Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1940, Blaðsíða 3
106. blað TÍMEVX, fimmtadagmn 31. okt. 1940 423 A N N Á L L Dánarmmning. Ástvaldur Jóhannesson, bóndi á Reykjum, lézt 21. júní síðast- liðinn. Hann var fæddur að Reykjum í Hjaltadal 21. ágúst- dag 1868. Vóru foreldrar hans hjónin Herdís Bjarnadóttir og Jóhannes Þorfinnsson. Eru for- feður Ástvalds, í báðar ættir, góðir og gildir bændur langt fram. Bjarni móðurfaðir hans fluttist að Reykjum norðan úr Eyjafirði vorið 1840. Hefir því sami ættleggur búið að Reykj- um óslitið 100 ár. Hjá foreldrum sínum ólst Ástvaldur upp og fór ekki að heiman til dvalar nema þau 2 ár, sem hann stundaði búfræði- nám á Hólum, í skólastjóratíð Hermanns Jónassonar. En um það leyti, sem hann lauk námi, andáðist faðir hans. Tók hann þá við búsforráðum með móður sinni og hélzt svo um allmörg ár, unz Ástvaldur giftist 1904, Guðleifu Halldórsdóttur frá Melum í Svarfaðardal. Eftir fullra 33 ára sambúð missti hann konu sína. Stuttu síðar tók hann að kenna alvarlegrar heilsubilunar, sem fór hægt í fyrstu, en smáherti tökin. Vorið 1939 lét hann búið börnum sín- um í hendur, og eftir næstu áramót lá hann stöðugt rúm- fastur, oft mjög illa haldinn, unz hann lézt 21. júnídag síð- astliðinn. Ástvaldur hlaut í vöggugjöf búmannseðli og listhneigð í rík- um mæli. Var sambúð þessara eiginda mjög náin og svo góð, að hvorug bar aðra ofurliði, heldur féllu báðar í einn farveg. Áhugi hans á búnaði var' sam- ofinn þeim þáttum skapgerðar hans, sem unnu af alhug ís- lenzkri sveitanáttúru og áttu það takmark að láta jafnan tvö strá vaxa þar, sem áður óx eitt, og að mega sjá fagra hjörð taka stöðugum framförum fyrir at- beina góðs hirðis. Enda stund- aði Ástvaldur búnað með at- orku og myndarskap. Var heim- ili hans eitt hið mesta myndar- heimili, er sameinaði hið bezta frá hinum gamla og hinum nýj a tíma og á þann hátt, að það bar íslenzkri sveitamenningu hið fegursta vitni. Hestamaður var Ástvaldur af lífi og sál, og fjármaður með sama hætti. Er þó mjög sjald- gæft, að þær hneigðir fari sam- an,í svo ríkum mæli, hjá ein- um manni, því að sín skapgerð- in hentar hvorri. Um val á ein- staklingum var hann hárglögg- ur og um fóðrun og meðfreð með ágætum nákvæmur og at- hugull, svo að tæpast varð lengra komizt á því sviði. Var sauðfé hans um langt skeið eft- irsótt til kynbóta hér um nær- sveitir og þótti jafnan gefast vel. er góður og dýpi mikið. Erfitt er þó að fá skip til að koma þar við, af því afgreiðsla er þar ó- viss og erfið, vegna slæmrar lendingar. Skálaþorp-er með dreifbýlis- sniði, og eru allstórir túnblettir kring um flest íbúðarhúsin. Landið er allt einkaeign, og hefir alloft skipt um eigendur hin síðari ár. Engin félagsleg þægindi eru á Skálum og er þorpið óskipulagt. Mótak er þar sæmilega nothæft. Trjáreki er talsverður, og fjörubeit allgóð. Beitiland er nægilegt, þótt fén- aði fjölgi allmikið. Skálar eru ekki í bílvegasambandi, og má því segja, að örðugt sé þar um samgöngur bæði á sjó og landi. Rætt er um möguleika fyrir þvi að koma Skálum í samband við Þistilfjarðarveg, um Heiði, sem er norðan til á Langanesi í 25 —30 km. fjarlægð við Skála. Líklegt er, að sá vegur yrði bíl- fær mikinn hluta árs. Eigi virð- ist þó réttmætt að kosta til þessarar vegalagningar, nema að framtíð Skála sé að öðru leyti betur tryggð. Um og fyrir 1930 voru Skál- um liðlega 100 manns heimilis- fastir, auk margra sjómanna, sem réru þaðan vor og sumar. Þá voru gerð þar ýms dýr mann- virki, svo sem áðurnefndar hafnarbætur, vélfrystihús, mörg hús reist, bæði vegna útgerðar- innar og til íbúðar. Um þetta leyti var þar talsverð útgerð og allmikil viðskipti við útlend- Það, sem öðru fremur ein- kenndi Ástvald sem mann- kostamann, var skapfesta hans og trygglyndi. Hann var manna frjálslyndastur. En skoðanir hans vóru jafnan svo vel grund- vallaðar, að lítt kom til stefnu- breytinga. Trygglyndi hans kom fram við óðal og átthaga, við góðan málstað og við þá menn, sem honum geðféllu og hann batt eitt sinn vináttu við. Svo unni Ástvaldur óðali sínu og starfi, að ég er þess fullviss, þótt honum hefði boðizt annað starf, arðvissara og léttara, í skiptum fyrir bóndastarfið, þá hefði hann neitað þeim skipt- um umsvifalaust, hvað sem í boði hefði verið. Góðum mál- stað reyndist hann jafnan hinn ágætasti liðsmaður. Hvort sem um var að ræða málefni, sem hann áleit sveit sinni eða héraði til hagsbóta, eða ef leitað var samskota til hjálpar nauð- stöddum, þá var hann jafnan einn hinn fremsti í sveit góðra liðsmanna. Vinum sínum var hann tröll- tryggur, hreinskilinn og nær- gætinn. Gestrisni hans var hér- aðskunn. Fyndinn var hann þá og skjótur í svörum. Setning- amar stuttar og snjallar — oft alveg ógleymanlegar. Var hann því manna bezt til fallinn að koma gestum sínum í gott skap. Fögru máli unni hann mjög, hvort heldur sem var í ræðu eða riti. Og þá ekki síður þeim bók- menntum, sem geyma það tær- ast og hreinast, og þeim sögun- um mest, er fegurst segja frá gildum atorkumönnum og góð- um drengjum. Þá sameign átti hann líka með Kveldúlfi og Hrafni Sveinbja^marsyni, að „traust reyndust jafnan heit hans öll“ og fús var hann að veita vinum sínum „til laga, en aldrei til ólaga.“ Kolbeinn Kristinsson. Grímur á gráa írakkanum Mtta. Zrtjýrt jáfXÚ ífmJómsoA/ flnrmsms TRÚLOFUNARHRINGANiT / kaupa allir hjá Sigurþór, Hafn- arstræti 4, Reykjavik. — Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir i LANDSSMIÐJUNNI. Anglýsið í Tímannm! Hans hefir verið getið hér í blaðinu í sambandi við útför Jóns Sigurðssonar og ekki látið lítið af, hve feikna hneyksli hann hafi þar valdið og er það í samræmi við það að nú á síð- ustu árum hefir verið gjörður leikur að því að kasta hnútum að þessu fornskáldi voru og það af sáralitlum tilefnum. Sem betur fer hefir hans hlutur þó engu síður verið dreginn fram, því þeir eru ekki allfáir og þá sízt af lakari endanum, er full- vel kunna að meta þetta síð- asta nátttröll fornaldarinnar, er hann sjálfur kallar sig. Þarf þar ekki að minna á annað en Jón Þorkelsson, lærisvein Gríms, Þorstein Erlingsson, Einar Benediktsson og Sigurð Nordal, sem hver um sig hefir hlaðið honum lofkesti hvern öðrum hærri, en forsögn slíkra manna mótar viðhorf alþjóðar og gjör- ir sinn mann langfrægan með henni. Mætti því unnendum hans liggja í léttu rúmi, þótt einhver smásletta félli á frakkakraga hans, hún mundi vissulega hverfa sem dust af barmi, jafnvel þótt ekki væri við komið. En það rekur mig til andsvara, að hér skýtur talsvert skökku við og .gætir mikils mis- skilnings, sem stafar af því, að greinashöfundur hefir virt kviðling séra Matthíasar sem páskamessu. Frá því er þá að segja, að í bréfi frá 1870 til Steingríms Thorsteinsson skopast séra Matthías að því, að Grímur Thomsen fylgdi kenniföður sín- um Árna stiftsprófasti Helga- syni í forláta einkennisbúningi. Hefir honum þótt þetta stinga mjög í stúr við gráa frakkann í líkfylgd Jóns Sigurðssonar og virt það sem sýnda lítilsvirðing af Gríms hendi. Sjálfur talaði séra Matthías yfir líkbörum hjónanna og hefir þvi verið í fullum prestsskrúða með silki- hatti og fundist munur þeirra mikill og þá ekki síður fyrir það, að Grímur var þá stromplaus sem endranær. Hins vegar hef- ir Matthías þá í svip ekki mun- að eftir því, að Grímur hafði fyrir löngu afsalað sér embætt- istitli sínum og þar með varn- að að bera einkennisbúninginn. Nú með því, að Gr. Th. var eftir það allra manna látlausastur í klæðaburði, er galdurinn blátt áfram sá, að hann hefir þá ekki átt aðra sæmilega yfirhöfn en gráa frakkann. Og í þá átt bendir þá líka, að við hefðar- brúðkaup i Reykjavík, er haldið var á þeim árum, var hann 1 gráa frakkanum til kirkju, en í lafafrakka innan kirkju, en all- ir hinir höfðingjarnir ýmist í einkennisbúningi eða lafa- jakka*). Eins var hann klædd- ur við þingsetning 1881. Af þessu má þegar bert vera, að Grímur hefir alls eigi ætlað að sýna Jóni Sigurðssyni lítils- virðing við útför hans, enda svo örg heimska eigi ætlandi jafn vönum veraldarmanni og hann var. Og önnur rök hníga þá til þess, að Grímur kunni að meta Jón Sigurðsson engu síður en aðrir landar hans. í því efni er vert að minna á, að þrívegis studdi Grímur Jón í málum, sem vörðuðu mjög hag hans og síðast mælti hann með heiðurs- launum til forseta á þingi 1875. En á þjóðhátíðinni samdi hann hið forsnjalla ávarp til Jóns, þar sem farið er um hann svo fullum og fögrum orðum aðdá- unar og viðurkenningar, að betur varð ekki á kosið. Kviðlingur séra Matthíasar var því ófyrirsynju gerður, enda bar hann jafnan kala til Gríms, svo sem bréf hans votta. Þar er hann kallaður Grímur Ægir, broddborgari, og settur á bekk með Jóni Ólafssyni, höfuð- fjanda hans. Auk þess kennir þó nokkurs skáldarígs af hálfu Matthíasar í garð hans. Meðal annars telur hann Glám Gríms lakasta kvæði hans, en Glám sinn bezta kvæði sitt í Grettis- ljóðum. Ætla ég þeim, sem meta kunna skáldskap þar um að dæma, enda kvæðin jafn ólík og mennirnír, sem ortu þau. En það munu margir mæla, að sé Glámur lakasta kvæði Gríms, þá muni hin sæmileg. Þvi hefir verið haldið mjög á lofti, hve íheldinn Grímur hafi verið og skal sízt úr því dregið. Sjálfur hefir hann gefið oss skýringuna á pví í ræðu á Upp- sala fundinum 1856. Þá í broddi þroska síns kveður hann svo að orði um landið sitt, að það muni „halda áfram að vera forn- eskjulegt þangað til hið gamla verði nýtt aftur“. í þessum orð- um liggur það, að hann vill að allt sé hér í föstum skorðum og þv.í er hann á móti öllu nýja brumi. Hann treystir sýnilega ekki litlu þjóðinni sinni til að vernda arfinn sinn, ef hún sem- ur sig að hætti annarra þjóða. Og ekki er ég efins í að hann lagðist gegn brúnum yfir stór- árnar á Suðúrlandinu fyrst og fremst af því, að hann vildi tefjá fyrir því að Víkurmenn- ingin bærist austur yfir ár. Má hver lá honum það sem vill, en andrúmsloftið i Reykjavík var langt fram eftir öldinni ekki þesslegt, að það bataði neinn mann og svo þótti Grími. Skal svo ekki fjölyrt um þetta, en ekki held ég að neitt ver færi á því, að menn temdu sér frem- ur að halda á lofti hróðri höf- uðskörunga vorra, en berja i bresti þeirra, sem þá líka oft (Framh. á 4. síðu) inga, einkum færeyskar fiski- skútur. Undanfarinn áratug hefir Skálum hrakað mjög, og er nú lítið annað eftir en leif- ar af þeim miklu mannvirkjum. Þorpsbúar lifa á sjávarútvegi og landbúnaði. Veiðiflotinn eru 6 hreyfilbátar, auk þess voru þar 4 aðkomubátar í sumar, aðal- lega færeyskir. Vegna slæmra lendingarskilyrða, er úthalds- tími bátanna venjulega aðeins 3 mánuðir árlega. Afli yfir þennan tíma er venjulega um 100 skp. á bát. Róið er með línu, eftir að síld er gengin. Annars með færi. Aflinn er mest þorsk- ur. Er hann eingöngu saltaður. Nú í sumar hefir þó nokkuð verið selt í ís til útflutnings. Sæmilega nothæf lifrar- bræðslutæki eru til á staðnum, en fiskiúrgangur fer allur i sjó- inn. Valda því sennilega að nokkru leyti hinir háu bakkar við sjóinn, sem torvelda mjög alla nýtingu á fiskúrganginum. Til þess að bæta úr þessu, þyrfti vélknúinn lyftiútbúnað, sem ekki þyrfti að verða dýr, eins og aðstaðan er. Varla getur fengsælli og nær- tækari fiskimið á landi hér, heldur en á Skálum. Talið er að þar bregðist ekki fiskur mestan hluta árs. Óvíða mun betra að róa á árabátum held- ur en á Skálum, þar sem oftast er aðeins örskotslengd fram á miðin. Hins vegar torveldar lendingin sjósóknina mjög, og fara þeir erfiðleikar vaxandi ef ekki er að gert, svo sem fyrr er greint. Ræktað land á Skálum er ná- lægt 10 ha. Sennilega má rækta þar til viðbótar allt að 20 ha, þótt eigi sé landið beinlínis að- gengilegt til ræktunar. En með jafngóðum áburði og fiskiúr- gangurinn er, má gera krafta- verk í ræktunarmálunum á skömmum tíma. Allar fjölskyldur á Skálum hafa land til afnota og stunda búskap. Árið 1939 var uppskera og bú- fénaður sem hér segir: Taða 400 hestburðir, úthey 300 hest- burðir, kartöflur ekki teljandi, kýr 12, sauðfé 250, hestar 10. Þegar þess er gætt, að á Skál- um eru einhver hin nærtæk- ustu og fengsælustu smábáta- fiskimið á landinu, þar sem hægt er með litlum tilkostnaði að ausa upp verðmætum, sem nema geysilegum fjáThæðum, svo og þess, að ræktunaraðstaða samhliða sjósókninni, virðist vera næg handa allt að 100 manns, — þá verður að telja, að tafarlaust beri að athuga, hvort nauðsynleg endurbót á lendingunni á Skálum muni eigi svara kostnaði. Við athugun málsins má og minnast þess, að Skálar eru einn hinn líklegasti útgerðarstaður fyrir aðkomu- báta. Verði hins vegar ekkert við lendinguna gert, fara Skálar ó- hjákvæmilega í eyði innan skamms. *) Kjóll, sem nú er nefndur, mætti vel heita lafajakki. Fyrrum báru menn almennt nokkurs konar stutttreyjur. Útlendir sjóforingjar nota þær enn er ekki þykir hlýða að mæta í fyllsta skarti. Kjóll er ekki annað en stutt- treyja að viðbættum löfunum. MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Perla Eftirtaldar vörur höfuui við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af dilkum — sauðum — ám. Aýtt og frosið nautakjöt, Svíuakjöt, Úrvals saltkjöt, Ágætt haugikjöt, Sinjör, Ostar, Smjörlíki, Mör, TÓIg, Svið, Lifur, Egg, Harðfisk, Fjallagrös. Samband ísl. samvinnufélaga. TILKYNNING TIL SAUÐFJÁREIGENDA. Að gefnu tilefni er athygli sauðfjáreigenda vakin á því, að samkvæmt 60. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkur mega sauð- kindur ekki ganga lausar á götum bæjarins né annarsstaðar innan lögsagnarumdæmisins, nema maður fylgi til að gæta þeirra eða þær séu í öruggri vörslu. Ef út af þessu er brugðið varðar það eiganda sktum allt að 1000 krónum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. október 1940. AGNAR KOFOED-HANSEN. 88 Robert C. Ollver: Æfintýri blaöamannsins 85 að ná taki um byssuna, með járnuðum höndunum. En það mistókst — þvi á sama augna- bliki var gripið með tveim járnklóm um háls honum, svo honum lá við að kafna. Þetta voru hendur mannsins, sem hann hafði barizt við á götunni, en sat nú við hliðina á honum,-----hend- ur hans voru ekki járnaöar — hann var frjáls — „handjárnin“ höfðu að- eins verið gabb. En hans eigin hand- járn voru í lagi. Bob blés og stundi þegar takið var linað á hálsinum. — Þetta tekst ekki svo auðveldlega, sagði „lögregluþjónninn." Eins og þér hafið þegar uppgötvað, erum við ekki á leið til lögreglustöðvarinnar, en við höf- um ástæðu til þess að tala við yður annars staðar um vissa hluti. Þér kom- izt ekki burt framar — við erum æfðir í þvi — að láta fólk hverfa. Bob skildi enn ekki samhengið í þessu, en hann bjóst við því versta. Bíllinn ók á hraðri ferð gegnum illa lýstan garðinn, þar sem varla sást nokkur manneskja. Mennirnir drógu rennitjöldin fyrir hliðargluggana og bílstjórinn fyrir gluggann milli fram- og baksætisins. Bob vissl, að hann var glataður ef hann gæti ekki náð í hjálp. Hann sá — Eg hefi þó sagt yður hver ég er. Ég er friðsamur borgari og hefi ekkert gert af.mér-------það var ráðizt á mig — Það er aðeins sjaldan, sem annar á sökina, þegar tveir berjast, sagði lög- regluþjónninn. Inn með yður! Bob vildi ekki fara fyrst inn. Hinn varð því að fara á undan. — Augnablik — fram með hendurn- ar, skipaði lögregluþjónninn. Beljakinn rétti þegjandi fram hend- urnar og á næsta augnabliki lokuðust handjárnin um úlnliðina á honum. — Þér sömuleiðis, sagði lögreglu- þjónninn við Bob. Bob fölnaði af reiði. Þetta skal hann fá borgað. Að setja handjárn á frið- saman borgara, sem er á kvöldgöngu — aðeins af því að óþokki hefir ráðizt á hann-------nei, þetta náði engri átt. Bob streittist á móti. — Ég kalla bílstjórann sem vitni, sagði hann öskuvondur. Þetta er meiri bölvuð vitleysan. Ég er ekki fullur----- ég er vel þekktur og heiðvirður borgari sem-------. Fram með hendurnar, strax! skipaði lögregluþ j ónninn. — Það liggur þung hegning við því að hlýða ekki skipunum lögreglunnar, skaut bílstjórinn inn í. — Ég mótmæli, endurtók Bob enn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.