Tíminn - 02.07.1940, Qupperneq 4
268
TtmflN, frrigjndaginn 2. Jnlí 1940
67. blað
§má§ólnverð
á ensku neftóbaki má eigi vera hærra en hér segir:
Kcndal Brown Snuff í 1 Ibs. dósum
í Reykjavík og Hafnarfirði . kr. 14.40 dósin
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar . — 14.85 —
Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta
ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð i smásölu.
TOBAKSEINKASALA RlKlSDÍS.
tlR BÆNUM
Aðalfundi í. S. í.
er nýlega lokið. Ný lög fyrir ‘í-
þróttasambandlð lágu fyrir fundlnum,
en samþykkt var eftir allmiklar um-
ræður að vísa þeim til stjórnarinnar
til frekari athugunar. Benedikt G.
Waage var kjörinn forseti I 15. sinn,
en hann hefir verið 26 ár í stjórn
sambandsins. Endurkosnir voru elnnig
í stjómina Sigurjón Pétursson og
Frímann Helgason.
Athugasemd.
Til að koma í veg fyrir misskilning
skal tekið fram, að Tíminn birti eigi
fregnina um björgunarafrek skipverja
á togaranum Skallagrími vegna laga-
fyrirmæla, sem nýlega hafa í gildi
gengið, þar sem bannað er að veita
nokkrar þær upplýsingar, er gefa til
kynna, hvar skip eru eða haía verið
stödd á vissum tíma. Hefir verið
eftir því gengið af yfirvöldunum, að
þessum fyrirmælum sé hlýtt.
Maður fellur átbyrð-
is og drukknar
Það slys varð á togaranum
Þorfinni, að Halldór Guðmunds-
son kyndari, til heimilis að
Kárastíg 11, tók út og drukknaði.
Halldór var maður kvæntur og
átti fjögur börn.
Hin nýju hafnar-
mannvirki Síglu-
fjarðar vígð
Hin nýju hafnarmannvirki
Siglufjarðarkaupstaðar voru
vígð nú um helgina. Pór athöfn-
in fram með þeim hætti, að
Esja renndi upp að þeim, ræður
voru fluttar og karlakórinn
Vísir söng undir stjórn Þor-
móðs Eyjólfssonar.
Hafnarmannvirki þessi hafa
verið i smiðum í tvö ár. Hafa
þau kostað sem næst 750 þús-
undir króna.
Japanir ókyrrast
(Framh. af 1. siöu)
af því hagnaðar, og sökum upp-
lausnar, sem núverandi ástand
og sýnileg skerðing á valdi Ev-
rópuþjóðanna þar austur frá
leiðir af sér.
Bretar hafa gert þær gagn-
ráðstafanir þar eystra, að
treysta hervarnir sínar á Mal-
ayaskaganum og annars staðar
þar sem mest þykir við þurfa.
Jafnhliða hafa þeir flutt á
brott konur og börn úr Hong-
Kong-nýlendunni.
Bandaríkjamenn hafa látið
miklar flotaæfingar þar eystra
fara fram, til að leiða í ljós með
hversu miklum flýti hægt er að
senda Kyrrahafsflotann til
fjarlægra staða.
Aðrar fréttir.
Balbo, hershöfðingi ítala í Af-
ríku, er dáinn. Tvennum sögn-
um fer af fráfalli hans. ítalskar
og þýzkar fréttastofnanir láta í
veðri vaka, að hann hafi beðið
Síldarvísnr.
Þessa dagana er mikið hugsað
og talað um síld. í alllöngu
kvæði, sem Friðgeir H. Berg á
Akureyri hefir ort, eru tvær vís-
ur, sem hér birtast. Þær sýna
manni inn í heim skipverjanna,
er sigla fengsælu skipi til hafnar
úr giftusamri veiðiför. Skáldið
hugsar sér skipin sem persónur:
Glatt var á Grimseyjarsundi.
Glitrandi torfan óð.
Um lágnættið kjölfarið lýsti
af logandi maurildaglóð.
Svo héldum við kát til hafnar
af hafinu sneisafull.
Við sigldum inn fjörðinn fagra
með farminn vom — hreistrað gull.
í gær komu fyrstu skipin til
Siglufjarðar með síldarafla, sem
þau höfðu einmitt veitt á Gríms-
eyjarsundi.
Starlsemi templara
(Framh. af 1. siðu)
16. þing unglingareglunnar
var einnig sett á sunnudaginn.
Sitja þingið 19 gæzlumenn og
fulltrúar frá ýmsum barnastúk-
um hér og þar um landið.
Innan unglingareglunnar voru
í vetur 5064 meðlimar, þar af
497, er einnig voru í undirstúk-
um. — Starfandi unglingastúkur
eru 48.
Sildarverksm. nýja
(Framh. af 1. síöu)
byggð, búin góðum löndunar-
tækjum.
Vinnsluafköst hinnar nýju
síldarverksmiðju eiga að vera 5
þúsund mál síldar á sólarhring.
Hversu mikilli fjárupphæð
byggingarkostnaðurinn hefir
numið, verður eigi sagt ná-
kvæmlega að svo stöddu.
Byggingarmeistari og yfir-
verkstjóri við verksmiðjusmíðið
var Magnús Vigfússon úr
Reykjavík.
bana i loftorrustu við enskar
flugvélar síðastliðið föstudags-
kvöld, en annars staðar hefir sá
kvittur gosið upp, að Balbo haíi
verið myrtur.
Rússar hafa ákveðið að verja
gífurlegum fjárupphæðum til
vígbúnaðar, bæði á sjó og landi.
Á að taka stórkostleg lán i
þessu skyni.
Ermarsundseyjamar Jersey og
Guernsey eru fallnar í hendur
Þjóðverjum.
Skriðuföll
og vatnavextir
(Framh. af 1. siöu.)
nóttina, og ollu skriðuföll og
vatnsflóð gífurlegum skemmd-
um í kauptúninu. Eyðilögðust
fiskþurrkreitir kauptúnsins að
mestu af völdum aurs og grjóts,
er á þá barst, sumir fiskstakk-
arnir sópuðust burtu, en aðrir
eru hálfkafðir í eðju. Garðar
og tún eru víða eyðilögð, vegir
mjög skemmdir og sums staðar
er ófært fyrir aurhlaupum.
Brúin af Eskifjarðará sópaðist
brott, en skarð kom í stíflugarð-
inn við rafstöð þorpsins. Vatn
flóði inn í nokkur hús, einkum
hús bankaútibúsins og vélaverk-
stæði þar skammt frá. Liggur
aur og grjót að þeirri hlið
bankahússins, er snýr mót hlíð-
inni. Húsaþyrping innan til í
þorpinu, er umkringd aurdyngj-
um og grjóthröngli og djúpir
vatnsfarvegir hvarvetna. Enn-
fremur urðu skemmdir á engj-
um og túni á bænum Eskifirði.
Tjónið á fiskbirgðum einvörð-
ungu nemur sennilega tugum
þúsunda króna og tjónið, sem
orðið hefir á ýmsum eignum og
verðmætum, er gífurlegt, eins og
lýst hefir verið, og úr sumum
verður alls ekki bætt, þótt fjár-
munir væru fyrir hendi.
Sigurður Jónsson bóndi á
Stafafelli sagði Tímanum eftir-
farandi tíðindi úr Lóni:
— Hér skall óveður á á laugar-
dagsnóttina. Vorum við þá ell-
efu saman frá Stafafelli og bæj-
um . þar í grennd við rúningu
sauðfjár í rétt við Eskifell. Var
stormur mikill og rigning meiri
en dæmi eru til. Urðum við að
sleppa fénu úr réttinni og yfir-
gefa tjald, er við höfðum með
okkur, og leita athvarfs í
gangnamannakofa, uppi í fell-
inu. Á laugardagsmorgun, þeg-
ar við komum aftur á vettvang,
var skriða fallin úr fjallinu yf-
ir réttina og tjaldið. Komumst
við við svo búið til bæjar að
Þórisdal, og var þó harðsótt, því
að vatnavextir voru miklir, en
yfir svokallaða Skyndidalsá að
fara.
Úr Öræfum hafa þær fregnir
borizt, að nýrúið sauðfé hafi
króknað úr kulda í veðri þessu.
í Meðallandi króknaði fé og úr
kulda og víðar í Vestur-Skafta-
fellssýslu hefir orðið tjón af
rigningunni, einkum i görðum.
Á Fljótsdalshéraði urðu tals-
verðir vatnavextir og i Norð-
firði urðu einhverjar skemmdir
af völdum regns og vatnavaxta.
338 Margaret Pedler:
„Hvers vegna ertu þá kominn aftur?
Hvað ertu að gera hérna?“
„Ég kom hingað til þess að flytja
farangur minn héðan og ganga frá hús-
inu. Ég ætla burtu fyrir fullt og allt, ef
það er það, sem þú vilt fá að vita.“
„Ó, hó!“ Þetta var léttisandvarp.
Poppy gat sér þess til, að samtalið
væri senn á enda. Hún reis á fætur og
hraðaði sér niður og út. Þegar hún var
komin út lagði hún af stað heim, bein-
ustu leið. Hún þaut gegn um búð ömmu
sinnar eins og hvirfilbylur.
„Hvar hefir þú verið að slæpast í allt
kvöld?“ kallaði amma hennar önug. Þú
lætur mig eina um búðina! Þú verður
að gjöra svo vel og hjálpa til, fyrst þú
ert hætt að vinna þér nokkuð inn hjá
herra Maitland. Ég hefi engin efni á þvi
að halda uppi fínni fröken, sem ekk-
ert gagn gerir. Heyrirðu til mín?“
Poppy nam staðar, með hendina á
handfangi hurðarinnar að hinni tötra-
legu íbúð, inn af búðinni.
„Já, ég heyrði til þín,“ sagði hún
einbeitt. „En þú þarft ekki að undir-
halda mig lengi héðan af. Ég ætla að
fara að gifta mig.“ Að svo mæltu skauzt
Poppy inn fyrir. Gamla konan stóð ein
eftir og muldraði eitthvað óskiljanlegt
í barm sinn.
Poppy hljóp áfram upp í litla þak-
Laun þess liðna 339
herbergið sitt, henti sér upp í rúm og
fór að hugsa. Hún gat lagt saman tvo
og tvo, rétt eins og hver annar, og nú
var henni fyllilega ljóst hvers vegna
trúlofun Maitlands hafði orðið að engu.
Eitthvað hreint og heiðarlegt í sál
hennar krafðist þess, að hún færi beint
til ungfrú Frayne og segði henni allan
sannleikann. Gegn þessu reis hin mikla
ást hennar á BlaiT, og hélt aftur af
henni.
„Ég get ekki gefið hann eftir,“ tautaði
hún við sjálfa sig, og starði á hvít-
þvegna skarsúðina. „Ég get ekki gefið
hann eftir.“
Hún þurfti aðeins að halda vitneskju
sinni leyndri, ogþá gat hún átt Blair út
af fyrir sig. Hann hafði lofað að giftast
henni, og hún þekkti hann það vel, að
hún var viss um að hann héldi orð sín,
úr því að hann hafði einu sinni lofað
því, hvað sem það kynni að kosta hann
sjálfan. Hún ætlaði að þegja.
„En ég skal gera hann hamingju-
saman." Hún reyndi að réttlæta þögn-
ina fyrir sjálfri sér. „Ég skal gera hann
svo hamingjusaman, að hann gleymi
ungfrú Frayne.“
XXVI. KAFLI.
Hindranimar tvöfaldast.
Líti maður aftur og ætli sér að kom-
Leffef élag lleyUjavíhur
jSttmdum ogstundum
ekkí'
100. sýning á leikárinu
Sýning annað kvöld kl. 8Vá-
Allra síðasta siim.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4
til 7 í dag.
Góður
trillubátur
til sölu. Upplýsingar í síma
4373.
Til auglýseuda!
Tírainn ei ^efrnn út í
fleiri eintökum en nokk-
urt annað blaö á íslandi.
Gildi nlmennm auglýs-
inga er i hiutfaUi við
þann fjölda manna er les
þær. Timinn er öruggasta
boðlelðin til flestra neyt-
endatma í landlnu, —
Þelr, sem vilja kynna vör-
ur sínar sem flestmn
auglýsa þær þessvegna í
Tímanum
Dvöl
Af hverju halda menn
að aðaUega mjög vand-
látt fólk á lestrarefni
kaupi Dvöl? Af því að hún er þekkt
fyrir að flytja aðeins gott efni, sem
greint og menntað fólk hefir ánægju
af að lesa.
Vinnið ötullega fyrir
Tímunn.
Sambandsping
ungmennaléla gamna
(Framh. á-4. siöu) ■
gjafi í Borgarnesi, var kjörinn
heiðursfélagi U. M. F. í.
Stjórnarkosningin.
Að loknum aðalstörfum þings-
ins var kosin stjórn U. M. F. í.
Voru kjörnir sr. Eiríkur J. Ei-
ríksson á Núpi, sambandsstjóri,
Halldór Sigurðsson í Borgarnesi,
gjaldkeri, og Daníel Ágústínus-
son ritari. Rannveig Þorsteihs-
dóttir, sem verið hefir gjaldkeri
sambandsins baðst undan end-
urkosningu. í varastjórn voru
kosnir Gestur Andrésson á Hálsi
i Kjós, Guðmundur Jónsson á
Hvanneyri og Leifur Auðunsson
í Dalseli.
Sambandsþinginu var slitið
um hádegisbilið á sunnudaginn
af Birni Guðmundssyni, skóla-
stjóra að Núpi, er var fundar-
stjóri.
»Ég bið að heilsa - -«
(Framh. af 3. síðu)
Fyrir mörgum mörgum árum
var umkomulaus drengur í sum-
arvist á Norðfirði. Hann átti illt
atlæti og gat ekki flúið á náðir
neins. í vonleysi sínu greip hann
til þess örþrifaráðs, að fela sig
í norsku flutningaskipi, er þang-
að kom. Hann hélt kyrru fyrir í
fylgsni sínu unz sulturinn dró
hann fram í dagsljósið. Þá tók
skipstjórinn hann, barði hann
og atyrti fyrir uppátækið, en
eftir þann hreinsunareld var
honum fleygt inn í kokkhúsið,
látinn þvo diska og skræla
kartöflur og hafður til snúninga
til næstu hafnar. En svo vel féll
skipsmönnum við strokudreng-
inn, að þeir höfðu hann lengi í
förum með sér, og áratug eftir
áratug fór hann um öll verald-
arinnar höf með norskum,
dönskum' og þýzkum skipum, en
aldrei hefir hann síðan til ís-
lands komið. Loks staðnæmdist
hann í New York og er þar nú
vélamaður á fljótaferju. En
hvort sem maðurinn heitir
Magnús eða Jón þá kannast
enginn New York-íslendingur
við hann, enda ber það heim við
það, sem eftir honum er haft, að
hann hafi aðeins einu sinni á
volki sínu um veröldina komið
að máli við íslenzkan sjómann
síðan hann strauk frá Norðfirði.
En íslenzkan fána vildi hann
eiga og láta leggja i kistuna
sína, þegar þar að kæmi. Hann
mundi líka biðja að heilsa.
S. B.
GAMLA BÍÓ—”—°—
LEYNILÖGREGLV-
MAÐURIM.
(Fast Company).
Dularfull og framúrskar-
andi spennandi leynilög-
reglumynd, tekin af Metro
Goldwyn Mayer.
Aðalhlutv. leika:
MELVYN DOUGLAS
og
FLORENCE RICE.
Aukamynd:
Brezk hernaSar-
ffi'éttamynd.
Börn fá ekki aðgang. j
”~~°~KÝJA BÍÓ°~D-
SPILLT ÆSKA
(Dead End).
Amerísk stórmynd frá
United Artists, sem talin
var ein af eftirtektaTverð-
ustu stórmyndum, er gerð-
ar voru í Ameríku síðast-
liðið ár.
Aðalhlutv. leika:
JOEL MCCREA,
SYLVIA SIDNEY,
HUMPHREY BOGART
Og CLAIRE TREVOR.
Aukamynd:
Orsistan við Narvik
Börn fá ekki aðgang.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
tllkynnir:
Sökum vaxandi dýrtíðar hefir Sjúkrasamlag Reykjavíkur
neyðst til að ákveða
hœkkun á iðgjöldum til samlags-
ins um krónur 0.5 0 á mánuði
frá og með 1. júlí n. k.
Verður hið almenna iðgjald því kr. 4.50 á mánuði, en kr.
9.00 fyrir þá er greiða tvöfalt iðgjald.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.
V axtalækknn
Forvextir af víxlum lækka úr 6Vz% í 6% frá 1. júlí
að telja.
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS
Húðir Og skinn.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla tii á heimilum þeirra, ættu þeir
að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum
í vcrð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
N AU TGRIP AHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun.
Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður
en saltað er.. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum
sem öðrum, borgar sig. —
tt*i<i>i>ilWi>i>i>i>i>i>i>i*i>i>i>i