Tíminn - 04.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTQEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D.
Síml 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, þriðjndagmn 4. júní 1940
59. blað
Utsvarsbypðt Reykvíkiisga
beftr þrefaldazt síðaii 1932
Sukkmu verðwr ekki hætt nema
kjósendnrnir skipti um stjórnendur
útsvarshækkun) eru tekjurnar
áætlaðar eitthvað yfir 8 miljónir
króna, og má eftir reynslu gera
ráð fyrir að tekjurnar verði
Útsvarsskrá Reykjavíkur
fyrir árið 1940 kom út síð-
astliðinn föstudag. Undan-
farin ár hafa stjórnendur! a%—9 miijónir króna. Frá því
Reykjavíkurbæjar fengiðjárið 1932 hefir því bæjarsjóður
sinn dómsdag, þegar Út- j aukið heildartekjur sínar um 5
svarsskráin kom Út, Og hefir i miljónir króna. Þar af er mestur
dómurinn oft verið þungur.
En að þessu sinn má ætla,
að dómurinn verði þyngri
en svo, að forráðamenn
bæjarins geti undir honum
risið. —
í fjárhagsáætiun bæjarsjóðs
Reykjavíkur og eftir ákvörðun
bæjarstjórnar Reykjavíkur í
síðastliðnum mánuði eru útsvör-
in áætluð 5 miljónir, og 463 þús.
kr., auk 5—10% umfram. Sam-
kvæmt fengnum upplýsingum
nema því álögð útsvör sem næst
5 miljónum 900 þús. kr., eða allt
að sex miljónum króna.
Á síðastliðnu ári, þ. e. 1939,
voru útsvörin um 4 miljónir og
900 þús. kr., og er þvi útsvars-
hækkunin í ár ein miljón króna.
Útsvörin í Reykjavík undan-
farin ár hafa verið sem hér
segir:
Árið 1932 2 miljónir 114 þús. kr.
— 1933 2 — 428 — —
— 1934 2 — 453 — —
— 1935 3 — 221 — —
— 1936 3 — 855 — —
— 1937 4 — 315 — —
— 1938 4 — 631 — —
— 1939 4 — 900 — —
— 1940 5 — 900 — —
Frá því árið 1932, eða á 8 ár-
um, hafa því útsvörin hækkað
um fjórar miljónir króna eða
hafa með öðrum orðum þre-
faldast.
Árið 1932 eru allar tekjur bæj-
arsjóðs Reykjavíkur (auk at-
vinnbótarstyrks frá ríkissjóði)
ca. 3.300 þús. kr.
í fjárhagsáætlun Reykjavíkur
fyrir árið 1940 (að meðtalinni
íþrótfamót U. M. F. L
að Haukadal
Frásögn Sigurðar Greipssonar.
Um Jónsmessuhelgina í sum-
ar verður að tilhlutun Ung-
mennafélags íslands haldið alls-
herjar íþróttamót ungmenna-
félaganna að Haukadal í Bisk-
upstungum. Tíðindamaður Tím-
ans hefir átt tal við Sigurð
Greipsson íþróttakappa í Hauka
dal og héraðsstjóra héraðasam-
bandsins Skarphéðinn, er hefir
með höndum undirbúning móts
þessa.
— Á sambandsþingi ung-
mennafélaganna árið 1938 var
ákveðið, að efna til allsherjar
íþróttamóts í ár, mælti Sigurður.
Var þá fyrirhugað, að það yrði
háð á Akureyri. Síðar var frá því
ráði horfið, vegna þess, að ung-
mennafélögin nyrðra treystust
eigi til að annast forstöðu þess.
Leitaði sambandsstjórnin þá til
héraðssambandsins Skarphéðins
um forgönguna og tók það
vandann að sér, og verður mótið
í Haukadal.
— Hvenær verður mótið háð?
— Það er fyrirhugað, að mótið
standi í tvö daga, laugardaginn
og sunnudaginn 22. og 23. júní-
mánaðar. En næstu tvo daga á
undan á að halda sambandsþing
U. M. F. 1, einnig í Haukadal.
Vegna mótsins hefir verið
(Framh. á 4. síduj
hlutinn fólginn í útsvarshækk-
uninni, eða allt að 4 miljónum,
sem áður segir. Tekjuaukningin
að öðru leyti er aðallega fólgin í
þessum liðum: Hækkun fast-
eignagjalda um 500 þús. kr. (þau
hafa tvöfaldast); tekjuafgangur
sérstofnana kaupstaðarins, (raf-
magnsstöðvar, gasveitu og hita-
veitu) ca. 300 þús. kr.; tillag frá
Tryggingarstofnun ríkisins ca.
200 þús. kr., og hækkun á ýms-
um tillögum og styrkjum frá því
opinbera.
Til samanburðar má benda á
það að heildartekjur ríkissjóðs
fyrir árin 1040 og 1941 sam-
kvæmt fjáríögum eru áætlaðar
18 y2 miljón króna, og munar því
minnstu að tekjur bæjarsjóðs
Reykjavíkur nemi sem' svarar
helmingi af heildartekjum ríkis-
sjóðs. Hér eru ekki taldar með
tekjur sérstofnana kaupstaðar-
ins, en tekjur þeirra nema hátt
á þriðju miljón króna.
Þrátt fyrir þessa gífurlegu
aukningu teknanna, sem fengin
hefir verlð með þvi að þrefalda
útsvörin, tvöfalda fasteigna-
gjöldin, og selja bæjarbúum raf-
magnið og gasið með álagningu,
hefir bæarsjóður verið með stöð-
ugum reksturshalla og skuldir
aukizt ár frá ári. í fjárhagsáætl-
uninni fyrir árið 1940 er borgar-
stjóra enn heimilað að að taka
hálfrar miljón króna rekstrar-
lán. Rekstrarhallann og skulda-
söfnunina verða bæjarbúar ó-
hjákvæmilega að greiða eftir á
i hækkuðum útsvörum.
í ár hækka útsvörin í Reykja-
vík um eina miljón, og eru orðin
(Framh. á 4. síðu)
ísl. skáldkona hlýtur
rnestu bókmenntaverb
laun Kanada k 2. slnn.
Þegar styrjöldin hófst á síð-
astliðnu hausti sendi Hitler
skeyti til Mussolini, þar sem
hann þakkaði fyrir stuðning og
velvild ítala, en lýsti jafnframt
yfir því, að Þjóðverjar þyrftu
ekki á hernaðarlegri hjálp ítala
að halda.
ítalir lýstu þá yfir því, að þeir
væru ekki ófriðaraðili. En síðan
Þjóðverjar hófu innrás sína í
Noreg, og einkum eftir innrás
Þjóðverja í Holland og Belgíu,
hefir afstaða ítala mjög breyzt.
ítölsk blöð hafa alltaf meira og
meira dregið taum Þjóðverja og
gert ýmsar kröfur á hendur
Bandamönnum, t. d. um Kor-
síku. Þá hefir mjög verið rætt í
þeim um óþolandi afskiptasemi
Bandamanna í Miðjarðarhafi.
Samkvæmt Heimskringlu 17. Um mánaðamótin var haldinn
apríl síðastliðinn hefir Mrs. • fundur í stórráði fasista og var
Laura Goodman Silverson ný-j Mussolini falið að gera hverja
lega hlotið Governor General þá ráðstöfun, sem hann teldi
Eru Þjóðverjar vonlausír um
sigur án hjálpar Itala?
Búist við striðsyfirlýsingu Itala á bverri stund
að ítalir fari í
bókmenntaverðlaunin fyrir síð-
ustu bók sína „Confessions Of
An Immigrant’s Daugher“. Er
þetta í annað sinn, sem Mts.
Salverson hlýtur þessi verðlaun,
en þau eru virðulegustu bók-
menntaverðlaunin í Kanada.
Hefir Mrs. Laura fengið þau áð-
ur og er hún eini rithöfundur-
inn, sem fengið hefir þau tvisv-
ar sinnum.
Sagan, sem Mrs. Salverson
hlaut verðlaunin fyrir, er eins-
konar æfisaga hennar sjálfrar.
Mrs. Salverson hefir hlotið
heiðurspening frá The Paris In-
stitute of Arts and Sciqmce. Hún
er heiðursfélagi í The Leif Er-
ikson Memorial Society of Ame-
rika og Þjóðræknisfélagi íslend-
inga í Vesturheimi.
Mrs. Salverson er fædd í
Winnipeg 1891 og voru foreldrar
hennar íslenzkir. Hún lauk
kennaraprófi, en giftist síðan
norskum manni. Hún hefir
skrifað margar skáldsögur á
ensku og hafa þær hlotið mikl-
ar vinsældir og lof eins og líka
bezt má marka á framan-
greindri viðurkenningu.
nauðsynlega til að tryggja yfir-
ráð ítala við Miðjarðarhaf og
draga úr áhrifum Bandamanna
þar.
Þá hafa ítalir nýlega hætt að
semja um viðskiptamál við
Breta, en samkomulagshoTfur
voru þó taldar góðar.
Allt þetta og stórkostlegur
hernaðarundirbúningur ítala
þykiT benda til þess, að ítalir
muni bráðlega ganga í lið með
Þjóðverjum og hefja styrjöld við
Bandamenn.
Þessir atburðir hafa orðið til
að rifja upp fyrgreint skeyti
Hitlers til Mussolini og víða hefir
þessi spurping vaknað: Hefir
hin. mikla sókn Þjóðverja, sem
að vísu hefir borið mikinn
árangur, ekki fullnægi; þeim
vonum og áætlunum, sem Þjóð-
verjar gerðu fyrirfram, og tap
þeirra orðið svo mikið, að þeir
telja sér ekki lengur vísan sigair,
nema með aðstoð ítala, og hafa
þessvegna beðið þá að koma til
hjálpar?
Skrif þýzki'a blaða hafa gefið
þessari spurningu byr í báða
vængi, þar sem þau eru þess
KROSSG-ÖTUM
Frá Vestur-íslendingum. — Kvennaskólinn á Blönduósi. — Eyfirðingafélag.
Útsvör á Akureyri. — Eftirlit með gistihúsum.
íslenzku vestanblöðin, sem eru ný-
komin hingað, bera þess ljós merki,
að menningarstarfsemi landa vestra
er í fullu fjöri í aprílmánuði hafa t.
d. verið sýndir í Winnipeg og víðar í
íslendingabyggðum tveir sjónleikir.
Annar þeirra var gerður eftir skáld-
sögu Einars H. Kvaran „Ofurefli" og
hafði leikstjórinn, Árni Sigurðsson, bú-
ið hann á svið. Hann var sýndur af
leikflokki Sambandssafnaðar í Win-
nipeg. Himi sjónleikurinn var gerður
eftir skáldsögu Jóns Thoroddsen
„Maður og kona“ og hafði séra Eyj-
ólfur J. Melan búið hann til sýningar.
Hann var sýndur af leikflokki Sam-
bandssafnaðar í nyrðri hluta Nýja ís-
lands. Þá hélt Karlakór Vestur-ís-
lendinga í Winnipeg þar veglega söng-
skemmtun seint í aprílmánuði. Voru
aðallega sungin íslenzk lög. Tvær ís-
lenzkar hljómlistarkonur, Pearl Pálma-
son, sem leikur á pianó, og Snjólaug
Sigurðsson, sem leikur á fiðlu, að-
stoðuðu kórinn. Róma vestanblöðin
mjög söngskemmtun þessa og fara
lofsorðum um söngstjórann, Ragnar
H. Ragnar. Er það vafalaust, að þetta
hvorttveggja, leiksýningarnar og söng-
urinn, hjálpa verulega til þess að við-
halda íslenzkunni vestan hafs.
/ t t
Jónína S. Líndal á Lækjamóti skrifar
Tímanum: Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi var sagt upp 20. maí. Nemendur
voru 39. Skólinn hafði þá starfað í 7
mánuði. Var það einum mánuði
skemur en venjulega. Þessi stytting
skólatímans var ákveðin í byrjun styrj-
aldarinnar. Vissu menn þá, að dýrtið
myndi aukast mikið og fátækar stúlkur,
sem kosta sig sjálfar, myndu eiga örð-
ugt með það að kosta sig i 8 mánuði
samfleytt. Reynslan hefir nú sýnt það,
að námskostnaðurinn hækkaði ekki
eins stórkostlega og við mátti bú-
ast. Fæðiskostnaður varð ekki nema
1.20 kr. á dag. Varð það 5 aurum
hærra á dag, en næsta ár á undan. Af
því að verðlag hefir hækkað svo mjög
á matvöru, er augljóst, að fæðið hefir
í raun og veru orðið ódýrara, þó enginn
sæi eða finndi að það væri lakara á
neinn veg, nema ef vera skyldi að því
leyti, að minna var borðað af sætum
kökum nú en áður hafði verið gert.
Sætar kökur eru bæði óhollar og dýrar.
Má því telja þaö framfarir, að dagleg
neyzla þeirra fari minnkandi. Aftur á
móti var meira notað af innlendum
fæðutegundum en áður, t. d. fjalla-
grösum, síld, kartöflum og skyri. —
Handavinna var mikil eins og jafnan
fyrri. Þar var saumað, ofið, og prjónað
alls 1986 munir, eða að meðaltali
rúm 50 stykki á hvem nemanda. Þar
sem mikið er unnið af stórum stykkj-
um, t. d. ofnar bekkábreiður og vegg-
teppi, saumaðar kápur, skinnjakkar
o. fl„ mega þetta teljast góð vinnu-
brögð, þegar helming skólatímans er
varið til matreiðslu og annarra heim-
ilisstarfa. Helzta nýbreytnin hvað
handavinnuna snerti, var sú, að mikið
var ofið af mislitum java, sem hent-
ugur var til ísaums. Var mikið af
honum notað í púða og saumað í þá
með jurtalituðu bandi. Þessir púðar
þóttu mjög fallegir, eru algerlega is-
lenzkir, hentugir og haldgóðir. Gætu
því verið til prýðis og þæginda fyrir
hvert einasta íslenzkt heimili.
t t r
Fyrir nokkru síðan var stofnað á
Akureyri Eyfirðingafélag. Stofnendur
voru á annað hundrað. Stjórnina skipa:
Bernharð Stefánsson alþm., Einar
Árnason alþm., Snorri Sigfússon skóla-
stjóri, Steindór Steindórsson mennta-
skólakennari og Þorsteinn M. Jónsson
skólastjóri. Marlunið félagsins er m. a.
að láta semja og gefa út ítarlega sögu
Eyjafjarðarhéraðs. Deild úr félaginu
hefir verið stofnað fyrir nokkru hér
í Reykjavík og gert er ráð fyrir að
önnur deild verði stofnuð á Sigluflrði.
t t t
Niðurjöfnun útsvara er nýlokið á
Akureyri. Var jafnað niður 522.530 kr.
og er það 30 þús. kr. meira en 1939.
r r r
Herði Bjarnasyni húsameistara hefir
verið falið eftirlit með umgengni á
gistihúsum og alfaraleiðum. Lét
dómsmálaráðherra Björn Blöndal lög-
gæzlumann athuga þessi mál í fyrra og
skilaði hann ítarlegu áliti. Þótti álit
hans benda til þess, að óhjákvæmilegt
væri að koma á fullkomnara eftirliti
en verið hefði, og hefir því samgöngu-
málaráðherra falið Herði starf þetta.
mjög fýsandi,
styrjöldina.
Um þa'ö verður vitanlega ekki
hægt að segja mikið fyrirfram,
hvaða afleiðingar myndu hljót-
ast af þátttöku ítala í styrjöld-
inni. Flugfloti ítala er talinn
sterkur og flotinn sömuleiðis.
Hinsvegar eru Bandamenn vel
undirbúnir á þeim stöðum, þar
sem ítalir geta helzt gert þeim
mein og aðstaða ítala til sóknar
mjög erfið. Þá geta Bandamenn
næstum hindrað alla aðflutn-
inga til ítala, sem ekki geta þol-
að langvinnt hafnbann.
Þá myndi þátttaka ítala í
styrjöldinni auka stórum samúð
með Bandamönnum í Banda-
ríkjunum og vafalaust myndu
þá Tyrkir líka koma Banda-
mönnum til hjálpar.
Það virðist einna líklegast, að
í skammri styrjöld myndi aðstoð
ítala, einkum ítalska flughers-
ins, verða Þjóðverjum verulegur
styrkur, en í langri styrjöld
myndi hún ekki verða til bóta.
Ensk og frönsk blöð virðast
taka hinni ögrandi framkomu
ítala með mestu ró. Leggja þau
áherzlu á það, að Bandamenn
séu fúsir til samninga við ítali
um öll ágreiningsmál og ítalir
beri þvi einir ábyrgðina, ef til
styrjaldar kemuT.
Frá styr jöldlnni.
Bandamenn halda enn áfram
að flytja lið sitt frá Dunkerque
og tilkynnti Anthony Eden
hermálaráðherra síðastliðinn
sunnudag, að búið væri að flytja
til Englands % af liði Breta á
þessum slóðum, auk fjölmargra
franskra og belgiskra hermanna.
Þá hefir einnig verið flutt mikið
franskt herlið frá Dunkerque til
annara hafna í. Frakklandi.
Leifarnar af her Bandamanna
verjast enn í Dunkerque. Hafa
Bandamenn veitt vatni á ná-
grennið og viðurkenna Þjóð-
verjar, að sókn þeirra til borg-
arinnar sé hæg, enda þótt þeir
tefli fram ógrynni liðs og víg-
véla. Seinustu sólarhringana
hefir Dunkerque verið undir
stöðugri fallbyssuskothríð og
loftárásum og skipta flugvélar
Þjóðverja, sem hafa verið skotn-
ar niður yfir borginni, orðið
hundruðum. Hlutlausir frétta-
ritarar ljúka miklu lofsorði á
vörn Bandamanna á þessum
slóðum, þar sem aðstaða þeirra
hafi verið margfallt örðugri og
þeir ver búnir hinum stærri
vopnum.
Enska flotaráðuneytið til-
kynnti í gærkvöldi, að alls hefðu
665 skip og 222 herskip aðstoðað
við þessa flutninga á liði Banda-
manna yfir Ermarsund. Þar eru
ekki meðtalin frönsk og belgisk
skip, sem einnig voru mörg.Þjóð
verjar reyndu að ráðast á flutn
ingaskipin með flugvélum, kaf-
bátum og hraðskreiðum mótor-
bátum, en herskip Banda
manna héldu uppi vörnum og
skutu jafnframt á stöðvar
Þjóðverja inni í landinu og
hindruðu þannig sókn þeirra til
strandarinnar. Telja ensk blöð
þessa flutninga einstæða í ver
aldarsögunni og frábært hern-
aðarafrek. Liðið, sem þannig
hefir verið flutt yfir Ermar-
sund, nemur orðið a. m. k. hálfri
miljón manna.
Hlutlausum fregnriturum
virðist koma saman um, að
Þjóðverjar hafi mikla yfirburði
yfir Bandamenn, hvað snertir
fjölda flugvéla, skriðdreka og
fallbyssna og eigi þeir sigra
sína þessu að þakka. Hins vegar
hafi hin hraða sókn þeirra
valdið þeim svo miklu tjóni, að
þessi munur hafi stórum minnk
að og framleiðslugeta þeirra sé
A víðavangi
FARISEAR AFHJÚPAÐIR.
Útsvörin eru nú helztu um-
ræðuefni bæjarbúa. Er það held-
ur ekki að undra. Þau hækka um
milljón kr. á sama tíma og dýr-
tíðin vex og tekjur flestra
minnka. Þó stjórna bænum þeir
menn, sem hafa talið sig öðrum
fremri í góðri fjármálastjórn.
Fjöldi skattgreiðenda hefir trú-
að því fleipri þeirra og þess-
vegna falið þeim völdin. Nú
loksins er mönnum að verða
ljóst, hversu lengi þeir eru búnir
að láta teyma sig á asnaeyrum.
Þreföld hækkun útsvaranna síð-
an 1932 og einnar miljón kr. ár-
leg hækkun á skuldum bæjar-
sjóðs seinustu árin tala svo
skýru máli um óstjórnina á
bænum að ekkert gum fær leng-
ur dulið mönnum sýn. Ekkert
fals og engin glamuryrði geta
lengur hjálpað forráðamönnum
Reykjavíkurbæjar. Þeir geta
ekki leikið Fariseana lengur.
Verk þeirra sjálfra hafa afhjúp-
að þá.
ÓSTJÓRNIN.
Há útsvör eða háir skattar
segja að vísu ekki til um það,
hvort vel eða illa er stjórnað.
Háir skattar eiga í raun réttri
að vera trygging fyrir góðri og
réttlátri stjórn. En þeir verða
iað því aðeins, að tekjunum,
sem þeir veita, sé rétt og hag-
kvæmlega ráðstafað. Og það er
iað, sem er höfuðágallinn við
stjórn Reykjavíkurbæjar. Ef út-
svörunum hér væri ráðstafað til
aukins framtaks og atvinnu væri
iað ekki aöeins forsvaranlegt,
íeldur blátt áfram sjálfsagt að
pau væru há. En hér er ekki
slíku til að dreifa. Hér er útsvör-
um að miklu leyti varið í eyðslu
og sukk. Hin stöðuga skulda-
söfnun bæjarins stafar af sömu
ástæðu. Helmingurinn af öllum
útgjöldum bæjarins er kostnað-
ur við fátækraframfæri. Fram-
sóknarflokkurinn hefir um langt
skeið bent á margar leiðir til að
stórlækka fátækrakostnaðinn.
Öllum slíkum bendingum hefir
bæj arstj órnarmeirihlutinn tekið
með fyrirlitningu og þögn.
Sukkið hefir verið látið halda
áfram, án þess að nokkuð væri
gert til að sporna við því. Það er
þessi óstjórn, sem veldur hækk-
un útsvaranna og gerir hana
ekki réttlætanlega. Ef útsvörun-
um væri vel ráðstafað gegndi
það öðru máli, þótt þau væri há.
ATKVÆÐAHER
MEIRIHLUTANS.
Hvers vegna hefir bæjar-
stjórnarmeirihlutinn hundsað
tillögur Framsóknarflokksins í
fátækramálunum? Hvers vegna
hefir ekki verið fylgt þeirri til-
lögu Hermanns Jónassonar, sem
hann benti strax á 1930, að
vinnufærir styrkþegar yrðu að
vinna fyrir mat sínum? Hvers
vegna hefir ekki verið komið
upp innkaupastofnun og al-
menningseldhúsi? Hvers vegna
hefir ekki verið birt skrá um
þurfamennina? Spurningin við
þessum svörum er ákaflega ein-
föld. Eitt blað Sjálfstæðisflokks-
ins upplýsti fyrir nokkru, að at-
hugnn hefði verið gerð á því,
hvaða stjórnmálaflokki styrk-
þegamir fylgdu. Þessi athugun
var vitanlega gerð af Sjálfstæð-
isflokknum. Á einn eða annan
hátt hafa yfirráð Sjálfstæðis-
flokksins í^Reykjavík orðið þess
valdandi, að styrkþegarnir þar
eru orðnir einskonar atkvæð'a-
her flokksins. Þess vegna hefir
flokkurinn heldur ekki fengizt
til að hrófla neitt við þessum
málum. Þess vegna hefir ó-
stjórnin fengið að halda áfram,
útsvörin að hækka og skuldir
bæjarsjóðs að vaxa.
minni en Bandamanna og hljóti
því aðstaða Þj.óðverja að versna
eftir því, sem styrjöldin dregst á
langinn.