Tíminn - 11.02.1941, Side 2

Tíminn - 11.02.1941, Side 2
66 TÍIBIXN, þrlgjndagiim 11. febr. 1941 17. blað Eínyrkí og embættísmaður EStir ÚIS Indriðason bónda á HéðinshöSða ‘gímirm Þriðjudaginn II. fébv. Farmgjðldín í grein um farmgjöldin og verðlagseftirlitið, sem birtist hér í blaðinu í síðastliðnum nóvembermánuði, var skýrt frá því, að eigi hefði náðst sam- komulag innan ríkisstjórnar- innar um að ákveða með bráða- birgðalögum, að eftirlit skyldi haft með farmgj aldaákvörðun- um skipafélaganna. Hafði at- vinnumálaráðherrann neitað að samþykkja lagasetningu um það efni. Var bent á það hér í blaðinu, að verðlagsnefndin hefði eftirlit með vöruverði og ákvörðunarrétt um verzlunar- álagningu kaupmanna og kaupfélaga, en eigi virtist minni ástæða til íhlutunar um farmgjöld af vörum, sem vegna ófriðarins eru margfallt hærri nú en áður. í Morgunblaðinu 8. þ. m. er útdráttur úr ræðu þeirri um at- vinnumál, sem Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra flutti í rík- isútvarpið 6. þ. m. Fjallar einn kafli ræðunnar um kaupskipa- flotann. Segir ráðherrann þar m. a.: „Ráðuneytið hefir eigi í höndum skýrslur um afkomu kaupskipaflotans. Þykir sennilegt að arður hafi orðið góður af þeim rekstri.“ Og ennfremur: „En fyrir því hefir ráðu- neytið eigi viljað eiga þátt í að sett yrði föst ákvæði um flutningsgjöld, að bæði er það miklum vandkvæðum bundið á slíkum tímum umbreytinga, og svo hitt, að hagnist hin smærri félög, fellur sá gróði samkvæmt gildandi skatta- ákvæðum því opinbera að verulegum hluta, en gróði Eimskipafélags íslands er gróöi alþjóðar, tryggasti, arð- vænlegasti og blessunarrík- asti varasjóður, sem þjóðin fram að þessu hefir eignazt." Hér mun ráðherrann telja sig færa gild rök til stuðnings því, að eigi hafi verið ástæða til að setja lög um farmgjaldaeftirlit. En sumar röksemdir hans eru harla einkennilegar. Ef hin smærri skipafélög hagnast, tel- ur ráðtierrann að gróði þeirra falli að verulegum hluta til hins opinbera, samkvæmt gildandi skattalögum, og því sé óþarfi að hafa íhlutun um farmgjöldin. En hvað má þá segja um verzl- anirnar? Er meiri ástæða til að hafa eftirlit með vöruverði þeirra? Ef sú kenning ráðherrans er rétt, að óþarft sé að ákveða há- mark farmgjalda, vegna þeirra skatta, sem skipaeigendur borga, þá hlýtur einnig að vera óþarft að amast við því, að kaupmenn ákveði hátt vöru- verð, þar sem þeir greiða skatta eftir sömu reglum og eigendur skipanna. Ekki verður heldur séð, að meiri ástæða sé til að hafa eftirlit með verðlagi hjá kaupfélögunum heldur en skipafélögum. Atvinnumála- ráðherrann segir að vísu, að gróði Eimskipafélags íslands sé „gróði alþjóðar.“ Honum er þó kunnugt, að Eimskipafélagið er ekki alþjóðareign. Það er hluta- félag. Ríkissjóður á aðeins um það bil 6% af hlutafénu. Að öðru leyti er það eign einstakra manna og félaga. Eigendur hlutabréfanna eru að vísu margir, en þó mun óhætt að fullyrða, að meiri hluti lands- manna á ekkert í félaginu. Það væri fremur hægt að telja sam- vinnufélögin eign alþjóðar. Menn geta orðið þátttakendur í þeim hvenær sem er, með full- um réttindum, en það sama er ekki hægt að segja um Eim- skipafélagið. Fleira kemur til athugunar í þessum saman- burði. Eimskipafélagið er skatt- frjálst. Samvinnufélögin ekki. Fyrir tveim árum bar S. í. S. hærra útsvar en nokkur annar gjaldandi í Reykjavík. Ef sam- vinnufélögin hafa tekjuafgang, umfram það, sem þörf er á til sjóðaaukningar og afskrifta á eignum, úthluta þau tekjuaf- gangi milli félagsmannanna, í hlutfalli við viðskipti þeirra. Einn íslenzki ráðherrann hef- ir nýlega talað í útvarpið. Hann hefir bent þar á það, sem aðal- úrræði að styrjöldinni lokinni, að afnema öll höft og allar nefndir. Þá myndi athafnasem- in blómstra. Þá myndu menn stofna ný fyrirtæki, þótt horfur væru ekki gróðavænlegar. Ann- ars væri dauðinn vís. Þessi spámannlega bending ráðherranns er mjög athyglis- verð. Þótt það kæmi ekki greini- lega fram í ræðu hans, er það ljóst, að hann byggði þessa kenningu á því, að athafna- löngunin sé og eigi að vera bundinn við þrengstu persónu- lega hagsmuni. Menn vilji ekki gera neitt, nema þeir sjái sér persónulegan hag í því. Þessi kenning er engin nýj- ung. Hún hefir verið boðskapur braskara og yfirdrottnunar- seggja á öllum öldum. Þeir hafa notað hana til réttlætingar yf- Þetta hefir Eimskipafélagið ekki gert. Það er rétt hjá ráðherranum, að' á þeim breytingatímum, sem nú eru, getur verið vandkvæð- um bundið að ákveða farm- gjöldin. Var einmitt bent á þetta atriði í grein hér í blað- inu í síðastliðnum nóvember, og jafnframt var þar borin fram tillaga um það, að Eimskipafé- lag íslands fylgdi framvegis sömu reglu og kaupfélögin, að úthluta tekjuafgangi til við- skiptamannanna eftir árið, í réttu hlutfalli við viðskipti þeirra. Með því móti gæti félag- ið bezt fært mönnum heim sanninn um það, að það væri ekki fyrst og fremst rekið í því skyni, að safna gróða handa hluthöfunum, heldur til að fullnægj a siglingaþörf lands- manna á sem hagkvæmastan hátt. En jafnvel þótt eigendur Eimskipafélagsins fallist á að taka upp þá sjálfsögðu reglu, að endurgreiða viðskiptamönnum hluta af farmgjöldunum, þegar gróði félagsins er mikill, þá verður ekki séð, að félaginu væri unnið mein með því, að verðlagsnefnd hefði eftirlit með farmgjöldunum, og síst minni ástæða til þess en að hafa eft- irlit með vöruverði hjá sam- vinnufélögunum. Hvernig sem þetta mál er at- hugað, er andstaða gegn eftir- liti með farmgjöldum óskiljan- leg, nema frá þeim mönnum, sem eru mótfallnir öllu verð- lagseftirliti. En þess hefir ekki orðið vart, að atvinnumálaráð- herrann eða flokkur hans hafi gert tillögur um að afnema eft- irlit með vöruverði hjá verzlun- um og iðnaðarfyrirtækjum. Sk. G. Páll Þorsteinsson kennari á Hnappavöllum í Öræfum bendir i grein þessari á nauð- syn þess, að styrktar séu byggingar samkomuhúsa í sveitum og að ekki sé veitt minni fé til barnakennslu í sveitum en í kaupstöðum. Er þetta hvorttveggja mál, sem taka verður fastari tökum en hingað til. I. Á síðustu áratugum hefir fólkið hér á landi leitað mjög úr dreifbýlinu i bæina. Orsakir þess eru eflaust af ýmsum toga spunnar og hefir oft verið á það bent i ræðu og riti. Það er viðurkennt, að þetta fyrirbrigði sé eitt hið mesta mein þjóðfé- lagsins. í kjölfar þess fer at- vinnuleysi, drykkjuhneigð og lausung æskulýðsins, þrátt fyrir aukin fjárframlög til uppeldis- mála. Margt hefir verið' gert af hálfu hins opinbera á liðnum árum til að lækna þessar veil- ur. Og mikið hefir aðstaðan í dreifbýlinu til efnalegrar sjálf- bjargar breytzt og batnað. Rík- issjóður veitir styrk til jarð- ræktar og margháttaðra um- bóta á bændabýlum, leggur fram fé til nýbýla, húsabóta o. s. frv. irgangi sínum og fjáröflun á annara kostnað. Svo vel og dyggilega hefir bröskurum tekizt að predika þessa kenningu, að hún er ríkj- andi trú hjá meginþorra al- mennings. En þegar betur er að gætt verður ljóst að hún er orsök flests þess ófarnaðar og mann- úðarleysis, sem þjáir mannkyn- ið. Meðan einstaklingunum er innrætt með móðurmjólkinni að þeir eigi fyrst og fremst að hugsa um sig, en ekki aðra, — takmark þeirra sé að verða rík- ir og fínir menn, þótt fjöldinn allur búi við skort og vesaldóm, — er ekki á góðu von. Meðan slík kenning gegnsýrir uppeldi æskunnar mun verulegur þátt- ur framfaraviðleitninnar bein- ast að uppfinndingum nýrra og öflugri drápsvéla, sem geta hjálpað ákveðinni þjóð eða einstaklingum til að undiroka aðra. í undirvitund flestra manna bærist líka misjafnlega sterkur strengur, sem segir að þessi kenning sé röng. Takmarkið eigi ekki að vera það að hugsa fyrst og fremst um sig, safna fjármunum fyrir sig og fjöl-. skyldu sína, en taka ekki tillit til þarfa og afkomu annara. En áróður braskaranna deyfir þenna streng réttlætisins í brjóstum margra. Því miður er það auðveldara að æsa upp eigin- girnina en að efla réttlætistil- finninguna. Þessi strengur réttlætisins, sem býr í brjóstum flestra, segir oftast til sín i dómum um látna menn. Sagan leggur stærstu og fegurstu lárviðarkransa sína á höfuð þeirra manna, sem barizt hafa fyrst og fremst fyrir aðra, — sem hafa hugsað og starfað meira fyrir aðra en sjálfa sig. En starf slíkra manna er einnig lærdómsríkt á annan hátt. Það sýnir, að athafna- löngunin og framtakið þarf ekki að vera bundið við per- sónulega hagsmuni — og að einmitt þá er þaff þjóðunum. hollast og notadrýgst, þegar þaff er ekki háff slíkum takmörkun- um. Hver vill halda því fram, að íslenzka þjóðin hafi yfirleitt átt mann með meiri athafna- löngun og framtaki en Jón for- seta? En framtak hans og at- hafnalöngun var ekki að neinu leyti bundin við hann sjálfan. Hvorttveggja var helgað þjóð hans. Þess vegna blessar hún nafn hans, en minnist með köldum huga samtíðarmanna hans, selstöðukaupmannanna, sem voru að vissu leyti dug- legir og framtakssamir menn eins og ýmsir fésýslumenn okk- ar tíma. Það er holt fyrir okkur ís- En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Leikhneigð og skemmtanaþrá er samgróin eðli heilbrigðrar æsku. Unga fólkið verður að fá tómstundir frá störfum og hafa aðstöðu til að njóta þeirra í hópum við hollar skemmtanir. En aðstaða til þeSs er afar ólík í kaupstöðum og sveitum. í kaupstöðunum standa margar dyr opnar. Þar eru kvikmyndahús, leikhús og gildaskálar. Þar gefst færí á að njóta skemmtana fyrirhafnar- laust, og þangað leitar fólkið. Hið eiginlega eðli sveitafólks- ins er hið sama og þess, er í bæjum býr. Ef í sveitunum er ekki aðstaða til að njóta skemmtana og ekkert, er vegur á móti því, sem kaupstaðirnir bjóða í þeim efnum, er þar fá- tækt — andlegur skortur, hvað vel sem hag fólksins er borgið að öðru leyti. Og fólkið flýr fá- tæktina, sem von er. Sam- kvæmislíf og skemmtana . er vissulega einn af þeim þáttum sveitalífsins, sem ekki má van- rækja. Ungmennafélögin, sem einkum hafa vaxið og dafnað í sveitum landsins, hafa verið fjörgjafi og eru það enn. Þau veita að vlsu ekki aðkeyptar skemmtanir án allrar áreynslu. III. Mun þá bezt að líta yfir tekjuframtal bóndans, og legg- ur S. J. það fyrir með svo- felldum orðum: „Ef ég á að gera samanburð á tekjum launamannsins og bóndans, þá kemur mér í hug bóndi, er ég þekki, sem býr á sæmilega húsaðri en fremur lítilli jörð, býr einyrkjabúskap með konu sinni og 2 stálpuffum börnum.“ Þessum einstæðingi teflir S. J. fram, án þess þó að færa fyr- ir því nokkur rök, að hann sé sennilegur samnefnari þeirra smábænda, sem hann er að reyna að meta hverja fjárhags- lega getu hafi. Mætti ætla, að hann hagnýtti nú þekkingu sína með þeim hætti að skýra frá heyfeng, bú- stærð og söluafurðum. Síðan dragi hann frá landleigu, fyrn- ingu húsa og mannvirkja og vexti alla, og sýni, að þá hafi bóndinn eftir á milli handa kr. 1900.00,er hann þurfi til greiðslu á erlendum matvörum, klæðn- aði, gjöldum o. fl., sem áður hefir verið talið. Með þeim hætti hefði lesendum gefizt kostur á að mynda sér skoðun um hve nærri því færi, að þessi lendinga að gera okkur það ljóst, að við þurfum að horfast í augu við mikla erfiðleika að styrjöldinni lokinni. En það mun ekki færa okkur neina bót, heldur aukna bölvun, ef við ætlum þá að lifa eftir þeirri kenningu braskaranna, að eig- ingirnin sé og eigi að vera hin eina driffjöður athafnalöngun- arinnar og framtaksins. Minn- umst þess þá, að athafnalöng- un og framtak allra þeirra manna, sem sagan dáir og heiðrar mest, hefir verið helguð hagsmunum annara, en ekki þröngum persónulegum hags- munum. Á slíkum tímum þörfn- umst við manna með framtaki og athafnalöngun Jóns forseta, en ekki manna með framtaki og athafnalöngun samtíðarmanna hans, selstöðukaupmannanna, sem við höfum raunar enn á meðal okkar í dálítið breyttri útgáfu/ Á slíkum tímum þörfnumst við manna eins og þeirra, sem hófu merki sam- vinnuhreyfingarinnar, þegar verzlunaráþján og náttúru- harðindi þjökuðu íslenzka al- þýðu. Það voru menn, sem hugsuðu meira um aðra en sig sjálfa. Sérdrægir fésýslumenn eru aldrei óþarfari og hættu- legri en á slíkum tímum. Andi samstarfs og samvinnu verður þá að ríkja í þjóðfélaginu, en ekki andi hinnar hörðu og rétt- lætislausu samkeppni. Annars kemst þjóðin ekki klaklaust út úr erfiðleikunum. Þ. Þ. Þau eru borin uppi af áhuga og orku fólksins sjálfs og auðnast því fremur að koma öllum til nokkurs þroska. En til þess að skemmtanir i sveitúnum geti verið svo fjölbreyttar, sem fólk- ið gerir kröfu til, og vegið á móti því, sem kaupstaðirnir veita, verða samkomuhúsin að vera vönduð og rúmgóð. Það er frumskilyrði. Hvorki kvik- myndasýningar né minniháttar leiksýningar njóta sín í litlum og lélegum húsum. Á hinn bóg- inn er ungmennafélögum, sem oft eru auðug af áhuga og orku, en fátæk af handbæru fé, of- urefli að reisa slík hús af eigin rammleik. Og fátækum hrepps- félögum í heild getur reynzt það ærið örðugt. Löggjafarnir verða að líta á þetta áhugamál sveitaæskunnar jafnt og aðrar umbætur. Það virðist eigi fjarri lagi, að ríkissjóður veiti styrk til byggingar almennra sam- komuhúsa í sveitum, þótt þau séu ekki skólahús, enda séu þau vönduð og reist eftir uppdrætti. n. Þjóðmenning vor á rætur sín- ar í sveitum landsins. Um lang- an aldur voru það þjónar kirkj- unnar, sem þá voru hinir helztu opinberu starfsmenn þjóðfé- lagsins, er tendruðu þau blys, er bezt lýstu um byggðir landsins. Þá voru prestar þjóðkirkjunnar sjálfkjörnir leiðtogar alþýð- unnar, bæði í andlegum og ver- einstaklingur álitist frambæri- legt sýnishorn þeirrar aðstöðu og afkomu, sem um var rætt. Yfir allt þetta hleypur S. J., en í þess stað segir hann aðeins: „En hvað þarf nú aff selja af afurðum búsins til aff Iúka þess- um greiffsum?“ Reiknast hon- um síðan til, að það þurfi „sem svarar ársmjólk úr 2 kúm (sem fóðraðar eru eingöngu á heyfóðri). Kjöt og gærur af 40 dilkum og ull af 55 ám.“ Er þá hægt eftir þessum gögnum að fara að átta sig á bústærð ein- yrkjans. Auk þessa innleggs þarf bóndinn mjólk til heimilis- þarfa og kjöt til sömu þarfa, sem reiknað var á kr. 464.64 yf- ir árið. Búið getur því ekki verið minna en 3 kýr, 60 til 65 ær, 15 til 18 gemlingar til við- viðhalds ánum, 2 til 3 brúkun- arhross, og 1 ungviði til við- halds gripunum. Samkvæmt þeirri reynslu, sem hér er nyrðra um fóður- þörf búpenings, mundi verða talið ógætilegt að setja þetta bú á minna en 250 til 300 hest- burði af heyfóðri einu saman. Þar sem ekkert er ætlað til áburðarkaupa, verður að taka fullan helming heyjanna á út- engjum. Jafnframt verður 1 slíku meðaltali að gæta þess, að einungis nokkurs hluta heyj- anna verður aflað með vélum. Getum við þá farið að meta hverjar vonir séu til fóðuröfl- unar einyrkjabóndans með stuðningi konu sinnar. Megum við þá ekki gleyma, að konan þarf að mjalta 3 kýr, auk eld- hússstarfa og þjónustubragða. Svo hefir verið talið hér í Þingeyjarsýslu, að það væri meðal heyskapur, ef að fengjust 200 hestburðir af ásetnings- hæfu bandi eftir sumarvinnu karls og konu, sem gæfu sig ó- skipt við heyskap. Á síðustu ár- um hefir tognað dálítið úr þess- ari áætlun, vegna notkunar til- búins áburðar, og vélavinnu. Eru afköst manna misjafnari nú en áður var, vegna ólikrar aðstöðu til vélanotkunar, líka eru áburðarkaup manna mjög misjöfn og þó síbreytileg eftir verðlagi, en sllkt ræður miklu um hver heyfengur verður eftir vinnu hvers einstaklings. Að öllu athuguðu virðist mér í djarfasta lagi að ætla þessum einyrkjahjónum, sem til dæmis eru tekin, að heyja um 200 hest- burði, og geng ég þó útfrá því, að þau hafi stuðning af börn- um sínum til snúninga, og jafnvel ofurlitla hjálp af þeim við heyþurrk. Skortir því enn um fjórðapart þess heymagns, er ég álít, að búpeningurinn þurfi, til þess að sæmilega sé öruggt um skepnuhöld og af- urðir. aldlegum efnúm, og síðar aðrir embættismenn jafnframt þeim. Með aukinni alþýðumenningu og vaxandi tækni hefir þetta breytzt nokkuð. Nú eru áhrif og mikilvægi hins opinbera starfs- manns meira en áður komið undir manngildi sjálfs hans en stöðu. En allir opinberir starfs- menn eiga að vera dáðríkir þjónar og eru það oft. íbúum sveitanna er það mikil nauð- syn að hafa í sinni þjónustu dugandi starfsmenn. Og það er þjóðfélaginu hollast, að nokk- urt jafnvægi haldist í þessum efnum milli sveita og kaup- staða. Það er eigi síður þörf á góðri læknaþjónustu í sveitum en kaupstöðum. Prestar og kennarar eiga að vera andlegir merkisberar og standa við hlið þeirra, er fremstir standa við framleiðslustörfin um forystu í málefnum sveitanna. En nú er svo komið, að nokkur tregða er á að fá embættismenn til að gegna störfum í sveitunum, en samtímis sækja fleiri og fleiri um opinberar stöður í kaup- stöðunum. Það er aðstöðumun- urinn við störfin og misjöfn að- búð þjóðfélagsins, sem þessu veldur fyrst og fremst. Það- er óþægilegra og erfiðara að gegna störfum í dreifbýli, þar sem ferðast þarf um langa og erfiða vegu, heldur en þar, sem ekið ér í bifreið milli húsa. Læknar dreifbýlisins hafa að vísu mikl- ar tekjur miðað við bændur, en Sýnist mér því óhjákvæmi- legt að fækka á fóðrunum hjá S. J. En sakir þess ,að allmikið af afurðum búsins fer til heim- ilisþarfa, og þarfir 4 manna- fjölskyldu eru jafnar, hvort bú- ið er stærra eða minna, þá kemur niðurskurðurinn allur á innleggsafurðirnar, og nemur því hærri hundraðstölu á þeim heldur en á búinu í heild. Fara þá innleggsafurðirnar mjög að nálgast það, sem ég þekki mörg dæmi til hér um slóðir hjá smábændum. Er það algengt að verzlunaripnlegg þeirra sé 40 til 60 dilkar og 50 til 70 kgr. ull, og stundum lítilræði af smjöri stuttan tíma í senn, þegar mjólk er mest, svo ofurlítið fellst til umfram heimilisþarfir. Hafa þó flestir þeirra einhverja að- stoð umfram það, sem hér er gert ráð fyrir. IV. Um söluvörur þær, er S. J. telur bóndanum til tekna, er dálítið örðugt að segja fyrir ár- ið 1940, sakir þess, að enn er ó- vitaö um fullnaðarverð; en þó er sýnilegt, að áætlun S. J. um þá hluti stenzt ekki nema með ullina. Mjólkina áætlar hann 2200 lítra eftir kú. Verð mjólkurinnar setur hann 0,27 kr. pr. lítra. Er það aðeins hærra en það, sem greitt var til bænda í nágrenni Reykja- víkur síðastliðið ár, en þeir fá, sem kunnugt er, allra bænda hæst verð fyrir sína mjólk. Er ég þess fullviss, að bændur þeir, sem framleiða mjólk til sölu, munu yfirleitt ekki bera þetta verð úr býtum, að frá- dregnum flutningskostnaði, en þann kostnað verður að draga frá mjólkurverðinu áður en andvirði hennar er notað til heimilisþarfa, þar sem bóndan- um er í flestum tilfellum ó- gjörningur að annast hann með eigin vinnu. Kjötþunga dilkanna setur S. J. 15 kg. að meðaltali. Meðal- kjötþungi dilka síðastliðið haust á öllu landinu, var þó að- eins 13.65 kg., en í nágrenni S. J. var meðalvigtin 12 kg. í Reykjavík, en 10.59 í Hafnar- firði, en á þessum tveim stöð- um var slátrað sjöunda hluta af öllum sláturlömbum. Þeir hafa því verið ótrúlega þungir dilkar þessa bónda, er S. J. kaus til samanburðar við launa- manninn, einkum ef þess er gætt, að hann hefir hvorki töðu né síldarmél til að gefa ám sínum, en það hefir á síðustu árum aukið afurðir sauðfjár- ins um allt land. Dilkar þessir gera um 10% meira kjöt en meðaldilkurinn. Verð kjötsins setur hann kr. 1.70 kg. upp og ofan og er það fullum 20% hærra verð heldur en búið er að greiða til bænda fyrir I. flokks kjöt í þeim verzlunarstöðum, sem ég hefi spurnir úr. Gæruþungi af dilkum S. J. skákar þó kjötvigtinni. Hafa dilkar hans skilað 4 kg. gæru. ekki mun það þó standast sam- anburð við það, er þekkist með- al starfsbræðra þeirra í kaup- stöðum. Og nú eru sumir lækn- ar úti um land svo störfum hlaðnir og bundnir í héruðum sínum, að þeim veitist varla tími til að heimsækja stéttar- bræður sína í höfuðstað lands- ins. Ósamræmið sést þó skýrast, ef borin eru saman kjör og kostir hinna einstöku aðila inn- an kennarastéttarinnar. Víða í sveitum landsins er einungis f farkennsla. Verða farkennarar oft að hlíta þeirri aðbúð með húsakost, áhöld, bókakost o. fl., sem er mun lakari en þar sem fastir skólar eru og ekki í því lagi, sem æskilegt væri. Þeir eiga á þann hátt erfiðari að- stöðu en stéttarbræðurnir við föstu skólana — og hafa svo í ofanálag mun lakari launakjör. Verkamannabústaðir í kaup- stöðunum eru miðaðir við þarf- ir fjölskyldumanna. Öll fram- lög hins opinbera til bænda- býlanna í landinu eru miðuð við það, að gera þau blómlega bústaði fyrir meðal fjölskyldu. Nýbýli þau, sem ríkissjóður styrkir eru sniðin með það fyrir augum, að fjölskylda geti feng- ið þar framfæri sitt. Launakjör hinna opinberu starfsmanna þjóðfélagsins eru yfirleitt mið- uð við þarfir fjölskyldumanna. Sýslufélögin reisa bústaði fyrir lækna sína, og prestar sveitanna ■ ........... wi mw .hm. . i ■ I "■ ......■■'■■■■ I I ■■■ ■ ■ ! I.IIII ..... .... ..... .. ... ■■ ■ — ■ mi .... .. T Páll Þorsteínsson: Umbótamál

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.