Tíminn - 23.05.1940, Qupperneq 4

Tíminn - 23.05.1940, Qupperneq 4
220 TÍMIM, flmmtiidafflnn 23. maí 1940 55. blaO ÚR BÆNUM Aflarýrasta Hirðisbréf forseta Skíðaskálaskemmtunin. Ungir Framsóknarmenn, munið eftir skemmtuninni í skíðaskálanum í Hvera dölum á laugardagskvöldið. Pantið far og leitið upplýsinga í síma 2323 eða 2353. Sveinn Bjömsson sendiherra kom hingað til lands með Dettifossl. Fór hann frá Danmörku fyrir mánuði síðan áleiðis vestur um haf, en tók sér svo fari hingað frá Ameríku. Hinn nýi ræðismaður Bandarík j anna, Mr. B. E. Kuniholm, kom hingað í gœr með Dettifossi. Með Mr. Kuni- holm var frú hans, tvö börn og einka- ritari. Vormót n. flokks knattspymumanna hófst i gær með tveim kappleikjum, er Fram og Vikingur og Valur og K. R. háðu. Úrslit voru þau, að fram vann Víking með 2 : 1 og Valur K. R. með 2 : 0. Norræna félagið hélt aðalfund sinn 9. maí. Guðlaugin- Rósinkranz yfirkennari skýrði frá fé- lagsstörfum síðastliðið ár. Var meðal annars haldið mót að Laugarvatni og fulltrúafundur Norrænu félaganna haldinn í Reykjavík í fyrsta skipti. Sjö íslendingar sóttu námskeið félaganna erlendis og nutu til þess ferðastyrks. Norræn listsýning var haldin í Svíþjóð og önnur slík sýning var í þann veg- inn að byrja í Osló, er stríðið hófst. Norræn söngbók var gefin út liðið ár, haldið áfram endurskoðun sögu- kennslubóka og hafin endurskoðun norrænna landafræðibóka. Samþykkt var á fundi þessum með öllum atkvæð- um, samúðaryfirlýsing til Norðmanna og Dana. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa Stefán Jóhann Stefánsson, forseti, Guðlaugur Rósin- kranz, ritari og meðstjómendur Jón Eyþórsson, Páll ísólfsson og Vilhjálm- ur Þ. Gíslason. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn Stundum og stund- um ekki, kl. 8.30 í kvöld, en ekki kl. 8 eins og venjulega, og hefir verð að- göngumiða lækkað um 75 aura. Ótrúlegt — en satt heitir rit, sem er að byrja að koma út. Útgefandi er Einar Þorgrímsson. „Tilgangur ritsins er að fiytja stuttar frásagnir, eftir erlendum og innlendum heimildum, um kynlega atburði og ein- kennilegar staðreyndir, sem vitað er að eru sannar," segir í formála. Hernám Oslóborgar (Framh. af 3. síðu) lýst, hver hefir gefið þá skip- un.“ Þannig var Osló svikin í hendur Þjóðverjum að innan frá — af norskum mönnum, og ef til vill þýzkum umboðs- mönnum, sem orðnir voru öll- um málum nákunnugir og nutu norskrar gistivináttu. Framh. Til anglýsenda! Tíminn ei gefinn út i íleiri eintökum en nokk- urt annað blað á íslandi. Glldi almennra auglýs- inga er í hlutfaUi við þann fjölda manna er les þær. Tímlnn er öruggasta boðleiðin tU ílestra neyt- endanna í landlnu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna i Timanum *------------------—■ vetrarvertíðín (Framh. af'1. síBu.) 740. Hinir stærri bátar úr Garði eru gerðir út á vetrarvertíð frá Keflavík eða Sandgerði og var einn bátur Garðbúa meðal hinna allra aflahæstu í Kefla- vík. í Sandgerði voru aflabrögð svipuð og í Keflavík, en þó jafn- ari. Hæstu hásetahlutir þar munu hafa numið um 2000 krónum. Fiskafli í Sandgerði var um 1340 smálestir um mánaða- mótin, um 650 smálestum minni en í fyrra, en síðan hefir dálít- ið aflazt. í Höfnum var aflinn orðinn 145 smálestir í apríllok, en nær 270 í fyrra. Hefir afli á hreyfil- báta verið þar mjög lélegur í vetur, svo sem annars staðar á þessum slóðum, og afkoma út- gerðarinnar og hlutur sjó- manna í samræmi við það. í Grindavik hafa fiskibrögð verið treg og afkoman í allra versta lagi, þótt gott lifrarverð hafi nokkuð bætt um. í apríllok voru komnar á land 285 smá- lestir fiskjar, en um 508 í fyrra. Síðan hefir dálítið aflazt, en nær allir bátar eru nú hættir veiðum. Afli á 7—10 smálesta þiljubáta hefir orðið 30—250 skippund frá miðjum janúar- mánuði til loka. Sjómenn, sem ráðnir voru upp á kaup, fá 350 —450 kr., auk fæðis, en útgerðin ber sig ekki nema hjá sárfáum af þeim, er slík kjör veita. Flest- ir sjómenn fá mikið minna og sumir að kalla ekkert. Útgerð þeirra báta, sem minnst öfluðu, getur ekki einu sinni borið uppi fæðiskostnað sjómannanna. í Þorlákshöfn hófst vertíðin í byrjun marzmánaðar og hefir verið sú rýrasta síðan vélbátaút- gerð hófst að nýju í Þorláks- höfn. Hæstur afli á vélbát var um 18200 fiskar, en um 6300 fiskar á hreyfilbát. í apríllok var afli í Þorlákshöfn og Sel- vogi orðinn um 165 smálestir, en rösklega 260 í fyrra á sama tíma. í Vestmannaeyjum eru allir bátar hættir þorskveiðum, nema tveir, sem enn sinna línuveiðum. Um mánaðamótin síðustu var afli þar orðinn um 1975 smá- lestir, en var 5057 í fyrra. Sjó- menn telja, að afli bátanna sé nú yfirleitt sem næst 40—50 af hundraði minni en hann var á vertíðinni í fyrra, sem þó var léleg. Hefir þessi vertíð verið hin langsamlega aflarýrasta frá því vélbátaútgerð byrjaði í Eyjum. Fisksalan hefir þó nokk- uð bætt upp hin lélegu afla- brögð. Enn hefir ekki verið gert upp,hvað hásetahlutir verða há- ir, en gizkað á að hlutir á afla- hæstu bátunum séu eitthvað yfir 2000 krónur, á örfáum bát- um er hásetahlutur 1200—1400 krónur, en þorri sjómanna fær ekki nema 500—800 krónur fyrir vetrarvertíðina. Lang aflahæst- ur í Eyjum mun vera vélbátur- inn ísleifur, skipstjóri Ármann Friðriksson, einn með þeim allra yngstu í Eyjum, en vertíð hans mun eitthvað lengri en flestra Fískifélags Islands (Framh. af 2. síBu) um sig, þegar Sunnlendinga- fjórðungur er frátekinn, en þar hefir jafnan verið um mjög lít- inn ferðakostnað að ræða. Mjög hafa jafnan verið skipt- aT skoðanir um þetta fyrirkomu- lag, og sumir talið heppilegra að félagið tæki upp líkt fyrir- komulag og Búnaðarfélagið, að hafa fasta sérmenntaða menn í þjónustu sinni, sem ferðuðust um allt landið, dveldu um tíma í verstöðvunum og héldu þar nokkurskonar fiskimannanám- skeið, í líkingu við búnaðarnám- skeiðin, eða í samvinnu við þau, þar sem því verðuT við komið, en fjórðungserindrekastörfin yrðu lögð niður. T. d. fylgdi Ólaf- ur B. Björnsson á Akranesi þessu allfast fram á Fiskiþing- inu 1940, en þingmenn utan af landinu hafa yfirleitt ekki vilj- að ganga inn á þetta breytta fyrirkomulag. Félagsmálastarfsemin er því af Fiskiþinginu að mestu leyti lögð í hendur erindrekanna og fjórðungsþinganna, en auk þess er tímarit félagsins jafnan virk- ur þáttur í þessari starfsemi, þar sem það er boðberi stjórn- arinnar til allra fiskimanna og útgerðarmanna, og munu flest- ir geta orðið sammála um það, að þessi þáttur útbreiðslustarf- seminnar hefir á seinni árum verið gerður mun sterkari en áður var. Kir. Bergsson. Vitabyggíngar (Framh. af 1. síBu.) sjóleið um utan verðan fjörð- inn og í fjarðarmynninu. Á Kálfshamarsnesi á Skaga, við Húnaflóa austan verðan, hefir verið lítill viti. Þar á að reisa 12 metra háa vitabygg- ingu í stað gamla vitans, búna betri ljósatækjum en þar voru áður. Er þetta einkum ákveðið vegna Skallarifs, sem eru hættu- legar grynningar vestur af Skaga, þar'sem skip hafa oft lent á grunni, einkum veiði- skip um síldartíma. Gamla vitahúsið á Kálfs- hamarsnesi á síðan að -flytja austur á Straumnes við Skaga- fjörð austan verðan, út af Sléttuhlíð. En sá viti á einkum að koma að haldi á siglingaleið milli Siglufjarðar og kauptún- anna við Skagafjörð og lýsa yf- ir sundið milli Málmeyjar og Málmeyjarboða. annarra. Bezt útkoma, miðað vlð róðrarfjölda, mun vera hjá vél- bátnum Sævari, skipstjóri Benó- ný Friðriksson. Hásetahlutur á honum mun nálægt 1200 krónuT. Kaupendur Tímans Munið að tilkynna bústaða- skipti til afgreiðslu blaðsins sem allra fyrst, til þess að komast bjá vanskilum á blaðinu. 290 Margaret PecUer: kyrrt liggja. Elizabet hefði þá að minnsta kosti verið hamingjusamari.“ „En slikt kemst undantekningarlaust alltaf upp fyr eða síðar,“ svaraði Sut- herland. „Ég get ekki hugsað mér neitt ægilegra fyrir Elizabet, en að komast til dæmis að þessu eftir að þau væru gift. Og sú staðreynd, að Maitland hafði leynt hana þessu, hefði þá gert illt miklu vera.“ „En ég hefi ekki ennþá skilið það, sagði Jane, „að þú sagðist ekki vita um neitt, sem vitnaði gegn honum, þegar ég spurði þig að því um daginn.“ Hún leit á Jack og í augum hennar var undrunin auðsæ. Jack brosti. „Ég sagði ekki að ég vissi ekkert, held- ur að ég gæti ekki sagt þér neitt, sem vitnaði gegn honum. Ég veit að það var útúrsnúningur, en ég vildi ekki angra þig með þessu fyr en nauðsynlegt var. Undrunin hvarf úr augum Jane og í staðinn kom blíð viðurkenning. „Það var að minnsta kosti góður út- úrsnúningur,“ sagði hún lágt. „Sá möguleiki var til,“ hélt Suther- land áfram, „að þú þyrftir aldrei að vita neitt um þetta. Ef Candy hefði að- eins verið jafn frjálslyndur gagnvart tilvonandi tengdasyni sínum, og hann var gagnvart óþekktum kunningja mín- Laun þess liöna 291 um, sem hann hélt að sér kæmi ekkert við. Þá var enginn skaði skeðuT, og eng- inn þurfti að líða fyrir þetta.“ „Slíkt er víst sjaldgæft fyrirbrigði í heiminum,“ sagði Colin. Hvorugu hinna fannst það geta mótmælt þessari beittu athugasemd, eins og á stóð. Þau fundu bæði til innilegrar sam- úðar með Elizabet. Hún hafði verið hrein og bein og hagað sér eftir heil- brigðari hugsun en flestar konur hefðu gert við sömu aðstæður. Hún kom jafn- vel ekki fram með neina ásökun á hend- ur Sutherland. Hann reyndi einu sinni að skýra fyrir henni hvað honum hefði verið mikið á móti skapi að gera þetta, en hefði samt fundizt, að hann yrði að gera það. „En góði Jack,“ svaraði hún. „Þú þarft ekki að sjá eftir því. Þú ert tryggðavinur Candys og ég sé ekki, að þú hefðir get- að farið öðru vísi að. Þetta var það eina sem þú gazt gert. Mér þykiT ekk- ert minna vænt um þig fyrir þáð,“ bætti hún við með daufu brosi. „Guði sé lof fyrir það,“ sagði Suther- land. „Ég hefði fyllilega getað skilið að þú kenndir mér um öll vandræðin.“ „Nei, mér hefir ekki einu sinni dott- ið það í hug. Satt að segja,“ bætti hún við og talaði seint og hægt. „Satt að segja get ég ekki annað en viðuTkennt, Leiklélag Heykjavíleur ,Stnndum ogstunduro ekki' Sýning í kvöld kl. 8V2. Verð aðgöngumiða er lækkað um 75 aura stk. og eru seldir eftir kl. 1 í dag. Börn fá ekkl aðgang. Þjóðræknisiélag Islendínga Hádegisverður til að fagna fulltrúum Vestur-íslendinga, verður að Hótel Borg laugardag 25. þ. m. kl. 12y2 e. h. Öllum félagsmönnum heimil þátttaka. Þátttökugjald 8 kr. Áskriftalisti liggur frammi á skrifstofu Hótel Borg, til hádeg- is á föstudag. Nýju eplín í sambandi við innflutning á eplum, sem skýrt hefir verið frá í fréttum, hefir gj aldeyrisnefnd beðið blaðið fyrir eftirfarandi athugasemd: Um síðustu mánaðamót var landið olíulaust. — Olíuskip, sem átti að vera komið fyrir alllöngu frá Suður-Ameríku, hafði tafizt og engar fregnir borizt af því. — Vélbátaflotinn var að stöðvast en þá var það til hjálpar, að sænskt skip, sem hefir legið hér síðan ófriðurinn hófst á Norðurlöndum, lét af hendi um 325 smálestir af olíu- forða sínum og entist það að mestu þar til olíuskipið kom 16. þ. m. — í sambandi við þessa ómetanlegu hjálp var því lofað, að innflutningur yrði leyfður á nýjum ávöxtum, sem voru í skipinu, og sem lágu undir skemmdum, ef burtför skipsins drægist verulega. Enn er allt óvíst um, hve lengi skipið þarf að liggja hér og taldi skipstjórinn ekki hættulaust að geyma ávextina í því lengur og óskaði að innflutningur á þeim yrði leyfður og var það gert sam- kvæmt áður gefnu loforði. A víðavangi. (Framh. af 1. siBu.) ar undirokuðu þjóðir, vörn hins alþjóðlega öreigalýðs, og til verndar menningunni og fram- förum mannkynsins gegn villi- mennsku fasismans." * * * En eftir samninga Hitlers og Stalins taka kommúnistar nýja trú, trú á tvímælalausan til- verurétt nazismans. Því til sönn- unar birta kommúnistar enn hingar nýju kenningar læri- feðranna í Moskva, teknar úr blaðínu Isvestia 8. okt. 1939 og svohljóðandi: „Hver og einn hef- ir rétt til þess að láta í ljós sina persónulegu skoðun á einni eða annarri hugmyndafræði. Það er samt óskaplega grimm og fjar- stæðiskennd hugsun, að vilja ryðja mönnum úr vegi, þótt þeir hafi skoðanir og hugmyndir, sem öðrum geðjast ekki að. Með ofbeldi er ekki hægt að eyði- leggja neina hugmyndafræði eða skoðun. Það er hægt að dást að nationalsósíalismanum eða hafna honum, eins og hverri annarri pólitískri heimsskoðun. Það er aðeins spurning um per- sónulegan smekk. Að heyja stríð til þess að ryðja nationalsósíal- ismanum (nazismanum) út vegi þýðir samt að gerast fulltrúi glæpsamlegrar pólitískrar skoð- unar.“ — Slðan hefir ekki lint látum kommúnista um skammir við lýðræðisríkin og Norðurlönd fyrir viðleitnina til þess að vernda hlutleysi sitt og sjálf- stæði. Hvað er þarna orðið um hið „réttlætanlegasta allra stríða“, þ. e. stríðið við nazism- ann? Það er nú orðið hvorgi meira né minna en glæpsamlegt að dæmi kommúnista. Öllu auð- mýkri þjónusta við erlent vald er ekki hægt að hugsa sér. Vinnitt ötullega fyrir Tímann. GAMLA BÍÓ*"0"""- Óvínur pjódfélagsins — The Last Gangster. — Amerísk sakamálakvik- mynd. Aðalhlutverkin leika: „karakteT“-leikarinn frægi EDWARD G. ROBINSON, JAMES STEWART og ROSE STANDER. Börn fá ekki aðgang. NÝJA bÍ6°~'— BEETH0VEN Frönsk stórmynd, er sýn- ir þætti út æfi tónskálds- I ins heimsfræga Ludvig van Beethoven, og tildrögin til þess, hvernig ýms af helstu tónverkum hans urðu til. — Aðalhlutverkið Beet- hoven leikur einn víð- frægasti „karakter“-leikari nútfmans, HARRY BAUER. Hjartans þakkir mínar til allra þeirra mörgu, er sýndu mér samúð og aðstoð við fráfall og jarðarför mannsins míns Þórarins Valdhnarssonar. — Sérstaklega vil ég þakka sam- starfsmönnum hans fyrir hjálp þeirra og velvild við okkur. JÓRUNN S. DANÍELSDÓTTIR, Bárugötu 14. Netapokar undir mó Þeim, sem hafa talað við okkur um netapoka undir mó, og öðrum, sem þurfa á slíkum umbúðum að halda í sumar, er hér með bent á að tala við okkur sem fyrst og ákveða pantanir sínar sem allra fyrst. Virðingarfyllst, ll.f. Ilsiiu|iid|an Símar: 4390 — 4536. Símnefni: HAMPIÐJA. Til Hreðavatns og Borgarness um Kjalarnes, Kjós, Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal alla fimmtudaga, laugardaga og mánudaga. Frá Borgarnesi: Alla föstudaga, sunnudaga og þriðjudaga. Bifreiðastöðin Geysir. — Sími 1633, 1216. Tilkynniiig frá húsaleigunefnd til leígusala og ieígutaka í Reykjavík Samkvæmt lögum um húsaleigu frá 14. maí 1940, er óheimilt að hækka leigu eftir húsnæði frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lög- in tóku gildi. Þó er heimilt, undir sérstökum kringumstæðum, að hækka leigu eftir mati húsaleigunefndar. Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamn- ingum um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Skylt er að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir gildistöku húsaleigulaganna, svo og leigu- mála, sem gerðir hafa verið síðan 4. apríl 1939. Þá er skylt að láta nefndina meta leigu eftir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður. Heimilt er leigutaka, telji hann húsnæði leigt óhæfilega hátt vegna ásigkomulags þess, að beiðast mats húsaleigunefndar á húsaleigunni. Brot á ákvæðum laganna varða sektum frá 5—2000 krónum. Húsaleigunefnd sé látið í té samrit eða eftir- rit af leigusamningum, sem komið er með til nefndarinnar til samþykkis, og ber að greiða 2 krónur í stimpilgjald af hverjum leigusamn- ingi. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni á hverjum mánudegi og miðvikudegi kl. 5—7 síðdegis. Reykjavík, 22. maí 1940. Húsaleigunefnd. mT&'ý .... ÓTRÚLEGT EN SATTs NÝTT VIKURIT xlytur greinir og myndir af hinum allra ótrúlegustu staðreynd- um. — Kostar aðeins 35 aura. Selt á götum bæjarins á morgun. — Sölubörnum veitt þrenn verðlaun. — Komið á Nönnugötu 16 föstudagsmorgun klukkan 9 stundvíslega.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.