Alþýðublaðið - 31.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALEYÐUBLAðlÐ AL2»Ý®UBLAÐI® : < kemur út á hverjum virkum degi. > ! Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : < Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. ; ] til kl. 7 síðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Vs—10Va &rd. og kl. 8-9 síðd. < Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 (skrifstofan). • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan • J (i sama húsi, sömu símar). Ekk@rt vlt. Það er auðséð, að auðvaldsstétt allra landa er komin að ratrn um, að dagar yfirráða hennar eru að verða -taldir. Með hverju árinu, sem líður, verða æ ósvífnnari og harðvítugri brögð hennar í vöm- inni gegn framsókn vinnustéttar- innar til yfirráðanna. Forvígis- menn eignastéttarinnar sjá, að með vaxandi umhugsun aljrýðu um samfélagsmálin og þátttöku í stjðrnmálabaráttunni verða hin gömlu vopnin æ deigari, blekk- ingarnar æ gagnsærri, hræsnin æ herari, svo að fjöldinn hikar sífelt meir við að fela peirrar stéttar mönnum umboð sitt. Þá finna þeir, að ekki er um annað að gera en neyta valdsins, kæra sig kollótta um, þótt ráðstafanirnar verði ekki studdar með neinum skynsamlegum rökum. Einmitt af þessu tagi er ráð- stöfun auðvalds- og íhalds-stjórn,- arinnar hér á landi um alþingis- kosningarnar, sem i hönd fara. Þingflokkurinn áræðir ekki að færa kjördaginn með beinni lög- skipun um það, en fremur svo verkið með því að samþykkja stjórnarskrárbreytingu og fyrir- skipa kosningar á tínra, sem felt hafði verið að hafa þær á. Um leið verður að láta i veðri vaka, að kosningarnar eigi að snúast um þessar breytingar á stjórnar- skránni og aðrar, er þjóðin kynni við athugun málsins að viija lata gera. En þegar betur er að gætt, sést, að i pessu erekkerívit. Þegar jafn-mikilvæg lög eins og sjálf stjórnarskráin eru lögð fyrir kjósendur til mats um það, hvort gildandi ákvæði eða til- lögur til breytinga frá meiri hluta alþingis, eða enn aðrar breytingar séu æskilegar, þá liggur í augum uppi, að öll þjóðin þarf lengri tíma til að átta sig á því jafn- hliða öðrum störfum sínum en tæpa tvo mánuði, þar sem þing- menn sjálfir, sem hafa daglega náin kynni af ákvæðum stjóm- arskrárinnar, hafa með öðrum störfum sínum ekki áttað sig á skoðun sinni um þau á styttri tíma en meira en þTem mánuð- am, hundrað dögum. Ekki getur því heldur verið til að dreifa, að þessi flýtir til kosninganna stafi af því, að auðvaldsstéttinni þyki liggja svo mikið á, að Itoma stjórnarskrárbreytingum sínum í framkvæmd, því að ekki er gert ráð fyrir, að alþingi, er kosið ve*jður 9. júlí, komi saman fyrr en í febrúar næsta ár, svo að á möti tæpra tveggja mánaða undirbúningsfresti til kosninga kemur sjö mánaða dráttur á pinghaldi. Það má mikið vera,' ef flestir hinir nýju þingmenn verða ekki húnir að gleyma því, þegar á þing kemur, hvers vegna þeir voru þangað kosnir, en hitt er bersýnilegt af þessu, að ihalds- stjórn auðvaldsstéttarinnar ætlar sér ekkert annað með þessu kosn- ingaverki sinu en að véla handa sér vöidin í landinu með svo ó- svífnu bragði og glæpsamlegu, að það er að minsta kosti að áhrif- unum til, ef það tekst, brot á anda stjórnskipulagsins, þar sem stefnt er að þvi að útiloka fjölda manna frá því að geta neytt hins mikilsverðasta réttar, sem þegn- um fólksstjórnarþjóðfélags á að vera tryggður með lögum og er mikið til tryggður enn. Ef þetta svikatafl auðvalds- stéttarinnar heppnast og íhalds- flokkur hennar á sigri að hrósa, — ef svo margir íslenzkir menn eru þeir auðnuleysingjar þjóðinni til handa, að kosningarnar, sem í hönd fara, fái íhaldinu völd þjóðarinnar áfram, þá á saga ís- lendinga þeirrar þjóðarhneysu að minnast, að árið 1927 væri sigurorð íhaldsins: Ekkert vit nema til hrekkja. í því að iáta íhaldið, sem' hefir að engu gert árangur veltiáranna 1924—25, — íhaldið, sem hefir lát- ið viðgangast, að annar aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar væri stöðvaður tímum saman, — íhald- ið, sem með því hefir haft ;stóríé af ríkissjóði, — íhaldið, sem brotið hefir lög landsins fyrir auðvaldsstétt sína, — íhaldíð, sem drepið hefir hvert velferðarmál þjóðarinnar á fætur öðru, svo sem éinkasölumálin, ... íhaldið, sem hlífir eígnamönnum við framlög- um til félagslegra þarfa, en pínir svo hundruðum króna skiftir út úr fólki, sem tæplega hefir I sig að eta, með tollaálögum, sem fjárhagsráðstefna Þjóðabandalags- ins hefir nú fordæmt, — að láta það fara með völdin í þjóðfélag- inu áfram, — í því fcr jheldur ekkert vit. Skálholtsbiskupinn nýi. „í margax aldir litu Árnesingar upp til Skálholtsbóndans,“ segir „Tíminn", þegar hann skýrir frá því, að Jörundur Brynjólfsson ætli að bjóða sig fram í Ámes- sýslu. Það lítur helzt út fyrir, að blaðið sé farið að halda, að Jör- undur sé orðinn biskup við það að búa í Skálbolti(!). Skipafréttir. „Botnía" kom í gærkveldí og ..Lyra“ í morgun. Stefmirnar. Því verður ekki neitað, að meið- yrðamál eru í sjálfu sér, jafnvel þó að ummælin, sem eru átalin, séu full alvarleg, með svo hjákát- legum blæ, að almenningur lítur aldrei öðru vísi á þau en sem tilraun reiðs manns til þess að gefa andstæðingnum glóðarauga, ef svo mætti segja, hvað sem annars málavöxtum líður. Það er sem sé alkunnnugt, að það er því sem næst hægt að fá menn dæmda til sekta fyrir hvaða um- mæli sem er; svo er íslenzkri meiðyrðalöggjöf varið. Ef hér hefði staðið á eins og venjulega, þá hefði verið sjálfsagt að lofa stefnanda að skemta bæði sér og almenningi með þessu brangsi sínu. En hér er — því miður — al- varlegt mál á ferðinni, of alvar- >Jegt til að lenda í hlátursiðu meið- yrðamálsins. Það er rekstur strandgæzlunnar, en ekki Jóhann P. Jónsson skipstjóri, sem xyn er að ræða. Það leikur hjá almenn- ingi sá grunur á, að varðskip það, sem hann stýrir, reki strandgæzl- una sláelega. íhaldið hefir fundið, hve alvarlegt þetta er, sennilega skilið, að þetta gæti,-ef svo bæri undir orðiö sjálfstæði þessa litla, vanmegna lands að voða. Og það lætur því frárensli sitt, „Mgbl.“, halda því fram, að vegna hætt- unnar „út á við“ m&gi ekki tala hátt um málið. Er íhaldið virki- lega sá grænjaxl að halda, að erlendir menn — erlend ríki — hafi ekki augu í höfðinu og geti ekki séð sjálfir, nema íslendingar stjaki við þeim? Sýnist Ihaldinu það, sem er að gerast erléndis nú, benda til þess, að erlend riki séu slíkir kettlingar? Og veit í- haldið ekki, að þessi mál hafa löngu verið rædd erlendis bæði á þingum og í opinberum ritum? Veit íhaldið ekki, að|i þýzkufar- maimariti birtust í vetur greinar, þar sem því var haldið fram, á- samt margri annari vitleysu, að skipstjérarvarðskipanna islenzku fái ágðóahlutaflandhelgissektum? Og heldur íhaldið, að ráðið við slíkum áburði sé að þeggja sjálf- ur? Það virðist að minsta kosti svo, því að þegar þingmaður í þingræðu benti stjórninni á, hvað almannarómur segði, til þess að hún tæki rögg á sig og léti hefja opinbera rannsókn um málið, svo að grunurinn annað hvort afsann- aðist eða að þeim, sem ábyrgðina bæru, yrði hegnt, ]>á hreyfði stjórnin hvorki legg né lið, jg það lá við, að „Mgbl.“ ætlaði að steikja þingmanninn lifandi. Jóhann P. Jónsson lét að vísu hefja rannsókn, en ekki er það sjáanlegt, að hún hafi farið mjög djúpt. Hún hættir sem sé eín- mitt, þegar komin var ástæða til að reka hana með fullum krafti. Þnð er ekki kátlegt — öðru nær —, þegar Jólrann í stefnu sinni til Alþýðublaðsins segir: „Upplýstist við þá rannsókn, aö enginn fót- ' ur var fyrir áburði alþingismanns- ins á mig eða varðskipið,“ — það er hryggilegt. Rannsókn- in afsannaði á enga lund grun almennings um slælega strandgæzlu, heldur leiddi hún mjög sterkar líkur að því, að strandgæzla Óðins væri að mörgu leyti óáreiðanlegt handahófsverb. En einmitt þar lauk rannsókninni, — sem þurft hefðl að halda henni fram, En nú virðist svo, sem þessi rannsókn verði látin „nægja“, og að smiðshöggið eigi að reka á hana með því að láta dæma dauð- ar og ómerkar rökréttar álykt- anir af henni í einkamáli. Síðan virðist vera áformið að segja: Þarna sjá menn; allar ákærurnar eru einskis virði; þær hafa verið dæmdar dauðar og ómerkar. í- haldið býzt við því, að almenn- ingur viti ekki, að það er sitt- hvað, að eitthvað sé ósatt, eða að það verði dæmt dautt og ó- merkt í meiðyrðamáli. Það má. fá sannleikann dæmdan dauðan og ómerkan í meiðyrðamáli vegna orðalags og ýmsra atvika, og það veit almenningur. Nú er Jóhann uppgjafadáti, fv. varasJjóliðsundirforingi, eða því um líkt, í danska flotanum. Al- þýðubl. fordæmir auðvitað hernað og alt, sem að honum lýtur, en. fátt er þó svo með öllu ilt, áð ekki fylgi nokkuð gott. Það er, nefnilega reynt að ala næma sómatilfinningu upp í Iiösforingja- efnum, þó að það vilji inistakast. Vilji Jóhann hrinda af sér þvi slyðruorði, sem lagst hefir á land- heigisgæzluna, og þess krefst sómatilfinningarhugmynd góðs hermanns, þá er það eitt fyrir hann að gera að kref jast þess, að landhelgisgæzlumálið sé lagt und- ir sakamálsrannsókn, og er hér með skorað á hann að gera það. En þó að hann ekki verði við þeim tilmælum, má hann og all- ur almenningur vita, að rekstur meiðyrðamálsins af hendi Alþbl. mun verða slíkur, að upp kom- ist, hvað hæft er. í almannarómin- um um strandgæzluna. Jóhann P. Jónsson telur í stefnu sinni til Alþbl. greinar blaðsins vera atvinnuróg, en hann ætlar þó ekki að krefjast skaðabóta Embætti þau, sem ríkið veitir, eru ekki talin atvinnurekstur í skiln- ingi laganna, og sanna verður, að. skaði hafi orðið. Þetta mætti til sanns vegar færast, ef landhelgis- gæzlan væri samkeppnisatvinna, sem Jóhann ræki með ágóðahluta, eins og Þjóðverjar halda fram, og hiefði Alþbl. með illkvittnum ummælum komið því til leiðar, að togararnir flyktust til hinna varðskipanna til þess að láta taka sig að ólöglegum veiðum, en forð- uðust að eiga slík skifti við Jó- hann. En nú er það kunnugra en: frá þarf að segja, að almanna- rómur telur Jóhann forðast tog- arana suma hverja fult eins mikið og þá hann. Skritnast af öllu er J>ó, að Jó- hann skuli í sömu andránni og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.