Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 3
41. blað
TÍMINN, langardagiim 13. apríl 1940
163
.4 N N A I, L
Afmæll.
Á fundum Framsóknarmanna
í Reykj avík hefir oft hin síðustu
ár mætt öldungur hvítur fyrir
hærum með mikið og sítt skegg.
Hann hlustar þar með auðsærri
athygli á mál manna, hress í
bragði og áhugaglaður. Sé hann
tekinn tali, stendur ekki á hon-
um í viðræð-
unni, og ekki
letur hann
f 1 o k k i n n til
f ramsóknar-
innar.
Þessi hári öld-
ungur er Bene-
dikt eldri Bene-
diktsson, fyrr-
um bóndi í
B r e i ð uví k á
Tjörnesi. Hann er fæddur 14.
apríl 1857 og verður því 83 ára
hinn 14. þ. m. Dvelur hann nú á
Framnesvegi 14 í Reykjavík á
vegum barna sinna: dóttur sinn-
ar Önnu, konu Jóns Jóhannes-
soar bifreiðastjóra þar, og son-
ar síns: Benedikts sölumanns.
Nýtur hann þarna ellifriðar eft-
ir stritsama æfi og langa, en
fylgist þó vel með dagskrármál-
um þjóðar sinnar og heldur
anda sínum ungum með sívak-
andi áhuga fyrir atburðum líð-
andi stunda.
Benedikt er fæddur að Grund
i Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hans voru hjónin
Benedikt Benediktsson og Ingi-
björg Gunnarsdóttir, hrepp-
stjóra að Grund, sem sagt er að
hafi verið mikill sveitarhöfð-
ingi á sinni tíð. Aðeins 13 ára
gamall missti Benedikt föður
sinn, og varð þá móðir hans
fljótlega að bregða búi, og hann
að sjá um sig sjálfur. Var hann
í ýmsum vistum á uppvaxtarár-
unum og sumum allhörðum.
Kann hann frá mörgu að segja,
sem fyrir hann kom á þeim ár-
um, — og er sumt þannig, að
maður hlýtur að undrast seiglu
piltsins, en jafnframt skilur
maður betur úthald hans síðar
á æfinni og dug hans í ellinni.
Beitarhúsagöngur og hjástöður
fjár í harðviðrum gengu nærri
klæðlitlum, nestislausum
drengnum, en úr því ha'nn hafði
þetta af, án þess að bugast, þá
gerði það hann þolinn mann og
þrautseigan. „ísavetur ófu taug-
ar hans.“ —
Árið 1885 giftist Benedikt Þor-
björgu Jónsdóttur frá Breiðu-
vík á Tjörnesi, góðri konu, sem
varð honum ágætur förunautur
í 42 ár (dáin 1927). Voru þau
fyrstu hjúskaparár sín að ís-
ólfsstöðum á Tjörnesi, því næst
eitt ár að Auðbjargarstöðum í
Kelduhverfi, en fluttust árið
að víðast hvar séu miklir erfið-
leikar á því. Þegar að gömlu
mennirnir í Arnarfirðinum voru
að minnast sjóróðranna á æsku-
árunum, og alls, sem við þá var
tengt — þá sögðu þeir oftast við
mig að lokum, að það væru meiri
erfiðleikar við aukningu landbú-
anna, heldur en ungu mennirnir
ímynduðu sér, enda þótt að það
yrði vafalaust framtíðarleiðin.
En ég þori að f ullyrða, að ég hefi
ekki annars staðar orðið var við
sterkari trú á landinu og mold-
inni, heldur en á meðal ungra
manna þar vestra, og getur skáld
þeirra Önfirðinga, Guðm. Ingi,
vel mælt þar fyrir þeirra hönd;
en í ljóðabók sinni,.Sólstöfum,
segir hann svo, í kvæði sínu,
„Moldin kallar“:
Hér er sú mold, sem á brjóstinu bar oss,
bjó oss hinn frjósama reit.
Hér er það landið, sem heimkynni var
hér er vor átthagasveit. [oss,
Hér er sú röddin, sem kveður og kallar,
keppir við malir og sjó.
Hér eiga ræktunarhugsanir allar
handtökum verkefni nóg.
Mér finnst mikið til um þá
trúarjátningu til moldarinnar,
sem þarna kemur fram. Og þeir
eru margir vestfirzku æsku-
mennirnir, sem taka undir með
Guðmundi Inga, í þessu kvæði,
og gexa það hálfvelgjulaust.
IV.
Yzt í Önundarfirði að sunnan-
verðu er alllangt dalverpi, sem
Ingjaldssandur heitir. Eru þar
sjö býli og tilheyra Mýrahreppi
í Dýrafirði. Svo afskekktur er
sveitarhluti þessi, að leiðin frá
fremsta bæ á Ingjaldssandi til
1889 að Breiðuvík, og þar var
Benedikt í 44 ár samfleytt. Bjó
sjálfur til 1918, afhenti þá syni
sínum, Benedikt, búið, en var
alltaf í og með við búskapinn,
þar til sonur hans brá búi 1933
og fluttist til Reykjavíkur.
Benedikt og Þorbjörg eignuð-
ust 9 börn og komu þeim öllum
upp. Tvö þeirra, Jón og Sigur-
laug, eru nú dáin. En þau, sem
lifa, eru: Anna og Benedikt, sem
áður eru nefnd, Gunnlaugur
verkamaður í Húsavík, Hólm-
fríður, húsfreyja í Húsavík,
Ingibjörg, húsfreyja á Akureyri,
Sara afgreiðslustúlka við verzl-
un á Akureyri og Þórhallur tré-
smiður í Reykjavík.
Breiðavík er annmarkajörð á
margan hátt. Og kjör Benedikts
voru erfið meðan börnin voru í
ómegð. Var hann einyrki oftast
og stundaði jöfnum höndum
landbúnað og sjósókn, til þess
að afla fjölskyldu sinni bjargar,
— og sótti fast vinnubrögðin.
En hverju sem viðraði og hvern-
ig sem aflaðist, var hann glaður
og reifur. Bjartsýnin óbrigðul
og viðleitnin til að bjargast ó-
drepandi. Engin kveifarleg við-
kvæmni eða kvíðavingl, en
sjálfstraust alltaf eins og með
þurfti. Greiðasemi mikil við
gest og gangandi. Og sívökul þrá
til að styðja framfarir og vera
með í allri framsókn. Til dæmis
um þetta má nefna, að hann
varð einn af fyrstu mönnum
sveitar sinnax til að ganga í
Kaupfélag Þingeyinga og hefj-
ast handa um að stofna búnað-
arfélag. Og þó hann væri einn
hinna fátækustu, varð hann
líka einna fyrstur til að fá sér
eldstó og skilvindu, setja gólf-
grindur í fjárhús, steypa böð-
unarþró o. s. frv. Á nútíðarmæli-
kvarða eru þetta ekki miklar
framkvæmdir, en á þeim tíma
var þetta að brjóta ísa, og til
þess þurfti fátækur maður, eins
og Benedikt var þá, virðingar-
vert þrek, athafnafjör og sókn-
arhug. Afreksmenn ber að meta
eftir aðstöðu þeirra til að vinna
afrekin.
Sóknarhugur Benedikts er
enn svo mikill, að honum full-
nægir ekki að sitja um kyrrt í
helgum steini kvöldfriðarins í
öruggu skjóli barna sinna. Þess
vegna sækir hann fundi Fram-
sóknarmanna, — og er spurull
um atburði daganna.
Það er gaman að hitta karla,
sem hafa staðið svo sterklega
af sér storma lífsins og óveður
öll, eins og Benedikt hefir gert.
Eru lausir við gremju, aftur-
hald og hugsýki ellinnar, — og
rétta jafnvel sjálfri æskunni
„örfandi hönd“.
Veri þeir allir blessaðir. Veri
Benedikt gamli frá Breiðuvík
blessaður og sæll i sinni háu
elli.
K. Kristjánsson.
næsta bæjar við Dýrafjörð, er
um 11 km., þó telst þetta sem
áður segir, ein Og sama sveit,
eða sveitarfélag. Ég ætla að
segja frá komu minni í þessa,
sveit, og geri ég það af því, að
líf íbúanna í þessum sveitar-
hluta er táknandi fyrir vestfirzkt
menningar- og athafnalíf yfir-
leitt.
Vel lízt mér á, byggð og bú,
brautir, teiga, mosa.
Sé ég niður á Sandinn nú,
sýnist mér hann brosa.
Þessi vísa er eftir sr. Jón Sig-
urðsson f Stóru-Görðum, og
vissulega hefði ég getað tekið
undir með klerki þeim og kveðið
vísuna, ef kunnað hefði, þegar
Ingjaldssandur blasti við sjónum
mínum af Sandsheiði, vafinn
gullrauðu skini hnígandi desem-
bersólarinnar.
Allstórt, grösugt undirlendi, há
fjöll með bröttum hlíðum, úfið
haf með hvítu brimbandi við
ströndina í norðri. Þannig er
umhverfi Ingjaldssandsins, og
við fyrstu sýn varð mér það ó-
gleymanlegt.
Þegar komið er sunnan yfir
Sandsheiði, er Brekka næsti bær
þeim megin dalsins. Þar þáði ég
gistingu. Sonur bóndans á
Brekku hafði fylgt mér frá
Núpsskóla, eins og leið lá, út með
strönd Dýrafjarðar, um Gerð-
hamradal, yfir Sandsheiði og
heim að Brekku. Var gott að
njóta leiðsagnar hans. Frábær
gestrisni og alúð einkenndi við-
tökur fólksins. Fékk ég nú ýms-
ar markverðar upplýsingar og
vitneskju um þetta afskekkta
byggðarlag.
Svo mjög eru samgöngur erf-
iðar á Sandinum, að óvíða mun
þekkjast annað eins. Allar nauð-
synjar eru sóttar á sjó, og er
Flateyri verzlunarstaðurinn. Oft
kemur það fyrir, að ekki gefur
á sjó sökum brims, og var mér
sagt að fyrir nokkru síöan hefði
ekki á sjó gefið frá því í ágúst og
þar til í febrúar. Þegar svo er
komið, er vissulega ekki vænlegt
til bjargar á Ingjaldssandi; er þá
hvítur brimgarður á aðra hönd,
en há og illfær heiði á hina. —
Venja er að draga að vetrar-
birgðir, og svo var gert í haust
eins og áður.
Flest tún eru sæmilega slétt
orðin, og byggingar ágætar. Eru
reisuleg íbúðarhús á nær öllum
býlunum, sem eins og áður segir
eru sjö talsins. Yfirleitt mun af-
koma manna vera mjög viðun-
andi, og það vakti eftirtekt mína,
hversu tiltölulega margt fólk
hélzt kyrrt heima fyrir.
Það fer ekki hjá því, að hver
sá, er gistir Ingjaldssand, fyllist
hrifningu yfir dugnaði og allri
menningu fólksins, sem ein-
kennir Vestfirðinga yfirleitt. En
meðal íbúa þessa áðurnefnda
byggðarlags er margt af þeim
einkennum mótað sterkar og
skýrar en víðast annars staöar.
Ég var á fundi hjá ungmenna-
félaginu þeirra, „Vorblóminu“,
sern haldinn var i Álfadal, en það
er.nú elzta starfandi félag á
Vestfjörðum. Á þessum fundi
urðu nokkrar umræður, og sner-
ust þær einkum um hin nýju
viðhorf ungmennafélaga í rækt-
unarmálunum, svo og bindindis-
málin. Undirtektir voru ágætar,
og tók helmingur fundarmanna
til máls. Ég get ekki farið nánar
inn á umræðurnar um ræktun-
arstarfsemi félaganna, eins og
þær urðu á þessum fundi, en ég
heyrði þar talað með áhuga og
sönnum-eldmóði um þau mál og
sveita vorra yfirleitt. Þar kom
glöggt fram sterk átthagatryggð,
og hefðu sumir ræðumenn getað
tekið undir með Guðm. Inga í
kvæðinu „Önundarfjörður“, enda
er það ort í orðastað þeirra, en
þar segir m. a.:
Ó, fjörður, okkar fóstursveit,
við finnum yndi hér,
er yljar landið eygló heit,
og eins er mjölhn þekur reit,
því, fjörður kær, í faðmi þér,
er fagurt nær sem er.
Við segjum ekki: Einn og hver
hér albezt kjörin fær.
En hérna sveitin okkar er.
Við unum hvergi sem hjá þér
því við þig bundin mörg og mær
er minning hjartakær.
(Guðm. Ingi: Sólstafir 1938.)
Fá hygg ég þau byggðarlög á
landinu, sem hafi hreinni skjöld
í bindindismálum en Ingjalds-
sand. Áfengis neytir enginn
maður, en tveir menn nota tó-
bak.
Ég hefi nú brugðið upp nokkrr
um skyndimyndum af menningu
þessa byggðarlags. Ég efast ekki
um, að ungmennafélagiö þeirra
hefir áorkað miklu, ekki sízt í
bindindismálum, enda var ekki
farið í neina launkofa með það
við mig, hvorki af félagsmönn-
um né öðrum.
Ingjaldssandsbúar eru dug-
miklir og heilsteyptir mann-
dómsmenn. í harðri lífsbaráttu
og þróttmiklu félagslífi eiga sið-
spillandi eiturnautnir enga sam-
leið með sterkum umbótavilja.
Það hafa Ingjaldssandsbúar sýnt
mér bezt.
Ég kvaddi Ingjaldssand með
þakklátum huga fyrir ógleyman-
legar móttökur og kynningu
fólksins.
Yzti hluti fjallgarðsins, sem
gengur fram á milli Önundar-
fjarðar og Dýrafjarðar, vestan-
megin við Ingjaldssandinn,
nefndist „Barði“. Þar uppi á
brúninni er hóll nokkur eða
grjóthrúga, sem á að geyma bein
Ingjalds, landnámsmannsins, er
fyrstur nam Ingjaldssand. Sá
staður ber mikla helgi hjartfólg-
inna minninga um fyrsta mann-
inn, sem lifði við brjóst hinnar
tignarlegu og fögru byggðar.
V.
Við ísafjarðardjúp mætir fjöl-
breytt landslag auga ferða-
mannsins. Yzt við Djúpið eru
fjöllin há og hrikaleg, með
sönnum vestfirzkum svip. Innan
til lækka fjöllin og lágir hálsar
og nes ganga fram milli fjarð-
anna. Eitt af þeim nesjum er
Reykjanes, milli ísafjarðar og
Reykjafjarðar, þar sem nú starf-
ar yngsti héraðsskóli landsins,
Reykj anesskólinn.
Það var með mikilli eftirvænt-
ingu, að ég nálgaðist Reykjanes-
skólann árla morguns í október
s. 1. Ég vissi, að á þessum stað
hafði skapazt athyglisvert skóla-
setur, sem væri að ýmsu leyti
með öðru sniði, en hliðstæðir
skólar annars staðar.
Eftir að ég var búinn að sjá
umhverfi skólans og kynnast
sögu hans, þá sannfærðist ég um
að þar hefðu skapazt stórkost-
legar umbætur á tiltölulega
stuttum tíma.
Reykjanesskólinn var byggð-
ur sem heimavistarbarnaskóli
tveggja hreppa árið 1934. íbúar
þessara sveita, þ. e. Nauteyrar-
og Reykjafjarðarhrepps, höfðu
sameinazt um málið, og góð
samvinna varð um alla fram-
kvæmd þess, undir öruggri stjórn
og handleiðslu Aðalsteins Eiríks-
sonar, sem síðan var ráðinn
skólastjóri. Um alllangt skeið
hafði verið sundkennsla í
Reykjanesi, eða allt frá 1830, en
á árunum 1925—1926 beittu á-
hugasamir ungmennafélagar sér
fyrir byggingu myndarlegrar
sundlaugar á staðnum.
Hin glæsilegu jarðhitaskilyrði
Reykjanessins voru því búin að
seiða til sin hug og krafta æsku-
lýðsins, nokkru áður en skólinn
tók til starfa. En á þeim fáu ár-
um, sem skólinn hefir starfað, þá
hefir umhverfi hans tekið mest-
um breytingum. Að vísu er það
svo, að húsakynni skólans eru
ekki nema brot af því, sem á að
verða síðar meir. En bæði húsa-
kynnin og umhverfi skólans hafa
bætzt og fegrazt á stuttum tíma,
og það, sem öðru fremur hefir
stuðlað að því, er annars vegar
fórnarvilji og umbótaþrá fólks-
ins og hins vegar hin glæsilega
og sterka stjórn Aðalsteins
skólastjóra.
Síðan skólinn tók til starfa,
hefir fólk í næstu sveitum valið
einn dag á vori hverju til þegn-
skaparvinnu í Reykjanesi. Unnið
hefir verið að ýmsum umbótum,
sem miða staðnum til gagns og
prýði, svo sem vegagerð, skóla
garði, byggingu skíðaskála og
timburbryggju o. m. fl. Þessi
dagur hefir svo hlotið hið tákn-
ræna og fagra nafn, vordagur.
Eftir að ég hafði fengið vit-
neskju um þessa sérstæðu starf-
semi, þá fyrst varð mér ljós
lausn þeirrar gátu, hvernig
Reykjanesið hefir á örstuttum
tíma orðið að merkilegri menn-
ingarmiðstöð. Á „vordögunum"
safnast æska byggðarlagsins
saman að skipulegum störfum,
og margt af eldra fólkinu, jafnt
konur sem karlar, fyllir einnig
hópinn.
Það ætti öllum að vera ljóst,
hvílíka geysilega þýðingu slík
vinnustarfsemi sem þessi hefir
haft fyrir hag og alla velferð
skólans.
Með hinum samstilltu kröftum
fólksins hefir í raun og veru öll-
um hindrunum verið rutt úr vegi.
Sú fagra hugsjón, sem svifið
hefir yfir verkefnum „vordag-
anna‘.‘,hefir fyrst og fremst mót-
að fórnfúsa og félagslundaða
menn. Og þess vegna hefir skól-
inn og umhverfi hans svip gró-
andi vaxtar.
Barnafræðslan er annar aðal-
(Framh. á 4. síöu.)
Smásöluverð
á eftirtöldum amerískum cigarettum má ekki vera
hærra en hér segir:
Happy Hit í 20 stk. pk. kr. 1.80 pakkinn
Camel - — — — — 180
Three Kings - — — — — 1 80 —
One Eleven - — — — — 1.60 —
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt
að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út-
sölustaðar.
Tóbakseinkasala ríkisíns.
&
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykhiís. — Frystiliús.
MðQrssiðaverksmiðjæ. — Bjngnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Eg’g' frá Eggiasölnsðimlagi Heykjavíkur.
236
Margaret Pedler:
Laun þess liöna
233
— Blair Maitland, sem, — því miður, —
hefir tekið þá ákvörðun, að ganga að
eiga Elizabet."
Geislar morgunsólarinnar streymdu
inn um hina stóru glugga á bókaher-
berginu og gerðu Fjólu hálfblinda, svo
að hún sá Blair mjög óljóst í fyrstu. En
þegar hún snéri sér að honum og sá
hann betur, varð skyndileg breyting á
svip hennar. Hún fölnaði, svo að jafn-
vel varirnar urðu hvítar og bláu augun
urðu stór og starandi. Hún riðaði eins
og hún ætlaði að falla, og Candy flýtti
sér til hennar.
„Fjóla! Hvað er að, ástin mín? Ertu
veik?“
Hún hallaði sér að honum og kom engu
orði upp fyrst í stað. Svo rétti hún úr
sér, andvarpaði og hló svo stuttum, ó-
styrkum hlátri.
„Ó, ég bið ykkur að afsaka,“ sagði hún
veiklulega. „Mig svimaði snöggvast,.
Mér fannst herbergið hringsnúast."
Candy benti Elizabet að koma.
„Náðu í vín, og vertu nú fljót.“
Fjóla veifaði hendinn andmælandi.
„Nei, nei,“ sagði hún. „Ég er orðin ágæt
áftur, alveg búin að ná mér. Ég verð að
biðja yður að afsaka, herra — herra
Maitland.“ Hún snéri sér að Blair og
rétti honum hendina. Hún stóð teinrétt
Elizabet, verður að hafa hreinan og
hvítan skjöld í alla staði.“
„Ég held, að hann hafi getið sér góðan
orðstír í stríðinu," svaraöi Elizabet.
„Það gerðu margir óbetranlegir ó-
þokkar.“
Elizabet hló. „Ég er nú sannfærð um,
að hann er það ekki. Ég spurði hann
einu sinni, hvort hann hefði nokkurn-
tíma gert nokkuð það, sem hann
skammaðist sín fyrir, og hann neitaði
því.“
„Einmitt það, já? En þar kemur til
greina, fyrir hvað honum finnst ástæða
til að skammast sín fyrir. Um það eru
skoðanir manna mjög skiptar.“
Dyrabjöllunni var hringt meðan Candy
var að segja þetta.
„Þetta hlýtur að vera Blair,“ sagði
Elizabet fljótmælt. Hún stakk hönd sinni
undir handlegg föður síns. „Þú verður
góður við hann, er það ekki, Candy?“
spurði hún biðjandi.
„Ég skal ekki vera áberandi illur við
hann, svona í fyrsta sinn, sem ég sé
hann,“ svaraði hann kuldalega. Meira
gat Elizabet ekki fengið hann til að
lófa.
Þegar þeir höfðu loks hitzt, varð
Candy að játa, að hann sá ekkert það
í útliti Maitlands eða framkomu, sem