Tíminn - 03.09.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐS TJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, þrlðjudagimi 3. sept. 1940 85. Ma» Brezku hernaðaryíírvöldin neyta »réttar híns sterka« Atburður, sem getur haft alvarleg áhrif á við- horf fslendinga til brezka setuliðsins Brezku hernaðaryfirvöld- in hafa gegn mótmæl- um ríkisstjórnarinnar látið flytja tvo íslendinga sem fanga til Englands og mun það ætlun þeirra að hafa þá í haldi þar til ófriðarloka. Menn þessir eru Sigurður Finnbogason rafvirkjanemi hér í bænum og Þórhallur Pálsson útvarpsvirki á Akureyri. Voru þeir fyrir nokkru handteknir af brezku yfirvöldunum, sem töldu sig hafa fundið hjá þeim stutt- bylgjustöðvar. Hafa þeir síðan verið hafðir í haldi hjá brezka hernum. Herstjórnin hér hefir ekki viljað framselja þá ís- lenzkum yfirvöldum og hefir nú tekið þá ákvörðun að hafa þá í haldi í öðru landi. Það er beinlínis upplýst, að þessir menn hafa alls ekki brot- ið íslenzk lög, nema þá svo, að varða kynni litlum sektum, ef um nokkurt brot er að ræða. Kornvoruskamturínn aukínn Viðskiptamálaráðuneytið hefir ákveðið að láta úthluta fyrir 1. okt. næstk. kornvöruseðlum til fimm mánaða (okt.-febr.). Jafnframt verður kornvöru- skammturinn aukinn um ná- lega 1 kg. á mann á mánuði. Sú heimild verður látin gilda áfram, að oddvitar megi láta menn hafa vöruávísanir til lengri tíma, ef nauðsyn ber til vegna staðhátta. Aukaúthlut- un á kornvörum í slátur verður hin sama og í fyrra, 2 kg. á dilk, 3 kg. á fullorðna kind og 16 kg. á stórgrip. Þessar ráðstafanir, að auka kornvöruskammtinn og úthluta kornvöruseðlum til lengri tíma en áður, eru gerðar til þess að menn geti nú keypt þessar vör- ur í stærri stíl • en hægt hefir verið undanfarið. Eru þessar ráðstafanir m. a. mögulegar vegna þess, að nú er orðið hægt að kaupa kornvörur gegn greiðslu í sterlingspundum. Ráðstafanir þessar sýna með öðru fleiru, hversu fjarstætt það er að halda því fram, að ríkisstjórnin reyni að vinna gegn því, að menn geti eignazt eðlilegar birgðir nauðsynj avara. Það mun og áreiðanlegt, að á hvorugan hafa fengizt sann- anir fyrir því, að hafa staðið í sambandi við andstæðinga Breta. Það er áreiðanlegt, að þetta framferði brezku hernaðaryfir- valdanna mun mælast illa fyrir hjá íslenzku þjóðinni.Það myndi enginn íslendingur harma það, þótt þessir menn fengju verð- skuldaðan dóm fyrir afbrot, sem væru sönnuð á þá. En hitt mun hver góður íslendingur harma, að erlend hernaðaryfirvöld skuli taka íslenzka menn fasta, hafa þá í haldi og flytja þá af landi burt, án þess að íslenzk- um yfirvöldum gefist minnsta tækifæri til að athuga, hvort þeir eru sekir eða saklausir. Og hefði sekt þeirra sannazt, áttu þeir að taka út refsingu sína hér, en ekki í öðru landi. Það. mun áreiðanlega ekki dyljast neinum, að brezku hern- aðaryfirvöldin hafa með þessu framferði sínu skapað mjög hættulegt fordæmi og einskis- virt sjálfstæði og rétt íslenzku þjóðarinnar. Hin brezku hernaðaryfirvöld geta vitanlega huggað sig við það, að þau hafa rétt hins sterka í þessu máli. En það mega þau vita, að það er ekki réttur, sem íslendingar munu fúslega viðurkenna, og þess vegna mun- þessi atburður hafa alvarleg áhrif á viðhorf íslend- inga til brezku hernaðaryfir- valdanna, ef þau halda fast við þessa ákvörðun sína. Það myndi tvímælalaust verða heppilegast fyrir alla hlutaðeigendur að henni yrði breytt. Tíminn mun kynna sér þetta mál nánar og ræða það ítarleg- ar innan skamms. Léleg kartöllu- spretta Næturfrost haia valdid stórskemmdum Það þykir sýnt, að kartöflu- spretta verði í allra lélegasta lagi í ár. Valda því síðkomin vorhlýindi, kuldatíð lengst af í sumar og þrálát votviðri í stór- um hlutum landsins og sér í lagi þó næturfrostin í lok ágúst- mánaðar. Sums staðar ollu hvassviðri í júnímánuði einnig skemmdum í görðum. Hins vegar hefir minna orðið vart við sýki í kartöflum en flest undanfarin ár, en þó hefir stöngulveiki gætt dálítið á stöku stað. Mestu tjóni ollu næturfrostin norðan lands og austan. Var víðast á Norðurlandi fremur slæmt útlit um vöxtinn áður en þau komu til sögunnar, þótt nú sé fyrst vonlaust um að upp- skera verði sæmileg. Á Austur- landi var sprettuútlit í meðal- lagi víða, en einnig þar gerðu frostin mikinn skaða. Á Vesturlandi og í uppsveit- um sunnan lands gætti frosts- ins sömuleiðis svo mikið, að kartöflugras féll. í sumum sveit- um kom kuldinn þó eigi að sök. Hér í Reykjavík hafa garð- ar lítil sem engin áföll beðið sökum frostsins. Þó er víst, að uppskeran nær eigi meðallagi. í Vestmannaeyjum eru upp- skeruhorfur slæmar og veldur þar nokkru áburðarSkortur, sem mikið kvað að í Eyjum í vor, auk óhagstæðrar tíðar. Fyrsta ár styrjaldarmnar Frystíng sláturs Tíminn hefir átt tal við Jón Árnason framkvæmdastjóra um erfiðleika þá, sem víða eru á því til sveita, að hagnýta mikið af slátri. Jón lét svo um mælt: — Það veldur oft miklum örðugleikum á sveitaheimilum, að taka á móti miklu slátri í sjálfri sláturtíðinni og verður þá stundum sú raunin á, að fólk birgir sig ekki nægilega að slátri á haustin. Það er hægt að ráða bót á (Framh. á 4. síðu) Síðastliðinn sunnudag var ár síðan að styrjöldin byrjaði. Að morgni þess 1. sept. 1939 réðust þýzkar hersveitir yfir landa- mæri Póllands og hófu með því styrjöldina. Það var orðið augljóst nokkr- um dögum áður, að Evrópu- styrjöld myndi ekki verða af- stýrt. Undanfarna mánuði höfðu Bandamenn og Þjóðverjar keppt um liðveizlu Rússa. Bandamenn buðu þeim upp á bandalag til verndar friðnum í Evrópu. Þjóðverjar buðu þeim upp á helming Póllands og balt- isku ríkin, ef þeir vildu leyfa þeim að fara að öðru ieyti sínu fram í Evrópu. Hinn rússneski einvaldi tók sér nokkurn umhugsunarfrest. Ann- ars vegar var heiður hans og öll hin fögru loforð um Sovét-Rúss- land' sem verndara friðarins og smáþjóðanna. Hins vegar voru freistandi landvinningar og draumórar um Evrópu, sem yrði eftir margra ára styrjöld, þægi- legt leikfang fyrir kommúnism- ann. Hinn 24. ágúst hafði hinn rúss- neski einvaldi tekið ákvörðun sína. Maðurinn, sem gat tryggt Evrópu friðinn, kaus heldur styrjöldina. Þennan dag var vin- áttusáttmálinn milli Rússlands og Þýzkalands undirritaður í Kreml. Eftir það gerðu fæstir sér von- ir um að styrjöldinni yrði afstýrt. Hinn maðurinn, sem gat afstýrt styrjöld, — ríkisleiðtogi Þýzka- lands ið við Stalin í því augnamiði, að hefja styrjöld gegn Póllandi. Hin ægilega saga þessa eina árs, sem styrjöld hefir staðið, er enn í fersku minni. Undirokun Póllands, Noregs, Danmerkur, Luxemburg, Hollands, Belgíu, Frakklands, Eistlands, Lettlands, Lithauen og nokkurs hluta Rú- meníu og Finnlands, eru atburð- ir, sem ekki gleymast. Sjaldan hafa þeir, sem unna frelsi og rétti, búið við ömurlegri reynslu. Hvað verður mönnum minnis- stæðast frá fyrsta styrj aldarár- inu? Verður það hið „rómverska hrun“ hins stolta franska her- veldis, sem taldi sig hafa beztu Síldveiðin. frálags. — - Sjóðþurrðin í Dagsbrún. — Úr Eyjum. — Dilkar allvænir til Vinnustöðvun. — Maður drukknar. — Drengur verður undir enskri bifreið. — Landhelgisbrot. ---------- Síldaraflinn nam 2345221 hektólítrum anum í morgun. Báðir mennirnir eru Bæjarmálefni Reyk j avíkur í blaðinu í dag hefst löng framhaldsgrein, sem nefnist: Bæjarmálefni RCTkjavíkur. I þeim hluta greinar- innar, sem birtist í blaðinu í dag, er sýnt fram á, að núverandi örðugleikar bæjarins eiga ekki rætur sínar að rekja til þess, að Reykjavík búi við einhver önnur og verri kjör af hálfu löggjafans en aðrir staðir á landinu, en sú hefir jafnan verið skýring stjórnenda bæjarins, þeg- ar þeir hafa verið að rétt- læta hina bágu afkomu bæjarfélagsins. í þeim kafla greinarinn- ar, sem birtist í næsta blaði, verður gerð grein fyrir hinum raunverulegu orsökum til þess ástands, sem nú ríkir í atvinnumál- um og fjármálum bæjar- ins. bræðslusíldar og 80323 tunnum salt- síldar um síðustu helgi. Um svipað leyti í fyrrasumar nam sildaraflinn 1145372 hektólítrum og 215410 tunnum. Skipið, er mestan afla hefir fengið, er Tryggvi gamli, alls 26416 mál bræðslusíldar og 207 tunnur söltunarsíldar. Af línuveið- urunum er Ólafur Bjamason aflahæst- ur enn sem fyrr, hefir fengið 22150 mál af síld til bræðslu og 155 tunnur til söltunar. Aflahæsti vélbáturinn er Dag- ný með 16482 mál bræðslusíldar og 104 tunnur i salt. t t t í síðastliðinni viku handtók lög- reglan formann verkamannafélagsins Dagsbrún, Einar Björnsson, og ráðs- mann þess, Martein Gíslason, eftir að kæra hafði borizt frá meðstjómendum um fjárdrátt af hálfu þess fyrrnefnda og vanrækslu hins síðartalda. Hafði á því gengið í sumar, að formaður var tregur tíl að halda stjórnarfundi, þótt meðstjómendur krefðust þess. Kom þar að þeim þótti ekki allt með feldu og að lokinni athugun og endurskoðun á fjár- reiðum félagsins, sem allar voru í höndum formanns og ráðsmanns, ákváðu þeir að kæra athæfi þeirra. Sakadómari hefir mál þetta til með- ferðar og rannsókn enn eigi lokið. Ein- ar mun vera sannur að því að hafa tek- ið úr sjóðum félagsins nokkuð yfir 20 þúsund krónur. Rannsókn málsins stendur enn yfir, en verður þó brátt lokið, að því er sakadómari tjáði Tím- enn í gæzlu. Ekkert hefir enn verið látið uppskátt um það, er fram hefir komið við réttarhöldin og verður eigi gert fyr en þeim er lokið. t r t í Vestmannaeyjum hefir allgóður afli í sumar, en gæftir slæmar. Allmikið hefir veiðst af lýsu, en henni hefir verið fleygt í sjóinn aftur að verulegu leyti, því að enginn sölumarkaður er fyrir hana. En nú hefir hraðfrysti- stöðin í Eyjum byrjað að kaupa lýsu og annan úrgangsfisk. Er gott til þess að vita, að reynt sé að nýta allt, sem úr sjónum kemur, sem eigi hefir áður þótt verðmætt. Flatfisksveiði er að verða lokið. Upp á síðkastið hafa bátar veitt dálítið af ýsu. t r r Dilkar þeir, sem slátrað hefir verið það sem af er sumrinu, hafa yfirleitt reynzt dável til frálags. Þótt erfitt sé að ráða vænleika og holdfar fénaðarins almennt af því, hvernig lömb þau reyn- ast, sem flutt eru eða rekin til slátrun- ar að sumrinu, gefur þetta góðar von- ir um að fé sé vel í meðallagi að væn- leika að þessu sinni. Margir bændur telja og, að lömbin séu bústin og fal- leg að sjá í haganum, og hið sama hafa ýmsir ferðamenn, sem nýkomnir eru til bæjarins, tjáð Tímanum. r r r Til vinnustöðvunar kom á dögunum við hitaveitugerðina. Voru tildrög vinnu- Maðurinn, sem gat tryggt Evrópu friðinn, en kaus heldur styrjöldina. hermenn heimsins og fullkomn- ustu varnarvirki og lifði á bak við þau áhyggjulitlu og iðjulitlu lífi þangað til allt var orðið um seinan? Verður það ekki frekar vörn finnsku smáþjóðarinnar, sem varðist margföldu ofurefli mán- uðum saman og tókst — a. m. k. í bili — að bjarga sér undan geigvænlegri kúgun? Maginotlínan — Mannerheim- línan! Sennilega hafa ekki önnur orð verið nefnd oftar fyrsta ár styrjaldarinnar. Maginotlínan var varnargarður auðugs stór- veldis, þar hafði ekkert verið sparað, — allt var þar saman komið, er mannlegt hugvit hafði ímyndað sér að til gagns gæti orðið gegn árásarher. Manner- heimlínan var varnarvirki fá- ,v , tækrar þjóðar, sem ekki gat leyft hafði aiiösjaanlega sam- gér mikij hernaðarútgjöld, þótt hún væri öll af vilja gerð, — þar var notast við gamlar fall- byssur, úrelt tæki, ófullkomin vígi. Samt stóðst Mannerheim- línan lengur en Maginotlínan, vörn finnsku þjóðarinnar varð sigursælli en vörn frönsku þjóð- arinnar. Hvers vegna? Svörin verða vafalaust ekki á eina leið. En eitt er víst. Mannerheim- línan var meira en byssurnar og vígin. Hún var meira en það, sem augu gátu séð og eyru heyrt. Hún var i órjúfandi tengslum við óbilandi frelsisþrá samhentrar þjóðar, sem lét eng- ar blekkingar villa sér sýn á því, sem í húfi var. Það gerði Mannerheimlínuna fyrst og fremst sterka. Það gerði gæfu- mun Finna og Frakka. Fyrir smáþjóðirnar er ekki ástæða til að minnast fyrsta styrjaldarársins eingöngu með hryggð og kvíða.Merkustu sigrar ársins voru ekki unnir af stór veldunum, heldur af fátækri smáþjóð, sem var frelsi sínu trú. Það ætti að veita smáþjóðum aukna trú á lífsmátt þeirra og kenna þeim að skipa sér fastar saman um helgasta málefni þeirra, frelsið. Um hin endanlegu úrslit eru menn ennþá jafn ó- fróðir og fyrsta dag styrjaldar- innar. Einræðisherrarnir geta hrósað sigri til þessa. Þeim hefir enn fylgt mikil gæfa við undir okun hinna máttarminni þjóða. En England er ósigrað enn. Eng- land er nógu strekt til að þola ósigra, sagði Palmerston. Eng- land vinnur alltaf seinustu or- ustuna, sagði Napoleon. í vestr inu vígbýst hið annað mikla lýð- ræðisríki af geysilegu kappi. Lýðræðið hefir enn ekki verið sigrað. stöðvunarinnar þau, að danska fyrir- tækið, sem tekið hefir að sér að koma hitaveitunni á, Höjgaard og Schultz, hafði brotið gerða samninga, að því er verkamenn telja, um burtfarartíma úr Reykjavík fyrir þá menn, sem vinna upp í Mosfellssveit. Þegar verkamenn neituðu að fara fyrr til vinnunnar en tilskilið var, samkvæmt samkomulagi milli fyrirtækisins danska og verka- mannafélagsins, gripu fulltrúar Höj- gaard og Schultz til þess bragðs að stöðva vinnu. Þetta gerðist 27. ágúst- mánaðar. Nú hefir samkomulag komizt á að nýju. t r t Það slys henti fyrir röskri viku síðan, að Gunnlaugur Baldvinsson frá Rauðu- vík á Árskógsströnd féll útbyrðis af síldveiðiskipi og drukknaði. Slysið bar að undan Rauðanúpi. r r r Á föstudaginn var varð 7 ára gamall drengur í Hafnarfirði, Vilhjálmur Kjartan Jensson á Suðurgötu 56, undir brezkri herbifreið. Brotnaði höfuðkúp- an og dó barniö samstundis. r r r í síðastliðinni viku tók varðbáturinn Faxi togarann Sindra, þar sem hann var að veiðum í landhelgi í Arnarfirði. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Jóhann Skaftason, dæmdi skipstjórann í 29.500 króna sekt og gerði upptækan afla og veiðarfæri. Skipstjórinn hefir áfrýjað dómi þessum. Aðrar fréttir. A Vínarfundinum, sem getið var um í seinasta blaði, neyddu öxulríkin Rúmeníu til aö af- henda Ungverjum % hluta Transylvaniu eða sem svarar 45 þús. km,- af landi. Eiga Rúm enar að hafa afhent þessi hér- uð innan 14 daga. í mörgum þessum héruðum eru Rúmenar í meirahluta og alls munu um ein millj. Rúmena verða bú- settir á þessu landsvæði. Ung- verjar, sem búa þar, eru nokkru A víðavangi SLÁTRUNIN. Sérstök ástæða þykir til þess að vekja athygli á grein Páls Zophóníassonar, sem birtist neðanmáls í blaðinu í dag. Vegna þess að saltkjötsmark- aðurinn á Norðurlöndum hefir lokast, en hins vegar mun fást meiri markaður fyrir fryst kjöt en venjulega, verður nú að frysta megnið af því kjötmagni, sem hefði verið saltað undir venjulegum kringumstæðum. Til þess að ná þessu marki, þurfa að verða verulegar breyt- ingar á slátruninni víða um land. Er þetta nánar rakið í grein Páls og eru þeir, sem þetta mál varðar, hvattir til að lesa hana. SÍLDARMJÖLSVERÐIÐ. Bændastétt landsins er yfir- leitt mjög fylgjandi því, að hafa sterka landsstjórn á erfiðum tímum. Ríkisstjórnin hefir sýnt, að hún á þetta traust skilið með dví að ákveða, að síldarmjöl til fóðurbætis verði ekki nema 25 kr. sekkurinn eða lítið eitt lægra en í fyrra. Þetta er réttlátt, af dví ekki er sýnilegt, að hærra verð fáist fyrir þetta mjöl er- lendis, og þetta er heppilegt af oví, að eftir hið vonda sumar er óvenjuleg þörf fyrir fóður- bæti. Talið er að sumir for- ráðamenn síldariðnaðarins hafi verið á móti ríkisstjórninni í oessu máli. Fulltrúar bænda á Alþingi ættu að fá varnarskjöl oeirra dánumanna til birtingar fyrir vorið. Það er gott að þjóð- in fái vitneskju um það, hverjir af þessum forráðamönnum voru fúsir að níðast á bændastétt landsins í þessu máli. TJARNARBRÚIN. « Talsverða athygli vekur það í bænum, að verið er nú að rífa Tjarnarbrúna og virðist eiga að reisa miklu stærri brú í stað hennar. Þykir flestum þetta hið mesta óráð, þvi að það yrði margfalt ódýrara að láta fylla upp í skarðið, þar sem brúin er nú. Fer ekki hjá því, að þessi nýja brú verði mjög dýr, eins og verðlagi er nú háttað. Er þetta lítil spegilmynd af þeirri óhagsýni og eyðslusemi, sem einkennir stjórn bæjarins á flestum sviöum. Ekki getur ver- ið neinum fegurðarsmekk hér til að dreifa, því að brúartildur á þessum stað er ekki í neinu samræmi við umhverfið. dr. GUÐBRANDUR. Þau tíðindi hafa gerzt, að nokkrir sómamenn hafa undir- skrifað skjal um að veita Guð- brandi Jónssyni þularstarfið við útvarpið, og eru um þetta grein- ar í blaði kramvörukaupmann- anna. Guðbrandur hefir annars átt fremur erfitt uppdráttar um æfina. Hann sagðist vera doktor frá Greifswald, en það mun þó álit fróðustu manna, að Guð- brandur hafi búið sjálfur til doktorshattinn.Síðar ritaði hann harða ádeilu um dr. Björn Þór- ólfsson fyrir útvarpsræðu, sem dr. B. Þ. hafði aldrei haldið. Var Guðbrandur þá um tima útlægur ger frá Vísi, sem hafði birt ádeiluna.Að lokum lét Guð- brandur svo um mælt í frönsk- um texta um ísland, eins og „ís- lenzk stúlka“ væri sama og léttúðardrós". Þessi maður á að vera allsherj arrödd íslendinga, samkvæmt beiðni hinna vitru manna. færri. Þeir Rúmenar, sem vilja flytja þaðan til Rúmeníu, eiga að hafa tilkynnt það innan hálfs árs og vera fluttir burtu eftir ár. í Rúmeníu hefir þess- um úrskurði öxulríkjanna ver- ið tekið mjög illa og hefir víða komið til mikilla óeirða, bæði þar og í Transylvaniu. Víða (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.