Tíminn - 11.04.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.04.1940, Blaðsíða 3
40. Mað TjIligiN, fimmtiidaaiiin 11. apríl 1940 159 m m k u r Hiff nýja testament 1 þýöingu Odds Gott- skálkssonar. Ný bók kemur út á mrogun.sem inniheldur nokkur sýnishorn af þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu. Eru nú 400 ár umliðin síðan þýðing Odds var prentuð í Hróarskeldu í Danmörku. Útgefandi þessa minningarrits er Jóhannes Sig- urðsson prentari. í riti þessu er mynd af titil- síðunni á Nýja testamenti Odds. Einnig formáli, er Oddur ritaði að opinberunarbókinni, og eft- lrmáli, er þýðingunni fylgdi. Loks er sýnishorn af þýðingunni, eitt tekið úr Matteusarguð- spjalli, tvö úr Markúsarguð- spjalli, þrjú úr Jóhannesarguð- spjalli,, eitt úr postulabókinni, tvö úr bréfum Páls postula og eitt úr opinberunarbókinni. Tilvitnanir þessar eru innan skrautlegra síðuumgerða. Á kápunni eru einnig myndir ýmsar, þar á meðal af Skál- holtsstað og Hólum, og tákn- myndir guðspjallamannanna fjögurra. Séra Sigurður Pálsson í Hraungerði hefir skrifað stutta grein um Odd og þýðinguna, og er hún prentuð aftast í ritinu. Frágangur bókarinnar er mjög vandaður. Prentunin hef- ir verið af höndum leyst í Eddu. Skíðaslóðir, eftir Sig- mund Ruud í þýðingu ívars Guðmundsson- ar. Útgefandi ísafold- arprentsmiðja h. f. „Maður verður að læra að skríða — “áður en maður lærir að ganga, segir Sigmund Ruud í upphafi bókar sinnar. En hversu margir eru ekki þeir, sem ekki vilja byrja á byrjuninni, heldur telja sig strax færa í flestan sjó og verða svo aðeins miðlungsmenn? Skíðaslóðir er bók, sem segir frá æfintýrum Ruud-bræðranna, Sigmunds og Birgers, en þrír af bræðrunum hafa orðið heims- meistarar í skíðastökki hvof á eftir öðrum. f bókinni rekur hvert æfintýrið annað. Þar er sagt frá því.hvernig nokkrir pilt- ar í Kongsberg taka sig saman um að byggja skíðastökkbraut, hvernig þeir þjálfa sig, svo að áður en varir eru í þessum litla bæ fjöldi skíðastökkmanna, sem eru fremri flestum öðrum mönnum, og vinna hvern sig- urinn á fætur öðrum á Olympíu- leikjum og öðrum stærstu skíða- mótum í heiminum. Undirbún- ingurinn uppi í Perslökka var réttur og þjálfunin í Hannibal var ströng og erfið, en svo flugu (Framh. á 4. siðu.) MEIIIIIB PRJÓNUÐ DRENGJAFÖT Efni: 15 gr. blátt band, 50 gr. gult, 50 gr. rautt. Prjónar nr. 4. Buxurnar. Fitja upp 54 lykkj- ur og prjóna 12 prjóna aftur og fram, ein brugðin og ein röng. Prjóna síðan slétt prjón og auk út eina lykkju á þá hliðina, sem er að aftan, fjórða hvern cm. 5 sinnum. Þegar slétta prjónið er orðið 19 cm., er tekin úr ein lykkja fyrst og síðan á hverj- um prjóni 6 sinnum. Fell af. Prjóna hinn helming buxnanna á sama hátt. Sauma bæði stykk- in saman með saum í bak og fyrir. Neðan á er mjór faldur. Peysan: Framstykki. Fitja upp 52 lykkjur úr bláa bandinu, prjóna 12 prjóna, brugðningar fram og til baka. 1. t. ein röng. Síðan slétt prjón, -f 4 p. blátt, 5 p. rautt, 2 p. gult og 3 p. rautt. Endurtak frá -f- alla leiðina. Eftir að þrír randbekkir eru komnir fellist af undir hendina 3 1. Þegar bætt hefir verið við 6 cm. fellist af fyrir hálsmálinu 12 1. framan á og síðan 1 1. á hverjum prjóni þar til 13 eru eftir á öxlinni. Þegar handveg- urinn er orðinn 11 cm. eru axl- irnar felldar af í tvennu lagi. Bakið er prjónað eins og framstykkið. Þó án þess að fella niður. Miðjan felld af þegar bú- ið er að prjóna öxlina. Hálslíning. Fitja upp 48 1., prjóna 12 prjóna fram og aftur. Fell af. Peysan hneppist á öxl- inni með smáum hnöppum og hekkluðum hnappagötum. Ermarnar. Fitja upp 35 1. úr bláa garninu, prjóna 8 prjóna. Prjóna áfram. Byrja á randa- bekk. Þegar fyrsta rauða rönd- in endar eru felldar af 2 1. á hverri hlið. Síðan 1 1. fyrst og síðast á öðrum hverjum prjón, þar til 12 cm. eru eftir. Þá er fellt af. Eirmin saumuð saman og sett á peysubolinn. J.S.L. varð hækkað verð og vaxandi álit vörunnar. Ullariðnaður var um langan aldur aðalvetrarstarf þjóðar- innar allrar. Þessi iðnaður var þó mjög frumstæður, tækin seinvirk og léleg og megin vör- unnar mesta „ótó“ eins og smá- bandið og vöruvoðirnar. Um aldamótin var tóskapurinn næstum að hverfa, nær öll sala til útlanda hætt og meginmagn allrar vefnaðarvöru keypt frá útlöndum. En fyrir aldamót hefja einstakir bændur og bændafélög nýja stefnu í tó- vinnumálum, með því að útvega hraðvirkari tæki. Eftir 1920 er ullariðnaðurinn í sveitum aftur í framför, þótt hægt fari. S. í. S. hefir margfaldað verksmiðju- iðnað úr ull með hinni ágætu verksmiðju sinni. Mjólk eða mjólkurafurðir var um langan aldur engin verzl- unarvara, að minnsta kosti ekki hér á landi. En er bæirnir uxu varð þar nokkur markaður. Um aldamótin 1900 hóf Kaupfélag Þingeyinga nokkra smjörsölu til Englands og fékk heimagert smjör þar góða dóma. En rjóma- búin risu skömmu síðar og stóðst rjómabúasmjörið samkeppni við danskt smjör. En á stríðsárun- um lögðust rjómabúin niður, mest vegna þess, að þau voru víðast byggð á fráfærum, en þær reyndust ekki svara kostnaði eða vera framkvæmanlegar þegar verkalaun hækkuðu og vinnu- fólki fækkaði í sveitunum. Eft- ir 1930 hófu bændur mjólkur- iðnað í stórum stíl, og gerðu eigi smjörið, heldur alla mjólkina verðmæta. Mjólkurbúin eru full- komnustu og stærstu iðnfyrir- tæki búnaðarins. Öll þessi félagsstörf til mark- aðsbóta stefna að því öllu fram- ar að ,bæta hag bænda, auka árangurinn af erfiði þeirra, eða hin raunverulegu verkalaun þeirra. Samvinnufélögin eru alveg hliðstæð verkamannafé- lögum að þessu leyti. En frá þjóðhagslegu sjónarmiði eru þau þó gjörólík. Kaupkröfufélög verkamanna gera ætíð kröfur til annarra stétta. Vopn þeirra er stöðvun framleiðslunnar. Sigur þeirra er ósigur einhverra ann- aiTa. Bændafélögin gera aðeins kröfur til meðlima sinna um aukna vinnu og sjálfsafneitun. Starfsaðferð þeirra er bætt framleiðsla og aukin afköst. Sigur þeirra er sigur allrar þjóðarinnar, vaxandi útflutn- ingur, meiri neyzla innanlands- afurðanna og aukinn þjóðar- auður. Þeir bændur, sem standa utan við samvinnufélög sveitanna.eru alveg hliðstæðir verkfallsbrjót- unum. En svo undarlegir eru al- mannadómar, að verkfallsbrjót- arnir eru alstaðar fordæmdir, en bændurnir, sem standa önd- verðir gegn samtökum stéttar sinnar, eru víða i heiðri hafðir og þeim eru jafnvel falin hin mestu trúnaðarstörf af almenn- ingi, og heiðraðir með orðum og krossum. XIII. Hér að framan hafa verið raktar í mjög stuttu máli meg- indrættir í baráttu bænda fyrir Brú á Jokulsá á Fjöllum EStír Sígnrð Jónsson Srá Arnarvatni A Alþingi, sem nú situr að störfum, hefir komið fram til- laga um fjárveitingu til brúar á Jökuls á Fjöllum, „hjá Lamb- höfða“. Brú á Jökulsá er komin í brúalög fyrir nokkrum árum, og var þá þegar athugað og mælt brúarstæði á ánni, ör- stutt sunnan við ferjustaðinn á hinni gömlu aðalpóstleið frá Norðurlandi til Austurlands, eða með öðrum orðum á vegin- um milli Reykjahlíðar og Grímstaða á Fjöllum. Brúar- stæðið er við suðurenda svo- kallaður Ferjurandar. Jökulsá á Fjöllum er eitt rnesta jökulvatn landsins, og hvergi reið eftir að Kreppa sameinast henni hjá botni Herðubreiðarlinda. Álitleg brú- arstæði eru hvergi nærri al- mannaleiðum. Brú hjá Ferju- rönd yrði lengsta hengibrú landsins, sem enn hefir verið gerð. Áætluð um 200 þús. kr. miðað við venjulegt verðlag nú undanfarin ár. Bilfær vegur er nú þegar lagður yfir Mývatns- fjöll að brúarstæðinu, og vantar því aðeins brúna og lítilsháttar aðgjörð austan ár heim að Grímsstöðum, til þess að hægt sé að stytta Austurlandsveginn um þá 65—70 km„ sem Mývatns- fjallavegur styttir leiðina frá Akureyri til Grímsstaða á Fjöllum, samanborið við veginn um Reykjaheiði að Jökulsár- brú í Axarfirði, þann sem nú er farinn. Hinn mikli dýrleiki mun valda því, að fyrirhuguð brú við Ferjurönd er enn ógjörð. Mörgum manni er eðlilega mikið áhugamál, að Jökulsá sé brúuð, og þá fyrst og fremst Austlendingum. Ég skil því vel, að þingmenn þeirra telji sig vinna umbjóðendum sinum þarft verk, ef þeir fengi heimil- aða fjárveitingu til brúarinnar. Og vissulega má því fagna, ef unnt væri sem fyrst að safna fé eða leggja til hliðar vegna þessarar dýru brúar. Tillaga um „brú hjá Lamb- höfða“ mun nú framkomin vegna þess, að flutningsmenn hennar telja það eina úrræðið til þess að brúin verði byggð nú strax, þar sem hún yrði mjög mikið ódýrari þar en hjá Ferju- rönd. Þetta eru kostirnir við tillöguna, og að vísu mikilsverð- ir. Vegna vegalengdarinnar til Austurlands eða frá því varðar engu, hvort brúarstæðið er valið. Ég lít svo á, að þessari tillögu, um að færa brúna mikið lengra inn á öræfin, fylgi margir og miklir ókostir, svo miklir, að ekki sé réttmætt að leysa málið á þánn hátt. Ég vil leyfa mér, bættum hag, eða hærri erfiðis- launum. Þessi drög ber ekki að skoða sem fræði, heldur sem hugvekju. Við bændur höfum of fátt lagt til búnaðarmála frá eigin brjósti. Þótt vísindi hinni lærðu búfræðinga séu góð, ættu líka að koma raddir frá þeim, sem standa mitt í önnum og striti framkvæmdanna. Vel væri, ef þessi grein vekti einhverja til umhugsunar um málin frá nýj- um hliðum. Nú er mikið rætt um endur- bygging sveitanna, og jafnvel það, að hinn atvinnulausi kaup- staðalýður hefji nýtt landnám og vinni úr mold sveitanna þær nauðsynjar, sem þjóðina van- hagar mest um. Ef þessi fagra hugsjón á að komast niður úr hyllingunum og fá traustan grundvöll, verður að kryf j a mál- in til rótar. Ég hygg framsókn þurfa á öllum sviðum. Herða þarf sóknina, sem hafin var fyr- ir bættum hag búnaðarins, en hvergi að slaka til. Það þarf auðveldari og ódýrari aðgang að jörð til ræktunar, meiri tækni og betri samgöngur, nýja og betri markaði fyrir afurðir. Engin þessara frumatriða mega gleymast, ef búnaðurinn á að geta keppt við aðra atvinnuvegi. Yztafelli í febrúar 1940. Jón Sigurðsson. sem kunnugur maður, að benda á nokkur atriði til rökstuðnings þessum orðum. í fyrsta lagi er það um brúar- stæðið hjá Lambhöfða að segja, að sé það valið, verður að leggja veg af Mývatnsfj allavegi inn með Jökulsá að vestan að brúnni, og síðan austan ár að Möðrudal á Fjalli eða að minnsta kosti 35 km. leið. Þetta mun af formælendum vestri leiðarinnar talið nálega einkis- virði; vegarstæðið sé svo gott. Og gott er það að vísu, en þó fullyrði ég, að talsvert fé þarf til að gjöra leiðina að sæmileg- um þjóðvegi, og síðan kemur svo viðhald á tveim vegum á um 35 km. leið, í stað eins vegar, sem þegar er gjörður frá Gríms- stöðum að Möðrudal. Þá mun lika enn lítið rannsakað, og ekki metið til krónutals, hve miklar viögjörðir þurfa á landi, þar sem brúin er fyrirhuguð. Hygg ég, að þeim, sem með vegamálin fara, væri þarft að athuga vel, áður en þeir ákveða brúarstæðið, hvernig Jökulsá hagar sér þar í mestu flóðum. Ennfremur má nefna það, að flutningar á brúarefni og að- staða öll við brúarsmíði verður að mun dýrari og erfiðari á þessum stað en þeim nyrðri. Hér eru nefnd allveruleg íjár- hagsatriði, sem mjög draga úr mismun á verði sjálfra brúnna. í öðru lagi skal á það bent, að fyrir þá sem fara til Austur- lands eða koma þaðan, er veg- arlengdin söm, hvort brúar- stæðið sem tekið er. En fyrir alla hina mörgu, sem ekki fara lengra en í Þingeyjarsýslur, t. d. á skemmtiferðum — og þeir hafa fram til þessa verið fjöl- mennastir á sumarferðunum norðan lands — horfir málið þannig, að ætli þeir að heim- sækja Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi, lengist þessi vegar- hringur um 70 km., ef brúin verður hjá Lambhöfða. Þeir verða nefnilega að fara um 35 km. leið beggja megin Jökulsár inn til öræfa, samanborið við það, ef brúin væri hjá Ferju- rönd gegn Grimstöðum. Þetta er svo stórt atriði, að sá auka- kostnaður, til viðbótar því sem áður var talið, nægir sem rök fyrir þeirri umsögn, að fjár- hagslega séð er óréttmætt að kjósa nú á stundinni heldur ódýrari brúna. í þriðja lagi má á það líta, að sérstakur vinningur fyrir langferðamenn við það, að brúin sé á syðri staðnum, er enginn, hvorki að vegarlengd eða vegna betra vegarstæðis. En fyrir þær byggðir, sem næst liggja.er syðri brúin þýðingarlaus með öllu, þar sem brú hjá Ferjurönd væri mikils virði fyrir Fjalla- byggðina, og má þar margt telja, þótt ég sleppi því. Sömu- leiðis væri brú þar mjög hent- ug fyrir Mývetninga sökum hinna miklu nota þeirra af (Framh. á 4. síSu.) Eftirtaldar vörur höfum við venjuiega tii sölus Frosið kindakjöt af dilkum - sauðum - ám. Nýtt ogírosið nautakjöt Svínakjöt, trvals saltkjöt, Ágætt hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, TÓIg, Svið, Llfur, Egg, Harðfisk, Fjallagrös Jörðin Hermundarstaðir í ÞverárMíð í Mýrasýslu fæst til kaups og ábúðar úr næstu fardögum. íbúðarhús úr stein- steypu, fjárhús undir járni yfir 100 kindur, ásamt fleiri penings- húsum, hlaða að mestu úr timbri og járni, rúmar 300 hesta af heyi, mannvirki þessi eru gerð á síðustu 12 árum. Tún gaf af sér síðastliðið sumar 160 til 170 hesta af töðu. Er það girt og einnig meirihluti landeignar. Lax- og silungsveiði undir leiguákvæði, 300 krónur á ári. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, Guðjón Jónsson. Tílkynnin tíl útéerðarmanna. Þeir, sem vílja leggfa allan bræðslusildar- afla skipa síuna upp hjá Síidarverksmiðjum rikisins á sumri komanda, skulu hafa tilkynnt pað verksmiðjunum skriflega eða simleiðis fyrir 1. maí næstkomandi. Verði ekki htegt að taka á móti allri lof- aðri síld, tslkynna verksmiðjurnar pað hlut- aðeigendum fyrir 15. maí næstkomandi. Síldarverksmiðjur ríkísíns. Triciiosan-N Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubrigðir hjá Áfengisverzitm ríkisíns. 232 Margaret Pedler: Laun þess liSna 229 Géð Nokkuð marglr kaup- endur Tímans munu bókakauo flga X- ár°r- Dvalar. UHauaup | 2. og 3. árg. eru samtals 53 hefti og í þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðax- gjaldsfrítt tii baka. Líka sendir ef ósk- að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. minnsta kosti! Það liggur ekkert á. Ég býst við, að ég sjái hann vonbráðar, úr því að við búum báðir í sama héraði." „Þú sérð hann núna i dag,“ svaraði Elizabet hvatlega. „Hann er á leiðinni, og getur komið á hverri stundu.“ „Á leiðinni hingað núna? Bölvaður nokkuð! Hann hefði að minnsta kosti getað látið mig í friði fyrsta daginn, sem ég er heima. Má ég kannske eiga von á fleiri biðlum handa þér í dag?“ Elizabet brosti og hrissti höfuðið. „Nei, ekki nema þessum eina. Og satt að segj a, er það engu síður mér að kenna en hon- um, að hann kemur svo fljótt. Sko, við komumst að því fyrir löngu, að okkur þótti vænt hvoru um annað, og við gát- um hreint og beint ekki beðið lengur eftir blessun þinni, Candy minn.“ „Huh! Ég er ekkert viss um, að ég veiti ykkur neina blessun," svaraði Candy, stuttur í spuna. „Mér er miklu nær skapi, að ausa yfir hann fordæm- ingu.“ „Þig hættir að langa til þess, þegar þú sérð hann,“ svaraði Elizabet sann- færandi. „Hann er indæll, Candy, hreint og beint elskulegur." „Hann verður að vera það og miklu meira, ef hann á að fá dóttir mína,“ sagði Frayne innilega og með nokkrum hita. „Sá maður, sem kvænist þér, trú á lífið fyrir það eitt, að Fjóla varð á vegi hans. Elizabet hugsaði með sér, að Fjóla væri þýðingarmikil persóna, þar sem hún héldi hamingju Candys i lófa sér. Móðir hennar sjálfrar hafði svikið hann, — stundum, — jafnvel enn- þá, — fylltist hún heilagri reiði gagn- vart móður sinni, fyrir að særa hann svo mizkunnarlaust......„Guð gefi, að minnsta kosti, að Fjóla bregðist honum aldrei!“ XVII. KAFLI. Heilindi Sutherlands. „Ha? Hvað sagðir þú?“ Rödd Candys var hörð og hvöss, eins og rödd þess ' manns hlýtur að verða, sem heyrir svo slæmar fréttir, að hann hvorki vill né getur trúað sínum eigin eyrum. Elizabet fannst kjarkur sinn blakta eins og logi á skari. Hún hafði gripið tækifærið, straks eftir morgunverðinn, til að segja föður sínum frá trúlofun- inni. Frú Dave hafði farið að sýna Fjólu húsið, svo þau voru ein. Hún svaraði dálítið óstyrk: „Ég var að reyna að segja þér, að ég hefði kynnst manni, sem mér þætti vænt um, Candy.“ „Mann, sem þér þætti vænt um?” Frayne horfði á hana, eins og hann ætti bágt með að skilja, hvað hún ætti við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.