Tíminn - 11.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMADVR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 Og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AVGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Síml 2323.
PRENT8MIÐJAN EDDA hí.
Sfmar SS48 og 8720.
24. árg.
Reykjavík, fimmtudagmn 11. apríl 1940
40. blað
Alþingi felnr ríkisstjérumiii
medferð kon nn $>svsil<lsins
íslenzka ríkið tekur utanríkismálin og landhelgis-
gæzluna að fullu í sínar hendur
Hreystileg vörn Norðmanna
Bretum virðíst veíta stórum betur í víð-
ureígnínuí á sjónum
Sameinað Alþingi sam-
þykkti í fyrrinótt þings-
ályktunartillögur um æðsta
vald í málefnum ríkisins og
um meðferð utanríkismála
og landhelgisgæslu. Báðar
þessar tillögur voru fluttar
af ríkisstjórninni í tilefni af
þeim breytingum, er innrás
Þjóðverja í Danmörku hefir
gert á þessum málum.
Tillögur þessar eru svohljóð-
andi:
Með því að ástand það, sem
nú hefir skapazt, hefir gert kon-
ungi íslands ókleift að fara með
vald það, sem honum er fengið
f stjórnarskránni, lýsir Alþingi
yfir því, að það felur ráðuneyti
íslands að svo stöddu meðferð
þessa valds.
Vegna þess ástands, er nú
hefir skapazt, getur Danmörk
ekki rækt umboð til meðferðar
utanríkismála íslands, sam-
kvæmt 7. grein dansk-íslenzkra
sambandslaga né landhelgis-
gæzlu samkvæmt 8. grein téðra
laga, og lýsir Alþingi þess vegna
yfir því, að ísland tekur að svo
stöddu meðferð mála þessara að
öllu leyti í sínar hendur.
Báðar þessar tillögur voru
samþykktar að viðhöfðu nafna-
kalli með 46 atkv., en þrír þing-
menn voru fjarverandi: Gísli
Guðmundsson og Pétur Hall-
dórsson, sem eru veikir, og Finn-
ur Jónsson, sem er erlendis.
Strax og það var kunnugt í
fyrramorgun, að þýzkur her var
að leggja undir sig Danmörku,
var ákveðið að fresta fundum
Alþingis. Hélt ríkisstjórnin fund
fyrir hádegi og ræddi um það
nýja ástand, sem þessir atburðir
höfðu skapað.
Stóðu síðan stöðugt fundir.
Kl. 2 um daginn var haldinn
sameiginlegur fundur þeirra
þingmanna, sem styðja stjórn-
ina. Einnig mætti þar Héðinn
Valdimarsson. Kl. 4 hófst aftur
ráðherrafundur og mættu á
honum nokkrir sérfróðir trún-
aðarmenn. Kl. 6!/2 var aftur
haldinn fundur sömu þing-
manna og mætt höfðu á fund-
inum kl. 2. Kl. 8y2 var haldinn
frmdur I utanríkismálanefnd.
Kl. 10 var haldinn sameigin-
legur fundur allra þingmanna,
nema fulltrúa kommúnista, og
miðstj órnarmanna stjórnar-
flokkanna. Stóð þessi fundur
til kl. 1 eftir miðnætti. Á fund-
um þessum var fullkomið sam-
komulag um framangreindar
tillögur.
Kl. rúmlega tvö um nóttina
hófst fundur í sameinuðu þingi.
Þegar forseti sameinaðs þings
hafði sett fundinn, kvaddi for-
sætisráðherra sér hljóðs og
sagði:
Vegna þess ástands, sem
skapazt hefir í Danmörku og
ríkir þar, hefir rikisstjórnin á-
kveðið, eftir að hafa haft ítar-
lega ráðagerð með utanríkis-
málanefnd og þingmönnum
þeim, sem styðja ríkisstjórn-
ina, að bera fram tvær tillögur,
sem útbýtt hefir verið varð-
andi æðsta vald í málefnum
ríkisins og meðferð utanríkis-
mála og landhelgisgæzlu. Telur
hún óhjákvæmilega nauðsyn, að
Alþingi samþykki þessar tillög-
ur án tafar.
Þegar forsætisráðherra hafði
lokið máli sínu kvaddi Einar
Olgeirsson sér hljóðs. Kvartaði
hann yfir því, að kommúnistar
hefðu ekki verið hafðir með í
ráðum, og bað um að atkvæða-
greiðslunni yrði frestað til
morguns.
Forseti taldi það ekki fært,
en veitti 10 mínútna fundarhlé.
Þegar fundur hófst aftur, lýsti
Einar Olgeirsson yfir því, að
kommúnistar myndu greiða at-
kvæði með báðum tillögunum.
Voru þær síðan samþykktar að
viðhöfðu nafnakalli, með 46
samhljóða atkvæðum.
Ávarp forsætís-
ráðherra
Forsætisráðherra flutti í há-
degistíma útvarpsins í gær
eftirfarandi ávarp til þjóðar-
innar:
íslendingar!
Það var haldinn fundur í sam-
einuðu Alþingi milli kl. 2 og 3 í
nótt. Á þessum fundi voru sam-
þykktar tvær mjög mikilsvarð-
andi þingsályktunartillögur, sem
ríkisstjórnin bar fram. Tildrög
þess, að þessar þingsályktanir,
sem ég kem síðar að og les þá
upp, voru bornar fram og sam-
þykktar, eru þeir atburðir, sem
gerzt hafa í Danmörku síðasta
sólarhring, og það ástand, sem
þar hefir skapazt.
Eins og ykkur, tilheyrendur
mínir, er kunnugt, er svo fyrir
mælt í íslenzk-dönsku sam-
bandslögunum, að Danmörk fari
með utanríkismál íslands í um-
boði þess, með landhelgisgæzl-
una við ísland að nokkru leyti og
ennfremur hafa bæði löndin
einn og sama konung. Allt eru
þetta mikilvægir þættir i ís-
lenzku stjórnskipunarkerfi.
En tilheyrendum mínum er
kunnugt af fréttum þeim, sem
íslenzka ríkisútvarpið hefir birt
frá Danmörku, hvers konar á-
Um þriggja ára skeið hefir sam-
vinnuútgerðarfélag verið starfandi í
Hólmavík. Var það stofnað vorið 1937.
í félagið gengu nær allir sjómenn og
verkamenn í Hólmavík, og nokkrir aðr-
ir. Atvinnuþörf í þorpinu hleypti fé-
laginu af stokkunum. Ábyrgð félags-
manna á starfsfé þess er bundin við
500 króna upphæð. Stofnhöfuðstóll var
enginn, nema 15 króna inngöngueyrir
hvers félaga. Félagið fékk þegar í upp-
hafi lán til að greiða stofnkostnað og
reksturskostnað, og gengu allmargir fé-
lagsmenn í sjálfsskuldarábyrgð vegna
lánsfjársins. Félagið festi kaup á göml-
um báti, er nefndur var Gulltoppur, og
var hann gerður út á sfldveiðar tvær
síldveiðivertíðir. Aflaði hann afburða-
vel og gat félagið efnt allar skuldbind-
ingar sínar, bæði vegna bátskaupanna
og útgerðarinnar, en lítilsháttar lausa-
skuldir söfnuðust. Eftir þessar tvær
vertíðir var báturinn seldur og hafði
hann þó reynzt mesta happafleyta. Ný-
legur bátur, Gloría, sem verið hafði
hér við land um skeið, var keyptur frá
Danmörku. Er það gott og glæsilegt
skip, búið nýjum tækjum. Báturinn var
gerður út á samvinnugrundvelli á síld-
veiðar síðastliðið sumar, en varð dýrari
rekstri en hinn eldri, og aflinn minni.
Varð því útborgaður aflahlutur áhafn-
ar minni en verið hafði áður, og
nokkru minni, en ef hún hefði verið
skráð á bátinn gegn sama hundraðs-
hluta og fyrr. Af hlut skipverja var 15
af hundraði látið renna upp í kaupverð
stand er þar í landi, og er því
ekki ástæða til að tala um það
nánar. En vegna þessa ástands
og þeirra afleiðinga, sem það
kann að valda, verður ekki séð,
að konungi sé kleift að svo
komnu að fara hér með það
vald, sem ákveðið er í stjórnar-
skrá íslands, né að Danmörk
geti farið með utanríkismál
okkar íslendinga og landhelgis-
gæzlu. En þegar svo er komið,
verður Alþingi íslendinga, sam-
kvæmt skyldu sinni og þeim
rétti, sem einskonar neyðarvörn
skapar, að gera ráðstafanir til
þess, að áðurnefndar greinar
stjórnskipunarkerfisins verði
starfræktar — því að öðrum
kosti er stjórnskipunarkerfið í
heild ekki starfhæft.
Ríkisstjórnin tók þetta mál til
íhugunar þegar í gærmorg-
un, er fyrstu fréttirnar bárust
frá Danmörku, og eftir að hafa
kynnt sér viðhorfið svo sem
unnt var í gærdag og rætt mál-
lð ítarlega í utanríkismála-
nefnd við stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi, og
trúnaðarmenn, aðallega í
flokksstjórnum, var það yfirlýst
sameiginlegt álit allra þessara
aðila, að óhjákvæmilegt væri að
ríkisstjórnin bæri fram þær til-
lögur, sem þannig hljóða:
(Tillögurnar eru birtar á öðr-
um stað).
Af hálfu ríkisstjórnarinnar
var um tillögur þessar örstutt
framsaga og engar frekari um-
ræður af hendi þeirra þing-
manna, er tillögurnar voru
bornar fram í samráði við, sam-
kvæmt því, er ég hefi áður
greint, — og að öðru leyti urðu
um tillögurnar mjög litlar um-
ræður. Þær voru síðan að við-
höfðu nafnakalli samþykktar af
öllum viðstöddum alþingis-
mönnum, 46 að tölu, — en þrír
voru fjarverandi, — 2 vegna
veikinda, en einn þingmaður er
staddur erlendis. Frh. á 4. s.
bátsins, því að ákveðið hafði verið, að
þeir greiddu þannig beint hluta af því.
Hefir því myndazt talsverð eign hjá
þessum mönmun í félaginu. Yfirmenn
bátanna, sem félagið hefir átt, hafa
alltaf verið þeir sömu, en þá varð að fá
utan þorpsins. Hafa þeir reynzt ágætir
sjómenn og aflamenn. Bátur félagsins
hefir enn ekki öðlazt aðstöðu til þess
að leggja afla sinn á land í Hólmavík
og hafa því heyrzt raddir um að út-
gerðin hafi eigi orðið til þeirrar at-
vinnuaukningar í þorpinu, sem vænta
hefði mátt. En allmiklar fjárfúlgur
hafa þó runnið í þorpið frá bátum fé-
lagsins. Nú hefir Gloría verið lelgð til
þorskveiða við Suðurland og er áhöfn
hennar úr hópi félagsmanna. Stjóm
félagsins skipa, auk skipstjórans, Páls
Þorlákssonar, Hjálmar Halldórsson og
Guðbjörn Bjarnason. Endurskoðendur
eru Jón Kristgeirsson og Björn Björns-
son.
I t t
Skýrslur héraðslækna um skólaskoð-
anir sýna að alls hafa verið skoðuð
12961 skólabörn árið 1937. Vantar þó
greinargerð um þenna þátt heilbrigðis-
eftirlitsins úr tveim læknishéruðum.
Af börnum þessum reyndust 172 berkla-
veik, þar af 4 sýkilberar. Lúsug voru
talin vera 1524 börn og 50 höfðu kláða.
Hefir því meira en tíunda hvert skóla-
barn á landinu verið lúsugt við læknis-
skoðun, og sennilega hefir verið tals-
vert meira um lús heldur en ljóst verð-
ur af þessum skýrslum, því sumstaðar
Eins og sakir standa er mjög
erfitt að gera sér fulla grein
fyrir þvi, sem gerzt hefir í Nor-
egi seinustu dagana, ellegar við
strendur landsins. Það, sem
telja má þó nokkurnveginn víst
og ekki hefir áður verið sagt frá
hér í blaðinu, er í stuttu máli
þetta:
Þýzkt herlið náði Oslo á vald
sitt síðdegis á þriðjudaginn.
Þjóðverjar höfðu þá náð á vald
sitt Bergen, Þrándheimi, Sta-
vanger, Kristiansand, Narvik,
Mandal, Arendal og sennilega
fleiri hafnarbæjum, er minni
þýðingu hafa. Fyrsta verk Þjóð-
verja var að loka innsiglingum
til þessara staða með tundur-
duflum. Jafnframt lögðu þeir
tundurduflum yfir Skagerak til
að hindra það, að brezki flotinn
kæmist þangað inn og gæti
stöðvað áframhaldandi her-
flutninga Þjóðverja til Noregs.
Næsta verk Þjóðverja var að
setja á laggirnar í Oslo norska
leppstjórn og er nazistaforing-
inn Quisling forsætis- og utan-
ríkisráðherra hennar. Quisling
hefir fram til þessa verið nær
gersamlega fylgislaus í Noregi
og flokkur hans aldrei getað
unnið þingsæti.
Norska stjórnin fór strax frá
Oslo aðfaranótt þriðjudagsins
og settist þá að í Hamri, sem er
inni í landi, 100 km. frá Oslo.
Gaf stjórnin þegar út þá yfir-
lýsingu, að hún hefði neitað að
fallast á þá kröfu Þjóðverja, að
Noregur biði um vernd þeirra,
og væri Noregur nú í stríði við
Þýzkaland. í samræmi við þetta
fyrirskipaði stjórnin almenna
hervæðingu og hvatti herinn til
að sýna Þjóðverjum ítrustu mót-
stöðu.
Aðfaranótt miðvikudagsins
hélt norska þingið fund í smá-
bæ skammt frá Hamri. Var
framangreind stefna stjórnar-
innar samþykkt einróma og á-
kveðið að halda áfram styrjöld-
inni við Þjóðverja.
í gær byrjaði þýzki herinn að
sækja inn í landið frá þeim
hafnarbæjum, er hann hafði
má gera ráð fyrir slælegri skoðun. í
tveim læknishéruðum hefir helmingur
skólabarna eða meir reynzt lúsug og í
nokkrum við þriðjungur barnanna og
allt að því helmingur. Börn með
skemmdar tennur eru alls talin 9384,
eða sem næst þrír fjórðu þeirra barna
sem skoðuð voru. í sumum læknisdæm-
um er því nær hvert barn með
skemmdar tennur, til að mynda 121
af 133, er skoðuð voru á Seyðisfirði
587 af 622 skoðuðum í Hafnarfirði, 229
af 235 í Neskaupstað og 572 af 608 í
Vestmannaeyjum. í aðeins örfáum
læknishéruðum eru fleiri böm, sem
hafa heilar tennur en skemmdar. Eru
það Öxarfjarðarhérað, Höfðahverfis-
umdæmi, Sauðárkróksumdæmi og Ög-
urlæknishérað.
• t t
Menntaskólinn á Akureyri hélt minn-
ingarhátíð dagana 20. og 21. marzmán-
aðar síðastliðins til að minnast aldar-
afmælis hins fyrsta forstöðumanns
Möðruvallaskóla, Jóns A. Hjaltalín. En
þar gegndi hann skólastjórn frá því
haustið 1880 til dauðadags 1908. Minn-
ingarhátíðin hófst með samkomu í
samkomuhúsinu á Akureyri miðviku-
dagskvöldið 20. marz, þar sem Sigurð-
ur Guðmundsson skólameistari, Ingi-
mar Eydal ritstjóri og Steindór Stein-
dórsson kennari fluttu ræður um
Möðruvallaskóla og Hjaltalín, en úr
Reykjavík töluðu alþingismennimir
Jónas Jónsson og Páll Hermannsson.
(Framh. á 4. síðuj
lagt undir sig, aðallega frá Oslo.
Mætti hann engri mótspyrnu
fyrst í stað og mun hann hafa
náð Hamri síðdegis í gær. Var
norska stjórnin þá farin þaðan.
Hinsvegar hefir þýzki herinn
mætt harðri mótspyrnu norska
hersins við Elverum og Kongs-
vinger, sem eru nær landmær-
um Svíþjóðar. Hafa þar verið
háðar blóðugar orustur og héldu
Norðmenn velli, þegar seinast
fréttist. Er vörn þeirra sögð hin
aðdáunarverðasta, þar sem þeir
eru yfirleitt ver vopnum búnir.
Sókn Þjóðverja frá öðrum
borgum en Oslo virðist lítið miða
áfram, sökum öflugrar mót-
spyrnu norska hersins.
Hervæðingin virðist alls staðar
ganga að óskum á þeim stöðum,
sem Þjóðverjar hafa ekki á valdi
sínu. Virðist ríkjandi mikill sam-
hugur hjá norsku þjóðinni um
að falla heldur með sæmd en að
gefast upp fyrir innrásarhern-
um að óreyndu. Treysta Norð-
menn líka á hjálp Bandamanna.
Hákon Noregskonungur fór
stráx frá Oslo með stjórninni og
hefir fylgzt með henni síðan.
Þjóðverjar sendu fulltrúa á
fund hans í gær og óskuðu eftir
að hann viðurkenndi leppstjórn-
ina i Oslo. Konungur veitti á-
kveðið afsvar.
Þjóðverjar viðurkenna, að
strandvirki Norðmanna hafi
eyðilagt tvö beitiskip: „Blucher",
sem var 10 þús. smál. og nýsmíð-
að, og „Karlsruhe“, sem var 6
þús. smál. Þá er talið fullvíst,
að norska herskipið „Olav
Tryggvason", sem er 1600 smál.,
hafi í sjóorustu sökkt þýzka
herskipinu „Emden“, sem var
um 6 þús. smál. og mörgum
(Framh. á 4. síðu.)
HERTAKA
DANMERKUR
Atburðirnir, sem gerzt hafa í
Danmörku seinustu dagana,
virðast í aðalatriðum þessir:
Síðari hluta mánudagsins var
Dönum orðið ljóst, að alvarlegir
atburðir voru í aðsigi. Voru
borgarbúar víða gripnir mikilli
skelfingu og var hvarvetna um
kvöldið mikill mannfjöldi á
veitingastöðum og fjölförnustu
götum. Ákvað stjórnin, að út-
varpa fréttum alla nóttina til
að reyna að sefa fólkið.
Aðfaranótt þriðjudagsins fór
þýzkur sendiboði á fund dönsku
stjórnarinnar og tilkynnti henni,
að þýzka ríkisstjórnin hefði á-
kveðið að taka Danmörku og
Noreg undir vernd sína. Öll mót-
staða væri þýðingarlaus og
myndi verða bæld niður með
harðri hendi. Dönsku stjórninni
væri því hyggilegast að þiggja
vernd Þjóðverja.
Um likt leyti byrjuðu þýzkar
hersveitir að fara yfir dönsku
landamærin og þýzkur her var
settur á land í Norður-Jótlandi.
Danska stjórnin þóttist sjá,
að öll mótstaða væri þýðingar-
laus og féllst því á, að þiggja
vernd Þjóðverja. Fyrirskipaði
hún því danska hernum að sýna
enga mótstöðu. í ávarpi frá
stjórninni og konungi, sem les-
ið var upp í útvarpið síðar
um daginn, var sagt, að Danir
höfðu orðið að ganga nauðugir
að kostum Þjóðverja.
Um kl. 8 um morguninn byrj-
uðu þýzkar hersveitir að ganga
á land í Kaupmannahöfn. Var
borgin þegar látin af hendi við
þær. Um líkt leyti gekk þýzkur
her á land í hafnarbæjunum
við Litlabelti og Stórabelti.
Þýzku hersveitirnar dreifðust
síðan með járnbrautum og öðr-
um farartækjum um allt landið
(Framh. á 4. síðu.)
Á víðavangi
Þótt merkilegt kunni að virð-
ast, hefir hér orðið vart minni
samúðar í garð Dana, sem hafa
misst mikilvægustu þjóðrétt-
indi sín, en Finnar hafa notið
hér, sökum árásar Rússa á þá.
Veldur þar vafalaust nokkru
hversu óvænt og snögglega þess-
ir atburðir gerðust í Danmörku
og að ekki kom þar til veru-
legra vopnaviðskipta. Dönsku
ijóðinni gafst þess ekki kostur
að votta frelsi sínu neinar
mannfórnir og frelsistap henn-
ar vekur því minni athygli
heimsins. En engum getur þó
dulizt, að danska þjóðin hefir
alveg ómaklega verið svipt rétti
sínum og að hún muni á næst-
unni þola miklar raunir, vegna
þess, að hún nýtur ekki frelsis.
Hinir nýju húsbændur munu
láta hana kenna meira á valdi
sínu, þegar fram líða stundir,
og Bandamenn munu láta hana
sæta svipuðum kostum í við-
skíptamálum og Þjóðverja.
* * *
Ef til vill gætir samúðarinnar
við Dani minna sökum þess, að
menn telja það hlutleysisbrot
gagnvart Þjóðverjum. En slíkt
er vitanlega fyllsti misskiln-
ingur. Hlutleysið leggur ekki
nein bönd á skoðanir manna.
Það gerir ekki kröfu til annars
en hernaðarlegs hlutleysis. Þess
vegna var okkur og öðrum hlut-
lausum þjóðum fullkomlega
leyfilegt að fordæma árás Rússa
á Finna og sýna finnsku þjóð-
inni samúð með samskota-
starfsemi. Alveg á sama hátt er
okkur leyfilegt að gagnrýna
Þjóðverja fyrir atferli þeirra í
Danmörku og sýna dönsku
þjóðinni samúð. Það gilda vit-
anlega sömu hlutleysisreglur
um viðhorfið til Rússa og Þjóð-
verja eða hverrar annarrar
þjóðar, sem á hlut að máli. Ef
einhver þjóð fremur verknað,
sem er vítaverður að okkar
dómi, þá ber að dæma hana
fyrir hann, án tillits til þess á-
lits, sem við að öðru leyti kunn-
um að hafa á henni. Ef hlut-
leysið þýddi það, að hlutlausu
þjóðirnar mættu ekki leggja
dóm sinn á atburðina, væri það
i raun og veru afsal skoðana-
frelsisins, sem er hyrningar-
steinn alls frelsis. Ef hlutlausu
þjóðirnar viðurkenndu þessa
reglu, afsöluðu þær raunveru-
lega frelsinu sjálfviljuglega.
Slíkt getur ekki gert nein sú
þjóð, sem vill vera frjáls. Þess
vegna hafa hlutlausu þjóðirn-
ar aldrei viðurkennt það, að
hlutleysið ætti að ná til skoð-
anafrelsisins. Hitt er náttúrlega
sjálfsagt, að gæta hóflegs orð-
bragðs um erlenda atburði.
* * *
í ýmsum blöðum hlutlausra
landa hefir undanfarið verið
vikið að þeirri hættu, sem væri
fólgin i því, að hlutlausu þjóð-
irnar afsöluðu sér sjálfviljug-
lega skoðanafrelsinu og hættu
að gagnrýna það, sem væri þeim
á móti skapi og gæti orðið frelsi
þeirra hættulegt. Slík framkoma
væri til einskis betur fallin en
að lama smásaman kjark þjóð-
arinnar og gera hana andvara-
lausa og viðbúnaðarlausa um
að varast hætturnar. Það væri
uppgjöf hinnar andlegu og sið-
ferðislegu mótstöðu, sem til
langframa reynist þó jafnan
sigursælli en líkamlegt ofbeldi.
* * *
Hin danska þjóð hefir löng-
um hlotið þann vitnisburð, að
hún væri meðal menntuðustu
og þrekmestu þjóða heimsins. í
náinni framtíð mun hún ganga
í gegnum eldraun, sem allir
íslendingar vænta að staðfesti
þessa skoðun. íslendingar trúa
því, að hin erlenda stjórn í
Danmörku fái ekki á neinn hátt
bugað andlegt þrek og frelsis-
vilja dönsku þjóðarinnar. Þeir
óska þess af heilum huga, að
þótt óviðráðanleg atvik skilji
leiðirnar um stund, þá eigi
(Framh. á 4. síðuj
A. KROSSGÖTTJM
Samvinnuútgerðarfélagið í Hólmavík. — Heilbrigðisástand meðal skólabarna.
Minningarhátíð Menntaskólans á Akureyri um Jón A. Hjaltalín.