Tíminn - 23.08.1940, Qupperneq 3
82. blafS
TlMEVA. iöstudaginn 23. ágast 1940
327
ANN ÁLL
Afmæli.
Sigurður Bjarklind fyrrver-
andi kaupfélagsstjóri varð sex-
tugur 19. þ. m. Sigurður er einn
af hinum áhugamestu og ötul-
ustu frömuðum samvinnu-
stefnunnar hér á landi og hefir
allt frá æsku helgað henni
krafta og hug. Rúmlega tvítug-
ur varð hann kaupfélagsstjóri
fyrir Kaupfélagi Svalbarðseyr-
ar og tók þá þegar vixkan þátt
í öllum framfaramálum sam-
vinnustefnunnar á íslandi. Eft-
ir tveggja ára starf við Kaupfé-
lag Svalbarðseyrar fluttist hann
til Húsavíkur og gerðist sölu-
stjóri hjá Kaupfélagi Þingey-
inga, síðan fulltrúi og loks for-
maður og framkvæmdastjóri
þess, alls í þrjátíu ár. Komu
þar öll hin erfiðustu árin eftir
stríðið í hans hluta og mátti
segja, að hann leysti hvers
manns vandræði og tæki þátt í
öllu er til bóta horfði í héraðinu.
Voru ræktunar- og bygginga-
mál bænda hans innilegustu á-
hugamál, og hjn fögru og víð-
lendu tún umhverfis Húsavík-
urþorp munu lengi lofa hans
nafn. Opinber störf hlóðust
mjög á herðar Sigurði Bjark-
lind, svo sem í sýslunefnd,
sveitar- og safnaðarmálum,
skólamálum, söng og íþrótta-
málum, ásamt ýmsu fleiru, er
varðaði almenningsheill. í
stjórn Sambands ísl. samvinnu-
félaga mun hann hafa átt sæti
í 17 ár, eða allt þangað til hann
tók við starfi i Búnaðarbank-
anum. En af því starfi lét hann
síðastliðinn vetur vegna heilsu-
bilunar. Hefir hann nú fengið
heilsubót og vona vinir hans og
samherjar að mega njóta áhuga
hans og krafta enn um stund.
Sigurður Bjarklind er kvænt-
ur Unni, dóttur Benedikts frá
Auðnum (Huldu skáldkonu).
Eiga þau þrjú uppkomin börn:
Jón Bjarklind verzlunarfræð-
ing, starfsmann hjá verðlags-
nefnd, Benedikt Bjarklind stud.
jur. og Sigríði Bjarklind, öll hin
mannvænlegustu. Hefir heim-
ili þeirra Bjarklindshjóna löng-
um verið viðbrugðið fyrir reglu-
semi, gestrisni og glaðværð.
Komu þangað margir vinir og
samstarfsmenn Sigurðar Bjark-
lind til þess að árna hinu sex-
tuga afmælisbarni góðs, en ótal
margir munu þeir, sem hefðu
einnig kosið að vera þar, en
fjarlægðin hamlaði að koma.
Gamall vinur.
Erlingur Ólafsson að Breið-
holti við Laufásveg varð sjö-
tugur 16. ágúst. Hann er ætt-
aður úr Borgarf j arðarsýslu,
ÍÞRÓTTIR
Iþróttamótið í
Tjaldanesí.
Hið árlega íþróttamót ung-
mennafélaganna í Kjós og Mos-
fellssveit var háð á sunnudag-
inn var í Tjaldanesi í Mosfells-
dal. Ungmennafélagið Drengur
úr Kjós sigraði með 27 stigum
en Afturelding í Mosfellssveit
fékk 15.
100 m. hlaup:
1. Janus Eiríksson, A. 12,2 sek.,
2. Axel Jónsson. D. 12,4 sek., 3.
Guðm. Jónsson, D. 12,8 sek.
Janus og Axel hlupu báðir á
12,0 í undanrásum.
Kúluvarp:
1. Axel Jónsson, D. 11,60 m.,
2. Gísli Andrésson, D. 11,35 m.,
3. Alexíus Lúthersson, D. 10,25.
Langstökk:
1. Janus Eiríksson, A. 6,14 m.,
2. Axel Jónsson, D. 6,09 m., 3.
Gísli Andrésson, D. 5,69 m.
Hástökk:
1. Sigurjón Jónsson, D. 1,62
m., 2. Janus Eiríksson, A. 1,62
m., 3. Gísli Andrésson, D. 1,52
m. — Stokkið var yfir band.
3000 m. vegleysuhlaup:
1. Guðm. Þ. Jónsson, D. 10:47,8
2. Sigurjón Jónsson, D. 11:20,0,
3. Þór Þóroddsson, A. 11:27,0.
Glíma:
1. Njáll Guðmundsson, D. 3
vinninga, 2. Daði Guðmundsson,
D. 2 vinninga, 3. Eiríkur Sigur-
jónsson, D. 1 vinning.
50 m. sund, frjáls aðferð:
1. Sveinn Guðmundsson, A.
32,5 sek., 2. Jón Guðmundsson,
A. 33,8 sek., 3.-Ásbj. Sigurjóns-
son, A. 40,5 sek.
Úr Mlklaholtshreppl.
íþróttafélag Miklaholtshrepps
efndi til samkomu siðastliðinn
sunnudag og sóttu hana um
200 manns. Veður var ágætt.
Knatt'spyrnukappleikur fór
fram milli íþróttafélags Mikla-
holtshrepps og ungmennafé-
lagsins Snæfell í Stykkishólmi,
er sigraði í leiknum með 2:0.
Einnig kepptu þessi félög í
1000 metra boðhlaupi og vann
íþróttafélag Miklaholtshrepps á
2 míriútum og 32 sekúndum.
fæddur að Eyri í Svínadal. Hann
kvæntist Auðlínu Erlingsdóttur,
sem lézt nú fyrir fáum vikum.
Þau hjón fluttu hingað til bæj-
arins fyrir 20 árum. Fjögur börn
áttu þau hjónin: Hannes skó-
smið, Þórmund bónda að Heiði
í Rangárvallasýslu, Ólaf, bú-
settan í Reykjavík, og Margréti,
gifta hér.
hann dregur það heldur ekki
niður með grimmu kæruleysi.
Þannig var Viktoría sem ung
heimasæta, sem ' dóttir, þver-
brotinn og næstum óvinsæll
stjórnari, eiginkona, móðir,
ekkja og drottning, sem ríkti í
tvo mannsaldra, og óf lífsþráð
sinn inn í sögu einnar af mestu
merkisþjóðum heimsins á
glæsilegu tímabili vaxandi
frelsis, friðar, framfara og
mannúðar.
Þeir, sem hafa ástæður til að
kynna sér líka æfi Elisabetar
drottningar, eiga auðvelt með
að gera skemmtilegan saman-
burð á þessum tveim frægu
konum. Elisabet hefir vafalaust
erft miklu meira af djúphyggni
frá sínum sundurþykku for-
eldrum. En uppeldið er geysi-
ólíkt. Elisabet er alin upp eins
og væri hún barn Fjalla-Ey-
vindar og Höllu. Hún er um-
kringd af kænum og grimmum
óvinum. Faðir hennar hefir lát-
ið hálshöggva móður hennar.
Öll uppvaxtarár hennar má
segja, að böðulsöxin svífi yfir
höfði hennar. Undir þeim
kringumstæðum vex mönnum
kænska, varúð og óbilandi
viljafesta. Þegar Elizabet sezt í
hásætið eftir uppeldið í þessum
harða skóla, þá veit'hún hvað
hún vill, og tekúr sjálf þátt í
hinum djörfustu og hörðustu
átökum með mestu mönnum
samtíðar sinnar. Viktorla hefir
þegið mikið minna í arf frá
forfeðrum sínum. En hún hefir
líka hlotið innantómt og
þroskavana uppeldi. Hún lærir
aldrei að meta skarplega skap-
gerð sumra hinna merkustu
samtíðarmanna. Gyðingurinn
Disraeli beitir vopni smjaðurs-
ins með ískyggilegum dugnaði
og allt af með góðum árangri.
Englendingurinn Gladstone býr
að drottningunni eins og þjóð
hans vill vera láta. Hann finn-
ur til djúprar virðingar fyrir
hinni konungbornu persónu,
sem fer með æðsta vald í land-
inu. Sú tilfinning er ekki til í
hugum íslendinga, því að í sjö
aldir hefir konungshugtakið
í hugum manna hér á landi
verið tengt við kúgun, féflett-
ingu og niðurlægjandi stjórn-
arhætti. í Englandi er æfisaga
konunga og drottninga lífrænn
þáttur í fremdargengi þjóðar-
innar. Gladstone var í þessu
sem öðru sannur sonur Eng-
lands. Hann virti Viktoríu
drottningu af því að hún var,
vegna stöðu sinnar, lokasteinn
í hinni brezku heimsveldis-
byggingu. Viktoria kunni ekki
að meta hollustu hans. Hún lét
sér fátt um finnast þann mann,
sem var henni tryggur, en hóf
til skýjanna þann þjóðarleið-
toga, sem beitti við hana ótil-
hlýðilegu smjaðri. En í þessu
galt hún uppeldisins, þar sem
hún fékk ekkert tækifæri til að
sjá niður í djúp mannlífsins.
Þýðing Kristjáns Albertsonar
er yfirleitt mjög góð, og að
sumu leyti ágæt. En þó að
hann sé vel ritfær maður, hefir
hann af eðlilegum ástæðum
ekki hina miklu æfingu við
þýðingu, eins og þeir ferðafé-
lagar hans, Jón Sigurðsson og
Guðm. Finnbogason. Núverandi
Tilkynniné
frá ríkísstjórnmní.
Med pví að ríkisstjórninni
hefír veríð tjáð, að brezka
ríkisstjórnin hafi ákveðið
að leyfa ekki framvegís
að brezkir peníngaseðlar
verði fluttír inn til Bret-
lands, vill hnn hér með
alvarlega skora á pá, sem
hafa brezka peníngaseðla
í vörzlum sínum, að afhenda
pá strax islenzkum bönkum
og alls ekki seinna en fyr-
ir lokunartíma 27. ágúst
1940, pví að öðrum kosti
eiga handhafar slíkra pen-
ingaseðla pað á hættu að
seðlarnir verði óinnleysan-
legír og verðlausir.
Reykjavík, 21. ágást 1940-
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystihús.
Niðursuðuverksmiója. — Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Héraðs-
skólinn
að Reykjum
í Hrútafírði
hefst að öllu forfallalausu 19. okt. í haust. Skólinn starfar með
svipuðu sniði eins og áður. Lögð er mikil stund á handavinnu og
smíðar. Fæðiskostnaður síðastliðinn vetur varð kr. 1.60, pilta,
en kr. 1.35 stúlkna. Mjög' áríðandi að umsóknir séu sendar sem
allra fyrst. Allar upplýsingar gefur
Guðmundur Gíslason skólastjóri.
í skólanum er símastöð og bréfhirðing.
REGLUR
um farþegaflutninga með skipum vorum til Bandaríkja
Norður-Ameríku, samkvœmt ósk ríkisstjórnarinnar:
1. Allir farþegar skulu komnir til skips einum klukku-
tíma fyrir brottför skipsins.
2. Frá þeim tíma að farþegar skulu vera komnir til
skips, er engum manni heimilt að fara um borð í
skipið eða að fara úr skipinu, nema að hann hafi
skriflegt leyfi frá framkvæmdastjóra eða skrifstofu-
stjóra félagsins.
3. Leyfi það, er um ræðir í 2. lið, verður aðeins veitt
þeim mönnum, sem sýna fram á, að þeim sé nauð-
synlegt, vegna verzlunarreksturs síns, að fara um
borð í skipið á framangreindu tímabili.
4. Ef það skyldi koma í ljós, að farþegar eða aðrir hafi
flutt bréf á laun um borð í skipið, verður þeim ekki
leyft far með skipinu.
Reykjavík, 13. ágúst 1940.
H.f. Eimskipafélagr íslands.
Anglýiing
frá ríkisstjórninm.
Ríkisstjórnin hefir samið við brezku mynt-
sláttuna um að slá íslenzka skiptimynt og mun
vera von á henni hingað eftir ca. 2 mánuði.
KAUPUM kanínuskinn, lamb-
skinn, selskinn, kálfskinn.
Verksmið’jan Magni h.f.,
Þingholtsstræti 23.
Anglýsið í Tímannm!
Betamon
er bezta rotvamarefniff.
Betamon tryggir rabar-
bara- og berjageymsluna I
Með því að eins og stendur er hörgull á
skiptimynt, en allmikið af henni mun liggja í
sparibaukum þeim, sem bankarnir hafa selt, eru
það tilmæli ríkisstjórnarinnar til almennings,
að eigendur sparibaukanna leggi hið allra fyrsta
innihald þeirra inn í bankann.
sykurleysinu.
fHEMIRX
Kirkjustræti 8B. Sími 1977
Ennfremur eru það tilmæli til fyrirtækja
þeirra, sem nota skiptimynt í viðskiptum sínum
að nokkru ráði, að þau afhendi daglega í bank-
ana alla þá skiptimynt, sem þeim er auðið að
missa vegna viðskipta sinna.
menntamálaráð og þá ekki sið-
ur hinir tólf þúsund viðskipta-
menn, hafa ríkulega ástæðu til
að þakka Kristjáni Albertsyni
fyrir að velja þessa bók til þýð-
ingar og að þýða hana svo vel
sem hann hefir gert. Hitt er
annað mál, að með meiri æf-
ingu mun hverfa af þýðingarstíl
hans nokkrir minniháttar á-
gallar, sem gætir á einstaka
stöðum í þessari bók.
Þá er komið að þeirri bókinni,
sem er einna mest fyrirferðar
og verður að öllum líkindum
torveldari lesendum en sumar
hinar bækurnar. Það er hin
heimspekilega, félagsfræðilega
og spámannlega bók „Takmörk
og leiðir“, eftir skáldið og heim-
spekinginn Aldous Huxley.
Mér finnst, að um þessa bók
megi segjá, að hún sé full af
speki og mannviti. Höfundur
tekur til meðferðar hið mikla
og eilífa vandamál mannanna,
sambúð þeirra. Bókin var rituð
rétt áður en núverandi heims-
styrjöld skall á, en hverjum
skynsömum manni var þá sýni-
legt, að eftir stutta stund
myndu voldugustu þjóðir
heimsins berast á banaspjót-
um, með miklu máttugri tækj-
um til eyðileggingar heldur en
heimurinn hefir áður þekkt.
Undir þvílíkum kringumstæð-
um hlýtur vitrum mannvini,
eins og Huxley, að vera hug-
stætt viðfangsefni að taka til
meðferðar sambúðarskilyrði
mannanna. Hann tekur til með-
ferðar öll hin helztu úrræði,
sem menntaþjóðunum hefir
(Framh. á 4. síSu)
396 Margaret PecLler:
engu um þokað, þó hann gæfi henni
fullt frelsi.
Aftur leit Sutherland snöggvast til
hinnar grönnu konu á bjargbrúninni.
Hún var komin niður á silluna, sem
stóð fram úr berginu, silluna, sem þau
Blair og Elizabet höfðu staðið á eitt
októberkvöld fyrir löngu síðan. Hún
stóð með spenntar greipar og hallaði
sér fram á grannt handriðið. Hún horfði
til hafs, þar sem sólin var að hníga til
viðar á stirndum himninum út við sjón-
deildarhringinn. Sennilega var hún
einnig óhamingjusöm, hugsaði Suther-
land, þar sem hann þrammaði álútur
gegn storminum. Áreiðanlega hefir
engum dottið það í hug fyrir tólf árum,
þegar Fjóla hafði tekið perlufestina, að
það yrði fyrsti hlekkurinn i jafn langri
keðju hryggilegra atburða.
Allt í einu heyrði Sutherland veikt og
mjóróma vein gegn um storminn.
Hann leit við og sýndist eitthvað falla
fram af berginu, — eins og rautt stryk
væri dregið með leifturhraða á gráan
hamravegginn. Augnablik stóð Suther-
land sem steini lostinn af hryllingi og
skelfingu. Svo hljóp hann af stað sem
fætur toguðu, með öndina í hálsinum.
.... Poppy var ennþá lifandi, er
hann kom, en hann sá á svipstundu, að
Laun þess liðna ' 393
minnsta kosti. Það er allt mín eigin sök.
Nú er aðeins eftir að sætta sig við af-
leiðingarnar. Þú veizt það, Poppy, að ég
get ekki gefið þér ást, en ég skal gefa
þér allt, sem í mínu valdi stendur. Ég
sver, að ég skal gera mitt ítrasta til þess
að reyna að gera þig hamingjusama,
— ef þú villt leyfa mér það —“.
Hann þagnaði allt í einu, af því að
hann tók eftir því, að hún veitti því
enga athygli, sem hann var að segja.
Hún bar fram spurningu, undir eins og
hann þagnaði, eins og hún hefði aðeins
beðið þess að komast að:
„Þú neitar þá algerlega að skilja við
mig?“ spurði hún. Augu hennar voru
skær og stöðug og hún horfði beint í
augu honum.
„Já, algerlega.“
„Er það alveg — alveg ófrávikjan-
legt?“
„Já, alveg ófrávíkj anlegt.“
„Það var leiðinlegt,“ sagði hún ein-
læglega og blátt áfram.
Hún lyfti höfðinu og hann laut að
henni og kyssti hana. Hún vafði hand-
leggjunum um hálsinn á honum, fast og
ákaft. Hann fann, að hapn langaði inni-
lega til þess að gjalda þessu hreinhjart-
aða en villta barni allt, sem það hafði
fórnað og viljað fórna fyrir hann, gjalda
það með viðmótsblíðu, vináttu og þjón-