Tíminn - 10.12.1940, Blaðsíða 2
190
TtMINN, þrigjjiidaginii 10. des. 1940
123. blað
Framleiðslan
og flokkarnir
Avarp til íslenzkrar æsku
‘gtminn
Þriðjudayinn 10. des.
Skógrækt og
sandgrædsla
„KomiO grœnum skógi aö skrýSa
skriður berar, sendna strönd".
Sem betur fer virðist vax-
andi áhugi almennings fyrir
þvi að auka gróður landsins og
hefta þau öfl, sem valda eyð-
ingu hans. Félög eru stofnuð i
því skyni, og einstakir menn
leggja fram fé í sjóði til stuðn-
ings framkvæmdum í þessu
efni.
Skógræktarfélag íslands var
stofnað fyrir 10 árum. Með lög-
um frá Alþingi var það viður-
kennt sem samband skógrækt-
arfélaga í landinu. Sérstök
skógræktarfélög hafa verið
stofnuð á Austurlandi, í Eyja-
firði, Skagafirði, Borgarfirði,
Vestmannaeyjum og Árnessýslu.
Auk þess hafa mörg önnur fé-
lög, t. d. ungmennafélögin,
skógræktarmálið á sinni stefnu-
skrá.
Skógræktarstöðvar ríkisins
selja trjáplöntur til gróður-
setningar, og einstök skógrækt-
arfélög hafa græðireiti fyrir
trjáplöntur. Vegna skorts á
trjáplöntum til gróðursetning-
ar, þarf að stækka skógræktar-
stöðvarnar eða fjölga þeim. Á
síðasta aðalfundi Skógræktar-
félags Eyfirðinga var félags-
stjórninni falið að vinna að því,
að koma upp skógræktarstöð í
grennd við Akureyri, til þess að
ala þar upp trjáplöntur af fræ-
sáningu. Vafalaust hafa fleiri
félög hug á að koma upp slík-
um uppeldisstöðvum, þar sem
þær eru ekki nú þegar til.
Fjárframlög ríkisins til skóg-
ræktar hafa aukizt nokkuð síð-
ustu árin og eru nú, samkvæmt
fjárlögum nálega 60 þús. kr.
En um leið og skógræktarfé-
lögin færast í aukana, þarf rík-
ið að leggja fram meira fé til
framkvæmdanna, til þess að
fullnægt verði ákvæðum skóg-
ræktarlaganna frá síðasta þingi.
Nokkrir einstakir menn og fé-
lög hafa sýnt áhuga fyrir þessu
máli með því að stofna sjóði,
sem eiga að veita verðlaun fyr-
ir ræktun skógargróðuxs, eða
stuðla að verndun og ræktun
skóga á annan hátt. Þær fórn-
ir einstaklinga og lögboðinn
fjárstyrkur ríkisins ætti að
glæða áhugann fyrir málinu 1
héruðum landsins.
Sandgræðslan og skógræktin
þurfa að haldast í hendur. Á-
rangurinn af sandgræðslustarf-
inu sést m. a. af því, að i Gunn-
arsholti á Rangárvöllum og 2
jörðum þar í grennd, hefir hey-
fengur sex eða sjöfaldast síðan
fyrir 14 árum, þegar sand-
græðslan var hafin þar, en þá
var Gunnarsholt í eyði. Eru
þar nú 3 bændur, og hægt að
bæta við 2 býlum. Hefir sand-
græðslustjórinn, Gunnl. Krist-
mundsson, áhuga fyrir að koma
upp rafstöð, sem gæti fullnægt
rafmagnsþörf þessara væntan-
legu 5 býla, en skilyrði til virkj-
unar eru talin vera á þessum
stað.
Nú mun vera til yfir 30 sand-
græðslugirðingar á landinu, en
mikil þörf fyrir nýjar girðingar
á öðrum stöðum. Telur sand-
græðslustjóri m. a. nauðsynlegt
að hefja sandgræðslu á tveim
stórum svæðum í Kelduhverfi,
Dimmuborgum og Námaskarði í'
Þingeyj arsýslum, svæðinu frá
Stokkseyri austur að Markar-
fljóti og austan til á Rangár-
völlum. Girðingarnar um sand-
græðslusvæðin, og viðhald
þeirra, kosta mikið fé. Framlög
ríkisins til sandgræðslu eru nú,
samkvæmt fjárlögum, tæplega
40 þús. kr. á ári. Þessi framlög
þurfa að aukast, a. m. k. þegar
hægt verður að fá girðingarefni,
en útvegun þess er nú erfið
vegna ófriðarins.
Sandfokið þarf að stöðva.
Eyðisandana, sem eldgos og rán-
ýrkja hafa skapað, þarf að
græða, alls staðar þar sem
mögulegt er. Grasrækt og skóg-
rækt á að haldast í hendur á
þessum svæðum, og með nýjum
gróðri rísa þar blómleg býli.
Ræktun skógargróðurs gefur
I.
Landbúnaður og sjávarútveg-
ur hafa um langan aldur verið
aðalatvinnuvegir landsmanna,
og efnaiegar ástæður þjóðar-
innar farið eftir því, hvernig
þeim atvinnugreinum hefir
vegnað. En afkoma þessara at-
yinnugreina hefir verið mjög
misjöfn, og er margt sem því
veldur. Sumar þær orsakir, sem
hafa mikil áhrif á afkomuna,
eru óviðráðanlegar, en aðrar eru
á valdi mannanna.
Stjórnarvöldum landsins er
rétt og skylt að gera það, er í
þeirra valdi stendur, til þess að
árángur af framleiðslustörfun-
um verði sem beztur. Skylt er
að gæta þess, að eigi sé lakar
búið að framleiðendunum en
öðrum þegnum þjóðfélagsins.
Framleiðendurnir hlj óta að
dæma stjórnmálaflokkana eft-
ir því, hvernig framkoma
þeirra er í þeim málum, er
varða hagsmuni þeirra.
Hér verður farið nokkrum
orðum um afstöðu stærstu
flokkanna til helztu hagsmuna-
mála framleiðendanna síðast-
liðinn áratug.
II.
Árið 1930 varð mikið verðfall
á framleiðsluvörum landbúnað-
arins, og næstu árin voru þær
í mjög lágu verði. Þetta orsak-
aði taprekstur og skuldasöfnun
hjá bændum landsins, en marg-
ir þeirra höfðu áður stofnað til
skulda vegna ræktunar og
byggingaframkvæmda, og var
erfitt að rísa undir þeim byrð-
um, þegar afurðaverðið lækk-
aði stórkostlega. Vegna þessara
örðugleika bændastéttarinnar,
var Kreppulánasjóðurinn stofn-
aður. Enginn ágreiningur mun
hafa verið um þá löggjöf á Al-
þingi.
Með stofnun Kreppulánasjóðs
fengu bændur hagkvæma
samninga um áhvílandi skuldir.
En það eitt var ekki fullnægj-
andi til að tryggja viðunandi
afkomu þeirra. Hitt var engu
ekki eins skjótan arð og grás-
ræktin. En arðurinn er vís, þeg-
ar tímar líða, ef vel er að unn-
ið. Skógræktin eykur fegurð
landsins og tekjur þjóðarinnar.
Got't er þegar það tvennt fer
saman. Sk. G.
Jens Hólmgeirsson;
Ræktunarmál
VI.
Til þess að ræktun landsins
i kauptúnunum miði eitthvað
áfram, þarf árlega að vinna að
þeim málum á hverjum stað,
markvisst og eftir fastri áætlun,
á sama hátt og atorkusamur
bóndi, sem sezt hefir á órækt-
aða jörð, bætir við ræktaða
blettinn sinn á hverju ári.
Á þessu er hinn mesti mis-
brestur og til eru fjölmörg
kauptún á landinu, þar sem
ekkert teljandi er unnið að
jarðrækt ár eftir ár. Sums staðar
veldur vöntun á landi, en
víðast hvar er ástæðan sú, að
forystu skortir í þessum mál-
um, og fjármagn er ekkert fyr-
ir hendi til framkvæmdanna.
í öllum störfum og öllum
málum þarf forystu og þarf hún
að vera því betri, sem viðfangs-
efnið er stærra og víðtækara.
Viss þáttur ræktunarmálanna í
flestum kauptúnum, verður að
framkvæmast í samstæðari
heild, á líkan hátt og sameigin-
legar jarðræktarframkvæmdir
bænda, sem í félagi ræsa og
þurka lönd sín, er saman liggja.
Má sem dæmi um það nefna,
fjölmargar áveitur, fyrirhleðsl-
ur og framræslu lands, þar sem
margir bændur eiga hlut að.
Það er orðin nokkuð föst regla,
að ríkissjóður styrkj þess háttar
framkvæmdir gegn tilskildu
framlagi heima fyrir.
Nú er land það, er ræktað
mun verða í kauptúnunum, yf-
irleitt samfelldir flóar, sem
þurfa skipulegrar framræslu við
síður nauðsynlegt að auka
tekjur bændanna, svo að þær
nægðu fyrir þörfunum. Aðeins
með því móti var hægt að af-
stýra nýjum töpum og nýjum
skuldum.
Strax eftir að Hermann Jón-
asson myndaði ráðuneyti, sum-
arið 1934, gaf hann út bráða-
birgðalög um sölu á mjólk og
kjöti. Með samningum Fram-
sóknarmanna við Alþýðuflokk-
inn var tryggt nægilegt at-
kvæðamagn á Alþingi með
þessari löggjöf. Sjálfstæðis-
flokkurinn var þá í stjórnar-
andstöðu og beitti sér mjög á-
kveðið gegn afurðasölulögunum
og framkvæmd þeirra.
Árangurinn af afurðasölulög-
unum hefir orðið mjög mikill,
til hagsbóta fyrir bændastétt
landsins. Áður en lögin komu til
framkvæmda, var mjólkurverð-
ið lækkandi og kjötverðið sum
árin svo lágt, að sauðfjárbúin
voru rekin með miklu tapi.
Kjötverðið hefir ávallt síðan
verið hærra og stöðugra. Mjólk-
ur’verðið til bænda hefir yfirleitt
verið hærra en áður, síðan
mjólkurlögin komu til fram-
kvæmda, þrátt fyrir að mjólk-
urframleiðslan hefir næstum
því þrefaldazt. Er þetta ekki sízt
því að þakka, að tekizt hefir að
lækka stöðvar- og dreifingar-
kostnaðinn um a. m. k. 13 aura
á hvern lítra mjólkur.
Á þessu ári hafa risið deilur
um þá verðhækkun á kjöti á
innanlandsmarkaði, sem kjöt-
verðlagsnefnd hefir ákveðið. —
Framsóknarflokkurinn er sá
eini af þjóðstjórnarflokkunum,
sem hefir haldið fram málstað
bændanna í því deilumáli.
Framsóknarmenn hafa bent á
það, að samanborið við verð á
aðkeyptum vörum, er kjötverð-
inu stillt í hóf, og tekjur út-
vegsmanna, einkum hinna
stærri, hafa hækkað margfalt
meira en tekjur bændanna,
þrátt fyrir þessa hækkun á
kjötverðinu. Ennfremur hefir
verið vakin athygli á því, að
tekjur verkamanna og sjó-
manna hafa aukizt mjög á
þessu ári, ekki eingöngu vegna
hækkunar á tímakaupinu, held-
ur miklu fremur vegna þess, að
atvinnan hefir verið stöðugri.
Þrátt fyrir þessar staðreynd-
ir hafa bæði Sjálfstæðis- og Al-
kauptúnanna
og er óhjákvæmilegt, að það
ve’rk vinnfst í kerfisfciundinhi
heild eftir fastri áætlun. Stór
sparnaður myndi einnig að því,
ef girðing um landið væri gerð
á sama hátt, því frekari girð-
ingar reyndust þá oftast- óþarf-
ar. Þá er ekki hægt að komast
hjá að leggja sameiginlega
ræktunarvegi um landið. Öll
þessi verk þurfa að framkvæm-
ast kerfisbundið, undir einni og
sömu forystu, svo tryggt sé að
vel sé af hendi leyst. Til greina
getur og komið, ef um stór
ræktunarlönd er að gera, að
jarðvinnslan fari fram á sama
hátt, t. d. ef únnið er með
dráttarvél. Mun oftast að því
mikill verksparnaður, að brjóta
land í stórum spildum, í stað
þess að snúast á smáblettum.
Yrði þá landinu skilað í hendur
leigenda, fullræktuðu, eða því
sem næst, og mun þessi aðferð
víða reynast bezta tryggingin
fyrir því að vel sé ræktað. Þessi
aöferð hefir sums staðar verið
viðhöfð, og gefizt vel. Má í því
efni benda á Stykkishólm,
Djúpavog, Búðareyri á Reyðar-
firði og fleiri staði.
Að sjálfsögðu ráða staðhættir
og jarðræktaráhugi manna
mestu um, hve langt þarf að
ganga í sameiginlegum undir-
búningi ræktunarinnar, og
munu menn fljótlega átta sig
á, hvað bezt á við í því efni á
hverjum stað, En undantekn-
ingarlaust þarf alls staðar for-
ystu í þessurri sameiginlegu
málum og þá kemur spurning-
þýðuflokkurinn haldið uppi á-
sökunum á kjötverðlagsnefnd
fyrir ákvörðun hennar um kjöt-
verðið, sem þeir telja ósann-
gjarnlega hátt.
III.
Sjávarútvegurinn hefir átt við
margs konar erfiðleika að
stríða á undanförnum árum,
eigi síður en landbúnaðurinn.
Verðfallið á sjávarafurðunum
hófst 1930, eins og á landbún-
aðarvörunum. Skömmu síðar
lokuðust markaðir fyrir mikið
af saltfiskinum, og þorskafli
brást tilfinnanlega mörg ár í
röð. Útvegsmenn voru eigi svo
vel við því búnir sem skyldi, að
mæta þessum áföllum. Gengis-
breytingin 1925 hafði valdið
bæði þeim og bændunum miklu
tjóni. Útgerðin var rekin með
tapi, skúldir mynduðust og at-
vinnureksturinn drógst saman.
Erfiðleikum útvegsmanna var
mætt með ráðstöfunum, lj,lið-
stæðum þeim, sem gerðar höfðu
verið fyrir bændurna, Skulda-
skilasjóður vélbátaeigenda var
stofnaður með lögum árið 1935.
En til viðbótar þeirri aðstoð,
sem útgerðarmenn smærri skipa
fengu með þeim lögum, var ó-
hjákvæmilegt að gera ráðstaf-
anir til að bæta rekstraraf-
komu útgerðarinnar, jafnt
smærri sem stærri skipa.
Aðstoð til skuldaskila fyrir at-
vinnuvegina var ein út af fyrir
sig ekki fullnægjandi, heldur
þurfti jafnframt að gera ráð-
stafanir til að reksturinn gæti
borið sig.
Útgerðarmenn báru fram
óskir um gengisbreytingu, sem
þeir töldu. langheppilegustu
leiðina til að bæta aðstöðu og
afkomu útgerðarinnar. Með
gengislögunum á Alþingi vorið
1939 voru þessar óskir útvegs-
manna teknar til greina. Fram-
sóknarflokkurinn var sá eini af
núverandi þjóðstjórnarflokk-
um, sem stóð óskiptur með út-
gerðarmönnum í því máli. Báð-
ir hinir, Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn, voru
klofnir í málinu. Hefir það vafa-
laust verið mörgum útvegs-
mönnum undrunarefni, að
Sjálfstæðisflokkurinn skyldi
bregðast þeim í þessu stóra
hagsmunamáli, þar sem meiri-
hluti útvegsmanna mun hafa
fylgt þeim flokki og treyst hon-
um bezt til að gæta hagsmuna
sjávarútvegsins.
IV.
Hér hafa verið nefnd dæmi
um framkomu flokkanna í
stærstu hagsmunamálum bænda
in: Hver á að hafa þessa for-
ystu á hendi?
Þar sem þessum málum er nú
bezt skipað í kauptúnunum, er
ræktunarforystan annaðhvort
í höndum hreppsnefndarinnar,
eða er framkvæmd af félagi á-
hugamanna á staðnum. Að
sjálfsögðu skiptir engu máli,
hver forystuna hefir, ef hún er
einungis góð og vel af hendi
leyst. Mörg rök hníga að því, að
ræktunarforystan sé bezt kom-
in í höndum hreppsnefndar á
hverjum stað, enda sé henni þá
heimilt að fela starfið nefnd
manna, eða félagi áhugamanna
á staðnum, ef til er. Eigi að
síður ætti hreppsnefnd að hafa
yfirumsjón með verkinu og á-
byrgð á því út á við.
Ég lít svo á, að það eigi að
verða fastur liður í árlegri starf-
rækslu kauptúnanna, að vinná
að nauðsynlegri undirbúnings-
ræktun, á líkum grundvelli og
hér hefir verið ráðgert.'Byrjun-
in yrði að sjálfsögðu sú, að út-
vega landið, ef það er ekki þeg-
ar til. Þar næst að fá Búnaðar-
félag íslands til þess að mæla
það og gera uppdrátt og ákveða
skiptingu lóða. Þessi byrjunar-
atriði eru nú víða komin í
framkvæmd. Því næst sé árlega
unnið að ræktunarundirbúningi,
eftir því sem við' á. Landið sé
framræst, ræktunarvegir lagð-
ir, girðing gerð og jarðvinnsla
ef til vill framkvæmd að meira
eða minna leyti. Að loknum
hinum ákvörðuðu framkvæmd-
um, sé landið látið á erfðafestu
til þeirra manna í kauptúninu
er þess óska, og telja verður að
landsins hafi mesta þörf.
En hvernig á að fá fjármagn
til þessara framkvæmda?
Þar sem kauptúnin hafa unn-
ið að þessum málum undanfar-
íslenzka þjóðin er nú stödd á
vegamótum örlagaríkra tíma.
Margar þrautir herja land vort
og lýði. Framtíðin færir oss
mörg og merk viðfangsefni. Hin
stóru verk bíða í hverjum bæ og
byggð.
Atburðir þeir, er gerzt hafa
á hinu liðna sumri, marka tíma-
mót í sögu íslands. Eylendan
nyrzt á norðurvörum nýtur eigi
fjarstöðu sinnar lengur. Erlent
herlið hefir tekið sér aðsetu á
íslenzkri fold. ísland hefir færzt
inn í hringiðu hinnar geisandi
styrjaldar. Allir sannir synir og
dætur þjóðar vorrar bera þær
vonir í brjóstum, að ættjörð vor
verði eigi hernaðarvettvangur.
Þó getur enginn sagt fyiir,
hvernig málum kann að skipast.
og sj ávarútvegsmanna síðustu
árin. Þar hefir Framsóknar-
flokkurinn haldið fram málstað
framleiðendanna, oft gegn
meiri og minni andstöðu hinna
flokkanna. Framsóknarflokkur-
inn hefir eigi aðeins gætt hags-
muna landbúnaðarins, heldur
einnig haft forgöngu í þýðingar-
mestu málum sjávarútvegsins.
Dæmið um afstöðu flokkanna
til gengismálsins á þinginu 1939
er nærtækast. En fleiri dæmi
mætti nefna um það, að Fram-
sóknarflokkurinn hefir með
löggj af arstarf i og stjórnar-
framkvæmdum komið fram
gagnlegustu umbótamálum
sjávarútvegsins.
Framsóknarflokkurinn hefir
frá öndverðu verið flokkur
framleiðendanna fyrst og
fremst. Til þess að koma í veg
fyrir eðlilega þróun flokksins í
kaupstöðum og sjávarþorpum,
hafa andstæðingar hans reynt
að telja útvegsmönnum og sjó-
mönnum trú um, að Framsókn-
arflokkurinn værj þeim and-
vígur, en miðaði starfsemi sína
eingöngu við hagsmuni land-
búnaðarins. Allir þeir, sem
kynna sér samviskusamlega
stjórnmálasögu síðari ára,
munu komast að þeirri niður-
stöðu, að Framsóknarflokkur-
inn hefir unnið jöfnum hönd-
um að velferð þessara tveggja
þýðingarmestu atvinnugreina,
landbúnaðar og fiskiveiða.
Þannig mun Framsóknar-
flokkurinn halda fram stefn-
unni. Þess vegna eiga framleið-
endur í sveitum og við sjó að
fylkja sér einhuga um flokkinn
og stefnu hans . Sk. G.
ið — sem sums staðar er með
hinum mesta myndarskap —
hafa þau fengið til þess nokk-
urn árlegan styrk af fram-
leiðslubótafé og l'agt fram
nokkurt fé á móti úr eigin sjóði.
Ég tel, að þessi kauptún hafi
markað brautina, sem fara beri
framvegis í þessum málum. Og
ég vil bæta því við, að það er
fyllsta ástæða til þess að lög-
festa það, að ákveðinn hluta
framleiðslubótafjárins skuli ár-
lega nota til sameiginlegra
ræktunarframkvæmda í kaup-
túnunum, enda sé þá tilskilið,
ákveðið heimaframlag á móti.
Er þetta hin forsvaranlegasta
ráðstöfun á bótafénu og á engan
hátt hægt að verja því arðvæn-
legar.
Því ber ekki að neita, að
mörg kauptúnin brestur fjár-
hagsgetu til framlags úr sjóði
sínum, enda þótt sum þeirra
gætu gert þar nokkur skil, með
því að láta vinnufæra styrk-
þega sína fá atvinnu við hinn
sameiginlega ræktunarundir-
búning og gefið þeim þannig
kost á að vinna fyrir sér og
skaþa jafnframt þjóðfélagsleg
verðmæti. Þessu til úrbóta get-
ur komið til athugunar, að lög-
festa heimild handa kauptún-
unum um. að innheimta eitt
dagsverk á ári af hverjum
verkfærum manni í þarfir hinn-
ar sameiginlegu undirbúnings-
ræktunar, og sé að jafnaði gert
ráð fyrir, að menn inni þetta
dagsverk af hendi, þegar þeir
óska og vinnufært er, ella
greiði það með taxtakaupi á
staðnum. Fundur verkfærra
manna á staðnum ráði því,
hvort heimild þessi sé notuð.
Vera má, að uppástunga þessi
eigi ekki vinsældum að fagna.
Benda má þó á, að hún á for-
Enginn skyldi vera of bjart-
sýnn um framtíðina.
En hættan mesta stafar eigi
frá vopnavaldi. Hitt er alvar-
legra, ef íslendingar reynast
eigi menn til þess að þola erf-
iðleika yfirstandandi tíma.
Hertakan hefir valdið því, að
mjög hefir skipt íslenzkum
sköpum. Andlegt sjálfstæði
þjóðarinnar er í hættu vegna
kynna hennar við hið framandi
herlið. Ég tel ástæðulaust að
ásaka einn öðrum meir á þeim
vettvangi. Kvenfólk leitar lags
við hermennina og glatar áliti
sínu og sæmd. Karlmenn fylgja í
smánarsporin. Málstaður beggja
þessara aðila er jafn auðvirði-
lega lítill. Útgáfur erlendra
götumynda eru nú að skapast
á íslandi. Hættuskuggarnir yfir
íslenzkum byggðum myrkvast
óðum. Máske boða þeir alda-
nótt.
Drykkjuhneigð íslendinga
mun fyrst og fremst völd að
árekstrunum við hið brezka
setulið. Nokkur hluti þjóðarinn-
ar hefir gleymt virðingu sinni
og metnaði yfir vínglösum og
vindlingum. í áfengisbikurun-
um er fólginn sá eiturormur, er
granda mun siðferðisþroska og
andlegu frelsi voru, ef ekki er
að gætt. Vínið er sá gjörninga-
drykkur, sem fær þjóð vora til
þess að gleyma orðstír sínum og
ábyrgð. — Horfnar kynslóðir
háðu langa og stranga sjálf-
stæðisbaráttu. Þær unnu sigur
að lokum. Þessum sigri er sá
hluti þjóðarinnar, sem gleymir
sæmd sinni i kynnum við her-
liðið að glata. Hann er raun-
verulega að granda vorri dýr-
ustu þjóðareign.
Vér íslendingar viljum láta
telja oss menningarþjóð. Vissu-
lega getum við fært mörg sterk
rök fyrir þeirri skoðun. Við eig-
um fagra þjóðtungu, sérstæðar
bókmenntir og merkilega sögu.
En samt getum við vart talizt
gagnmenntuð þjóð. Sannmennt-
aður maður verður að vera al-
gáður maður, og sannmenntuð
þjóð verður einnig að vera al-
gáð þjóð.
Hinir lítilsigldu íslendingar,
sem granda virðingu sinni með-
al hinna erlendu hergesta, eru
vonandi í miklum minnihluta.
En þeir, sem ekki fylla þann
flokk, mega ekki sofna á verði.
Hlutverk þeirra er að bjarga
málstað og hróðri föðurlands-
ins.
íslenzk skólaæska á að vera
(Framli. á 3. síöu)
dæmi í sveitum landsins, þar
sem hreppavegagj aldið er, sem
sennilega hefir í byrjun verið
skyldudagsverk. Þá er að minn-
ast þess, að með þessu þegn-
skapardagsverki eru íbúar
kauptúnsins að tryggja sér
möguleika til þess að fá til æf-
inlegra' umráða handa sér og
sínum ræktað land með mun
betri kjörum en vera yrði, ef
sameiginlegur ræktunarkostn-
aður væri að láni tekinn.
Telja verður nokkra þörf
þess, að löggjöf komi um þessi
mál. Fer ef til vill bezt á því,
að hún yrði felld inn í þann
kafla j arðræktarlaganna, sem
fjallar um erfðaleigulönd í
kauptúnum. Höfuðdrættirnir
yrðu þá í aðalatriðum þessir:
ForystUjSkyldan í ræktunár-
málum kauptúnanna yrði lögð
á herðar hreppsnefndunum, en
þeim þó heimilað, að fela störf-
in nefnd manna, eða ræktunar-
félagi á staðnum, en hrepps-
nefndin hefði yfirumsjón með
framkvæmdum. Þá væri og
lögfest, að sameiginlegar rækt-
unarframkvæmdir í kauptúnum
skyldi styrkja af ríkisfé, t. d.
af framleiðslubótafé, að vissu
marki, gegn ákveðnu heima-
framlagi á móti. Jafnframt væri
sett inn í lögin heimild til inn-
heimtu á einu dagsverki til
ræktunarframkvæmdanna frá
hverjum verkfærum manni, og
mundi sú heimild aðeins verða
notuð, að þörf og vilji væri fyr-
ir hendi.
Ef vel tekst til um fram-
kvæmd þessara mála á líkum
grundvelli og hér er greint, ætti
að vera tryggt, að ræktuðu
blettirnir við sjávarsíðuna
stækkuðu árlega, þar sem land
er fyrir hendi, unz nauðsynlegu
marki er náð. Niðurlag.