Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 4
424 TÍMIM, fimmtiidagmit 31. okt. 1940 106. blað Auglýsing iim dráttaryexti. Samkvæmt ákvæðum 45. g'r. laga ur. 6, 9. jan. 1935 og' úrskurði samkvæmt tjeðri laga- grein falla drátarvéxtir á allan tekju- og eigu- arskatt, sem féll í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur 15. júli 1940 og ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi föstudaginn 8. nóvem- ber ntestUomandi. Á l>að, sem greitt verður eft- ir þann dag falla dráttarvextir frá 15. júli 1940 að telja. Skattinn ber að greiða á tollstjóraskrifstof- unni í Hafnarstræti 5. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 1-4, nema laugardaga kl. 10-12. Y egna eklu á skiptimynt væri æskilegt að Lögtak. Eftir kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur, og að undangengnum úrskurði, verður lögtak látið fara fram til tryggingar ógreiddiun útsvörum til bæjar- sjóðs Reykjavíkur, sem lögð voru á við aðalniður- jöfnun s. 1. vor og féllu í gjalddaga að Vs hluta mánaðarlega 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október þ. á., en það eru útsvör allra þeirra gjaldenda, sem ekki greiða útsvör sín samkv. a - og b.-lið 1. gr. I. nr. 32, 12. febr. 1940 um breyting á 1. nr. 106, 23. júní 1936, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, séu þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavík. BJÖRN ÞÓRÐARSON. Atvinnnlevsisskvrslur —°.GAMTA BÍÓ MAÐURIM MEÐ MÖRGU MDLITIN THE MAGNIFICENT FRAUD Amerísk kvikmynd frá Paramount. Aðalhlutverkin leika: AKIM TAMIROFF, LLOYD NOLAN, PATRICIA MORISON. Sýnd kl. 7. og 9 — NÝJA. BÍÓ ° Síðasta aðvörun J Mr. Moto J (Mr. Motos Last Waming). I Spennandi og viðburðarrík amerísk leynilögreglumynd | Aðalhlutverkið leikur: PETER LORRE. Aukamynd: Æfintýri stórfurstans. Amerísk skopmynd, leikin af ANDY CLYDE. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7. og 9 Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar Hjálmars Guðmundssonar, bónda Háafelli. Guð blessi ykkur öll. , Hróðný Þorvaldsdóttir , Þorvaldur Hjálmarsson Guðmundur Hjálmarsson ANNÁLL 19. ALDAR gjaldendnr kæmu með nákvæmlega þá upp- hæð, sem á að greiðast. Tollstjórinn i Reykjavík, 31. október 1940. tlR BÆNUM Jarðarför Magnúsar Helgasonar fer fram í dag og hefst með kveðju- athöfn í Kennaraskólanum klukkan 2. Jarðað verður frá dómkirkjunni og verður athöfninni í kirkjunni útvarpað. Præðslumálaskrifstofu og skólum verð- ur lokað í dag, vegna jarðarfararinnar. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Ragn- heiður Pétursdóttir, Hverfisgötu 22 í Hafnarfirði og Hreiðar Eiríksson frá Reykhúsum í Eyjafirði. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Loginn helgi annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. slðu) Tyrkir eru enn hlutlausir í Grikklandsstyrjöldinni, enda hefir gríska stjórnin ekki ennþá beðið þá um hjálp. Tyrk- nesk blöð gefa til kynna, að Tyrkir muni koma Grikkjum til hjálpar, ef ráðizt verði á þá frá Búlgaríu og er sú vitneskj a mik- ill styrkur fyrir Grikki. í Lon- don er vakin athygli á þvi, að Grikkir þarfnist meira vopna en liðsafla. Gríska sendiherranum í Lon- don hefir verið falin yfirstjórn gríska siglingaflotans. Skipum, sem eru í förum, er skipað að leita til brezkra og amerískra hafna. Grikkir eiga mjög stór- an verzlunarflota, enda hafa siglingar verið ein helzta at- vinnugrein þeirra. Kínverjar hafa hafið sókn í Skipatjón Breta (Framh. af 1. slðu) vega til fulls á móti skipatjón- inu, telja Bretar sig hafa fengið með nýbyggingu og kaupum á skipum. Skipastóll þeirra hafi því síður en svo rýrnað fyrsta ár styrj aldarinnar. Hins vegar ber að gæta þess, að næstum allur skipastóll Norðmanna, Hollendinga og Belgíumanna er nú notaður í þágu Breta, en var það ekki nema að takmörkuðu leyti áð- ur. Þótt Bretar þurfi nú að sækja ýmsar vörur lengra en fyrir styrjöldina, hafa þeir nú rýmri möguleika til að full- nægja flutningaþörf sinni á sjó en í upphafi styrjaldarinn- ar. Þótt þeir hafi orðið fyrir auknu skipatjóni undanfarið, fer því fjarri, að það valdi þeim sérstökum erfiðleikum enn sem komið er. En þetta getur vitan- lega breytzt þeim verulega í ó- hag, ef þeim tekst ekki að draga úr skipatjóninu og sérstaklega ef það heldur áfram að færast í aukana. Það er því ástæða til að gefa þessum þætti sjóhem- aðarins aftur gaum, því hann getur orðið örlagarlkur, hvort heldur sem hann snýst í vil Bretum eða öxulríkjunum. Suður-Kína og eru Japanir á undanhaldi á ýmsum stöðum. Meðal annars hafa Japanir hörfað úr Nanning, sem þeir tóku fyrir ári síðan. Nanning hefir mikla hemaðarlega þýð- ingu. Japanir kveiktu í borg- inni áður en þeir yfirgáfu hana. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmann og kvenna í Goodtemplara- húsinu við Templarasund 1. og 2. nóv. n.k; kl 10—8 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæð- ur sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóma, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjar- ins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. október 1940. Bjarni Benediktsson settur. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) leið og þeir byxja það, sem blað- ið mun kalla vísindalegt nám. Þriðju lærdómshátíðirnar eru afmæli þessara daga, og þykir þá vel fara á að fast sé drukkið. Eru margar hreystisögur til úr þessum afmælum. Afskipti Mbl. af þessum málum verða til að opna augu þjóðarinnar fyrir gildi þessara gömlu siða. Grímur á gráa frakkamun. (Framh. af 3. slðu) má virða til guðsbarna bresta og þá ekki sízt hjá komandi kirkjudýrðlingi. Hitt skyldi hver maður varast að draga þá niður í rennusteinssaurinn eins og Danir sína víðfrægustu menn. M. T. Leikfélag Rcyk|avíkur „LOGINN HELGI“ eftir W. Somerset Maugham. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Esja vestur um í hringferð laugar- dagskvöld 2. nóv. Viðkomustaðir Pateksfjörður ísafjörður, Siglu- f jörður, Akureyri og úr því allar venjulegar áætlunarhafnir. 86 Róbert C. Oliver: einu sinni um leið og hann rétti hend- urnar fram. Hlekkirnir glömruðu við handleggina og lokuðust--------i fyrsta skipti í lífi Bob Hollman’s. Bob settist í sætið við hliðina á mót- stöðumanni sínum og beit blóðsyrðin sundur milli tannanna. Lögreglu- þjónninn kom á eftir — nú sátu þeir allir þrír í aftursætinu — og Bob í miðjunni. Um leið og hurðinni var lokað ók bíllinn af stað. Engin hræða sást á göt- unni þ egar þeir óku eftir henni. Á stöku stað sást Ijós í glugga. Um leið og þeir óku framhjá græna húsinu, heyrð- ist hliði lokað. Ef til vill hefir það ver- ið maðurinn, sem ég átti að hitta, hugsaði Bob. Hann var ekki sérlega gramur yfir því að hafa farið erindisleysu, það voru aðeins smámunir. Og þegaT allt var athugað, mátti hann vera þakklátur fyrir það, að lög- regluþjónninn hafði komið í tæka tíð — því það var ekki svo þægilegt að berjast við samvizkulausan glæpa- mann, sem hélt hárbeittum hníf rétt við hálsinn á honum. — Eigum við að fara á stöðina? spurði bílstjórinn og skaut rúðunni bak við sig til hliðar. — Já, svaraði lögregluþjónninn. Æfintýri blaðamannsins 87 Bob Hollman hafði nú verið 10 ár í London og hin síðustu, sem glæpa- málafréttaritari, svo hann var vel kunnugur í þessum hluta borgarinnar meðfram Thames, og vissi nokkurn- veginn hvar hinar ýmsu lögreglustöðv- ar voru. Þess vegna varð hann ofur- lítið undrandi, þegar að hann sá, að bílstjórinn fór ekki þá leið, sem hann taldi skemmsta. En bílstjórarnir fá borgað eftir kílómetrafjöldanum, sem þeir aka. En þegar bíllinn ók skyndilega, eftir nokkurra mínútna akstur, inn í garð, fór Bob að gruna margt. Hann varð óttasleginn — og svo skildi hann allt. Hann beit tönnunum saman svo brakaði í þeim. Hann reyndi að stilla sig. Er þetta skemmsta leið til lögreglu- stöðvarinnar? spurði hann kæruleysis- lega. — Nei, við förum ofurlítinn krók, svaraði lögregluþjónninn. — Hann verður vonandi ekki mjög langur, sagði Bob hvatlega. Lögregluþjónninn hló. Þeir fóru fram hjá götuljósi, og þá kom Bob auga á skammbyssu í hendi lögregluþjónsins. Samstundis réðist Bob á hann, rak höfuðið í andlitið á honum og reyndi Flutningi veitt móttaka í dag og fram til hádegis á morgun. Ílialdsmenn og nazist- ar nnnu stúdentaráðs- kosningarnar Hinar árlegu kosningar til stúdentaráðs háskólans fóru fram í gær. Úrslitin urðu þau, að listi i- haldsmanna og nazista fékk 137 atkv. og kom að fimm mönnum, listi frjálslyndra stúdenta (Framsóknarmenn, Alþýðu- flokksmenn og aðrir andstæð- ingar nazisma og kommúnisma) 56 atkv og kom að tveimur mönnum og listi kommúnista 49 atkv. og kom að tveimur mönn- um. Þeir, sem hlutu kosningu af lista frjálslyndra stúdenta, voru Benedikt Bjarklind stud. jur. og Bergþór Smári stud. med. Kosningar þessar eru athygl- isverðar fyrir þá sök, að naz- istar skuli hafa gengið í lið með íhaldsmönnum. Sýnir það, að bilið á milli nazista og ýmsra íhaldsmanna er minna en í- haldsblöðin vilja vera láta. Allir íslendingar þurfa að eiga Annál 19. aldar. Hefi ennþá nokkur eintök óseld. Verð allra bindanna sem út eru komin, aðeins kr. 20.00 Árni Bjarnarson, Skj aldborg, Akureyri. (Pantanir má einnig senda til Egils Bjarnasonar c/o Tíminn, Reykjavík. Sími 2323.) BÝÐUR NOKKUR BETUR ? * Bókamenn! Eignizt eftirtaldar bækur, sem nú fást með stór- kostlega niðursettu verði: 1. Ferðaminningar Sveinbj. Egilssonar, 1. og 2. bindi, um 800 bls, Verð upphaflega kr. 28.00, nú 12.00. 2. Gráskinna. Þjóðsögusafn þeirra Sigurðar Nordals og Þór- bergs Þórðarsonar, 420 bls. Verð upphaflega kr. 12.50, nú 5.75. 3. Saga Snæbjarnar í Hergilsey, 1. og 2. hefti, 243 bls. Verð upphaflega kr. 7.00, nú 2.75. Notið þessi einstöku kostakjör, og pantið bækurnar strax í dag. ÁRNI BJARNARSON, Skjaldborg, Akureyri. (Pantanir má einnig senda til Egils Bjamasonar c/o Tíminn, Reykjavík. Sími 2323). Aðalíundur Sölusambands ísl. fískframleiðenda verður haldínn í Kaupþíngs- salnum í Reykjavík, laugar- dagínn 23, nóvember 1940, Dagskrá samkvæmt iélagslögunum, S t j ó r n i ra. Auglýsing frá ríkisstj órninní Myrkurtíminn í sambandi við umferðatakmarkanir vegna hernaðaraðgerða Breta hér á landi, verður í nóv- ember eins og hér segir: Hafnarfjörður til Borgarfjarðar: Frá kl. 4,30 síðd. til kl. 8,00 árd. Hrútafjörður: Frá kl. 4,25 síðd. til kl. 7,55 árd. Skagafjörður til Skjálfanda: Frá kl. 4,00 síd. til kl. 7,45 árd. Seyðisfjörður tíl Reyðarfjarðar: Frá kl. 3,45 síðd. til kl. 7,30 árd. Þessi tími gildir frá og með sunnudagsmorgni hinn 3. nóvember eftir að klukkunni hefir verið seinkað um eina klukku stund. Frá og með 1. nóvember til laugar- dagskvölds 2. nóv., gildir enn íslenzkur sumartími, og myrkurtíminn á því tímabili finnst þá með því að bæta einni klukkustund við ofanritaðar tölur. Bóndi - Kaupir þú búnaðarblaóið FREY?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.