Tíminn - 11.06.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1940, Blaðsíða 1
24. árg Reykjavík, þriðjadagmn 11. júní 1940 61. blað Innheímta útsvara í R.vík Fjölmargír efnaðír og tekjuháír útsvars- greiðendur eíga ógoldín útsvör frá fyrrí árum. - Skrá yfír helztu vanskílamennína Fulltrúar Framsóknarflokksins hafa um alllangt skeið barizt fyrir því í bæjarstjórn Reykjavíkur, að ár- lega yrði birt skrá yfir þá menn, sem ættu vangoldin útsvör frá fyrri árum. Hefir venja verið sú, að ógreidd útsvör hafa numið mörgum himdruðum þúsunda kr. um hver áramót og mátti telja líklegt að þetta stafaði að verulegu leyti að slælegri innheimtu. Með því að birta árlega skrá yfir vanskilamennina var bæði þeim og innheimtumönnum veitt aukið aðhald. Fyrst 1 vetur féllst meirihluti bæjarstjórnar Reykjavíkur á þessa tillögu Framsóknarflokksins og hefir síðan seint í marz- mánuði legið frammi á bæjarskrifstofunni listi um útsvör frá 1939 eða eldri tímum, sem voru ógreidd í lok febrúarmánaðar. Hefir raunin orðið sú, að þessum lista hefir verið minni gaumur gefinn en skyldi, og er auðséð að þetta fyrirkomulag nær ekki tilgangi sínum, nema skuldalistinn verði prentaður. Ætti hann að fylgja útsvarsskránni og myndi hinum skilvísu skattgreiðend- um áreiðanlega þykja hann fróðlegur og þarfur viðbætir. Samkvæmt þeirri skrá, sem legið hefir frammi á bæjarskrif- stofunni, skiptu vanskilamennirnir nokkrum þúsundum og hin vangoldnu útsvör nema mörgum hundruðum þúsunda króna. Það þarf ekki lengi að blaða í skrá þessari til að komast að raun um, að margir þeirra manna, sem hafa komizt.hjá út- svarsgreiðslu á síðastl. ári, eru ýmist vel efnum búnir eða hafa háar tekjur. Má þar t. d. nefna suma tekjuhæstu lækna bæjarins og fleiri hátekjumenn. Margir forkólfar bæjarstjórnarmeirihlut- ans eins og Árni frá Múla og ritstjórar Morgunblaðsins eru líka í hópi vanskilamannanna. Einn flokkur manna virðist lika hafa kappkostað að greiða ekki útsvörin. Það eru kommúnistarnir, sem eru manna frakkastir til að heimta aukningu á útgjöldum bæj- arins. Þegar þessi staðreynd er athuguð, er það ekki undarlegt, þótt komiö hafi til orða að mynda samtök um að hætta greiðsiu út- svara, ef ekki væri tryggð betri innheimta hjá bænum. Til sönnunar því, að rétt sé frá skýrt, birtist hér á eftir yfirlit um útsvarsskuldir þeirra manna, sem skulduðu meira en 500 kr., þegar listinn var saminn. Munu flestir Reykvíkhigar kannast við mjög marga þeirra og hafa vitneskju um, hvort þeir gætu ekki staðið í skilum, ef þeir hefðu til þess fullan vilja. Hjá sumum má þó vel vera að vanskilin byggist á getuleysi. Um þá, sem minna skulda og ekki eru nefndir hér, má ekki síður segja það, að margir þeirra eru það vel efnum búnir, að þeir geta ekki á neinn veg réttlætt þessar skuldir sinar. Hefst þá skuldaskráin: 1939 Eldra 1939 Eldra Ág. J. Brynj.s., Hörpug. 18 660 160 — Snæbjörnsson, Öldu. 3 635 — Jónsson, Njálsg. 65 .... 505 Blóm & Ávextir, co. Ól. Ein. 2200 1600 — Lárusson, Ing. 3 500 Bogi A. J. Þórðars., Lgv. 57 1100 350 Alexander Jóh.s„ Grett. 26 1100 Borg, Geir, Við. 50 550 Alfr. Þ. Kristinss., Lgv. 49b 210 850 Braun, Rch., co. Braunsv. 2500 Andersen, Franz, Bar. 49 660 Briem, Ólafur, Sól. 17 .. 940 Andersen & Lauth, Vest. 3 1430 400 Bruun, Kai, Lauf. 55 .... 660 247 Andersen, Reinh., Þing. 24 770 Bruun-Madsen,E., Berg.50a 1540 Anna E. Friðrikss., Berg.65 1105 Carl Sæmundsen & Co. .. 550 500 Ari Guðmundsson, Lgv. 13 540 Christensen, Chr., Klambr. 550 Arnalds, Sig., Sólv. 3 .... 1000 2500 CÍausen, Herluf, Garð. 8 770 900 Arnar, Ottó, Mim. 8 .... 690 Compensation Trade Co. 110 500 — Snorri, Hrefnug. 4 .... 605 Dagbj. Sigurðss., Vest. 12 840 Arneson, R., Búst. v. Golfh. 550 Danmark, vátrygg.fél„ c. o. Ámi Friðriksson, Skegg. 2 770 850 Þórður Sveinsson & Co. 5835 — Jónsson, Berg. 14 .... 1210 1140 Defensor, hf 560 500 — Pálsson, Grett. 2a .... 550 620 Dósaverksmiðjan hf 500 Ársæll Árnason, Sólv. 31 .. 660 Dungal, Baldvin, Reyn. 47 2715 Ásgarður, smjörlíkisg. h.f. 11770 — Halldór, Ng. 110 660 400 Ásgeir Magnússon, Háv. 44 595 — Jón P„ Slv., Hvammur 1000 — Sigurðsson, Rán. 15 .. 900 Edwin J. Árnason, Lind. 7a 680 — Sigurðsson, Sölv. 14 .. 710 Egill Benediktsson, Von. 10 980 Atli Eiríksson, Lgv. 159a .. 660 1400 EgUsson, Sveinbj., Mar. 4 550 835 — Ólafsson, Leif. 22 .... 1950 Einar Bjarnas., Hring. 210 510 Axel Gunnarsson, Hafn. 8 550 350 — Eiríksson, Mar. 2 .... 660 2150 Bakki, h. f 550 150 — Jóhannsson, Mán. 5 .. 540 Belgjagerðin 1100 — Kristjánsson, Sólv. 23 1470 Bendtsen, Bendt D., Mjó. 3 880 Eirikur Einarsson, Ng. 87 880 1395 Bened. Jónsson, Freyju. 35 550 — Ormsson, Lauf. 34 3589 Bergsv. Guðm.s„ Rán. 2 ,. 550 Elías Dagfinnsson, Víf. 1 800 Benedikz, Eir., Freyju. 15 265 1520 Elís Ó. Guðm.son, Grett. 83 550 240 Berndsen, Sig., Grett. 71 1320 Erlendur Einarss., Auð. 15 690 475 Bernhöft, Jóh. G., Víð. 42 660 25 — H. Guöm.son, Garð. 15 585 300 Bifr.verkst. Þork. & Tr. .. 660 — Helgason, Rauð. 40a .. 1000 Bjarnason, Ragnar, Sól. 15 880 Erlingur Jónsson, Bald. 30 640 — Jón Ól., Hring. 65 .... 550 Esphólín, Ing. Suð. 8b .. 330 600 — Þorst., Freyjug. 16 .... 510 500 Eyj. J. Einarss., Sólv. 7a 420 535 Bjami Bjamas., Hring. 36 550 — Ólafsson, Vegh. la .. 790 — Guðmundsson, Suð. 16 950 Figved, Jens, Ng. 94 795 — Jónsson, Brekk. 8a .. 715 Finnur M. Einarss., Aust. 1 550 — Jónsson, Norð. 7 880 90 — Sigmundsson, Rán. 19 . 385 916 — Sighvatsson, Bár. 16 .. 385 605 Fjeldsted, Sigurj., Vegh. 1 660 BJÖrgvin Finnss., Lauf. 11 2025 Flóra, verzlun 1000 Björn M. Hansson, Mjó. 3 800 Flosi Sigurðsson, Læk. 12 1045 1939 Eldra Fossberg, Gunnlaugur .... 2000 Fredriksen, Hd. B. Frey. 15 550 Freym. Þorst.s„ Hring. 153 110 700 Friðrik Gunnarss., Hólat. 6 800 Fritz H. Kjartanss., Ásv. 81 550 3310 Fylkir hf 10220 G. Helgason & Melsted hf. 4681 Geir Pálsson, Garð. 17 .. 1500 1000 Gestur Pálsson, Laug. 15 990 Gísli Pálsson, Laug. 15 .. 660 250 — K. Skúlason, Bakk. 1 .. 520 Goodman, Alb. L„ Garð. 33 550 Grímur J. Sigurðss.,Frm.42 600 Guðbr. Magnússon, Ásv. 52 1100 Guðf. Þorbjörnss., Víð. 38 950 Guðl. Magnússon, Hvg. 28 550 Guðm. E. Einarss., Hrefn.10 550 Guðm. K. Jónss., Frm. 16a 189 615 — Kristjánsson, Laug. 82 505 — Kristjánsson, Hólav. 5 550 — Magnússon, Bræðr. 4 .. 220 700 — Marteinsson, Baugs. 26 950 — Pétursson, Hring, 180 .. 850 430 — Runólfsson, LJósv. 10 .. 515 — H. Þorvarðars., Óð. 12 1110 Guðni Pálsson, Tún. 36 .. 460 2131 Guðst. Eyjólfss., Lgv. 34 2090 Guðv. Vilmundars., Öld. 17 600 Gúmmískóg. Austurbæjar 550 Gúmmískógerðin 890 GunnarTh.Bjargm.s.,Nýl.l6 880 — Gunnarsson, Bár. 6 .. 600 400 — Sigurmundsson, Lok. 18 510 Gunnl. Einarsson, Sólv. 5 1790 Gústaf E. Pálsson, Ásv. 17 680 Gutt. Andrésson, Stýr. 3 220 850 Hallur L. Hallsson, Berg. 73 2000 2200 Hamar hf 6950 Hannes Arnórss., Gunn. 30 300 910 Hannes Jónsson, Sell. 9 .. 1210 Har. Lárusson, Leif. 19 .. 450 275 — Fr. Sveinbj.s., Bergþ. 53 660 Harðfiskssala Vesturbæjar 550 Haukur S. Bjömss., Háv.13 550 535 — Þorleifsson, Skegg. 15 685 Héðinn, vélsm 6320 Heimskringla hf 1100 Heitt & Kalt 770 300 Hjaltested, Kjartan, Ásv.73 550 Hólmfr. Kristj.d., Lauf. 10 505 Hösk. Baldvinsson Berg. 72 650 Ingibjörg Johnson, verzl. 950 — Cl. Þorlákss., Tjarn. 16 7920 Ingólfur H. Gíslas., Lv. 40 1000 — Th. Guðm.s„ Garð. 14 1210 Ingunn J. Ásgeirsd., Leif. 3 520 Ingvar Á. Bjamas., Suð. 29 990 ísafoldarprentsmiðja hf. . 5745 1838 ísfélagið v. Faxaflóa hf. 2200 2000 Ispan hf 880 1000 ívars, Jón, Rán. 34 610 Jacobsen, Sigfr., Garð. 43 1010 Jakob Gíslason, Tjarn. 39 670 Jensen, Roberth, Mjó. 3 712 Jóel S. Þorleifsson, Skv. 15 500 110 Jóh. Fr. Kristj.s., Fjól. 25 535 — A. Sigurðsson, Fram. 28 550 150 JóhannaD.Magnúsd., Lv.40 1360 — G. Sigfúsd., Undral. .. 605 275 Jóhs. Áskelsson, Ásv. 29 .. 660 — Jósefsson, Póst. 11 .... 9500 31040 Jóhansen, Har., Hring. 36 770 490 Jóhannsson, Sv„ Skv. 22c 160 520 Johnson, Theodór, Vall. 4 1300 Jón Arinbjörnss., Bár. 33 247 475 — Einarsson, Ng. 94 .... 525 — S. Eyþórsson, Veðram. 500 — Helgason, Berg. 27 .... 550 — Jónsson, Breiðh., Hreið. 540 — Jónsson, Ljósv. 14 .... 330 670 — Kjartansson, Bjark. 8 990 100 — Rögnvaldsson, Þórsg. 13 575 — Símonarson, Bræðr. 16 1300 — Kr. Sveinsson, Orh. Brú 660 70 — R. Sæmundss., Skv. 36 900 — Þorkelsson, Hring. 32 .. 505 Jónas Sveinsson, Kirk. 4 1700 1700 Jónína G. Þórðard., Lv. 17 680 Júlíus Björnsson, Sjafn. 5 4070 Jökull hf. co. Þorl. Bjöms. 770 2000 Kaaber, Ludvig E„ Flók. 1 4800 - Kjaran, Ingvar, Fram. 10 1550 1770 Klæðav. Andr. Andréss. hf. 10000 Kristinn Th. Hallgr., Eir.23 680 — St. Jóhannsson, Lauf.50 445 320 Kristj. P. Andréss., Svalb. 470 325 — M. Guðl.s„ Hring. 114 590 — F. Jónsson, Reyn. 48 .. 1750 — Jónsson, Eiriksg. 25 .. 800 — V. Jónsson, Frakk. 14c 440 330 — Karlsson, Sjafn. 12 .... 1100 6710 — Kristjánsson, co. B.S.Í. 550 1305 — Fr. Sigurjónss., Blóm.ll 745 325 Kjærnested, Magnús, Leif.3 660 Lárus Jóhanness., Tún. 16 1000 Laxness, Halld. K„ Lauf.25 770 630 (Framh. á 4. siðu) Italir komnlr í styrjöldina Bandaríkin ekki hlutlaus leugur París í alvarlegri hættu Mussolini tilkynnti seint í gær þátttöku ítala í striðinu. Sendiherrar Frakka og Breta voru nokkru eftir hádegið kvaddir á fund Ciano greifa og skýrði hann þeim frá því, að ítalska stjórnin teldi sig eiga í styrjöld við Bandamenn frá „deginum á morgun, 11. júní, að telja“. Franski sendiherrann spurði Ciano, hvert væri tilefni þess- arar afstöðu ítala. Ciano sagði að ítalir yrðu að gera þetta til að fullnægja skuldbindingum sínum við Þjóðverja. Franski sendiherrann svaraði þá aftur, að Ciano hefði lýst yfir því í op- inberri ræðu í desembermánuði, að ítalir væru ekki skuldbundnir til að hjálpa Þjóðverjum í næstu arjú ár. Nokkru síðar flutti Mussolini ræðu af svölum Feneyjarhallar. Hafði verið safnað þangað miklu fjölmenni og var Mussolini ó- spart hylltur meðan hann flutti ræðuna. Margir báru kröfu- spjöld með nöfnum Tunis, Kor- sika og Nissa. í ræðu sinni sagði Mussolini, að ítalir færu í styrjöldina til þess að leysa af sér hlekkina á hafinu og til þess að halda skuldbindingarnar við Þjóð- verja, þvi að siðalögmál fasism- ans krefðist þess. Hann sagði, að styrjöldin væri barátta hinna ungu, fátæku og frjósömu þjóða gegn hinum gömlu og ófrjósömu auðvaldsþj óðum. Mussolini sagði, að það væri undir Tyrkjum, Grikkjum, Jugo- slöfum, Egiftum og Svisslend- ingum sjálfum komið, hvort þeir lentu í styrjöld við ítali. En það væri ekki tilgangur ítala að draga þessar þjóðir inn í styrj- öldina. í Englandi og Frakklandi hefir stríðsyfirlýsingu ítala ver- ið tekið með ró, enda hafði lengi verið von á henni. Ensku og frönsku blöðin leggja áherzlu á það, að stjórnir Bretlands og Frakklands hafi gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til að jafna ágreiningsmálin við ítali frið- samlega, en þeir hafi heldur kosið stríð og muni líka fá það. Frakkar segjast hafa verið undir allt búnir við ítölsku landamærin og að þeir hafi aldrei verið hernaðarlega jafn- sterkir við Miðjaxðarhaf og nú. Ræða Roosevelts. Roosevelt Bandaríkjaforseti flutti ræðu seint í gærkvöldi, þar sem hann gerði m. a. styrj- aldaryfirlýsingu ítala að um- talsefni. Hafði verið tilkynnt, að Roosevelt ætlaði að flytja þýð- ingarmikla ræðu um alþjóðamál og var hennar því beðið með mikilli eftirvæntingu. Ræðunni var útvarpað og endurvarpað í enskumælandi löndum og henni síðan útvarpað á mörgum tungumálum. í ræðu þessari sagði Roose- velt, að hann hefði reynt sitt ítrasta til þess að fá ítali til að vera hlutlausa í styrjöldinni, en það hefði ekki tekizt. Þeir hefðu heldur kosið að reka rýtinginn í bak nágrannaþjóðar, sem var í hættu stödd. Hann fór hinum hörðustu orð- um um einræðisþjóðirnar og sagði að samúð Bandaríkjanna væri öll með þeim þjóðum, sem fórnuðu lífsblóði sínu í barátt- unni gegn ofbeldi og yfirgangi. Bandaríkin munu þvi, sagði Roosevelt, veita þessum þjóðum hinn greiðasta aðgang að öllum auðæfum sínum og reyna að veita þeim þá ítrustu hjálp, er þau geta þannig í té látið. Þau verða að kappkosta eftir fyllstu getu, að þessi hjálp geti komið sem allra fyrst og orðið sem allra mest. Jafnhliða verða Bandaríkin, sagði Roosevelt, að undirbúa sem bezt, að þau verði fær um að verja frelsi sitt og lýðræði. Ræðan var flutt við uppsögn háskólans í Virginíu og var for- setinn hvað eftir annað hylltur meðan hann flutti ræðuna. Erlend blöð telja, að eftir þessa ræðu æðsta valdamanns Bandaríkjanna séu þau ekki hlutlaus lengur og þetta kunni líka að vera fyrsta stóra skrefið til þátttöku þeirra í styrjöldinni. Þá er tekið fram, að ræða Roose- velts virðist mjög túika almenn- ingsálitið í BandarSkjunum um þessar mundir. Styrjöldln í Frakklaudi. Hin mikla sókn Þjóðverja í Norður-Frakklandi, sem nú er á sjöunda degi, hefir borið veru- legan árangur seinustu dagana. Þýzkum vélahersveitum hefir tekizt að sækja alllangt fram í námunda við París og virðist það tilgangur þeirra að sækja fram með borginni, bæði að austan og vestan og umkringja hana síðan. Jafnhliða þessu haga Þjóð- verjar sókn sinni þannig, að þeir virðast hafa í hyggju að sækja að Maginotlínunni innan frá í Frakklandi er viðurkennt, að París sé í alvarlegri hættu. Varnarlið borgarinnar hefir til- kynnt, að barizt muni verða þar hús frá húsi og borgin muni ekki falla öðruvisi í hendur Þjóðverja en gereyðilögð. Það skuli því kosta Þjóðverja ó- hemjulega blóðfórn, ef þeir taka Paris. Stjórnarskrifstofurnar eru flestar komnar frá París. Miklu lofsorði er lokið á vörn Frakka. En Þjóðverjar tefla fram margfalt meira liði en Frakkar geta haft til varnar og hirða ekkert um manntjón eða hergagnatjón. Virðast þeir leggja á það allt kapp, að sigra nú og fórna öllu í því skyni. Frakkar hafa því látið undan síga, en víðast hafa þeir hörfað hægt undan og alls staðar vald- ið Þjóðverjum miklu tjóni. Her- stjórnin segir, að hvergi hafi verið um flótta að ræða og skipu lag hersins sé allt í fyllsta lagi, Mannfall Þjóðverja er gífurlegt. Noregnr á valdi ÞJóðverJa. Það var tilkynnt í London 1 gær, að Bandamenn hefðu flutt allt herlið sitt frá Noregi, þar sem þeir hefðu meiri þörf fyrir það annars staðar, enda væri örlög Noregs meira komin undir sigrum Bandamanna á öðrum vígstöðvum en í Noregi. Einnig var tilkynnt, að Hákon Noregskonungur og Noregs stjórn væru komln til Englands. í norska útvarpinu í London var í gær lesið upp ávarp frá stjórninni og konungi, þar sem sagt var, að baráttunni yrði haldið áfram, þótt stjórnin hefði orðið að flytja úr landi. Þá var sagt, að norski herinn hefði lagt niður vopn síðastliðið sunnu- dagskvöld, þar sem frekari mót- staða væri vonlaus eftir burtför Bandamanna og hergagnaskort hersins. í ávarpinu var skorað á þjóð- ina að standa saman og láta ekki ofbeldi innrásarhersins drepa kjarkinn og sjálfstæðis- viljann. Nokkrar norskar hersveitir, sem ekki vildu gefast upp, voru fluttar með hersveitum. Banda- manna frá Noregi. Mussolini. Herskip í Norðurhöfum. Þjóðverjar hafa tilkynnt, að þeir hafi nú tvær flotadeildir í norðurhöfum og hafi önnur þeirra sökkt enska flugvéla- skipinu „Glorious“(22,500 smál.) síðastliðinn laugardag. Bretar viðurkenna, að skipi þessu hafi verið sökkt og auk þess hafi þeir nýlega misst við Norður-Noreg tvo tundurspilla og tvö flutningaskip. Hafi þýzk herskip sökkt þessum skipum. Ótti Rússa. Margt virðist benda til þess, að Rússum standi stuggur af samvinnu ítala og Þjóðverja, enda væri ólíklegt að þessar þjóðir létu Balkanríkin og Ukr- aniu i friði, ef þær ynnu vestur- veldin. Hafa Rússar stórum aukið varnir sínar í Eystrasaltslönd- unum og kvatt stjórnmálamenn þar til viðræðna við stjórnina í Moskva. Aðaliundur Eímskípafélagsíns Aðalfundur Eimskipafélagsins er nýlega lokið. Samkvæmt reikningum félagsins nam á- góðinn af rekstri þess árið 1939 alls nær 1,130 þúsund krónum, og er það miklu meiri hagnaður en næsta ár á undan. Þá var reksturshagnaður 555 þúsund krónur. Bókfærðar eignir félagsins námu um síðustu áramót 4,265 þúsund krónum. Skuldir þess og hlutafé nema 2,870 þúsund krónum. Ákveðið var að borga hluthöí- um 4 af hundraði í arð af hluta- fjáreigninni. Aðalfundinn sátu meðal ann- arra vestur-íslenzku gestirnir, sem hér eru nú, Ásmundur P. Jóhannsson, Árni Eggertsson, Gunnar Björnsson og Sófónías Þorkelsson, og Sveinn Björnsson sendiherra. Fluttu þeir Sveinn, Ásmundur og Árni ávörp á fundinum. Íslandsgflíman verður háð í Iðnó í kvöld. Á leikur- inn að hefjast klukkan 9. Keppendur verða að forfallalausu 13, en félögin, sem að þeim standa, 4. Eru það Glímu- félagið Ármann, Knattspyrnufélag Vestmannaeyja, Ungmennafélag Mý- vetninga og ungmennafélagið Sam- hygð í Gaulverjabæjarhreppi í Árnes- sýslu. Núverandi glimukóngur, Ingi- mundur Guðmundsson, er einn þátt- takenda. Þá keppa einnig Skúli Þor- leifsson, Sigurður Brynjólfsson Kjart- an Guðjónsson og Guðmundur V. Hjálmarsson, Mývetningurinn Geir- finnur Þorláksson á Skútustöðum og Vestmannaeyingarnir Sigurður Guð- jónsson og Andrés Bjarnason og Ár- nesingurinn Jón Ó. Guðlaugsson frá Hellum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.