Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 4
164 TtMlM, langardaginn 13. apríl 1940 41. bla» Styrföldin x Noregi (Framh. af 1. siBu.) kunnugt um að Norðmenn hafa sökkt þremur öðrum stórum herskipum: „Blucher“ 10 þús. smál., „Karlsruhe" 6 þús. smál. og „Emden“ 6 þús. smál. Þá segjast Norðmenn hafa sökkt stóru herskipi í Stavanger og stóru þýzku herflutningaskipi í Bergen, auk margra smærri herskipa. Norðmenn viðurkenna að þeir hafi orðið sjálfir fyrir miklu herskipatjóni, enda var floti þeirra mjög ófullkominn. Brezkar fréttir segja, að norski flotinn hafi sýnt það fullkom- lega i viðureigninni við hinn margfalt öflugri þýzka flota, að Norðmenn séu öndvegisþjóðin á sjónum. Þjóðverjar hafa þegar gert loftárásir á nokkrar norskar borgir og þorp, sem hafa hern- aðarlega þýðingu, m. a. Frede- riksstad. Tjón hefir víða orðið mikið. T. d. hefir þorp, þar sem ætla mátti að norska stjórnin héldi til, verið lagt í rústir. Þýzkar flugvélar reyna hvar- vetna að hjálpa hernum í sókn- inni með því að varpa sprengj- um á varðstöðvar norska hers- ins. Frá Oslo hafa borizt fregnir um talsverðan mótþróa gegn Þjóðverjum og hefir margt manna verið handtekið og er talið að nokkrir hafi verið tekn- ir af lífi. Þýzki yfirmaðurinn í borginni hefir tilkynnt, að þeir, sem sýndu mótþróa, myndu verða dæmdir af þýzkum dóm- stóli og samkvæmt þýzkum hernaðarlögum. Norðmenn hljóta hvarvetna í frjálsum löndum hina mestu að- dáun og samúð. Erlendu sjálf- boðaliðarnir í Finnlandi reyna að komast þangað og viðsvegar gefa sig fram fjöldi sjálfboða- liða. Gjafir berast í stórum stíl til norskra sendisveita. AFSTAÐA SVÍÞJÓÐAR? í Svíþjóð er óttast, að Svíar lendi mjög fljótlega í styrjöld- inni. Er sænski herinn viðbúinn að mæta innrás og fólk hefir verið flutt frá mörgum borgum í stórum stil. Er aðallega óttast, að Þjóð- verjar reyni að fara með her yfir Skán til Noregs, ef Banda- menn hafa lokað siglingaleið- inni um Kattegat. Per Albin Hansson forsætis- ráðherra Svía sagði í útvarps- ræðu í gær, að Svíar myndu ekki leyfa neinum að fara með her yfir land sitt og þeir væru reiðubúnir að verjast. Hambro stórþingsforseti dvel- ur nú i Stokkhólmi og átti að flytja þar útvarpsræðu í gær. Var ræðunni frestað á seinustu stundu og er talið að það hafi verið gert samkvæmt kröfu Þjóðverja. Ávarp frá Hambro var síðan flutt af enskum út- varpsstöðvum, ásamt ræðu norska sendiherrans í London. Bar þeim saman um, að Norð- menn væru ákveðnir og einhuga í því að verjast. í Belgíu og Hollandi er mikill viðbúnaður og óttast þessi lönd ÚR BÆNUM Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, séra Priðrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni, barnaguðsþjónusta kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. í Laugarnesskóla kl. 2, sr. Garðar Svavarsson, kl. 10, barnaguðsþjónusta. í Landakotskirkju: lágmessur kl. 6.30 og kl. 8 árdegis, há- messa kl. 10 árdegis, bænahald og pré- dikun kl. 6 síðdegis. Til Kristjánssamskotanna: V. S. O. kr. 5.00. N. N. kr. 5.00. Blix kr. 5.00. N or ður landaskip tvö hafa leitað hér hafnar. Danska skipið Thmeby kom hingað fyrir þrem dögum og sænska skipið Annie John- son kom í fyrrinótt. Munu þau bíða hér átekta og sjá hversu skapast um hern- aðarmálefni Norðurianda. Búizt er við, að fleiri skip muni leita liér athvarfs næstu daga. Fjalla-Eyvindur var leikinn í gærkvöldi í 23. sinn fyrir fullu húsi. Var það í 50. sinn, sem Har- aldur Björnsson lék Arnes. Bárust hon- um heillakveðjur frá ýmsum leikíélög- um víðsvegar um land og mikið af blómum, bæöi frá meðleikendum og öörum leikvinum hér í bæ. Næsta sýn. ing á leiknum fer fram á morgun kl. 3. Byggingarsamvinnufél. Rvíkur. hélt aðalfund á miðvikudaginn. For- maður félagsins, Guðl. Rósinkraz, gerði grein fyrir framkvæmdum félagsins sl. ár. Byggð voru tvö íbúðarhús með tveim íbúðum hvort, 4 herbergi og eld- hús og 5 herbergi og eldhús. Kostuðu íbúðirnar rúmar 20 þús. krónur hver. Var byggingu þeirra iokið rétt áður en stríðið skall á. Meðan styrjöldin helzt, mim ekki ráðizt í að byggja ný hús á vegum félagsins. Meðstjórnendur fé- lagsins eru Elías Halldórsson, Runólfur Sigurðsson, Sigfús Jónsson og Stein- grímur Guðmundsson. Skákþinginu er lokið að þessu sinni. Vann Einar Þorvaldsson Skákmeistaratitil, hlaut 6% vinning, en tapaði engri skák. Ás- mundur Ásgeirsson fékk 6 vinninga, Eggert Gilfer 5í4, Árni Snævarr 4%, Haísteinn Gíslason og Sturla Péturs- son 3 vinninga hvor, Jóhann Snorra- son, sigurvegari á skákþingi Norður- lands, Áki Pétursson og Sæmundur Ól- afsson 2% vinning hver. Lögreglustjóri bannaði nýlega Guðmundi Pálssyni, er nefnir sig Gluggagægi, að halda barnaskemmtun, sem hann hafði ráð- gert að efna til. Bann þetta mun hafa verið sett að kröfu rannsóknarlögregl- unnar. Sú prentvilla hefir slæðst i grein Kristínar Jóns- dóttur í síðasta Tímablaði, um hetju- sjóð íslands, að Óskar Sigfinnsson for- maður frá Norðfirði, er björgunaraf- rekið innti af höndum í Hornafjarða- ósi, er þar sagður Sigurfinnsson. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fjalla-Eyvind á morgun kl. 3, en Stundum og stundum ekki verður sýnt annað kvöld kl. 8. — Aðgöngumið- ar að báðum sýningunum eru seidir í dag. Aðalfundur Norræna félagsins verður haldinn næstkomandi miðvikudag. Mun þar verða samþykkt ávarp til Norðurlanda- þjóðanna. Biaðamönnum og ræðis- mönnum Norðurlandaþjóöanna verður boöið á fundinn. Á víðavangi. (Framh. af 1. síBu.) hagnaður og metnaður verður að hverfa fyrir sameiginlegum þörfum þjóðarinnar. Hver sá, sem af slíkum ástæðum skerst úr leik, er vargur í véum og í raun og veru fjandmaður þjóð- arinnar. Sá einhugur, sem kom fram á næturfundinum, þegar þingið samþykkti að flytj a æðstu stjórnina að öllu leyti inn í land- ið, verður að ríkja áfram, bæði innan og utan þingsins. Þá sömu nótt hélt norska þingið fund í smábæ skammt frá Hamri. Hambro forseti innti þingmenn eftir, hvort þeir óskuðu eftir nokkrum tíma til umræðna eða umhugsunar og fékk það svar, að nú væri ekki nein flokka- skipting í þinginu. Svo einhuga voru þá hinir norsku stjórn- málamenn og hafa þó stjórn- málaerjur verið sízt minni þar en hér. Jafn einhuga þurfa ís- lendingar að vera og sýna í verki, að samþykkt þingsins 10. apríl síðastl. var gerð af mönn- um, sem vissu hvað þeir voru að gera og finna til ábyrgðar- innar, sem fylgdu þeirri mikil- vægu ákvörðun. Á krossgötnm. (Framh. af 1. síBu.) ján Jónsson Stóragerði. Stjórn F. U. F. skipa: Anton Tómasson, Hofsósi, for- maður, meðstjórnendur Trausti Þórð- arson Háleggsstöðum og Vilhelm Jóns- son, Hofsósi. Hefir félagið ræktunar- starfsemi og margt annað með hönd- um. Bæði félögin eru mjög fjölmenn. að dragast inn i styrjöldina þá og þegar. Mikla athygli hefir i þeim löndum grein, sem þýzki yfirhershöfðinginn hefir nýlega skrifað um Friðrik mikla. Segir hann þar, að Friðrik mikli hafi lagt mikla áherzlu á hliðarárás- ir og að koma andstæðingum sínum á óvænt. Adgeröir Bandamaxma (Framh. af 1. siöu.) margfalt meira en hjá Banda- mönnum og reynist fregnir Bandamanna réttar hefir þýzki flotinn orðið fyrir svo miklu tjóni, að hann mun tæpast leggja til stórorustu aftur. Sé sú fregn rétt, að Bretar hafi lagt tundurduflum í Kattegat, er það fullkomin sönnun þess, að floti Bandamanna sé alls ráðandi á þessum slóðum. Þjóðverjar eru byrjaðir að flytja herlið til Noregs flugleið- ina frá Danmörku. Vekja Bandamenn athygli á þvi, að þeir geti ekki flutt neitt telj- andi af skotvopnum og her- gögnum á slíkan hátt. Skrlfstoía Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils vlrði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landl. Framsóknarmenn! Munið að Lindargötu 1D. koma á flokksskrifstofuna á 234 Margaret Pedler: Laun þess líðna 235 gæfi tilefni til að fordæma hann. Hon- um geðjaðist miklu fremur að honum. Hann var eldri en Candy hafði gert ráð fyrir, og framkoman öll bar vott um styrk og sjálfstæði, sem honum geðjað- ist heldur vel að. ,JÉg verð að játa, að ég fyrirverð mig fyrir að ónáða yður svo skjótt eftir heimkomuna,“ sagði Blair, er þeir höfðu ræðst við um stund. „Ég er þegar búin að segja honum, að það sé mér að kenna, að þú kemur svo fljótt,“ flýtti Elizabet sér að segja. „Já, þið dóttir mín virðist veTa á þeirri leið, að ég féllst á að það væri kominn tími tíl þess að ég gripi fram í sem faðir hennar,“ svaraði Candy í þeim tón, að Elizabet þóttist viss um tiltölu- legan góðan árangur af þessum fyrstu samfundum þeirra karlmannanna. „Jæja, ætli ég láti ykkur þá ekki bít- ast um mig óáreitta," sagði Elizabet og leit brosandi á þá báða, — sem hún var upp með sér af að eigna sér. „Alveg eins og þú vilt,“ svaraði Blair. „Annars get ég líka komið hvenær sem þér megið vera að því, að veita mér á- heyrn, herra Frayne. Þér viljið eðlilega fá margt að heyra um mig.“ „Já, vissulega," svaraði Candy þurr- lega, en augnatillitið var alls ekki jafn fráhrindandi og raddblærinn. Elizabet var þess vegna miklu vonbetri þegar hún yfirgaf þá, en hún hafði verið, er hún fyrst minntist á þetta við föður sinn og heyrði undirtektir hans. Þegar hún kom aftur til þeirra, eftir ósk föður síns, sá hún ekki betur en að vel færi á með þeim í alla staði. „Jæja, ég er nú búinn að gefa sam- þykki mitt, en ég geri það nauðugur,“ sagði Candy, en bætti svo við dálítið glettnislegá: „Ég get ekki fundið þess- um manni neitt til foráttu, því miður, og hann hefir, illu heilli, engu verri að- stæður en ég til þess að láta þér líða vel. En þið verðið að bíða dálítið, bæði tvö. Ég vil gera ykkur strax aðvart um það. Ég leyfi yður ekki á næstunni að hlaupa á brott með hana Elizabet mína, Mait- land.“ Blair andmælti þessu ekki hið minnsta. Hann var mótfallinn löngu tilhugalífi, og eðlilega ennþá andstæðari því í þessu tilfelli en endranær. En hann var nógu hygginn til þess að láta ekki á því bera að sinni, og sjá að hentugra myndi að ræða það mál ekki nánar fyr en Frayne væri farinn að venjast þeirri hugsun, að dóttir hans væri lofuð. Rétt í þessu opn- uðust dyrnar og Fjóla kom inn. Hún var búin að skoða húsið. „Leyfið mér að kynna konuna mína“, sagði Candy. „Fjóla, þetta er Maitland, Frá Vesllirðingum (Framh. af 3. siðu.) starfsþáttur Reykjanesskólans. Fyrirkomulag hennar er með nokkrum öðrum hætti, en víða annars staðar. Börnin eru á skól- anum fyrri part vetrar, en yfir mánuðina febrúar og marz starfar eldri deild skólans. Þegar að börnin fara heim til sin um miðjan veturinn, eru þeim fengin námsverkefni. Hefir þetta heimanám barnanna gef- izt mjög vel og styrkt samband og alla samvinnu milli heimil- anna og skólans. — Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að heimavist- arbarnaskólar geri börnin skeyt- ingarlaus, og slíti þau um of frá góðum uppeldisáhrifum heimil- anna. — Þær skoðanir koma illa heim við reynslu Reykjanesskól- ans, og það mun mála sannast, að á slíkum stöðum gifturíkra umbóta öðlast yngsta kynslóðin heilög tengsl við ættstöðvarnar. — Það fer tæpast hjá því, að fyrir áhrif þegnskaparstarfs- ins fái hin unga, vestfirzka kynslóð sterka trú á framtíð sveitanna, og að hið fagra fyrir- heit, sem felst í skólasöng Reykjanesskólans, verði hennar trúarjátning: „Hér finnur vor æska sinn óskum vígða reit, — hér opnast vort takmark: að prýða þessa sveit. Hér tendra skal þann eld við sögú og söng, sem sigrar frost og myrkur um kveldin löng“. Megi sá eldur félagsþroska og manndóms, sem lengst og bezt tendrast í brjóstum nemenda Reykj anesskólans. VI. Vestfirzk lífskjör hafa oft ver- ið ofin miklum erfiðleikum. Nægir í því sambandi að benda á einangrun samgönguleysisins á landi, og harðfenga baráttu við opið haf. En þessi harða lífs- barátta, sem kallað hefir á alla krafta fólksins, hefir einmitt gert Vestfirðinga vaska og kjarnmikla. — En það, sem mest vakti athygli mína á ferðalag- inu, var sá almenni félagsþroski, sem ríkir svo víða þar í fjörðun- um. — Við nánari kynningu fann ég, að þetta er engin tilvilj - un. — Sterk áhrif félagslegrar menningar hafa yfir þrjátíu ára skeið streymt frá Núpsskóla í Dýrafirði. Sú hefir verið mesta gifta vestfirzkrar alþýðu, að eiga Núpsskólann — höfuðvígi ung- mennafélaganna. Frá skólan- um hafa félögin alltaf hlot- ið endurnýjaða krafta, og það er ekki sízt vegna þess, að vest- firzku ungmennafélögin bera svip margs þess bezta, sem nú grær í störfum íslenzkra ung- mennafélaga. í skólanum sjálf- um hefir lengi starfað ung- mennafélag, sem heitir „Gró- andi“, — er það nafn fagurt og táknrænt í senn. — Um leið og ég að síðustu þakka vestfirzkum ungmennafélögum hlýjar mót- tökur á ferðalagi mínu í vetur, vil ég óska þess, að í störfum þeirra megi ríkja sannur gróandi á ókomnum árum. Einar. Kristjánsson. Um æðarvarp (Framh. af 2. síBu.) sættu þeir einhverjum sektum, ef sannanlegt yrði. Að mínu áliti þarf að gera allt, sem hægt er, til að koma í veg fyrir dráp á þessum arðsama fugli. Þegar þess er gætt, að æðarfuglinn er í raun og veru eign varpjarðanna eins og hvert annað fylgifé,því að vitanlegt er, að varpjarðir eru leigðar og seldar miklu hærra verði en aðrar jarðir sambærilegar, þá er það fremur væg hegning fyr- ir lögbrjótana að sleppa með nokkrar fjársektir í staðinn fyr- ir að sæta sömu hegningu og þeir, sem gerast sekir um sauða töku eða annað sambærilegt. Hið þriðja, sem nauðsyn ber til að gert yrði, er að fá strangt mat á dún. Mér er nokkuð kunn ugt um, að hann er allmisjafn- lega verkaður. Það hefir sagt mér maður, ,sem vinnur í skrif stofu gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar, að komið hafi fyr ir, að dúnn, sem sendur var á erlendan markað sem fyrsta flokks vara, hafi verið endur sendur vegna afleitrar hreins- unar. Það sjá allir, að slíkt má ekki eiga sér stað, annað eins veldur því einu, að fella dúninn í verði á erlendum markaði. —*GAMIiA bíó— Sjólíðsforíngja- skólínn Spennandi og skemmtileg amerísk kvikmynd, tekin af Metro-félaginu. Aðalhlutv. leika: JAMES STEWART, FLORENCE RICE og ROBERT YOUNG. 'NÝJA BÍÓ- Katía Tilkomumikil frönsk stór- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadóttur Catharine Dolgoruki. Aðalhlutv. leika: JOHN LODER og fegursta leikkona Evrópu: DANIELLE DARRIEUX. W.mnn§kórnir með gúmmíbotnnnum komnir aitur. Allar stærðir. Enniremur nýtt úrval ai dragta- og kápueinum. LOPI allir Iitir. Verksmlðjnútsalan Geijun — Iðunn ÁOalstræti. MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Pcrla ESéndi — Eanpir fsú MnaðarMaðið FltEY? Veitir þó sizt af að gera það, sem hægt er, til að fá fyrir hann sem mest af erl. gj aldeyri.Kaup- endur eiga líka heimtingu á því, að sú vara, sem þeir kaupa sem góða og gilda, sé það, sem hún er sögð vera. Og meðan ekki er strangara mat á dún en nú er, sæta þeir menn órétti, sem leggja allt kapp á að vanda sinn dún sem bezt, en fá ekki meira fyrir hann en þeir, sem aðeins koma einhverju nafni á verkun á honum. Það þykir ekki tilhlýðilegt annað en ull sé stranglega flokkuð. Þá er ekki síður ástæða til þess með dún- inn. Þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu hafði mál þetta með höndum, og er ég fundinum þakklátur fyrir meðferð hans á málinu, að öðru leyti en því, að mér fannst þeir hafa sýnt lítinn skilning á nauðsyn hárra sektarákvæða. Ég lít svo á, að háar sektir séu í öllum tilfellum nauðsynlegar og óskaðlegar. Aftur á móti geta væg sektarákvæði freistað manna til brjóta lögin og verða með því öðrum til skaða og skapraunar, en kallað dóm yfir sjálfa sig, ef á þá sannast. Ég vona fastlega, að hið háa Alþingi taki þetta mál að sér, og gangi svo frá því, að til verulegra umbóta verði, eftir því, sem bezt má verða. Gísli V. Vagnsson Mýrum. Leihfélag Reyhjavihur Vinnið ötulleefa fyrir Tímann, „Fjalla-Eyvíndur,, Sýning á ncos’gím kl. 8 Lækkað verð. ,Stundum og stundum ekkí5 Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar að báðum sýn- ingunum verða seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. — Ath. Vegna mikillar aðsóknar, verður ekki svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir að sala hefst. Börn £á ekki aðgang. Tvær stúlkur óskast til veitingastarfa næsta sumar. Gott kaup. Þær, sem reykja cigarettur, koma ekki til greina. Uppl. í síma 3948. ** 1 í henni er m.a. stœrsta og merkasta safn, sem til er á Islenzku, af stuttum tínmísskáldsögum helmsbók- menntanna. Geti einhver sannað að það sé ekki rétt, þá er honum heitið háum verðlaunum. — Dvöl frá byrjun lækkar aldrei i verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.