Tíminn - 14.11.1940, Síða 4
448
TÍMITCN, fimmtmlagiim 14. nóv. 1940
113. blað
kemur út fjórum sinnum á ári.
Hvert hefti að minnsta kosti 80
lesmálssíður. Árgangur kostar 6
krónur. Dvöl hefir ekkert hækkað
í verði, þrátt fyrir hækkað pappírsverð, aukinn prentkostnað
og hækkað póstgjald.
Prá upphafi hafa yfir 40 sögur eftir íslenzka höfunda og
230 þýddar sögur birzt í Dvöl. Þýddu sögurnar eru eftir 147 höf-
unda af 20—30 þjóðernum, þar á meðal mörg frægustu skáld
heimsins. í þeim hópi má telja Norðmennina Kielland, Lie, Bojer
og Hamsun, Svíana Axel Munthe, Selmu Lagerlöf og Per Lager-
quist, Danina Pontoppidan, Johs. V. Jensen og Andersen-Nexö,
Finnana Sillanpáá og Pekkanen, Pæreyinginn Heðin Brú, Þjóð-
verjana Feuchtwanger, Sudermann og Hans Fallada, Austur-
ríkismanninn Zweig, Frakkana Zola, Maupassant, Daudet og
Barbusse, Rússana Tsjechov, Tolstoy, Dostoj evskij, Pusjkin og
Maxim Gorki, Pólverjann Sienkiewicz, ítalana Pirandello og
D’Annunzio, Englendingana Hardy, Galsworthy, Wells, Huxley
og Somerset Maugham, Bandaríkjamennina Poe, Jack London,
Mark Twain, O. Henry, Pearl S. Buck og svertingjann Langston
Hughes, Indverjann Tagore, Ástralíumanninn Collins, Sýrlend-
inginn Kahlil Gibran og Japanann Mori Ogwai.
GERIZT ÁSKRIFENDUR AÐ DVÖL.
Áritun: DVÖL,
pósthólf 1044,
Reykjavík
DVOL
t R BÆNUM
Aðalfundur
Félags ungra Framsóknarmanna
verður haldinn annað kvöld, föstudag-
inn 15. nóv. kl. 8% í Sambandshúsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf. — Þess er
vænzt, að félagsmenn fjölmenni á
fundinn.
Framsóknarskemmtun
er ráðgert að halda í Oddfellowhús-
inu næstkomandi þriðjudagskvöld. —
Nánar auglýst í næsta blaði.
Aðrar fréttir.
(Framh. af 1. síSu)
á undanhaldi á öllum vígstöðv-
um í Grikklandi. Grikkir fylgja
fast eftir og taka mikið herfang.
Er talið að ítalir telji undan-
haldið nauðsynlegt til þess að
geta endurskipulagt sóknina á
ný. Gayda, hinn kunni ítalski
blaðamaður og vinur Mussolinis,
hefir sagt í blaðagrein, að sókn
ítala hafi verið illa undirbúin,
enda háfi verið búizt við lítilli
mótstöðu hjá Grikkjum. Hjálp
Breta hafi líka orðið meiri en
gert var ráð fyrir, einkum hafi
þeir hjálpað Grikkjum um góð
hergögn. ítalir hafa skipt um
yfirhershöfðingja í Albaníu.
Brezka flotamálaráðuneytið
tilkynnti á þriðjudaginn, að 29
af 38 skipum, sem voru í skipa-
lestinni, er Þjóðverjar þóttust
hafa sökkt á Norður-Atlants-
hafi fyrir viku síðan væru kom-
in fram. Skipalestin hafi orðið
fyrir árás þýzks vasaorustu-
skips, en hjálparbeitiskip, Járvis
Bey, sem fylgdi skipalestinni,
hafi lagt til orustu við það, enda
þótt það hefði verið miklu lakar
vopnum búið. Kaupskipin hefðu
strax hulið sig reyk og flestum
þeirra tekizt að komast undan
meðan sjóorustan stóð yfir. Or-
ustunni hafi lyktað með því að
Járvis Bey hafi verið skotið í
kaf, en sjóliðar þar hefðu hald-
ið orustunni áfram til seinustu
stundar og hafi þá skipið logaö
stafna á milli. Skipstjóri þess
hélt áfram að gefa fyrirskip-
anir eftir að hann hafði misst
aðra hendina. Lofa brezk blöð
mjög hreysti sjóliðanna á Jár-
vis Bey. Um 60 þeirra tókst að
komast á seinustu stundu í eina
björgunarbátinn, sem var ó-
skemmdur, og var þeim síðar
bjargað af sænsku skipi, er
flutti þá til Kanada. Járvis Bey
var 14 þús. smál.
Molotoff fer frá Berlín í dag.
Hafa þeir Hitler átt marga við-
ræðufundi. Enn hefir ekkert
verið tilkynnt opinberlega um
viðræðurnar.
Skipatjón Breta og banda-
manna þeirra í vikunni, sem
lauk 3. nóv., nam samtals
72.595 smálestum. Hér er með-
talið Empress of Britain, sem
var 42 þús. smál.
44 þús. brezkir hermenn eru
fangar í Þýzkalandi og Ítalíu
samkvæmt upplýsingum brezka
hermálaráðherrans.
Bandaríkjastjóm hefir skipað
nefnd til að rannsaka störf
þýzkra ræðismanna í Banda-
ríkj unum.
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
röngum áburði og umtali með
því að snúa sér-til dómstólanna
og láti þá rétta hlut sinn. Það
var til þeirra, sem Kristján átti
að snúa sér, ef honum fundust
ummæli Snæbjamar óréttmæt,
en ekki til forsætisráðherra með
tilmælum um að hann stöðvaði
sölu pésans. Kristján mun líka
hafa gert þetta nú, enda hefir
honum vafalaust verið bent á
það. Verður það að teljast mjög
leiðinlegt, að maður, sem
hefir hæstaréttarmálafliítnings-
mannspróf, skuli gera sig beran
að slíkfi fákunnáttu, og það
virðist vissulega sóma ver slík-
um manni en flestum öðrum,
að telja sig hafa leyfi til að
kasta steinum að þeim manni,
sem hefir verið lengur dóms-
málaráðherra en nokkur annar
íslendingur og hefir þó sætt
minni gagnrýni i þvi starfi en
nokkur fyrirrennari hans.
ÁHRIF FRÁ
EINRÆÐISSTEFNUNUM.
En það alvarlega við framan-
greinda kröfu Kristjáns er ekki
vanþekkingin, sem hún leiðir í
ljós, heldur hugsunarhátturinn,
sem hún byggist á. Ef taka á
upp þá siðvenju, að fara að
gera blöð og ritlinga upptæka,
verður vitanlega að fylgja þeirri
reglu, að láta það sama gilda
fyrir alla. Nú er það kunnugt,
að blað kommúnista hefir í allt
sumar skrifað þannig um setu-
liðið, stjórnarvöld landsins og
brezka heimsveldið, að þótt
benda megi á einhverja hættu
í sambandi við skrif Snæbjarn-
ar, er hún næsta litilfjörleg í
samanbuxði við þá hættu, sem
skrif kommúnistablaðsins gætu
orsakað. Það hefir þó aldrei
komið nein krafa frá Vísi um
að stöðva þessi skrif. En rit-
stjóri Vísis gerir kröfu um, að
skrif Snæbjarnar verði stöðv-
uð af því, að þau geti orðið
eitthvað óþægileg fyrir hann
og eigendur Vísis persónulega.
Þetta sýnir, að Kristján vill
láta fylgja hinum ströngustu
þvingunarreglum, þegar hann
og nánustu samherj ar hans eiga
í hlut, en lætur sér vel lynda,
þótt þeim sé ekki beitt gegn
ennþá alvarlegri misgerðum, ef
þau snerta ekki hann og flokk
hans! Slík framkvæmd laganna
væri alveg eftir fordæmi ein-
ræðisherranna, en hún sam-
rýmist ekki þeirri grundvallar-
reglu lýðræðisins, að sömu lög
eigi að gilda fyrir alla. Það eiga
ekki að gilda önnur lög fyrir
kommúnistana, sem eru á móti
Bretum, en fyrir Snæbjörn
Jónsson, sem er með Bretum.
Slíkt myndi náttúrlega verða,
ef stjórnarfarið yrði hér naz-
istiskt, en það er ekki orðið það
enn og verður það vonandi
aldrei. Eitt bezta vopnið til að
berjast móti einræðisstefnunum
er að vinna gegn þeim áhrifum
frá þeim, að tvennskonar lög
eigi að ríkja í landinu eftir því,
hverjir eiga hlut að máli.
Engjarækt á Hólsfæti
(Framh. af 1. siðu)
þrjá fimmtu hluta áveitulands-
ins, og þeir þrír bændur, er eiga
hinn hluta landsins. En megin-
forgöngu þessa verks og verk-
stjórn hafði Haukur bóndi Ingj-
aldsson í Garðshorni. Hafði
hann áður stíflað Rangá til á-
veitu á engjar sínar. Er með
lítilli fyrirhöfn hægt að ná því
vatni, sem þarf til áveitu á all-
an Hólsfót, úr gömlu flóðgátt-
inni við Rangá. Vatn úr henni
þykir hafa reynzt vel til áveitu.
En þyki það ónógt til góðrar
sprettu, þegar til lengdar
lætur, má ná vatni úr Skjálf-
andafljóti, en til þess þyrfti að
gera alldýr mannvirki.
Til áveitugerðarinnar hefir
fengizt nokkur styrkur úr rík-
issjóði. Fáist svipuð liðveizla til
áframhaldandi framkvæmda,
munu bændur hafa hug á því,
að sinna engjabótum og áveitu-
gerð, meðan hlé verður á tún-
rækt sökum áburðarskorts.
í Lj ósavatnshreppi eru mikil
flæmi af flötu mýrlendi, sem
lítt eða ekkert hefir verið rækt-
að eða ræst fram. Ef allar þess-
ar mýrar væru teknar til vatns-
ræktar, yrði sveitin ein mesta
engjasveit landsins.
TRÚLOFUN ARHRIN G AN A
kaupa allir hjá Sigurþór, Hafn-
arstræti 4, Reykjavík. — Sent
gegn póstkröfu hvert á land
sem er. Sendið nákvæmt mál.
Þáttur franskra . . .
(Framh. af 1. síðu)
aðeins tekið á sig flokksgerfið
í blekkingarskyni og starf-
semi þeirra var í raun og veru
samsæri um að fremja föður-
landssvik undir stjórn erlends
einræðisherra.
Þessir ágætu frönsku föður-
landsvinir, sem vernduðu kom-
múnistana, uppgötvuðu það of
seint, að skjólstæðingar þeirra
voru svikarar, sem heimtuðu
vernd ríkisins, er þeir ætluðu að
eyðileggja, til þess eins að geta
haft betri aðstöðu til áð vinna
að glötun þess.
Þegar þýzki innrásarherinn
byrjaði að flæða yfir Belgíu og
Norður-Frakkland unnu nazist-
ar og kommúnistar að því í
hverri borg og þorpi, að skapa
hræðslu meðal almennings með
því, að breiða út fjarstæðar
sögur um morð Þjóðverja á
mönnum, konum og börnum í
hinum herteknu landshlutum.
Þetta varð til þess að 10 milj.
borgarar yfirgáfu heimili sín i
brjálæðiskenndum ótta, tepptu
alla vegi, svo að franskar, brezk-
ar eða belgískar hersveitir áttu
erfitt með að komast áfram,
gerðu flutninga vista og her-
gagnabirgða næstum ófram-
kvæmanlega, og mynduðu víða
samfellda breiðu af fólki og her-
gögnum, sem varð ákjósanlegt
skotmark fyrir þýzka flugher-
inn.
Þegar styrjöldin í Belgíu stóð
hæst, lögðu starfsmenn belgísku
járnbrautanna, sem voru kom-
múnistar, niður vinnu, svo að
her Bandamanna gat ekki notað
járnbrautirnar til flutninga.
Víðsvegar um Frakkland,
einkum í Paris, höfðu kommún-
istiskir eðá nazistiskir þjónar
einræðisherranna svo hundruð-
um skipti af færanlegum út-
varpsstöðvum með mjög stutt-
um bylgjum. Þeir gáfu Þjóð-
verjum nákvæmar upplýsingar
um allar hreyfingar franska
hersins og fyrirætlanir frönsku
stj órnarinnar. Þar sem þeir gátu
daglega breytt um felustað,
gátu frönsk yfirvöld ekki kló-
fest nema lítinn hluta þeirra.
Frakkar höfðu sýnt þýzkum
flóttamönnum jafnvel enn
meiri gestrisni en Bandaríkja-
menn. Meira en helmfngur
þeirra njósnara, sem voru tekn-
ir fyrir hernaðarlegar njósnir,
höfðu talið sig þýzka flótta-
menn. Þetta gefur okkur ástæðu
til að athuga. hvort ekki muni
vera til nazistiskir eða komm-
únistiskir njósnarar af þessari
tegund í Bandarikjunum.
Þann 10. maí síðastliðinn var
franska þjóðin jafn örugg um
það og Bandaríkjamenn eru í
dag, að hún myndi geta varið
frelsi sitt. Fáum dögum seinna
hafði franski herinn verið brot-
inn á bak aftur,og Frakkar voru
ekki lengur sjálfstæð þjóð.
Þýzki herinn hafði rekið smiðs-
höggið á verkið, en hann myndi
ekki hafa getað gert það, ef
vegurinn hefði ekki verið rudd-
ur af njósnurum og áróðurs-
mönnum einræðisherranna. —
Bullitt lauk ræðu sinni með
öflugri hvatningu til Banda-
ríkjamanna um að láta sér ó-
sigur Frakka til varnaðar verða.
liopar,
aluminium og fleiri málmar
keyptir í LANDS SMIÐJUNNI.
110 Robert C. Oliver:
hverfið. En sjálft húsið virtist vera
dimmt og mannlaust.
Bob gekk nú nær og kippti í gamal-
dags dyrabjöllustreng, sem óneitanlega
var dálítið hjákátlegur á þessari raf-
magnsöld, —: svo stóð hann og beið.
Enginn svaraði, Honum fór nú að
detta í hug, að þetta allt væru aðeins
hrekkir, og var að hugsa um að snúa
við. En til frekari fullvissu tók hann
aftur í strenginn fastar en áður — °8
nú dugði það.
Ljós var kveikt á efri hæðinni og
hægt fótatak heyrðist. Litlu seinná
spurði syfjuð, varfærin rödd, hver væri
úti.
— Ég vildi gjarnan fá að tala við Mr.
Cady. sagði Bob og leit á kortið.
— Bíðið við, svaraði sá, er til dyranna
hafði komið, og Bob varð enn að bíða í
nokkrar mínútur. Svo opnuðust dyrnaT
og ógreitt mannshöfuð kom í gættina.
Maðurinn rétti honum lítinn böggul,
vafinn í brúnan pappír. — Ég bjóst ekki
við yður svona seint, sagði hann og
brosti kurteislega. Gjörið þér svo vel.
Áður en Bob fengi tíma til að svara
stóð hann með böggulinn í hendinni og
hurðin lokaðist við nefið á honum.
Hvað átti þetta að þýða? Bob leit á
böggulinn. Utan um hann var aðeins
teygjuband. Hann reif pappírinn utan
Æfintýri blaðamannsins 111
af og sá að innihaldið var aðeins lítil
látúnsaskja. Þetta er einkennilegt,
muldraði Bob. Hér hlaut að vera um ein-
hver mistök að ræða. Hann opnaði öskj-
una og inni í henni lá pappírsmiði. Við
bjarman af ljóskerinu las hann eftir-
farandi:
„Mr. H.
Afsakið að ég gat ekki verið hér kl.
10 eins og um var talað. Viljið þér gera
svo vel og koma í Liverpool Street 465,
þar sem trúboðssamkomur fyrir heim-
ilisleysingj a eru haldnar. Ef ég er þar
ekki þegar þér komið, kem ég strax.
Öíðið þar eftir mér. Spyrji ejnhver,
eftir hverjum þér séuð að biða, þá segist
vera að bíða eftir
CADY.“
Bob stakk öskjunni í vasann og gekk
í áttina til Liverpool Street. Hann
blístraði eins og hann var vanur, ósköp
lágt, stakk höndunum í vasana og gekk
hratt.
Bob sá ekki mann, sem faldi sig í
skoti milli tveggja húsa. Strax og Bob
var horfinn, kom hann fram á götuna,
beygði fyrir hornið og inn i næstu götu,
þar sem bíll beið eftir honum. Bíllinn
ók í áttina til Liverpool Street.
Þegar Bob kom á samkomustaðinn sá
hann, að hann hafði oft farið fram hjá
þessu húsi áður, án þess að gera sér
GA.MLA. BÍÓ'>—K>—
Strokufangínn
frá Alcatraz
(The Kiiif* of
Alcatraz.)
Aðalhlutverkin leika:
J. CARROL NAISH,
LOYD NOLAN
og
ROBERT PRESTON.
Böm fá ekki aögang.
Sýnd klukkan 7 og 9.
—."-a*“°.NÝJA BÍÓ
Mr. Smlth gerist
Iiingmaðnr.
Mr. Smith goes to Wash-
ington).
Athyglisverð amerísk stór-
mynd frá Columbia Film,
gerð undir stjórn kvik-
myndameistarans Frank
Capra, er sýnir að stund-
um getur verið erfitt að
vera heiðarlegur og sann-
leikanum samkvæmur,þeg-
ar stjórnmálin eru annars
vegar.— Aðalleikarar eru:
JEAN ARTHIJR Og
JAMES STEWART.
Sýnd kl. 6.30 og 9.
7
Flöskur og £l©$
Við kaupum daglega fyrst um sinn allar
algengar tegundir af tómum flösknm og
ennfremur tóm glös af öllum tegnndnm,
sem frá okkur eru komin, svo sem nndan
bökunardropum, hárvötnum og ilmvötn-
um. — Móttakan er í Nýborg.
ÁSengisverzlun ríkisíns.
Til auglýsenda.
Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum
en nokkurt annaö blað á íslandi. Gildi
álmennra auglýsinga er í hlutfalli viö
þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er
öruggasta boöleiöin til flestra neytend-
anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna
vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr
þess vegna í Tímanum
Tværnýjarbækur
Hjörtur Björnsson
frá Skálabrekku:
Sumar á fjöllum.
Endurminningar frú úti-
legusumri 1920. Skemmti-
legar frásagnir, sem marg-
ur mun hafa gaman að
lesa.
Ólafur Briem:
Norræn goðafræði
Bókaverzlun
ísafoldarprentsmiðju