Tíminn - 02.07.1940, Qupperneq 3

Tíminn - 02.07.1940, Qupperneq 3
6T. blað t: Em VN, firiSjiidagiim 2. júli 1940 267 B Æ K U R Blöff og tímarit Vestur-íslendinga. íslendingar í Vesturheimi hafa um 20 ára skeið gefið út vandað tímarit með margháttuðum fróðleik um líf sitt og menn- ingu. Hefir útgáfa þessi, jafn- hliða útgáfu blaðanna Lögbergs og Heimskringlu,verið einn meg- inþátturinn í því merka starfi Vestur-íslendinga, að varðveita mál og þjóðareinkenni sín, menningu sína og þjóðernis- kennd fyrir sterkum straumum erlendra áhrifa. Á þessum vett- vangi hafa landar okkar vestra starfað án nokkurs verulegs stuðnings frá móðurlandinu. Nokkrir ágætir menn héðan að heiman, hafa að vísu ritað í rit- ið nokkrar góðar greinar, en svo má heita upp talið. Vestur- heimsblöðin hafa ekki haft neina útbreiðslu hér og sama er að segja um rit þeirra, Tímarit Þjóðræknisfélags íslendinga. Af því hafa aðeins nokkur eintök selzt hér árlega. Stendur þó rit þetta fyllilega á sporði þeim öðr- um ritum, sem gefin eru út á ís- lenzkri tungu, bæði að útliti og efni. Nú á síðustu árum virðist alda samúðar og skilnings í garð Vestur-íslendinga vera stöðugt að rísa hærra og hærra. Nánari samvinna og kynni hafa skapazt milli þjóðarbrotanna báðum megin hafsins, fyrir heimsóknir góðra manna af beggja hálfu, og auknar samgöngur vestur um haf. Við íslendingar hér heima á „gamla landinu“ getum ekki svo sem skyldi, stutt landa okkar í Vesturálfu í þjóðræknisstarfi þeirra, vegna hins breiða hafs, sem skilur þá og okkur. En þó má á ýmsan hátt sýna viljann í verkinu. Mikilvægur stuðningur myndi þeim vera í því, ef hér væru keyptir nokkrir tugir ein- taka af blöðum þeirra, Heims- kringlu og Lögbergi, og nokkur hundruð eintök af Tímariti Þjóðræknisfélagsins. Rit þetta hefir nú að undanförnu verið nokkuð kynnt og auglýst í blöð- um og útvarpi. Kostar árgangur þess kr. 4,50. Þótt mikið sé um bóka- og tímaritaútgáfu hér á landi, þá hefi ég þá trú að hér finnist nokkur hundruð manna, sem vilja í verki, þó í litlu sé, styðja íslenzka menningu í Vest- urheimi og kynnast lífi og starfi Vestur-íslendinga og kaupa tímarit þeirra. Vestur-íslendingurinn Sófón- ías Þorkelsson kom nýlega hing- að heim með 21. árg. ritsins. Hinir 20. árgangarnir fást hjá umboðsmanni ritsins í Reykja- vík. Er þó aðeins litið til af sum- Geysir heitir. Hún hefir verið 11 ár að heiman. Ekki langt þaðan býr annar æfintýraprins frá Skólavörðu- stígnum. Það er Skúli Matthías- son frá Holti. Hann er húsamál- ari að iðn og hefir dvalið vestan hafs yfir 20 ár. Hann var lengi framan af í Kanada. Hann er kvæntur norskri konu, sem kann 3 orð í íslenzku, en þau eru: Hvar varstu, Skúli? Skúla þykir góður bjór.en þó í hófi. Svo er um fleiri. Hann er eini Vestur-íslendingurinn, sem ég hitti, og engin heimferðarplön hafði í höfðinu. í nágrenni við Skúla býr Guð- mundur Ólafsson, verzlunar- maður, en hann er fulltrúi flestra íslenzkra skipsmanna og margra farþega um mörg við- skipti þeirra við stórborgina og virðist hann seinþreyttur til leiðsögu í hverju efni. Guð- mundur er ungur að árum, ætt- aður frá Bolungarvík, en hefir dvalið vestan hafs í 12 ár. Fór hann fyrst sem háseti til bróður síns, er var skipstjóri á lysti- snekkju, en fór sem háseti á tog- ara, lærði síðan rafyrkjaiðn, en hefir nú helgað krafta sína við- skiptalífinu og sérstaklega ís- lands og Ameríku. Hann var að- stoðarmaður Halldórs Kjartans- sonar, er 1 haust stofnaði ís- lenzka verzlunarfélagið „Elding, Trading Company“. En á út- mánuðum stofnaði Guðmundur heildverzlun í félagi við tvo Ameríkumenn, félagið „United States & Foreign Trading Com- pany“. um árgöngunum, jafnvel undir tuttugu eintökum. Ritið frá upphafi er hið merkilegasta og bezta eign og vildi ég sérstaklega benda lestr- arfélögum á þetta. Fást 20 eldri árgangar þess fyrir aðeins 50 krónur. Ritið er að mestu skrifað af Vestur-íslendingum. Er efni þess greinar, sögur, kvæði og ársskýrsla Þjóðræknisfélags ís- lendinga. Þeir, sem kynnu að vilja ger- ast áskrifendur að tímaritinu eða blöðunum, ættu sem fyrst að skrifa umboðsmanni ritsins. Ut- anáskriftin er: Egill Bjarnason, Edduhúsinu Reykjavik, pósthólf 1044. Þeir, sem vildu gera meira en verða sjálfir kaupendur, ættu að safna kaupendum í nágrenni sínu. Vænti ég þess, að margir verði til þess að ljá þessu máli stuðning og sýni á þann hátt í verki vinarhug sinn og bróður- þel í garð Vestur-íslendinga. Hjartnæm og fögur orð í ræðu og riti eru góð, en unnin verk eru þó ennþá betTi. Egill Bjamason. Frestur til að kæra yfirskattanefndar út af úrskurðum skatt- stjóra og niðurjöfuunar- nefndar á skatt- og út- svarskærum, rennur út þ. 10. júlí n. k. K æ r u r skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24 þann dag. Yíírskattaneínd Reykjavíkur Kyn bota- naut Fimm ung naut af úrvals- kyni óskast keypt. Tilboð með upplýsingum um ætt, aldur og söluverð óskast send oss fyrir 20. júlí. Búnaðarfélag Islands. ítl Gerlst áskrifendur a6 1 IITii| þessu vlnsæla og sér- staka tímaritl. 8. árg, er a3 byrja að koma út og kostar að- eins 6 krónur. Engin hækkun þótt allt hækki i verði. Aritun: Dvöl, Rvík. Skrifstofa Framsóknarflokksins I Reykjavik er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja vikur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof unni er mjög mlkils virðl að hafa samband vlð sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Muniff aff koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. Hann segir, að Amerika hafi komið sér í skilning um það, að menn verði að vinna með hausn- um, og ekki sjái hann eftir sín- um haus. Guðmundur er kvænt ur hjúkrunatkonu utan af landsbyggðinni — og hann elsk- ar hana. Hún getur sagt: „Harð- fiskur“ og „Skammastu þín, Mundi!“ Uppi í 97. götu á Manhattan býr í mergð þúsundanna ein hógvær og af hjarta lítillát sál í fimmtugum líkama á hún- verskum piparsveini. Hann heit- ir Axel Eyberg. Hann er silfur grár fyrir hærum, en andlitið er slétt og fölt, nema hvað bregður fyrir daufum heimasæturoða i vöngunum. Fas þessa Húnvetn ings ber allt vott um menntaða siðfágun, yfirbragðið er kenni- mannlegt. En enda þótt Axel sé gagnmenntaður maður, víðleS' inn og fróður um heima og geima eru bókvísindin þó fjarri þvi að vera hans atvinnugrein Hann er starfsmaður við sam- band neðanjærðar járnbrautar- kerfanna í New York og gegnir þar, í orðsins fyllsta skilningi mikilli ábyrgðarstöðu, og þeirri mestu, sem slík iðja leggur á nokkurn mann, en það er, að stjórna ljósakerfinu, er gefur merki, hvenær og hvar hverri lest er óhætt að aka án þess að verða í vegi annarri lest. Þetta kann í fljótu bragði að virðast auðhlaupaverk en hér má engu muna, og hér er mikið i húfi ef út af ber. Þetta er vel launuð staða, en það er sett að skilyrði, að menn; íþróttamót Borgiirðinga verðwr haldið við Hvítá suitnud. 7. júlí n. k. DAGSKRÁ: KEPPNI í ÍÞRÓTTUM (hlaup, stökk, köst, sund karla og kvenna, reiptog). RÆÐA: Jóhann Frímann, skólastjóri. SÖNGUR: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. DANS (harmonikuhljómsveit). Mótið verður sett klukkan 1 eftir hádegi. Veitingar (ekki tóbaksvörur) verða seldar á staðnum. Ölvaðir menn fá ekki aðgang. ^másðlnTerð á neflábaki má ekki vera hærra en hér segír Anchor Stockholm Snus í R.vík og Hafnarfirði kr. 1,50 dósin Annars staðar á landinu 1,55 — Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð í smásölu. Tóbakseinkasaia ríkisins. sem til starfans eru ráðnir, neyti aldrei tóbaks né áfengis, hvorki í vinnunni né utan henn- ar, — og Axel hefir aldrei á æf- inn neytt eiturlyfja. Hann drekkur heldur ekki kaffi. En þó er hann skjálfhentur, tauga- óstyrkur og heyrnarsljór. Það er sumstaðar svo skelfilegur há- vaði langt niður í jörðinni! Axel fór vestur fyrir röskum 20 árum og ætlaði að vera þar í 3 ár, „til þess að læra málið og kynnast Ameríku.“ En árin hafa orðið þetta mörg og vafalaust á hann langt í land að þekkja Ameríku alla. Það er algengt, að hitta íslendinga, sem ætluðu sér að vera í 3 ár að heiman, til þess að búa sig undir lífsbarátt- una hér heima, en döguðu svo uppi í lífsbaráttunni vestan hafs. Axel er einn af þeim. Á skipsfjöl sá ég einu sinni bregða fyrir rjóðum og sælleg- um miðaldra manni, mjög höfð- inglega klæddum og fyrirmann- legum. Er ég spurðist fyrir um manninn var mér sagt, að hann væri ættaður af Vestfjörðum og héti Sörensen, en við nánari eftirgrennslan sögðu mér kunn- ugir, að hann væri stýrimaður á lystisnekkju Morgans, hins fræga miljónamærings, og auk þess að vera starfsmaður hans væri hann góður kunningi hans, enda hefðu þeir verið í förum saman í mörg ár. Sörensen gætti jafnan skipsins heima fyrir. Þarna á ísland eina leið að miljónum Morgans. Úti á Long Island býr Islenzk- ur fimleikakennari, Haraldur Sveinbjörnsson. Hann er ættað- ur úr Vopnafirði, bróðir Valdi- mars og Rögnvaldar Svein- björnssona, leikfimiskennara, hér í Reykjavik. Hann hefir dvalið um 10 ár í New York og getið sér þar góðan orðstír við fimleikakennslu í opinberum skólum. Hann er forvígismaður að félagssamtökum íslendinga í New York og hefir haft for- göngu fyrir fyrstu íslendinga- mótum þar á liðnum vetri. Fyrsta hófið var haldið, þegar „Goðafoss" kom, fyrst íslenzkra skipa, vestur í haust. * * * Þetta eru nokkur nöfn úr landahópnum, sem mestu trygg- lyndi halda við íslenzku skipin, en þeir eru margir fleiri. Og svo er hér, eins og víða annars stað- ar, eitthvað af gleymdum og glötuðum löndum, sem hafrót miljónanna hefir fært í kaf og koma aldrei til baka. Einu sinni í vetur kom roskinn maður um borð í eitt Islenzka skipið og spurði skipsmenn, hvort þeir gætu ekki hjálpað sér um ís- lenzkan fána, hvað þeir gerðu. Maðurinn átti all-erfitt með að mæla á íslenzku, en bauðst til Palladómar (Framh. af 2. síðu) fallegu bragði á herðar niður. Það var Vestmannaeyingur, sem vann sér þá frægð frammi fyrir mörg hundruð áhorfendum. Lófaklappinu ætlaði aldrei að linna og allir álitu þetta útkljáð viðskipti þeirra í millum — nema dómnefndin. — í skyndi dustar hún rykið af glímukóng- inum og segir hann ósigraðan, og mennirnir verði að reyna aftur. Gerðist þá ókyrrð meðal áhorfendanna, óp og köll og miður vel valin orð, um að þetta væri ranglæti hjá dómurunum. Menn með rólegri skapgerð hristu bara höfuð sín yfir svona dómsfyrirkomulagi á drengilegri íþrótt. Pilturinn, sem fyrir rang- lætinu varð, hefir vitanlega aldrei sótt glímur hingað síðan. Framh. að tala við þá á þýzkú, dönsku, norsku eða ensku, eftir því, sem hver vildi. Vafalaust hefir hann sagt til nafns síns, en mönnum, sem hittu hann, ber ekki saman um, hvort hann hafi heitið Magnús eða Jón, en þá vitneskju er þeir fengu um æfi þessa manns, beT i öðrum atriðum saman hjá heimildarmönnum mínum. Hún er óljós og stutt, og á þessa leið: (Framh. á 4. síðu) Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Nfðursuðuverksmiðja. - Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt 1 vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Fgg frá Eggjasölusamlagi Reykjavikur. Pakkinn kostar kr. 1.90 ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 340 Margaret Pedler: Laun þess liðna 337 ast að því fyrir víst, hvað hafi fengið mann til að gera þetta eða hitt, kemst maður alla jafna að raun um, að ekki var nein ein, skyndileg hugsun, þess völd, eins og maður hefir ef til vill haldið í fyrstu. Þarna eru oftast að verki margar minni ástæður og atvik, sem safnast fyrir og hafa hægt um sig, en dreifast svo og skjóta öngum, er hinni stóru hugsun skýtur upp, unz maður er knúður ósjálfrátt og ómót- stæðilega til ákveðinna framkvæmda. Þannig hafði það verið með Blair. Það var af mörgum ástæðum, að hann lofaði að kvænast Poppy Ridyway. Elizabet var ákveðin í að þegja um sekt Fjólu, og þó ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun væru ekki eins fjölþættar, þá voru aðalástæðurnar að minnsta kosti tvær. í fyrstu hafði það verið aðal hugs- un hennar að þyrma lífshamingju föður síns. Jafnhliða gerði hún sér grein fyr- ir annari ástæðu, einskonar djúptækri réttlætiskennd. Sú ástæðan varð ef til vill þyngri á metunum, þegar henni ætl- aði að vaxa í augum fórnin, sem hún hlaut að færa með þögninni. Það var Irene, móðir hennar, sem olli því að Candy varð óhamingjusamur eftir fyrra hjónaband sitt. Nú var það á valdi dóttur hennar, hvort hann biði skip- brot i annað sinn, og Elizabetu fannst að sér, einhverra hluta vegna. Fjóla gat ekki gert sér Ijóst hver breytingin var, en hún var áreiðanlega einhver. Einu sinni hafði Elizabet horft á hana íhug- andi, og i þvi augnaráði var áreiðan- lega eitthvað sérstakt. Fjólu var órótt, og henni fannst að í þessu augnaráði feldist vissa, — fullkomin vissa um þann þátt, sem hún hafði átt í lifi Mait- lands. „Þú lofar því að segja aldrei, að það hafi verið ég, sem tók perlurnar, Blair,“ sagði hún biðjandi, og rödd hennar var skræk og titrandi af ákefð. „Ég hefi lofað þér því svo oft áður,“ svaraði hann kuldalega. „Er nokkur þörf á því að biðja mig þess einu sinni enn?“ „Ég veit það ekki. Þig langar til þess að giftast Elizabet, og það eina, sem er því til fyrirstöðu, er að þú hefir verið í fangelsi, og þess vegna er eðlilegt, aff þú vildir hreinsa þig.“ „Já, það vildi ég sannarlega." „En þú getur það ekki, Blair, þú ffetur þða ekki!“ Fjóla talaði hratt og ákaft. „Þú hefir svarið að þú skulir ekki gera það! Þú hefir lofað mér því, og ég leysi þig ekki frá því loforði-----.“ „Ég mun aldrei biðja þig að leysa mig undan þvi.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.