Tíminn - 23.05.1940, Blaðsíða 2
218
‘gímirot
Fitnmtudaginn 23. ntaí
Furðuleg framkoma
Á síðasta Alþingi var kosin
með samkomulagi stjórnarflokk-
anna, milliþinganefnd til þess
að athuga gj aldeyrismálin. í
þeirri nefnd á Björn Ólafsson
stórkaupmaður sæti, ásamt við-
skiptamálaráðherra og Kjartani
Ólafssyni í Hafnarfirði.
Milliþinganefndin fær ekki
ráðrúm til þess að byrja störf sín
áður en fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni hefur að
rita órökstuddar æsingagreinar
um málið. Nýja nefndin er ekki
heldur byrjuð, — ekki einu sinni
búið að staðfesta lögin um skip-
un hennar, áður en þessi maður,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
milliþinganefndinni segir að
lausn sú er þjóðstjórnarflokk-
arnir komu sér saman um, sé
einskisvirði.
Þá er af hálfu B. Ó. sunginn
gamli söngurinn um innflutn-
ingshöftin, um það að hlut-
drægni hafi verið beitt, að ekki
hafi alltaf verið fyrir hendi
nægur gjaldeyrir og að gefin
hafi verið út innflutningsleyfi,
þótt ekki væri tryggt um
greiðslu.
Um hlutdrægnisáburðinn er
ekkert að segja annað en það,
að hér er gömul tugga, sem
aldrei hefir verið rökstudd.
Hitt er dálítið nýstárlegt aftur
á móti, af kaupmönnum, að fár-
ast yfir of miklum innflutningi.
Þó tekur út yfir, þegar það er at-
hugað, að sá, sem um þetta
skrifar, Björn Ólafsson, hefir átt
sæti í gjaldeyris- og innflutn-
ingsnefnd undanfarin ár og tal-
ið sig þar fulltrúa kaupmanna,
þótt hann væri fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar.
Og hann hefir allan þann
tíma, er hann hefir í nefndinni
starfað barizt með hnúum og
hnefum fyrir sem mestum inn-
flutningi í öllum greinum.
Enginn einn maður á íslandi
á meir þátt í því en einmitt
hann, að innflutningur undan-
farinna ára hefir ekki verið
skorinn enn meir niður en gert
hefir verið. Það hefir ætíð verið
tekið nokkurt tillit til þess sjón-
armiðs, sem hann hefir verið
fulltrúi fyrir. Svo kemur þessi
sami maður og deilir á viðskipta-
málaráðherra og aðra, sem af
alvöru hafa unnið að þessum
málum, frá sjónarmiði heildar-
innar, en stöðugt átt við að etja
sérhagsmunasjónarmið hans og
ádeilur á þá fyrir það að hér
hafi ekki verið gengið nógu
langt.
Batnandi manni er bezt að
lifa. Það er ánægjulegt að þessi
maður hefir nú fengið nýjan og
betri skilning á þessum málum
og telur nú höfuðnauðsyn á að
flytja ekki meira inn en hægt
er að greiða. Óneitanlega hefði
verið viðkunanlegra að þessari
játningu hans hefði ekki fylgt
skætingur um aðra. Honum
finnst þetta mikil uppfynding,
en hætt er við, að kveðið hefði
við annan tón hjá stéttarbræðr-
um hans undanfarin ár, ef
aldrei hefði verið gefið út inn-
flutningsleyfi, nema tryggt væri
um yfirfærslu fyrirfram.
í augum allra þeirra, sem til
þekkja gerir B. Ó. sig hlægilegan
með skrifum sínum um það, sem
gert hefir verið í þessum efnum.
B. Ó. þykist bera mikinn kvíð-
boga fyrir því, að nú muni verða
gefin út of mikil innflutnings-
leyfi. Það er ánægjulegt, en
nýstárslegt, að sjá fulltrúa
kaupmanna tala þannig, og er
þess að vænta, að það létti eigi
lítið um hóflegan innflutning, sé
þetta nú orðið þeirra aðal-
áhyggjuefni.
Nú er viðhorfið þannig, að
auðveldara ætti að vera að koma
við þeirri reglu en áður, að gefa
út þau innflutningsleyfi ein, sem
fyrirsjáanlega er hægt að inn-
leysa, og er miðað að því af fullri
festu að koma því við.
Hinsvegar þýðir það vitanlega,
að menn geta ekki búist við ríf-
legum innflutningsleyfum eða
innflutningsleyfum löngu fyrir-
fram, eins og kaupsýslumenn
hafa heimtað.
En þá er sá munur nú, að vís
flmmtndaglnii 23. mai 1940
Hirðisbréf forseta
Fiskifélags íslands
Eftir Krístján Bergsson
í síðasta tölublaði Ægis birti (
hinn nýkosni forseti ávarp til
íslenzku þjóðarinnar í tilefni af
stjórnarskiptum þeim, er urðu í
Fiskifélaginu þá rétt áður.
Ég verð að viðurkenna það, að
ég beið með nokkurri óþreyju
eftir ávarpi þessu, því að ég
bjóst við að það myndi marka
allgreinilega þá stefnu, sem
störfum félagsins er ætlað að
beinast að í náinni framtíð, og
þá auðvitað á öðrum og breið-
ari sviðum en félagið hefir áð-
ur starfað að og lagt undirstöð-
una að, en hér varð ég fyrir
allmiklum vonbrigðum, því auk
þess að ávarp þetta er mjög ó-
ljóst og markar hvergi nýjar
leiðir, þá gætir víða mikillar
vanþekkingar á störfum félags-
ins og grundvallarbyggingu þess.
Forsetinn byrjar á því að
þakka Fiskiþingi fyrir það
traust, sem það hafi sýnt sér
með því að kjósa sig í jafn þýð-
ingarmikið starf, og gætir hér
strax allmikils misskilnings,
sem ég tel mér skylt að leið-
rétta, þar sem ég hefi hvergi
orðið þess var, að breyting sú,
sem gerð var á stjórn félagsins
hafi verið rædd opinberlega, svo
að fiskimenn og útgerðarmenn
um allt landið geti gert sér mál-
ið Ijóst, ekki eingöngu þeir, sem
eru meðlimir í einhverri deild
Fiskifélagsins, heldur og allir
þeir, sem á einhvern hátt eiga
afkomu sína og atvinnu undir
framtíðarárangri fiskiveiðanna
og þeirra atvinnugreina, sem
standa í sambandi við þær.
Fiskifélagið á ekki og má ekki
marka sér svo þröngan bás, að
það sé aðeins félagsskapra fá-
mennra fiskifélagsdeilda og
þeirra manna, sem þeim ráða,
heldur er það landsfélag, sem á
að vinna að alhliða vexti og
viðgangi útvegsmálanna, og á að
marka víðari og breiðari starfs-
grundvöll, en búast má við að
fámennar og afskekktar deildiT
geri, enda snúast störf þeirra
vanalega meira um staðlægu
málin og þarfir hvers héraðs um
sig, og eru því stjórn félagsins
jafnan mikill leiðarvísir — og
því meiri, sem þeir hafa sjálfir
minni þekkingu á alhliða þörf-
um og erfiðleikum útgerðar-
innar.
Orsökin og aðdragandinn að
stjórnarskiptunum í Fiskifélag-
inu var sú, að nokkur hluti
Sj álfstæðisflokksins hafði hafið
áróður og undirbúning um það
áður en Fiskiþing kom saman,
að gera Sigurð Kristjánsson al-
þingismann að forseta félagsins,
því að flokkurinn hefir í langan
er liðsemd B. Ó. til þess að skýra
fyrir kaupmönnum nauðsyn
þess, sem gert er. B. Ó. þarf ekki
að bera kvíðboga fyrir að inn-
flutningsleyfi verði gefin fyrir
öðru en því, sem bráðnauðsyn-
legt er, og ennfremur er hægt að
upplýsa það, að samvinna bank-
anna og gjaldeyrisnefndar um
þessi mál er nú nánari en
nokkru sinni fyr.
Þvættingur B. Ó. er væntan-
leg vanskil í Bandaríkjunum og
dylgjur um hverjum þau verði
að kenna, er blátt áfram. við-
bjóðslegur. Hann veit það vel, að
vestra hafa ekki verið keyptar
nema brýnar nauðsynjar og
langmestur hluti þeirra eru frí-
listavörur.
Já, hverjum er það að kenna,
ef við ekki getum viðstöðulaust
borgað allt, sem við þurfum frá
Ameríku — eftir að aðrir inn-
kaupastaðir hafa lokast? Auð-
vitað viðskiptamálaráðherra.
Hann á að búa til dollara, ef ekki
er hægt að selja afurðir fyrir
dollara. Því nauðsynarnar verða
að fást, ef ráðherrann á ekki að
lenda í ónáð, þeirra hluta vegna.
Hinsvegar verður nú að
hrýggja b. Ó. með því, að senni-
lega er hægt ar komast hjá van-
skilum vestra, ef kaupmenn ekki
hrúga pöntunum á frílistavör-
um vestur svo að ekki verði við
ráðið, og með því binda mjög
mikið af innflutningsleyfum því
skilyrði, að vörur séu ekki keypt-
ar í Bandaríkjunum.-
Hafa nú þegar verið gerðar
margvíslegar ráðstafanir til þess
að forðast vanskil í Bandaríkj-
unum.
En sennilega verður B. Ó. þá
manna fyrstur til þess að
skammast út af því, að út séu
gefin innflutningsleyfi, sem ekki
sé hægt að nota, menn þvingaðir
til þess að kaupa annarsstaðar
en þar sem hentugt er, nauðsyn-
legustu vörur vanti o. s. frv.
Hræsni þessa manns í skrifum
sínum, er satt að segja alveg
furðuleg og blekkingarnar eru
fullkomlega ósæmilegar, ekki
sízt nú á tímum eins og þessum,
þegar allra krafta er þörf til þess
að sjá hagsmunum þjóðarinnar
borgið og öllu öðru er frekar
þörf en lævislegum tilraunum
til þess að gera tortryggilegar
nauðsynlegar ráðstafnir.
tíma verið í vandræðum með að
finna handa honum lífvænlega
stöðu, en eftir að Mosaskeggs-
greinin margumtalaða kom út,
þótti ekki heppilegt að tefla
honum fram í sóknarlið sveita-
kjördæmanna, eða annarra
starfa í þágu landbúnaðarins,
en þar sem Sigurður var bú-
fræðingur að menntun og
barnakennari að æfistarfi, þótti
hann sérstaklega vel fallinn til
þess að taka að sér forystu
fiskimálanna.
Þrátt fyrir allharðan áróður
var þó ekki hægt að fá nægilegt
fylgi fyrir Sigurð innan Fiski-
þingsins og var þá leitað til
ýmsra annara, sem ýmist feng-
ust ekki til þess að taka starfið
að sér, eins og það var í pottinn
búið, eða þá að ekki fékkst sam-
komulag um þá, þar sem ekkert
atkvæði mátti fara forgörðum.
í þessari togstreitu kom upp að
lokum hlutur núverandi forseta
og fékkst að lokum samkomu-
lag um hann af hinum óánægðu
og stuðningsmönnum Sigurðar,
og má því ennþá frekar telja
hann sem nokkurskonar happa-
drættismiða, sem við allir vel-
unnarar útgerðarinnar vonumst
eftir að geti fært félaginu stóra
vinninginn. En traustið á hann
eftir að vinna sér sjálfur, og
vonandi tekst honum það, en þá
má hann að nokkru leyti þakka
það stuðningsmönnum mínum,
sem veittu aðstoð sina til að
hann fékk þá meðstjórnendur
með sér, sem bezt verður á kos-
ið og hafa almennt traust og
yfirgripsmikla þekkingu á þörf-
um og erfiðleikum sjávarút-
vegsmanna, en þurfti ekki að
sitja uppi með þá meðstjórn-
endur, sem stuðningsmenn hans
höfðu ætlað honum.
Ég er að eðlisfari mjög bjart-
sýnn og hefi ótakmarkaða trú
á framtíð og möguleikum ís-
lenzkra fiskveiða, en á hverju
forsetinn byggir þá skoðun sína,
að við stöndum nú á enn þýð-
ingarmeiri tímamótum en 1911,
þegar Fiskifélagið var stofnað,
og við vorum að taka upp véla-
aflið í þjónustu fiskveiðanna á-
samt öðrum vexti togaraútgerð-
arinnar, síldveiðanna o. s. frv.
get ég ekki séð, eða býst hann
við að fiskframleiðsla okkar
meira en fjórfaldist á næstu 24
árum eins og hún gerði á árun-
um 1913—37.
Ég er forsetanum alveg sam-
mála um, að hin félagslegu
samtök sjávarútvegsins þurfi að
vera sem öflugust, en nú verður
hann að fara varlega og leita
ekki eftir félagslegum samtök-
um við hina yngri uppvaxandi
menn veiðistöðvanna, því að það
þola stuðningsmenn hans ekki,
og skal hann nú láta sér mitt
víti að varnaði verða, ef hann
ætlar ekki að hrinda frá sér hin-
um íhaldssömu stuðningsmönn-
um sínum, þvi að þeir óttuðust
mjög, að ég ætlaði að verða of
Tóttækur á þessu sviði, einkum
var sá kaflinn í skýrslu minni
1939, þar sem ég ræddi um
fundarhald nemanda á mótor-
námskeiðunum hér I Reykjavík,
sem raskaði mjög sálarró
þeirra, en þar sem Fiskiþings-
tíðindin eru í fáTra höndum,
tek ég þennan kafla úr þeim
hér upp orðréttan, en hann er
þannig:
„Af þeirri kynningu, sem ég
fékk af þessum fundum nem-
andanna, þegar ég mætti þar,
fann ég, að fiskideildirnar úti
um landið höfðu misst mikið,
að hafa ekki þessa menn innan
vébanda sinna. Það var auð-
fundið, að margir nemandanna
höfðu mikinn félagsmálalegan
áhuga, sem með þroskun og
undir handleiðslu eldri manna
gæfu góðar vonir um meira
fjör og líf í félagsmálum og um-
bótamálum útgerðarinnar, þeg-
ar þeir kæmu heim í verstöðv-
aTnar aftur. Þessi áhugi ungu
mannanna og kynnin við þá
færðu mér heim sanninn um
það, að jarðvegurinn er til, og
hægt er að halda uppi fjörugra
og þróttmeira lifi í fiskifélags-
deildunum en nú er, ef leiðandi
menn þeirra gerðu meira að því
en gert er, að veita nýju blóði í
þær, og leita eftir nánara sam-
starfi við yngri kynslóðina, sem
auðvitað leitar ekki upptöku 1
deildirnar, nema eitthvað sé
gert til þess að laða hana þang-
að, og að henni sé gefið tæki-
færi til að reyna krafta sína, en
ekki höfð til uppfyllingar.“
Óafsakanlegt þekkingarleysi
er það hjá forsetanum, að
„Fiskifélagið sé eina félagið,
sem hefir innan vébanda sinna
bæði fiskimanninn og útgerðar-
manninn“. Þekkir hann þá ekk-
ert til útgerðarsamvinnufélag-
anna eða Slysavarnafélagsins,
svo eitthvað sé nefnt, og öll hafa
þessi félög einnig menn innan
sinna vébanda, sem hvorki eru
fiskimenn né útgerðarmenn, og
vegna hlédrægni þeirra, troða
sér oft fram í mestu virðingar-
stöðurnar, og einmitt á atkvæð-
um þessara manna, hefir núver-
andi forseti flotið upp i það
sæti, sem hann nú skipaT.
Þá endar forseti hirðisbréf sitt
með því að honum sé kunnugt
„að kvartanir hafi komið frá
ýmsum deildum, þess efnis að
þær fengju ekki nógu mikla
stoð í starfi sínu frá stjórn fé-
lagsins.“ Þessi ummæli forsetans
dreg ég mjög í efa, því óvanalegt
er að mikil fundahöld hafi verið
í deildunum, síðan hann tók við
starfi sínu, því vanalega er ekki
mikið um slíkt að ræða meðan
vertíð stendur yfir, en engar
slíkar kvartanir höfðu borizt til
stjórnarinnar um það atriði til
þess tíma, og ekki kom það fram
Hernám Oslóborgar
Eftirfarandi grein, er ein af
fyrstu blaðagreinum, sem birt-
ust í heimsblöðunum um þenn-
an sorglega atburð, og er rituð
af amerískum blaðamanni, sem
var staddur í Osló og var sjón-
arvottur að einu hörmulegasta
svikræði, sem sagan greinir frá,
að framið hafi verið á nokkurri
þjóð.
Fyrirskipun, sem eignuð var
dr. Koht utanríkismálaráð-
herra NoTðmanna, tjáðl flota
landsins að veita herskipum á-
rásarþjóðar enga virka mótstöðu
á siglingu upp eftir Oslófirði,
segulmögnuð tundurdufl, sem
lögð höfðu verið í firðinum,
voru gerð óvirk o. s. frv. — Þá
segir höfundur frá „sigurgöngu“
1500 þýzkra hermanna eftir að-
algötum Oslóborgar og töku
Þjóðverja á öllum samgöngum
og síma höfuðborgarinnar til
umheimsins, á örfáum klukku-
stundum.
Hér hefst saga 12 klukku-
stunda hernáms Oslóborgar, er
framkvæmd var þriðjudaginn
9. apríl síðastliðinn. Á milli kl.
12 á miðnætti og fram til há-
degis féll höfuðborg Noregs,
allar helztu hafnarborgir og öll
hernaðarlega mikilsverð svæði í
hendur Þjóðverjum.
Norska þjóðin féll i stafi —
eigi síður en Belgar höfðu gert
1914 — er land þeirra var í einni
svipan gert að orustuvelli, og
mikill hluti þjóðarinnar veit
ekki enn þann dag í dag, hvern-
ig harmsaga þessi gat gerzt
með svo miklum hraða.
Ég dvaldi í Osló þessa nótt, á-
samt tveim öðrum ameriskum
blaðamönnum, Warren Iwin og
Edm. Steevens og sjálfir ætluö-
um við ekki að geta glöggvað
okkur á atburðunum i fyrstu.
Sjálfur varð ég að dvelja 4 daga
í viðbót í Osló, til þess að skilja
til hlítar með hverjum hætti
Þjóðverjum var gert mögulegt
að framkvæma heTtökuna með
jafn miklum hraða og öryggi,
sem raun bar vitni um.
En eftir þann tíma varð okk-
ur Irvin ljóst, að við yrðum að
fara með síðustu járnbrautar-
lestinni, sem bauðst yfir um til
Svíþjóðar.
Eigi sigruð með vopnum.
Einasta leiðin til þess að fá
nákvæmar fregnir af þessum
stórkostlegasta atburði, sem
gerzt hefir síðan í síðustu
heimsstyrjöld, var að dvelja í
borginni þennan tíma.
Osló og aðraT borgir Noregs
voru eigi einvörðungu teknar
með vopnavaldi. Þær voru sigr-
aðar með einu stórkostlegasta
vélabragði og landráðastarf-
semi, sem veraldaTsagan greinir
frá.
Með sérstökum áhrifum á inn-
lenda nazista og umboðsmenn
Þýzkalands, svo og með fjár-
mútum til einstakra háttsettra,
norskra embættismanna, tryggði
hinn þýzki einræðisherra valda-
töku sína í Noregi. Og þegar
hið rétta augnablik kom, af-
vopnaði einræðið her landsins,
eyðilagði varnarvirki þess,
þaggaði niður í loftvarnarbyss-
unum — allt í einni svipan, með
aðstoð norskra manna.
Fullkomin yfirráð yfir örfáum
háttsettum embættismönnum
voru nauðsynleg, og allt var vís-
indalega undiTbúið löngu fyrir-
fram. Landráðin voru svo að
segja gerð eftiT nákvæmri
áætlun. Aðeins á tveimur til
þrem stöðum tóku atburð-
irnir aðra stefnu en ákveðið var,
en öll sund og firðir Noregs
stóðu þegar óvininum opin.
Til þess að allt mætti takast,
varð þýzkaland eða nazistar að
hafa þrjá „borgarlykla" í hönd-
um sér — lyklana að Osló,
Bergen og Narvik. Það er stað-
fest, að yfirhershöfðingi Norð-
manna í Narvik sveik þjóð sína
í hendur óvinunum. Mér er ekki
ljós atvikin, sem lágu að af-
hendingu Bergenshafnar. En
undraverðast vreður líka að
telja hin afar skjótu aðeTðir
nazista á Oslofirði, með ramm-
gerðum vígjum og þrengslum
fjarðarins við Dröbak, og svo
taka Horten’s. — Aðeins með
því að brjóta öll fyrnefnd vígi
og hindranir á bak aftur, vaT
taka Osloborgar möguleg og þar
með eyðilegging norsks sjálf-
stæðis og flótti stjórnarinnar.
Gegn ráðleggingu hersins.
Taka Osló og allra strand-
virkja Oslófjarðar var öllum
þjóðum ofurefli öðrum en naz-
istastjórn Þýzkalands, og þýzka
hernum þó aðeins kleift með
því að nota til þess aðferðir,
sem tóku öllum öðrum svika-
brögðum fram, og jafnvel þeim,
sem þeir sjálfir notuðu við her-
töku og undirokun Austurríkis
og Tékkóslovakiu. f fyrstu mun
flestum hafa fundizt slík afrek
fara fram úr því, sem almenn-
ingur gat skilið í fljótu bragði.
En blæjunni er nú svift burt og
staðreyndirnar lýðum ijósar.
Það verður að fara nokkuð
aftur í tímann, og byrja þar, er
orðrómur breiðist út um það í
Osló, að aðfaranótt 4. apríl hafi
þýzki flotinn lagt af stað úr
höfn, eða fullum 3 sólarhring-
um áður en Bretar lögðu tund-
urduflum milli Bergen og Nar-
vik. — Ég hefi einnig áreiðan-
legar heimildir fyrir því, að her-
inn var allur á móti Hitler í
þessu hans nýja „æfintýri“, og
benti á, að samgönguleiðir milli
heimalandsins og hers þess, sem
settur yrði á land 1 Noregi,
myndi áreiðanlega verða rofnar
af bandamönnum og orustu-
svæði, sigurvænleg Bandamönn-
um, skapazt þótt róttækari her-
takan heppnaðist.
Hinir róttækari meðlimir naz-
istastjórnarinnar studdu „for-
ingjann" gegn meirahluta her-
ráðsins. — Á föstudagskvöld 5.
apríl, á meðan þýzki flotinn var
á leið til Noregs, gerðist ein-
stæður, sögulegur viðburður, og
fram til þessa hefir hann verið
hulinn vitund umheimsins.
Þýzka sendisveitin í Osló hélt
veizlu eina mikla og bauð 200
55. blaS
í fiskiþinginu frá fulltrúum þess,
en þær sögur voru látnar ganga
um bæinn, að kosningum'lokn-
um til þess að afsaka stjórnar-
skiptin, að stjórn félagsins hefði
vanrækt þetta starf, og er því
vert að ræða það nokkuð nánar,
og forsögu þess frá byrjun.
Bráðlega eftir að félagið tók
til starfa, eða ársbyrjun 1914,
réði það tvo erindreka í þjónustu
sína. Var annar þeirra vélfræð-
ingur og átti hann að hafa með
höndum leiðbeiningar um hirð-
ingu og meðferð mótorvéla, sem
þá voru óðum að breiðast út, en
þekkingu á meðferð þeirra auð-
vitað mjög áfátt.
Erindreki þessi hélt einnig
nokkur mótornámskeið í ver-
stöðvunum, en auðvitað var ekki
hægt að hafa þessi námskeið
eins fullkomin og þau, sem fé-
lagið lætur nú halda, enda hefði
einn maður ekki getað annast
þau, enda aðstaða öll mjög erfið
til starfa fyrir hann. Hafði fé-
lagið þetta starf alltaf með
höndum fram til 1919, en þá
lagðist það niður í nokkur ár, en
var nú fyrir nokkrum árum tek-
ið upp aftur með breyttu fyrir-
komulagi.
Hinn erindrekinn átti að
hafa félagsmálastarfsemina með
höndum, ferðast um landið,
stofna deildir og vinna að því,
að kynna störf félagsins meðal
þjóðarinnar, en þetta fyrir-
komulag stóð ekki nema nokkur
ár, því að þá kröfðust fulltrúar
fjórðunganna, að skipaðir væru
erindrekar fyrir hvern fjórðung,
sem hefði þessi störf með hendi,
og myndi þá erindreksturinn
koma að meiri notkun, ef hver
erindreki hefði ekki stærra um-
ráðasvið en sem því næmi, og
hefir svo verið síðan, en erind-
reksturinn í Sunnlendingafjórð-
ungi var þó að jafnaði í höndum
félagsstjórnarinnar, þar til fyrir
fáum árum, að Sveinbjörn
Egilsson lét af störfum hjá fé-
laginu, sem skrifstofustjóri þess
og ritstjóri Ægis, þá ákvað
Fiskiþingið, að hann skyldi taka
að sér erindreksturinn í Sunn-
lendingaf j órðungi, og veitti hon-
um sömu laun og hinum erind-
rekunum. Með þessu fyrirkomu-
lagi tók því Fiskiþingið sjálft fé-
lagsmálastarfsemina úr höndum
stjórnarinnar og lagði hana í
hendur fjórðungsþinganna og
fjórðungserindrekanna, og á
fjárhagsáætlun félagsins 1931
og jafnan síðan hefir Fiskiþing-
ið veitt 1000 kr. árlega í hvern
fjórðung til stuðnings þessu
starfi samkvæmt ráðstöfun
f j órðungsþinganna.
Fjárhagsáætlun Fiskiþingsins
ber þetta líka ljóslega með sér,að
þessi hefir verið skilningur
þingsins, þar sem ferðakostnað-
ur stjórnar félagsins er áætlað-
ur jafnhár og hvers erindrekans
(Framh. á 4. sUfuJ
háttsettum embættismönnum
og áhrifamönnum innan hers,
flota, þings og stjómar. Sér-
stök áherzla var lögð á að ná
þangað bankamönnum, siglinga-
og iðnaðarforstjóra o. s. frv.
Ytri tákn samkundunnar voru
harðir flibbar, hvítar slaufur og
einkennisbúningar og krossar.
„Eldskímin“.
Þrátt fyrir allt þetta umstang
var veisla þessi ekki talin opin-
bert boð. Norskur „aðall" var
sem sé boðinn á kvikmyndasýn-
ingu, þar sem „mjög einkennileg
mynd“ skyldi sýnd. Þegar sýn-
ingin hófst, sáu valdamenn Nor-
egs, að hér var á ferðinni „Bap-
tisen of Fire“, og er þar sýnd
mjög nákvæm yfirlitsmynd af
eyðilegging Póllands frá síðasta
ári. í heilan klukkutíma sátu
norskir valda- og stjórnmála-
menn skelfingu lostnir og horfðu
á viðurstyggð eyðileggingarinn-
ar og kaldur sviti spratt út á
höfði þeirra. Á eftir sýn-
ingunni skýrði þýzki sendi-
herrann svo frá, að þessi mynd,
sem hér væri sýnd, væri ekki
stríðsmynd — þetta væri „frið-
armynd(!) — þar sem hún
sýndi friðsömu fólki, hvað það
hefði að varast, og hversu miklu
ákjósanlegri hlýðni og friður
væri börnum þess og mæðrum.
Norðmennirnir héldu heim-
leiðis það kvöld með undrun og
skelfingu í huga eftir sýnir
„boðsins".
Major Quisling kallaði saman
fund nazista í borginni um þess-
ar mundir, en hann var nýkom-