Tíminn - 05.11.1940, Qupperneq 4

Tíminn - 05.11.1940, Qupperneq 4
432 M, þriSjndagiiui 5. nóv. 1940 108. blað ÚR BÆKfUM Meinleg misritun var í frásögninni um fundinn, sem hafði mjólkurmálin til meðferðar og birt var í síðasta tölublaði. Þar er sagt, að tekizt hafi að laekka dreifingar- kostnaðinn úr meira en 16 aurum á lítra að meðaltali í 0,962 aura á lítra. Á að vera: að lœkka drei/ingar- og stöðvarkostnaöinn úr meira en 16 aur- um í rúma 3 aura á lítra. Hin nýja skáldsaga Davíðs Stefánssonar, Sólon Islandus, er komin út. Eins og áður hefir verið sagt frá, er þetta mikið ritverk, tvö bindi, hvort um 300 blaðsíður að stærð. Er þetta ein hin stærsta skáldsaga, sem skrifuð hefir verið á Islenzku Hún fjall- ar um Sölva Helgason, flækinginn landskunna. Háskóli íslands hefir ráðið þá Björn Ólafsson fiðlu- leikara og Árna Kristjánsson píanó- leikara til að halda hljómleika fyrir stúdenta og háskólakennara í vetur. Þessir hljómleikar verða 6, en hver og einn verður endurtekinn fyrir almenn- ing. Fyrstu hljómleikarnir verða 13. nóvembermánaðar, en endurteknir 15. nóvember fyrir almenning. Verður leik- in frönsk tónlist. í desembermánuði verður norræn tónlist, en þýzk í jan- úar-mánuði. Hljómleikarnir fara fram í hátíðasal háskólans, en þar eru sæti fyrir 200 manns. Leikfélag Reykjavíkur sýndi leikritið Loginn helgi síðastlið- inn sunnudag fyrir troðfullu húsi og fékk leikurinn hinar beztu viðtökur. — Aðsókn að þessu ágæta leikriti fer vax- andi með hverri sýningu. — Athygli skal vakin á því að næsta sýning verð- ur annað kvöid, en ekki á fimmtudag eins og venja er til, en í næstu viku verður frumsýning á leikritinu „Öldur“ eftir séra Jakob Jónsson. Hallbjörg Bjarnadóttir heldur næturhljómleika í Gamla Bíó annað kvöld. Hefjast þeir klukkan 11,30. Hljómsveit leikur undir við stjórn Jóhanns Tryggvasonar. Knattspyrnufélagið Fram heldur aðalfund sinn á fimmtudags- kvöldið í Varðarhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 8,30. „Grímur á gráa frakkanum.“ Svargrein frá M. T. er væntanleg í blaðinu á laugardaginn. Þýzk flugvél flýgur yfir Reykjavík (Framh. a/ 1. síöu) Engin loftvarnamerki voru gefin, er flugvélina bar að, nema á tveim eða þrem bækistöðvum setuliðsins. Mun orsökin hafa verið sú, að enginn vissi fyrr til en flugvélin var komin yfir bæ- inn, en þá var skothríð hafin á hana í mesta skyndi frá varnar- stöðvunum. Það er talið, að í síðastliðinni viku og um helgina síðustu hafi Bretar haft venju fremur mikinn skipakost hér við land. Má vera, að ferðalag flugvélarinnar hafi staðið í sambandi við þessar skipakomur og erindi flugmann- anna hafi meðal annars verið það, að kynna sér ht^rsu mikill þessi skipastóll væri, verkefni hans og umsvif. Aðrir geta sér þess til, að erindið hafi verið að taka myndir af hinum helztu bækistöðvum Breta hér. Við þessa heimsókn hefir það rifjast upp, að talið var að sézt hefði til þýzkrar flugvélar í Lóni og jafnvel víðar austan lands 28. október. F orsetakosningarnar (Framh. a/ 1. síöu) Milli þeirra hefir kosningabar- áttan verið háð. í kosningabaráttunni hefir borið meira á utanríkismálum en innanríkismálunum. Bæði Roosevelt og Willkie hafa keppzt við að lofa Bretum sem mestri hjálp og sýnir það betur en nokkuð annað, hvert vera muni almenningsálitið í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Willkie hefir gefið enn ákveðn- ari loforð en Roosevelt, enda hefir Roosevelt orðið að tala gætilegar, þar sem hann gegndi mestu ábyrgðarstöðu ríkisins. Þó virðist svo, að almenningur beri meira traust til Roosevelts í þessum málum, þar sem menn vita af verkum hans, hver stefna hans er, en verða hins vegar að dæma Willkie eftir lof- orðunum einum. Það kann líka að hafa spillr eitthvað fyrir Willkie, að hann er af þýzkum ættum og hefir hlotið mildari dóma í blöðum öxulríkjanna en Roosevelt. Willkie hefir ferðazt meira og flutt fleiri ræður en nokkurt annað forsetaefni hefir áður gert. Roosevelt hefir hins vegar lítið getað ferðazt, sökum em- bættisanna. Starfsemí Framsókn- arilokksíns (Framh. a/ 1. síðu) félagsstofnun í Álftaveri á fjöl- mennum fundi og kosin þriggja manna undirbúningsstjórn, þeir Jón Gíslason, Norðurhjáleigu, Bjarni Bárðarson, Holti, og Ein- ar Jóhannesson, Herjólfsstöðum. Gert er ráð fyrir að þetta félag verði einnig fyrir Skaftártung- una. Þá kaus hver flokksdeild tvo menn, sem sæti eiga, auk for- manna, í fulltrúaráði Fram- sóknarflokksins í sýslunni. Skipa þá eftirtaldir menn full- trúaráðið, auk formannanna: Frá Dyrhólahreppi Sigurjón Árnason, Pétursey, og Stefán Hannesson, Litla-Hvammi; Hvammshreppi, Gísli Skafta- son, Lækjarbakka, og Magnús Finnbogason, Reynisdal; Kirkju- bæj ar- og Hörgslandshreppi Helgi Jónsson, Seglbúðum, og Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri; Meðallandi Hávarður Jónsson, Króki, og Markús Bjarnason, Rofabæ. Framsókn- arfélag Álftavers- og Skaftár- tungu á óskipað í fulltrúaráðið. Hinn mesti áhugi Tíkir með- al flokksmanna í V-Skafta- fellssýslu og glöggur skiln- ingur fyrir því, að Fram- sóknarflokkurinn er eina vígi þeirra, sem landbúnað stunda. Hin nýstofnuðu Framsóknarfé- lög í þessu sveitakjördæmi eiga því áreiðanlega eftir að vaxa mikið. Barátta Framsóknar- flokksins fyrir málefnum dreif- býlisins verðskuldar skilning og áhuga allra, sem þar búa. Um frábæran áhuga er t. d. vert að geta þess, að Guðlaugur Ólafs- son bóndi á Blómsturvöllum í Fljótshverfi sótti flokksfund að Bókaútgpáfa Menníngarsjóðs og Þjóðvmafélagsíns Skrifstofa: Austurstræti 9, Reykjavík. Opið kl. 10—12 og 2—4. Sími 3652. Pósthólf 313 Sókn öxulríkjanna (Framh. a/ 1. síðu) stjórnir í hlutlausum löndum eins og Búlgaríu ganga í lið með Þjóðverjum, eftir að hafa'1 gert mat á sigurmöguleikum styrj- aldaraðilanna. Öll smáríkin eru dáleidd af sigurfrægð og full- komleika hins þýzka hers. Þau sjá hárrétt hina glæsilegu sigra, en þau gera sér ekki grein fyrir getu hinna gömlu, voldugu þjóða, sem Þjóðverjar eiga í höggi við, til að þola mótlæti, vonbrigði og lélega stjórnendur, til að endurreisa og endurnýja styrk sinn og til að halda styrj- öldinni áfram með óbilandi stööuglyndi, unz hinu fyrir- heitna marki er náð.“ Hólmi í Landbroti, sem er yfir 30 km. vegalengd, í hinu versta veðri. Sunnudaginn 3. nóv. var al- mennur flokksfundur Fram- sóknarmanna haldinn í Vík. Sóttu hann um 70 manns, flest- ir úr Mýrdalnum en þó nokkr- ir austan yfir Mýrdalssand. Fundarstjóri var Þórarinn Helgason, Þykkvabæ, en fundar- ritari Einar Erlendsson, Vík. Aðalræðuna flutti Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra, og var mikill rómur gerður að henni. Auk hans fluttu ræður: Sveinn Einarsson, Reyni, Dan- íel Ágústínusson, erindreki Framsóknarflokksirus, Benedikt Guðjónsson, kennari, Fossi, Stefán Hannesson, kennari, Litla Hvammi, Hannes Pálsson frá Undirfelli, Gunnar Magnús- son, Reynisdal, Óskar Jónsson, Vík, Einar Erlendsson, Vík, Ein- ar Einarsson, Skammadalshól og Þórarinn Helgason, Þykkva- bæ. Þá var stofnað á fundinum Framsóknarfélag Vestur- Skaftafellssýslu og kosin stjórn þess, sem jafnframt er stjórn fulltrúaráðsins. Skipa hana: Helgi Jónsson, Seglbúðum, for- maður* Jón Gíslason, Norðir hjáleigu, ritari, Sveinn Einars- son, Reyni, gjaldkeri. Með- stjórnendur Sigurjón Pálsson, Söndum og Þorsteinn Jónsson, Sólheimum. Endurskoðendur Sigurjón Árnason, Pétursey, og Stefán Hannesson, Litla- Hvammi. Varaformaður Þórar- inn Helgason, Þykkvabæ. Fundurinn stóð á sjötta klukkutíma og ríkti mikill áhugi og eindrægni á honum, fyrir málefnum Framsóknar- flokksins og héraðsins. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. slðu) hernaðarlega mikilvægasti staðurinn í austanverðu Mið- jarðarhafi. Þá er staðfest, að brezkur flugher og brezk flota- deild séu komin til Grikklands. Brezkar flugvélar hafa gert árás á Bari oð Brindisi, aðalhafnir ítala við Adriahaf. 94 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 95 um hjartveikum manneskjum að dæma, er mjög umrædd hér í London um þessar mundir. — Með því að stafa og kveða að, svaraði Bob hiklaust. — Þér getið þá máske fundið út hver ég er og hvað ég vil, með þessari aðferð? — Nei, það er meira en mínir hæfi- leikar hrökkva til, svaraði Bob Holman, með ögrandi háðshreim í röddinni. — Ég vil halda mér við efnið, svaraði röddin kuldalega, við það, sem mesta þýðingu hefir fyrir yður, — og ekki er eins þýðingarmikið fyrir okkur. Þér hafið verið okkur til óþæginda í starfi okkar. Þér eruð stöðugt með ógnanir gegn atvinnu okkar. Og við viljum fá að vinna óáreittir. Ekkert var auðveldara fyrir okkur en að gjöra yður að eilífu óskaðlegan, og það vakti fyrir okkur fyrst. — Við vit- um allt um yður og þegar ég spyr yður einhvers, þá er það ekki vegna þess, að ég þurfi þess. En þér eruð hættulegur fyrir okkur, og þéT vitið sennilega á hvern hátt við fáum þá til að þegja, sem við álítum að séu okkur til trafala --------svolítið slys í Cherbourg----- við vitum, að þér kölluðuð það morð. Og það var það líka. Það var morð, Mr. Hollman! Þér létuð ekki hræða yður þá, og ég skal segja yður, að sú staðreynd -----ásamt hæfileikum yðar til þess að útvega yður upplýsingar um hluti, sem Scotland Yard ennþá er í algjörri ó- vissu um, og lögreglan mun aldrei komast til botns í, ef við sjálfir — eða þér — hjálpum henni ekki á sporið —, hefir vakið sérstaka athygli okkar á yður. Hvaðan fenguð þér peningana handa Kid Roberts? Bob Hollman hrökk við. Ljósið hvíldi stöðugt á honum. — Þessi spurning er svolítil hliðar- álma frá aðalefninu, sagði röddin. En hún var eins og svipuhögg, og Bob Holl- man, sem daginn áður hafði greitt manni einum 100 pund án þess að fá nokkra viðurkenníngu, fór nú að gruna, hvernig í í öllu lá. Bob ætlaði að segja eitthvað. — Þér þurfið ekki að svara. Ég veit — hm — hvernig þér fenguð þá. Spurningin er aðeins, hvernig þér hefðuð farið að næst. Kid Roberts hefir komizt á bragð- ið, og næst þarf hann efalaust 500 pund. En til þess að halda áfram með efnið, þá hafið þér satt að segja vakið sér- staka athygli okkar. Þér hafið flækzt inn i hættuleg viðfangsefni, og ef þér haldið áfram, verða þau enn hættulegri. Þér óskið að lifa ríkulega og í munaði, og það er vissulega slæmt fyrir mann eins og yður að þurfa að lifa af litlu Lelkíélag Reykjavíkor „L0GINN HELGI“ eftir W. Somerset Maugham. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Dugleg matrelðslustúlka getur fengið stöðu nú þegar eða 1. desember. Sé hún fær í sinni grein, fær hún hátt kaup. Nánari upplýsingar í Sænska sendiráðinu. — Sími 5266. Brélkaili úr Þing* eyjarsýslu (Framh. af 3. síðu) er veitt fram yfir ákveðin laun, er ekkert annað en styrkur. — Ég er ekki að minnast þessara styrkja hér, í því skyni að telja þá eftir. Það er fráleitt. En ég minnist þeirra aðeins vegna þess, að Einar Magnússon geng- ur þegjandi fram hjá þeim, í áðurnefndu útvarpserindi sínu, og ræðst eingöngu að bændun- um og nefnir þá ölmusumenn, þó að vitað sé, að aðrar stéttir séu þeim, í það minnsta, jafn sekar, í þessum hlutum og engu siður ölmusumenn en bændur, að E. M. meðtöldum. Ef til vill er kjötverðið til bændanna skuldauppgjafir og styrkir til þeirra, í svo hæfilegri fjarlægð frá eigih persónu Ein- ars, að hann fær þá hluti eina séð. En „styrkir" og „uppgjaf- ir“ til annara stétta en bænd- anna svo samrunnar hans eig- in sál, að hann fær þar ekki greint á milli. Ég veit það ekki. En víst er um það, að við bænd- ur erum sammála um, að eigi sé mælt af vinarhug í okkar garð. Ekki eru þeir tímar með öllu gleymdir, að bankarnir gáfu eftir tugi og hundruð þúsunda, sínum viðskiptamönnum. Ekki eftir landslögum, heldur þvert á móti. í þeim eftirgjöfum áttu ís- lenzkir bændur sára-lítinn þátt. Alls þessa vegna geta þeir kinn- roðalaust tekið á móti skeytum Einars Magnússonar í hvaða mynd sem þau birtast. Heyrt hefi ég, að dagblöðin í Reykjavík hafi rækilega gripið í sama streng og E. M., að því er snertir kjötverðið til bænd- anna og mátti vænta slíks frá herbúðum þeirra, þegar bændur voru annars vegar. En muna ættu bændur það, almennt, þeg- ar erindrekar reykvískra blaða koma í sveitirnar með angur- væru brosi, til að leita ásjár í baráttu kosninganna — þeir ættu að muna það þá, að gjalda einum og sérhverjum eftir því, sem hann verðskuldar, svo þeir fínu menn megi muna, að enn standa stöðug hin gömlu orðin, að eftir því, sem maðurinn sáir, mun hann og einnig uppskera. B. B. Á víðavangt. (Framh. af 1. siðu) minnkað til muna af þessum á- stæðum. Hér er vitanlega um lögbrot að ræða og þarf stjórn löggæzlunnar að taka til nán- ari athugunar, hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir þau. Hinir íslenzku kaupendur munu gera þetta í þeim tilgangi að fá ódýrari vindlinga, en þeir gæta þess ekki, að þeir þyrftu að borga margfaldan toll, ef hin ólöglega verzlun yrði uppvís. Þá leiða þessi viðskipti líka til nánari umgengni við setuliðið en samrýmanleg er heilbrigðri sjálfstæðiskennd og þjóðar- metnaði. Mætti gjarnan gefa því nánari athygli, hverjir séu svo lítilsigldir að vinna það til fyrir nokkra aura, að brjóta þær nauðsynlegu umgengnisreglur, sem reynt hefir verið að setja í þessum efnum. Þótt tollsvikin séu að visu alvarlegt atriði, er þetta síðastnefnda þó langtum skaðlegra. Það er ekki sízt þess vegna, sem það er nauðsynlegt, að reyna að uppræta þessa ólög- legu tóbaksverzlun sem fyrst. .—o. qamla Btó-—— Tvífarí dýrlingsíns Afar spennandi og dular- full leynilögreglumynd, eftir Leslie Carteries. Aðalhlutv. leika: GEORFESANDERS og BELA LUGOSI. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki affgang. NÝJA BÍÓ°— Hetjur strand- gæzlunnar Amerísk kvikmynd frá Columbia film um hreysti og hetjudáðir amerískra björgunarliðsmanna. Aðalhlutv. leikur RALPH BELLAMY. Sýnd kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. ^ ácCag! Það þykir ekki mikið, og kostnaðinn telja menn ekki eftir sér. En vitið þér, að fyrir þá peninga, sem 5 cigarettur á dag ^osta, getið þér eignast og átt 5—10 þúsund króna líf- tryggingu. Þér hafið ráð á að vera líftryggður. — Sjóvátryqqi aq íslands! Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvínaíélagsíns Andvari og Almanakiff eru komin út og hafa þegar verið send áleiffis til umboðsmanna úti um land. Áskrifendur í Reykjavík vitji bókanna í anddyri Landsbókasafnsins og í Hafnarfirffi í verzlun Valdi- I mars Long. Menn eru beðnir aff sýna viffurkenn- ingu fyrir greiffslu árgjaldsins, um leiff og bókanna er vitjaff. Nokkrir áskrifendur hafa enn eigi sótt fyrstu bæk- urnar. Eru þeir beffnir aff vitja bókanna fyrir lok nóvembermánaffar. Annars verffa þær afhentar öffrum, sem eru á bifflista. Tílkynníng frá loftvarnarnefndínní í R.vík Aff gefnu tilefni skal þess getiff, aff allar rafflautur bæjarins voru í lagi síffastliffinn sunnudag, en voru ekki settar i gang, þar sem loftvarnanefnd ekki barst nein tilkynning um yfirvofandi hættu. Þaff skal ennfremur tekiff fram, aff Ioftvarnanefndin hefir ekki umráff yfir athugunarstöffvum þeim, sem til eru víffsvegar um landiff og hefir ekki heldur affstöðu til aff dæma um hvort um æfingar effa árásarflugvélar er aff ræffa, hefir það því veriff ákveffiff, aff setja rafflautur bæjarins tafarlaust í gang er tilkynn- ing berst frá brezka setuliffinu um yfirvofandi hættu. LOFTVARNANEFND.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.