Tíminn - 10.12.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1940, Blaðsíða 3
123. blað TÍMfTVTV. brigjadagiim 10. des. 1940 101 B Æ K U R Helga Sigurðardóttix: Grænmeti og ber allt árið. Bókaverzlun ísa- f oldarprentsmiðj u. 188 bls. Verð: 6.50 í bandi. Höfundur þessarar bókar er mikilvirkur við samningu mat- reiðslubóka. Þetta er 8. bókin, sem hún hefir ritað, og 10., ef taldar eru tvisvar þær bækur, sem hún hefir látið endur- prenta. Með þessari bók- færist höf- undurinn ærið mikið í fang, þar sem hún bendir sérhverju heimili á tækifæri til að hafa i forðabúri sínu grænmeti og ber allt árið. Jafnvel hér norður við heimskautabaug. Hér er bent á mjög lítið þekktar leið, — eða jafnvel áður óþekktar, við geymslu á alls konar káli. Þar er talað um þurrkun, súrsun, sölt- un og niðursuðu. Allar þessar aðferðir hefir höfundurinn reynt og gefist vel. Við niður- suðu og geymslu á berjum og káli kennir hún að nota benzour natron, og getur með því mikið sparað sykurinn í berin. Með hjálp þess kennir hún, að gera rabarbara rúsínur, og getur það komið sér vel að eignast þær í rúsínuvandræðunum. Hér er talað um berjaskyrið gamla og : A IV IV A L L Dánardægur. Jóhannes Guðmundsson kenn- ari og lengi bóndi í Teigi í Hvammssvéit er borinn til mold- ar í dag að Hvammi í Dölum. Hann var fæddur 3. júní 1874 á Ketilsstöðum í sömu sveit og andaðist í Reykjavík 1. des. síð- astliðinn. ÞAKKA HJARTANLEGA öllum peim, sem minnt- ust mín á sextugsafmœli mínu 7. þ. m. á margvís- legan hátt, bœði sýslungum mínum í báðum Skafta- fellssýslum og fleiri vinum mínum, sem fœrðu mér glœsilegar gjafir, og öðrum víðsvegar um land, er sendu mér heillaóskir og ágætar kveðjur. GÍSLI SVEINSSON, Vík í Mýrdal. mikinn áhuga fyrir starfsemi fallnir. Hið óbreytta lið, liin al- Jóhannes var vel gefinn og námfús og tókst að afla sér góðrar menntunar. Hann nam hjá Torfa í Ólafsdal og stundaði síðar framhaldsnám í Noregi. Tæplega þrítugur reisti hann góðkunna, en nýmæli eru það, bú með Helgu Sigmundsdóttir að rífa hráar gulrófur saman frá Skarfsstöðum, hinni ágæt- þeirra. Helga, kona Jóhannesar, and- aðist árið 1927. Brá hann þá litlu síðar búi og tók að stunda barna- kennslu eins og hann hafði gert á yngri árum. Jóhannes bjó síðustu ái’in með Ásu Benediktsdóttur frá Sauð- húsum. Naut hann hjá henni á- gætrar hjúkrunar í þungbærum veikindum síðustu æfidaganna. J. E. G. við skyrið. Pjallagrösunum eru gerð góð skil, allt frá því að þurrka þau, og mala saman við korn í myllunni og til þess að gera úr þeim fínustu alætis- rétti. Hér er bók, sem ræðir um ís- lenzkar fæðutegundir og ís- lenzkan mat. Höfundurinn hef- ir í 7 ár verið að gera tilraunir við þessa matargerð, og hér er árangurinn af þeim. Bókin vekur áhuga lesandans á því, að afla sér mikilla fjalla- grasa, bláberja og krækiberja, og geyma þetta svo vel, að það endist yfir allan veturinn og vorið, þar til ný uppskera fæst. Eins og kunnugt er, vaxa þessar berjategundir villtar eins og grasið, og þgrf því ekki að rækta þær. Hún kennir okkur að meta ágæti lands vors, mat- reiða jarðargróðurinn sem bezt, fá úr þeirri fæðu lífræn efni, sem viðhalda og vernda heilsu okkar og komandi kynslóða. Hverju heimili er því hagnaður í þvi að eignast þessa bók, og notfæra sér hana. J.S.L ustu konu. Þau hjón eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi. Jóhannes var vinsæll maður og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um í sveit sinni, — átti m. a. lengi sæti í hreppsnefnd Hvammshrepps. Hann ferðaöist mörg sumur víðs vegar með dr. Helga Jóns- syni grasafræðingi. — Þeim, sem þessar linur rit- ar, er Jóhannes minnisstæður fyrir hinn mikla áhuga hans og þekkingu í grasafræði og garð- rækt. Honum tókst að afla sér mjög fullkomins safns islenzkra jurta. í Teigi kom hann upp prýðisfallegum skrúðgarði. Hann var alltaf boðinn og búinn að veita öðrum fræðslu*um blóm og ræktun þeirra og þótti vænt um, ef unglingarnir í nágrenninu komu til hans þeirra erinda, sér- staklega ef þeir báðu hann um plöntur til að gera skrúðgarð heima hjá sér. Jóhannes var félagslyndur mjög. Hann var brautryðjandi ungmennafélagssamtakanna í ættbyggð sinni og hafði alltaf Fcrdasögur Marco Polo Ferðasögur Marco Polo. Endursögn Aage Kra- rup Nielsen. Haraldur Sigurðsson þýddi. Bóka- verzlun ísafoldarprent- smiðju gaf út 1940. 190 bls. í stóru broti. Verð 25 krónur í skinnbandi. Nýjar bækur streyma á mark- aðinn, þrátt fyrir alla dýrtið. Ein þeirra, bók Davíðs Stef- ánssonar: Sólus íslandus, er talið að muni verða uppseld á fáum vikum. Má það heita vel að verið, því bókin er tvö bindi stór og talsvert dýr. En aðal- uppistaða bókarinnar eru æfi- söguþættir af Sölva Helgasyni, auðnulausum ofstopa- og föru- manni, sem allsstaðar kom sér út úr húsi fyrir óknytti og ódælsku, — óráðvendni til orða og verka. Óefað hefði mátt velja betra yrkisefni. En Davíð skáld er ekki einn um það að ganga framhjá því, sem betra er, og kjósa hið lakara. Undanfarna daga hefi ég ver- ið að lesa eina af þessum nýút- komnu bókum. Án þess ég ætli að reyna að gera nokkurn sam- anburð á bók þessari og öðrum nýjum bókum, þá held ég því hiklaust fram að hér sé um ó- venjulega fróðlega og skemmti- lega bók að ræða. Söguhetjan er ítalskur maður, Marco Polo. Á ungum aldri ferðaðist hann með föður sínum, sem var kaupmaður, og föðurbróður, til Tartaralanda í Asíu; komst þar í kynni við keisarann og aðra háttsetta menn í ríkjum Mongóla. Fer það svo, að hinir ítölsku frændur ganga í þjón- ustu keisarans og verður hlut- skipti þeirra og sérstaklega Marco Polos, að vera á sífelldu ferðalagi um hin víðlendu ríki keisarans til að reka erindi hans. Á þessum ferðum reyndi oft á karlmennsku, hyggindi og þrautseigju ferðamannsins, þar sem leiðin lá oft um lífvana sandauðnir og eyðimerkur, sem stundum voru 40 til 60 daga ferðalög, eða þá yfir há og fer- leg fjöll, sem talin voru ófær nema fuglum loftsins. Niðri á láglendinu vorú heitir vindar eða brennandi sólarhiti, en uppi á fjöllum svo mikill kuldi, að jafnvel eldur naut sín þar ekki til fulls. Hinn ungi Marco Polo átti því sífellt við mikla erfið leika og hættur að etja á slík- um ferðum, en þrátt fyrir það kom hann jafnan heim sigri hrósandi úr hverri ferð. Að lokinni hverri ferð lagði Marco Polo fram að meira eða minna leyti skriflegar skýrslur fyrir keisarann. Þetta hefir ó- efað tvenns konar þýðingu, fyrsta lagi hefir keisarinn og embættismenn hans fengið greinilegri fregnir um erindis lok ferðamannsins, og í öðru lagi hafa minningar ferðalangs- ins og allt er fyrir augu og eyru bar, grópazt enn dýpra og betur í hug þessa einkennilega glögga ferðamanns og geymzt betur en annars hefði orðið. Marco Polo veiti öllu eftir- tekt, sem fyfir augu hans ber á hinu langa og erfiða ferðalagi Hann lætúr sér ekkert óvið- komandi, sem má verða til fróð- leiks og skýringar, það er hann sér og heyrir. — Hann segir frá trúarbrögðum, hjúskaparvenjum og heimilisháttum Tartara, Ávarp til íslenzkrar scsku (Framh. af 2. síðu) fremst í fylking hins íslenzka varnarliðs. Hún á að sýna og sanna, að hún verðskuldi þau gæði, sem henni hafa hlotnazt. Þess vegna hlýtur hún að láta bindindismálið til sín taka. Bar- átta íslenzkra bindindismanna er margþætt. Þeir berjast fyrir verndun hins íslenzka fullveld- is. — Málstaður þeirra er göf- ugur, og hlutverk þeirra veglegt. Skólaæska íslands verður að standa andspænis þeirri stað- reynd, að drykkfelldur maður hlýtur ávallt að teljast ómennt- aður maður í skóla lífsins. Hann hefir fallið við það próf, sem örlagaríkast er framtíð hans og þjóð. Sá hluti æskunnar, sem ekki hefir átt þess kost að menntast skólum lands vors, verður einnig að veita hugsjón bind- indisstefnunnar brautargengi. Henni ber að sanna í verki, að hún standi eigi þeim að baki, er menntaveginn gengu. Bindindismálið þarfnast ó- skipts fylgis allra góðra íslend- inga. Hugsjón þess á aldrei að vera einkaeign vissra manna eða hópa. Hún á að vera eign rjóðarinnar allrar sem heildar. Því er oft haldið fram, að lífs- baráttan móti lífsskoðanir manna. — íslenzkri þjóð má vera það ljóst, að hún þarfnast heilbrigðra og heilvita þegna. Þeir, sem heyja hildi við soll- inn sæ og óblíð náttúruöfl, hlj óta aið sjá, að þeir verða umfram allt að hafa stjórn á hugum og höndum. Drukkinn maður hefir svipt sig heilbrigði, viti og skynjun. Hann ræður ekki orðum sínum né athöfn- um. Hann væri talinn óhæfur til þess að stjórna fleyi í brimi og boðaflaumi. Hann væri tal- inn óhæfur til þess að leysa öll þau störf af höndum, sem reyna á lifandi hugsun og óbrjálaða dómgreind. íslenzka þjóð er nú að sigla fleyi sínu gegnum brim og boða flaum hinna erfiðu tíma. Þeir, sem um stjórnvölinn halda verða að vera vel til forystu menna áhöfn, verður einnig að vera gædd hæfni til starfs og stórræða. Áhöfn hins íslenzka þjóðarfleys verður að vera skip- uð gagnmenntuðum og algáð- um mönnum. íslenzkir bindindismenn veráa að telja sig varðmenn hins þráða þjóðfrelsis. Þeir verða að telja sig hermenn í þeirri menning- arbaráttu, sem nú er háð á ís- landi. Vopn þeirra eiga að vera rök góðs málstaðar. Sigur- draumur þeirra á að vera gagn- menntuð, algáð og fullvalda ís- lenzk þjóð. Beri þeir sigur af hólmi munu þeir hljóta ódauð- legan orðstír sögunnar að sig- urlaUnum. En bíði þeir ósigur munu þeir sjá vígi hins íslenzka málstaðar hrynja í rústir. Þing S.B.S. hefir nýlega lok- ið störfum. Þar með er nýtt starfsár hafið. S.B.S. heitir á alla æskumenn og æskukonur að ljá hugsjón sinni lið. Það heitir á alla bindindismenn að hefja markvíst starf og sigur- sókn. S.B.S. vill gera allt, sem því er auðið, til þess að skapa einhuga sveit íslenzkra bindind- ismanna. í samvinnu og sam- hygð skal sigur framtíðarinnar verða unninn. Skólarnir eiga að útskrifa sanna menntamenn, menn, sem hafa fundið lífsgildi í náminu. Þeir eiga að kenna þeim þær dyggðir, sem enga menningarþjóð má skorta. Þeir eiga að gera þá hæfa liðsmenn þeirri lífsbaráttu, sem allir hljóta að heyja. En S.B.S. vill, að hugsjón þess nái lengra en til skólanna, þótt þeir verði hinn fyrsti áfangi. Það vill, að hún fylgi skóla- æskunni út í byggðir og bæi, út í íslenzkan starfsheim. Þegar þjóðin man hugsjón bindindis- málsins ávallt og æfinlega er hinn fullkomni sigur unninn. Þá hefir draumurinn um al- gáða, gagnmenntaða og full- valda þjóð rætzt. Þá geta ís- lendingar talizt sönn menning- arþjóð. Nú fer vetur í hönd. Margir munu horfa kviðnir til fram- tíðarinnar. En ef hugsjón bind- indismálsins á djúpan hljóm- gi-unn í þjóðarsál íslendinga er engin ástæða til örvæntingar. Þá munu íslendingar koma sterkari og stórhugari úr hreinsunareldi hinna erfiðu tíma. Þá þurfum við ekki að óttast langan vetur, því að þjóðin á þá þann vorhug, sem boðar hækkandi hamingjusól íslands. Helgi Sæmundsson forseti S.B.S. MEST OG BEZT fyrir krónuna með því að nota þvotta- duftið Perla i Skiptimynt Sökum hinna sívaxandi erfiðleika með skipti- mynt, vill Sjúkrasamlagið alvarlega mælast til þess, að samlagsmenn greiði iðgjöld sín þannig, að eigi þurfi að skipta. Að öðrum kosti geta menn búizt við því, að ekki verði hægt að afgreiða þá. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Frá verksmiðju vorri er nýkominn á markaðinn NÝ GERÐ af rafmagnsofnum (geislaofnum). GEISLAOFNAR Gerð „R“ I 600 wött á kr. 25.00 Gerð „R“ II 1000 wött á kr. 30.00 Þessir smekklegu og ódýru ofnar eru tilvaldir til jóla- gjafa. Ofnarnir fást í öllum helztu raftækjaverzlunum 1 Reykja- vík, Hafnarfirði og út um land. — H.f. Raftækjaverksmiðjau Hafnarfirði. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Bóndi - Kaupir |iú búnaðarblaðið FREY? vopnum þeirra og hernaðarsið- um. Hann segir frá dýralífi í löndum Asíu og dýcaveiðum. Hann lýsir fjöllum og fljótum, borgum og bæjum. Hann lýsir þjóðhöfðingjum og þegnum þeirra, afreksverkum og hetju- dáð, ásamt mö'rgu öðru, sem of langt yrði upp að telja. Hvergi blandar höfundurinn sjálfum sér inn í frásögnina, hvorki beint né óbeint. Þótt hann sleppi úr mannraunum og hættum, þá er aldrei vikið að því, að vel hafi farnast vegna hans eigin að- gerða. — Marco Polo lætur ekki skrásetja ferðasögu sína til að gera sjálfan sig stóran í augum annarra, heldur til að fræða aðra, gera aðra stærri með því að opna þeim sýn til þeirra heima, er þeir áttu ekki kost á að sjá eða heyra. Marco Polo átti heima í Fen- eyjum. Þar fæddist hann um miðja 13. öld og þar dó hann á fyrri hluta 14. aldar. Dánarár hans er ekki vitað með vissu, en talið er að hann muni hafa látizt nálægt 1324. Þremur árum eftir að Marco Polo kom heim úr leiðangri sín- um um Austurlönd, laust upp (Framh. d 4. siöu) 156 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins 153 ég hefi ekki verið kynntur fyrir þeim áður en lagt er af stað? — Nei, við höfum gefið þeim skýring- ar á því. Hvað meira? — Er það nú áreiðanlegt, að þær fara af fúsum vilja — og er stúlkan, sem ég klófesti fyrir nokkrum kvöldum, einnig í þessum dansmeyjahópi? — Nei, hún er það ekki. Við gerum greinarmun á þeim sem við lokkum burt og hinum, sem við flytjum burt. Stúlkan, sem þér eigið við, verður send aðra leið. — Það er ágætt, sagði Bob, og fór að skoða skjölin, sem Cabera hafði fengið honum. Þar voru myndir af öllum hópn- um, ferðaleyfi og aðrir nauðsynlegir hlutir. Þar að auki nöfn og heimili þeirra, er hann átti að spyrja eftir á hverjum stað. Cabera fylgdi hverri hreyfingu hans með rannsakandi augnaráði. Þegar hann blaðaði í ávísanaheftinu sagði Cabera: — Það, sem verður afgangs, þegar þér hafið skilið við stúlkurnar i Marseille, er yðar þóknun. Og þér munuð sjá, að þér hafið ekki veriið svikinn þegar þér takið út þá upphæð. — Það þykist ég sjá, sagði Bob, — en vegna þess að þetta er síðasta kvöld mitt í London í lengri tíma, þyrfti ég að Mody renndi sér fram hjá honum og það hringlaði í lyklum. Fyrir framan þá opnuðust dyr og Bob kom inn í fátæklegt herbergi, sem var lýst upp með kertaljósi. Kertinu var stungið ofan í flöskustút. Flaskan stóð á kössum, sem dúkur var breidduT yfir, en meðfram einum veggnum stóð rúm- fleti með einhverju af tuskum og teppum í. — Hver býr hér? varð Bob að orði. — Þetta er allra bezta íbúð, — er það ekki, sagði Mody um leið og hann lok- aðí hurðinni vandlega. — Hvað eigum við að gera hér, spurði Bob, sem ekkert skildi í þessu og beið þess er verða vildi. Mody gekk inn eftir gólfinu og horfði niður fyrir sig, þar til hann kom að kvisti í einni fjölinni. Á þennan kvist ýtti hann með tánni á skónum sínum. Bob ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá einn vegginn síga hægt niður og hverfa. Mody benti honum að koma — strax og þeir voru komnir fáein skref, fór veggurinn aftur í sitt fyrra far. Bob bölvaði, hrifinn af þessum hag- leik, en Mody gekk áfram eins og ekk- ert væri um að vera, og opnaði aðrar dyr — og þá var öðruvísi um að litast. Ef til vill hefir mismunurinn sýnst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.