Tíminn - 18.04.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1940, Blaðsíða 3
43. blað TÍMIN>, fimmtadagmn 18. apríl 1940 ÍÞRÓTTIR Handkuattleiksmót f. S. t Fyrra hluta þessa mánaðar stóð yfir mót í handknattleik á vegum íþróttasambands íslands. Kepptu tveir flokkar karla og einn kvennaflokkur. f kvennaflokki bar sveit Ármanns sigur úr býtum, hlaut 4 stig og skoraði 43 mörk gegn 14. Voru í sveitinni Margrét Ólafsdóttir, Svafa Jóhannsdótt- ir, Fanney Halldórsdóttir, Guð- ný Þórðardóttir, Ragnheiður Böðvarsdóttir og Hulda Jó- hannsdóttir. Sveit Hauka í Hafnarfirði fékk 2 stig, en í R. ekkert. í öðrum flokki karla voru keppendur frá fjórum félögum. Sigruðu þar Valsmenn með 6 stigum. Skoruðu þeir 62 mörk gegn 37. í þeirri sveit voru Ingólfur Steinsson, Anton Er- lendsson, Ólafur Jensen, Geir Guðmundsson, Árni Kj artans- son og Sveinn Sveinsson. Vík- ingur fékk 4 stig, í. R. 2 og Fram ekkert. í fyrsta flokki bar Valur einn- ig sigur úr býtum og hlaut 10 stig, en skoraði 140 mörk gegn 74. Voru sigurvegararnir Egill Kristbjörnsson, Anton Erlends- son, Frímann Helgason, Sigurð- ur Ólafsson, Geir Guðmunds- son og Grímar Jónsson. Háskólanemendur fengu 8 stig og skoxuðu 142 mörk gegn 70, Haukar 6 stig og 117 mörk B Æ K U R Skinfaxi. 1. hefti ársins 1940 er nýkom- ið út. Með þessu hefti byrjar þetta góðkunna tímarit ung- mennafélaga íslands fjórða ára- tuginn. í heftið skrifar Richard Beck um Einar Benedikasson. Halldór Kristjánsson birtir kvæði og skrifar ritgerð, er heit- ir Gildi hugsjóna. Ritgerð er þarna eftir Guðm. Davíðsson: Trjáplöntun á víðavangi, Bjartmar Guðmundsson á Sandi: Að norðan. Kvæði eftir Guðmund Illugason: Afmælis- kveðja til Vigfúsar Guðmunds- sonar. Ritgerð eftir Pétur Gísla- son: Sambandsmál íslands og Danmerkur. EinaT Kristjánsson: Vestfirzku félögin. Ritstjórinn, Aðalsteinn Sigmundsson, skrif- ar grein um íþróttalögin og Vig- fús Guðmundsson fimmtugan, og ýmsar smærri greinar eru eftir hann og fleiTi í ritinu. Það sem Tíminn vill sérstak- lega vekja athygli á í þessu Skinfaxahefti, er greinin eftir Guðm. Davíðsson: Trjáplöntun á víðavangi. Skiptist hún í fjóra kafla: I. Haustvinna. Undir- búningur. II. Vorvinna. Gróð- ursetning. III. Trjáfræsáning. IV. Samvinnutrjárækt. Tillög- ur. Eru í greininni margar á- gætar leiðbeiningar um trjá- rækt og nauðsynlegar þeim, er eitthvað vinna að henni. En vonandi vilja ekki aðeins allir ungmennafélagar hlúa að skóg- rækt, heldur líka fjölda margir gegn 104, Víkingar 112 mörk,agrjr gn tajsvert 0ft mun það gegn 111 og hlutu 4 stig, Fram fékk 2 stig og skoraði 80 mörk gegn 146 og í. R. setti 73 mörk gegn 161, en hlaut ekkert stig. Skrifstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að Lindargötu 1 D. koma á flokksskrifstofuna á Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. að kenna fákunnáttu, hve erf- iðlega gengur að rækta trjá- gróður víðsvegar á landinu. Koma því þessar leiðbeiningar í góðar þarfir. Og eru menn hvattir til þess að kynna sér þær um leið og þeir eru eggjaðir „grænum skógi að skrýða skrið- ur berar, sendna strönd“. Kaupendur Tímans Tilkynnið afgr. blaðsins tafar- laust ef vanskil verða á blaðinu. Mun hún gera allt, scm í hennar valdi stendur til þess að bæta úr því. Blöð, sem skilvísa kaup- endur vantar, munu verða send tafarlaust, séu þau ekki upp- gengin. Hreinar léreftstnskor kaupir Frcntsmiðjan Edda Lindargötu 1D. málið. Bækurnar gengu frá manni til manns og skildu eftir nýjar hugsanir, nýjan hugsun- arhátt. Aðaleinkenni hins nýja anda, sem fór um sveitirnar, var hin bjarta lifstrú, trúin á batn- andi heim, á þróunina í náttúr- unni og mannlífinu. Þessi trú náði til fleiri en þeirra, sem mest lásu. Á henni voru byggð hin margvíslegu félagssamtök bænda. Hún var kjölfestan í hinum nýju hafskipum útvegs- bændanna inn við Eyjafjörð. Hún var oft hinn eini auður -vesturfaxans. Stephan G. Steph- ansson flutti úr innsta afdal Þingeyjarsýslu, vestur yfir haf- ið að ströndum Leifs heppna, vestur yfir hin miklu vötn og sléttur, vestur í Klettafjöllin, snauður allra veraldargæða að heiman og förina á enda. En úr afdalnum þingeyska tók hann með sér trúna á þróunina, sam- úðina með öllu lifandi. Þessa heimanfylgju skildi hann aldTei við sig, heldur jók og ávaxtaði í þúsund kvæðum. Hann skóp úr þessum lífsskoðunum gull og gímsteina, sem geymd munu meðan íslenzk tunga lifir, þótt hásæti konunga og heimsvelda hrynji. IV. Jónas Jónsson er, eins og kunnugt er, fæddur og uppal- inn að Hriflu í Ljósavatnshreppi 1885. Ætt hans er alkunn, svo- kölluð Sýrnesætt, og lengra fram Krossafellsætt út Eyja- firði, en þaðan er runninn fjöldi mikilla gáfumanna og skálda, svo sem Jónas Hallgrímsson, Jóhann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson, Ólafur Davíðsson o. fl. Annar ættbálkur, sem að Jónasi stendur, er svo nefnd Illugaætt. Af þeim ættbálki eru margir þeir Þingeyingar, er mest hefir að kveðið í seinni tíð, þar á meðal nokkrir þeirra, sem kunnir eru fyrir ljóðagerð. Foreldrar Jónasar Jónssonar voru að vísu fátækir einyrkjar en þó bjargálna, fremur veitandi en þiggjandi. Þau voru þre menningar að ætt, og samhent um öll störf og úrræði. Fé- lagslífinu í sveit J. J. hefir áður verið lýst í Tímanum í vetur. Skömmu eftir aldamótin lagði Jónas úr föðurgarði. Veganestið voru engir fjármunir, en góðar erfðir margra kynslóða list hneigðra, gáfaðra og skáld hneigðra forfeðra, uppeldi við vinnu í frjálsri náttúru í sveit, þar sem félagshneigð og samúð hafði kennt að meta hinn fá tæka jafnt hinum ríka, og fé lagsskapur framgjamra æsku- manna hafði unnið mikið end- urreisnarstarf. Fyrsta skóla- gangan var til Hjaltalíns á Ak- ureyri, hins ramíslenzka ensk- mennta göfugmennis. Seinni vetur Jónasar var Stefán meist- ari tekinn við skólastjórn, hið mikla glæsimenni og mesti nátt- úrufræðingur allra íslenzkra skólamanna á sinni tíð. Enginn vafi er á, að Jónas Jónsson hefir orðið fyrir varanlegum áhrifum af báðum þessum kennurum sínum. Þegar J. J. hafði lokið námi á Akureyri var hann einn vetur kennari að Ljósavatni, heima í sveit sinni. Skólinn stóð í þrjá 171 mánuði og voru nemendur um 20. Einn þeiTra var sá, sem þetta ritar. Öllum okkur er sá vetur í fersku minni. Ekki var hægt að fara vítt um lendur þekkingar- innar. En þar voru opnuð þús- und híið, gefið útsýni í fjarsk- ann, til undralanda, vakið til umhugsunar, ekki ofmettað, eða drukkið til botns, ekki svalað, heldur vakinn þorsti eftir meiri fróðleik. Einkenni kennarans finn ég nú, að var hin sterka lífstrú, samúð með öllu lifandi í nútíð og fortíð. Allt, sem sagt var og kennt, var skýrt og raun- hæft, en þó stundum varpað yf- ir hlutina draumfögru litskrúði hins skáldhneigða unga hug- sjónamanns. Mikilmenni sög- unnar komu ekki til okkar með Dyrnikórónu ártala og flókins vígslóða, heldur sem óbreyttir menn með kostum og göllum. Náttúrufræðin var frásagnir um lifandi dýr og jurtir. Eftir grasasafni kennarans lærðum við að þekkja grösin í nágrenni okkar. Næsta haust áttu mörg okkar gott grasasafn. Eftir þennan vetur hefst hin langa námsferð J. J. um Norð- urlönd, Bretland og Frakkland. V. Áður en J. J. fór í námsför sína, hafði hann unnið að stofn un ungmennafélags heima í sveit sinni, og voru ungmenna- félög þar að rísa sem örast á næstu árum. Ungmennafélögin voru orðin máttug, mannmörg og öflug víðsvegar um land, er hann kom aftur. Þau voru sterk- asta æskulýðshreyfingin, sem nokkru sinni hefir gripið þjóð- ina, borin uppi af hinni sterku, breiðu öldu lífstrúar og áhuga, er snart æskuna, er þróunar- kenning varð henni að lifanda trúarbrögðum. Þá var gaman að vera ungur, og raunar urðu flestir ungmennafélagar svo djúpt gripnir,að þeir eru sér þess ekki enn þá meðvitandi, að æskan sé horfin,þótt fimmtugs- afmælin þjóti nú yfir fylking þeirra sem haglél, þessi árin. Slíkar hreyfingar kalla ætíð fram sína foringja, sem eru þeim svo nátengdir, að um það er deilt, hvort að þeir hafa skapað hreyfinguna, eða hreyf- ingin þá, en sannleikurinn er oftast sá, að sterkasti persónu- leikinn ræður hverra hafna er leitað, ræður ferðinni, en aldan sjálf ber fley allra samferða- mannanna uppi og áfram. J. J. varð eftir heimkomuna ritstjóri að litlu blaði, „Skin- faxa“, sem ungmennafélögin gáfu út 12 sinnum á ári. Hann vann það starf í hjáverkum, nær launalaust. — Blaðið var „ópólitiskt“, enginn gat séð hvort ritstjórinn var „heima- stjórnarmaður" eða „sjálfstæð- ismaður". „Fyrirvarar" og „eft- irvarar" þeirra tíma voru ekki einu sinni nefndir á nafn. Og þó markar útgáfa þessa litla blaðs tímamót í stjórnmálasög- unni. Það veldur miklu ölduróti. Fáir láta sig það litlu skipta. Sumir góðir, gamlir bændur köstuðu blaðinu í ofninn. Aðrir létu binda það í vandað band og geymdu það á hillunni við hliðina á biblíunni. En æskan lét það ekki rykfalla. „Skin- faxi“ varð Fjölnir sinna tíma. Kenningar hans fóru sem morg- unblær yfir landið. Meginstofn „Vordaga" eru greinar J. J. út Skinfaxa. Ekki úrval, heldur nær allar. Ritstjórinn varð for- ingi sterkrar þjóðlífshreyfing- aT. Hvaða boðskap hafði hann að flytja? Sálarfræði og krisftíndómur (Framh. af 2. síðuj héraðsskólunum. Hefir Jónas Jónsson unnið mest að þeim umbótum og er það mjög lofs- vert. En er ekki kristindóminum enn ætlað of lítið rúm í skólun- um? Það er alveg vafalaust. Þar sem höfuðhlutverk skólanna allTa hlýtur þó að vera, að þroska nemendurnar sem mest að manngildi, og gera þá sem bezta þjóðfélagsþegna, jafnframt því, sem þeir nema ýmsa sérfræði. í kristnu landi verður ekki um það deilt, að kenning Krists felur í sér þau áhrif, sem mest horfa til mannbóta. Því er ein- kennilega hljótt um hana í skólunum. Það er illt til þess að vita, að íslenzkir stúdentar hafi ekki lesið Heimskringlu. Hitt er þó enn verra og eftirtektarverðara, að menn skuli geta orðið svo stúdentar og kandidatar, að þeir hafi aldrei rent augunum yfir nema ef vera skyldi lítinn hluta af Nýja testamentinu. Og mörg skólaárin líða svo, að hugur nemendanna er ekkert leiddur í þá átt — oft öllu heldur hið gagnstæða. Og svo furða menn sig á áhrifaleysi kristindómsins með þjóðinni. Bók sú, sem hér hefir lítillega verið gerð að umtalsefni, ætti ásamt mörgu öðru, er yfirstand- andi tímar hljóta að vekja til umhugsunar um, að knýja fram þá spurningu, hvort kristindóm- uTinn eigi ekki meira erindi í skóla landsins en raun gefur nú vitni. Og þá er vel, ef skólamenn- irnir svara henni játandi, en valdhafarnir breyta hér um til bóta. Gunnar Ámason frá Skútustöðum. heiminn aðeins gegnum danskt gler. Allar samgöngur og við- skipti kræki framhjá stórþjóðum gegnum Danmörku. Við gjöld- um Dönum stórfé, svo miljónum nemi árlega í viðskiptaálagn- ingu þeirra, okurháum flutn- ingsgjöldum, alveg að óþörfu. Okkur liggi lang mest á því að, byggja upp hina innri menn- ingu, þar séum við einráðir. Næstu kaflar í þessum greina- flokki eru samanburðir á sveita- lífi og bæjalífi. Hann rekur náttúrulögmál þróunarinnar, sem sannar að andlegur og lík- amlegur styrkur vex við á- reynslu. Hann sýnir hvernig margbreytni íslenzka sveitalífs- ins hljóti að þroska og.styrkja alla hæfileika og krafta líkama og sálar hjá unglingum, miklu betur en .nokkurt bæjalíf, eða nokkurt erlent sveitalíf. Þessu næst er rakið, hvernig auðugar ættir og yfirstéttir eyð- ast og visna af iðjuleysi líkt og óþörf líffæri, en kyrkingur komi í hinn þrælkaða múg af skorti. Þetta hefir margsinnis endur- tekist í sögunni og valdið hruni hinna stærstu menningarríkja (Framh. á 4. síðuj Eftirtaldar vörur höfum víð venjulega ftil sölu: Frosið kindakjöt aí dilkum - sauðum - ám. Nýftft og f rosið nauftakjöft Svínakjöt, l’rvals saltkjjöt, Ágætt kaugikjöt, Smjör, Ostar, Smjörliki, Mör, Tólg, Svið, Lifur, Marðfisk, Fjiallagrös S^!®w liJL. Veggíóðursverzlun hefi ég opnað í Hafnarstræti 5, við hliðina á „Glæsi“. Aðaláhersla lögð á vandaðar vörur, sanngjarnt verð og liðlega afgreiðslu. — Verzlunin annast alla vinnu veggfóðraraiðninni tilheyrandi. Að- eins fagmenn við vinnuna. VICTOR KR. HELGASON Sími 5315. Hafnarstræti 5. Heimasími 3456. Bóudi Kaupir j?iB búnaðarblaðið FRIÍY? 244 Margaret Pedler: Laun þess liðna 241 VI. Greinaflokkur í Skinfaxa nefnist „Dagarnir líða“. Flokk- urinn hefst með því, að hin dauða togstreita stjórnmála- manna samtíðarinnar, er kruf- in. í öllu þjarkinu þokar ekki „eitt hænufet fyrir Dönum“. Flestir eru stjórnmálamennirn- ir „Danafjendur í orði, en Dana- vinir á borði“. Þeir sjái aðeins lagaböndin, sem leysa þarf, en gæta þess ekki, að stjórnarfars- legt sjálfstæði sé fánýtt, ef það byggist ekki innra sjálfstæði í hverskonar menningu, atvinnu, samgöngum og viðskiptum. „Danafjendur“ í orði, dái allt, sem danskt er, geri okkur að aumustu taglhnýtingum Dana. Enginn háskóli jafnist á við hinn danska í þeirra augum. Öll önnur menning sé þaðan sótt. Danska eina sambandsmálið við umheiminn. Danskar bókmennt- ir séu einráðar. Við sjáum um- fortíð hans, eða halda mér í skefjum.“ „Það myndi áreiðanlega knésetja hann,“ spurði Jane dálítið áköf. Sutherland leit alvarlega á hana. „Já, tvímælalaust.“ Jane sat um stund þegjandi. Svo sagði hún með hægð: „Þarna kemur einnig til greina heil- indi þín gagnvart vini þínum, herra Brown?“ „Já, og það atriðið er ef til vill engu veigaminna en hitt,“ svaraði Suther- land alvarlega. „Það er ákaflega erfitt að leggja ráð í þessu máli,“ sagði Jane og gretti sig . vandræðalega. „Ef þú vilt vera réttlát- ur við annan þeirra, þá ert þú nauð- beygður til að fórna hinum á hvora sveifina, sem þú hallast. Annað hvort verður þú að leggja aftur á herðar Robinson vesalingnum allan þungann af hans gömlu syndum, eða þú verður að horfa þegjandi á að Brown takist það á hendur, sem þú ættir að vara hann við.“ „Já, þetta er hreinasta sjálfhelda.“ Jane sat langa stund þegjandi og starði í eldinn, en Sutherland horfði hugsandi á hana. í andlitssvip hennar gat hann lesið mikið af hinum áköfu, stríðandi hugsunum. Sjálfur hafði hann gefist upp við að komast að niðurstöðu. dæmis hvers vegna þér leizt vel á mig.“ Fjóla varð á einu andartaki eins og hún átti að sér. Það brást ekki, að það hafði djúp áhrif á hana, ef áfrýjað var til hennar kvenlegu tilfinninga. „Ó, þú ert alveg óþolandi," sagði hún og leit á hann með töfrandi brosi. Þetta var alveg eins og kurr í skógar- dúfu. Sutherland brosti með sjálfum sér, íbyggnu, gleðisnauðu brosi. Það var svo auðséð, að þessi fagra og ofdáða kona, hafði alveg takmarkalaust vald yfir Frayne. Læknirinn kvaddi þau hjónin litlu síðar og ók á burt. Hann var í þungum þönkum um sinn gamla vin og konurnar tvær, dóttir og eigin- konu, sem voru honum auðsjáanlega svo mikils viTði. Honum varð hugsað til þeirrar konu, sem var efst í huga hans, eins og ávalt þegar hann var í vand- ræðum. Hann beygði óafvitandi af leið og ók til Brownleaves. Hálfri stundu síðar sat hann á tali við Jane. Hún hafði einmitt verið að reyna einn af folunum sínum og var rjóð og geislandi af ánægju eftir spTettinn. Hún stanzaði hestinn, þegar Suther- land nálgaðist, fór af baki, smeygði taumnum upp á handlegginn, og fór að tala við hann. „Þú kemur inn og drekkur eitt glas af heimabruggaða ölinu mínu,“ sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.