Tíminn - 04.06.1940, Blaðsíða 3
59. blað
mh
M, þribjndaglmi 4. júní 1940
235
| Frú Helga Jónsdóttir |
Prú Helga JónsdóttiT, eigin-
kona Jakobs Kristinssonar
fræðslumálastjóra, andaðist í
Landsspítalanum sunnudaginn
26. f. m. eftir stutta en stranga
sjúkdómslegu. Helga var fædd
12. júlí 1878 í Myrkárdal í Eyja-
fjarðatsýslu, dóttir Jóns Þor-
finnssonar hálcarlaformanns og
bónda þar, er ættaður var úr
Svarfaðardal, og konu hans,
Bergljótar Jónsdóttur.
Frú Helga sótti sér ung
menntun og frama erlendis. —
Hún dvaldi samtals 14 ár í öðr-
um löndum, lengst af í New-
York og Edinborg. Lagði hún
einkum stund á barnahjúkrun,
og í New-York starfaði hún sem
einkahjúkrunarkona og heimil-
isfélagi á beztu heimilum.
Þann 30. júní 1925 giftist
Helga Jakobi Kristinssyni, sem
um þær mundir veitti forstöðu
félagi guðspekinema á íslandi,
en þau hjón bæði höfðu mjög
hneigst að andlegum áhugamál-
um þeirrar hreyfingar. En eins
og vel er kunnugt, tók Jakob að
sér skólastjórn á Eiðum og lét
um þær mundir af stjórn Guð-
spekifélagsins. Þau hjón veittu
skólanum forstöðu um allmörg
ár, af miklum myndarskap og
við fágætar vinsældir nemenda
skólans og allra Héraðsbúa.
Eftir að Jakob lét af skóla-
stjórn reisti hann sér heimili að
Reykhúsum í Eyjafirði. Séra
Jakob og kona hans hafa lagt
þrotlausa stund á ræktun þeirra
mannssálna, sem þau hafa fyrir
hitt og umgengizt.
Við brottför Helgu hvarflar
hugur og endurminning að
samlífi þeirra hjóna. Ég átti,
sem betur feT, þess kost að
þekkja það nokkuð vel. Yndis-
legra samlíf, nánara sálnafélag
og öruggara samstarf varð ekki
kosið. Einn hugur, einn vilji,
ein hönd, mætti þar hverjum
Tímarít Þjóðræknísiélags Islendínga
er vandað og fróðlegt. Árg. kostar kr. 4.50. Kynnist lífi og menn-
ingu Vestur-íslendinga með því að kaupa og lesa tímarit þeirra.
TJm leið leggið þér skerf í „brúna yfir hafið.“
Safnið kaupendum og gerist sjálfir áskrifendur. - Umboðsm.
Egill Bjarnason,
Sími 2323. Edduhúsinu, Reykjavík.
gestkomanda, og þau hjón bæði
höfðu alveg sérstakt lag á því
að láta birta fyrir sjónum
manna og gera hvern mann
sáttan við lífið og örlögin.
Séra Jakob Kristinsson
fræðslumálastjóri er mjög elsk-
aður maður og dáður af öllum
þeim, sem af honum hafa kynni,
en hamingju sína, sem mann-
vinur, mun hann eiga ekki sízt
að þakka sinni elskulegu ný-
látnu eiginkonu. Frú Helga var
að allra manna kynningu og
allra manna dómi alveg frábær
kona um gáfur, hverskonar
hæfileika og mannvináttu. Því
er nú stórt skarð fyrir skildi
við lát frú Helgu, og vinir og vel-
unnarar Jakobs Kristinssonar
eiga með honum um sárt að
binda og biðja honum blessunar
og huggunar, en treysta því
einnig vel, að hann, slíkur mað-
ur, sem hann er, láti ekki bug-
ast við áfallið, heldur standi
sterkur í vígi því, sem hann nú
einn verður að verja, einnig
fyrir hennar hönd, unz dag-
arnir þrjóta og hann verður
kallaður á fund hennar að loknu
starfi.
Jónas Þorbergsson.
Adalfundur
H.f. Eimskipafélags fslands verður halditm
laugardagitm 8. jiiní kl. 1 e. b. í Kaupþings-
salnum í húsi félagsins. — Aðgöngumiðar og
atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða
umhoðsmönnum þeirra á miðvikudag 5. og
fimmtudag 6. júní kl. 1—5 e. h. báða dagana.
Ntjórnfn.
Skrá yflr adalnídurjöfnun
úfsvara í Reykjavík fyrir
árið 1940 liggur frammi al-
menningfi fil sýnis í skrif-
sfofu borgarstjóra, Ausf-
ursfræfi 16, frá 31. maí fil
13. júní næsfkomandi, að
báðum dögum meðtöldum,
kl. 10-12 og 13-17 (á laug-
ardögum aðeins kl. 10-12).
K æ r u r yfir útsvörunum
skulu komnar til níðurjöfn
unarnefndar (p. e. í bréfa-
kassa Skattstofunnar í Al-
pýðuhúsinu við Hverfis-
götu, áður en liðinn er sá
frestur, er niðurjöfnunar-
skráin líggur frammi, eða
fyrir kl. 24 þann 13. júní.
Reykjavík, 31. mai 1940.
Borgarstj órínn.
§máiölnyerð
a eldipýtum.
Smásöluverð á VULCAN og SVEA eldspýtnm
má eigi vera hærra en hér segir:
í Reykjavík og Hafnarfirði: 10 stokka btintið
60 aura.
Annars staðar á landinu: 10 stokka bnntið 62
aura.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Heilsuiræðíngar
telja að frekar megi spara flestar aðrar
fæðutegundir en
mjólk og mjölkurafurðir
Þetta ætti hver og einn að hafa hugfast,
ekki sízt nú.
Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð
á ýmsum fæðutegundum og minnist þess, að
verðið á skyri og mjólkurostum er ennþá óbreytt.
ÞAKKARÁVARP.
Hj artanlega þökkum við Öllum þeim, er heiðruðu okkur á
silfurbrúðkaupsdaginn með heimsókn og gjöfum eða á annan
hátt. Guð launi þeim öllum.
Hrygg, 29. maí 1940.
Lára Gísladóttir. Guðjón Sigurðsson.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
arfar sóldýrkandans betur en
langt kvæði hefði gert.
Veðra skessur víkja frá.
Vonir hressa þorið.
Sólarmessu sína þá
syngur blessað vorið.
Sólarbrosi fagnar fold
frost úr mosa læðist.
Vorið losar maðk úr mold;
mörkin flosi klæðist.
Gildi gróðrarskúrinnar fyrir
bóndann og afkomu hans, er
efni næstu vísu. Rigningin vökv-
ar ekki aðeins jörðina, heldur
rætur þeirra vona, sem voru að
smá visna í huga akuryrkju-
mannsins í stríði hans við þurk-
inn.
Til að vökva vonar rætur
og verja lífið dauðans nauð,
himnahvelfing gulli grætur
og gefur öllum daglegt brauð.
í gamankvæðinu „Þakkará-
varp til veraldarinnar“ lýsir sér
að nokkuru leyti lífsskoðun
Valdimars. Hann finnur að lífið
hefir neitað honum um margt.
Veröldin veitti honum hvorki
auð né embætti. En þrátt fyrir
það hefir honum gefizt margt,
sem er mikils virði. Honum
finnst líka, að þegar öllu er á
botninn hvolft, hafi veröldin
ekki alltaf átt sök á því, sem
miður fór. Hún hafi þvert á móti
verið furðu trygg og umburðar-
lynd við hann sjálfan, er honum
varð eitthvað á. Niðurstaðan
verður svo sú, að hann skuldar
veröldinni skólakennsluna, þ. e.
það, sem hann hafi af lífinu
lært, og ánafnar henni „asna-
strikadálk" sinn eftir sinn dag.
Með því mun hann eiga við æfi-
starf sitt, hversu ófullkomið sem
það kunni að vera. Af því má
heimurinn njóta góðs, þegar
hann sjálfur er allur.
Nú hefir það samt verið svo
um Valdimar, sem aðra memi,
að skipst hafa á í huga hans
daprar og glaðar tilfinningar. í
vísunni Elliglöp er hið þreytta
gamalmenni að útausa gremju
sinni yfir hrörnun og vesaldómi.
Er sú vísa ágætlega kveðin.
Horfi ég á, hvað heimurinn
hefir mig illa á tálar dregið:
Lýist og hrömar líkaminn —
Lukkunnar pund er mælt og vegið;
andinn lagstur af kulda i kör;
kreptar samvizkutaugar allar.
Mína síðustu sálar-spjör
í syndagjöldin dauðinn kallar.
Berum svo þessa vísu saman
við ferskeytluna:
Æfibrautin öll er slétt,
ekkert stríð að heyja.
Víst er byrði lífsins létt
og lítil þraut að deyja.
Elliárin, ekki sízt elliár frum-
byggj anna, sem sjá öldur þeirra
framfara, sem þeir sóttust eftiT,
skolast yfir einkenni gamla tím-
ans, hafa ávalt söknuð hins
liðna í för með sér. Það er því
bæði spaug og alvara í því, þeg-
ar Valdimar segir:
Gamla tíðin grætur klökk
göngukempur sínar.
Nú eru komin „kör“ og „trökk“
á kúagötur mínar.
En í einstæðingsskap elli og
veikinda, og í raunum lífsins og
erfiðleikum yfirleitt verður ljós-
gjafinn að síðustu sá sami, hver
sem í hlut á. Og sá sem ber gæfu
til þess að finna, hvers virði ein-
læg velvild og. vinátta annara
manna er, finnur ávalt ljós-
geislana skína á veg sinn.
Lífsins dlmmu lelðir á
ljósum strjálar björtum,
ef þig vermir ylur frá
annarra manna hjörtum.
Fái menn að verma sig við eld
samúðarinnar, mun mörgum
finnast, að ekki verði eftir meiru
sókst, og óvíst, að meiri sæla
hefði af því hlotizt, að maður-
inn hefði fengið allt, sem hann
óskaði sér eða að hann hefði
aldrei orðið var við neitt annað
vald æðra sjálfum sér.
Sínum eigin örlögmn
enginn ráðið getur.
Ég er lika í efa um,
að það færi betur.
Og hagyrðingnum í Foam
Lake fannst óhætt að fela sjálf-
an sig því valdi, sem hann trúði
að hefði líf og dauða í hendi
sinni. Ein af síðustu vísunum
hans mun hafa verið sú, er hann
nefndi trúarjátning.
Þótt köld mig gröfin kalli
og hverfi sólarljós.
Þótt mold á fjalir falli
og fölni lífsins rós.
Sá mikli alheims andi,
sem öllu veitir líf, —
ég veit hann ver mig grandi.
Ég veit hann er mln hlíf.
.... íslendingar hafa löngum
haft ánægju af skáldskap og því
hefir verið haldið fram, að vaTla
komist íslendingur svo til vits
og ára, að hann geri ekki tilraun
til að yrkja. Mun það nærri
sanni. Til eru þeir menn, sem
telja þetta þjóðinni til háðung-
(Framh. á 4. siðu)
Hreinar
léreftstnsknr
kaupir
Prentsmiðjan Edda
Lindargötu 1 D.
HúÓir og skÍTin.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir
að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum
í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMRSKINN og SELSKINN tU útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun.
Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóð af skinnunum, bæði úr hoidrosa og hári, áður
en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum
, sem öðrum, borgar sig. —
208
Margaret Pedier:
Laun þess liðna
305
Elizabet andvarpaði. Ástin hafði svo
lítið gefið henni, — aðeins minningu —,
en svift hana svo miklu. Hún hafði á
vissan hátt, misst sinn bezta vin og fé-
laga. Hún fann með sjálfri sér, að djúp-
ið milli hennar og Candys yrði aldreil
brúað til fulls. Hún hafði einnig misst
þann mann, sem hún vissi nú, að hún
treysti takmarkalaust og hefði með á-
nægju fylgt berfætt til heimsenda.
Svo leit hún upp og sá hann þá allt
í einu, þar sem hann kom gangandi í
áttina til hliðsins, sem hún stóð við..
Hann hafði ekki séð hana, því að hliðið
var við bugðu á múrnum og auk þess að
hálfu hulið af runninum fyrir innan
múrinn. Hún gat ekki slitið augun af
honum, en horfði á hann með tak-
markalausri þrá.
Andlit hans var breytt. Það var ennþá
magrara en það hafði áður verið, og
allir drættr voru dýpri og hvassari, eins
og hann hefði liðið af svefnleysi. Bláu
augun gljáðu undir beinu brúnunum,
eins og hann hefði hitasótt. Hana sár-
kenndi til, er hún sá þessa breytingu.
Hún Tétti hendurnar ósjálfrátt á móti
honum.
„Blair —“. Það var aðeins skuggi af
hljóði, — andvana fætt andvarp.
En hann heyrði það og stóð kyrr, eins'
og hann hefði orðið að steini. Svo varð
hvort á öðru, hinar ógleymanlegu stund-
ir, sem þau áttu daglega saman, áður
en Candy kom heim. Blair hlaut að
verða að saka einhvern annan með því
að bera af sér sektina. Heiður hans
hafði risið gegn því, sá heiður, sem
hafði krafizt þess, að hann fórnaði
heldur ást sinni og hamingju, en að
koma upp um einhvern annan.
Elizabetu fannst að blæju hefði verið
svipt frá augum sér allt í einu, blæju,
sem hafði hulið fyrir henni alla yfir-
sýn. Og þegar blæjunni var svipt frá og
hún gat óhindruð litið á málið, þá var
það of seint! Blair var farinn, — farinn
í þeirri trú, að hún hefði ekkert traust
borið til hans og trúað á hann öllu illu,
eins og aðrir. En hún hafði ekki einu
sinni sömu afsökun og aðrir. Hún hafði
elskað hann, en ást hennar hafði ekki
verið nógu sterk, þegar á reyndi.
Henni datt samt ekki í hug að senda
eftir honum eða skrifa honum og segja
hvernig tíminn hefði breytt áliti henn-
ar á málinu. Maður getur ekki brugðizt
manni, þegar mest á ríður, dæmt hann
og rekið frá sér, og sent svo eftir hon-
um, þegar álit manns breytist, og sagt
við hann, að líklega hafi maður gert
skakkt með því að dæma hann. Eliza-
het sá að hún hlaut að uppskera eins og
hún hafði sáð. Það lá við að henni féll-