Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 2
162 TtMlNW, latigardagmn 13. apríl 1940 41. blað Háskóli lslands Er hann stoSnnn sannrar meaníng- ar og siðgæðís ? ‘gímtnn Luugardaginn 13. apr. Landhelgí og utan- ríkísmál Þjóðin er naumlega búin að átta sig * á því, að 10. apríl síðastliðinn er þýðingarmikill dagur í lífi íslendinga. Þá voru liðin sex hundruð sjötíu og sex ár síðan þjóðin hafði í sínum höndum æðstu stjórn sinna málefna. Nú höguðu atvikin því svo, að þjóðin varð að taka við hinu æðsta stjórnarvaldi nokk- urum árum áður en gert hafði verið ráð fyrir. Þessa eftirminnilegu nótt stóð öll íslenzka þjóðin saman. Aldrei í sögu síðustu alda hafa íslendingar staðið í einni fylk- ingu, eins og þegar allir þing- menn guldu jákvæði þeim tveim tillögum, að ríkisstjórnin færi um stundarsakir með það vald, sem konungi er annars veitt með stjórnarskránni, og að þjóðin tæki í sínar hendur framkvæmd landhelgisvarna og utanríkismála. Nú er að vísu tvennu ólíku saman að jafna í þessu efni. Síðan 1918 hefir þjóðin stöðugt verið að búa sig undir að geta haft fullkomna strandgæzlu. Með því að flytja hið æðsta dómsvald inn í landið 1919, og með þeim endurbótum, sem síð- an hafa verið gerðar á skipun réttarins, hefir þjóðin eignazt. virðulegan dómstól, sem nýtur trausts bæði innan lands og ut- an. Jafnframt þessu hefir með byggingu Ægis sem gæzlu- og björgunarskips og notkun vopn- aðra báta við gæzlu og björgun, verið skapað kerfi til gæzlu landhelginnar, sem er í einu til- tölulega fullkomið og tiltölulega ódýrt. í utanríkismálum hefir einn- ig verið starfað á skipulegan hátt. íslendingar hafa með eig- in fulltrúum gert alla meiri- háttar verzlunarsamninga fyr- ir landið við aðrar þjóðir, þó að sendiherrar Dana hafi að lögum haft rétt til að undirskrifa samningana fyrir íslands hönd. Á þennan hátt hafa allar þær þjóðir, sem íslendingar eiga við veruleg skipti, vanizt því að ís- lendingar kæmu sjálfir fram um viðskiptamál sín út á við. Heima fyrir hefir verið gerður tvennskonar undirbúningur. Fram yfir 1930 var einkaritari forsætisráðherra látinn hafa með höndum meðferð utanrík- ismálanna, og stundum í svo þröngum húsakynnum, að tveir menn gátu varla snúið sér þar við. Alþingi greiddi fram úr þessu máli, gerði sérstaka skrif- stofu með vel undirbúnum og mjög duglegum forstöðumanni, þannig að þjóðin hefir nú vísi að utanríkisráðuneyti við sitt hæfi. Um sama leyti var byrjað að undiTbúa starfsmenn fyrir hin erlendu viðskipti í sérstökum skóla og útskrifast fyrstu nem- endur úr þeim skóla vorið 1941. Flestir af nemendum þess skóla munu væntanlega gegna störf- um hér innan lands. Sumir munu sennilega fá lágan styrk til að fara til fjarlægra landa og freista að efna þar til verzl- unar með íslenzkar afurðir. Aðrir munu verða í þjónustu landsins utan lands, þó að smátt mun skammtað á næstu árum um nýjar stöður á þeim vett- vangi. En atburðir síðustu daga, þegar rofin hafa verið um stundarsakir, þau bönd, sem tengdu ísland við Danmörku um framkvæmdir utanríkismála, valda því að Alþingi og ríkis- stjórn verða að grípa til nýrra úrræða í þessum efnum. Enn hefir ekkert verið rætt um þær framkvæmdir opinberlega, og að ég hygg, engar nýjar ráðstaf- anir gerðar af stjórnarvöldun- um. Þess er heldur varla að vænta, þar sem svo stutt er lið- ið frá hinum sorglegu atburð- um í Danmörku. Mér þykir sennilegt, að tvær stefnur komi fram um aðgerðir í utanríkismálum. Sumir íslend- ingar munu líta svo á, að við eigum nú þegar að setja á stofn allfullkomið skipulag með svo sem 3—4 sendiherrum og um 10 aðalræðismönnum, auk mjög umfangsmikillar skrifstofu í Reykjavík. Hins vegar mun af öðrum mönnum lagt til, að rækja starfsemina með miklu minni tilkostnaði og íburði. Þeir menn munu hallast að því, að hafa fyrst um sinn eingöngu verzlunarfulltrúa fyrir landsins hönd erlendis. Vel má vera, að landið þyrfti, a. m. k. á friðar- tímum, að hafa í sinni þjónustu mann, sem að vísu væri búsett- ur í Reykjavík en kæmi fram fyrir landsins hönd, með sendi- mannsnafnbót, við meiriháttar samningagerðir við önnur lönd. Það er vitaskuld alls óvíst, hver stefnan verður ofan á hjá þingi og stjórn. En mér þykir sennilegt, að atvikin hagi því svo, að sparnaðarstefnan eigi fleiri fylgismenn. Ég hefi áður sýnt fram á hér í blaðinu, að hver þjóð sé metin eftir styrk sínum og veldi, en ekki eftir titl- um þeim, er hún gefur fulltrú- um sínum erlendis. Smáþjóð hækkar sig ekki í verði, þó að hún reyni að eignast marga full- trúa í gullsaumuðum einkennis- búningum erlendis, ef hún nýt- ur ekki trausts fyrir eljusemi, reglusemi og heiðarleik í fram- komu og viöskiptum. Fjárhagur landsins hlýtur að ráða mestu um það, hve mikið menn leyfa sér í tilhalds- og eyðsluáttina í þessum efnum. Sumir menn gleyma þvi, að þjóðin er ekki nema 118 þúsund, og að mjög er óvíst um fjár- hagsafkomuna á næstu árum. Mér þykir sennilegt, að okkur reynist hollt að fara að í þess- um efnum líkt og Bandaríkin gerðu, er þau sendu Benjamín Franklin sem fyrsta sendimann hins nýja ríkis til Parísar. Hann vakti eftirtekt og aðdáun í hinni miklu tískuborg fyrir að vera í einu allra manna yfir- lætisminnstur í framkomu og því, að fylgja málum lands síns að sama skapi fast fram, sem hann lagði minni umhyggju og fé í tilgerð og tildur. íslendingum er nokkur hætta búin í þessum efnum. Ýmsum góðum mönnum hér á landi finnst, að þeir geti leynt fátækt sinni og fátækt landsins með því að freista að berast meira á heldur en efni leyfa. Þetta hefir að nokkru komið fram í meðferð utanríkismála. ísland tók það ráð, að hafa sendiherra í Kaupmannahöfn, meðan við höfðum engan rétt á að fara formlega með utanríkismál okkar. Sú ráðstöfun var gerð til að sýna, að viö værum sjálf- stætt ríki. Sama grunnfærna yfirlætið hefir komið fram í því, að senda of marga menn til samningagerða í öðrum löndum. En þetta voru bamasjúkdóm- ar. Nú er vandinn og ábyrgðin komin á hendur íslendingum. Nú bíður þjóðarinnar að leysa Einar Frá Höfundur þessarar grreinar, Einar Kristjánsson á Leys- ingjastöðum í Dalasýslu, er rétt um tvítugt, en hefir þó starfað að ungmennafélags- málum í nokkur ár og er nú formaður ungmennasambands Dalamanna. Á síðastliðnu hausti ferðaðist hann á veg- um U. M. F. í. um Vestfirði, og segir hann nokkuð frá þeirri ferð í eftirfarandi grein. I. Það, sem hér fer á eftir, eru ýmsar hugleiðingar og einstakir þættir úr ferð, sem undirritaður fór um Vestfirði í október og nóvember s. 1. Ferð þessi var farin að tilhlutun stjórnar Ung- mennafélags íslands, og var er- indið að fá ýtarlega fræðslu og vitneskju um ástand og horfur í málum vestfirzku ungmenna- félaganna, svo og að færa hinum einstöku félögum fréttir af störf- um landssambandsins. Hér verður ekki farið neitt inn á þau mál, sem aðallega voru til meðferðar á ferðalaginu. Það er vitanlega efni til íhugunar út af fyrir sig. Nú er það að vísu svo, að enda þótt að þeim málum sé sleppt, sem rædd voru á fundum ferðalagsins, þá er af miklu að taka, sem koma mætti fram í almennri frásögn eins og þessari. Endrum og sinnum hafa bor- izt um landið sögur af ölæði og siðlausri framkomu stúdenta, þegar þeir á stundum hafa gist Þingvelli. Dvöl þeirra á hinum helga stað hefir orðið þeim til vansæmdar og staðnum til ó- helgis. Þá fara sögur af drykkjuskap stúdenta á hinum svokölluðu rússagildum eða haust-ölteitum þeirra. Á þann hátt er nýjum stúdentum fagnað og heilsað. Þeir boðnir velkomnir í háskól- ann! Hér fyrir framan mig hefi ég „Stúdentablað" 1938. Þar er m. a. sagt frá félagslífi stúdenta í háskólanum. Öll félögin, — og þau eru mörg og margskonar, — fá hlutlausa frásögn, að virð- ist, nema bindindisfélag skólans. Fyrir neðan frásögn um tilveru þess og heiti formanns, er mynd, þar sem tveir stúdnetar sitja til borðs. Á borðinu eru drykkjar- föng, og piltarnir undir áhrif- um víns. Myndin talar sínu máli, og vitnar um anda blaðsins í bindindismálunum. í þessu sama blaði er einnig frá því skýrt, að Árni Pálsson pró- fessor hafi verið „magister bi- bendi“ það haust, þ. e. stjórnað drykkjusamkundu stúdentanna. í Stúdentablaðinu 1. des 1939 er greint frá því, að það haustið hafi Magnús Jónsson guð-. fræffiprófessor skipað forsæti drykkjusamkundunnar. Með slíku drykkjusamneyti við nem- endur sína fremja þessir kenn- arar háskólans uppeldisfræði-- legt og siðferðilegt afbrot í augum okkar bindindissinnaðra kennara. Hvað mundi verða álitið og sagt um okkur héraðs- og gagn- fræðaskólakennarana, ef við t. d. kveddum nemendur okkar við burtfararpróf með vín- drykkju og almennu ölæði í skölunum, þar sem við sjálfir skipuðum forsætið og stjórnuð- um sumblinu. Það þætti sví- virðilegt afbrot í uppeldis- og skólastarfi okkar, — og það væri það vissulega. En þessu líkt leyfa sumir pró- vandann með framsýni og gætni. Skipulag hins æðsta dómsvalds, strandgæzlan og björgunarmálin á sjó eru í góðu lagi. Menn munu vænta, að Al- þingi og ríkisstjórnin beri gæfu til að ráða fram úr vandanum með utanríkisstarfsemina á þann hátt, að fullnægt sé þörf- um landsins og munað eftir getu þjóðarinnar. J. J. Vestiirðingum En rúmsins vegna ætla ég að takmarka frásögn mína við nokkra stutta þætti. II. Vestfirðir sýna ferðamannin- um óvenju stórskorið og hrika- legt landslag. Þar gefur að líta langa firði milli himingnæfandi fjalla, með snarbröttum og gróð- urlitlum hlíðum. Það fer ekki hjá því, að hið hrikalega umhverfi skapar óum- flýjanlega mikla örðugleika í samgöngum og viðskiptum. — Fjallvegir eru þó óvíða langir, en að sama skapi erfiðir, því að víðast liggja vegirnir yfir snar- bratta hálsa, sem ganga fram milli fjarðanna. Víða er strjál- byggt, og torsóttar leiðir milli hinna einstöku sveita. Fram til síðustu ára hefir sjó- sókn verið stunduð jafnhliða landbúskap við flesta firðina. Nú er sjósókn að minnka í sum- um fjörðunum, t. d. í Arnarfirði. og er hún að mestu stunduð frá sjóþorpunum. Ræktun, einkum matjurtarækt, er að koma í stað sjávaraflans. Aðstaða til rækt- unar, sérstaklega túnasléttunar, er þó víða afar slæm. Túnin eru grýtt, og vatn sækir mjög í þau framundan hinum bröttu hlíð- um. Skilyrði til matjurtaræktar eru hins vegar víða góð. Veldur því ekki sízt sá mikli hita, sem fessorar háskólans sér að gera að virðist, og það þeir, sem starfað hafa í þjónustu Krists- kirkju og túlkaö kenningar Jesú Krists um tug eða tugi ára fyrir prestaefnum landsins. Var það á þennan hátt, sem meistarinn mikli ruddi og varðaði æskunni braut fram til þroska og göfgi? Til drykkjusvola verða ekki gerðar eins strangar siðferði- kröfur ,en þeir verða háskólan- um til vanvirðu jafnt fyrir því, ef hann hýsir þá, eða kýs þá til starfa. Þjóðinni er í fersku minni það ástand, sem ríkti i mennta- skólanum áður en Pálmi Hann- esson rektor tók þar við for- ustu. Áður var skólinn gróður- hús drykkjuskapar og ó- mennsku. En undir stjórn hans varð hann vagga skólabindind- ishreyfingarinnar og hefir á- unnið sér virðingu og traust skólamanna í landinu. Þannig getur einn maður eða fáir menn unnið stórvirki þjóðinni til blessunar, ef þeir aðeins eru sannir menn í starfi sínu. Það er hryggðarefni, að hinir mikilhæfu og að mörgu leyti á- gætismenn, sem yfirleitt gegna kennarastörfum við háskólann, skuli ekki sjá sóma stofnunar- innar og sjálfra sín í því, að leggja hönd á plóginn með hin- um fáu bindindisvinum í skól- anum og skapa í honum sannan bindindisanda. í engum æðri skóla landsins á bindindishreyf- ingin eins erfitt uppdráttar og í háskólanum. Þar mætir hún fyrirlitningu, að sagt er. Bind- indisfélag skólans taldi síðast- liðið haust aðeins 21 félaga af á þriðja hundrað nemendum. Sökin hlýtur fyrst og fremst að vera kennaranna, Háskólanum ber þjóðfélagsleg skylda til að ala upp bindindis- sama embættismannastétt. Nú er sú stétt íslenzka þjóðfélags- ins yfirleitt vínhneigð og and- stæð bindindi. Það er þjóðfélag- inu skaðræði. Aðstöðu sinnar vegna verða menntamennirnir í landinu, og ekki sízt embættis- mannastéttin, hin ráðandi og leiðandi stétt þjóðfélagsins, „höfuð“ þess. Almenningur lítur upp til hennar og „dansar" eft- ir „höfðinu". Drykkfelld menntamannastétt skapar þann hugsunarhátt hjá fjölda manna, að það sé „fínt“ að drekka. Sú er reyndin nú. Þess vegna hvílir meiri ábyrgð á háskólanum um siðmenningu og siðgæði þjóðar- innar, en á nokkurri annarri skólastofnun i landinu. Uppeld- víða myndast við hlíðar stuttra og þröngra dala. í einum hreppi, Ketildalahreppi í Arnarfirði, nam framleiðsla garðávaxta nærri jafnmiklu verðmæti, sem öll kjötframleiðsla hreppsins nú í haust. Einn bóndi í hreppnum fékk t. d. 150 tn. af garðávöxt- um sl. haust, og mun varlega áætlað,aðsú uppskera hafi num- ið hátt á þriðja þúsund krónum að verðmæti. Ég tel að ibúar þessa hrepps hafi sýnt það og sannað, að hægt sé að lifa meira og betur á brauði því, sem ís- lenzka moldin getur látið í té. í Jökulfjörðum við ísafjarðar- djúp, og í Önundarfirði og Dýra- firði, hafa fráfærur aldrei lagzt niður á sumum bæjum. Qamla, vestfirzka mjólkurkynið er varð- veitt ennþá á nokkrum stöðum, og þess stranglega gætt, að blöndun eigi sér ekki stað við holdamikið sláturkyn. Ennþá má t. d. sjá allstóra hópa af kvíaám renna ^ um hlíðar Bjarnadals í Önundarfirði á sumrin, og þegar kvöldskuggar síðsumarsins hjúpast um Kald- bakinn, má ennþá sjá spakar og rólyndar ær koma á kvíaból. En Kaldbakurinn, sem er sér- kennilegur fjallshnjúkur upp af Bjarnadalnum, hefir orðið yrkis- efni tveggja bræðra þar í daln- um, þeirra Guðmundar Inga og Halldórs Kristjánssona á Kirkju- bóli. Harðfisksneyzla er mjög al- menn þar vestra. Steinbítur gengur í Dýrafjörð, og verður hans vart úti fyrir flestum fjörð- unum. Venja er að veiða stein- bítinn seinni part vetrar og fram Um æðarvarp Efiir Gísla Vagnsson á Mýrum Á undanförnum árum hefir mikið verið rætt og ritað um ýmsar greinar framleiðslunnar í landinu, enda þess full þörf. Það hefir sýnt sig, að ekki hefir veitt af að vera þar vel á verði, ef vel á að takast. En mitt í þessari móðurlegu umhyggju hefir þó ein fram- leiðslugrein landsmanna að mestu leyti gleymzt; sú fram- leiðsla mun þó vera alarðsam- asta framleiðslan, miðað við tilkostnað, en þar á ég við æð- ardúninn. Það hafa að vísu heyrzt einstöku raddir um hann síðastliðið ár. Eru þær síður en svo glæsilegar, þar sem því hef- ir verið haldið fram, að æðar- dúnn fari minnkandi frá ári til árs, svo að nú er hann talinn nær helmingi minni en fyrir nokkrum áratugum. Hér þarf skjótra og víðtækra aðgerða við, ef þessari dýrmætu framleiðslugrein á að vera borg- ið. Það er þrennt, sem mér skilst að þurfi að gera: Að stefna að því að útrýma svartbak, máf og hrafni. Hefir þegar verið flutt frumvarp þess efnis í þinginu, en um afdrif þess frumvarps er mér ókunn- isáhrif háskólakennaranna verða því að vera sterk og heil- brigð, og siðferðis- og ábyrgð- artilfinning þeirra um þjóðar- uppeldið óspillt. Það er hún ekki hjá kennurum, ef þeir ganga á undan eða taka að sér forustu um það, sem þjóðar- heildinni er til bölvunar, svo sem drykkj uskapurinn. Það er þjóðinni happ og bless- un, að hún á bindindissama barnakennarastétt. Sú stétt tel- ur það drengskaparskyldu sína gagnvart æskunni og þjóðinni í heild að ganga á undan í bind- indisstarfinu. Kennaraskólinn á eflaust drjúgan þátt í því, hversu þjóðholla stefnu þessi stétt hefir tekið í þeim efnum. Það er innileg ósk og von þjóðarinnar, að hin veglega bygging háskólans megi verða annað og meira en fáguð og kölkuð gröf hinna „lifandi dauðu“ eða einskonar „mennta- skríls-fabrik“. Megi háskólinn verða heimili sannrar menningar og siðgæðis, þar sem eingöngu starfi valin- kunnir kennarar með ríka til- finningu fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir í æðstu og virðulegustu kennaraembættum þjóðarinnar. Vestmannaeyjum 5. apríl 1940, Þorsteiim Þ. Víglundsson. eftir vorinu; nefnast þær veiði- ferðir steinbítsróðrar. Menn fara af flestum bæjum í sumum sveitum í þá róðra, eftir því sem ástæður leyfa. En eins og ég hefi þegar getið um, þá er almenn sjósókn mjög að minnka. Með hverju árinu sem líður, færist vestfirzka atvinnulifið í það horf, að vöruskipti aukast milli bænda og kaupstaðarbúa, enda virðist það vera rnjög hagfellt. Kartöflur og aðrir garðávextir eru eingöngu aðkeypt og að- flutt, t. d. á ísafirði, Patreksfirði og víðar. Aðstaða til ræktunar í þessum kaupstöðum er mjög slæm. Fiskmeti alls konar er aftur sótt til þorpanna nú orðið, og neyzla nýs fiskjar mjög almenn og mikil í nær öllum fjörðunum. Síðan að vegarsambandið yfir Breiðdalsheiði og Gemlufalls- heiði opnaðist, hefir skapazt markaður fyrir mjólk, yfir sum- artímann, í næstu fjörðum, einkum í Önundarfirði. Eins og áður segir, eru ísfirðingar illa staddir með öll ræktunarskilyrði. Til ísafjarðar er nú flutt mjólk um mjög langar leiðir, eins og til dæmis framan úr Langadal við ísafjarðardjúp, svo og úr öllum innsveitunum við Djúpið. Yfir sumartímann njóta svo Önfirðingar og Dýrfirðingar hins ágæta vegar,við sölu mjólk- ur sinnar og fleiri afurða. Frá- færurnar, sem minnzt var á hér að framan, standa nú í nánu sambandi við mjólkursöluna til ísafjarðar, þannig, að yfir sum- arið er kúamjólkin mest öll seld frá heimilinu, en sauðamjólkin ugt, en hitt er mér ljóst, að hér duga engin vettlingatök. Fjár- veitingu þá, sem frumvarpið gat um, má ekki binda við fá ár, í því efni verður að láta þörfina ráða. Mætti svo friða þessar fuglategundir, þegar þær væru svo eyddar, að til útrým- ingar horfði eða þær væru orðn- ar óskaðlegar. Ég tel svartbak og máf mikið skaðlegri varpi en nokkurntíma hrafn, eða svo hef- ir það reynzt hér. Hvítfuglinn situr í tugatali í varpinu og hirðir ungana um leið og þeir koma úr hreiðrunum, svo að að- eins lítill hluti þeirra unga, sem klekjast út, komast á sjóinn, og þegar þangað kemur, bíður þeirra sama hættan. Er því sjálf- sagt að takmarka ekki þann tíma, sem borgað er fyrir að vinna varg þenna, en láta þar þörfina ráða. Annað, sem þarf að gera, er að koma í veg fyrir æðarfugla- dráp, en svo rösklega er sú starfsemi rekin, að kunnugir telja það skipti hundruðum, sem drepið er af æðarfugli hér á firðinum, og það er aðeins af fáum mönnum, sem vitað er að leggi þann verknað fyrir sig. Þetta er að sönnu staðhæfing manna. Sumir neita beinlínis að bera það f-yrir rétti, sem þeir þó vita. Einn sveitungi minn hefir tjáð mér og öðrum, að hann hafi oftar en einu sinni séð skotinn æðarfugl í báti eins æðarfugla- morðingjans, en um leið og hann sagði mér þessa sögu, lét hann þess getið, að hann vildi síöur að hreyft væri við þessu, þar sem kunningi sinn ætti í hlut. Aðrir hafa gengið svo langt í því, að tileinka sér dæmi hins rangláta ráðsmanns, að fullyrti er, að þeir hafi gefið nábúum sínum reyttan og sviðinn æð- arfugl; má þá nærri geta, að þar hefir ekki verið af litlu að taka. Þetta sýnir, að þörf muni á því að herða á friðunarlögun- um, t. d. í staðinn fyrir 10 króna sekt komi 500 krónur fyrir fyrsta brot, og svo hækkandi í hlut- falli við eldri friðunarlög. Væri svo drjúgur skerfur af sektar- fénu látið renna til uppljóstun- armanns, t. d. að einum þriðja, annar einn þriðji til hlutaðeig- andi sýslufélags og afgangurinn til ríkissjóðs. Hér dugar engin linkind í lög- unum. Þau verða að vera svo hörð, aö menn hiki viö að brjóta þau. Ég geri ráð fyrir, að þegar lög eru samin, sé það gert í þeim tilgangi, að þau séu hald- in. Engan skaða há sektará- kvæði, ef lögin eru haldin. Ætti því að vera sama, hversu há sektarákvæðin eru, en skaðlegt að hafa þau svo lág, að menn geri sér að leik að brjóta lögin. Þörf mun vera á því, að gera þá menn, sem hilma yfir æðar- dráp, ábyrga eða meðseka, og (Framh. á 4. siðu.) með sinni miklu feiti hagnýtt í staðinn heima. Það vakti athygli mína, hve skiðanotkun er almenn í Norður- ísafjarðarsýslu. Á flestum eða öllum bæjum í sumum sveitum eru til skíði, og þykja skíðin þar, sem vonlegt er, jafn sjálfsögð, sem hver önnur almenn og þelckt samgöngutæki. Þess má og geta, að ísfirðingar hafa staðið all- framarlega í skíðaíþróttinni síð- ustu ár, enda hafði U. M. F. Ár- vakur á ísafirði skíðakennslu samfleytt í fjóra vetur, og réði til hennar þekkta norska skíða- kennara, fyrir fáum árum síðan. Vestfirzku ungmennafélögin hafa staðið mjög framarlega gagnvart hinni nýju, almennu skíðahreyfingu landsins, enda þótt að víðast hvar þar vestra sé ekki keppt að vissu marki í- þróttasigra eða meta. III. Ég hefi hér að framan drepið á ýmislegt, sem fljótast vakti at- hygli mína, að því er snerti at- vinnu og afkornu þarna vestur í fjörðunum. Yfirleitt er það svo þar vestra, að landrými jarðanna er eigi mikið, og búin eru fremur smá. Það, sem veldur þessu, er éink- um sú sjósókn, sem áður var víðast stunduð jafnhliða land- búskapnum. Mátti þá segja, að vestfirzki bóndinni tengdi' af- komu sína jafnt við sjóinn sem landið. En eins og ég hefi þegar getið um, þá hefir mesta breyt- ingin átt sér stað í þessu efni. — Nú er að því stefnt, að auka af- komuskilyrði landsins, enda þótt K r i s t j á n s s o n:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.