15735 kindum. Er sú fjölgun mest í Vestur-Húnavatnssýslu, 3645 kindur, Mýrasýslu 3466 kindur, Austur-Húnavatnssýslu 2848 kindur, og Skagafjarðarsýslu vestan vatna 1996 kindur. Þó er féð enn stórum mun færra í hinum verst leiknu héruðum heldur en það var talið að vori 1936. Nemur sá mismunur 12268 í Vestur- Húnavatnssýslu, 11751 i Mýrasýslu, 10384 í Árnessýslu, 9561 í Borgarfjarð- arsýslu, 6640 í Austur-Húnavatnssýslu og 5266 í Dalasýslu. Nemur fækkunin 14,7 af hundraði allt upp í 41,3 af hundraði í þessum héruðum. Er það Vestur-Húnavatnssýsla, sem hefir orðið hlutfallslega harðast úti, en Borgar- fjarðarsýsla og Mýrasýsla eru einnig mjög hart leiknar, því að þar nemur fjárfækkunin meira en þriðjungi. Á öllu svæðinu nemur fækkunin 13,4 af Það virðist almenn skoðun, að sænski járnmálmurinn sé ein helzta undirstaða þýzka vopna- iðnaðarins. Einkum virðist þessi skoðun útbreidd hjá Banda- mönnum. Fyrir nokkru síðan hefir sænskur málmfræðingur, Gerard de Geer, gert þetta að umtals- efni í tímaritinu „Le Nord“. Er niðurstaða hans sú, að framan- greind skoðun sé ekki á fullum rökum byggð. Röksemdir hans eru í stuttu máli þessar: Árið 1938 nam innflutningur á járnmálmi til Þýzkalands 22 millj. smál. og var meginhlutinn frá Svíþjóð. Sjálfir framleiddu Þjóðverjar 11 millj. smál. af járnmálmi. Þessar tölur gefa þó ekki hin raunréttu niðurstöðu til kynna, þvi að þýzki járn- málmurinn inniheldur ekki nema um 30% af hreinu járni, en aðflutti járnmálmurinn um hundraði, en var talin 17,7 af hundraði í árslok 1938 og hefir hún það mest orðið. Alls hefir féð á svæðinu talizt vera 313114 kindur nú um áramótin. Sé litið til einstakra hreppa, þá eru fjórtán, sem orðið hafa fyrir sauðfjár- fækkun, er nemur 40 af hundraði eða meira, og fjölda margir, sem biðið hafa meira en þriðjungsfækkun. Samt sem áður hefir fénu nokkuð fjölgað síðast- liðið ár í flestöllum þeim sveitum, er veikin hefir lengst verið í. Þeir hrepp- ar, sem fjárfækkunin er mest í, eru Eyrarbakkahreppur, fækkun 58,7 af hundraði, Reykholtsdalshreppur, 57,1 af hundraði, Andakílshreppur, 53,3 af hundraði, Blönduósshreppur, 53,2 af hundraði, og Staðarhreppur, 52,2 af hundraði. r r r Jón Bjamason að Grýtubakka í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu ritar Tímanum eftirfarandi fregnir úr byggðarlagl sínu: — Ungmennafélagið Dagsbrún hér í hreppi gekkst fyrir ungllnganámskeiði í Grenivík í vetur. Stóð það yfir í þrjá mánuði og lauk með byrjun marzmánaðar. Nemendur voru 12. Kennari var Torfi Guðlaugs- son frá Bárðartjörn. Námsgreinar voru einvörðungu bóklegar. — Slysavarna- deild Höfðhverfinga hefir látið fram fara athugun á aðstöðu til sundlaugar- byggingar í Laugarseli í landi Grýtu- bakka. Skilyrði eru þar eigi alls kostar góð, en almennur áhugi er vaknaður fyrir því, að hrinda hugmyndinni í framkvæmd svo skjótt sem fært þykir. 55%. Innlendi járnmálmurinn var því raunverulega ekki nema i/s hluti þess járnmálms, sem Þjóðverjar notuðu á þessu ári. Sænski járnmálmurinn inni- heldur frá 65—70% af járni. Úr öllum þessum járnmálmi, aðfluttum og innfluttum, sem Þjóðverjar notuðu 1938, unnu þeir um 15.3 milj. smál. af járni. Hinsvegar nam öll járnfram- leiðsla þeirra á árinu 23.3 milj. smál. í hverju liggur þessi 8 milj. smál. mismunur? Hann er í fólg- inn í því, að Þjóðverjar hafa tekið gamalt járn til nýrrar notkunar. Olía og kol eyðast jafnskjótt og þau eru notuð. En þessu er ekki þannig varið meö járnið. Það slitnar tiltölulega lítið. Þótt járnbra.utarteinar séu orðnir ó- nothæfir, sökum slits, hafa þeir ekki tapað nema 5—6% af þyngd sinni. Járnbrautarvagn, sem er í suðaustan roki í fyrradag eyðilögð- ust tveir vélbátar á legunni á Þorláks- höfn, 10—12 smálestir að stærð. Voru það Freyr frá Eyrarbakka og Svend frá Stokkseyri. Tveir bátar aðrir slóg- ust saman á legunni og skemmdust, og aðrir voru í hættu, þótt eigi yrði tjón. r t t Úr Norður-Þingeyjarsýslu er skrifað: í tilefni af sextugsafmæli Björns Krist- jánssonar kaupfélagsstjóra á Kópaskeri 22. febr. s. 1. var þeim Bimi og konu hans, frú Rannveigu Gunnarsdóttur, haldið veglegt samsæti í skólahúsi Núpasveitar. Mætti þar nokkuð á annað hundrað héraðsbúa og voru þó nýafstaðin vonzkuveður og færð hin versta. Formaður Kaupfélags Norður- Þingeyinga, Þorsteinn Þorsteinsson hreppstjóri á Daðastöðum, stjórnaði samsætinu, og mælti hann fyrir minni Björns Kristjánssonar. Séra Páll Þor- leifsson á Skinnastað mælti fyrir mlnni frú Rannveigar, Helgi Kristjánsson í Leirhöfn fyrir minni foreldra hennar, Gunnars bónda og Kristveigar i Skóg- um, og Sæmundur Friðriksson í Efri- Hólum mælti fyrir minni Kristjáns Kristjánssonar frá Víkingavatni, föður Björns. Ýmsar fleiri ræður voru fluttar, þar á meðal minnst þeirra Þorsteins á Daðastöðum og Árna Ingimundarsonar Kvæði höíðu ort: Sigurður Kristjáns- son í Leirhöfn, Einar Benediktsson 1 Garði og Björn Þórarinsson á Víkinga- vatni. Gjafir bárust afmælisbarninu frá vinum og vandamönnum og mikið á annað hundrað heillaóskaskeyta. orðinn 20—30 ára gamall, held- ur enn upprunalegri þyngd sinni. Það má þannig taka járnið til notkunar á ný og ný, án þess að iað verði fyrir verulegri rým- un. Þjóðverjar gera meira að þessu en nokkur önnur þjóð. Þeir breyta gömlum og úreltum hlut- um og tækjum, sem eru úr jámi, í önnur ný og fullkomnari. í landi, sem hefir notað mik- ið af járni um langt skeið, fellur alltaf til meira og minna af slíku úrgangsjárni. Þjóðverjar telja sig t. d. geta lagt niður ýmsar pýöingarminni og gamlar járn- brautir, og fengið þannig um 10 milj. smál. af úrgangsjárni. Þá bendir Geer á það, að járnið hafi miklu minna að segja í nútíma hergagnaframleiðslu en áður fyrr. Notkun seguljárns, chroms og nikkels fer vaxandi, en járnnotkunin minnkar að sama skapi. Niðurstaða Geers virðist þann- ig sú, að stöðvun málmflutnings- ins frá Svíþjóð myndi að vísu reynast mikið áfall fyrir Þjóð- verja, en hinsvegar sé alltof mikið úr þessu gert, þegar talið sé að sænski járnmálmurinn geti haft úrslitaþýðingu í styrj- öldinni. Úrgangsjárnið, sem Þjóðverjar geta stöðugt fengið til notkunar, og járnmálmurinn, sem þeir framleiða sjálfir, myndi geta tryggt þeim nægilegt járn til hernaðarþarfa a. m. k. í langan tíma. í þessu sambandi má rifja það upp, að Göring hefir skorað á Þjóðverja að safna saman járn- rusli og gefa Hitler það á af- mælisdegi hans í næsta mánuði. Aðrar fréttir. Finnska stjómin hefir verið endurskipulögð. Ryti er áfram forsætisráðherra, en Tanner er nú félagsmálaráðherra. Utan- ríkisráðherra er Witting, einn af aðalmönnum sænska flokksins. En Walden hershöfðingi, sem er einn nánasti samverkamaður Mannerheims, er hermálaráð- herra. Stjórnin hefir lýst yfir því, að aðalverkefni hennar sé að útvega fólkinu úr héruðun- um og borgunum, sem Rússar fengu, störf og búsetu í sveitum landsins, og auka á annan hátt hagnýtingu á náttúrugæðum Finnlands. Þá hefir hún ákveðið að koma upp traustum víggirð- ingum á hinum nýju landamær- um, og að jafnan skuli vera 250 þús. manna her undir vopnum meðan Evrópustyrjöldin stend- ur. Um 400 þús. íbúar voru í hér- uðum þeim, sem Finnar urðu að afsala Rússum. Þeir hafa verið látnir sjálfráðir um það, hvort þeir vildu vera kyrrir eða flytja til Finnlands. Næstum því allir (Framh. á 4. siðu.) 0 A víðavangi Það virðist sem áhugi manna fyrir skógrækt sé að aukast verulega. Lengi hafa ýmsir góð- ir menn og framsýnir fundið til Dess, hve gróður landsins var hart leikinn eftir ágang og illa meðferð um margar aldir, og séð hversu allt hefir jafnt og þétt sigið á ógæfuhlið í þessu efni. En nú hin seinustu missiri hefir komið greinilega í ljós, að mönn- um þykir sem nokkuð sé vert að gera fyrir skógargróðurinn í landinu. Hin seinustu ár hafa verið gerðar tvær miklar skóg- ræktargirðingar, í Þjórsárdal og Haukadal, hin síðari að sönnu að tilverknaði útlends manns. Skógræktarfélög hafa verið stofnuð í sumum héruðum landsins, en önnur eflzt að störf- um. Margir gegnir menn hafa ritað góðar greinar um skóg- ræktarmálefni. Frumvarp til nýrra skógarlaga hefir verið samið og lagt fyrir þingið. Loks er því sízt að gleyma, að í vetur hafa sveitræknir einstaklingar orðið til þess að gefa héruðum sínum allmiklar fjárupphæðir til skógræktar. Er þar skemmst að minnast, er þau hjónin, Vig- fús Guðmundsson gestgjafi og Sigrún Stefánsdóttir, gáfu 5000 króna sjóð til skógræktar í Borgarfjarðarhéraði, og Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri gaf 500 krónur til skógræktar í Mýr- dal. Sennilegt er, að þessar fé- gjafir verði ýmsum mönnum, bæði erlendis og hérlendis, er bera hlýtt hugarþel til æsku- eða ættstöðva, það fordæmi, sem þeim þykir gott eftir að breyta. Mætti þá svo fara, að mörg hér- uð landsins öðluðust nokkur fjárráð til að stuðla að skóg- græðslu og verndun og viðhaldi þess skóglendis, sem enn er við líði. * 4= * Þrátt fyrir þetta mun þó öllum almenningi enn eigi nógu ljóst, hvílík uppspretta velfarnaðar og yndis fagur skógur er. Hér má geta nokkurra atriða, sem vert er að gefa gaum að. Á Jótlands- heiðum mun það hafa sannazt, að uppskera af akurlendum jókst að einum fjórða hluta við það, að þar voru gróðursett skógar- belti til skjóls. Væri ekki líklegt, að einnig hér mætti til stórra muna auka uppskeru úr garð- löndum, ef slíkra skjólskóga nyti við? Og er ekki sennilegt, að kornlendur myndu arðsamari við slík skilyrði? Trúlegt er það, og mjög er athyglisverð hugmynd Magnúsar Torfasonar, fyrrver- andi sýslumanns, um akurgerði, þar sem á skiptast skógarbelti og ræktunarlönd. * * * Flestum bændum mun einnig kunnugt, hve mikils virði það er, að geta haft ær sínar í skóglendi um sauðburðinn, þegar hret eru og veðurfar óhagkvæmt. Að sönnu vill ullin skógdragast, ef ærnar ganga lengi í skóginum og hann er þéttur, en lamba- höldin eru undantekningarlaust betri, svo sem líkindum má ráða, ef ærnar bera í skóglandinu, heldur en á berangursjörð, * * * Þá er og nokkurs um vert að eiga skóg til eldiviðartekju og hóflegrar beitar, en sér í lagi hefir skógurinn ómetanlegt gildi vegna þess skjóls og þeirra verndar, er hann veitir jarðveg- inum, og vegna þeirrar gróður- sældar, sem jafnan er í skóg- lendi. Loks má nota rafta og viðarhnyðjur úr þroskagóðum skógi til margra búsþarfa og hef- ir enda verið gert um aldaraðir. En hins þarf ávallt vel að gæta, hvort sem um nýgrædda skóga eða gamla er að ræða, að hafa hóf í nytjun. Af því voru heil héruð eydd skógi á liðnum öld- um, að þessa var ekki gætt. Leiðrétting. í grein Skúla Guðmundssonar í sein- asta blaði var sagt að í frv. Sjálfstæð- ismanna um raforkuveitusjóð væri lagt til að árlegt framlag ríkisins væri 30 þús. í 10 ár. Átti að vera 50 þús. kr. A KROSSG-ÖTUM Fjárfækkunin í mæðiveikihéruðunum. — Úr Höfðahverfi. — Tjón á bátum í Þorlákshöfn. — Samsæti. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVB: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. StMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG A VGL ÝSINGASKRIFS TOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMHÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.