Tíminn - 10.12.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐVR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
PR AMSÓKN ARPLOKKURINN.
RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
SÍMAR: 4373 Og 2353.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
24. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 10. des. 1940
Ríkisskuldiraar
Myndin er gerð að tii-
hlutun Kanadastjórnar
í bréfi frá Guttormi J. Gutt-
ormssyni skáldi í Riverton í
Manitoba er frá því skýrt, að
þar vestra hafi í sumar verið
teknar kvikmyndir af íslend-
ingum og lifnaðarháttum þeirra.
Það er stjórn Kanada, sem fyr-
ir þessari kvikmyndatöku stend-
ur. Hefir miklu fé verið varið
til kvikmyndarinnar og mjög til
hennar vandað að öllu leyti.
Myndina hafa menn kallað
„Good-will film“. Á að senda
hana austur um haf og sýna
hér, svo að heimaþjóðin megi
fá glögga hugmynd um líf og
störf þjóðbræðra sinna í Kan-
ada.
w
Vestur-Islendíngar
í herþjónustu
Jóns Sigurðssonar félagið,
allsherjar félag íslenzkra
kvenna vestan hafs, gaf út í lok
heimsstyrjaldarinnar íslenzka
hermannabók, mjög umfangs-
mikið verk, þar sem greint var
frá afdrifum allra Vestur-ís-
lendinga, sem inntu herþjón-
ustu af höndum þá, og unnt var
að fá fregnir um. Þessum frá-
sögnum um íslenzku hermenn-
ina fylgdi fjölda mynda af þeim.
Nú hefir Jóns Sigurðssonar
félagið látið safna skýrslum um
alla íslendinga, sem gengið hafa
í herinn. Birtist skrá um þetta
í Heimskringlu hinn 23. októ-
bermánaðar. Samkvæmt þeirri
skrá höfðu þá 122 íslendingar
gengið í herþjónustu.
Á fundi miðstjórnar Pram-
sóknarflokksins síðastliðinn
laugardag var rætt um ráð-
stöfun þeirra inneigna, sem
hafa safnazt fyrir 1 Eng-
landi seinustu mánuðina.
í lok þessara umræðna var
eftirfarandi ályktun samþykkt
með samhljóða atkvæðum:
Miðstjórn Framsóknarflokks-
ins skorar á ríkisstjómina að
nota tækifæri það, sem nú gefst,
vegna óvenjulegra gjaldeyris-
inneigna þjóðarinnar, til þess
að greiða sem mest af ríkis-
skuldum í Englandi.
Ennfremur beinir miðstjórn-
in þeirri áskorun til ríkisstjórn-
arinnar, að hún geri hið allra
fyrsta ráðstafanir til þess, að
bjóða út ríkislán innan lands,
sem notað verði til greiðslu
hinna erlendu skulda.
Ráðherrar Framsóknarflokks-
ins munu fyrir löngu hafa gert
tillögur í ríkisstjórninni um að
hafinn yrði undirbúningur að
sölu á ríkisskuldabréfum hér
innanlands, og því fé, sem rík-
ið fengi á þann hátt, yrði varið
til að greiða ríkislán í Englandi.
Hér í blaðinu hefir þessu máli
oft verið hreyft og mælt mjög
ákveðíð með 'því, að þess.i leið
yrði farin. Liklegt er, að hægt
sé að fá íslenzk ríkisskuldabréf
keypt á verðbréfamörkuðum í
Bretlandi, en jafnvel þó að svo
væri ekki, er vitað, að a. m. k.
einu ríkisláni þar, sem mun
vera að upphæð 12—15 milj. kr„
má segja upp með tiltölulega
stuttum fyrirvara.
Það má hiklaust fullyrða, að
þeim fjármunum, sem safnazt
hafa fyrir undanfarið, verði
ekki varið á betri hátt'. Fyrir
þjóðina í heild væri það mjög
hagkvæmt að geta fært skuld-
(Framh. á 4. síðu)
Míðstjórn Framsóknarflokksíns skorar á ríkísstjórnína að
vínna að lækkun þeirra og að taka ínnlent ríkíslán í þeím
Kvikmynd af ís- t,lganál
lendíngum í Vest-
urheími
t Elt^landí s^eiQa Roosevelts lam-
® að einstaklingsframtakið?
Roosevelt svarar andstœðíngum símim
Unglingaskólarnír
Fræðslumálastj órnin hefir
látið Tímanum í té vitneskju
um unglingaskðlana í landinu
síðasta vetur og rekstur þeirra.
FlestiT þessara skóla voru i
sjóþorpum landsins og kaup-
túnum, en á stöku stað voru þó
slikir skólar í sveitum.
Eins og gefur að skilja voru
skólar þessir mjög misjafnlega
umfangsmiklir, nemendur frá
8 til 50 og námsgreinir 4 til 13.
Skólatíminn var 12—22 vikur.
Alls voru unglingaskólar þess-
ir 36 og reknir á eftirtöldum
stöðum: Akranesi, Bolungarvík,
Borgarnesi, Dalvík, Djúpavogi,
Eskifírði, Eyrarbakka, Fljóts-
hlíð, Gerðum, Glerárþorpi,
Grenivík, Grímsey, Haganesvík,
Haukadal, Hellissandi, Hnífsdal,
Hofsósi, Húsavík, Hveragerði,
Keflavík, Ólafsfirði, Ólafsvik,
Raufarhöfn, Reyðarfirði, Sand-
gerði, Sauðárkróki, Seyðisfirði,
Skagaströnd, Skútustöðum,
Steinnesi, Stykkishólmi, Vík í
Mýrdal, Þingeyri, Þykkvabæ,
Þingeyrum í Húnaþingi og Víf-
ilsstöðum.
Reglulegir nemendur í öllum
þessum unglingaskólum voru
503, en auk þeirra 135 óreglu-
legir.
Unglingaskólarnir nutu 25,200
króna styrks úr ríkisstjóði, en
alls varð kostnaðurinn við þetta
skólahald 42,400 krónur, að því
er skýrslur herma.
Georg Grikkjakonungur.
Georg er fimmtugur að aldri. Hann
varð konungur 1922, þegar Konstantin
faðir hans hrökklaöist frá völdum.
Georg varð sjálfur að leggja niður
konungdóm á nœsta ári og dvaldi í
London til 1935, þegar Mextaxas kvaddi
hann heim og lét hann taka við kon-
ungdómi á ný. Georg hefir þótt laginn
stjórnandi og nýtur mikilla vinsœlda.
Fjórðí hluti Albaníu
á valdi Grikkja
Það var opinberlega tilkynnt
í Aþenu á sunnudaginn, að
Grikkir hefðu "tekið Argyro-
castro. í síðustu hernaðartil-
kynningu Grikkja hefir verið
skýrt frá, að sókn Grikkja héldi
áfram og að þeir væru stöðugt
að bæta aðstöðu sína á öllum
þýðingarmestu stöðum vígstöðv-
anna.
Það er þó enn ekki ljóst, hvort
Grikkir ætla að halda sókninni
áfram eða láta sér nægja að
(Framh. á 4. síðu)
í forsetakosningunum í
Bandaríkjunum í haust stóð að-
albaráttan um innanlandsmál-
in. Andstæðingar Roosevelts
töldu sig vera samþykka stefnu
hans í utanríkismálum — a. m.
k. í aðalatriðum. Hins vegar for-
dæmdu þeir mjög harðlega
stefnu hans og framkvæmdir í
innanlandsmálum. Hann hefði
hækkað skattana og aukið af-
skipti ríkisvaldsins af atvinnu-
vegunum, og með þessu hvort-
tveggja lagt stein í götu hins
frjálsa framtaks. Afleiðing af
stefnu hans væri aukið atvinnu-
leysi, sem myndi þó vitanlega
vaxa, ef hann færi áfram með
völd.
Þessi áróður gegn Roosevelt
var rekinn með öllum þeim að-
ferðum og tækjum, sem auðvald
Bandaríkj anna hafði yfir að
ráða. Um 75% blaðanna voru á
móti Roosevelt og meginþorri
útvarpsstöðvanna voru á valdi
andstæðinganna. Willkie, for-
setaefni auðmannanna og íðju-
höldanna, þeyttist um landið
þvert og endilangt og bannsöng
framkvæmdir Roosevelts. Sök-
um embættisanna gat Roose-
velt ekki tekið verulegan þátt í
kosningabaráttunni fyr en seint
í október. Fyrstu stóru kosn-
ingaræðuna, sem fjallaði um
innanlandsmálin, flutti hann í
Philadelphia .23. okt. í ræðu
þessari svaraði hann ásökunum
andstæðinganna og fer hér á
eftir útdráttur úr einum kafla
ræðunnar:
— Bandaríkjamenn hafa ekki
gleymt þvi, hvernig háttað var
atvinnu- og viðskiptamálum
landsins árið 1932. Við munum
eftir hruni bankanna, milljón-
um sveltandi manna og kvenna,
123. blað
reisnina. Þeir segja jafnvel, að
ríkisstjórnin hafi ekki hjálpað
til að útvega einum einasta
manni ærlegt verk.
Þessir menn þykjast nú hafa
ofurást á hinum vinnandi
manni og skylduliði hans. Þeir
höfðu tækifæri til að sýna þessa
ást í verki 1932, en þeir notuðu
það ekki.
Árið 1932 vildu þeir láta
verkafólkið svelta, ef það gat
ekki fengið atvinnu.
Árið 1932 vildu þeir ekki
tryggja verkalýðsfélögum samn-
ingsrétt.
Árið 1932 mættu þeir kröfum
atvinnuleysingj anna með
slökkvidælum og byssustingj -
um.
Árið 1932 áttu þeir ekki orð
til að lýsa hneykslun sinni, ef
minnst var á ákveðið lágmarks-
kaup og hámarksvinnutíma;
ráðstafanir eins og ellitrygging-
ar og atvinnuleysistryggingar,
voru þeim meira en fjarri skapi.
En nú eiga þessir háu herrar
ekki. nóg orð til að lýsa um-
hyggju sinni fyrir verkalýðnum.
Sama gerðu þeir reyndar í kosn-
ingunum 1936, en þegar þær
voru um garð gengnar, gerðu
þeir sitt ítrasta í þinginu, í blöð-
unum og fyrir dómstólunum, til
þess að eyðileggja þau mál, sem
mestu varðaði verkafólkið.
En hverjar eru þá staðreynd-
irnar?
Einkafyrirtækin hafa nú 9
millj. manna og kvenna fleira í
vinnu en í marzmánuði 1932.
Mánaðarlega fjölgar nú starfs-
fólki einkafyrirtækjanna um
mörg hundruð þúsund.
Þetta er hæfilegt svar við
þeirri fullyrðingu, að stefna rík-
uppflosnuðum æskulýð sveit- isstjórnarinnar hafi fjötrað
anna, öllum gjaldþrotunum og
örvingluninni, sem þá átti sér
stað.
Mennirnir, sem voru valdir að
þessu ástandi, fullyrða, að þjóð-
in sé enn í sömu kreppunni og
ríkisvaldið hafi hindrað við-
A. KZI?,OSSC3-ÖTTJniÆ
Fréttir úr Vatnsdal. — Háskólafyrirlestur um krabbameinið.
á Hvammstanga— Veðurfarið í haust.
Refasýning
Kristján Sigurðsson kennari, á
Brúsastöðum, fréttamaður Tímans i
Vatnsdal, skrifar á þessa leið: — Seint
á túnaslætti gerði óþurrka, er héldust
fram á haust. Hey skemmdust
þó vonum minna fyrir það, að úrfellin
voru ekki stórfelld -og kuldar miklir.
Póðurbirgðir hér í Áshreppi eru nú að
vöxtum með því bezta, sem gerist hér.
Stafar það sumpart af mjög miklum
fyrningum á síðasta vori eftir hið
ágæta sumar á undan og sumpart af
góðri sprettu á engjum nú síðastliðið
sumar. Aftur voru tún léleg víða hvar.
í þriðja lagi hafa bændur keypt mik-
inn fóðurbæti, einkum til þess að
tryggja gæði fóðursins. Er það bæði
síldarmjöl og millisíld sú, er veiddist á
Blönduósi í haust. Kartöfluuppskeran
var eðlilega mjög rýr. Víða tæplega
% þess, er var sumarið áður. Búpen-
ingi hefir fjölgað nokkuð í hreppnum
síðan haustið 1939. Kúm- hefir þó sem
ekkert fjölgað, en geldneytum og kálf-
um nokkuð. Hrossum um 5%, og þó
veriö selt með langflesta móti til af-
sláttar nú í haust. Sauðfénu hefir
fjölgað um 8%. Mæðlveikin hefir þó
gert mikinn usla á sumum bæjum. Eru
dæmi þess, að farizt hafi af völdum
hennar nær helmingur þess fjár, er
sett var á í fyrrahaust. Mörgu hefir
verið lógað síðan skoðun fór fram í
haust. Og fleira og færra er að koma
fram af sýktum kindum. Lítið ber á
veikinni í veturgömlu fé; enn sem kom-
ið er. Fullur helmingur alls sauðfjár-
lns í hreppnum er lömb og vetur-
gamalt.
r r r
Guðmundur Thoroddsen prófessor
flutti háskólafyrirlestur um krabba-
meinið siðastliðinn sunnudag. Krabba-
mein er sá sjúkdómur, er flesta menn
dregur til dauða hér á landi á ári
hverju. Aðeins eins dánarorsök er tíð-
arl, sem sé ellihrumleiki. Lengi vel var
krabbameinið þriðja dánarmeinið í
röðinni af þeim, er flest fólk lagði 1
’gröfina. En nú er berklaveikin ekki
orðin jafn mannskæð og hún var fyrir
nokkrum árum og verður færri að bana
en krabbameinið, Af heilbrigðisskýrsl-
um mætti ætla, að krabbamein hafi
færzt í aukana á síðari árum. Svo þarf
þó ekki að vera í rauninni. Þess ber að
gæta, að miklu fleira fólk nær nú þeim
aldri, er hættast er við að krabbamein
komi í ljós. Miklu meira fólk kemst
nefnilega á gamals aldur heldur en
var fyrir tiltölulega skömmu síðan.
Krabbamein í maga er langsamlega
tíðasta tegund krabbameins á landi
hér. Það er álíka títt, að íslenzkir
krabbameinssjúklingar hafi sjúkdóm-
inn í maga, eins og öllum öðrum líffær-
um samanlagt. Krabbamein í maga er
hins vegar oft mjög erfitt að lækna
vegna þess að sjúkdómurinn er tíðum
orðinn svo magnaður, þegar læknls er
leitað, að torgert er að yfirvinna mein-
ið. Síðan Landspítalinn var stofnaður,
hafa 69 krabbameinssjúklingar legið
,þar. Á 19 þeirra hafa verið gerðar
fullnaðaraðgerðir. Af þeim hafa 11
fengið bata. Má það teljast góður ár-
angur, miðað vlð það, sem gerist á
sjúkrahúsum erlendis.
r t t
Refasýning var haldið á Hvamms-
tanga 4. þessa mánaðar. Dómarar á
sýningunni voru H. J. Hólmjám ráðu-
nautur og Guðmundur Jónsson í Ljár-
skógum. Sýndir voru alls 37 silfurrefir,
og fengu þeir allir verðlaun. 32 fyrstu,
4 önnur og 1 þriðju verðlaun. Flestir
refirnir voru frá refabúinu á Búrfelli.
Þaðan voru sýndir 17 alsilfurrefayrð-
lingar og fengu þeir allir fyrstu verð-
laun. Einn af þeim yrðlingum var
bezta dýr sýningarinnar. Á sýning-
unni voru 6 bláreflr frá fjórum refabú-
um. Einn af þeim fékk 1. verðlaun, en
fimm 2. verðlaun. í
t t t
Pram að þessu hefir verið ákaflega
snjólétt um allt land í vetur. Þó hefir
alls staðar fölvað nokkuð og nú í byrj-
un þessarar viku var, að því er veður-
stofan tjáði blaðinu og símfregnir hafa
hermt, nær alls staðar ofurlítið föl á
jörðu, Þó var það mjög lítið sunnan
lands og sums staðar þíð jörð undir föl-
inu. Til fjalla hefir hins vegar snjóað
allmikið, því að úrkoma hefir verið
mikil undanfarna daga, einkum á Suð-
urlandi, og tíðast snjóað, er dróg til
fjalls, þótt þíða eða krapaúrkoma hafi
verið í byggð og láglendi. Er því þung
færð fyrir bifreiðar yfir Mosfellsheiði
(Framh. á 4. siðu)
einkaframtakið og komið í veg
fyrir alla atvinnuaukningu.
Meira en 40 millj. manna taka
nú þátt í ellitryggingum. Um
tvær millj. manna og kvenna,
sem er 65 ára eða eldri, njóta
nú mánaðarlegra ellilauna.
Tuttugu og níu millj. verka
manna hafa hlotið réttindi at-
vinnuleysistrygginganna.
Verkalýðsfélögunum hefir
verið tryggður samningsréttur
inn.
Lágmarkslaun hafa verið á-
kveðin.
Fjörutíu klukkustunda vinnu-
vika hefir verið ákveðin, ásamt
fyrirmælum um hærra kaup
fyrir eftirvinnu.
Vinna barna í verksmiðjum
hefir verið bönnuð.
í mestu góðærunum fyrir
kreppuna, árið 1939, námu með-
allaun verkamanna í verksmiðj -
(Framh. á 4. síðu)
Aðrar frétttr.
Brezki herlnn í Egiptalandi
hóf skyndilega sókn í gærmorg-
un. Réðist hann á hernaðar-
stöðvar ítala suður af Sidi Bar-
ani og vann líði ítala þar mik-
ið tjón. Tvær hernaðarstöðvaT
voru herteknar og 1000 ítalskir
hermenn teknir til fanga. Einn
ítalskur hershöfðingi féll í við
ureigninni. Brezki flugherinn
telur sig einnig hafa gert árásir
á hernaðarstöðvar ítala með
góðum árangri. Þessi sókn Breta
virðist hafa komið ítölum mjög
á óvart.
Cavigniari aðmiráll, yfirmað-
ur ítalska flotans, hefir beðist
lausnar og sömuleiðis de Veckki
yfirhershöfðingi á Tylftareyj
eyjum, einni helztu hernaðar
stöð ítala. Þykir þetta, ásamt
fráför Badoglios, sýna að alvar
legur ágreiningur muni vera
milli hersins og stjórnmálaleið
toganna. Ricardi aðmíráll hefir
A víðavangi
ÞJÓÐIN OG SJÁLFSTÆÐIÐ.
Eins og um var getið í síðasta
blaði, eru kjósendur og blöð
allra lýðræðisflokkanna ein-
dregin um þá stefnu, að nú sé
kominn tími til að gera stjórn
landsins fullkomlega íslenzka.
Ætlast menn til, að þjóðstjórnin
og Alþingi gangi hiklaust að
þeim framkvæmdum, sem þar
þarf að leysa af hendi, þegar
3ing kemur saman í vetur. For-
dæmi Norðmanna er okkur þar
til fyrirmyndar. Á leið þeirra
voru þrír áfangar um frelsis-
tökuna. Þegar höggvið var á
tengslin við Danmörku 1814,
héldu þeir þjóðfund á Eiðsvelli,
sömdu sér til handa frjálslynda
stjórnarskrá og kusu sér inn-
lendan konung. Síðar voru þeir
með hervaldi neyddir til að
ganga i samband við Svia og
vera þar minnj máttar, m. a.
hafa sænskt sambandsmerki í
fána sínum, líkt og rauði litur-
inn er í fána íslendinga. Með
miklu átaki hreinsuðu Norð-
menn sambandsmerkið úr fána
sínum. Að lokum tóku þeir
æðstu stjórn landsins í sínar
hendur 1905, þegar Svíakonung-
ur gat ekki á löglegan hátt
framkvæmt konungsvald í Nor-
egi
RÍKISSKULDIRNAR.
Miðstjórn Framsóknarflokks-
ins hefir nú nýverið heitið rík-
isstjórninni stuðningi sínum til
að flytja eins mikið og unnt er
af skuldum ríkisins og bank-
anna frá Englandi og til ís-
lenzkra manna. Mundi Jón
Þorlákssyni hafa þótt slikur
stuðningur góður, er hann lagði
gróða fiskiársins mikla 1924 í
greiðslu íslenzkra skulda er-
lendis. Jafnframt' þessu þarf að
muna, að þjóðin skuldar á sjö-
undu miljón króna í Danmörku
og Þýzkalandi og allt að 4 milj-
ónir króna í bráðabirgðavið-
skiptaláni í Ameríku. En minn-
ingin um þessar skuldir má ekki
verða til að hindra það, að sem
allra fyrst verði boðið út ríkis-
lán til að flytja heim þó nokkuð
af þeirri inneign, sem liggur
arðlítil erlendis. Því fremur er
ástæða til að hraða þessu máli,
iar sem telja má liklegt að
skjótfenginn gróði ýmsra
manna hér á landi sé bezt
geymdur í ríkisskuldabréfum.
TVÍBÝLIÐ Á ÍSLANDI.
Hér i blaðinu hefir í þrem
greinum í sum«,r verið reynt að
gera skiljanlega aðstöðu okkar
til dvalarhersins i landinu. í
fyrsta lagi er í eðli sínu rangt
að tala um að landið sé her-
tekið og þjóðin hernumin. í
stað þess er hér um stundar-
sakir tvíbýli, islenzkt réttarriki
og enskt herríki. íslendingar
njóta enn sem fyrr gæða lands-
ins,en Englendingar fæða sig og
klæða að heiman. í öðru lagj er
hinn enski dvalarher hér sér.til
lítillar skemmtunar, en með
ærnum tilkostnaði fyrir land
sitt, aðeins meðan Bretar eiga í
valdaglímu við annað stórveldi
um frelsi þjóðarinnar og gæði
'ættlandsins. í þriðja lagi hafa
Englendingar öldum saman
fylgt óskrifaöri Monroekenn-
ingu um líf hinna litlu frjálsu
þjóða í Norður- og Vestur-Evr-
ópu. Öll þessi ríki eiga frelsi sitt
algerlega undir því, áð England
haldi áfram að vera voldugt
heimsveldi, af því að það telur
sinn hlut betri, ef það hefir
frjáls og vel mennt smáríki fyr-
ir nábúa fremur en voldugar
hernaðarþjóðir, sem hyggja á
landvinninga.
verið skipaður yíirmaður cavig-
niaris.
»
Þjóðverjar gerðu stórfellda á-
rás á London í fyrrinótt og varð
tjón mjög mikið. Er þetta talin
ein stærsta árás þeirra á borg-
(Framh. af 1. siðu)