Tíminn - 04.06.1940, Blaðsíða 4
236
TtlHCVN, þrlðjndagiim 4. Jáni 1640
59. blað
<JR B /E N U M
Sjómannadagurinn
var haldinn hátíðlegur hér í bænum
og á nokkrum stöðum úti á landi á
sunnudaglnn var. Hér urðu útihátíða-
höldin minni en venjulega, sökum ó-
hagstæðs veðurs. Það mun einnig hafa
dregið nokkuð úr þeim, að sjómenn eru
nú óvenjulega fáir i bænum. Aðalhá-
tíðahöldin fóru fram á Austurvelli, og
fluttu ræður af svölum Alþingishússins
Sigurgeir Sigurðsson biskup, Jóhann Þ.
Jósefsson alþm., Ólafur Thors ráðherra
og Grímur Þorkelsson stýrimaður.Bisk-
up minntist sjódrukknaðra manna i
ræðu sinni, en eftir það varð einnar
mínútu þögn, meðan blómsveigur var
lagður á leiði óþekkta sjómannsins
suður i Fossvogi. Um kvöldið var
haldið samsæti að Hótel Borg.
Vormót Framsóknarmanna
á Suðurlandi' verður haldið sunnudag-
inn 16. júní að Þjórsártúni. — Nánar
auglýst í næsta blaði.
Eggert Stefánsson söngvari
heldur nú á næstunni konsert, með
aðstoð Páls ísólfssonar. Syngur Eggert
að þessu sinni eingöngu íslenzk lög.
Eggert er fyrir nokkru kominn heim
úr söngferð um Þýzkaland, Pólland og
Danzig. Söng hann í útvarp allra þess-
ara landa við hinn bezta orðstír. Vafa-
laust þarf ekki að hvetja bæjarbúa til
að sækja konsert Eggerts, sem senni-
lega hefir gert meira til að kynna
ísland og íslenzka menningu, með söng
sínum í flestum löndum Evrópu og
víðsvegar um Ameríku, heldur en nokk-
ur annar íslenzkur söngmaður. x.
Sendiherra Dana
og frú taka eins og venjulega á
móti heimsóknum á fullveldisdag Dana
5. júní kl. 4—6.
Hjónaband.
Síðastl. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Friðriki Hall-
grímssyni ungfrú Kristín Johnson og
Ragnar Ólafsson lögfræðingur.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir skopleikinn Stundum og stund-
um ekki kl. 8,30 annað kvöld í 20. sinn.
Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag og
er lækkað verð.
Hraðferffir
milli Reykjavíkur og Akureyrar hóf.
ust á sunnudaginn, og verða hér eftir
daglegar ferðir, bæði suður og norður.
Tilboð
óskast í byggiogn
spennístöðva.
Teikningar og lýsing-
ar fást á teiknistofu
Rafmagnsveitunnar.
Rafmagnsveíta
Reykjavíkur.
Dvöl
Aí hverju halda menn
að aðallega mjög vand-
látt fólk á lestrarefni
kaupi Dvöl? Af því að hún er þekkt
fyrir að flytja aðeins gott efni, sem
greint og menntað fólk hefir ánægju
af að lesa.
Vinnið ötullega fyrir
Tímaun,
Vestur-ísl. alpýðuljóð
(Framh. af 3. síðu)
ar. Segja, að ekki geti allir orð-
ið skáld, og þeir sem ekki séu út-
valdir af andanum, eigi að bera
sig að þegja. Satt er það að vísu,
að mikið af íslenzkum alþýðu-
kveðskap var og er hnoð,
klambrað saman án þess að
nokkuð leiftur hafi ljómað upp
hugann. En æfingin í því að
fara með ljóðformin gaf þó
skáldunum þá leikni, að vísan
gat legið á vöTum þeirra fyrir-
hafnarlítið, um leið og smellin
hugsun knúði á innan frá. Og
alþýðan var hæfari til þess að
nema vísur, muna þær og skilja
þær. Með þessu móti urðu lausa-
vísurnar ein af merkustu bók-
menntagreinum þjóðarinnar.
Lausavísurnar eru knettir, sem
menn hafa leikið að á leikvangi
tungunnar. Þær fjúka um, eins
og fræ í vindi. En upp af sumum
þeim fræjum kann eitthvað gott
að spretta, ef þeim er haldið til
haga. Alþýðuskáldin munu
halda áfram að leggja sinn skerf
til listrænnar auðlegðar þjóð-
arinnar, — einnig þau, sem átt
hafa heima á vestur-vegum. Hér
mun þeim þó fara fækkandi. Er
því ekki úr vegi að gefa þeim
gaum, sem enn yrkja eða ort
hafa til skamms tíma. Meðal
þeirra var Valdimar Pálsson. Og
þegar allt kom til alls, var kveð-
skapurinn í vissum skilningi til-
raun til að varðveita samband-
ið við land skáldskaparins í
austrinu. Þangað stefndi hugur-
inn einatt, og leitaði sér svölun-
ar í stuðlum málsins, er stuðlar
fjallanna voru löngu úr augsýn.
Því orti Valdimar Pálsson:
Vestur stranda vörum frá
vil ég bandi slíta.
Þráir andinn enn að sjá
ættarlandið hvíta.
Skipulagid
(Framh. af 2. slðu)
ir áður verið gerður að umtals-
efni hér í blaðinu, sem hreinasta
óhæfa. Hann hefir enginn
treyst sér til þess að verja. Ekki
einu sinni Vísir. Verður ekki
komizt hjá að gagnrýna hann
harðlega, jafnhliða sleifarlaginu
á skipulagi fólksflutninga. Sam-
steypustjórnin getur ekki vernd-
að ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir réttlátri gagnrýni, þótt
Vísir líti svo á 29. maí.
Endurbót á skipun þessara
mála er eina leiðin.
Daníel Ágústínusson.
Leikfélag Reyhjavíkur
jSttmdum ogstundum
ekkí
20. sýning annað kvöld
kl. Sl/2.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar frá 1.50 seldir
frá kl. 4 til 7 í dag.
Innilegar þakkir til allra þeirra, fjær og nær, sem auff-
sýndu okkur samúð og hluttekningu viff fráfall og jarðar-
för VIGFÚSAR V. ERLENDSSONAR bónda í Hrísnesi á
Barffaströnd. VANDAMENN.
Dýpstu þakkir fyrir auffsýnda samúff viff andlát og út-
för konu minnar
Helgn Jónsdóttur.
Jakob Kristinsson.
S a mbandsþing
U. M. F. I. 1940
hefst að Hasikadal í Hiskupstimgnni flmmtu-
daginn 20. jjikní, kl. 5 c. h. — Fwlltrúar mætl
með kjörbréf.
Farlð verður frá iSeykjavfk frá Bifreiða-
Ntöðinni Bifröst kl. 1 e. h. sama dag.
fþróttamót samhandsins hefst laugardaginn
22. júní kl. 1 e. h.
SAMBANDSSJÓRN U.M.F.I.
Skattskrá Reykjavíkur
Elli- og örorkntryggingarskrá, Námsbóka-
gjaldskrá og Skrá nm ábyrgðarmenn
If f ey r iss j óðsg j alda
liggja frammi í bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá föstu-
degi 31. maí til fimmtudags 13. júní, aff báffum dögum meff-
töldum, kl. 10—12 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er
skiárnar liggja síffast frammi, og þurfa kærur að vera komnar
til Skattstofu Reykjavíkur í Alþýffuhúsinu, effa í bréfakassa
hennar, í síffasta lagi kl. 24 þ. 13. júní n. k.
Skattstjórinn í Reykjavík.
HALLffiÓH SIGFtJSSON.
Iþróttamót U.M.F.I.
(Framh. af 1. síðu.)
ákveðið, að hið árlega íþrótta-
mót Skarphéðins við Þjórsárbrú
falli að þessu sinni niður.
— Hvernig verður mótinu
háttað?
— Þvi er enn eigi til lykta ráð-
ið, nema í aðaldráttum. Það
mun hefjast á laugardaginn með
messugerð. Síðan verða frjáls
ræðuhöld og ýmsar skemmtanir
og íþróttakappleikir, ef eigi þyk-
ir ráðlegt að allar íþróttirnar
verði þreyttar hinn sama dag.
En á sunnudaginn fer fram
meginhluti íþróttakappleikj -
anna. Þegar er ákveðið, að þar
verði keppt í íslenzkri glímu,
hlaupum, 100 metra sprett-
306
Margaret PecLler:
Laun þess liðna
307
hlaupi og 1500 metra vegleysu-
hlaupi, stökkum, langstökki og
hástökki, köstum, kúluvarpi og
kringlukasti, og sundi, 100 metra
bringusundi karla og 100 metra
sundi karla, frjáls aðferð, og 50
metra sundi kvenna, frjáls að-
ferð. Þenna dag verða einnig
ræðuhöld, söngur og lúðra-
blástur.
— Hvaða vitneskju hafið þér
fengið um væntanlega þátttöku?
— Þrjú héraðssambönd hafa
tilkynnt þátttöku sína, héraðs-
sambandið Skarphéðinn, Ung-
mennasamband Kj alarnesþings
og Ungmennasamband Borgar-
fjarðar.
— Hefir U. M. P. í. áður haldið
allsherjarmót, slíkt sem þetta?
— U. M. F. í. hefir einu sinni
áður haldið slíkt íþróttamót. Það
var árið 1911, fyrsta allsherjar
íþróttamótið, sem efnt var til á
íslandi. Það mót var háð í
Reykj avík.
ist hugur, er hún kom auga á hvað hún
hafði gert.
Hún fór smátt og smátt að taka til
þar, sem frá var horfið á Brownleaves
og henni tókst að láta minna og minna
bera á hugarkvöl sinni. Hún fór að
tala og hlæj a aftur, enda hefði hún ekki
verið lík sjálfri sér, ef spaugið hefði
horfið henni með öllu. Jane hrósaði
happi yfir að hafa hrifið hana á brott
úr hinu kveljandi umhverfi á Frayne
Abbey. Candy varð að láta sér nægja,
að Elizabet kom allaf öðru hvoru í heim-
sókn til hans, annað hvort gangandi eða
akandi.
* Hún fór öllu oftar fótgangandi. Hún
hafði tekið upp þann sið, að ganga lang-
ar göngur, og hún en vissi hversu oft
hún hafði tekið á sig krók, til þess að
ganga fram hjá Lone Edge, á leið sinni
frá Abbey til Brownleaves. Hún fann
til sælublandins sársauka, er hún sá
gráa húsið á bjargbrúninni. Það seiddi
hana til sín, ens og allir þeir staðir seiða
mann, þar sem manni hefir einu sinni
hlotnazt mikil hamingja, — jafnvel þó
sú hamingja, sem maður öðlaðist þar,
sé fokin út í veður og vind. Og í augum
Elizabetar var Lone Edge ímynd þeirrar
stundar, er þau Blair höfðu staðð alein
á sillunni, októberkvöldið góða, og hlið
paradísar upplukust fyrir þeim.
Hún gekk ávallt hjá hliði einu í
múrnum, þegar hún var á leið frá Ab-
bey, og það gerði hún einnig í dag. Hún
nam staðar við hliðð, hallaði sér upp
að grindunum og horfði á hið einmana-
lega hús á bj argbrúninni, sem hún
unni. Hugur hennar reikaði um þessar
fáu en fögru hamingjuvikur, sem hún
hafði átt.
Aðeins fáar vikur af allri æfinni! En
svo minntist hún þess, að sumir eignast
ekki einu sinni þessar fáu vikur. Hún
myndi að minnsta kosti það sem eftir
væri æfinnar, geyma í huga sér minn-
inguna um eina gullna stund, — það
himneska augnablik, þegar hún komst
að því, að Blair unni henni jafn heitt
og hún unni honum. Ekkert gat svift
hana þessu. Og nú hafði hún auk þess
vissuna um, — það var orðin vissa —, að
hann væri meri og betri en henni hafði
dottið í hug. Það var hún, sem brázt, en
ekki hann.
Hún hafði ekki þráð að segja föður
sínum hvað hún hugsaði. Blair Maitland
var þeim brennandi deiluefni, og af því
leiddi, að þau fjarlægðust hvort annað.
Það kvað jafnvel svo mikið að þessu, að
þau virtust bæði á verði, þessar fáu
stundir, sem þau voru saman. Það voru
mikil viðbrigði frá því, sem áður var,
þegar þau voru óaðskilj anlegir vinir.
Útsvarsbyrði
(Framh. af 1. siðu.)
sex miljónir króna. Hvað verða
þau há á næsta ári? Hvenær á
að nema staðar eða reyna að
draga eitthvað úr eyðslunni og
skuldasöfnuninni hjá bænum?
Og hvað oft á að margfalda út-
svarsbyrðina, sem fjöldi manna
og fyrirtækja eru að kikna und-
ir? Þetta eru spurningarnar,
sem Reykvíkingar velta fyrir sér
þessa dagana. Reynsla undan-
farandi ára sker úr um svörin.
Meðan ekki er breytt til um fjár-
málastjórn Reykjavíkurbæjar,
sígur alltaf á ógæfuhliðina. —
Eins og nú er komið, virðist að-
eins vera spurning um það hve-
nær yfir líkur.
Svarið við þessum spurning-
um getur ekki orðið nema á
eina leið: Reynsla undanfar-
inna ára sýnir, að meðan bærinn
hefir sömu stjórn og nú muni
ekki verða breytt um stjórnar-
hætti. Núverandi forráðamenn
hafa engu skeytt heilbrigðum
sparnaðartillögum, t. d. viðkom-
andi fátækrakostnaðinum, sem
-k,-..—o. qamla bIó—‘~0*
Ice-F ollies
með
JOAN CRAWFORD og
JAMES STEWART.
Ennfremur hinir heims-
frægu skautahlauparar:
„Thc Intemational Ice-
Follies".
■****.*"“**. NÝJA Efó—*
Hnefaleikarinn
,KID GALAHAD*
Mikilfengleg og spennandi
amerísk stórmynd frá
Warner Bros.
Aðalhlutv. leika:
BETTE DAVIS,
EDWARD G. ROBINSON
JANE BRYAN.
Börn fá ekki affgang.
Auglýsing
uin skoðun bifreiða og' bifhjóla i Gullbringu-
og Hjósarsýslu og' IKafnarf jarðarkaupsíað.
Samkvæmt bifreiffalögunum tilkynnist hérmeff, aff hin ár-
lega skoffun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram, sem hér
segir:
í Keflavik:
mánudaginn 10. júní og þriffjudag 11. júní kl. 10—12 ár-
degis og 1—6 síffdegis, báffa dagana. Skulu þá allar bif-
reiffar og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna-, Miðness- og
Gerffahreppum, koma til skoffunar aff húsi Stefáns Berg-
manns bifreiffaeiganda.
í Grindavík:
miðvikudaginn 12. júní kl. 1—4 síffdegis, viff verzlun Ein-
ars í Garðhúsum. Skulu þar koma til skoðunar allar bif-
reiffar og bifhjól úr Grindavikurhreppi.
I Hafnarfirði:
fimmtudaginn 13. júní og föstudaginn 14. júni kl. 10—12
árdegis og 1—6 síffdegis báða dagana. Fer skoffun fram í
Akurgerffisportinu og skulu þangaff koma til skoffunar
aliar bifreiffar og bifhjól úr Hafnarfirffi, og ennfremur
úr Vatnsleysustrandar-, Garffa- og Bessastaffahreppum.
I Reykjavík:
þriffjudaginn 18. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síffdegis.
Fer skoffun fram hjá Bifreiffaeftirlitinu (lögreglustöff-
inni), og skulu þar koma til skoffunar allar bifreiffar og
bifhjól úr Kjósarsýslu.
Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiffar, skulu koma meff
þau til skoffunar ásamt bifreiffum sínum.
Vanræki einhver aff koma bifreiff sinni effa bifhjóli til skoff-
unar, verffur hann látinn sæta ábyrgff samkvæmt bifreiffalög-
unum.
Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga þann 1. þ. m., (skatt-
árið frá 1. júlí 1939 til 1. júlí 1940), skoffunargjald og iðgjöld fyrir
vátryggingu ökumanns, verffur innheimt um leiff og skoffun fer
fram.
Sýna ber skilríki fyrrl því, aff lögboffin vátrygging fyrir
hverja bifreiff sé í lagi.
Þetta tilkynnist hérmeff öilum, sem hlut eiga að máli, til
eftirbreytni.
Sýslumaffurinn f Gullbringu- og Kjósarsýslu og
Bæjarfógetinn í Hafnarfirffi, 2. júní 1940.
BERGUR JONSSON.
Lögtak.
Samkvæmt kröfu Sjóvátryggingarfélags íslands
h.f., og að undangengnum lögtaksúrskurði, verður
lögtak látið fara fram fyrir ógreiddum brunabóta-
gjöldum, ásamt mánaðargjöldum og virðingar-
kostnaði, svo og dráttarvöxtum og kostnaði, að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs-
ingar.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 30. maí 1940.
Björn Þórðarson-
er helmingur bæjarútgjaldanna,
heldur haldið sukkinu hiklaust
áfram. Óreiffunni og sukkinu
verffur því affeins hætt, aff kjós-
endurnir skipti um stjóm á
bænum.
Smíffa trúlofunarhringa
o. fl. Jón Dalmannsson
Grettisgötu 6, Rvik.
HERBERGI fyrir ferffafólk fást
á Hverfisgötu 32.