Tíminn - 13.02.1941, Qupperneq 1

Tíminn - 13.02.1941, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, fimmtudagiim 13. febr. 1941 18. blað Ungmennafélag íslands í öruggum vexti Frásögn Halldórs Sígurðssonar Forystumenn Ungmenna- félags íslands hafa að und- anförnu ráðið ráðum sínum um starf þess hin næstu missiri. í viðtali við tíð- indamann Tímans lét^Hall- dór Sigurðsson, verzlúnar- maður í Borgarnesi, er sæti á í stjórn U. M. F. í., ásamt séra Eiríki Eiríkssyni á Núpi og Daníel Ágústínus- syni, svo um mælt: — Stjórn U. M. F. í. hefir ný- skeS gengið frá fjárhagsáætlun þess árið 1941. Höfum við að þessu sinni meiri fjárráð heldur en nokkru sinni áður. Eru það alls um 14 þúsund krónur, sem við höfum handa á milli. Eru 7500 krónur af þessu fé styrkur frá íþróttanefnd ríkisins, er varið verður til eflingar í- þróttalífi og bættrar aöstöðu til íþróttaiðkana. 4000 krónum af öðrum tekjum U. M. F. í mun verða varið til skógræktar og bindindismála einvörðungu. íþróttamál. Fjórir íþróttakennarar, Davíð Sigurðsson frá Hvammstanga, Matthías Jónsson frá Kolla- fjarðarnesi, Jón Þórisson frá Reykholti og Jón Bjarnason frá Hlemmiskeiði, hafa starfað á vegum U. M. F. í. í vetur, eða ungmennafélaga, sem það hefir styrkt til íþróttastarfséminnar. Hafa þeir kennt í Þórshöfn, Eyjafirði, Dölum, á Snæfells- nesi, Stokkseyri og Eyrarbakka. íþróttakennslan verður þó aukin frá því sem nú er. Er í ráði að hafa fimm iþrótta- kennara næsta vetur, er allir byrji starf sitt strax og haust- ar. Mun U. M. F. í. kosta þá að hálfu leyti, en héraðssambönd þau eða ungmennafélög, sem njóta kennslunnar, eiga að bera kostnaðinn að hálfu leyti. Jafnframt verða félögin styrkt til áhaldakaupa, leikvallagerð- ar, sundlaugabygginga og gufubaðstofubygginga. Hafa þegar borizt umsóknir um slíka styrki. Er sýnt, að þessi tilhög- un mun örva menn til fram- kvæmda og verða íþróttalífinu hin mesta stoð. Merkíleg humvörp um landbúnaðarmál Hermann Jónasson forsætis- og landbúnaðarráðherra hefir sent búnaðarþinginu til um- sagnar þrjú frumvörp um land- búnaðarmál. Frumvörp þessi eru samin af framfærslumálanefnd ríkisins, en í henni eiga sæti Jens Hólmgeirsson (formaður), Kjartan Ólafsson, Hafnarfirði, og Sigurður Björnsson frá Veðramóti. Frumvörpin eru þessi: Frumvarp til laga um land- nám ríkisins. Frumvarp til laga um jarða- kaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa. Frumvarp til laga um heim- ild fyrir kaupstaði, kauptún, sjávar- og sveitarþorp til þess að láta vinna að jarðrækt í al- menningsþágu með þegn- skylduvinnu. í fyrsta frv. er gert ráð fyrir landnámi á þann hátt, að rík- ið fullrækti land í stórum stíl og leigi hinar nýju jarðir með erfðafestu. Öll eru þessi frv, hin merki- legustu. Mun þeirra verða nán- ar getið í næstu blöðum. Leiðbeiningar í jarðrækt og garðrækt. Þá er U. M. F. í að færast nýtt verkefni í fang. Mun það á þessu ári byrja að leiðbeina unglingum í jarðyrkju og garð- rækt. Ungur maður, Þórarinn Magnússon frá Hrútsholti í Hnappadalssýslu, dvelur nú á vegum U. M. F. í. við nám í Svalöf í Svíþjóð. Mun hann tak- ast á hendur þetta leiðbein- ingastarf, þegar hann kemur heim, ef fjárhagslegur stuðn- ingur fæst til þeirrar starfsemi. Haukur Jörundsson, kennari á Hvanneyri, gerði hina fyrstu tilraun í þessu efni hér á landi. Ferðaðist hann á vegum U. M. F. í. um Rangárþing og Árnes- sýslu fyrir tveim árum, kom á heimilin og leiðbeindi þeim, er það vildu þekkjast. Fékk hann nokkra unglinga til þess að rækta dálitla garða, veitti þeim nauðsynlega tilsögn og aðstoð. Síðan fengu unglingarnir sjálf- ir í sínar hendur arð þessarar iðju sinnar. Skinfaxi. Sennilega verður að draga saman seglin um útgáfu Skin- faxa í*ár. Veldur því hækkun á pappírsverði og prentkostnaði. Þó verður útgáfa hans ekki lát- in niður falla. Aðalsteinn Sigmundsson lét af ritstjórn Skinfaxa um síð- astliðin áramót, eftir að hafa gegnt því starfi í ellefu ár, af þeim ötulleik, sem kunnur er. Er sennilegt, að sambands- stjórinn, séra Eiríkur Eiríks- son, taki við ritstjórninni, er hann flytur í nágrenni Reykja- víkur með vorinu, 4000 meðlimir. í U. M. F. í. eru nú 90 ung- mennafélög með um 4000 með- limum. Fer meðlimum fjölgandi með ári hverju, og hefir það aldrei verið jafn fjölmennt sem nú. Flest sambandsfélaganna eru á Suðurlandi *og Vesturlandi. Norðlendingar standa enn ut- an U. M. F. í., nema Norður- Þingeyingar. Héraðssamböndin í Vestur-Húnavatnssýslu, A.- Húnavatnssýslu, Skagafirði og Suður-Þingeyjarsýslu hafa á- vallt verið utan þess, en Eyfirð- ingar gengu úr því fyrir all- mörgum árum, sökum ágrein- ings um bindindisheit ung- mennafélaga. Nú er fyrnt yfir þetta ágreiningsatriði og þess von, að eyfirzku ungmennafé- lögin gangi í U. M. F. í. að nýju, áður en langt um líður. Næsta sambandsþing ung- mennafélaganna verður háð ár- ið 1942, en allsherjar íþrótta- mót á að vera í síðasta lagi 1944. Er ákveðið, að svipuð íþrótta- mót og haldið var í Haukadal í vor, og allítarlega var skýrt frá í Tímanum, skuli háð ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Framtíðarhorfur. Horfurnar í málefnum ung- mennafélaganna eru yfirleitt góðar. Félögin hafa færzt í auk- ana nú á síðastliðnu ári. Þeim er yfirleitt ekki hampað hátt, ýmsum þeim afrekum, er fá- menn ungmennafélög til sveita eða í kaupstað leysa af hönd- um, en byggðirnar bera þeirra merki flestar, því að hvarvetna má finna mannvirki unnin af ungmennafélögum, að öllu eða mestu án kaups. Hin störfin eru þó sennilega ekki léttari á metunum, sem ósýnileg eru. Kaibátahernaður Þjóðverja Verðuppbætur á út- ílutníngsvörur 1940 Bretarhafaþegargreitt 200 pús. sterlingspund & pessu skyni í greinargerð tillögu þeirrar, sem Bjarni Ásgeirsson og Stein- grímur Steinþórsson hafa flutt á búnaðarþingi um verðupp- bætur á landbúnaðarafurðum, er þess getið, að ríkisstjórnin muni hafa fé til úthlutunar i þessu skyni. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir aflað sér, er þessu máli þannig háttað: Það varð ljóst, þegar Bretar hertóku landið í maímánuði síðastliðnum, að við myndum missa markaði i Evrópu fyrir ýmsar helztu útflutningsvörur okkar. Sumt þessara vara yrði ef til vill hægt að selja í Bret- landi og Bandaríkjunum, en þó fyrir lægra verð en framleiðslu- kostnaðurinn næmi og fáanlegt væri á hinum gömlu mörkuð- um. Bretar tóku því á sig að bæta okkur upp að mestu eða öllu þetta tjón á þann hátt að greiða okkur fé, sem yrði ráðstafað til verðuppbótar á þær útflutn- ingsvörur ársins 1940, sem yrðu harðast úti. Hafa þeir þegar greitt 200 þús. sterl.pd. í þessu skyni. Ríkisstjórnin hefir nýlega skipað fimm manna nefnd til að úthluta þessu fé. í nefnd- inni eru: Jón Árnason fram- kvæmdastjóri, Vilhjálmur Þór bankastjóri, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, Georg Ólafsson bankastjóri og Richard Thors framkvæmdastjóri. Er nefndin skipuð í samráði við þingmenn og miðstjórnir stjórnarflokk- anna. Ef ágreiningur verður i nefndinni hefir hæstiréttur úr- skurðarvald. Þar sem flestar útflutnings- vörur sjávarútvegsins hafa selst mjög vel, en erfiðlega hefir gengið með sölu landbúnaðar- afurðanna, má telja víst, að meginhluti þessa fjár muni falla landbúnaðinum í skaut. Undanfarin missiri hafa ýmsar á- hugasamar konur í bænum haft á prjónunum ráðagerð um að koma á laggirnar húsmæðraskóla í Reykjavík sem allra fyrst. Var í haust skipuð nefnd kvenna úr öllum helztu stjóm- málaflokkunum til þess að hrinda málinu áleiðis. Tíðindamaður Tímans átti í morgun tal við frú Vigdísi Steingrímsdóttur, er á sæti í nefnd þessari. Hún skýrði svo frá: — Hús- mæðraskólamálið er nú komið svo vel á veg, að vænta má að skólahald geti hafizt næsta haust. Húsmæðraskóla- nefndin hóf i haust fjársöfnun til skólans. Hefir henni orðið allvel ágengt í því efni, og einkum hafa ýms fyrir- tæki orðið til að leggja fé af mörk- um. Alls hefir nefndin fengið um 23 þúsund krónur með þessum hætti. Nú nýverið festum við svo kaup á húsi til skólahalds, Sólvallagötu 12. Kost- aði það 100 þúsund krónur. Þar af þurfti að greiða 30 þúsund krónur þegar í stað, og urðum við því að taka 7 þúsund að láni til þess að geta keypt húsið. Hús þetta er hið prýði- legasta og vel til skólahalds fallið, þótt sennilega þurfi nokkurrar umbreyting- ar við. í því em rúmgóðar stofur til þess að kenna 1 og mlkið af smáher- bergjum, svo að um heimavist getur verið að ræða í skólanum að nokkm leyti. Er það mlkils vert að svo geti orðið. Næsta skrefið er að leita til ríkis og bæjar um fjárstuðning til skólahaldsins, því að þaðan hlýtur drýgsta framlagið að koma. Jafnframt verður haldið áfram fjársöfnun í Flest viröist nú benda til þess, að það sem Bretar óttist mest í náinni framtíð, sé kafbáta- hernaður Þjóðverja. Þetta kom greinilega fram í ræðu Churchills forsætisráð- herra á sunnudaginn. Hann sagði berum orðum, að Breta myndi vanta kaupskip á næsta ári, og því yrðu Bandaríkja- menn að hjálpa þeim um þau. Sama skoðun hefir komið fram í ræðu hjá Ronald Cross, brezka siglingamálaráðherran- um. En Breta vantar ekki aðeins kaupskip, heldur líka tundur- spilla, til að verja þau. Þess vegna hefir Willkie borið fram þá tillögu, að Bandaríkin létu þá fá 5—10 tundurspilla á mánuði. Það er athyglisvert, að Þjóð- verjar ógna Bretum nú fyrst og fremst með auknum kafbáta- hernaði. Þetta hefir komið mjög greinilega fram í ræðum, sem Hitler og Rudolf Hess hafa flutt nýlega. Báðir sögðu þeir, að kafbáta- hernaður Þjóðverja myndi stór- aukast með vorinu. Fyrstu vikur desembermán- aðar var skipatjón Breta meira en nokkuru sinni fyr. Ef þannig héldi áfram, myndi þeim .takast að draga stórlega úr siglingum Breta á ekki löngum tíma. í janúarmánuði var tjónið hins vegar mjög lítið. Manchester Guardian telur að það sé ekkl að marka. í fyrra hafi einnig orðið hlé á kafbátahernaði Þjóðverja eftir áramótin, en hann svo aukizt með vorinu. Sennilega noti þeir þennan tíma til að æfa áhafnir og und- irbúa nýja sókn. Það þykir merkilegt 'hversu fáum þýzkum kafbátum Bretar hafa sökkt undanfarið. Ýmsum þykir það benda til, að Þjóð- verjar séu búnir að finna nýjar aðferðir í kafbátahernaðinum. Flugárásir Þjóðverja á kaup- skip Breta hafa oft valdið tals- verðu tjóni, en kafbátarnir eru þó taldir langtum hættulegri. Brezkir stjórnmálamenn virð- ast nú telja fátt þýðingarmeira en að efla varnirnar gegn þeim. bænum, bæði meðal einstaklinga og fyrlrtækja, og væntir nefndin sér þar enn góðra undirtekta, ekki sízt þar sem málið er nú komið á rekspöl, og menn geta vænzt að sjá senn árangur af fjárframlögum sínum til skólans. r t t Vélar tveggja fiskibáta, sem stunda sjósókn frá Sandgerði, Fylkis úr Nes- kaupstaðs og Hrafns Sveinbjörnssonar úr Keflavík, biluðu i fiskiróðri á þriðjudagsnóttina. Á þriðjudag hvessti mjög af austrl og suðaustri og rak bátana til hafs, án þess að bátverjar fengju að gert. Vitneskjan um óhöpp þessi fékkst strax um morguninn. Barst hún fyrst i skeyti frá Hrafni Sveinbjarnarsyni. Var björgunar- skútan Sæbjörg send á vettvang. Fann hún þó bátana eigi og bar för hennar ekki árangur. Á þriðjudagskvöldið voru tveir togarar fengnir í leitina. Voru það Hafsteinn og Gyllir. Tal- stöðvar voru í báðum bátunum og gátu bátverjar látið til sín heyra um líðan sína, þótt eigi vissu þeir ná- kvæmlega hvar þeir voru. Fundu leit- arskipin bátana í fyrrinótt og drógu þá undir Jökul. Þar tók Sæbjörg við þeim og fór með þá til Ólafsvikur. — Þá voru menn teknir að óttast um 9 smálesta vélbát úr Neskaupstað, Skúla fógeta, er stundar sjó frá Homafirði. Fór hann í fiskiróður aðfaranótt þriðjudags, og kom eigi aftur, þegar hans var von. Var lýst eftir bátnum. Nú er Skúli fógeti kominn fram. Kom til Djúpavogs í gær og hafði innan- borðs allmikinn afla. Petain marskálkur Sjá grein um Petain marskálk á ann- arri síðu. Á nœstunni munu birtast greinar um fleiri stjórnmálaleiðtoga Frakka. Erlendar fréttir Franco og: Mussolini hittust í smábæ við landamæri Ítalíu og Frakklands í gær. Suner ut- anríkismálaráðherra var við- staddur. Óvíst er um efni við- ræðnanna. Á heimleiðinni mun Franco hitta Petain marskálk, sem nú dvelur í Suður-Frakk- landi. Willkie hefir sagt álit sitt á láns- og leigufrv. Roosevelts á fundi utanríkisnefndar Banda- ríkjaþingsins. Willkie sagðist m. a. vera þeirrar skoðunar, að Bandaríkin myndu vera komin í styrjöld innan 60 daga, ef Bretland yrði sigrað. Hann sagði, að Bretar þyrftu fyrst og fremst tundurspilla, flutninga- skip og flugvélar. Bandaríkin þyrftu að láta þá fá 5—10 tund- ursplla á mánuði. Bretum staf- aði mest hætta af árásum kaf- báta og flugvéla á kaupskipin. Hjálp Bandaríkjanna yrði að koma fljótt. Bretar hafa nú hafið innrás í Eritreu meðfram Rauðahafi og þegar tekið nokkra bæi á ströndinni. Auk þess heldur áfram sókn þeirra inni í miðju landinu. Frjálsir Frakkar hafa hafið sókn inn í Libyu að sunnan frá Tschad og tekið allmarga óasa, en þar er ekki um annað byggi- legt land að ræða. M. a. hafa þeir valdið miklu tjóni á þýð- ingarmikilli flugstöð. Þjóffverjar flytja nú stórauk- ið lið til Rúmeníu, segir í brezk- um fregnum. Þykir margt benda til, að þeir undirbúi inn- rás í Búlgaríu, en stjórnin þar mótmælir því, að þýzkt herlið sé komið þangað. Wilson, sem hefir verið nán- asti samverkamaður Wavells hershöfðingja í Libyustyrjöld- inni, hefir verið skipaður land- stjóri Breta í Cirenaica. í Albaníu hefir Grikkjum veitt betur í viðureignum sein- ustu daga. Síðastliðinn sunnu- dag voru skotnar niður 12 ít- alskar flugvélar. Brezki flugherinn hefir und- anfarið dægur haldið uppi hörðum loftárásum á hinar svo- nefndu innrásarhafnir Þjóð- verja. Auk þess gerði brezki flotinn skothríð á Ostende sið- astliðinn þriðjudag. Þá hafa Bretar nýlega gert mikla loftá- rás á Hannover. Urðu þar mikl- ar skemmdir á iðnaðarhverfum. De Valera hefir tilkynnt, að búið sé að undirbúa flutning kvenna og barna frá Dublin, ef ófrið beri að höndum, því að ríkið hafi ekki efni á að láta A víðavangi ÍSLENZKIR OG BREZKIR ÍHALDSMENN. í útvarpsræðu, sem Ólaíur Thors flutti nýlega, boðaði hann, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki hafa nein höft eða eftirlit með verzlun og atvinnu- rekstri að styrjöldinni lokinni. Flokkurinn vill þá láta renna upp nýja blómaöld fyrir brask- ara með endurtekningu á hruni íslandsbanka og margra milj. kr. skuldum Kveldúlfs. Flokks- bræður Ólafs í Bretlandi virð- ast ekki sömu skoðunar. Þeir hafa reynt hina frjálsu sam- keppni á undanförnum áratug- um. Um tvær milj. verkfærra manna hafa tímum saman gengið atvinnulausar. Eftir að Þjóðverjar komu á hjá sér skipulagi á framleiðslu og ut- anríkisverzlun, veittist Bretum stórum ver að etja kapp við þá á heimsmarkaðinum. Skipu- lagningin virtist síður en svo draga úr framtaki Þjóðverja. Merkustu blöð enskra íhalds- manna, eins og t. d. The Times, segja nú líka ótvírætt, að Bret- ar muni ekki aftur hverfa til skipulags hinnar frjálsu sam- keppni. Það sé ekki þýðingar- minna að vinna gegn atvinnu- leysisbölinu en styrjaldarbölinu. Slíkt verði ekki gert nema með víðtækum afskiptum ríkisvalds- ins. Fæstum virðist líka dreyma urn, að aftur verði horfið til frjálsra heimsviðskipta heldur verði komið markvissu og skipu- legu kerfi á verzlunarviðskiptin milli ríkja. Fleiri og fleiri fræði- menn eru að komast á þá skoð- un, að ringulreið og skipulags- leysi viðskiptamálanna eigi drjúgan þátt í þeirri ógæfu, sem nú þjakar mannkyninu. Þeir, sem láta sig dreyma um frjáls viðskipti með fáum auðdrottn- um og kúguðum nýlenduþjóð- um og alþýðustéttum, eiga heima í forneskjunni en heyra ekki framtíðinni til. FORDÆMI BEVINS OG CHURCHILLS. Sænska samvinnublaðið „Vi“ birti nýlega grein, sem það nefndi: Hinar innri vígstöðvar. Blaðið vekur þar athygli á því, að sænskum almenningi skorti festu og stefnumið á ýmsum sviðum. Úr slíku verði ekki ein- göngu bætt með áróðri. Það sé vænlegast í þessum efnum, að sýna almenningi það traust að segja honum frá málavöxtum eins og þeir eru, en leyna hann ekki neinu. Slíkt skapi óvissu og öryggisleysi. Blaðið minnir á, að Ernest Bevin verkamálaráðherra sé meðal þeirra manna, sem hafi það fyrir vana að segja undan- dráttarlaust frá staðreyndum, enda njóti fáir enskir stjórn- málamenn meira trausts en hann. Það hefir aldrei svikið mig að segja sannleikann, er haft eftir Bevin. Churohill for- sætisráðherra hefir fylgt sömu reglu og Bevin. Hann hefir aldrei reynt að örfa almenn- ing með gyllivonum eða með því að leyna hann hættunni, heldur þvert á móti hvatt hann til dáða með því að segja honum frá því, hversu alvarlegt ástandið væri. Þessu fordæmi ættu allir valda- menn að fylgja. Þekkingarleys- ið skapar óhug og gefur ýmsum kviksögum og óheppilegum stefnum byr í vængi. byggja sprengjuheld loftvarn- arbyrgi. Hann sagði, að styrj- öldin gæti fyr en varði náð til írlands. Þjóffverjar hafa tekið i sína vörzlu 10 danska tundurskeyta- báta. Danska stjórnin mun hafa mótmælt þessu, en Þjóð- verjar haft það að engu. Konoye forsætisráðherra Jap- an hefir sent þjóðinni ávarp og segir þar, að búast megi við því, að Evrópustyrj öldin nái fyr en síðar til Kyrrahafsins. .A. IKiOSSO-OTTJM Húsmæðraskóli í Reykjavík. — Hrakningar þriggja fiskibáta. ____ m . *- 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.