Tíminn - 03.09.1940, Side 4

Tíminn - 03.09.1940, Side 4
340 TÍMIiyiy. þriSjndagiim 3. sept. 1940 85. Mað Á leið til skjaJa- pakkanna Pyrir nokkru birtu tvö af dagblöðum Reykjavíkur, Mbl. og Alþbl., greinar- stúf eftir Vilm. Jónsson, um vissan þátt af störfum landlæknis viðvíkjandi eftir- liti með hegningarverðum læknisað- gerðum. Landlæknir virðist síðan hafa sent lögreglunni afrit af greininni, og mun það plagg nú komið 1 rólega höfn í skjalapökkum lögreglumálanna. Þar sem landlæknir óskar eftir aðstoð minni við embættisstörf sín, án þess að færa fyrir því eðhlegar og lagalegar ástæður, vU ég biðja Tímann fyrir eftirfarandi athugasemd. Sú meinloka hefir komizt inn í höfuð landlæknis, að ég eigi að taka á mitt bak eitthvað af skyldubyrði þeirri, sem hvílir á embætti hans, svo sem það að hafa hendur í hári lækna, sem fremja hegningarvert athæfi í sambandi við heUbrigðismál. Þessi meinloka stendur vafalaust í sambandi við hugtakarugl- ing út af nýyrðagerð hans á enskri tungu. Þrátt fyrir ýtarlegar umræður, er landlækni enn ekki ljós munurinn á „private gentleman" og „public gentle- man“. Vegna stöðu sinnar sem hálaun- aður „public gentleman“, ber honum að vera sífellt á verði og stöðuglega að hafa eftirlit með daglegum athöfnum þeirra lækna, sem hugsanlegt er að framkvæmi fóstureyðingar á ólöglegan hátt, og uppræta á þann hátt spilling- una, með valdi og aga húsbóndans. Ég er aftur á móti aðeins „private gentle- man“, og ber mér ekki minnsta skylda til að taka á mig þau störf, sem tilheyra embætti Vilm. Jónssonar, og sem hon- um er ríkulega borgað fyrir að vinna. Aftur á móti er það mjög heppilegt, að „private gentlemen" hafi almennan á- huga fyrir heilbrigði borgaranna í land- inu. Og að því er kemur til minna kasta, vona ég að geta átt nokkurn þátt í að fólk fái almenna fræðslu um skaðsemi fóstureyðinga, vegna þess, hve illar afr leiðingar þessar aðgerðir hafa fyrir lík- amlegt og andlegt heilbrigði þjóðar- innar. Ég vildi mega óska þess, að Vilm. Jónsson öðlist vaxandi áhuga og aukið þrek við að bera þær byrðar sem hvíla á honum sem „public gentleman". En að því er snertir þetta mál, mun ég senda lögreglunni í Reykjavík afrit af þessu greinarkomi, með ósk um að það megi fá samastað um ókomnar aldir rétt ofan á hinni órólegu og ó- tímabæru ósk Vilm. Jónssonar um til- efnislausa og óframkvæmanlega aðstoð mína við að létta af honum lögboðn- um embættisskyldum. J. J. MáleSni Reykja- víkurbæjar (Framh. af 2. siðu) að þessu varð að breyta. í nefndaráliti allsherjarnefndar neðri deildar segir: „Nefndar- menn eru allir sammála um að leggja til að frumvarpið verði samþykkt, en hafa þó óbundnar hendur um að flytja eða fylgja breytingartillögum, sem. fram kunna að koma við einstök at- riði frumvarpsins.“ í nefndinni voru: Héðinn Valdimarsson, Bergur Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Thor Thors og Garðar Þorsteinsson. — Jón Pálmason segir um framfærslu- lögin: „ ... mjög er brýn þörfin á þeim réttarbótum, sem hér er um að ræða.“ Þorsteinn Þor- steinsson segir: „Ég tel frum- varp þetta til bóta og að mörgu leyti til stórbóta." Af þessu, og mörgu öðru, sem nefna mætti úr umræðunum á Alþingi, verð- ur ljóst, að það voru ekki Fram- sóknarmenn einir, sem voru þeirrar skoðunar, að þessi lög tJR BÆNUM Um daginn og veginn. (Eftir lestur greinar J. J.: „A public gentleman"): Launin hirðir landlæknir lítið störfum þjónar. Heima stundar hannyrðir, heklar, saumar, prjónar. Z. Úrvalsljóð EinarsBenediktssonar eru nýkomin út. Hefir Jónas Jónsson alþm. valið ljóðin, en útgefandi er Már Benediktsson. Bókin er hin vandaðasta að öllum frágangi, í sama broti og ís- lenzk úrvalsljóð. Bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju annast sölu bókarinnar. Ásgeir Bjamþórsson listmálari opnaði nýlega málverka- sýningu í húsakynnum Útvegsbanka við Lækjartorg. Er þar saman komið allmikið og merkilegt safn gamalla og nýrra málverka eftir Ásgeir. Úlfar Þórðarson læknir hefir nú opnað lækningastofu í Kirkjuhvoli. Er Úlfar nýkominn heim frá útlöndum, en þar hefir hann stund- að nám í sérgrein sinni, augnsjúkdóm- um. Frystíng sláturs (Framh. af 1. síðu) þessu, með því að þau sveita- heimili, sem eiga aðgang að frystihúsum, láti frysta slátrið á haustin, og fái það geymt fram eftir vetri. Hafa nokkur l^auþfélög fryst blóð, mör, vambir og lifxar. Hefir þetta reynst ágætlega og talsvert verið selt af frosnu slátri til Reykjavíkur undanfarna vet- ur og fer sú sala vaxandi. Þá er enganveginn betra að geyma hausa til vetrarins, en að frysta þá. En jafnan skal urysta þá með ullinni. Sviðnir hausar geymast illa í frosti. Bændur þurfa að gera meira að því, en hingað til hefir tíðk- ast, að nota sín eigin frystihús til matvælageymslu.“ væru nauðsynleg, þótt þeir bentu hinsvegar á það, Jakob Möller og Magnús Jónsson, að lögin myndu valda Reykjavík- urbæ auknum útgjöldum. Atkvæðagreiðslan í efri deild Alþingis, þegar frumvarpið varð að lögum, sannar bezt, að það var ekki „löggjafarvald and- stöðuflokka Sjálfstæðismanna“, sem hér var að verki, því að frumvarpiff var samþykkt meff fimmtán samhljóffa atkvæffum. Framfærslulögin nýju voru því ekki sett „af löggjafarvaldi and- stöffuflokka Sjálfstæffismanna“. Slíkt hefir ekki viff nein rök aff styffjast. Eins og að framan seg- ir var beinlínis mælt með lög- unum af þingmönnum Sjálf- stæðismanna, og meginhluti þeirra greiddi atkvæði með frumvarpinu, — vitanlega vegna þess að þeir töldu breytinguna réttláta og til bóta. Þegar þessar staðreyndir hafa verið dregnar fram í dagsljósið, er ekki orðið mikið eftir af þeim afsökunum, sem bornar hafa verið fram fyrir því, hvernig högum Reykj avíkurbæj ar er nú háttað. Orsakirnar til fjárhags- vandræðanna liggja í allt öðru, og mun það rakið hér á eftir. Frh. *** UTS ALA • r a prjonayornm í tlag', iniðvikudag' og’ ffmmtiidag. VESTA, Laugaveg 40 (Útsalan er ekki í búðinni á Skólavörðustíg 2). w Utsvðr. -- Dráttarvextír. Atvinnurekendur og aðrir útsvarsgjaldendur í Reykjavík, sem greiða ekki útsvör af kaupi sínu viku- eða mánaðarlega, eru minntir á, að nú um mánaðamót- in falla dráttarvextir á annan hluta útsvaranna 1940. Þessum gjaldendum ber að greiða útsvörin mán- aðarlega í 5 jöfnum hlutum og var fyrsti gjalddagi hinn 1. júní þ. á. BORGARRITARINN. » • Hefl opnað lækningastofu í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg. Viðtalstími kl. 10—11 f. hád. og 5V2—6V2 e. hád. Sími 3020, heima 4411. ÚLFAR ÞÓRÐARSON læknir. SÉRGREIN: AUGNSJÚKDÓMAR Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) hafa óeirðirnar beinst gegn er- indrekum Þjóðverja. í blöðum hlutlausra landa er úrskurður- inn talinn mjög óréttlátur. Ungverjar og Rúmenar hafa fallizt á að veita hinum þýzku minnihlutum í Ungverj alandi og Rúmeníu ýms aukin réttindi. Þjóðverjar hafa aftur hafið loftárásir á Bretland í stórum stíl eða með svipuðum hætti og dagana 8—18 ágúst. Hafa þeir haldið uppi slíkum árásum síð- an á föstudag. Segjast þeir að- allega beina árásum sínum gegn flugvöllum. Margar árásir hafa verið gerðar á London. Bretar telja tjón ekki mikið, og hlutföllin milli flugvélatjóns Breta og Þjóðverja haldist enn óbreytt. Brezki flugherinn færir í auk- ana næturárásir sínar á hern- aðarstöðvar Þjóðverja á megin- landinu. Hefir hann þegar gert nokkrar árásir á verksmiðjur og flugvelli við Berlín og fyrir skömmu gerði hann allmikla árás á Múnchen. Þjóðverjar telja eignatjónið lítið, en segja, að nokkurt manntjón hafi orðið Bretar telja árásirnar á Berlín m. a. þýðingarmiklar sökum þess, að Þjóðverjar höfðu sagt loftvarnir borgar- innar svo fullkomnar, að engin brezk flugvél myndi geta gert á- rás á hana. Landið vort skal aldrei okað undir nýjan hlekk. Ekki úr spori aftur þokaö, ef að fram þaö gekk. Rétt ei foma Fróni helzi fyrir sigurkrans. Vörð um heill þess, hag og frelsi heldur Guð vors lands. Einar Benediktsson. ÚRVALIÐ er komið út og er í sama formi og íslenzk úrvalsljóð. Aðalútsala: Bókaverzlun ísafoldarprentsmiffju. I. Það var eins og hjarta stórborgar- innar hætti skyndilega að slá. Umferð- in stanzaði, og við hornið á Picadilly hvein í lögregluflautu. Bílstjórarnir hemluðu. Rétt á eftir barst í gegnum skvaldrið á götunni skerandi hljóð, ó- heillavænlegt, nístandi hljóð, sem allir Lundúnabúar þekktu. Bílstjór- arnir óku bílunum út að gangstéttinni. Fólkið hraðaði sér af götúnni, og nú fór svartur bíll með rauðum krossi á hvít- um grunni, framhjá með miklum hraða. Það fór hrollur um mannfjöldann: Sjúkrabíllinn — — — ! Það hlýtur eitthvað að hafa skeð — — — ! Tíu sekundum seinna heyrðist flautað á ný — frá sama stað. Bílstjórarnir biðu. Fólksþröngin óx stöðugt og lögreglan bandaði aðvarandi með höndunum — nýr svartur vagn með rauðum krossi þaut framhjá. „Stórslys", heyrðist hvíslað víðsvegar í mannþrönginni. Fáum sekundum seinna kom enn svartur vagn með rauðum krossi á hvít- um grunni og rétt á eftir heyrðist hið sterka hljóð fjórða sjúkrabílslúðursins. Kandís 1.90 kg'r. Vanillestengur, Vanillesykur, Marmelit, Betamon, Sultuglös, Korktappar, 4 stærffir, Flöskulakk, Cellofanpappír. ökaupfélaqió •GAMLA BÍÓ" Jamaíca-krám Stórfengileg og spennandi kvikmynd, gerð eftir skáld- sögu Daphne du Maurier. Aðalhlutverkið leikur einn frægasti leikari heimsins, CHARLES LAUGHTON. Ennfremur leika MAUREEN O’HARA Og LESLIE BANKS. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki affgang. ~~~~~“NÝJA BÍÓ— ' í sátt við dauðaim (DARK VICTORY) Amerísk afburðarkvik- mynd frá Warner Bros., er vakið hefir • heimsathygli fyrir mikilfenglegt og al- vöruþrungið efni og frá- bæra leiksnilld aðalper- | sónanna, GEORGE BRENT og BETTE DAVIS. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Affgöngum. seldir frá kl. 1. Eillilaun og örorkubætur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1941, skal skilað fyrir LQK ÞESSA MÁN- AÐAR. Umsóknareyðublöð fást í Góðtemplarahúsinu alla virka daga kl. 10—12 og 2—5. Umsækj- endur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðu- blöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sérstak- lega beðnir um, að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar, tekjur frá 1. okt. 1939 og um framfærsluskylda ættingja sína, (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra og maka). Athygli skal vakin á því, að í þetta sinn verða notuð önnur umsóknareyðublöð en áður, og verða umsóknirnar að vera ritaðar á þau. Allir þeir, sem sækja um ÖRORKBÆTUR (fólk á aldrinum 16—67 ára) verða að fá ör- orkuvottorð hjá TRÚNAÐARLÆKNI TRYGG- INGARSTOFNUNAR RÍKISINS. Trúnaðar- læknirinn verður fyrst um sinn til viðtals í lækningastofu sinni, VESTURGÖTU 3, alla virka daga aðra en laugardaga, kl. 1—3 síð- degis. Umsækjendur eru hvattir til þess að afla sér vottorðanna sem fyrst, til þess að forðast ös síðustu dagana. Menn, sem sækja um ELLILAUN EÐA ÖR- ORKUBÆTUR í FYRSTA SINN, láti fæð- ingarvottorð fylgja umsókninni. Umsækjendur sendi umsóknir sínar sem fyrst, helzt fyrir 15. þ. m. Borgarstjóriuii. TIl brnóar^jafa 1. Ilokks handslípaður KRISTALL og ekta KUN ST-KER AMIK. K. Eínarsson & Björnsson. Tilkynning um einsteinuakstur. Það tilkyimist hérmeð með tilvísun til 45. greinar lögreglusamþykktar fyrir Hafnarf jörð, að frá klukkan 12 á há- degi miðvikudagiim 4. september næstkomandi má aðeins aka bifreið- um og bifhjólum frá vestri til austurs eftir Lækjarg'ötu á kaflanum frá Strandgötu að Brekkugötu. Brot gegn » fyrirmælum þessum varða sektum allt að 1000 krónuin, samkvæmt 91. grein lögreglusamþykktarinnar. Þetta tilkynnist hérmeð til eftir- breytni. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 2. sept. 1940. Bergur Jónsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.