Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: ¦ GÍSLI GTJÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARTNN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOEFANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSL Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OO AUGLÝSINGASKRIFSTÖFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sfml 2333. PRENTSMEDJAN EDDA hJ. Sfmar 3S48 og S720. 24. árg. Reykjavík, laugardaginn 13. april 1940 41. blað Lög um náttúrurannsóknír Sérstöku raiinsókíiarráði verður falin yfir- umsjón allra rannsókna á náttúru landsins og útlendingum verður bannað að framkvæma slíkar athuganir leyfislaust. Alþingi hefir nýlega af- greitt lög um náttúrurann- sóknir. Eru lög þessi m. a. merkileg fyrir þá sök, að þau hindra útlendinga í því, að stunda leyfislaust slíkar rannsóknir, en þeir hafa á undanförnum árum fram- kvæmt hér ýmsar athuganir án vitundar og samþykkis íslenzkra stjórnarvalda. Eins og kunnugt er, skipáði fotsætisráðherra sérstaka nefnd á síðastliðnu ári, sem hlotið hefir nafnið rannsóknarnefnd ríkisins. Var það m. a. verkefni hennar, að annast framkvæmd ýmsra rannsókna fyrir ríkis- stjórnhia og að hafa eftirlit með ¦öllum náttúrufræðilegum rann- sóknum hér á landi. Hefir þótt rétt að setja löggjöf um starf- svið og tilgang nefndarinnar og lella inn í hana eldri lög og þingsályktanir um þessi mál. Koma hin nýju lög um náttúru- rannsóknir því í staðinn fýrir eldri lög um þetta efni, en hafa auk þess að geyma ýms nýmæli. Lögunum er skipt í þrjá kafla og verður hér gerð grein fyrir aðalatriðum þeirra. Fyrsti kafli fjallar um almenn ákvæði. Samkvæmt honum hafa ísienzkir ríkisborgarar forgangs- rétt til rannsókna á náttúru landsins, en ríkisstjórnin getur, að fengnum tillögum rannsókn- arráðs, veitt erlendum fræði- mönnum heimild til að stunda rannsóknir hér á landi um til- tekinn tíma, enda hafi þelr sam- starf við íslenzka fræðimenn og láti þeim í té skýrslu um árang- ur rannsóknanna eftir nánari fyrirmælum þar að lútandi reglugerðar. Þeir, sem rann- sóknir stunda, skulu eftir megni forðast átroðning á landi og bæta skaða, ef einhver verður. Komi einhver verðmæti í ljós, skal tilkynna það eiganda eða umsjónarmanni þess lands, þar sem verðmætin eru. Annar kafli fjallar um rann- sóknarráð ríkisins, sem skal skipað þremur mönnum til þriggja ára. Hlutverk ráðsins er: 1. Að vinna að eflingu rann- sókna á náttúru landsins, sam- ræma slíkar rannsóknir og safna saman niðurstöðum þeirra. 2. Að vera ríkisstjórn- inni til aðstoðar um yfirstjórn þeirrar rannsóknarstarfsemi, sem ríkið heldur uppi, óg á ann- an hátt, eftir því sem æskilegt þykir. 3. Að annast eða sjá um BRETAR T AKA FÆREYJAR í ræðu, sem Churchill flota- málaráðherra flutti síðastliðinn fimmtudag, skýrði hann frá því, að ensk herskip hefðu verið send til Færeyja og væri hertöku eyjanna lokið. Myndu Bretar hafa þar bækistöðvar fyrir her- skip og flugvélar og koma upp loftvarnarstöðvum. Enskar útvarpsfréttir skýra frá því, að íbúarnir í Færeyjum hafl tekið ensku hermönnun- um mjög vel, og að amtmaður- inn í Færeyjum hefði sent ensku stjórninni þakkarskeyti fyrir það, að taka Færeyjar undir vernd Bretlands. tilteknar rannsóknir, eftir því, sem ríkisstjórnin kann að óska og fé er veitt til í fjárlögum eða af náttúrufræðideild menning- arsjóðs. 4. Að gæta hagsmuna í s 1 e n z k r a náttúruf ræðinga gagnvart útlendingum, sem hingað koma til rannsókna, og koma fram af landsins hálfu við fræðimenn annarra þjóða, að því leyti, sem við á. — Rann- sóknarráðið skal hafa í þjónustu sinni framkvæmdastjóra, sem annast dagleg störf og umsjón með þeim málum, sem undir ráðið falla. Öllum, sem stunda náttúrurannsóknir með opin- berum styrk, skal skylt að hafa samvinnu við rannsóknarráðið og láta það fá skýrslur um nið- urstöður sínar. Þriðji kafli fjallar um rann- sóknarstofu i þágu atvinnuveg- anna. Við Háskóla íslands skal starfa slík rannsóknarstofa, er skiptist í þrjár deildir, búnað- ardeild, fiskideild og iðnaðar- deild. Hver deild annast rann- sóknir fyrir tilheyrandi at- vinnuveg. Fjölga má deildunum, ef þörf krefur. Atvinnumálaráð- herra hefir yfirstjórn rannsókn- arstofunnar með aðstoð rann- sóknarráðsins, og ræður starfs- mennina í samráði við það, set- ur henni nánari starfsreglur o. s. frv. Með lögum þessum eru þannig náttúrurannsóknirnar komnar I fast og starfhæft kerfi og má því vænta góðs árangurs af þeim. Þau eru jafnframt glögg- ur vitnisburður um sjálfstæðis- vilja þjóðarinnar. Engin frjáls þjóð lætur útlendingum hald- ast það uppi að rannsaka gæði landsins í fullu heimildarleysi og án þess að hún hafi nokkra vitneskju um tilgang rannsókn- anna. Með framangreindri lög- gjöf reisa íslendingar þær skorður, sem þeir hafa í sínu valdi, gegn slíkum ágangi út- lendinga. ^fyrjHIdiii í Moregi Frá Noregi hafa nú borizt það ljósar fregnir, að nokkurn veg- inn er hægt að gera sér grein fyrir hernaðaraðstöðunni þar í landi. Virðist hún hafa verið í gærkveldi sem hér segir: Þjóðverjar höfðu á valdi sínu borgirnar Oslo, Kristiansand, Stavanger, Bergen, Þrándheim og Narvik og auk þess nokkrar minni hafnir, sem eru einangr- aðar og litla þýðingu hafa fyrir styrjöldina, hvort heldur er á sjó eða landi. Frá Oslo hafa Þjóðverjar reynt að sækja á þrjá vegu: Austur til sænsku landa- mæranna, vestur til Drammen og fleiri staða þar í nánd, og í norður til Harnars og Elverum. í sókninni austur til sænsku landamæranna virðist Þjóð- verjum hafa orðið lítið ágengt, því að bæði Frederiksstad og Kongsvinger eru enn á valdi norska hersins. í sókninni til norðurs hefir Þjóðverjum orðið nokkuð ágengt og hafa þeir m. a. náð Eidsvold á vald sitt og sækja þeir nú fram til Elverum. Hamar virðist enn á valdi Norð- manna. í sókninni til vesturs hefir þeim orðið nokkuð ágengt og hafa þeir meðal annars náð Drammen. Þá hafa Þjóðverjar reynt að sækja fram frá Bergen, Þrándheimi og Narvik, en sama og ekkert orðið ágengt. Að öðru leyti er Noregur á valdi Norðmanna og heldur norski herinn hvarvetna uppi harðri mótspyrnu, sem stöðugt virðist fara vaxandi. Sérstak- lega virðist norski herinn veita þýzka hernum, sem sækir í austur og norður frá Oslo, öfluga mótstöðu. Eyðileggja Norðmenn bryr og járnbrautarlínur til að torvelda sókn Þjóðverja. Fjöll og skóglendi veita Norðmönnum víða ágæta varnarstöðu. Fregnum frá þeim hluta Nor- egs, sem er á valdi Norðmanna, ber öllum saman um, að þjóðin sé einhuga í því að verjast inn- rásarhernum. Hervæðingin gangi hvarvetna að óskum og hugrekki almennings sé óbilað. Allir, sem nokkurs eru megn- ugir, séu reiðubúnir að leggja líf sitt i sölurnar fyrir föður- landið. Það er kunnugt orðið, að Norska þjóðín eínhuga í baráftunni gegti Þjóðverjum og norskí herinn heldur víða uppi hreystilegri vöm Uppdráttur af Suður-Noregi. Punktalínan sjjnir landamœrin, en strikalínan helztu járnbrautirnar. Norðmenn hafa valdið Þjóðverj- um miklu herskipatjóni. Strand- virkin í Oslofirði sökktu aðfara- nótt þriðjudagsins öðru stærsta herskipi Þjóðverja, „Gneisenau", sem var 25 þús. smál. Þá er (Framh. á 4. siðu.) A. Œ^ROSSCS-ÖTTJlsÆ íslendingar á Norðurlöndum. — Hjúkrunarnám. — Bátar með bilaðar vélar. Starfsemi Framsóknarfélaganna í Skagafirði. Samkvæmt þeim skýrslum, sem upp- lýslngaskrifstofa stúdenta hefir aflað sér, eru nú alls 214 íslenzkir námsmenn á Norðurlöndum. Langf lestir eru í Dan- mörku, alis 160, þar af 28 konur. 27 eru í Noregi, þar af 9 konur, og 27 í Svíþjóð, 9 þeirra konur. Engar aðrar skýrslur munu vera til hér á landi um það, hversu margir íslendingar dvelja nú á Norðurlöndum, en eins og öllum er vit- anlegt, eru þeir mjög margir. Einkum er miklll fjöldi íslendinga í Kaup- mannahöfn, sem þar voru á ferð, er ótíðindi þau gerðust, sem nú eru orðin, eða höfðu þar aðsetur til lengri eða skemmri dvalar. En ekki verður með neinni nákvœmni sagt, hve margt það fólk er. í nokkrum öðrum Norðurlanda- borgum er einnig allmargt íslendinga. Gullfoss var í höfn í Kaupmannahöfn, er Þjóðverjar hertóku borgina. Að því er Tímanum hefir verið tjáð hjá Eim- skipaf élaginu, mun skipið vera þar enn. og óvíst hvenœr f ært þykir að sigla því brott þaðan. t t t Þrettán nýir hjúkrunarnemar hefja hjúkrunarnám nú um mánaðamótin næstu. En 1. maímánaðar er árlega bætt við nýjum stúlkum til hjúkrunar. kvennanáms. En áður eru nemarnir venjulega I sex vikna forskóla, sem rek- inn er af Rauða krossinum og Sigriður Bachmann hjúkrunarkona veitir for- stöðu. Kristín Thoroddsen, yfirhjúkr- unarkona í Landsspítalanum, er hefir á hendi forstöðu hjúkrunarkvennaskól- ans, heíir tjáð Tímanum, að nú sinni 38 konur hjúkrunarnámi, auk þeirra 13, sem eru í forskólanum. Alls er náms- tími hjúkrunarkvennanna hálft fjórða ár. Þar af stunda þær i tvö ár nám í Landsspítalanum, eitt ár í berklahæli og öðrum sjúkrahusum en Landsspít- alanum. og hálft ár í geðveikrahæli. í ár munu 13 hjúkrunarnemar ljúka námi sínu, en áður hafa alls útskrifazt úr hjúkrunarkvennaskólanum 75 konur. Alls munu íslenzkar hjúkrunarkonur nú vera um 165. t r r Togarinn Tryggvi gamli, er var á leið til landsins, hefir tekið vélbátinn Dóru, er annaðist fiskflutninga til Eng- lands, í eftirdrag. Bilaði vél bátsins, er hann var um 150 mílur norður af Suðureyjum. — Tveir íslenzkir fiski- bátar hafa einnjg orðið fyrir vélabil- unum þessa dagana á fiskislóðunum í Paxaflóa. Dró björgunarskútan Sæ- björg þá til hafnar í fyrradag. Bátarn- ir voru Svava úr Siglufirði og Vestri frá ísafirði. t t t Framsóknarfélag Sauðárkróks hélt skemmtisamkomu 10. marz s. 1. Hófst með samdrykkju undir borðum voru fluttur og sungið á milli. Friðrik Hansen kennari stjórnaði samkom- unni Auk hans fluttu ræður Sigurður Þórðarson kaupfélagsstjóri, Árni Haf- stað bóndi í Vík og erindreki Fram- sóknarflokksins er þar var staddur. Á eftir var spiluð Pramsóknarvist, sem hlaut strax almennar vinsældir, og að lokum var dansað. Skemmti fólk sér hið bezta. Stjórn félagsins skipa: Kristján Hansen verkstjóri, formaður, Friðrik Hansen kennari og Guð- mundur Sveinsson verzlunarmaður. Framsóknarfélag Lýtingsstaða hélt og skemmtun litlu síðar, við Steinsstaða- laug, þar sem fram fóru ræðuhöld, Framsóknarvist og dans. Stjórn þess skipa: Bjarni Björnsson, Skíðastöðum, formaður, og meðstjórnendur Guðm. Eiríksson, Breið og Hannes Hann- esson, Daufá. Framsóknarfélag Hofs- hrepps og Félag ungra Framsóknar- manna í Hofshreppi héldu fjölmenna skemmtisamkomu í Hofsósi á annan páskadag. Hófst hún kl. 9 með sam- eiginlegri kaffidrykkju. Samkomunni stjórnaði Páll Árnason, Ártúni. Marg- ar ræður voru fluttar undir borðum og mikið sungið. Þessir fluttu m. a. ræður: Erindreki Framsóknarflokksins, Krist- ján Hallsson kaupfélagsstjóri, Anton Tómasson bifreiðarstjóri, Trausti Þórð- arson Háleggsstöðum, Hermann Jóns- son, Yzta-Mói, Jón Jónsson, Hofi, Jón Sigurðsson Stóragerði, Jón Arngrims- son, Brúnastöðum og Sölvi Sigurðsson Undhól. Pála Pálsdóttir kennari las upp kvæði. Þá var spiluð hin vinsæla Framsóknarvist, og að lokum var danzað til kl. 6% um morguninn. Alls sóttu samkomuna um 130 manns. — Sama dag var haldinn aðalfundur i Framsóknarfélagi Hofshrepps og voru þar kosnir í stjórn: Jón Jónsson, Hofi, formaður, og meðstjórnendur Krist- jan Hallsson kaupfélagsstjóri og Krist- (Framh. á 4. siOu.) AÐGERÐIR BANDAMANNA: 1200 míina tundarduíla belti, sem girðir fyrir allar siglíngar frá Þýzkalandi Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti í gær, að Bretar væru búnir að leggja tundurduflabelti alla leið frá hollenzku landhelg- inni og norður undir Bergen, síðan suður og austur með ströndum Noregs og Danmerkur og loks þvert yfir Kattegat. Um þetta tundurduflabelti er 20 mílna breitt sund í gegn um Skagerak inn til sænsku land- helginnar. Er það gert til að stöðva ekki siglingar sænskra skipa. Brezk herskip eru á verði meðfram tundurduflabeltinu og telja Bretar, að erfitt sé fyrir Þjóðverja að komast yfir það og út á rúmsjó. Jafnframt telja þeir ógerning fyrir Þjóðverja að komast hér eftir sjóleiðina til Noregs. Þetta eru langstærstu tund- urduflalagnir, sem sögur fara af. Segja Bretar sjálfir, að tundur- duflabeltið sé 1200 mílna langt. Brezki flugherinn hélt uppi í gær þrálátum árásum á stöðvar Þjóðverja í Noregi. Einnig gerðu enskar flugvélar árásir á þýzk skip í dönsku sundunum og Eystrasalti. Um sjóorustur hafa ekki bor- izt verulegar fregnir í gær og í dag. Um stórorustuna í Skage- rak á miðvikudaginn eru held- ur ekki komnar neinar endan- legar fréttir. Það virðist þó full- víst, að skipatjón Þjóðverja þar og víðar við Noreg hefir verið (Framh. á 4. stíSu.) Á viðavangi Atburðirnir á Norðurlöndum hafa orðið til þess að koma af stað allskonar kviksögum hér á landi um afstöðu íslands. Sum- ar sögurnar hafa hljóðað á þá leið, að þýzk herskip væru á leið til íslands og væri þeim veitt eftirför af brezkum skip- um, aðrar hafa sagt, að brezk herskip væru búin að taka Vestmannaeyjar o. s. frv. Allar hafa þessar kviksögur átt sam- merkt um það, að þær hafa ekki haft við minnstu rök að styðjast. * * * Það eina, sem opinbert er um afstöðu styrjaldarþjóðanna til íslands, er þetta: Um líkt leyti og Þjóðverjar réðust inn í Dan- mörku, tilkynnti talsmaður þýzku stjórnarinnar (sumar fregnir segja, að það hafi verið Göbbels), að Þjóðverjar myndu ekki taka ísland og Grænland undir vernd sína meðan á styrj- öldinni stæði, enda væri lega þessara landa þannig, að þau hefðu. ekki neina hernaðarlega þýðingu fyrir Þýzkaland. Brezk- ar útvarpsfréttir skýrðu síðari hluta þessarar yfirlýsingar á þá leið, að lega þessara landa væri þannig, að Þjóðverjum væri ó- kleift að ná til þeirra. — í ræðu, sem Churchill hélt á fimmtu- daginn, vék hann að þessum málum. Hann sagði, að Bretar hefðu tekið_ Færeyjar, en af- staðan til íslands væri meiri erfiðleikum bundin og gaf hann í skyn, að brezka stjórnin hefði hana til athugunar. Það eitt tók hann greinilega fram, að Bretar myndu aldrei leyfa Þjóðverjum að fá þar fótfestu. í gær var sagt frá því í ýmsum amerísk- um og brezkum útvarpsfréttum, að stjórnir Kanada og Bretlands hefðu rætt um afstöðuna til ís- lands og Grænlands. Ekkert nánar var skýrt frá þeim við- ræðum, en af þessu virðist mega draga þá ályktun, að það sé ætl- un Bandamanna að láta Kan- ada gæta þessara landa, ef þeir taka þau undir vernd sína. * * * Af þessum fréttum er það augljóst, að enn mun viðhorf Bandamanna til íslands ekki fullkomlega afráðið. En við megum vera undir það búnir, að verða ekki spurðir neinna ráða um það, sem gert verður, og ennfremur, að okkur muni lítið þýða að mótmæla. En hvað, sem kann að gerast, ber okkur fyrst og fremst að sýna ró og stillingu, og sérstök ástæða þyk- ir til að vara menn við hvers- konar óstaðfestum kviksögum. Afstaða íslendinga sjálfra þarf að vera skýr og einhuga í þess- um málum og ætti líka að geta verið það. ísland hefir lýst yfir ævarandi hlutleysi og við göng- umst ekki sjálfviljugir undir neitt, sem brýtur í bág við það. Það gildir jafnt, þótt hlut eigi að máli þjóðir, sem við berum fullt traust til og óskum einskis ófarnaðar. Með vopnum getum við ekki varið frelsi okkar og hlutleysi, en við getum styrkt það með athöfnum og orðum. Um það munu allir sammála, að glæsilegasta augnablikið í sögu íslands gerðist, þegar Jón forseti svaraði hótun um erlent vopnavald með hinum ógleym- anlegu orðum: Vér mótmælum allir. Þau orð eiga jafnan að marka afstöðu íslendinga, ef frelsi þjóðatinnar verður skert af erlendu valdi. Séu þau borin fram af nægri sannfæringu, nógum vilja og trú á sjálfstæði þjóðarinnar, munu þau megna meira til að endurheimta það, sem tapazt kann í bili, en nokk- ur vopn eða herbúnaður gæti gert. * * * Á slíkum tímum sem þessum ber íslendingum að hafa það hugfast, að ekkert skiptir jafn- miklu máli og að þjóðin sé ein- huga og samhent. Persónulegur (Framh. á 4. siðu.}

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.