Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 2
422 TlMI]\N, fimmtudagmn 31. okt. 1940 106. blað Mýtt landnám Framlög ríkisins til nýbýlamynd- unar og cndurbyggínga í sveitum landsins þurfia ad margfialdast §tríðs^róðinn og skattaundanþá^an ■gímtnn Fimmtudaginn 31. oht. Dýrtíðín Blöð Sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokksins halda stöðugt áfram ásökunum á meiri hluta kjötverðlagsnefndar fyrir á- kvörðun nefndarinnar um kjöt- verðið. Virðist svo sem þessi blöð telji hækkun kjötverðsins höfuðorsök vaxandi dýrtíðar í landinu. Eitt þeirra, Morgun- blaðið, fer þó venjulega al- mennum og óákveðnum orðum um dýrtíðina, án þess að ráð- ast beint að fulltrúum bænd- anna í kjötverðlagsnefnd. Er þó auðskilið að þangað er skeyt- unum stefnt, og sést það bezt þegar athugað er, hvaða út- gjaldaliðir hafa mest áhrif á afkomu fólksins í kaupstöðun- um. Húsaleigan hefir ekki hækkað. Farmgjöld hafa mikil áhrif á vöruverðið, en ekki hafa blöð Sjálfstæðisflokksins haldið því fram, að Eimskipafélagið' hafi hækkað farmgjöldin úr hófi fram. Verðlagsnefnd lítur eftir álagningu á erlendar vör- ur, og auk afskipta hennar hef- ir samkeppni kaupfélaga og kaupmanna áhrif á vöruverðið. Nýlega fengu kaupmenn þakk- arávarp í blöðum Sjálfstæðis- flokksins fyrir drengilega bar- áttu gegn dýrtíðinni. Að vísu mun Kron hafa auglýst verð- lækkun á undan kaupmönnum, en hvað sem því líður, sýnir þakklæti Sjálfstæðisblaðanna að þau telja ekki að verzlan- imar eigi sök á vaxandi dýrtíð, með því að leggja óhæfilega mikið á aðfluttar vörur. Er þá fátt ótalið, sem máli skiptir, annað en innlendu afurðirnar, og sést af þessu ,að það er skoð- un Mbl. að sökin sé aðallega hjá bændunum og forráðamönnum þeirra, fyrir að ákveða of hátt verð á landbúnaðarvörum á innlendum markaði. En þó að Mbl. virðist hálf- feimið við að láta þessa skoðun koma greinilega fram, er allt öðru máli að gegna um annað aðalblað Sjálfstæðisflokksins, Vísi. í forystugrein blaðsins s. 1. mánudag er því haldið fram, að flokkur forsætisráðherra hafi forustuna í að hækka verð- lagið, og er þar átt við verðið á landbúnaðarframleiðslunni. Þá heldur Alþýðublaðið áfram aðfinnslum út af kjötverðinu, og nýlega birtust í því blaði dylgjur um, að samvinnufélög bændanna hefðu óhæfilega mikinn hagnað af verzlun með landbúnaðarafurðir. Alþýðubl. heldur því fram, að með ákvörð- un kjötverðsins í haust hafi bændur hlotið meiri tekjuhækk- un en þeim ber, samanborið við aðrar stéttir. Engin rök færir blaðið fram til stuðnings þess- ari fullyrðingu, enda munu þau torfundin. Blaðið hefir ekki svarað þeim fyrirspurnum, sem Páll Zóphóníasson beindi til þess hér í blaðinu fyrir skömmu, um hækkun á tekjum verka- manna og sjómanna. Hækkun á tímakaupinu, ein út af fyrir sig, gefur ekkert til kynna um hækkun á tekjum verkamanna og sjómanna, og víst er, að tekjur þeirra stétta hafa hækk- að hlutfallslega miklu meira á þessu ári heldur en hækkun tímakaupsins nemur. Alþbl. forðast að nefna þetta þýðing- armikla atriði, og meðan það getur ekki fært rök fyrir þvi, að tekjur bændanna hafi hækk- að hlutfallslega meira en tekj- ur verkamanna og sjómanna, er samanburður þess á þeim stétt- um og fullyrðingar um ágengni bændanna eintóm markleysa. Staðhæfingar blaðanna um að Framsóknarflokkurinn hafi horfið frá þeirri stefnu, að reyna, að halda dýrtíðinni í skefjum, hafa eigi við nein rök að styðjast. Hins vegar mun e. t. v. einhverjum finnast, að nokkur stefnubreyting sé orðin hjá blöðum Sjálfstæðisflokks- ins, sem hafa nú tekið að sér að bera fram kröfur um hækkanir á öllu kaupgjaldi í landinu og krefjast þess, að hlutfallslega meiri kaupuppbætur verði veitt- ar frá næstu áramótum heldur en áður hafa verið greiddar. Sk. G. I. Árið 1935 voru samþykkt á Alþingi lög um nýbýli og sam- vinnubyggðir. Strax á næsta ári hófust framkvæmdir eftir þeim lögum, og á þeim árum, sem síð- an eru liðin, er búið að veita styrki og lán til rúmlega 250 ný- býla, viðsvegar á landinu, og munu þær fjárveitingar nema samtals nokkuð yfir 1 miljón króna. Þó að þær framkvæmdir, sem þegar eru orðnar í nýbýlamál- inu, séu mikilsverðar, og hafi forðað mörgum fjölskyldum frá að hrekjast úr sveitunum til kaupstaða og sjávarþorpa, má segja að þær séu aðeins tilraun- ir og byrjun á því mikla og nauðsynlega verkefni, sem fyrir liggur, að fjölga svo býlunum í sveitum landsins,að fólksflutn- ingar þaðan til kaupstaðanna geti stöðvast. Það er þjóðar- nauðsyn, að allir þeir, sem vilja mynda heimili í sveitum og skapa sér þar atvinnu við bú- skap, eigi þess kost og að þeim sé veittur óhjákvæmilegur stuðningur til þess að komast yfir byrjunarerfiðleika land- nemans. II. Síðan nýbýlalögin komu til framkvæmda hafa fjárhagsá- stæður í landinu verið þannig, að ekki hefir verið hægt að full- nægja þörfinni fyrir stofnun nýbýla nema að nokkru leyti. Vegna gjaldeyrisskorts hefir orðið að takmarka innflutning byggingarefnis, og sökum al- mennra fjárhagsörðugleika hafa möguleikar ríkisins til fjár- framlags í þessu skyni verið mjög takmarkaðir. Nú eru aft- ur á móti horfur á, að ríkið geti þegar á næsta ári stórauk- ið fjárframlög til landnámsins, ef möguleikar þess til tekjuöfl- unar verða ekki skertir. Skatta- og tollalöggjöfin, sem nú gildir, er við það miðuð, að gefa ríkis- sjóði nægar tekjur á kreppu- tímum eins og þeim, sem verið hafa að undanförnu. Fyrirsjá- anlegt er, að skattatekjur ríkis- ins aukast mjög á næsta ári, og tolltekjurnar sömuleiðis, vegna þeirrar breytingar, sem orðin er á gjaldeyrisástandinu og auk- inna viðskipta, sem fylgja þeirri breytingu. Ríkistekjurnar hljóta því að fara mikið fram úr áætl- un fjárlaganna á næsta ári, og ríflegan hluta af væntanlegum tekjuafgangi ríkissjóðs á að nota til stuðnings heimilafjölg- un í sveitum landsins. HÖFN í BAKKAFIRÐI (íbúar 45) Þorpið tilheyrir Skeggj astaða- hreppi, og er hann eigandi að tæpum þriðjung þess lands, sem það stendur á. Hitt er einkaeign. Landið er frekar lítið, grýtt, leirblandið og frjóefnasnautt og því sérstaklega erfitt til rækt- unar. Aðalbyggðin er á örlitlu nesi, er gengur fram í Bakka- fjörð. Austan við nesið myndast dálítill vogur og skýlir Kötlu- nes honum að austan. Vogurinn er frekar grunnur og ófær stór- um skipum, en vel geta smá- bátar legið þar að sumrinu, nema í norðaustanátt. í fjör- unni upp af vognum er aðal- vinnupláss sjómanna í þorpinu, og þar eru bátamir settir á land. Meðfram sjónum eru alls- staðar háir bakkar og undir- lendið neðan þeirra (fjaran) er svo lítið, að ekki eru bátar þar öruggir í stórbrimum á vetrum. Bakkar þessir torvelda mjög sjósókn og hagnýtingu aflans í Höfn. Verða sjómennirnir að bera aflann á bakinu upp á bakkana, þangað sem söltunar- húsin standa. Lyftitæki með hreyfli mun þó hafa verið sett upp fremst á nesinu, en ekki voru þau notuð í sumar. Athug- III. Um nokkur undanfarin ár hefir verið tilfinnanlegt at- vinnuleysi í stærstu kaupstöð- unum og nokkrum kauptún- anna, en í kjölfar þess hefir siglt vaxandi framfærslubyrði bæjar- og sveitarfélaga. Á þessu hefir orðið allmikil breyting til batnaðar á yfirstandandi ári. Veldur þar mestu stundarvel- gengni sjávarútvegsins, og enn- fremur hefir hertaka landsins haft í för með sér töluverða at- vinnuaukningu í taili. Óneitan- lega er mikil hætta á því, að batnandi atvinnuástand í kaupstöðunum nú um stund, verði til þess að ýta undir á- framhaldandi fólksflutninga þangað úr sveitunum. Margir eru bjartsýnir, þegar vel gengur, og e. t. v. telja ýmsir, að varan- leg breyting sé orðin í atvinnu- málum kaupstaðanna. Því mið- ur er hæpið að álykta þannig, og má búast við að aftur sæki í fyrra horfið, þegar minnst varir. Þó að brezka herliðið hafi veitt verkamönnum í kaupstöðunum nokkra atvinnu um tíma, vona allir, að það hverfi héðan sem fyrst, og einnig má gera ráð fyrir verðhruni í lok ófriðarins, sem hlýtur að hafa í för með sér minnkandi tekjur hjá þeim, sem vinna við sjávarútveginn. Má telja fullvíst, að þá verði erfitt að finna verkefni í kaup- stöðunum fyrir allan þann fólksfjölda, sem nú er þar heim- ilisfastur, og áframhaldandi aðstreymi fólks til kaupstað- anna hlýtur að hafa í för með sér vaxandi erfiðleika fyrir bæjarfélögin áður langt líður. Er það því eitt af þýðingarmestu verkefnunum, sem fyrir liggja, að skapa möguleika til stofnun- ar nýbýla í sveitum landsins í svo stórum stíl, að allir, sem þess óska, geti myndað þar heimili og hafið búskap í stað þess að keppa við íbúa kaup- staðanna um þau takmörkuðu viðfangsefni, sem þar eru fyrir höndum. IV. Aðflutt byggingarefni er nú í mjög háu verði af völdum ó- friðarins, og verður því að fresta húsabyggingum í land- inu, að svo miklu leyti sem mögulegt er, þangað til bygg- ingarkostnaðurinn lækkar aft- ur. Er þvi rétt að leggja til hlið- ar hluta af nýbýlafénu, sem síð- ar verði notaður til lána og styrkveitinga, þegar hægt verð- ur að ráðast í húsabyggingar á uð hefir verið lendingarbót fremst á nesinu, og er hún ekki álitin ýkja dýr. Til þess að hún komi að verulegu gagni, þyrfti jafnframt að gera þar nokkra uppfyllingu svo að nægilegt vinnupláss fengist, svo og að byggja bílgengan veg upp á bakkana. í Höfn er fátt eða ekkert um félagsleg þægindi, enda er hér aðeins að ræða um mjög fá- mennt fiskiþorp, sem fátt hef- ir sér til ágætis, nema nálægð við góð fiskimið. Innan við Höfn, í um 4 km. fjarlægð, er jörðin Bakki, sem hefir nokkra tugi ha. af góðu ræktunarlandi, en lendingarskilyrði eru þar hins- vegar erfið. Að Höfn hefir undanfarin ár safnazt hinn mesti fjöldi af að- komubátum til sumarróðra, og hafa það því nær eingöngu ver- ið Færeyingar. í sumar gengu úr Höfn 29 hreyfilbátar, þar af 21 frá Færeyjum. Kjör viðlegubát- anna eru þau, að hver bátur lætur 1/11 hlut af afla, og fær í staðinn húsnæði fyrir skips- höfn og til söltunar á afla, beit- ingapláss, uppsátur, afnot af ís- kassa til beitugeymslu og nægan ís. Auk þess fær hver skipshöfn lamb á haustin. Er það gömul nýbýlunum. En þó byggingar- framkvæmdum sé frestað að mestu leyti meðan ófriðurinn stendur, er hægt að vinna mjög mikið að býlafjölguninni á ann- an hátt, með framræslu og ræktun landsins. Fyrir nokkru hafa verið á- kveðin jarðakaup ríkisins í Ölf- usi, og vafalaust getur ríkið fengið keypt stór og álitleg landsvæði á fleiri stöðum, þar sem m. a. væri hentugt að gera tilraunir með stofnun sam- vinnubyggðar. Strax á næsta ári þarf að verja miklu fé til kaupa á landi og ræktunar, en auk þess þarf að veita einstök- um mönnum, sem hafa land til umráða og ætla að stofna ný- býli, lán og styrki til ræktunar- framkvæmda. V. Um leið og stofnað verður til mikillar heimilafjölgunar í sveitum landsins, er nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til varnar því, að jarðir, sem nú eru byggðar og byggilegar eru, leggist í eyði. Síðustu árin hef- ir ríkið lagt fram styrki til end- urbygginga á -jörðum, og munu þær styrkveitingar vera orðnar samtals nokkuð yfir 400 þús. kr. Mikið vantar þó til að þörfinni fyrir endurbyggingarstyrk hafi verið fullnægt með þessari fjár- hæð. Er því óhjákvæmilegt að hækka fjárveitingarnar til end- urbygginga í sveitum, og er þess að vænta að fjárhagsafkoma ríkissjóðs á næsta ári verði þannig, að þá strax verði hægt að hækka framlagið til þessara framkvæmda. Vegna þeirrar stöðvunar á byggingum, sem ó- friðurinn veldur, yrði þetta fé lagt í sjóð, sem nota mætti til að mæta mikilli og aðkallandi þörf fyrir byggingarstyrk, þegar stríðinu lýkur. VI. Eins og áður hefir verið nefnt, hafa verið stofnuð um 250 ný- býli á síðustu fjórum árum. Það er aðeins lítil byrjun þess, sem koma skal. Nú þarf ný stór á- tök til býláfjölgunar í sveitun- um. Einstakir menn, sem hafa ráð á nothæfu landi, þurfa að fá aðstoð til nýbýlastofnunar eins og að undanförnu, en auk þess þarf við fyrsta tækifæri að gera tilraunir með samvinnu- byggð, þar sem góð skilyrði eru fyrir hendi, og ætti nú þegar að hefjast handa um rætkuhar- framkvæmdir á þeim stöðum. Nú er sérstakt tækifæri til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, sem ekki má láta ónotað. Með því að láta skatta- og tollalöggjöf- ina haldast óbreytta i aðalat- riðum, og gæta að öðru leyti hagsýni í ríkisbúskapnum, má vænta þess að ríkissjóður hafi mikinn tekjuafgang á næsta ári. Þann tekjuafgang á að nota að nokkru leyti til að venja, sem ávallt hefir haldizt. í þorpinu eru 6 heimilisfastir hreyfilbátar og er það nægilegt núverandi fólksfjölda. Vanaleg- ur veiðitími er maí—ágúst. Handfæri eru notuð framan af vertíðinni, en síðan lína. Til beitu er notuð síld, sem sjó- menn veiða sjálfir í net, eða fá hjá síldveiðiskipum. Síldin er svo geymd í ískössum, og er snjó til þess safnað að vetrinum í snjógeymsluhús, sem er í þorpinu. Að öllum jafnaði er aflasælt í Bakkafirði og ekki langt til miða. Talið er að 100 skpd. fiskjar sé meðalafli á bát yfir vertíðina. Nothæf lifrarbræðslu- tæki eru í þorpinu. Hinsvegar fer allur fiskúrgangurinn í sjó- inn, og eru það mikil verðmæti, þegar þess er gætt, að þarna berast oft á land 2—3000 skpd. fiskjar árlega. Um þetta valda miklu hin erfiðu lendingarskil- yrði, sem áður er greint frá, svo og hitt, að land er þarna lítið og illræktanlegt, og ræktunaráhugi ekki mikill. Allar fjölskyldur í þorpinu hafa búskap og ræktunarafnot, og mun láta nærri, að ræktað land sé liðlega 13 ha. Um sæmi- lega ræktanlegt land er varla að ræða í þorpinu. Hið litla undirlendi, sem þar er, eru grýttir og leirbomir melar, sem eru með afbrigðum erfiðir til ræktunar. Minnir jarðvegurinn einna helzt á illa gerða stein- steypu. Slíkri jörð þarf að marg- Árferðið hér á landi er með alveg sérstökum hætti nú sem stendur. Fyrir einu til tveimur árum síðan var ástandið í atvinnu- málunum þannig, að annar að- alatvinnuvegur landsins, sjáv- arútvegurinn, stóð mjög höllum fæti, og þing og stjórn sá ekki annað fært, en 'að grípa til hinna róttækustu ráðstafana honum til stuðnings. Stórút- gerðinni var veitt undanþága frá sköttum til opinberra þarfa og verðgildi íslenzkra peninga var stórlega fellt o. fl. Öllum er það ljóst, að til slíkra ráðstafana er ekki gripið nema brýn nauðsyn beri til, enda var um þetta almennt samkomulag og enginn taldi þær eftir. En eins og sjá má af því, hve ráðstafanir þessar voru róttækar, var að sjálf- sögðu gengið út frá því, að þær nægðu til viðréttingar á svip- uðum tímum og þeim er voru, er hjálpin var veitt. Þá var verðlag lágt og sölutregða á af- urðunum, — en ekkert stríð. — Tímarnir breyttust óvænt og stórkostlega. Styrjöldin skall á lækka ríkisskuldirnar, en að öðru leyti til stuðnings hinu nýja landnámi í sveitunum og nauðsynlegra ráðstafana til framdráttar öðrum höfuðat- vinnuvegi landsmanna, sjávar- útveginum. Með því að verja miklum fjármunum til hins nýja landnáms, verður bezt unnið gegn þyí að fólk hópist fyrirhyggjulaust til kaupstað- anna vegna þeirrar velgengni, sem þar virðist vera nú um stund, og valdi þar auknu at- vinnuleysi og erfiðleikum, þegar verðfallið skellur yfir. Ráðstafanir til stóraukinnar ræktunar og heimilafjölgunar í sveitum landsins eru nauðsyn- legar til tryggingar efnalegri af- komu þjóðarinnar. En þar me'ð er aðeins hálfsögð sagan um þýðingu þessa máls. Láta mun nærri, að nú sé þriðji hver mað- ur á landinu búsettur í höfuð- stað þess, og þar að auki fjöl- menni í öðrum kaupstöðum. Án þess að varpa nokkrum skugga á kaupstaðina og þá, sem þar búa, mun óhætt að fullyrða, að þjóðfélaginu verður heilladrýgst að sem allra flest af því unga fólki, sem á að erfa landið, fái að njóta þeirra hollu uppeldis- áhrifa, sem sveitirnar geta veitt. Að því er stefnt með fjölg- un heimila í byggðum landsins, og það fjármagn, sem notað verður til þeirra framkvæmda, mun gefa margfaldan ávöxt, þegar tímar líða. Sk. G. bylta og blanda hana mold- myndandi efnum. í þessu efni gæti þó mikið óunnizt, ef hinn geysimikli fiskiúrgangur, sem allur fer í sjóinn, væri gjörnýtt- ur sem áburður. Uppskera og búfénaður árið 1939 var sem hér segir: Taða 600 hestb., úthey 300 hestb. (því nær allt sótt inn í sveit), kart- öflurækt ekki teljandi. Kýr 12, sauðfé 400, hestar 10. Mjög illt er til þess að vita, að staður, sem liggur jafnnærri fengsælum fiskimiðum, eins og Höfn, skuli hafa jafnerfið lend- ingarskilyrði og vera eins fá- tækur af ræktanlegu landi svo sem raun ber vitni um. Vegna þessarar vöntunar, verður þar tæplega um fólksfjölgun að ræða, svo nokkru nemi. Lend- ingarbætur — jafnvel þótt þær kosti allmikið fé — geta þó átt fullan rétt á sér í Höfn, ef þar yrði framtíðarveiðistöð fyrir að- komubáta að vori og sumri. Bendir margt til þess, að Höfn sé í því efni með álitlegustu stöðum, og má í því sambandi minna á, að færeyskum fiski- mönnum hefir þótt tilvinnandi að koma þangað árlega til að stunda róðra nú um margra ára skeið. SKÁLAR Á LANGANESI (íbúar 52). Skálaþorp sterrdur því nær yzt á sunnanverðu Langanesi í ofurlítilli dæld, sem þar er í hálendinu. Mun þorpið frekar og ofan á allar ivilnanirnar og hlunnindin, sem nægja áttu til viðréttingar útvegnum á'venju- legum tímum, kom stríðsgróð- inn, almennari og meiri en nokkurn mann hafði órað fyr- ir, og er á allra vitorði, að sá gróði er orðinn mjög mikill. Ástæða er til að veita því at- hygli, að á sama tíma, sem viss stétt manna safnar geysi mikl- um stríðsgróða, og býr við und- anþágu á skattgreiðslum til op- inberra þarfa, standa ríkis- og bæjarsjóðir uppi fjárvana og eru þess ekki umkomnir að greiða neitt af gömlum skuldum sín- um, þungum og aðkallandi, nema með nýjum lántökum. Stríðsgróði hinna einstöku fyr- irtækja safnast upp í bönkun- um sem innieignlr þar, í svo stórum stíl, að bankarnir eiga örðugt með að ávaxta féð, en hinir sameiginlegu sjóðir lands- mannanna allra standa tómir og skuldum hlaðnir. Mun ekki æði mörgum verða á að spyrja, hvort hér sé ekki stefnt í óefni og nokkurrar ó- heilbrigði kenni í fjárhagsmál- unum. Það er á það bent, -að fram- leiðslustéttirnar, einkum út- vegurinn, hafi átt að undan- förnu við erfiðleika að stríða, og nauðsyn beri til að nota stríðsgróðann til þess að safna í sj óði til vondu áranna,sem koma muni, og til þess að endur- nýja framleiðslutækin. Skatta- lögin séu þannig, að verði skatt- greiðsluundanþágan afnumin, þá fari allur gróðinn í skattana. Nú verður tæplega um það deilt, að striðsgróði stórútgerð- arinnar er þegar orðinn svo stórkostlegur, að hún muni geta lagt ríflega til hliðar af hon- um, þó að henni væri gert að greiða all verulega skatta. — Því þá ekki að leggja á nýjan skatt og það með bráðabyrgða- lögum, stríðsgróðaskatt, — und- anþága sú, sem nú er, héldist að öðru leyti, — skatt, sem stillt væri þannig í hóf, að ríflegar upphæðir væru samt til sjóð- söfnunar. — Mætti síðan skipta hinum nýja stríðsgróðaskatti eftir nánari ákvæðum milli rík- is og bæja. Að halda mikið lengra á þeirri braut, sem nú er stefnt eftir, í þessum málum, getur tæplega talizt hyggilegt eða gætilegt. Að einstakar stéttir raki sam- an miljóna gróða á stríðs- ástandinu, án þess að greiða' skatt af honum, er óviðunandi þegar þess er gætt, að rikið og bæjarfélögin skortir fé ti’ skuldalúkningar og margra nauðsynlegra framkvæmda. Búi. talið tilheyra Norðurlandi held- ur en Austfjörðum og er svo um öll sjóþorp í Norður-Þingeyjar- sýslu. Meðfram sjónum á Skál- um eru háir bakkar, en undir- lendið fyrir neðan þá er svo lít- ið, að ekki er þar tryggt upp- sátur fyrir báta að vetrarlagi. Mjög brimasamt er á Skálum í sunnan- og suðaustanátt, og þá tíðast ólendandi. Fyrir um það bil 20 árum var byggður of- urlítill hafnargarður til endur- bóta lendingunni, en svo illa tókst til, að fé var eigi nægjan- legt til þess að fullgera hann. Afleiðingin varð sú, að í stór- brimum berst grjót yfir hafnar- garðinn inn í lendinguna, svo að hún spillist ár frá ári. Er nú komin uppfylling af stórgrýti, þar sem áður var sæmilegur lendingarstaður. Kunnugir menn telja, að ef hafnargarð- urinn væri hækkaður nægilega mikið, og jafnframt lengdur um nokkra metra, myndu lend- ingarskilyrði á Skálum batna svo mikið, að tæplega þyrftu sjóinenn að sitja þar í landi vegna brims, ef nothæft sjó- veður væri á annað borð. Verði hins vegar ekkert við lending- una gert, munu varnirnar fyll- ast smátt og smátt, svo þar verður með öllu ógerlegt að stunda sjó. Nú er aðeins hægt að sækja sjó frá Skálum yfir tímabilið júní til ágúst, en sennilega nægur fiskur örstutt undan, mestan hluta árs. Á Á Skálum er löggilt höfn. Botn Jens Hólmgeirsson: Frá AnNtfjórðnm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.