Tíminn - 11.06.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1940, Blaðsíða 3
61. blaS TÍMIM, þrigjadaglnm 11. jóní 1940 243 A N N Á L L Afmæll. Þann 10. þ. m. átti sjötugsaf- mæli einn elzti og vinsælasti bóndi í Svarfaðardal, Kristján í Brautarhóli. Kristján er sonur Sigurjóns Alexanderssonar, fyrrum bónda í Gröf, sem var mikill greindar- og fróðleiks- maður. Kristján er kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur, ættaðri úr sömu sveit. Hafa þau hjón búið nær allan sinn búskap að eign- arjörð sirini, Brautarhóli, og liggur þar eftir þau mikið og gott starf. Hefir sambúð þeirra hjóna verið með afbrigðum góð og samvinna þeirra, við að bæta jörðina og auka, borið þann ríkulega árangur,sem allir sveit- ungar þeirra hjóna munu þekkja. Á síðastliðnu ári reistu þau hjónin og sonur þeirra, Sigurjón, vandað íbúðarhús úr steini, í stað gamla bæjarins, sem búinn var að ljúka sínu ætlunarverki. Kristján og kona hans eiga sex mannvænleg og uppkomin börn: Gísla, sem stundað hefir landbúnaðarnám í Kaupmanna- höfn af frábærum dugnaði, þrátt fyrir margra ára erfiða vanheilsu, Filippíu, (Hugrúnu skáldkonu) gifta í Reykjavík, Sigurjón, nú bónda í Brautar- hóli, Sigurð, stundar nú nám í háskólanum, Svanfríði og Lilju, heima í Brautarhóli. í búskap sínum og í samiífi við sveitunga sína hefir Krist- ján notið óskiptrar virðingar og trausts. Enda mun vera vand- leitað að manni, sem er jafn mikill ráðdeildar- og reglumað- ur, og jafn vandaður á allan hátt eins og Kristján. Þrátt fyrir þetta hefir Kristján aldrei iátið mikið á sér bera í opinber- um málum. Hann hefir talið sér skyldara, og sjálfsagt ver- ið ljúfara að helga sig því hlut- verki, sem hann kaus sér, starfi bóndans, og kosið jafnan að láta ekki mikið á sér bera, en kappkostað að vinna öll þau verk, er honum tilheyrðu, af trúmennsku og vandvirkni. Um 20 ára skeið var Kristján póst- ur í sveitinni og rækti það starf, eins og öll önnur, af mikilli skyldurækni. Þá er og vert að geta þess, að í 20 ár hefir Kristján annazt um afgreiðslu og innheimtu Tímans í Svarfaðardal. Hann hefir allan þennan tíma haft sinn ákveðna hóp af kaup- endum, sem hann hefir séð um í þessu tilliti, og alltaf staðið í skilum við blaöið, og ekki er mér grunlaust um, að stundum hafi hann borgað úr eigin vasa, .ef greiðsla bi'ást frá einhverjum kaupandanum. Ég hygg, að Kristján hafi unnið lengst allra manna við innheimtu Tímans, það er ég þekki til. Þessi orð þurfa ekki fleiri. Allir, sem þekkja Kristján, geta sjálfir dæmt um líf hans og starf á liðnum árum. Brautar- hólsheimilið og hin mannvæn- legu börn Kristjáns og Kristínar 'oera dugnaði . og manndómi þeirra hjóna bezt vitni. Á afmælisdaginn munu margar hlýjar vinarhendur verða réttar heim að Brautar- hóli og hlý hugskeyti berast frá þeim, er fjarri eru. Tíminn óskar Kristjáni til hamingju með afmælið og þakk- ar honum langt og gott sam- starf. E. Bj. Sjkrlfstofa Framsóknarflokksins í Rcykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykjavíkur, ættu alltaf aö koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokksstarfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 11>. Aðalfundur Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík laugardaginn 15. júní 1940, kl. 2 e. h. D AGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Út- vegsbankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1939. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdarstjórn- ar fyrir reikningsskil. 4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð og jafn- margra varafulltrúa. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 11. júní n.k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki af- hentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð ti lað athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðis- réttar fyrir og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 8. maí 1940. F.h. fulltrúaráðsins Steián Jéh. SteSáasson Af hverju halda menn JLJP'W'ClljÍ. að aðallega mjög vand- látt fólk á lestrarefni kaupi Dvöl? Af því aS hún er þekkt fyrir að flytja aðeins gott efni, sem greint og menntað fólk hefir ánægju af að lesa. Dvöl Vanti ykkur D v ö 1 í bókasafnið, þá \vantar ykkur góða dægradvöl. Engum leiðist meðan hann les Dvöl. Dragið ekki lengur að gerast áskrif- endur. toreS^ífg TlMANN að nú, er Islenzki sjómaðurinn, á nýjan leik, farinn að taka þátt í siglingum viðsvegar um höf. Yrðu það sjálfskaparvíti sprottin af öðru en skorti á sjó- mannshæfileikum, ef þar mætti ekki opnast nýr möguleiki ung- um íslendingum, nýr atvinnu- vegur fyrir þjóðina. í þessu efni hafa þær þjóðir yfirburðaaðstöðu, sem út við hafið búa. Eyþjóðin Englendingar eiga mestan siglingaflotann. Norð- menn, nákomnustu frændur okkar, eiga hlutfallslega stærst- an siglingaflota, miðað við fólksfjölda. Stillum við í hóf, sníðum til- kostnað við millilandasiglingar svo, að samkeppnisfært sé við nábúana, þá mun þeim fleytum fjölga, sem um höfin sigla undir íslenkum þjóðfána á komandi tímum! Að því marki verðum við að keppa. Þá skulum við gjöra okkur þess fulla grein, að svo getur farið — hvað svo sem fræðimenn kunna um það að álíta, að um aflauppgripin verði ekki útaf eins mikið í allri framtíð og ver- ið hefir. Að um það gildi lögmálið: „Eyðist það, sem af er tekið“. En því betur ber okkur að nýta allt, sem sjórinn gefur, og vinna úr því sem verðmætasta vöru áður en við seljum framleiðsl- una til annara landa. í þessu efni hafa orðið hinar ágætustu umbætur á marga lund hin síðari ár! En þó er hér margt og mikið óunnið. íslenzki sjómaðurinn þarf að vera menntaður maður, hann þarf að gæta þess, að samkeppn- in vex við hin bættu menningar- skilyrði. Fiskimaðurinn þarf að verða sér úti um almenna fræðslu, hann þarf að kunna til allra verka í atvinnugrein sinni, hann á að hafa þann metnaö að sætta sig ekki æfilangt við þjónsaðstöðu, hann á að verða hluttækur í framleiðslustarfinu, eiga sjálfui' — eins og bóndinn — undir sól og regni. Þetta heldur hærri gæðum á mann- gildinu! Stéttasamtök eru góð, en þeim er vandbeitt. Mestur manndómurinn er að því, að herja á náttúruöflin og gjöra sér þau undirgefin, herj a á nátt- úruskilyrðin með framsýni og fyrirhyggju. Og sé maður ekki einfær, þá að beitast samtökum, vinna saman! Til er orð í okkar glæsilega móðurmáli, sem nauðsynlegt er að hafa í enn meira heiðri en verið hefir um sinn, það er orðið framleiðsla! Okkar mikilsverðasta barátta er okkar frajnleiðslubarátta. Fari hún vel úr hendi, þá er öðru óhætt! í hennar skauti þrífst allt annað, einnig svo- kölluð æðri menning, skáldskap- ur, listir, og vísindi. Ég bað um að mega flytja ræðu hér í kvöld. Þessu ollu persónuleg kynni mín af sjómönnum Vestmanna- eyja. í samvinnu við þá annað ist ég um allmörg ár aðalþunga- vöruflutninga að og frá söndun- um vestan frá Þykkvabæ og austur á Holtsós. Ég flyt þeim Lárus Fjeldsted. þakkir fyrir þessa samvinnu! En orsakirnar liggja dýpra. Eg hefi um langt skeið búið í því byggðarlagi, sem flesta hefir átt útflytjendurna til Vest- mannaeyja. Hvergi á landinu hefir af annari eins samúð og ást verið fyigzt með hinu spenn- andi atvinnulífi landnemanna á þessari sögulegu eyju, þessari óviðjafnanlega fögru og glæsi- legu uppgr-ipaeyju, eins og af fólkinu í Rangárvallasýslu. Hvergi á jafnnæman hátt tekið þátt í velgengni þeirra og sorg- um. Þegar ég dvaldi hér gegnt ykkur á ströndinni, þá var lífið I Vestmannaeyjum „sú Njála“, sem þá lifði í munnmælum fólksins. Og kannske er ósk mín sprott- in af því, sern liggur enn dýpra. Ég hefi séð til ykkar á sjónum! Sjálfur er ég lítill sjómaður. Kannske ægði karlmennska ykkar og þrek mér enn meira fyrir bragðið! En ykkur á ég að þakka skiln- ing minn á gildi sjómannslífsins, hvers virði starf ykkar og hlut- skipti hefir fyrir þjóðina, ekki aðeins fjárhagslega, heldur og ekki síður menningarlega. Sakir hnattstöðunnar ríður íslandi ekki á öðru meir en þreki og karlmennsku, ekki aðeins lík- amlegri heldur öllu fremur andlegri karlmennsku. Ég veit enga líftryggingu ör- uggari íslenzkri karlmannslund en sjómannshlutskiptið! Þetta langaði mig til að segja ykkur hér í kvöld! því veitt athygli, samkvæmt hag skýrslum um alllangt árabil, að aflabrögðin stóðu í öfugu hlut- falli við fjöldann, sem þátt tóku í veiðunum. íslendingarnir voru 44% af mannfjöldanum, sem veiðarnar stunduðu, en af aflanum höfðu þeir veitt 80%. í útgerðarborginni Boston í Ameríku voru nýlega samtals 40 | íslendingar, karlar, konur og i börn. En af þessum 40 íslending- lum voru 14 togaraskipstjórar. Þess vegna, ungu menn, þið, 'sem ætlið að verða sjómenn, á ; ykkur hvilir mikill vandi, þið íþurfið að halda uppi heiðri veg- legrar stéttar, þess vegna leggið ykkur fram, mannið ykkur vel, aflið ykkur nauðsynlegrar al- mennrar undirstöðufræðslu, lærið vel til verka, sækið sér- skóla þá, sem stétt ykkar eru helgaðir, en minnist jafnframt íþrþttanna, — eitthvað þarf að koma í staðinn fyrir árina. — En um fram allt, gætið skapgerðar ykkar, hún er fjöreggið og gætið í hvívetna hófsemi, heiðurs ykk- ar sjálfra og heiðurs þjóðarinn- ar, svo að hún verði langlíf í landinu. Og svo að lokum! Stéttasamtök eru sjálfsögð og góð. Stéttir þurfa að gæta hags- muna sinna, andlega og fjár- hagslega. En minnumst þess, að öllum (Framh. á 4. síðu) Eftirtaldar vörur höfum víö venjulega til sölus Frosið kindakjöt af dilkum - sauðum - ám. Nýtt ogfrosið nautakjöt Svínakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætí hangikjöt, Smjör, Ostar, Smjörlíki, Harðfisk, Fjallagrös Samband ísL samvmmiiéiaga. Akranes - Svignaskarð -- Borgarnes Bílferðir 4 daga í viku. FRÁ AKRANESI: Mánudaga kl. 8.15. Miðvikudaga eftir komu Laxfoss. Föstudaga eftir komu Fagraness. Laugardaga eftir komu Fagraness. TIL BAKA SÖMU DAGA. Magnws Gusisilaugsson, Akrnncsi, simi 31. En sjómenn! Á ykkur hvílir enn einn vand- inn. Þið verðið aö halda gæðum! Þið eruð ung stétt, eða öllu heldur, það hafa orðið kapitula- skipti í lífi ykkar. Þið hafið sleppt árinni! Þið hafið flestir, öðrum þræði, alizt upp í skjóli annars at- vinnuvegar. Þið eruð langflestir komnir úr sveit. En nú alist þið við önnur lífsskilyrði! Um manndóm ykkar eru ekki aðeins til frásagnar umsagnir landsmanna ykkar. íslenzki farmaðurinn vekur athygli annarra þjóða fyrir glæsileik, prúðmennsku í fram- komu, snyrtilegan klæðaburð og hófsemi. Hér má ekki halla undan brekku! íslenzkur fésýslumaður, sem oft ferðast til annara landa, seg- ir, að fátt gleöji sig meir en að veita því eftirtekt, að íslenzkir farmenn sæki jafnan hina virðulegustu veitingastaði og eigi þar heima! Þá hefir fiskimaðurinn ís- lenzki ekki mælst miður, hafi hann stigið á vog með framandi þjóðum! Við veiðivötnin í Kanada var 316 Margaret Pedler: Laun þess liðna 313 „En — en —.“ Elizabet vafðist t-unga um tönn. „En hvað hafðist kvenmaður- inn að á meðan, — kvenmaðurinn, sem hafði tekið perlufestina?" „Hún hefir sjálfsagt verið að lofa hamingjuna fyrir, að henni tókst að koma perlufestinni á mig á síðustu stundu, geri ég ráð fyrir,“ svaraði hann harðneskjulega. „Áttu við, að hún hafi ekki einu sinni reynt að frelsa þig?“ spurði Elizabet í senn skelfd og undrandi.“ Hann hristi höfuðið. „Nei, það gerði hún ekki.“ „Hvers vegna hreinsaðir þú þig þá ekki sjálfur af þessu?“ spurði hún áköf. „Það hefði verið ómögulegt. Maður getur ekki komið þannig fram við konu, og það sízt konu, sem manni er ekki sama um. Auk þess hlýtur þú að skilja, að þó ég hefði verið nægilega lítilfjör- legur til þess að segja sannleikann, og hún hefði kosið að þræta, þá hefði mál- ið ekki horft sérlega vel fyrir mér. í réttinum hefði engum dottið í hug að trúa mér.“ „Nei, sennilega ekki,“ svaraði Eliza- bet hugsandi. „En, Blair! Hvað þú varst dásamlegur að taka slíka byrði á þig!“ Hún vafði handleggjunum um hálsinn á honum og kyssti hann. „Ég skal alla straumi gagnkvæmrar ástar og skiln- ings. Elizabet losaði sig að lokum til hálfs úr faðmi hans, föl og hálfreikandi eftir hita tilfinninganna. „Og viltu nú segja mér frá öllu,Bleir?“ Hann hikaði. „Ég hefi fullan rétt til að fá að vita þaö,“ — hélt hún áfram, — rétt þeirrar konu, sem elskar þig og ætlar að verða konan þín.“ Hún fann, að hann dróg að sér hend- urnar. „Nei,“ sagði hann hljómlaust. „Nei, þú getur aldrei orðið konan mín.“ „Blair —!“ Þetta var skelfingaróp. Hann hélt áfram —, eins og hann hefði ekki heyrt til hennar, — með hinni hljómlausu rödd þess manns, sem er neyddur til að tala, en hvert einasta orð kostar óumræðilegar þján- ingar. „Ég veit það, og hefi ávalt vitað það, síðan faöir yðar gerði mér það ljóst, — mjög ljóst —, að við getum aldrei gifzt.“ „En ef þú hefir ávalt verið saklaus —“ . „Sakleysi mitt skiptir engu máli. Staðreyndirnar eru þær sömu eftir sem áður, ég hefi verið sakfelldur og dæmd- ur í fangelsi fyrir þjófnað. Skilur þú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.