Tíminn - 24.10.1940, Qupperneq 2

Tíminn - 24.10.1940, Qupperneq 2
410 TÍMIM, ftmmtndagmn 24. okt. 1940 103. blað Fimmtudayinn 24. oht. Áróður í víl útlendum ríkjum Dagblöðin hér í bænum hafa undanfarna daga skýrt frá því, að seint í sumar hafi Snæbjörn Jónsson bóksali ritað grein í enskt blað, og haldið fram þeirri skoðun, að ísland ætti að ganga stjórnarfarslega inn í Breta- veldi. Er sagt, að hann hafi talið nokkura byrjun gerða hér á landi að vinna í þessa átt, og nefnt í því skyni grein Héðins Valdimarssonar um þetta efni, og auk þess talið að ég myndi hallast á sömu sveif. Það er rétt að Héðinn Valdi- marsson lýsti opinberlega yfir þeirri skoðun, að ísland ætti að óska þess að ganga inn í Breta- veldi. Þessi yfirlýsing H. V. hefir ekki svo vitað sé hlotið stuðn- ing nokkurs íslendings, fyr en Snæbjörn Jónsson ritaði grein sína. Almennt er talið, að H. V. hafi ekki einu sinni meint það, sem hann sagði, heldur verið að reyna að koma sér í mjúkinn hjá yfirmönnum sínum í enska olíuhringnum, eftir að þessi þingmaður hafði sett álit sitt í hættu með þátttöku í kommún- istiskum félagsskap. Snæbjörn Jónsson hafði síð- ur en svo ástæðu til að nefna nafn mitt í þessu sambandi. Ég hefi í aldarfjórðung ekki farið leynt með, að ég óskaði eftir fullum skilnaði íslands og Dan- merkur, og að ísland yrði síðan algerlega frjálst og sjálfstætt land, í skjóli við hina þögulu ensku Monroe-kenningu, eins og öll hin litlu, frjálsu ríki í Evrópu. Ég hygg, að það sé hugsjón nálega allra íslendinga, að byggja upp algerlega frjálst íslenzkt menningarríki, og að það verði ekki stjórnarfarslega háð öðrum ríkjum fremur en Norðurlandaríkin Holland, Belgía og Portugal. Að þessu marki hefir íslenzka þjóðin stefnt síðan freisisbarátta hennar byrjaði um 1830. Ég verð að játa það, að ég tel mjög ámælisvert af jafn greindum og vel menntum manni eins og Snæbjörn Jónsson er, að skrifa slíka grein. Enginn borgari þjóðfélagsins hefir siðferðileg- an rétt til að gefa slíkar yfirlýs- ingar fyrir þjóðina í heild sinni. Og skoðun Snæbjarnar Jóns- sonar er í algerðu ósamræmi við alla hina sögulegu þróun ís- lendinga og margendurteknar yfirlýsingar Alþingis. En um leið og Snæbjörn Jóns- son er réttilega víttur fyrir um- boðslaust skrif sitt um frelsis- mál þjóðarinnar í erlendu blaði, þá er rétt að benda á það, að ekki er vitað til, að ensk stjórn- arvöld hafi fyrr eða síðar í allri sögu íslands gert minnstu til- raun til að veiða íslendinga í innlimunarskyni. Þvert á móti hafa Englendingar ætíð búið að íslandi, eins og Bandaríkin að Brazilíu og hinum amerísku lýð- veldum. Gleggsta dæmið er í Napoleonsstyrjöldinni, þegar Bretar áttu í styrjöld við Dani, lögðu hafnbann á meginlandið, en björguðu íslendingum frá hungurdauða, vörðu landið fyr- ir sjóræningjum og æfintýra- mönnum og skiluðu því þegar friður var saminn, í föðurfaðm hins treggáfaða konungs, Frið- riks VI. En um leið og Héðinn Valdi- marsson og Snæbjörn Jónsson eru réttilega víttir fyrir frum- hlaup sín, má ekki gleyma því, að hér eru aðrir menn að verki, sem umboðslaust og ábyrgðar- laust koma þannig fram, að þar sýnist vera um að ræða áróður í vil erlendum ríkjum. Hér hefir verið byrjun að nazistaflokki og blaðaútgáfa af hendi slíkra manna, þótt þeir hafi ekki mik- ið um sig á yfirborðinu nú sem stendur. Þó er rétt að geta leið- inlegs og ósæmilegs atburðar, sem kom fyrir seint í vor, litlu eftir að Frakkland gafst upp fyrir Þjóðverjum. Þá er talið að Guðbrandur Jónsson, sem seg- ist vera þýzkur doktor, hafi nokkrum sinnum komið að máli við menn í stjórn ríkisins og til- kynnt þeim, að ríkisstjórnin ís- Skógræktaiiögin nýju Síðasta Alþingi samþykkti skógræktarlög, svo mjög aukin og endurbætt frá því sem áður var, að þau munu verða upphaf að nýjum þætti í skógræktar- sögu landsins, enda verða senni- lega langfrægust lög frá því þingi. Lög þessi eiga erindi eigi að- eins til hvers þess, er land á eða hefir ráð yfir landskák, heldur og til allra þeirra, er annt láta sér um gróðurfar landsins og hafa hug á að fegra það. Sem betur fer fjölgar slíkum mönn- um með ári hverju og má nú heita, að skógræktin sé orðin hugðarmál hvers þess, er nokk- uð þykist að manni og hugsar um annað en munn sinn og maga. Virðist því engin vanþörf á, að kynna almenningi lög þessi í aðaldráttum og þá þeim fyrst og fremst, er skapa hið nýja viðhorf. Um meðferð kjarrs og skóga er sett mun fyllri ákvæði en áður og strangari reglur með afnotum þess. En nýmæli er það, að ráðherra getur tak- markað eða jafnvel bannað beit skóggróðurs, sem á gengur sakir ofbeitar, gegn fullum bótum fyrir afnotamissi og sé skóg- lendi í yfirvofandi hættu, má ráðherra jafnvel taka þau eignarnámi eða leigunámi gegn fullum bótum. Ætti þá að mega vænta þess, að héðan af verði tekið fyrir sorglega eyðing skóga vorra, ef ráðamenn skóg- ræktarmálanna brestur eigi kjark og dug til að fylgja þess- um ákvæðum eftir, þv víst er um það, að alþjóð manna mun með einu samþykki styðja þá í því starfi. En um það er óþarft að fjölyrða hér, því reglum um skógvernd skal útbýtt þar sem skógur er eða kjarr í sveitum. Aðalnýmælin er að finna í kaflanum um friðun og ræktun skóga. Eru þá fyxst ákvæði um að í byggingarbréfi jarða, sem eru ríkiseign, skuli ábúendur skyld- aðir til að hlífa svo skógi og kjarri, að hvorugt rýrni og hert þar á með því að heimila ráð- hera að friða einstök kjarr- eða skóglendi á jörðum þessum gegn lækkun afgjalds fyrir afnota- missi', Er þetta hin bezta brag- arbót en vel mættu fyrirmæli þessi vera víðtækari, því ekki virðast þau ná til prestssetra né heldur til alþjóðlegra stofn- ana, t. d. háskólans og Strand- arkirkju. Og víst er um, að þau ná alls ekki til jarðeigna sveitarfélaga, en það verður ekki séð að þörfin fyrri þau sé minni á þeim jörðum og engin veruleg vandkvæði á að láta sama yfir þær ganga. En bótin er, að þessu má breyta í hendi. Mest er þó um vert, að ráð- herra er fengin víðtæk heim- lenzka yrði að segja af sér og í stað hennar að koma ný stjórn, sem gæti notið fullkomins trúnaðar hinnar þýzku sigur- þjóðar. Hann mun hafa nefnt þrjá menn, sem hæfilegir mættu kallast í þessa nýju stjórn. Einn var þingmaður, annar kennari við háskólann, þriðji erlendur maður hér bú- settur. Þá mun það hafa legið í loftinu, að Guðbrandur sjálf- ur ætlaði sér ekki óveglegan sess í þessu ráðuneyti. Hann hafði um mörg ár verið í tveim flokkum sér til framdráttar. Nú sagði hann Alþýðuflokknum upp hlýðni og hollustu, til að vera algerlega óháður í hinni nýju aðstöðu. Þó að framkoma Guðbrands Jónssonar sé aðallega brosleg, þá hefir hún líka sína sorglegu hlið. Maður, sem hefir til að bera þá eiginleika, að þora að koma af götunni inn í stjórnar- ráð, og heimta stjórnarskipti til að þóknast útlendingum, og leyfa sér að óvirða íslenzka menn, með þvi að nefna nöfn þeirra í því sambandi, að þeir séu fúsir til að veita slíka þjón- ustu, er talandi tákn um hætt- ur yfirstandandi tíma. Að síðustu er hér flokkur með þrem þingfulltrúum og nokkr- um blaðakosti, sem vitanlega stendur undir stjóm valda- manna í Rússlandi, og tekur þaðan fyrirlag um aðgerðir í ís- lenzkum félagsmálum. Hér hefir verið dulbúinn nazistaflokkur um stund, og er hin skoplega framkoma Guðbrands einhvers konar þjónustusemi við þann flokk. Fylgismenn Einars Ol- geirssonar og Guðbrands Jóns- sonar gera sitt ítrasta til að spilla tvíbýlinu milli íslendinga og Englendinga meðan hernám- ið varir. Sú starfsemi er engan- vegin til gagns eða gæfu fyrir íslenzku þjóðina. Það er kominn tími til að ís- lenzka þjóðfélagið byrji sér- stakar varúðarráðstafanir út af framhleypni ábyrgðarlausra manna, sem taka sér fyrir hend- ur að bjóða erlendum þjóðum þjónustu sína í einni eða ann- arri mynd. Stundum koma þessi frumhlaup af ókunnug- leika á þjóðmálefnum íslend- inga og hygg ég að hin ógæti- legu ummæli Snæbjarnar Jóns- sonar séu runnin af þeirri rót. En Guðbrand Jónsson og Einar Olgeirsson er ekki hægt að af- saka á þann hátt, enda mun þar þurfa aðra lækningu. J. J. ild til að veita fé til skógrækt- ar og skóggirðinga og skal það nú nánar rakið. Skógrækt rkisins leggur til girðingarefni og kemur því á næstu höfn við girðingasvæðið. Hún leggur og til verkstjóra við að setja upp girðinguna, en skóggræðir leggur fram aðra vinnu við að koma henni upp. Síðan greiðir skógræktin y3 af viðhaldskostnaði girðinga fyrstu 15 árin. — Sé landið skóglaust fyrir, greiðir skóg- ræktin helming kostnaðar af trjágræðslu eða trjásáning í fyrstu. Að öðru leyti fer eftir samningi skógræktar og skóg- græðis um girðinguna og hvíla skyldur samkvæmt honum sem kvöð á landinu. í lögunum er einatt mælt svo fyrir, að eigandi eða nothafi skuli sjá um framlög til móts við skógræktarsjóð, og ber víst að skilja það svo, að ef landið er í leiguábúð skuli leiguliði leggja fram tillagið óskipt. Er hér sennilega gjört ráð fyrir, að um skipti eiganda og nothafa fari eftir ábúðarlögunum, en þar virðist hallað á leiguliðann sakir þess, að arður af sjálfri skógræktinni er miklum mun seintekngri en arður af öðrum jarðabótum, enda hún ein sú landbótin, er jafnt og þétt vex að verðmæti og trauðla fyrnist, ef nokkurt lag er á. — Leigu- liða ríkisins snertir þetta vænt- anlega ekki, því með girðingar- samningnum má sjá hag þeirra svo sannur sé á hafður. Sé lönd ríkisins ekki í ábúð, svo sem sandgræðslulönd þau, er það hefir tekið eignarnámi, ber ríkinu að standast allan kostnað af skóggræðslunni og gefst þá ríkisstjórninni færi á að sýna, hve ríkt henni er í hug að klæða landið. Ég hafði lagt til, að skóg- ræktarstyrkurinn færi eftir sömu reglum og j arðabótastyrk- urinn, en hann ber að greiða án afdráttar eftir því sem land- bótaorka þjóðarinnar vinnst til. Sama væntir mig að gilda eigi um skógræktina, að greiða beri styrk til gerðra skógarbóta og verði þá tillag til þeirra á fjár- lögum skoðað sem áætlun, eins og um j arðabótastyrkinn, ella mundi skógræktin enn sem fyr sett skör lægra en aðrar land- bætur, en þv mun alþjóð manna ekki una, er mér óhætt að full- yrða.*) Þá hefir Skógræktarfélag ís- lands verið viðúrkennt sem samband íslenzkra skógræktar- félaga og styrkur til þeixra *) Þröngsýnustu grútarsálir á þingi hafa sýnilega kviðið því, að hin nýju lög myndu baka ríkissjóði mikilla út- gjalda. Sá kvíði er alls óþarfur, skortur á fræi og stiklingum annars vegar og hörgull á skógarmönnum hins vegar mun langa stund halda fullnóg í fyrir þær. Andi Jóns Sigurðssonar og andi gullkeðjunnar Fyrir hér um bil hundrað ár- um lagði Jón Sigurðsson grund- völl að háskólamáli íslendinga, bæði með ritgerðum og á Alþingi. Hann ætlaðist til að komið yrði á fót menntastofnun.sem nefnd- ist þjóðskóli. Hún átti að svara þörf þjóðarinnar. Þar átti að veita almenna fræðslu, líkt og nú er gert í gagnfræða- og héraðs- skólum. Þar átti síðan að vera deild fyrir menntaskólafræði, og. þá embættamenntun, sem hægt væri að veita á íslandi. Jón Sigurðsson var í þessu sem öðru bæði stórhuga og þjóðræk- inn. Hann sá, að þjóðin þurfti að fá margbreytta kennslu í landinu sjálfu. Hann vildi sam- eina aðalfræðsluna, íslenzka skólamenntun, í einni stofnun, og kenna hana við þjóðina sjálfa. Jón Sigurðsson var svo víðsýnn, að hann sá enga ástæðu til að sundurskilja hina ungu íslend- inga með viðvaningslegu stétta- tildri. Hann leit á þjóðina sem eina heild. Hann vildi hafa i þjóðskólanum margar deildir, með misjöfnum verkefnum, allt eftir því, sem kalla mætti að þyrfti til að bæta úr þörf þjóð- arinnar. Jóni Sigurðssyni virðist ekki hafa komið í hug, að í þessu efni ætti að gera nokkum mun á menntaskólanemendum, gagn- fræðingum eða námsmönnum í embættadeildum. Þeir voru allir börn sömu þjóðar, og urðu að vinna hliðstæð verk í starfslífi þjóðarinnar. Á þeim fáu dögum, sem liðnir eru síðan kennsla byrjaði í húsi Jóns Sigurðssonar, er ekki sýni- legt að nokkuð hafi verið sér- bundinn því skilyrði, að héraðs- félögin séu deildir í því. Með því er Skógræktarfélagi íslands gjört jafnhátt undir höfði og Búnaðarfélagi íslands og því skipaður öndvegissess í skóg- ræktarmálunum. Ætti þá að mega vænta þaðan öflugrar for- göngu þeirra mála allra saman en það er mál fyrir sig og full þörf á að taka það til rækilegr- ar íhugunar áður líður. Nú er sumarvinnu skógar- manna vorra er lokið, væntist að þeir snúi sér að því að semja reglugjörðir þær og reglur, er skógræktarlögin gjöra ráð fyr- ir, svo að skógarvinum landsins gefist kostur á að hafa fullan viðbúnað til skógræktar næsta vor, eftir því sem ástæður eru til, en sérstaklega þykist ég þess fullviss, að ríkið láti nú ekki dragast lengur að hefja skógrækt í sandgræðslulöndum sínum, sjálfu sér til sálubótar en landslýðnum til fyrirmynd- ar. Magnús Torfason. staklega unnið að þvl að fram- kvæma hugsjónir hins mikla for- forgöngumanns. Aftur hefir þennan stutta tíma verið starfað af nokkrum velunnurum stofn- unarinnar að því að safna gjöf- um í gullmen, til að binda um háls forstöðumanna háskólans við hátíðleg tækifæri. Sá maður, sem einna mest hefir beitt sér fyrir þessari framkvæmd, er Guðbrandur Jónsson, sem segist vera doktor frá Greifswald í Þýzkalandi. Fjársöfnunin hefir gengið fremur greiðlega, og mun gullmenið verða tilbúið til af- nota innan skamms tíma. Samskotin í gullbandið til handa háskólarektor munu bet- ur gerð en ógerð. í hverri stórri stofnun þarf bæði alvarlegar framkvæmdir og nokkrar at- hafnir til að fullnægja hinum barnalegri þáttum sálarlífsins. Sá hugsunarháttur, að tryggja hinni ungu og veikbyggðu stofn- un gullmen handa forstöðu- manninum, getur verið gagnleg- ur. En það mun varla heppilegt, að láta anda gullmensins ein- ráðan í háskólabyggingunni. Andi Jóns Sigurðssonar þarf að vera þar ráðandi fremur en nokkur önnur áhrif. Fyrir þá, sem nú lifa og hafa einhver afskipti af fjárveiting- um og þar af leiðandi stjórn há- skólans, er einsætt að rannsaka fyrst,hvaða grundvöll stofnand- inn hefir lagt,að því er snertir starfsemi háskólans, og 'byggja síðan á þeirri undirstöðu.- Jón Sigurðsson hefir gefið stofnuninni nafn, þjóðskóli, sem vel fer á að taka upp, og lögfesta síðan erlenda heitið á háskólum í nýjum stofnlögum. Þetta var gert í Landsbankalögum, að því er snerti þá stofnun. Annað og meira atriði, er að fylgja stefnu Jóns Sigurðssonar í því að starfrækja í stofnuninni margar deildir, er stefna að mis- jöfnum verkefnum. Auk þeirra embættadeildar, sem þar starfa nú, ætti að koma stofnun vegna kennaramenntunar, viðskipta- háskólinn, tónlistarskóli, fram- haldsnám í búfræði, siglinga- fræði o. s. frv. Þjóðskóli Jóns Sigurðssonar þurfti að bíða heila öld eftir að fá þak yfir höfuðið. Þess vegna koma nú til greina mörg atriði, sem ekki var tímabært að tala um á árunum næst eftir 1840. En ég vil leyfa mér að benda á nokkur atriði, sem ég hygg að einsætt megi kalla eðlilegt fram- hald á stefnu Jóns forseta í þ j óðskólamálinu. Jón Sigurðsson myndi vafa- laust hafa viljað hafa sérstakan húsbónda til að sinna uppeldi (Framh. á 4. síSu) Jón forseti o í blöðum Sjálfstæðisflokks- ins er það iðulega látið í ljós, að Jón Sigrurðsson forseti hafi vcrið fylgismaður kaupmanna og andvígur samvinnufélög- um. Hefir því jafnvel verið haldið fram, að Jón hafi verið svo mikill kaupmannasinni, að hann myndi nú kollfalla í þingkosningum í Þingeyjar- sýslu! Á verzlunarþinginu í vor reyndi formaður verzlun- arráðsins að vitna í Jón til stuðnings kaupmannamál- staðnum. Til að taka af allan vafa um þetta efni, þykir Tímanum rétt að birta nið- urlagið á hinni ítarlegu grein um verzlunarmálin, sem Jón reit í Ný félagsrit 1872. f fyrra hluta greinarinnar skýrir Jón ítarlega frá Gránufélaginu og fleiri verzlunarsamtökum bænda. í niðurlagi greinar- innar, sem hér fer á eftir, ræðir hann um þá galla, sem menn telja að fylgt geti slík- um verzlunarfélagsskap, og má glöggt marka á svörum hans við þeim fullyrðingum, hvort Jón hafi staðið nær málstað kaupmanna en kaup- félaga. „Vér þykjumst sjá, að landar vorir muni fljótt taka á skarp- leika sínum og finna töluverða agnúa á þessum félaga-sam- tökum. Vér vitum með vissu, að oss er ekki sú gáfa gefin að finna þá alla, en vér þykjumst g kaupíélögin geta fundið tvo, sem eru hug- unarverðir; fleiri sjáum vér ekki að sinni, sem oss þykja hættu- legir. Menn geta sagt, að þessi fé- lög sé til þess að eyðileggja alla kaupmenn, alla fasta verzlun á landinu, alla kaupstaði, og undir eins og félögin dragi alla verzlun undir sig, þá leiði þau til þess, að gjöra alla bændur kaupmönnum, eða með öðrum orðum: að gjöra alla verzlun landsins að vitleysu, því enginn bóndi geti verið kaupmaður jafnframt, eptir því sem nú hagar til, nema til þess að skemma hvorttveggja bæði fyrir sér og landinu. Þetta er ekki ó- sennilega talað, ef það væri svo hætt við að sú aðferð yrði höfð, sem leiddi í þessa stefnu; en hér er ekki hætt við því. Sú stefna, sem verzlunarfélögin taka, er að oss virðist allt öðru- vísi, og hættulaus. Það er nú fyrst, að ekki er að gjöra ráð fyrir, að allir menn, hver einn einstakur, gangi í þessi verzl- unarfélög; þar munu æfinlega verða nógir eftir handa kaup- mönnum, þeim sem hafa lag á að koma sér betur eða gefa betri prísa, að vér ekki nefnum hina, sem eru skuldbundnir með ár- gjaldi til að verzla við kaup- menn æfilangt alla æfi sína. Þar næst má gjöra ráð fyrir, að félögin verði ýmsum breyting- um undirorpin, svo að þau stækki nokkuð stundum, en minnki aftur stundum, sam- eini sig stundum, en klofni aft- ur stundum. Enn má og gjöra ráð fyrir, að margir verði þeir, sem þyki óhættara að verzla við vissan kaupmann, en að bendla sig við félag í því efni. En það sem er aðalatriðið hér er þó, að bændur geta haldið áfram að vera bændur þó þeir sé í verzl- unarfélögunum, og það jafnvel betri bændur en áður, þegar þeir geta haft not af félögunum, ekki einungis til þess að útvega sér betri og hagkvæmari nauð- synjaáhöld en fyr, heldur og til að útvega sér meiri ágóða af atvinnu sinni. Það eina, sem bóndinn þarf að hugsa um, það er hvernig reikningar hans falla við félagið, og hvernig honum virðist um stjórn þess og aðfar- ir, en þetta leggur sig sjálft, og ef bóndinn gætir nokkuð að hag sínum á annað borð, þá verður hann eins að gefa gaum að viðskiptum sínum við kaup- manninn eins og við félagið. — Öll verzlunarfélögin hafa álitið það nauðsyn, eins og líka er, að kjósa sér forstöðumenn. Það liggur í augum uppi, og félags- ins hagur krefur þess beinlínis, að til framkvæmdarmanns verður sá kosinn, sem bezt þykir til þess fallinn, og einkanlega sá, sem þykir helzt hafa vit á verzlun og kunna að henni. Gagn félagsmanna sjálfra heimtar, að sem flestir gangi í félagið, og leggi til fé, því þess meira, sem félagið hefir undir höndum að efnum til, þess betri kjör fær það í viðskiptum er- lendis, og þetta er beinn ávinn- ingur fyrir félagið og hluta- menn þess, eins og liggur í aug- um uppi, þar sem sá, sem getur fengið bæði betri kaup og af- slætti, en hinn, sem þarf á láni að halda, verður að ganga fyrir ýmsra manna dyr, eyða tíma og fá að síðustu annaðhvort ekk- ert, eða lán með afarháum leig- um og kostnaði, sem allt legst á vöruna, og þykir gott ef hann neyðist ekki þar á ofan til að sleppa öllum ráðunum við lán- ardrottinn, sér og félaginu í stærsta skaða. Þegar félags- menn fara nú að sjá slíkan hagnað sinn, þá leiðir þar af sjálfsagt, að þeir þurfa að hafa forstöðumann, sem fylgi verzlun þeirra utan og innanlands; hag- ræði þeirra knýr þá enn frem- ur til að búa um verzlun sína í kaupstað, þar sem hægast er um hafnir, aðsókn úr héruðum, o. fl.; forstöðumaður getur ekki einn staðið fyrir allri verzlun, þess vegna verður að taka fleiri, og með því móti alast upp ung- ir menn, sem smásaman kom- ast til verzlunarmenntunar. Þessi stefna virðist oss vera öldungis eðlileg, og ekki þurfa að vekja neinn ótta eða kvíða. Þó að svo bæri við, sem vel gæti verið, þegar allt væri svo frjálst og félagslegt sem hér yrði, að stundum yrði menn gerðir að forstöðumönnum félags um nokkur ár, og væri þá í kaup- stað eða í förum, en færi síðan frá því og færi að búa í sveit, þá virðist oss þetta ekki ótta- legt. Þvert á móti, vér spáum góðu af því fyrir land og lýð, því oss virðist það vera sama lag eins og var i fornöld, og fram á sextándu öld, meðan verzlanin var frjáls, að menn voru við verzlun eða í förum meðan þeir voru ungir, en settust í bú eða embætti þegar þeir fóru að eld- ast, og eru þetta dæmi um hina beztu höfðingja á landi voru, eins og þess eru dagleg dæmi annars staðar. Það geta menn og sagt, að þegar félagsverzlanin fari fram á þennan hátt, sem hér er gjört ráð fyrir, þá sé ekki lík- legt að félögin geti selt eða keypt með betri kjörum en kaupmenn, en ef félögin ekki geti það, þá sé ekkert gagn í þeim; aftur á móti ef þau geti það, þá eyðileggi þau kaup- mennina, og þegar það sé búið, þá einoki þau allt landið ver en nokkurntíma áður. Þegar menn tala á þennan hátt, þá gá menn ekkert að því, að ef svo væri, að kaupmenn seldi og keypti með sama verði og félög- in — sjálfsagt með því fororði, að félögunum væri vel stjórnað, og hvorirtveggja flytti jafngóð- an varning — þá væri þetta einmitt félögunum að þakka, því kaupmanni væri annað hvort nauðugur einn kostur, að halda til jafns við félögin í öll- um kaupum og sölum, eða að verða af allri verzlun; eða að öðrum kosti hefði hann þá lík- lega von um að geta sligað fé- lagið, með því að yfirbjóða það, eins og Höpfner gjörði ráð fyr- ir að fara með Gránufélagið í fyrra — og hugsaði sér svo að vinna upp á eftir það sem hann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.