Tíminn - 11.04.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.04.1940, Blaðsíða 4
160 VN, finimtndajginn 11. apríl 1940 Meðferð konungs- valdsins (Framh. af 1. síðu.) Ég vænti, að ykkur, góðir ís- lendingar, sé það nú ljóst af til- ■drögum þessara tillagna og því, hvernig þær voru undirbúnar, og af þeim samhljóða undirtekt- um, sem þær fengu á Alþingi, að ekki varð hjá þvi komizt, að gera þessar ráðstafanir. — Það, sem gerzt hefir, er, að vald það.sem konungur fer með sam- kvæmt stjórnarskránni, hefir að svo stöddu verið flutt inn í landið, og sama máli gegnir um landhelgisgæzlu og utanríkis- mál, að svo miklu leyti, sem þessi mál hafa verið í höndum Dana. En veitið því athygli, að þrátt fyrir það eru stjórnar- skipunarlög íslands óbreytt, og það hafa aðeins verið gerðar þær ráðstafanir, sem ástandið hefir gert alveg nauðsynlegar. Ég hefi þá lokið því, að skýra þjóðinni frá þeim mjög mikil- vægu ákvörðunum, sem Alþingi gerði í nótt og þeim rökum, sem til þeirra liggja. Um ástandið, sem þessu veld- ur, það sem er að gerast og mun gerast á Norðurlöndum, ætla ég ekki að ræða, en ég vil, þótt það þýði lítið nú á tímum að votta samúð, segja það, að mikil er samúð og samhygð okkar ís- lendinga út af þeim örlögum, sem frændþjóðir okkar verða að þola. Um okkar eigin framtíð er heldur ekki hægt að spá neinu. Við verðum að horfast í augu við það, að ástandið hefir versn að mjög mikið, við höfum færzt nær styrjöldinni og hættunni. En þótt við horfum á þessar hættur með opnum augum, og einmitt vegna þess, að við gerum það, getum við mætt hinu ó- komna án verulegs kvíða eða ótta, þvi ef ástandið er skoðað rétt, höfum við íslendingar enn ýmsar ástæður til að líta á að stöðu okkar í þessu striði sæmi legri en flestra annarra þjóða. Og við getum þá einnig minnt sjálfa okkur á það sem oftast, að aðalatriðið eru ekki erfið- leikarnir sjálfir, heldur hvernig þeim er mætt. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síðu.) Þessum ræðum var útvarpað. Karla- kórinn Geysir söng milli ræðanna. Á skírdagsmorgun var farin skrúðganga frá menntaskólanum niður í kirkju- garð. Magnús Jónsson frá Mel lagði krans á leiði Hjaltalíns, séra Friðrik J. Rafnar flutti ræðu. Um daginn var samsæti haldið að Hótel Gullfoss, er um 80 manns sátu. Stjórnaði Sigurður Guðmundsson því, en Þorsteinn M. Jónsson flutti aðalræðuna. Sigurður Guðmundsson mælti fyrir minni frú Margrétar Guðrúnar Hjaltalín. X sam- kvæminu var staddur Ámi Hólm, einn hinna elztu Möðruvellinga. Hann sagði minningar síðar frá Möðruvöllum. Aðr- ir ræðumenn voru Davíð Stefánsson skáld, Steingrímur Jónsson og Snorri Sigfússon. í samkvæminu var heiðurs- gestur ungfrú Sigríður Hjaltalín, kjör. dóttir Hjaltalíns skólastjóra. tR BÆXUM Þingfundir féllu niður i gær vegna flokksfunda um utanríkismál.' í dag hófust þing- fundir kl. 1.30. Leiðrétting. í grein Guðjóns Teitssonar í síðasta blaði um endurbætur á verðlagslögim- um hafði á tveim stöðum falhð niður við setningu, þannig, að efni raskaðist. Átti að standa þannig í greininni: I. „Að vísu tel ég ekki, að hægt væri að heimila verzlun, sem væri að tapa við- skiptum til annarra, hærri álagningu vegna tiltölulega aukins kostnaðar í því sambandi, en ef hið almenna á- stand innan þeirrar verzlunargreinar sýndi aukinn kostnað vegna minnkaðr- ar umsetningar, álít ég að taka yrði til- lit til þess. Sama er að segja um mat á því, hvað væri hæfilegt álag vegna aukins kostnaðar og áhættu." II. „Á- lagningin, sem verðlagsnefnd ákvað var 20% á ullar-, bómullar- og ísgarns- sokkum og 25% á silkisokkum." Karlakórinn FóstbræSur hélc aðra söngskemmtun sína í Gamla Bíó i gærkvöldi. Húsfyllir var og undir- tektir áheyrenda góðar. Fyrri söng- SK.emmtunin var haidin á mánudags- kvöldið, Veikamannafélagið Dagsbrún hefir æskt þess, að bæjarstjórn Reykjavíkur geri vinnusamning við fé- lagið. Meirihluti bæjarráðs hefir mælt með því, að svo verði gert og hefir falið borgarstjóra að hefja umræður um samninga við stjóm félagsins. Gjaldskrá Þvottalaugaveitunnar. Að tillögu bæjarverkfræðings og Helga Sigurðssonar verkfræðings hefir bæjar mælt með því, að sú breyting verði í tilraunaskyni gerð á gjaldskrá hitaveitunnar frá þvottalaugunum, að gjaldið eftir mæli verði sumarmánuð- ina, frá 14. maímánaðar til 1. október- mánaðar, % hlutar vetrargjaldsins. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind á morgun, föstu- dag, fyrir lækkað verð. Handknattleiksmót hefir að undanförnu verið háð á vegum íþróttasambands íslands. Lauk því í gærkvöldi. Sigurvegari varð Valur, hlaut 10 stig; háskólinn fékk 8 stig, Haukar í Hafnarfirði 6 stig, Víkingur 4 stig, Fram 2, en í. R. ekkert. Kapp- leikirnir hafa farið fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Bamavinafélagið Sumargjöf hélt aðalfund í fyrrakvöld. Starfsemi félagsins síðastliðið ár kostaði á 24. þúsund króna. Greidd meðlög námu aðeins á 8. þús. króna, en reksturshalli rösklega 16 þúsundir. Ágóði af síðasta barnadegi var um 9 þúsund krónur, en styrkur frá ríkinu og bæjarfélaginu nam 8 þúsundum króna. Þetta ár var ungfrú Bryndís G. Zoega forstöðukona barnaheimilisins í Vesturborg, en hún hefir lokið námi erlendis í þeim grein- um, er að slíku starfi lúta. — Kosin voru í stjórn Sumargjafar á aðal- fundinum, séra Árni Sigurðsson, Bjarn- dís Bjarnadóttir og ísak Jónsson, öll endurkosin. Danskt flutningaskip, Tureby að nafni, leitaði hér hafnar í gærkvöldi. Það var á leið frá Buenos Ayres til Kaupmannahafnar, en sneri hingað, er fréttir bárust um atburði þá, er gerzt hafa á Norðurlöndum síðustu dagana. Öækur (Framh. af 3. síðu.) líka stckkmennirnir hver af öðrum á vængjum frægðarinn- ar út um víða veröld og héldu : uppi heiðri lands síns. i Bókin er þættir úr ferðasögu I eins og þessara manna og gerist ; bæði i Evrópu og Ameríku. ÍFjöldi mynda er í bókinni og er Brú á Jökulsá áFjöllum (Framh. af 3. síðu.) Austurfjöllum á öllum árstíð- um, og þá sérstaklega þess lands, sem liggur fjarst Mý- vatnssveit, en aðeins skilið frá Fjallabyggðinni af Jökulsá. Ég tel óverjandi þá stefnu í vega- málum, að þenja vegakerfið um heiðar og öræfi, en sneiða hjá byggðum að ástæðulausu. Byggða landið á að njóta vega- gjörðanna eins fullkomlega og mögulegt er. Sannarlega væri ömurlegt til þess að hugsa, ef Fjallabyggðin ætti ekki að njóta þess á neinn hátt fyrir sig, ef Jökulsá yrði loksins brúuð. Það er skylt að hlúa að byggðinni á Fjöllum, fyrst hún hefir staðizt sína miklu einangrun til þessa tíma. Og hagfræðilega skoðað er réttmætt að styðja að við- haldi og efling byggðarinnar þar. Máli mínu til stuðnings um það get ég vitnað til um- sagna búfróðra manna, sem miklu ráða nú um mál land- búnaðarins. Að endingu skal ég svo i fjórða lagi benda á, að mjög er athuga- vert að leggja aðalþjóðvegi um óbyggðir eða öræfi, lengri leiðir án byggðra viðkomustaða, en ó- hjákvæmilegt er. Vegurinn frá Reykjahlið um brú hjá Ferju- rönd að Grímsstöðum, eru rúm- ir 40 km. Leiðin frá Reykjahlíð um brú hjá Lambhöfða að Möðrudal, er 75—ÆO km., að því er ég bezt veit. Er það óslitin óbyggð eða öræfi. Ég álít, að okkur beri að sneiða hjá svo löngum áföngum milli byggra staða, sökum þess, að þeim fylgja margvíslegar hættur, ef t. d. óveður teppir umferð á ó- væntan hátt, eða bílar bila, eða önnur slys koma fyrir. Ég hefi löng og náin kynni af hálend- inu norðan jökla og veit, að þar þarf að vera við öllu búinn. Ég hefi ekki séð, að skemmtiferða- fólkið og bílarnir þess væru það — svona yfirleitt. Gott og ánægjulegt, ef nú verður byrjað að safna fé til brúarinnar. En hana á að reisa þar sem hún kemur flestum að notum, og þar sem hún því verð- ur mikilsverðust fyrir framtíð- ina. í það má ekki horfa, þótt hún verði dýr, ef þessum tilgangi er náð. Við eigum að bíða með bygginguna þangað til fjárhags- leg geta er fengin. En á meðan brúna vantar, á að láta áætl- unarbíla, sem flytja langferða- menn um Norður- og Austur- land, mætast við Jökulsá hjá Grímsstaðaferju. Fólk sé þar ferjað yfir og skipt um bíla. Þá styttist Austurlandsleiðin eins og fyrirhugað er. Óþægindi við þessi skipti eru lítil. Má vel una þessari málalausn að sinni. Vegamálastjórnin ætti að hlut- ast til um að þetta kæmist á nú á komandi sumri. 5. apríl 1940. Sigurffur Jónsson frá Arnarvatni. Að geSnu iilefni (Framh. af 2. síðu.) telja sjálfum sér trú um, að það sé af tómum mannkærleika, sem hann sker menn upp fyrir 85 krónur — að hans eigin sögn. — Hinn almenni borgari mun bara líta svo á, að hann starfi að þessu sem hverri annarri at- vinnu. Kolka læknir má einnig mín vegna, í tíma og ótíma, tala um það, að hann hafi af ein- skærri náð, litið til sinnar feðra- sveitar, farið þangað á gamals aldri, til þess eins, að miskunna sig yfir hina hrjáðu Húnvetn- inga. Við vitum bezt sjálfir, að við höfðum tvo ágæta lækna á undan Kolka. En frá hverju hvarf Kolka Iæknir f Vestmannaeyjum? Öll grein Kolka læknis er svo laus í reipunum, að þar er ekki um neitt málefni að ræða. Greinin er sundurlaus illyrði í minn garð, fléttuð smjaðri til þeirra, er hann vill veiða í sinn flokk, en sem rauður þráður í gegn um alla greinina er hið hóflausa sjálfsálit mannsins. Það síðasta skiptir mig og aðra engu, en tvö fyrri atriðin eru þannig vaxin, að þau dæma sig sjálf af öllum er til þekkja. Þó skal bent á eitt. Kolka læknir segir í grein sinni: „Ég hefi ekki troðið hér illsakir við neinn mann, að fyrra bragði, og mun ekki gera þaö.“ Ég mælist til þess við Húnvetninga, að þeir lesi grein Kolka, og meti svo sannleiksgildi þessara orða læknisins. Ég mun framvegis ekki svara illyrðum læknisins um mig persónulega, þótt að hann haldi áfram eins og hann er byrjaður. Allt slikt legg ég óhræddur undir dóm okkar hér- aðsbúa, án sérstakrar mál- færslu, en e. t. v. væri ég til með að semja æfiágrip Kolka læknis, en til að byrja með, held ég að þessi grafskrift nægi: Fæddur í sveit. Flúði frá framleiðslu. Var fremur góður læknir. Taldi sér sérstaklega til gildis að hann hefði skorið úr mönn- um botnlangann fyrir 85 kr. Var aðalmaður í stjórn hluta- félagsins Freyr í Vestmannaeyj - um. Þóttist skáld og var hagyrð- ingur. Taldi sig friðsaman en átti þó ávalt í ófriði. Áleit sjálfan sig manna bezt- an og gáfaðastan. Var fremur frumlegur, og sem dæmi um það, má nefna, að hann bað sveitunga sína að kjósa sig í sýslunefnd, af því að hann væri píslarvottur dóm- stólanna. Fleira mætti telja en það bíð- ur, þar til æfisöguágripið er samið. Hannes Pálsson Undirfelli. ekki vafi á því, að margir aðrir en skíðamenn og aðrir íþrótta- menn hafa ánægju af að lesa hana. Steinþór Sigurffsson. 4 víðavangi. (Framh. af 1. síðu.) danska þjóðin og íslenzka þjóð- in eftir að finnast aftur og hafa margvísleg vinsamleg samskipti sem tvær frjálsar, fullvalda og jafn réttháar þjóðir. 230 Margaret Pedler: „Drottinn minn dýri, barn! Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért orðin ást- íangin?“ Hann horfði fast og rannsakandi á Elizabet. Hún kinkaði kolli og roðnaði. „Jú, eitthvað í þá áttina,“ svaraði hún lágt. „Nú, því fyr sem þér batnar það, þess betra“, svaraði hann og létti sýnilega. „Þú býst þó ekki við, að ég líði þér slík barnalæti núna, þegar ég er kominn heim? Það hlýtur að hafa verið hirðu- leysi hjá Jane að láta slíkt koma fyrir“, bætti hann brosandi við. „En, Candy, ég tala i alvöru, ég er ekki að gera að gamni mínu“. Elízabet sárnaði, að faðir hennar skyldi ætla að leiða þetta hjá sér með gamansemi, og hún var í hálfgerðum vandræðum. „Ég er heitbundin“. „Heitbundin?“ Brosið hvarf af and- liti hans i einu vetfangi. Honum varð sýnilega mikið um að heyra þetta þýð- ingarmikla orð. „En hvernig getur þú verið heitbundi'n án míns leyfis, ef ég mætti spyrja?“ „Við ætlum einmitt að biðja um það“, svaraði Elízabet lágt. „Ég á við að ég áé eins heitbundin og ég get verið án þíns Ieyfis.“ „Það eru nú engin ósköp,“ svaraði Laun þess liðna 231 Candy allt að þvi grimmdarlega. „En hver er maðurinn? Ég skal láta þig vita, að ég vil vita ýmislegt um hann áður en ég líð nokkurn skapaðan hlut hvað þá leyfi.“ „Já, auðvitað,“ flýtti Elízabet sér að svara. „En þú veizt nú þegar dálítið um hann. Manstu eftir því þegar ég lenti í storminum á Coono-vatninu og mað- ur kom í vélbát og bjargaði mér?“ Hann kinnkaði kolli. „Það er maðurinn. Hann bjó þá í Villa Felice, en nú býr hann hérna í Waincliff.“ „Hvað heitir hann?“ „Maitland, — Blair Maitland.“ „Maitland — Maitland,“ endurtók Candy. Er hann ekki myndhöggvari? Ég hefi heyrt talað um hann í London.“ „Einmitt, já,“ svaraði Elízabet og létti sýnilega. „Það er einmitt sá sami. Og í raun og veru á hann nú dálítið til- kall til mín, hélt hún áfram. Það er honum að þakka að ég er hérna núna.“ „Það getur vel verið. En kona er ekki nauðbeygð til að giftast manni, þótt hann hjálpi henni út úr einhverjum vandræðum.“ „Láttu nú ekki svona, Candy! Ég vil giftast honum!“ „En ég vil ekki að þú giftist honum, né neinum öðrum manni, í bráð að Hreystíleg vörn Norðmanna (Framh. af 1. síðu.) sinnum betur vopnað. Norðmenn telja, að þeir hafi enn nokkur þýðingarmikil strandvirki á valdi sínu. í Oslo kom til nokkurra vopna- viðskipta áður en borgin gafst upp og er talið að fallið hafi á annað hundrað manns. Síðan Þjóðverjar tóku borgina hafa margar handtökur átt sér stað. Þýzkir hermenn taka vörur í Oslo gegn svokölluðum láns- miðum, sem taldir éru einskis virði. Stærsti atburðurinn í Noregs- málunum er þó tvímælalaust innrás brezka flotans í Skagerak. Brauzt enski flotinn þegar í gærmorgun yfir tundurdufla- lagnir Þjóðverja þar, og réðist ein brezk flotadeild á þýzka ílutningaskipalest, sem var fylgt af herskipum,en önnur sigldi inn Oslofjörðinn. Hefir síðan verið nær látlaus ajóorusta í Skage- rak, því að Mðir hafa sent fleiri skip á vettvang. Orustunni er enn ekki lokið og allar fréttir um skipatap eru mjög á reiki. Þó virðist það augljóst, að Bret- um hefir veitt betur, það sem af er. Má telja víst, að þessi or- .GAMLA bíó"**— Sjólíðsforíngja- skólinn Spennandi og skemmtileg amerísk kvikmynd, tekin af Metro-félaginu. Aðalhlutv. leika: JAMES STEWART, FLORENCE RICE og ROBERT YOUNG. 40. blað ——"" NÝJA BÍÓ Lítla prinsessan Stærsta, fegursta og til- komumesta kvikmynd, sem undrabarnið SHIRLEY TEMPLE hefir leikið. Myndin gerist í Englandi á þeim tímum, er Búastyrjöldin geisaði. Myndin er tekin í eðlileg- um litum. Tordagar III. bindið í ritgerðasafni Jónasar Jónssonar, kom út í vetur. Bókina er enn hægt að fá með áskriftarverði, 5 krónur óbundna, en 7,50 í bandi. Pöntun má senda til Bókaútgáfu S.U.F., pósthólf 1044, Reykjavík, eða hringja I síma 2353. — Fylgi greiðsla pöntun, verður bókin send burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. Hafi einhverjir af umboðsmönnum bókaútgáfunnar enn eigi sent ” skriftarlista sína, eru þeir áminnir um að gera það, sem allra bráðast. — Tilgangslaust er að biðja um Merka samtíðarmenn, þar eð upplag þeirrar bókar er með öllu þrotið. Sennilega verða Vordagar einnig á þrotum um þetta leyti næsta ár. Skrá yfir IJTISTANDAIVIÍI L TSV.4IISSK ULDIR bæj- arsjóðs Deykjavíkur í marz 1940 liggur frammi til sýnis fyrir gjaldendur bæjarins í skrifstofu bæjargjaldkera, Austurstræti 16, virka daga, aðra en laugardaga, kl. 3—5 e. h. BORGARSTJÓRINN. ^ALTKJOT Ágætt pækilsaltað dilkakjöt til sölu. Kjötið geymist óskemmt sumarlangt. Samband ísLsamvinnufélaga Sími 1060. usta geti ráðið úrslitum í Nor- egsstyrjöldinni, því að beri Bret- ar hærri hluti, er þýzki herinn, sem kominn er til Noregs, af- króaður þar. Viða annars staðar við Noreg, m. a. í Narvik, hafa brezk her- skip eða flugvélar ráðizt á þýzk skip og telja Bretar sér víða mikinn árangur. Að svo stöddu virðist tæpast rétt að treysta neinum tölum um skipatjón. Herftaka Danmerkur (Framh. af 1. siðu.) og var hertöku allra helztu staða lokið fyrir kvöldið. Eitt það fyrsta, sem Þjóðverj- ar gerðu, var að taka útvarps- stöðina í Kaupmannahöfn á vald sitt, og leggja við því þungar refsingar, ef dönsk blöð skrif- uðu öðru vísi en Þjóðverjar ósk- uðu. Þá hafa þeir ákveðið, að danski herinn skuli vera undir yfirstjórn þýzku herstjórnarinn- ar. Ein af fyrstu fyrirskipunum þýzku herstjórnarinnar var sú, að kveðja þrjá árganga danskra varaliðsmanna til heræfinga. Er enn óvíst hvað meint er með þeirri ákvörðun. Þýzku hersveitirnar í Dan- mörku hafa tekið talsvert af matvælum og öðrum vörum og hafa Danir ekki fengið þær greiddar með öðru en svoköll- uðum lánsmiðum, sem taldir eru algerlega verðlausir. í dönskum blöðum er rætt um það, að bráð- lega muni verða tekin upp ströng matarskömmtun. Er ríkjandi mikill uggur um efnahagslega afkomu dönsku þjóðarinnar í framtíðinni, þar sem Bretar hafa bannað öll við- skipti við Danmörku og munu vafalaust láta sömu viðskipta- þvinganir ná til hennar og Þýzkalands, en danskur útflutn- Leihfélatj tleykjjavíhur „Fjalla-Eyvíndur,, Sýning á æorgun kl. 6 Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ðreinar léreftstusknr kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. ingur hefir haft aðalmarkað sinn í Englandi. Vafalaust er þó ríkjandi í Danmörku enn meiri uggur yfir þvi, að Þjóðverjar kunni að grípa til einhverra. þvingunarráðstafana innan lands. Stauning er enn forsætisráð- herra dönsku stjórnarinnar og er hún enn óbreytt að öðru leyti en því, að bætt hefir verið í hana sex ráðherrum, án sérstakrar stjórnardeildar. Eru þrír þeirra íhaldsmenn, en þrír vinstri menn. Meðal nýju ráðherranna eru Christmas Möller og Krag, ;sem kunnir eru hér á landi. Danski herinn í Suður-Jót- landi mun í fyrstu hafa veitt dálitla mótstöðu gegn þýzka hernum og varð nokkurt mann- fall. Mun hann í fyrstu hafa misskilið fyrirskipanirnar um fulla uppgjöf. Amerískar fregnir segja frá götubardaga í Kaupmannahöfn, sem ein kona hafði komið af stað. Féll hún og fimm menn aðrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.