Tíminn - 15.02.1941, Síða 1

Tíminn - 15.02.1941, Síða 1
S RITSTJÓRI: \ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ' FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: | JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 0 A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, laugardaglnn 15. febr. 1941 19. blað Rekstur landhelgisgæzl- unnar síðastliðið ár Kostnaðurinn varð um 250 þús. kr. minni en venjulega Viðsjár í Austurálfu Tíminn hefir átt viðtal við Pálma Loftsson forstjóra um rekstur landhelgisgæsl- unnar á síðastl. ári. Fara upplýsingar hans hér á eftir: — Halli á rekstri landhelgis- gæzlunnar varð á árinu sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti 460 þús. kr. Á fjárlögunum voru veittar úr ríkissjóði 400 þús. kr. til landhelgisgæzlunnar og var ætlazt til að landhelgissjóð- ur legði fram það, sem á vant- aði, og var áætlað, að það yrði um 150 þús. kr. Kostnaðurinn af landhelgisgæzlunni hefir því orðið 100 þús. kr. minni en gert var ráð fyrir. Undanfarin ár hefir árlegur kostnaður við landhelgisgæzl- una verið um og yfir 700 þús. kr. Þessi mikla lækkun á kostn- aði við landhelgisgæzluna staf- ar af því, að engin útgjöld voru við v. s. Þór, heldur nokkrar tekjur, og að vélbátar voru látnir annast landhelgisgæzl- una að miklu leyti, en þeir eru, eins og kunnugt er, mun ódýr- ari í rekstri en hin stærri skip. Einnig fengust nokkrar tekjur af flutningum Ægis fyrir olíu- félögin og síldarverksmiðjur ríkisins. Varðskipið Ægir. Ægir var hafður við Vest- mannaeyjar á vetrarvertíðinni og annaðist þar venjulega hjálparstarfsemi við bátana og eftirlit með veiðarfærum þeirra. Hafði Ægir jafnframt landhelgisgæzlu kringum Eyj- arnar og með suðurströndinni eftir því, sem ástæður leyfðu. í júnímánuði strandaði skipið og var viðgerð á þvi ekki lokið fyrr en í októbermánuði. Tók við- gerðin svo langan tíma, vegna erfiðleika á því að ná í efni frá útlöndum. Ægir hjálpaði að landi 12 bátum, sem voru hjálp- arþurfar, og bjargaði einum út- lendum togara, sem var að reka á land við Vestmannaeyjar með vír í skrúfunni. Þá flutti skipið til Raufarhafnar fyrir síldar- verksmiðjur ríkisins ýmsa stóra vélahluta, sem ekki voru tök á að flytja með öðrum skipum. Einnig dró hann þangað gufu- ketil verksmiðjunnar og graf- vél, ásamt tilheyrandi prömm- um, til að dýpka með höfnina. Fyrir olíufélögin flutti skipið 860 smál. af lausri olíu á ýmsar hafnir úti á landi, til að rýma fyrir nýjum olíubirgðum í Reykj avík. Dómur í dreifibréís- málínu í morgun kvað sakadómari upp dóm í dreifibréfsmálinu. Var dómsniðurstaðan þessi: Eggert Þorbjarnarson og Hall- grímur Hallgrímsson voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi hvor fyrir brot á 88. gr. hegn- ingarlaganna. Ásgeir Pétursson og Eðvarð Sigurðsson voru dæmdir í 4 mánaða fangelsi hvor fyrir brot á sömu grein. Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson voru dæmdir í þriggja mánaða varðhald fyr- ir brot á 2. málsgrein 121. gr. hegningarlaganna. Aðrir hinna ákærðu voru sýknaðir, þar sem ekki upplýst- ist, að þeim hefði verið kunnugt um efni bréfsins. Varðbáturinn Óðinn. Óðinn annaðist landhelgis- gæzlu á Faxaflóa og Breiðafirði á vetrarvertíðinni og þá einnig veiðarfæraeftirlit og björgun- arstarfsemi. Eftir vertíðina var gæzlusvæðið hér og þar eftir því, sem þörf krafði. Óðinn veitti 18 bátum ýmiskonar að- stoð, dró þá að landi eða að- stoðaði á annan hátt. Þá tók hann upp tvo netahnúta fyrir báta og fylgdi 5 trillubátum til Norðurlands. Óðinn tók tvo út- lenda togara og eitt íslenzkt vélskip að landhelgisveiðum, einnig þrjá dragnótabáta. Um tíma var skipið við síldarrann- sóknir við Norðurland, einnig nokkuð við sjómælingar við Austurland. Varðskipið Þór. Þegar stríðið brauzt út, þótti það sýnt, að ekki myndi verða mjög mikill ágangur af út- lendum togurum hér við land og ar því ákveðið að leigja v. s. Þór til fiskflutninga til Bretlands. Var litið svo á, að með því að hafa skipið í fiskflutningum væri það í samræmi við það hlutverk, sem því var ætlað — það er að styðja að bættri af- komu bátaútvegsins — en' þá var vitað, að mikil vöntun myndi verða á skipum til að koma fiskinum á erlendan markað. Skipið var leigt til fiskflutninga gegn föstu dag- gjaldi og hluta af söluverði fiskjarins í Bretlandi og feng- ust af því nokkrar tekjur. Varðbáturinn Faxi. Vélbáturinn Faxi var leigð- ur til landhelgisgæzlu frá júní til -áramóta og var hann hafð- ur fyrst í Faxaflóa og síðan við Vesturland.' Faxi tók einn íslenzkan togara að land- helgisveiðum og eitt útlent dragnótaskip. Hann hjálpaði þremur vélbátum að landi. Að undanfömu hefir hingað verið von færeyskrar sendinefndar, sem skyldi hafa það hlutverk að leita sam- vinnu við íslenzk stjórnarvöld, ef til úrlausnar mætti verða ýmsum vand- kvæðum, sem færeyska þjóðin á við að búa, einkum að því, er lýtur að örðug- leikum um skipakost til aðflutninga á amerískum vörum. Jafnframt var sendinefnd þessari hugað það verkefni, að kynna sér þær ráðstafanir, er gerð- ar væru hér á landi, til þess að draga úr erfiðleikum, sem styrjöldin hefði í för með sér fyrir þjóðina. Þykir sýnt, að svipaðar ráðstafanir og íslenzku stjórnarvöldin gera til þess að tryggja afkomu og velfarnað atvinnuveganna hér, megi einnig að haldi koma, sum- ar hverjar, í Færeyjum, þar sem að- staðan er að mörgu leytl lík. Sendi- nefnd þessi kom til Reykjavíkur 1 fyrradag á togaranum Thor II. Eru í henni sjö menn, Ole Jakob Jensen, fulltrúi Fölkaflokksins, P. M. Dam, fulltrúi jafnaðarmanna og Sjálvstýri- flokksins, Joen Rasmussen, fulltrúi Sambandsflokksins, J. P. Eliassen, full- trúi sjómanna, Michel Godtfred, full- trúi útvegsmanna, Hjalmar Nielsen, fulltrúi kaupmanna.og Djurhuus sýslu- maður, fulltrúi amtmannsins. Munu þegar vera hafnar viðræður hinna fær- eysku sendimanna og stjómarvaldanna hér. t t t Belgiskur togari, „George Edward", strandaði á Bolhraunafjöru á Mýr- Margt bendir nú til þess, að Bretar og Bandaríkjamenn ótt- ist, að Japanir fari á stúfana um líkt leyti og Þjóðverjar hefja sókn í Evrópu. Það hefir löngum ýerið kunn- ugt, að Japanir hafa augastað á hinum auðugu nýlendum Hol- lendinga (Sumatra, Borneo, Celebes), Indo-Kína, (franskr- ar nýlendu), Thailandi (Siam) og Malajaskaganum, þar sem er hin öfluga flotahöfn Breta, Singapore. Sérstaka athygli hefir það vakið, að Japanir hafa tekið að sér að miðla málum í landa- dalssandi aðfaranótt föstudags síðastl. Var svartamyrkur, stormur og rigning, er skipið strandaði. Úr landi urðu menn strandsins ekki varir. Tólf menn munu hafa verið á togaranum. Sjö þeirra komust að Höfðabrekku, austasta bæ í Mýrdal, seint í gær, illa til reika og aðfram komnir af þreytu. Var strax hafin leit að þeim, sem vantaði. Tveir þeirra mimu hafa far- izt í lendingunni, en þrír dóu af vos- búð og kulda eða örmögnuðust af þreytu, er á land var komið. Lík þeirra eru öll fundin. Strandmennimir voru kyrrir á Höfðabrekku um hádegi í dag og voru þá allir komnir á fætur, nema einn. t t t Félagsdómur feldi þann úrskurð í gær, að verkfall þjóna, matsveina og hljóðfæraleikara á veitingahúsum sé ólögmætt. Þegar starfsstúlkur á veitlngahúsum hófu verkfall, fyrir- skipaði Alþýðusamband íslands félagi þjóna, matsveina og hljóðfæraleikara að hefja samúðarverkfall á þessum stöðum. Fyrirskipun þessari var hlýtt. Vinnuveitendafélag íslands kærði þetta til félagsdóms. Úrskurðaði hann samúðarverkfall þetta ólögmætt, þar sem það hefði verið hafið tafarlaust, en ekki með hinum lögboðna sjö daga fyrirvara. t t t Sigurður Jónsson, bóndi að Stafa- felli í Lóni, sagði Tímanum þessi tíð- indi úr eystri hluta Austur-Skaftafells- mæradeilu, sem hefir risið milli Indo-Kína og Thailand. í sum- ar neyddu Japanir Frakka til að afhenda sér flugvelli í Indo- Kína og óttast Bretar, að Jap- anir ætli nú að nota þetta tæki- færi til að fá sömu hlunnindi í Thailandi, en þaðan væri auð- velt að gera flugárásir á Singa- pore, Þá hafa Japanir fært sig upp á skaftið við nýlendustjórn Hollendinga. Hafa þeir gert kröfu um hagnýtingu auðlinda þar, innflutning Japana til ný- lendanna o. s. frv. Hollending- (Framh. á 4. síðu.) sýslu: — Síðastliðið ár var lítið um verklegar framkvæmdir. Þó var tals- vert unnið að jarðabótum, einkum túnasléttum og framræslu. Byggingar voru nokkrar, þó í smáum stíl, helzt umbætur á útihúsum. Rafstöð var byggð á Þorgeirsstöðum í Lóni, lítil ljósastöð við bæjarlækinn. Tíð var óvenjugóð allt haustið, og í vetur hefir varla sést snjór. Heyfengur var góður, en garðávextir spruttu illa yfirleitt, þótt einstöku bændur fengju tífalda uppskeru. Heilsufar hefir verið gott hjá fólki og fénaði. Nokkrir bændur tóku sauðfé á gjöf í nóvembermánuði, en flestir með komu desembermánaðar, og er það í fyrra lagi á svo góðum vetri. t t r í haust komu 8 kindur í Stafafells- rétt, er gengið höfðu úti í Kollumúla veturinn 1939—40. Voru það þrjár full- orðnar ær og fimm veturgamlar kind- ur, þrjár gimbrar og tveir hrútar. Kindur þessar voru flestar í tveimur reifum, rúböggum, og vöktu athygli manna sökum þess, hve sumar þeirra báru af öllu öðru fé í réttinni að væn- leika og þroska, því, sem hafði verið hýst og gefið hey og síldarmjöl. Full- orðnu ærnar þrjár og tvær veturgaml- ar voru með lömbum, síðbæringum, sem sennilega hafa fæðst í ágústmán- uðl. t t t Rjúpur hafa varla sést í byggð eða (Framh. á 4. siðu.) Erlendar fréttir Tveir atburðir hafa gerzt, er þykja benda til, að Þjóðverjar fari að hefja hina margum- ræddu sókn sína á Balkan- skaga. Annar er, að forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra Jugóslavíu hefir verið boðið til Þýzkalands til að ræða við stjórnmálamenn þar. Eru þeir nú í Þýzkalandi. Hinn er, að búlgarska útvarpið skýrði i fyrradag frá því, að Búlgarar væru nú nær því en nokkuru sinni fyrr, að fá aðgang að Grikklandshafi, þ. e. land- spildu, sem myndi aðskilja Tyrkland og Grikkland. Hafa Búlgarar heimtað þetta land af Grikkjum, en haft hljótt um þær kröfur síðan styrjöldin hófst þangað til nú. Þýzk herskip réðust nýlega á stóra brezka skipalest á At- lantzhafi, segir í þýzkum frétt- um, og var 14 brezkum skipum sökkt. Voru þau hlaðin her- gögnum frá Bandaríkjunum. Segja Þjóðverjar, að þetta sé stórfelldasta árásin, er þeir hafi gert til þessa. í London er viðurkennt, að slík árás hafi átt sér stað, en ekki sé enn full- kunnugt um tjónið. Utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþingsins hef- ir samþykkt frumvarp Roose- velts um hjálp til Breta með 15:8 atkv. og eru nú byrjaðar umræður um frumvarpið í deildinni sjálfri. Fulltrúadeild- in er búin að samþykkja það. Grikkir telja sig hafa hafið sókn á 125 km. breiðri víglínu og hefir þeim þegar orðið vel á- gengt á þremur þýðingarmikl- um stöðum. Brezki flugherinn styður sóknina með auknum loftárásum á stöðvar óvinanna. Leikarar í Noregi hafa reynst norskum nazistum mjög óþjálir. Hafa þeir m. a. neitað að skemmta á hátíðum hjá nazist- um. Hefir nazistastjórnin þvi gripið til ýmsra þvingunarráð- stafana gegn leikurum, sem ekki verða við slíkum beiðnum. Franco er nú kominn heim úr för sinni til Ítalíu. Á heim- leiðinni átti hann 1 y2 klst. við- ræðu við Petain. Ókunnugt er um viðræðuefni Franco og I Mussolini. A víðavangi ANDLEGT FRELSI OG KOMMÚNISTAR. Blöð kommúnista halda því fram, að enginn munur sé á stjórn Breta og Þjóðverja í her- teknum löndum. í þvi sambandi er athyglisvert að bera saman kjör skálda og andans manna hér og i Noregi. í Noregi hafa sum fremstu skáldin flúið land, eins og t. d. Sigrid Undset, Nor- dahl Grieg, Cora Sandel og Helge Krogh. Þau, sem ekki hafa komizt úr landi og ekki hafa viljað beygja sig fyrir hinu er- lenda ofríki, mega ekkert láta til sín heyra. Sum þeirra hafa verið fangelsuð eins og Ronald Fangen, sem lét í ljós andúð sína á harðstj órninni. Ritstjóri hins þekkta tímarits „Sam- tiden“, Worm-Miiller prófessor, hefir orðið að flýja land, en öðr- um mjög þekktum rithöfundi, Johan Scharffenberg, hefir ver- ið varpað í fangelsi. Margir beztu og þekktustu blaðamenn Noregs eru í fangabúðum naz- ista. Verk sumra helztu skáld- anna t. d. Sigridar Undset hafa verið bönnuð. Hér á landi njóta menn fulls skoðana- og ritfrels- is og Bretar hafa engin afskipti haft af þeim málum. Þeir einir, sem einskis meta þessi réttindi, geta lagt stjórn Breta og Þjóð- verja að jöfnu, og það undrar vafalaust engan, þótt komm- únista sé að finna í þeim hópi. TUNDURDUFLAHÆTTAN. Daglega berast nú fréttir af tundurduflum, sem eru á reki við strendur landsins, sérstak- lega úti fyrir Norðurlandi. Staf- ar sjófarendum mikil hætta af duflunum, og búast má við að þau geti valdið tjóni á stöðum, þar sem þau berast að landi. Strandferðaskipin verða einnig fyrir miklum töfum af þessum orsökum. Verður að gera þær kröfur til ríkisstjórnarinnar, að hún geri nú þegar ráðstafanir til að afstýra tundurduflahætt- unni. M. a. munu strandferða- skipin og varöskipin ekki hafa leyfi til að granda tundurdufl- um á siglingaleiðum, sem ekki eru á hættusvæði. Slíkt leyfi munu Færeyingar hafa og sprengja þeir duflin með skot- um úr hæfilegri fjarlægð. Verð- ur að teljast sjálfsagt að slíkt megi einnig gera hér. ÍSLAND OG „VERND“ STÓRVELDANNA. Kommúnistablaðið hefir und- anfarið fullyrt að ýmsir menn hér á landi muni vilja ,,vernd“ Bandaríkjanna. Hingað til er ekki kunnugt um, að aðrir en kommúnistar hafi hreyft því, að ísland ætti að biðja um „vernd“ stórveldanna. Má í þeim efnum minna á þá ósk Einars Olgeirs- sonar á Alþingi, þegar „Emden“ kom til landsins, að brezk og bandarísk herskip yrðu fengin til að koma hingað. í „Tímariti Máls og menningar“ í sumar segir Kristinn Andrésson á þessa leið: „Ef til vill gæti einhvern tíma skapast það ástand hér á landi, t. d. við það að fasista- ríkin undirokuðu okkur, að ís- lenzk alþýða eða jafnvel borg- araleg ríkisstjórn óskaði í ein- hverri mynd eftir stjórnmála- legri aðstoð Sovétríkjanna“. (Tímarit Máls og menningar 1940 2. hefti bls. 98—99). Kom- múnistum ber því fyrst og fremst að skamma sjálfa sig, ef þeim finnst það einhver voða- synd að óska eftir „vernd“ er- lends stórveldis. Og alveg sér- staklega ættu þeir að skamma Kristinn Andrésson og aðra að- standendur Máls og menningar, sem hafa látið ritið flytja þá skoðun athugasemdalaust, að íslendingar ættu að biðja um „vernd“ þess stórveldis, sem gengur nú einna röggsamlegast fram í því að undiroka smá- þjóðir. Á. KROSSGÖTUM Færeysk samninganefnd. — Strandmenn á Mýrdalssandi. — Frá félagsdómi. — Úr austursveitum Skaftafellssýslu. — Útigöngufé. — Rjúpum fjölgar. — Minnkandi hlunnindi. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.