Tíminn - 10.12.1940, Blaðsíða 4
192
W¥, þrigjndaginn 10» des. 1940
123. blaS
Yfir landamærín
X. Kommúnistablaðið segir að það sé
tákn um öngþveiti burgelsastéttarinn-
ar, að hún reyni ekki að sakfella and-
stæðingana með rökum, heldur segi
að „vitað sé“, að þeir bóu svona og
svona, og eftir því séu þeir dæmdir til
útskúfunar og glötunar. Samkvæmt
þessu er rikjandi í Rússlandi hlð full-
komnasta „öngþveiti burgeisastéttar-
innar“, því að þar hafa hinir gömlu
leiðtogar byltlngarinnar verið dæmdir
til dauða fyrir sakir, sem allir vlssu að
voru hreinn tilbúningur.
2. í „pistlum" ísafoldar er Eysteinn
Jónsson hrakyrtur fyrir að hafa á fundi
í Eyjafirði sumarið 1939 látið þau um-
mæli falla, „að kommúnistar hefði gert
bandalag við sorann í Sjálfstæðis-
flokknum". Kallar ísafold þetta til-
hæfulausan áróður. Að vísu mun E. J.
ekki hafa orðað þetta þannig, en þessi
ummæli hefði eigi að síður getað stað-
izt. Bandalag íhaldsmanna við komm-
únista í Hlíf í Hafnarfirði, Dagsbrún
í Reykjavík og bæjarstjórninni á Norð-
firði, svo nokkur dæmi séu nefnd.sanna
þau fullkomlega. Eða vill ísafold halda
því fram að það séu betri mennimir í
SJálfstæðisflokknum, sem hafi gert
bandalagið við kommúnista?
3. Kommúnistablaðið er mjög gleitt
út af Eiðafundinum. Segir blaðið að
kommúnistar séu reiðubúnir til sam-
vinnu um sjálfstæðismálið. Það sögðu
finnsku kommúnistarnir líka. En þeir
gerðu allt, sem þeir gátu í Finnlands-
styrjöldinni, til hjálpar árásarþjóðinni.
Sama myndu kommúnistar hér gera,
ef likt stæði á. Þess vegna geta þeir
verið þess fullvissir, að þjóðin telur
það eitt þýðingarmesta atriðið í sjálf-
stæðisbaráttu sinni, að láta þá hvergi
koma nálægt þeim málum.
x+y.
F erðasögur Marco Polo
(Framh. af 3. síðu)
ófriði milli Feneyja og Genúa.
Marco Polo tók þátt í styrjöld-
inni. Feneyingar voru gjörsigr-
aðir, Marco Polo og 7000 land-
ar hans voru teknir til fanga
og honum varpað í fangelsi. í
fangelsinu las hann ferðasögu
sína, en meðfangi hans, Rusti-
cano, skrifaði hana á bókfell á
franska tungu.
Eins og oft á sér stað um mik-
ilmenni, var Marco Polo eigi
skilinn eða viðurkenndur af
samtíð sinnl Ferðasaga hans
um Austurlönd náði ekki hylli
almennings. Menn trúðu því
blátt áfram ekkí, að í þeim
hluta heimsins, er menn hugðu
óbyggðan, væru ríki með milj-
ónir manna, og að menning
stæði þar framar en í löndum
Evrópu á þeim tímum.
En þetta breyttist. Þeir tím-
ar komu, að menn fóru að trúa
(JR BÆHCM
Fundur Framsóknarfélaganna
næstkomandi fimmtudag verður i
Kaupþingssalnum og á að hefjast kl.
8,30. Flytur Jónas Jónsson stutt inn-
gangserindi um sjálístæðismálið, en
síðan verða umræður. Er þess sérstak-
lega vænzt, að allir alþingismenn
Framsóknarflokksins, sem í bænum
eru, mæti á fundinum, en auk þess er
skorað á Framsóknarmenn almennt að
fjölmenna til að hlýða á og taka þátt
í umræðum um þetta mikilsverða mál.
Félag ungra Framsóknarmanna
í Reykjavík heldur skemmtifund í
Oddfellowhúsinu tuppi) föstudaginn
13. þ. m. Mörg góð skemmtiatriði. Fé-
lagar, fjölmennið með gesti.
Farfuglafundur
Ungmennafélagamia verður haldinn
í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. Séra
Jakob Jónsson flytur erindl, sýnd verð-
ur kvikmynd frá Finnlandi og fleira.
Farfuglafundir ungmennafélaganna
eru venjulega mjög fjölsóttar og á-
nægjulegar samkomur og er líklegt að
svo verði einnig í kvöld.
Húnvetningafélagið
heldur skemmtifund í Oddfellowhús-
inu amrað kvöld. Ræður og upplestur:
Sigurður Nordal prófessor, Skúli Guð-
mundsson alþingismaður og Jón Pálma
son alþingismaður.
Bæjarráðið
hefir ákveðið að láta umbæta lýs-
inguna á gatnamótum Ingólfsstrætis
og Bankastrætis, Lækjargötu og Banka-
strætis og Pósthússtrætis og Austur-
strætis, svo og á Lækjartorgi.
Bátafélagið Björg
hefir ritað bæjarráði bréf og kvartað
mjög alvarlega yfir slæmum aðbúnaði
smábáta á Reykjavíkurhöfn. Hafa
smábátaeigendur lengi verið á sífelld-
um hrakningum með íleytur sínar hér
á höfninni.
Líkön af hvölum.
Nú um helgina voru sýnd í sýningar-
glugga Málarans í Bankastræti likön af
þeim hvalategundum, sem vart hefir
orðið við strendur íslands, alls 20. Er
steypireyður þeirra stærst, en hnýsa
minnst. Hvalalíkön þessi voru 1:15 eðli-
legrar stærðar, miðað við fullvaxna
hvali. Líkönin eru eign náttúrugripa-
safnsins, en gerð af Marteini Guð-
myndssyni myndhöggvara. Er verið að
koma líkönunum fyrir á safninu þessa
dagana.
Fjársöfnun til
vetrarhjálparinnar
er hafin í bænum. Nú í vikunni munu
skátar fara um bæinn 1 þeim erindum
að safna fé og flíkum meðal þeirra, er
að mörkum vilja leggja til vetrarhjálp-
arinnar.
Skíðaferðir.
Nokkrar síðustu helgar hefir fólk
farið á skíði héðan úr bænum. Hefir
færi verið misjafnt, fremur lítill snjór
á stundum og frostleysa stundum. Um
síðustu helgi fór venju fremur margt
fólk. Skíðafæri var allgott á sunnu-
daginn víðast hvar, þótt sums staðar
væri snjórinn nokkuð blautur, einkum
framan af degi.
Ríkisskuldirnar
(Framh. af 1. síðu)
irnar inn í landið og myndi
hljótast af því mikill gjaldeyr-
issparnaður í framtíðinni. Fyr-
ir þá menn, sem nú safna spari-
fé, væri það líka mjög hag-
kvæmt að geta varið því til
kaupa á rikisskuldabréfum.
Með því myndu þeir tryggja sér
sæmilegan arð af fé sínu, án
nokkurrar áhættu, en það er
mjög áhættusamt að leggja
fjármuni í ýmsar framkvæmd-
i£ meðan styrj aldarástandið
varir. Þannig gæti líka farið, að
þetta fé yrði eyðslueyrir, ef ekki
byðust möguleikar til að ráð-
stafa því á þennan hátt.
Þess ber því fastlega að vænta,
að ríkisstjórnin dragi það ekki
lengur að hefjast handa í þessu
máli.
Fjórðí htuti Albaníu . .
(Framh. af 1. slðu)
tryggja sér sem beztar varnar-
stöðvar í Albaníu. Mun það vit-
anlega fara eftir því mati, sem
gríska herstjórnin leggur á
hernaðarlega mótstöðu ítala.
Grikkir hafa tekið mörg
hundruð ítalskra hermanna til
fanga seinustu dagana og mik-
ið herfang. Mikið mannfall var
í liði ítala í bardögunum um Ar-
gyrocastro.
Grikkir tilkynna, að þeir hafi
nú hluta Albaníu á valdi
sínu, þar sem búsettar eru 300
þúsund íbúar, en alls er ein
milj. íbúa í Albaníu. Héruðin
umhverfis Koritza og Algyro-
castro eru ríkustu héruð Albaníu
Aðrar fréttír.
(Framh. af 1. síðu)
ina. Brezki flugherinn hefix
undanfarið gert stærstu loftá-
rásina á þýzku iðnaðarborgina
Dusseldorf, kafbátahafnar Þjóð-
verja í Frakklandi og helztu
flugvelli þeirra í hernumdu
löndunum.
í Haderslev í Suður-Jótlandi
kom nýlega til mikilla óeirða.
Nazistar efndu til útífundar og
voru einkennisbúnir, en póli-
tískir einkennisbúningar eru
bannaðir í Danmörku. Lögregl-
an skarst í leikinn og voru 350
nazistar fangelsaðir. Eftir róst-
urnar safnaðist mikill mann-
fjöldi fyrir utan fangelsið, þar
sem nazistar voru geymdir,
hyllti lögregluna og söng ætt-
Stefna Roosevelts
(Framh. af 3. síðu)
um 56 cents á klst. í febrúar-
mánuðí 1933 voru þau 45 eents.
Þau eru nú 67 cents eða 11
cents hærn en 1929 og 22 cents
hæi’ri en 1933.
Þess ber ennfremur að gæta,
að framfærslukostnaðurinn er
nú 11% lægri en 1929. Það hefir
ekki lítið að segja fyrir hina
amerísku fjölskyldu.
Þjóðartekjurnar hafa næst-
um tvöfaldazt síðan 1932, eða
aukizt úr 39 biljónum 1932 í 74
billjónir dollara, sem er áætlað
að þær verði á þessu ári. Sé tek-
ið tillit til lægri framfærslu-
kostnaðar nú en 1929, eru þjóð-
artekjurnar raunverulega meiri
nú en þá.
Árin 1918—28 urðu 600 bank-
ar gjaldþrota á ári til jafnaðar.
Svo kom bankahrunið mikla.sem
var einn meginþáttur kreppunn-
ar. Á síðastl. árj urðu aðeins 32
bankar gjaldþrota. Tíu af þess-
um bönkum voru aðilar í banka-
tryggingu þeirri, sem ríkis-
stjórnin kom á laggirnar, og
fengu þeir, sem áttu inneignir
I í þessum bönkum, 99% af þeim
' greiddar. Það er eingöngu ráð-
stöfunum núverandi ríkis-
stjórnar að þakka, að komið
hefir verið í veg fyrir hin mörgu
og tíðu bankatöp.
Árið 1932 nam tap hlutafé-
laga og hringa fjórum biljónum
dollara. Nú er áætlað að gróði
þeirra nemi 4 billjónum dollara
á þessu ári.
Sé það satt, að ég og stjórn
mín séu fjandmenn iðjuhöld-
anna, en republikanir, sem
skildu við allt í rústum, séu
vinir þeirra, get ég ekki annað
gert en að óska iðjuhöldunum
þess, að þeir fáj áfram að vera
undanþegnir stjórn vina sinna.
Framleiðsla verksmiðja og
námuvinnsla er nú 13% meiri
en 1929 eða m. ö. o. meiri en
nokkru sinni áður fyrr í sögu
landsins.
Þeir tímar eru liðnir, þegar
hlutabréf og peningar voru
eini mælikvarðinn á velmegun
þjóðarinnar. Við vitum nú, að
velmegun þjóðarinnar verður
mæld eftir þvl, hvernig lífs-
kjörin eru almennt og með
hversu miklu öryggj almenning-
ur getur horft til framtíðarinn-
ar.
Lífskjör almennings í Banda-
ríkjunum eru nú langtum betri
en á mestu gróðaárunum fyrir
kreppuna 1929.
Við lofum ekki „kjúklingi í
hvern pott“ eða „tveímur bíl-
um í hverja bílgeymslu". Við
vitum að það er langtum áhrifa-
meira að á þessu árj byggja
Bandaríkj amenn miklu fleiri í-
búðarhús og kaupa miklu meira
af lífsnauðsynjum en 1929. Á
þessu ári hefir verið meira
smjör, meiri ostur og meira kjöt
á borðum almennings í Banda-
ríkjum en nokkru sini fyr. —
Hér gefst ekki rúm til að rekja
meira af ræðu Roosevelts. Þessi
greinargerð Roosevelts sýnir
nokkuð ljóslega aðalkjarnann i
stefnu hans, auðjöfnunina og
aukin réttindi þeirra, sem lægra
hafa verið settir. Til þess að ná
því markj heíir hann orðið að
hækka skatta og að leggja ýms-
ar aðrar nýjar byrðar á at-
vinnurekendurna. Jafnframt
hefir hann sett þeim og fjár-
málamönnunum takmarkanir,
sem hindra brjálæðisfullt
gróðakapphlaup eins og það,
sem varð orsök hrunsins mikla
1932. Ýmsir töldu, að allar þess-
ar ráðstafanir myndu stuðla að
því að lama framtak einstakl-
inganna, en þær staðreyndir,
sem Roosevelt nefnir í ræðu
sinní, sýna að því fer fjarri.
HESTUR,
6 vetra, jarpur að lit, tapaðist
síðastl. október. Mark: Sneitt
aftan hægra, biti framan
vinstra. Sá sem kynni að verða
hans var, er vinsamlega beðinn
að gera aðvart í síma að Fífu-
hvammi, Seltj arnarneshreppi.
Ennþá er tækifæri að
ná í örfá eintök af
þessu stærsta og lang-
merkasta smásagnasafni, sem til er á
íslenzku. Bókamenn og lestrarfélög,
Notið síðasta tækifærið og eignizt alla
Dvöl frá byrjun.
DVÖL. pósthólf 1044, Reykjavík.
ttbreiðið Tímanu!
frásögnum ferðmannsins. Mál-
ið fór að skýrast og sann-
leikurinn að ryðja séx braut.
„Heimur sá .... sem hafði ver-
ið lokaður, stóð nú öllum opinn,
dýrleg, freistandi veröld, er
beið kynslóða með nóga atorku
og æfintýraþrá til að feta í fót-
spor Feneyingsins mikla.“
Ég vil hvetja menn til að
eignast og lesa umrædda bók.
Einkum vil ég benda æskulýð
landsins á, að kynna sér hana
rækilega. Af henni má margt
læra og hún geymir sígildan
fróðleik, þó hún sé skrásett fyr-
ir nær 700 árum. B. B.
Aftakaveður
hefir verið á Norður-Atlantshafi upp
á síðkastið. Tvö skip, sem komið hafa
til Reykjavíkur síðustu daga, hafa
hlotið áföll af völdum sjógangs. Goða-
foss kom frá Vesturheimi fyrir helgina.
Björgunarbát tók út og skemmdir urðu
á sjálfu skipinu, er alda reið yfir það
á leíð þess heim. Botnvörpungurinn
Sindri hlaut einnig hið versta veður
og sjógang mikinn á heimleið frá Eng-
landi um svipað leyti. Tók út annan
björgunarbát skipsins, en hinn brotnaði
í spón að kalla, er alda skall yfir það.
Arreboe Clausen
sýndi um helgina síðustu nokkur
málverk í sýningarglugga Jóns BJöms-
sonar í Bankastræti. Myndír þessar,
sem munu hafa verið nýjar, vöktu at-
hygli vegfarenda.
jaroarsongva.
Á krossgötum.
(Framh. af 1. siðu)
og Hellisheiði, en snjónum er mokað
af veginum og leiðinni haldið færri
á þann hátt. Vestan lands er hins vegar
meiri snjór að sögn, sér í lagi norðan
til á Vestfjörðum. Sömuleiðis mun vera
nokkur snjór í uppsveitum, til dæmis
norðan lands á Hólsfjöllum og í Þing-
vallasveit á Suðurlandi. Hagar fyrir
beitarfénað munu þó víðast góðir, en á
stöku stað hefir snjóinn þó lagt illa,
þótt lítil sé fönn, svo að storka og
hörzl er til baga.
154
Robert C. Oliver:
Æfintfjri blaðamannsins
155
meiri, vegna þess, að þeir höfðu fyrst
komið inn í þetta fátæklega herbergi,
en þarna inni voru góð húsgögn, dúkar
á gólfi og myndir á veggjunum — eng-
um hefði dottið slíkt í hug eftir að
hafa farið gegnum hitt herbergið.
Cabera tók tómlega á móti þeim.
Hann tæplega heilsaði Bob, en spurðl
Mody:
— Er allt í lagi.
Mody kinkaði kolli og rétti Cabera
nokkur skjöl. Hann leit fljótt yfir þau
og virtist ánægður.
— Þér eigið að ferðast, Hollman,
sagði hann. Nú heitið þér ekki lengur
Hollman, heldur Braddon, og þér eruð
leiðsögumaður dansflokks, sem er á leið
til Parísar og Marseille. Þér skiljið?
Cabera rétti honum vegabréf, sem
hljóðaði á nafn Ernest Braddon, 27 ára.
Heimilisfang: Leith. Staða: leiðsögu-
maður listamanna. Sér til mikillar
furðu sá Bob, að myndin af honum
sjálfum var merkt með öllum hinum
nauðsynlegu stimplum og undirskrift-
irnar voru ekki falsaðar.
— Þar að auki, hélt Cabera áfram,
hafið þér hér 12 vegabréf fyrir dans-
meyjarnar yðar, sem þér eigið að fara
með til Parísar og Marseille. Þessi vega-
bréf eru ekki fölsk — eruð þér með?
— Fara stúlkurnar af fúsum vilja?
spurði Bob.
— Auðvitað — þær álíta allar, að þér
séuð ráðnir sem fararstjóri fyrir flokk-
inn. Og fyrir yður er hyggilegast að
láta þær halda að svo sé! Hér fáið þér
tvö heimilisföng. Þangað farið þér með
hjöTð yðar. Annað er í París, hitt er í
Marseille. Frá þeirri Stundu, er þér
hafið komið stúlkunum á seinni ákvörð-
unarstaðinn, berið þér enga ábyrgð
lengur — þér skiljið?
— Ég skil þetta prýðilega, svaraði
Bob.
— Ágætt. Þér verðið hér í nótt, en
snemma í fyrramálið ekur Mody þér á
stöðina, þar sem stúlkurnar verða einn-
ig mættar. En um leið og þér hafið
skilið við Mody, þekkið þér hann ekki
framar, jafnvel þótt hann ekki aðeins
ferðist með sömu lest, heldur einnig í
sama klefa og þér og stúlkurnar, til
Harwich. Mody fer aðeins með til þess
að þér fremjið engin heimskupör, og í
augnabliksæsingu þjótið ekki í að
hríngja til Scotland Yard. Þér skiljlð,
Hollman. Við höfum ekki ennþá kynnst
yður nógu vel.
— Ég mun spjara mig, sagði Bob, en
mætti ég spyrja yður að tvennu. Mun
ekki stúlkunum þykja það undarlegt, að
“’-^-GAMLA bÍÓ°—*
Kappaksturs*
hetjan
(Bum’em up O’Connor).
Afar spennandi og
skemmtileg amerisk kvik-
mynd.
Aðalhlutv. leika:
DENNIS O’KEEFE,
CECILIA PARKER
og
NAT PENDLETON.
Aukamýnd með
GÓG og GOKKE
Sýnd kl. 7 og 9.
-NÝJA BÍÓ 0—
Dætur skilinna
hjóna
(Doughters Courageous)
Amerísk stórmynd frá
Warner Bros. Aðalhlut-
verkin leika sömu leikarar
og léku í hlnnl frægu
mynd, „FJÓRAR DÆTUR"
GALE PAGE,
CLAUDE RAINS,
MAY ROBSON,
JEFFREY LYNN,
DICK FORAN.
gýnd kl. 7 og 9.
Jefuu* stefituna ungui*
og það ættuð þér einnig að láta börn-
in yðar gera.
Á unglings aldri ætti hver drengur að
kaupa sér LÍFTRYGGINGU og þanníg
að eignast DÝRMÆ-TAN SJÓÐ.
Fyrsta sporið til réttrar stefnu er að
eignast líftryggingu frá »SJÓVÁ'
TRYGGING«.
Sjóvátryqqi
aqíslands?
Húðir og skinn.
Ef bændur nota ekkl til eigin þarfa allar HÚÐIR
og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir
að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum
í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur
NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN,
LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR
ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA-
HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að
salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun.
Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi
og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hárl, áður
en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum
sem öðrum, borgar slg. —