Tíminn - 05.07.1940, Qupperneq 2

Tíminn - 05.07.1940, Qupperneq 2
TtMINN, föstnclagtim 5. jnlí 1940 68. bla» 270 Osigurinn í Frakklandi Föstudaginn 5. júlí Frjáls verzluo, innflutníngshöft og landsverzlun Á aðalfundi S. í. S., sem hald- inn var á Laugarvatni í fyrra mánuði, var samþykkt ályktun um afstöðu kaupfélaganna til innflutningshaftanna. í ályktun þessari var tekið skýrt fram, að kaupfélögin krefðust þess, að framkvæmd innflutningshaftanna yrði hátt- að þannig, að kaupfélögin „fái innflutning á algengum verzl- unarvörum í hlutfalli við fólks- fjölda, sem félagsmenn hafa á framfæri sínu, til þess að tryggja eftir því, sem unnt er, að lands- menn geti haft viðskipti sín við kaupfélög eða kaupmenn eftir eigin ósk.“ Þá segir í ályktuninni: „f tilefni af margendurtekn- um árásum og ásökunum and- stæðinga samvinnufélaganna um að félögin vilji viðhalda inn- flutningshömlum til eigin hagn- aðar í skjóli þeirra, þá iýsir fundurinn yfir því, að hann tel- ur innflutningshöftin hafa hindrað eðlilegan vöxt kaupfé- laganna, og þó hann telji að þau hafi verið og séu, eins og enn er ástatt, óhjákvæmileg þjóðar- nauðsyn, er hann því eindregið fylgjandi, að þeim verði aflétt jafn skjótt og viðskipta- og fjárhagsástæður landsins leyfa“. Það dregur enginn í efa, sem lítur með sanngirni á þessi mál, að innflutningshöftin hafa vald- ið kaupfélögunum verulegra erfiðleika og tekjumissis. Við út- hlutunina er t. d. ekki tekið til- lit til utanfélagsmanna, sem vilja skipta við félögin. Tak- mörkunin bitnar einkum á þeim vörum, sem helzt þola nokkra álagningu, og hefir þess vegna rýrt tekjur félaganna. Þannig mætti lengi telja. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, sem innflutningshöftin valda kaupfélögunum, leit aðalfund- ur S. í. S. þannig á, að ekki væri hægt að krefjast afnáms þeirra eins og sakir stæðu, þaT sem þau væru nú þjóðamauðsyn. Hafa kaupfélögin hér sem jafnan áður sýnt þegnskap sinn og gefið öðrum gott fordæmi um það, að meta meira þjóðarhags- muni en eigin hagsmuni á erf- iðum tímum. Biöð Sjálfstæðisflokksins hafa byrjað næsta furðulegar umræð- ur í sambandi við þá ályktun að- alfundar S. í. S., að óska afnáms haftanna strax og viðskiptaá- stæður landsins leyfa. Það er ljóst, segja þau, að kaupmenn og kaupfélög eru á einu máli um það, að höftin séu óheppileg fyrir verzlunarfyrir- tæki. Nú hafi ástandið í við- skiptamálum breyzt á þann hátt, að haftanna virðist ekki lengur þörf. Höfuðröksemd blaðanna er sú, að kaupgeta þjóðarinnar hafi minnkað og vörur fáist yfirleitt ekki, nema gegn staðgreiðslu. Því sé ekki veruleg hætta á skuldasöfnun, þótt höftin séu afnumin. (Sjá Mbl. 2. þ. m.). Prá sjónarmiði flestra annara en ritstjóra íhaldsblaðanna mun takmörkun kaupgetunnar ein- mitt talin aukin hvatning til meiri íhlutunar með innflutn- ingnum. Eftir þvi, sem þjóðin getur keypt minna af erlendum vörum, þarf hún að gæta þess ennþá betur en áður, að kaupa hinar réttu vörur og láta hinar óþarfari vörur sitja á hakanum. Ef verzlunin væri nú gefin frjáls og kaupsýslumennirnir fengju umráð yfir gjaldeyrinum, er afleiðingin augljós: Þeir myndu kappkosta að flytja inn þær vörur, sem gæfu mestan verzlunararð, en það eru ónauð- synlegri vörurnar. Nauðsynja- vörurnar yrðu látnar sitja á hakanum. Það myndi verða til nóg af hinum ónauðsynlegu vör- um, en skortur á nauðsynja- vörum. Og úr þeim skorti yrði erfitt að bæta, þar sem gjaldeyr- irinn væri farinn til að kaupa ónauðsynlegri vörumar. Til viðbótar þessum almennu Meðal lýðræðisvina um allan heim mun ósigur franska lýð- veldisins vekja óskipta sorg. Yfir Frakklandi, sem verið hefir eitt traustasta vígi frelsisins og bezti griðastaður útlægra frels- isvina, grúfir nú sami sorti of- beldis og kúgunar og hvílt hefir yfir nokkrum löndum Evrópu undanfarin ár. Erlendur her ræður lögum og lofum í land- inu og í skjóli innrásar hans hefir einræðissinnuð klíka her- foringja og íhaldssamra stjórn- málamanna tekið völdin. Þing- ið — æðsta valdastofnunin í lýðfrjálsu landi — hefir ekki verið kvatt til ráða, þegar örlög þjóðarinnar hafa verið ákveðin um langan aldur. Ritfrelsið og málfrelsið hefir verið numið úr gildi. Félög hafa verið leyst upp og bönnuð. Foringjar verka- lýðssamtaka og frjálslyndra stjórnmálaflokka hafa flúið land eða verið hnepptir í fang- elsi. Refsing hefir verið lögð við því, að hlusta á erlendar út- varpsstöðvar. Lýðræðissinnar mega ekki láta sér nægja að harma þessi örlög. Þeir þurfa einnig að læra af þeim. Þeir þurfa einkum að gera séT grein fyrir þeim orsök- um þeirra, sem kunna að eiga rökum kemur svo það, að núver- andi viðskiptaþjóðir okkar munu setja þá skilmála, sem gera okkur óhjákvæmilegt að hafa nákvæmt eftirlit og íhlut- un með innflutningnum. Við yrðum því sökum styrjaldará- standsins að hafa innflutnings- höft, jafnvel þótt við hefðum meira en næga kaupgetu. Það er því sannarlega gáleys- islegt að heimta frjálsa verzlun á yfirstandandi tímum. Það lýs- ir ótrúlega litlum skilningi á því ástandi, sem er ríkjandi, og aigerðri vöntun á fyrirhyggju. Ástandið krefst sannarlega miklu fremur að innflutnings- höftin verði hert. Eins og nú háttar, er ekki nægilegt vald á innflutningi ýmsra vara.sem eru fluttar inn af mörgum aðilum.Er sannarlega nær að ræða um það af alvöru og hreinskilni, hvort ekki sé heppilegast að hafa inn- flutning ýmsra vara í höndum Tíkisins, eins og nú standa sakir, heldur en að vera með tilgangs- lausar kröfur um frjálsan inn- flutning. Myndi slík landsverzl- un vafalaust tryggja betur yfir- lit, samræmi og festu í þessum málum. Kaupmennirnir hafa sjálfir sýnt, að þeir álíta nú ekki skil- yrði fyrir frjálsa verzlun, því að annars myndu þeir hafa reynt að kaupa inn hver í sinu lagi, en ekki stofnað Innflytjendasam- XII. Eitt af skilyrðum þeim, sem ég hafði frá upphafi sett 1 frumvarpið um háskólabygg- ingu, var að þar yrði ætlað hús- rými fyrir kennaramenntun. Sumir andstæðingar mínir á þingi höfðu verið þessu mót- fallnir af ástæðum, sem síðar komu fram, en ákvæðið var samþykkt, og stendur í lögunum sem nokkuT sönnun þess, að ekki sé með öllu búið að gleyma þj óðskólahugmynd Jóns Sig- urðssonar. Þegar byggingar- nefnd var að ákveða innri gerð hússins, vissi hún, að ekki varð komizt fram hjá þessu skil- yrði. Hins vegar datt henni ekki í hug, að ráðfæra sig við þá menn, sem höfðu komið þessu ákvæði inn í byggingarlögin til að vita, hversu þeir hefðu ætl- azt til að framkvæmdin yrði um þetta atriði. Nlðurstaðan varð sú, að byggingarnefnd lét sitja á hakanum, að fullgera nokkurn hluta af efstu hæð, þaT sem lægra er undir loft en í venju- legum kennslustofum, og var látið í veðri vaka, að þar væri kennaraefnunum ætlað starfs- rúm. Var þetta eini hluti húss- ins ofan kjallara, sem var ófull- gerður 17. júni, þegar talið var, að byggingin væri fullsmíðuð. Nokkur átök urðu um rétt kenn- aradeildar í háskólabyggingunni rætur í stjórnskipulaginu sjálfu. Það er alveg sérstök þörf, þar sem lýðræðið ræður enn ríkjum. Þar eiga menn að láta ófarirnar sér að kenningu verða. í Frakklandi, eins og víðar í lýðfrjálsum löndum, hafa auð- kýfingarnir haldið uppi hinum harðasta áróðri gegn opinber- um sköttum. Með hinum marg- víslegustu áróðurstækjum, sem þeir hafa rekið með afli sinna miklu fjármuna, hafa þeir pré- dikað þjóðinni, að skattarnir væru böl hennar. Þeir dræpu framtakið og sparnaðarvilj ann, lömuðu atvinnuvegina, settu allt í glötun. Mikill hluti kjósend- anna hefir trúað þessu. Niður- staðan hefir orðið sú, að skatt- þegnarnir — og þó einkum auð- kýfingarnir — hafa lagt fram ótrúlega lítinn skerf til hinna sameiginlegu þarfa. Á sama tíma margfölduðu skattþegarnir í Þýzkalandi framlög sín til hinnar opinberu starfsemi. En skattarnir þaT drápu ekki fram- takið eins og frönsku auðkýfing- arnir höfðu kennt. Þvert á móti. Ekki aðeins vígbúnaðurinn held- ur hið almenna athafnalíf í Þýzkalandi tók hinum ótrú- legustu framförum. Á sama tíma og þjóðveTjar lögðu ógrynni fjár bandið. Það er því ekki úr vegi að spyrja: Fyrst það er hag- kvæmt fyrir kaupmennina að hafa sameiginleg innkaup á þessum tímum, gæti það þá ekki reynst hagkvæmt fyrir þjóðina að hafa sameiginleg innkaup? Um afnám haftanna, þegar viðskiptaástæður þjóðarinnaT leyfa, mun gefast tækifæri til að ræða síðar. Það atriði er ó- þarft að gera að umtalsefni nú. Vafalaust myndi afnám haft- anna verða til hagnaðar, bæði fyrir kaupfélög og kaupmenn. En þjóðarhagsmunir eiga alltaf að skipa öndvegið. Og oft hafa verið færð rök að því, að hinar miklu gjaldeyristekjur þjóðar- innaT fyr á árum hefðu reynzt henni heilladrýgri, ef ekki hefði verulegum hluta þeirra verið varið til kaupa á bráðaóþörfum varningi. Það atriði verður þjóðin að hafa í huga, ef viðskiptaástand- ið batnar svo, að til mála kemur að afnema innflutningshöftin. Fátæk þjóð, sem þarf að gera miklar umbætur, verður alltaf að vera sparsöm. Frekari um- ræður um það bíða til síns tíma, en eins og nú er ástatt, ættu allir að geta verið sammála um, að þjóðin verður að vera spar- söm og forðast að verja gjald- eyri sínum til kaupa á öðrum vörum en brýnustu nauðsynjum. á Alþingi 1940, þegar bygging- arnefnd bað um framlengingu á happdrættisleyfinu. Stóð séra Sveinbjörn Högnason þar á verði fyrir Framsóknarflokk- inn og verður síðar sagt frá þeim viðskiptum. XIII. Þegar lokið var við kjallara háskólabyggingarinnar 1936, var kallað, að fram færi horn- steinslagning með nokkrum há- tíðlegheitum. Höfðu valdamenn háskólans látið semja sögu byggingarmálsins og létu vand- að handrit innan í sterkan blý- hólk, sem síðan var greyptur í þétta steinlímsblöndu í múr- vegginn. Fyrir forgöngumönn- unum mun hafa vakað, að þessi sögusögn i málmgeyminum yrði einskonar kenniteikn um þá einhuga leit eftir sannleika, sem starfsmenn stofnunarinnar ætla að temja sér á ókomnum öldum. Að hvað miklu leyti for- Táðamennirnir hafa sérstaklega hugsað sér að ganga á vegum Jóns Sigurðssonar um þjóðlegan stórhug og vísindalega ná- kvæmni við þetta tækifæri, er óvíst. Þó má telja sennilegt, að þar sem stofnunin ber heiti Jóns Sigurðssonar, þá sé minning hans hugstæð þeim, sem þar starfa. í möTgum opinberum heim- í hergögn og hernaðarfram- kvæmdir, jókst útflutningur og utanríkisverzlun þeirra hröðum skrefum. Hinir frönsku auðkýfingar létu líka flytja þjóð sinni ann- an boðskap. Öll afskipti ríkis- valdsins af bankamálum, verzl- unarmálum og atvinnumálum væru yfirleitt til bölvunar. Bezt væri að hafa allt sem frjálsast. Samkeppnin lifi, sögðu þeir. En Þjóðverjar fylgdu ekki þessari kenningu. Þeir settu bankana, verzlunina og atvinnuvegina undir sterkt eftirlit og opinbera íhlutun. Ef atvinnurekandinn hagaði rekstii sínum gálaus- lega eða á annan veg en sam- rýndist hag heildarinnar, var gripið í taumana. Þessi skipu- lagning reyndist ekki jafn óheil- brigð og hinir frönsku auðkýf- ingar höfðu viljað vera láta. Meðan atvinnulífið fór hrörn- andi í Frakklandi, blómgaðist það sýnilega i Þýzkalandi. í Frakklandi var einnig rekin önnur prédikunarstarfsemi við hliðina á auðkýfingunum. Þar voru kommúnistar að verki. Þeir reyndu að innræta verka- mönnum, að hátt kaupgjald og stuttur vinnudagur væri þeim fyrir öllu. Kenning þeirra náði að festa traustar rætur. Vinnu- tíminn var mikið styttur. Af- leiðingin var minni framleiðsla í mörgum greinum, ekki sízt í flugvélaiðnaðinum. Á sama tíma var vinnutíminn lengdur í Þýzkalandi og afköst framleiðsl- unnar ukust þar að sama skapi. Fyrir lýðræðissinna er það þýðingarlaust að berja höfðinu þannig við steininn, að halda því fram, að einræðisskipulagið sé að öllu leyti lakara en lýðræð- isskipulagið í sinni núverandi mynd. Einn helzti forvígismaður lýðræðisstefnunnar, Benes for- seti, reit bók um þessi mál fyr- ir nokkrum árum og játaði það hiklaust, að lýðræðið myndi ekki þola samkeppnina við ein- ræðið, ef ríkisvaldið væri ekki styrkt og réttur heildarinnar aukinn. Styrkur lýðræðisins á einmitt að felast í því, að hver einstaklingur hugsi ekki minna um annara hag en sjálfs síns og efling heildarinnar er bezta leiðin til að ná því marki. Al- veg gagnstætt þessu reyndu frönsku auðkýfingarnir annars- vegar og kommúnistarnir hins- vegar að lama fórnarhug þjóðar- innar, gera einstaklingana frá- hverfa því að leggja fram rífleg framlög til sameiginlegra þarfa og að vinna vel og dyggilega í þágu sjálfs sins og föðurlands- ins. Auðkýfingarnir reyndu að ala upp síngirni og umhyggju- leysi fyrir hag heildarinnar. Kommúnistar vildu skapa iðju- leysi og eymd til að undirbúa j arðveginn fyrir kommúnism- ann. Hvorutveggju vildu hafa ildum, er hin sanna saga sögð. Og sú saga staðfestir ómótmæl- anlega, að Hallormsstaðaskóli, Reykholtsskóli, Laugarvatns- skóli, háskóii íslands og marg- ar aðrar stofnanir myndu nú ekki eiga einn stein í húsgrunn, nema fyrir starf og forustu Framsóknarmanna. NíeiS' Dungal læknakennari var um þessar mundir rektor háskólans, en átti ekki sæti í byggingarnefnd. Sá vandi hvíldi nú á honum, að semja eða láta semja þá greinargerð um bygg- ingarmálið, sem ráðgert var að múra undir hornstein hússins. Eftir að umtal hófst um, að þessi ritsmíð hefði verið með litlum vísindablæ, reyndi Dungal að koma hinni vafasömu höfundar- frægð af þessu verki yfir á rit- ara sinn Pétur Sigurðsson. Fyr- ir aðra menn skiptir það raun- verulega litlu, hvort húsbóndinn gerir verkið sjálfur eða segir þjóni sínum fyrir, hversu það skuli unnið. Söguheimildin kom frá Níels Dungal rektor, og var ekki véfengd eða leiðrétt af byggingarnefnd. Það má þess vegna fullyrða, að heimildin er fullkomlega á ábyrgð forráða- manna háskólans. Eins og Níels Dungal og skoð- anabræður hans litu á bygging- armál háskólans, þá voru pró- fessorar þeirrar stofnunar afl- gjafinn í framkvæmdinni. Næst þeim komu svo ýmsir iðnaðar- menn, sem fyrir fullt kaup höfðu unnið að smíðinu. Úr sögu málsins var fellt það mjög veru- lega atriði, að Framsóknarflokk- JÓNAS JÓXSSON: Þjdðskóli - launamannaskólí „Ólrægfjandi ádeilur" Eltir séra Sveinbjörn Högnason ísafold gerir mér þann greiða, að koma til skila bréfi, sem ég hafði skrifað einum vina minna í Rangárvallasýslu á síðastliðnu þingi, — en sem hún hafði áður tekið traustataki, — eða talið að ætti meira erindi til sín en hans. Má segja, að ekki sé þeim rit- stjórunum alls varnað. Að vísu átti fyrst að nota þetta bréf mitt til þess að dylgja og gefa í skyn ýmsa hluti, — en birta það ekki. Er slíkt þekkt aðferð hjá þessum „ráðvöndu“ ritstjórum, sem vilja allt annað fremur en „ófrægj- andi ádeilur“, — eins og skýr- ingar þeirra, sem fylgja bréfinu, er þeir koma því til skila, sýna bezt! Ekki treystast þeir til að ve- fengja eitt einasta atriði, sem í bréfinu stendur, og reyna ekki til þess, enda er ekkert í því annað en tölur úr fjárlagafrum- varpi Jakobs Möllers, eins og hann lagði það fram. — En eftir því að dæma eru það þá „ófrægjandi ádeilux“, að segja frá verkum þessara manna eins og þau eru. Ef ég á ekki að dómi ísafoldarritstjóranna, að verða sekur i samstarfi stjórn- málaflokkanna, sem nú er, þá á ég að vera skyldugur til að þegj a, eða hilma yfir verk Sjálfstæðis- mannanna. — Myndi slikt hafa verið talið ófrægjandi ádeílur, ef ég hefði hreyft slíku fyrstur. — Nú liggur sönnunin fyrir um hvað ég hefi skrifað þessum kunningja mínum í vetur, óg ég skora á ritstjóra ísafoldar, að segj a til hvað ósatt er í því bréfi, eða annað en blákaldar stað- reyndir um fjárlagafrumvarpið, ríkisvaldið aðgerðalítið og veikt. Auðkýfingar til þess að ríkið hefði ekki eftirlit með lélegri stjórn banka, óhæfilegu verð- lagi og braski í atvinnumálum. Kommúnistarnir til þess, að það væri máttlaust gegn yfirgangi þeirra. Ríkisvald, sem var þann- ig aðgerðalaust og áhrifalaust í möTgum höfuðmálum þjóðar- innar, hlaut að bugast í sam- keppninni við hið þrautskipu- lagða og yfirgripsmikla stjórn- arkerfi Þýzkalands. Fyrir þau lýðræðisriki, sem enn halda velli, dugir ekki ann- að en að læra af reynslunni. Þau verða að kappkosta að halda höfuðkostum lýðræðisins, mál- og ritfrelsinu og hinum almenna kosningarétti. En þau verða að varpa fyrir borð löstum þess, skipulagsleysi hinnar óheftu samkeppni og viljaleysi einstakl- inganna til að leggja á sig byrð- ar vegna hinna sameiginlegu þarfa. Þ. Þ. eins og það var borið fram af þeirra hendi. En ég ætla hins vegar að benda þessum „hneyksluðu rit- stjóra-vesalingum“ á það, — að þeir virðast ekki geta skrifað grein um andstæðing sinn, án þess bæði að fara með rakalaus ósannindi, dylgjuT og tilbúnar á- stæður til ófrægingar, — og það í grein, sem þeir eru að hneyksl- ast á ádeilum hjá öðrum í einkabréfi, sem þeir geta þó hvergi tekið á,að óvandað sé með farið! Slíkur málaflutningur er svo andstyggilegur, og í honum felst slíkur andlegur sóðaskapur, að það er sannast sagt saurg- andi að eltast við hann. Því að enginn, sem þekkir þessa menn, lætur sér til hugar koma, að það verði nokkuð þakkað eða tekið til greina. Ættum við ekki máske að taka þetta einkabréf mitt og bera það saman við nokkrar greinar í Morgunblaðinu og ísafold um mig og flokksbræður mína ýmsa síðan samstarfið hófst, og láta almenning svo dæma um hvor- um ferst betur að hneykslast á „ófrægjandi ádeilum“ í sam- starfi flokkanna, mér eða rit- stjórum ísafoldar. — Ég veit.að almenningur fylgist það vel með í málaflutningi blaðanna, að engin þörf er á að telja þar mikið upp, — en ég held líka að það nægi eins og ísafold setur það upp saman, bréf mitt og umsögn ísafoldar um það. — Tvenn ósannindi í þeim um- mælum ætla ég aðeins að benda á, ekki af því, að þau komi mér á óvart, — hvernig ættu þessir menn að skrifa, án þess að beita slíku, — heldur af því, að allt af eru til menn, sem ekki fylgjast það vel með málum, að þeir trúa ósannindunum, ef þeir heyra ekki annað. Hið fyrra er það, að á gildandi fjárlögum hafi verið skorið nið- ur 750 þús. til sjávarútvegsmála og 327 þús. á næsta árs fjárlög- um. — Vill blaðið sýna þessa sundurliðun eins rækilega og ég sundurliða niðurskurðinn til landbúnaðarins í bréfi mínu? — Ég segi að þetta sé ósatt, og skora á andstæðingana að leggj a fram gögn máli sínu til sönnun- ar. Ég fullyrði hins vegar, að á báðum undanfarandi þingum, sem fjárlög þessi voru samin af, hafi stórfelldar ívilnanir verið veittar sjávarútveginum á mörgum sviðum, og það svo miljónum króna skipti. — Og ég skal færa að því full rök. Qeng- islækkunin var framkvæmd fyrir sjávarútveginn, sem hefir skilað honum miljónum í aukn- (Framh. á 4. síöu) urinn tók upp byggingarmál há- skóla íslands árið 1928, sem á- kveðinn lið í margþættu skipu- lagi endurbættra uppeldismála. Þeir gerbreyttu strax aðstöðu og framtíðarskipulagi háskólans með útvegun á miklu og hent- ,ugu landi. Háskólabyggingin myndi enn vera meðal hinna ó- gerðu framkvæmda, j afnhliða héraðsskólunum, húsmæðra- skólum sveitanna og mennta- skóla á Akureyri, ef ekki hefði notið við framsýni og orku Framsóknarmanna. En einmitt þessu atriði vildu Níels Dungal og hans jafningjar láta gleyma. Þess vegna varð sú saga, sem þeir létu múra í blýhólk í grunn háskólans, raunveruleg ósann- indi. Að vísu hefir innihald blý- hylkisins aldrei neina beina þýðingu. En það er óbeinlínis mikið sönnunargagn um það, hve mikla innri endurbót þarf að gera í háskólanum, áður en takmarki Jóns Sigurðssonar er fullnægt. Það myndi áreiðan- lega hafa sært tilfinningu hans sem vísindamanns og metnað hans sem manns, ef honum hefði verið sagt fyrirfram, að þegar íslendingar reistu hús yfir þjóðskólann, nálega 60 ár- um eftir andlát hans, þá hefði fyrsta skjalið, sem fullgert var í sambandi við bygginguna, verið gegnsýrt af lágri minnimáttar- kend, og þverbrotin sannleiks- leit vísindanna. Ástæðan til þessarar til- gangslausu sögulegu umhverf- ingar hefir að líkindum verið ótti launamennskunnaT við þjóðskólahugmyndina og við- leitni Framsóknarmanna til að styðja það mál. Níels Dungal og félagar hans hafa rennt grun í, að Framsóknarflokkurinn léti sér ekki nægja, að byggt yrði myndarlegt hús yfir háskólann, heldur myndi vera stefnt að djúptækri innri breytingu, sem þröngsýnum mönnum, gegn- sýrðum af stéttarhagsmunum, var enganveginn geðfeld. Það má þess vegna líta á söguritun forráðamanna háskólans í sam- bandi við hornsteinslagninguna sem lágsiglda hagsmunabar- áttu, en enga tilraun til að nálg- ast fræðileg sannindi eða vís- indamennsku. Eftir að lokið var hinni nafn- toguðu athöfn við að múra blýhólkinn inn í grunn hinnar miklu byggingar, bauð formað- ur byggingarnefndar, Alexander Jóhannesson, velunnurum há- skólans, þar á meðal alþingis- mönnum og bæj arfulltrúum höfuðstaðarins, til hressingar í helzta gildaskála borgarinnar. Sagði Alexander þar skýrt og skilmerkilega frá því, hversu Guðjón Samúelsson húsameist- ari hefði komið til sín með tillöguna um happdrættið og vakið þá öldu, sem leiddi til byggingarframkvæmdanna. Ég notaðí tækifærið í þessu sam- kvæmi til að venja aðstandend- ur háskólans við þá hugsun, að stofnunin þyrfti að fá fasta stjórn, einskonar skólastjóra, sem hefði vakandi auga á upp- eldisáhrifum stofnunarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.