Tíminn - 18.04.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1940, Blaðsíða 2
170 TÍMlNiy, fimintwdagiim 18. apríl 1940 43. blað ‘gímirm Hállur sannleikur Sálarfræði og krístindómur Eftir séra Gunnar Arnason Fimmtudauinn 18. apr. ÞJÓÐSTJÓRNIN ÁRSGÖMUL í gær var liðið eitt ár síðan þrír stjórnmálaflokkar á ís- landi komu sér saman um að starfa um stund saman að því erfiða starfi að stjórna félags- málum íslendinga. Þessi tilraun þótti nýstárleg. Þó var hún ekki ný. Á heims- styrjaldartímanum fyrri höfðu þrír flokkar líka myndað sam- stjórn, og studdir af yngsta flokknum, sem þá var til, Al- þýðuflokknum, sem ekki átti fulltrúa í ráðuneytinu. Hlutverk þeirrar samsteypu- stjórnar var að bjarga þjóðinni gegnum erfiðleika stríðsáranna og að endurheimta nokkuð af frelsi landsins. Þetta tókst. ís- lendingar stóðu allvel saman um að leysa verzlunar- og við- skiptamál sín á þessum tíma, og fáum vikum eftir að vopnahlé var samið, var undirritaður þýðingarmikill samningur við Dani, sem bætti stórlega aðstöðu íslendinga í frelsismálum sín- um, þó mikið væri enn eftir af valdi danskra manna á íslandi. Fyrir nokkrum missirum byrjuðu umræður í blöðum og manna rnilli um að vel gæti svo farið, að íslendingum kæmi vel að semja nokkurskonar Fróða- frið milli lýðræðisflokkanna. Þeirri skoðun var ekki tekið vel í fyrstu. Lýðræðisflokkarnir þrír höfðu, að sið þingræðis- manna í öllum löndum, meir lagt stund á að ræða og rita um það, sem aðgreindi flokkana, fremur en það, sem var sam- eiginlegt. Þó óx þeirri stefnu smátt og smátt fylgi, að um stundarsakir yrði þjóðin að leggja til hliðar nokkuð af hinum venjulegu ágreinings- efnum. Menn í öllum flokkum fundu, að tímarnir voru við- sjálir og dökk blika nýrrar heimsstyrjaldar framundan. Menn áttuðu sig til fulls á því, að þjóðin hafði þörf fyrir að sameina kraftana um stundar- sakir. Og fyrir einu ári síðan var þetta gert. Fimm menn úr þrem flokkum tóku að sér stjórn landsins. Sá tími, sem liðinn er síðan, hefir verið erfiður. Ráð- herrarnir fimm hafa haft mik- ið, jafnvel meir en nóg, að gera. Þeir hafa unnið mikið og þjóð- nýtt starf. Samvinna þeirra persónulega virðist hafa verið mjög góð. Þeir hafa gersamlega lagt til hliðar minningar um gamla árekstra og deilumál. Vafalaust hafa þessar gömlu deilur þó ekki verið gleymdar. í flokkum og hjá ýmsum stuðn- ingsmönnum hafa lifað gamlar endurminningaT og löngun til að jafna metín. En betri menn allra flokkanna hafa lagt sig fram til að jafna, eftir því sem föng voru á, hinn flokkslega á- greining, til þess að unnt væri að beita kröftunum að hinum sameiginlegu, þjóðlegu verk- efnum. Eftir að stríðið skall á, og við þá margháttuðu erfiðleika, sem leitt hafa af því, hefir fylgi þjóðstjórnarinnar vaxið. Nú má telja á fingrum sér þá vitiborna menn i landinu, sem óska eftir að fá flokkslegar deilur í al- gleyming meðan hinn mikli heimsófriður stendur yfir. Atburðirnir 10. apríl síðast- liðinn munu jafnan taldir þýð- ingarmiklir í sögu landsins. Þá stóð öll íslenzka þjóðin, undir forustu þjóðstjórnarinnar, sam- huga um að endurheimta frelsi landsins eftir nálega sjö alda erlend yfirráð. Alþingi sýndi þá bæði djörfung og gætni. Það fól ríkisstjórninni hið æðsta vald í málefnum sínum, en það gætti hófs og réttra laga gagnvart sambandsþj óðinni. En framundan eru ný og stór verkefni fyrir þjóðstjórnina, þegar liðið er fyrsta afmæli hennar. Með hertöku Danmerk- ur og Noregs og lokun Svíþjóð- ar, hefir íslenzka þjóðin misst hálfa verzlunaraðstöðu sína. Áður var tapaður markaðurinn í Þýzkalandi og Póllandi. Þegar kreppan byrjaði 1931 benti ég á að hinu komandi Þeir, sem eru á móti mjólk- urlögunum, nota ýmsar skritn- ar aðferðir til að gera þá menn óánægða, sem við lögin eiga að búa. Þeir segja meðal annars: í Reykjavík er mjólkin seld á 40 aura lítrinn. En bændurnir, sem framleiða mjólkina, fá ekki nema 22—26 aura fyrir litrann. Hér munar hvorki meira né minna en 14—18 aurum á lítra, segja þessir góðu menn, og þessir 14 eða 18 aurar eru milli- liðskostnaður samsölunnar á hverjum mjólkurlítra. Og svo velta ritstjórar sumra Reykja- víkurblaðanna vöngum yfir því, að samsalan hafi átt að lækka milliliðakostnaðinn, en allt hafi það því miður verið svikið, ekki hugsað um neitt nema bein og bitlinga handa einhverjum vondum Framsóknarmönnum. Sjón sé sögu ríkari. 14—18 aura milliliðakostnaður á hverjum mjólkurlítra! Já, ljótt er, ef satt er, mætti margur bóndinn segja, sem þessar fregnir heyrir. En í þessum fregnum er ekki fjármálaóveðri yrði að svara með lífsvenjubreytingu. Það hefir ekki þótt tímabært enn þann dag í dag. í allan vetur hefir ekki gengið á öðru en nýj- um kaup- og hiunnindakröfum frá öllum stéttum nema bænd- um og útvegsmönnum, á hend- ur atvinnurekendum, ríkinu og bæjarfélögum. Um hitt hefir ekki verið spurt, hvar atvinnu- rekendur, ríkisstjórn og bæir, ættu að hafa peninga í öll hin auknu útgjöld. Við höfum tekið stjórn Is- lenzkra mála í hendur íslenzkra manna. Þing og stjórn hefir sýnt framsýni og gætni í þeim efnum. Nú reynir á að halda vel á um stjórn innri málefna. Norðurlönd og Mið-Evrópa eru lokuð. Hitaveitan að líkindum strönduð. Fiskaflinn sunnan og vestan lands afar rýr. Enska pundið fallið til stórra muna og verðið á þeim fiski, sem þangað kemst, svo lágt, að sum- ir sjómenn og frystihúsaeigend- ur, telja sig ekki geta framleitt fyrir þann markað. Markaður í Bandaríkjunum þröngur og ó- hentugur fyrir mjög margar af framleiðsluvörum landsmanna. Erfiðleikarnir eru margir. Eina vonin um að hin litla ís- lenzka þjóð komist heil á húfi og frjáls út úr örðugleikum yf- irstandandi tíma, er að allir góðir íslendingar láti nú um stund hið marga, sem skilur þá, liggja í þagnargildi, en leggja sameiginlega áherzlu á að leysa á skynsamlegan veg vanda allra flokka og allra stétta. J. J. nema hálfur sannleikur. Það er að vísu rétt, að árið, sem leið var mjólkurlítrinn seldur á 40 aura í Reykjavík. Það er líka svo, að bændur vestan heiðar fengu ekki nema rúml. 26 aura og bændur austan heiðar 22 y2 eyri fyrir lítrann (framleiðend- ur á bæjarlandinu hins vegar 30 aura). En það er ekki satt, að þetta þýði það, að milliliða- kostnaðurinn sé 14 eða 18 aur- ar á lítra. Og þeir, sem þannig segja frá í blöðum, hljóta að vita, að það er rangt. Annars skortir þá greind eða þekkingu til að skrifa í blöð. Ef öll sú mjólk, sem til fellst á Suðurlandi og í Borgarfirði, væri seld, sem neyzlumjólk í Reykjavík fyrir 40 aura lítrinn, en bændurnir hins vegar fengju ekki nema 22—26 aura, — þá væri sagan um milliliðakostnað- inn sönn. En þannig er það ekki. Árið, sem leið, afhentu bænd- ur á verðjöfnunarsvæði Reykja- víkur alls til sölu um 15 millj- ónir lítra mjólkur. En af þessum 15 milljónum lítra voru aðeins 6 milljónir lítra seldir í Reykja- vík fyrir 40 aura lítrinn. Um 9 milljónir lítra, eða um % af allri framleiðsluni, fór í vinnslu í mjólkurbúunum. Og söluverð vinnsluvaranna er sem svarar 22 aurum fyrir lítrann. Reikningurinn stendur þá þannig, að seldar hafa verið á árinu 6 milljónir lítra fyrir 40 aura lítrinn og 9 milljónir lítra fyrir 22 aura lítrinn. En það þýðir, að fyrir mjólkurlítrann fæst að jafnaði um 29 aurar. Og þetta verð, 29 aurar, er það, sem á að bera saman við útborg- unarverðið til bændanna, en ekki 40 aura söluverðið, sem aðeins er á nokkrum hluta mjólkurinnar. Það getur verið, að andstæð- ingar mjólkurlaganna þykist græða eitthvað á því, að segja ekki nema hálfan sannleikann um þetta mál. En til lengdar geta þeir ekki staðhæft þessa vitleysu. Til þess er málið of auð- skilið. Andstæðingar laganna ættu því að viðurkenna það sem fyrst, að sagan um 14—18 aura milliliðakostnaðinn hafi verið óráðvandleg málsmeðferð, sem til hafi verið gripið meir af kappi en forsjá. Og þeir ættu að -viðurkenna fleira. Þeir ættu að viðurkenna það, að sölu- og dreifingarkostnaður mjólkur í Reykjavík fer nú minnkandi ár frá ári og er á síðastliðnu ári orðinn lægri en nokkrum datt í hug, að hann gæti orðið. Þeir ættu að viðurkenna, að á einu an er vel rekið fyrirtæki, sem I Henry C. Link er maður nefndur. Hann er sálfræðingur að mennt og meðlimur í vísinda- félagi Bandaríkjanna. Þá er hann stjórnandi sálfræðistofn- unar í New York, (Psychologi- cal Service Center of New York) sem starfar jafnt í þágu ein- staklinga sem stofnana. Enn hefir hann haft ýmsar opinber- ar rannsóknir með höndum, er snerta sérfræðisvið hans. Hann hlaut doktorsnafnbót við Yalehá- skóla 1916 oger meðlimurmargra félaga, er láta sálarfræði til sín taka. Má af þessu sjá, að mað- urinn er í allmiklu áliti. Hann hefir fyrir skömmu skrifað bók, sem nefnist: Aft- urhvarf til trúar (The Return to Religion) og verður hér skýrt frá höfuðefni hennar. Höfundurinn gerir þess grein, hversu menningin í Bandaríkj- unum, eins og raunar um heim leggur reikninga sína á borðið og ekkert þarf að dylja. Þeir ættu að viðurkenna.að á einu einasta ári (1939) hefir mjólk- urframleiðsla til sölu hér á verðjöfnunarsvæðinu aukizt um 2i/z milljón lítra og að frá því að mjólkurlögin voru sett, er aukningin orðin miklu meiri, þeir ættu að viðurkenna, að allri þessari framleiðsluaukningu hefir tekizt að koma í verð — og að þó 'nefir á sama tíma tekizt að liækka til mjög veru- legra muna það útborgunarverð, sem bændur fá að meðaltali fyrir hvern mjólkurlítra. Einhver kann nú að segja sem svo, að enda þótt andstæðingar mjólkurlaganna séu e. t. v. farnir að sjá þetta allt saman, þá sé samt ekki von að þeir viðurkenni það — af pólitískum ástæðum. Og það er að vísu mannlegt, að þrjóskast og sitja við sinn keip. En þeir, sem hér eiga hlut að máli, ættu að vera búnir að læra það á 6 árum, að það er alveg útilokað, að þeir geti haft nokkurn pólitískan á- vinning af andstöðu sinni við mjólkurlögin. Hinar hatram- legu árásir þeirra á samsöluna í byrjunarörðugleikum hennar báru ekki tilætlaðan árangur. Mjólkurverkfallið mistókst. Húsmæðrafélagið í Reykjavík er orðinn meinlaus og skemmti- legur forngripur. Mjólkurskipu- lagið hefir staðizt eldraun sina, vegna þess, að það var byggt á eðlilegum og heilbrigðum grundvelli. Nú, þegar þjóð- stjórn er í landi, færi vel á, að allir viðurkenndu þá staðreynd — hvað svo sem þeir áður kunna að hafa lagt til málanna. allan, er ærið maðksmogin, og ávextir hennar ýmsir miður góðir. Sérstaklega bendir hann á, hve allskonar sálsjúkdómar hafa farið vaxandi hin síðari ár. Er jafnvel svo komið í Banda- ríkjunum, að einn maður af hverjum tuttugu og tveimur verður að leita sér lækninga við einhverskonar sálsjúkdómi. — Liggur i augum uppi, að hér er ekki um eðlilegt ástand að ræða, heldur þjóðarsýking, sem hlýtur að eiga rætur sínar að rekja til lífsskoðunar og starfshátta nú- lifandi kynslóðar. Dr. Link heldur því óhikað fram, að höfuðorsökin sé sú, að ekki sé lögð áherzla á það, er mestu máli skiptir í uppeldinu. Eða öllu heldur séu sumir hæfi- leikar mannssálarinnar ofrækt- ir á kostnað annarra, sem þar af leiðandi eru vanræktir. Hann er ekki myrkur í máli um að heil- anum sé ofþjakað á kostnað hjartans. Skynsemin eða öllu réttar námsgáfurnar eru metnar miklu meira en eðlisskynið og tilfinningarnar. Þetta er meðal annars afleiðing þeirrar oftrúar, sem menn hafa haft á vísindun- um og getið hefir af sér al- menna vantrú á trúarbrögðun- um. Flestir vísindamenn vita það þó og viðurkenna nú orðið manna bezt, að þeir sjá allt í molum og eru bundnir við ákaf- lega takmarkað svið. Og yfir- leitt rekast vísindin alls ekki á trúna, því hvort um sig hefír sitt hlutverk og sín þekkingarsvið. Þau geta raunar aðeins stutt hvort annað en ekki rekist á, ef rétt er skilið. Dr. Link hefir nú gert þá uppgötvun, að gildi trú- arinnar, og kristinnar trúar fyrst og fremst, er miklu meira en almenningur hefir gert sér grein fyrir nú um alllangt skeið. Trúin má heita manninum lifs- nauðsyn, því að hin kristna kenning opinberar hið ágætasta líferni, sem eitt getur skapað sannan sálarfrið og varanlega lífshamingju. II Dr. Link dregur ekki dul á, að yfir tuttugu ár var hann svo smitaður af tíðarandanum, að hann vanmat trúna mjög, og mátti heita að hann leiddi hana með öllu hjá sér. í háskólanum þóttist hann, sem aðrir, hafa vaxið upp úr henni. En svo gerði hann smásaman þá uppgötvun, að þau meðul, sem hann ráðlagði þeim þúsund- um, er leituðu til hans vegna margskonar ytri og ínni erfið- leika, er stöfuðu af meir eða minna sýktu sálarlífi — voru öll í rauninni talin í guðspjöllun- Jón Sígurð^son, Yztafellíi V o r <1 a g a r Þriðja blndi af ritgerðasafni Jónasar Jónssonar. „Nóttlaus voraldar veröld,; þar sem víðsýnið skín.“ I. Þriðja bindið af ritsafni Jón- asar Jónssonar er komið út. Ég hefi verið að lesa það undan- farna daga. Hugurinn reikar aftur um 30 ár til liðinnar æsku. Hann hvarflar aftur til þeirra tima, þegar margt það, sem nú er veruleiki, voru aðeins vor- draumar nokkurra æskumanna. Hann hvarflar einnig ennþá lengra til baka, til annarra æskumanna, sem nú eru löngu huldir moldu, þótt verk þeirra lifi. Heitir og kaldir hafstraumar liggja að landinu og ráða ára- hvörfum, og jafnvel alda, um árgæzku og veðurfar. Aðrir straumar berast einnig utan yf- ir höfin, menningarstraumar, sem eigi hafa minni áhrif á þjóðina en hafstraumarnir á veðurfariö.. Ef þeir straumar eru kaldir og illir manndáðum, verð- ur sú óáran í mannfólkinu, sem verst er allra. En séu þeir hlýir og sólríkir, koma þeir vordagar, sem lyfta æskunni í „nóttlausa voraldar veröld“. Þá þroskast og vex sú æska, sem trúir á lífið, leggur djarfhuga hönd á plóg- inn. Eftir daglega önn, þrungna skyldustörfum, getur hún unað morgna, kvöld og nætur, og fundið nautn og hvíld við örð- ugar úrlausnir hugðarefna sinna. Þá er það áhuginn, trú- in, sem veitir þróttinn og gnótt krafta. Veröld slíkrar æsku verður nóttlaus. Hún eldist ekki, þótt árin líði og hárin gráni. Mestallur menningararfur þjóð- arinnar er tómstundastarf slíkrar æsku á öllum öldum. n. Fjölnismenn og Jón Sigurðs- son eru gleggst dæmi þess, hvernig hugsjónir vekja æsku- menn og gefa þeim trú og þrótt, sem vara æfilangt til óeigin- gjarnra starfa. Vakning þeirra var að mestu af erlendum rót- um. Annars vegar voru þar frelsishugsjónir, sem mótuðu alla söguna á þeirra dögum. Hins vegar rómantísku skáldin, með bjarta lífstrú á andleg verðmæti og sigur hins góða og aðdáun á fortíðinni. Þeir brugðu jöfnum höndum upp myndum frá gullöld eigin þjóðar og frá samtíð frændþjóðanna, er fram- ar stóðu. Tómas Sæmundsson ritaði eldheitar hvatningar, sár- þjáður á banabeði, og Jónas orti ódauðleg ljóð, einmana, sjúkur og fátækur í framandi landi. Gröndal, Steingrímur og Matt- hías voru arfþegar þeirra, en skorti eldmóð frumherjanna. Þó munu þeir hafa átt sinn þátt í hinni miklu vakningu æskunn- ar um þjóðhátíðina 1874. Enginn veit, hversu farið hefði í hínum miklu eindæma harð- indum 1880—90, ef æskan, sem vaknaði 1874, og þá lifði sín manndómsár, hefði ekki verið gædd óvenju sterkri lífstrú og andlegum þrótti. Einmitt á þess- um harðindaárum risu hér úr moldu þeir menningarmeiðir, er síðar hafa mesta ávexti borið. Þá hófust vesturfarir, nýtt land- nám íslenzkrar menningar um allt hið mikla Vínland og góða, þar sem nú býr þriðjungur þjóð- arinnar. Þá eignuðust íslenzkir sjómenn og útvegsbændur í fyrsta sinn haffær fiskiskip og námu auð djúpmiðanna, þar sem útlendingar voru áður ein- ráðir. Hinir fyrstu skólar risu í sveitum, skólar, sem ætlaðir voru hinum mörgu fátæku, sem erfiði báru í önnum dagsins. Hið mikla djúp milli lærðra og leikra, milli alþýðu og yfir- manna, var að nokkru brúað. Fyrstu ungmennafélögin risu þá, lestrarfélög og búnaðarfélög komu í flestar sveitir. Síðast en ekki sízt má nefna samvinnu- hreyfinguna, sem byrjaði eins og blærinn á þessum árum, en brauzt svo fram sem stormur, er feykti brott konungsstólum þeirra, er haldið höfðu bændum undir oki fátæktar og auð- mjúkrar undirgefni. Allur þessi nýgræðingur harð- indaáranna var sprottinn úr móðurmold sveitanna, runninn frá óskólagengnum mönnum við orfið og árina. Lærðu mennirn- ir, foringjarnir á þingi og í emb- ættum, létu sér margir hverjir fátt finnast um skóla, vesturfar- ir, en sérstaklega um samvinnu- félög bænda. Stjórnmálamenn- irnir fyrir og eftir aldamótin voru flestiT furðu ófrjóir og ó- frumlegir, stjórnmálin, sem skipta flokkum, voru ófrjóar deilur um það, hvernig bezt færi á því að berja höfðinu við stein- inn í deilunni við Dani um stj órnarskrármálið, en lítið var hirt um innra sjálfstæði ,í at- vinnulífi, viðskiptum og menn- ingarmálum. Ungu skáldin fyr- ir og eftir aldamótin voru „real- istar“, efnishyggjumenn og fremur bölsýnir niðurrifsmenn. Kvæði þeirra voru oft kaldrana- legt skop eða harmagrátur horf- innar æsku. Mörg þeirra grétu með Guðmundi Guðmundssyni á unga aldri, „að burt er æskan bjarta.“ Mörg þessara skálda hneigðust með aldrinum til rómantískari lífsskoðunar og öðluðust þá bjartari lífstrú og þrótt. III. „Allt er hégómi, aumasti hé- gómi,“ segir prédikarinn. Ekk- ert hefir þjakað meir hverskon- ar umbætur og menningu en trúin á fánýti alls jarðlífs, að heimurinn sé vonlaus og versn- andi eymdardalur. Ekkert hefir fært mannkyninu meiri lífstrú um. Mennina brast það mest að þeir lifðu ekki nógu kristilegu lífi. Ein er sú ódygð, er algengust er, og þó sál mannsins skaðleg- ust. Það er sjálfselskan. Eigin- girnin, sjálfsumhyggjan, sjálfs- réttlætið. Þetta eitrar líf miklu fleiri en menn gera sér ljóst. Höfundur segir, að reynsla sín sem sálfræðings hafi sannað það áþreifanlega, að þessi orð Krists eru hin órækustu lífssannindi: Því að hver, sem vill bjarga lífi sínu mun týna því, en hver sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun finna það. (Matt. 16. 25 og hliðst.). Þúsundum óhamingjusamra manna hefir höfundurinn ráðið til þess, að leita sér þeirra starfa eða viðfangsefna, sem snúa hug- anum frá manni sjálfum og til annarra. Því er vinnan hin mikla blessun mannkynsins. Og því er hverskonar félagsskapur, sem hefir líknar- og mannúðar- mál á stefnuskrá sinni svo ágæt- ur. Þess vegna er líka K. F. U. M. og skátafélög ákjósanleg fyrir unglinga, því að þau hvetja til starfs og fórna i þágu þeirra, er bágt eiga. Menn geta hæðst að krossin- um: tákni þjónustunnar og fórnfýsinnar. En reynslan sann- ar að ekki eingöngu eru fórn- fúsir menn og veglyndir salt jarðar, heldur er sjálf fórnin lind lífsgæfunnar. Á þessum styr j aldartímum þarf ekki að rökræða það nánar hvert sú stefna leiðir, sem vill taka sér allt, sem hugurinn kýs, með illu eða góðu. Því sýnist tími til, að því sé meiri gaumur gefinn en áður, hvílík blessun og friður fylgir því fórnarlyndi, sem þig-gur gjafir lífsins með þakklæti og vill launa þær, með því að vinna öðrum svo vel sem kostur er. Þessir tímar ættu að verða okkur afturhvarfstímar til kristilegs lífernis. III Upp á síðkastið hafa heyrzt um það raddir utan þings og innan, að endurskoða þyrfti skólakerfi landsins. Meðal ann- ars er nú vikið að því, sem ég og aðrir hafa ritað um fyrir mörg- um árum, að hlutur móður- málsins og íslenzkra bókmennta þurfi að vaxa í skólunum. Það er sannarlega furðulegt, hve latín- an hefir lengi verið talin væn- legri til þroska en íslenzkan, og hve tiltölulega lítið íslenzkar bókmenntir hafa verið kyntar nemendum hinna æðri skóla fram að þessu. Þannig hafa menn getað orðið stúdentar, án þess að hafa séð Heimskringlu, svo að eitt dæmi sé nefnt. í öðru lagi hefir nú verið horf- ið að þvi heillaráði, að auka vinnuna og skilning á henni í (Framh. á 3. síSuJ og birtu en framþróunarkenn- ingin. Á síðari hluta 19. aldar varð hún að trúarbrögðum flestra þróttmikilla hugsandi ungra manna víðs vegar um heim. Hún er sérstakur fagnað- arboðskapur allra, sem áttu við þröngan hag að búa. Trúin á mátt og megin lífsins, á verð- mæti hvers einstaklings til þess að byggja upp framtíðarríkið, lyfti huganum yfir annir líðandi stundar. Gott verk var aldrei unnið fyrir gýg. Ekki aðeins var maðurinn góður og göfugs eðlis, heldur öll skepnan, hin lítil- mótlegasta skóf á steini, hinn minnsti ormur í moldinni var sömu ættar, eitt samfélag. Allt stefndi hærra, hærra, eftir ó- endanlegum jakobsstiga, frá lægsta dýri til manns, frá manni til guðs. Hver, sem vann ósín- gjarnt starf, þroskaði sjálfan sig og sitt samfélag, lagði stein í múrvegg hinnar miklu hallar hins gróandi lífs, varð verkfæri þess mikla guðdóms, „sem að lyftir oss duftinu frá.“ Á árun- um frá 1874—1914 var þetta ekki heimspeki fárra spekinga, held- ur lífstrú hinna lesandi og hugs- andi erfiðismanna, sem forystu tóku meðal fjöldans. Hér í Þingeyjarsýslu var á þessum árum lesið mjög mikið af erlendum bókum, er Bene- dikt á Auðnum valdi fyrir bóka- félagið. Ungir menn lærðu að skilja bókmál frændþjóðanna- upp á eigin spýtur, mest í fyrstu með því að rýna eftir skyldleik- anum við íslenzku, en síðar hin erfiðari orð eftir orðasambandi, alveg eins og börnin læra tal-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.