Tíminn - 15.02.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.02.1941, Blaðsíða 2
74 19. blað TÍMKyrc, laagardagmn 15. febr. 1941 ^ímirm Luufiurdafiinn 15. febr. Síldarverksmiðjurn- ar og frystihúsin Um leið og Framsóknarflokk- urinn hefir haft forustu í þeim framfaramálum, sem sérstak- lega snerta landbúnaðinn, hef- ir hann beitt sér fyrir hags- munamálum framleiðendanna við sjóinn, og átt frumkvæði að eða stutt helztu nýmælin í ís- lenzkri löggjöf til hagsbóta fyr- ir sjávarútveginn. Til sönnun- ar því nægir að benda á, að Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um byggingu síldar- verksmiðja rikisins, kæliskips- ins og frystihúsanna, sem hafa reynst einhverjar happadrýgstu framkvæmdir fyrir sjávarút- veginn, og þjóðina í heild, á liðnum árum. Samkvæmt ályktun Alþingis árið 1924 var skipuð fimm manna nefnd til að rannsaka verkefni fyrir kæliskip hér viö land og undirbúa áætlanir um stærð þess, byggingarkostnað, rekstrarkostnað og annað, er máli skipti í því efni. Nefndar- menn urðu ekki sammála um tillögur í málinu. Meirihluti nefndarinnar, formaðurinn og fulltrúar verzlunarráðsins og Fiskifélagsins, vildi fresta mál- inu. Kom fram sú skoðun í áliti þeirra, að kæli- og frystiskip myndi ekki koma að gagni fyrir sjávarútveginn. Framsóknar- mennirnir í nefndinni, Jón Árnason og Tryggvi Þórhalls- son, skiluðu itarlegu áliti og tillögum um málið. Eftir þeirra tillögum voru sett lög um fram- lag til kæliskipskaupa og sam- ið við Eimskipafélagið um byggingu „Brúarfoss." Fyrsta síldarverksmiðja rík- isins tók til starfa árið 1930. Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir stofnun hennar, og var Magnús Kristjánsson ráðherra upphafsmaður málsins. Síðar keypti ríkið Raufarhafnarverk- smiðjuna, einnig eftir tillögum Framsóknarmanna. Ríkisverk- smiðjurnar hafa oft verið stækkaðar á undanförnum ár- um, og afköst þeirra margfald- ast síðan 1930. Lögin um fiskimálanefnd voru 'samþykkt á þinginu 1934, og stóðu Framsóknar- og Alþýðu- flokkurinn að þeirri lagasetn- ingu. f þeim lögum var m. a. ákveðið, að nefndin skyldi hlut- ast til um, að gerðar yrðu til- raunir með nýjar verkunarað- ferðir sjávarafurða. Tilraunir með hraðfrystingu á fiski og sölu á þeirri vöru á erlendum markaði hófust fyrst fyrir al- vöru með starfsemi Fiskimála- nefndar. Árið áður en nefndin tók til starfa, var fluttur út frystur fiskur fyrir affeins 79 þús. -kr., en síðastliðiff ár fyrir 11 miljónir króna. í útvarpserindi atvinnumála- ráðherrans 6. þ. m., er greini- lega lýst árangrinum af þeim framkvæmdum, sem hér hafa verið nefndar. Um það sagði ráðherrann m. a.: „Það er lán, að úr því hægt er að selja síldarmjöl og jafn- vel líka síldarlýsi, skuli vera til í landinu margar og stór- ar síldarverksmiðjur, og það er lán, að úr því hægt er að selja frystan fisk, þá skulum við bæði eiga frystihúsin og kæliskipakost, er nægir þörf- unum.“ Og atvinnumálaráðherrann sagði meira um þýðingu þess- ara framkvæmda. Eftir því sem frá er skýrt í ísafold, fórust honum orð á þessa leið: „Það er engum vafa undir- orpið, að mikill þorri manna bæði á sjó og landi myndi með engu móti hafa getað tryggt sér svipaða afkomu og raun varð á, ef eigi hefðu þeir notið starfsemi frysti- húsanna. Þarf og eigi fleiri vitni en þær 11 miljónir, er fengust fyrir frysta fiskinn, til að sanna hverja þýðingu hraðfrysti fiskurinn nú þeg- ar hefir í öllum þjóðarbú- skapnum." Það er enginn vafi á því, að þessi ummæli Ólafs Thors at- Jón Eyþórsson: Opið brcf til f.vrirtækisins ..tlsils i>s mennin^arM Bókasöfnín í Reykjavík Virðulega félagsstjórn. Mér hefir nýlega borizt 3. hefti Tímarits máls og menn- ingar. Efni þess hefir orðið mér, og væntanlega fleirum áskrif- endum að ársbókum yðar, til- efni til eftirþanka, sem ég vil ekki þegja yfir. í fyrsta lagi er þarna skýrt frá nýrri „stjórn“ í félaginu og „fulltrúaráði." Þetta er þannig til orðið, að stofnendur og eig- endur útgáfunnar tilnefna 25 menn, sem þeir kalla „fulltrúa- ráð.“ Fulltrúaráðið kemur svo saman og kýs stjórn — án at- kvæðagreiðslu. Þetta mun vera sæmilega ná- kvæm eftirlíking af kosningu í einræðisríkjunum og nákvæm eftirlíking af skjaldborg Bryn- leifs á Akureyri, enda er „Mál og menning" ekki félag í venju- legri merkingu, heldur einka- fyrirtæki. Stjórn þess er ekki rétt kjörin félagsstjórn, heldur einskonar „sóvétt“, sem virðist stefna að því að beita sjálf- teknu valdi yfir íslenzkum bók- menntum — máli og menningu. í öðru lagi er megnið af heft- inu lærdómsríkt sýnishorn af stefnu þessarar andlegu „sóv- éttstjórnar", enda stendur þar letrað: „Mál og menning getur ekki án þess verið að eiga tímarit til sóknar og varnar þeim menningarlegu áhugamálum, sem félagið berst fyrir.“ Hvernig lýsa nú þessi „menn- ingarlegu áhugamál“ sér í tímaritinu? vinnumálaráðherra eru á rök- um byggð. Með byggingu síld- arverksmiðjanna, hraðfrysti- húsanna, sem nú eru 33 að tölu, og kæliskipsins, var lögð und- irstaða að viðreisn sjávarút- vegsins. En viffskiptamálastefna Framsóknarflokksins á undan- förnum árum gerði þessar þýff- ingarmiklu framkvæmdir mögu- legar. í stað þess að flytja inn „kramvörur“ fyrir þann tak- markaða gjaldeyri, sem þjóðin hafði yfir að ráða á árunum 1935—1939, var keypt til lands- ins efni og vélar til nýrra síld- arverksmiðja og hraðfrysti- húsa, i stærri stíl en nokkru sinni áður. Reynslan hefir sannað, að stefna Framsóknarflokksins í þessum málum var rétt. Sk. G. Fyrst og fremst í níði um tvo menn, þá Jónas Jónsson og Guðmund Hagalín. Þeir eru taldir sérstaklega fjandsamleg- ir menningunni, annar sem stj.órnmálamaður, hinn sem rit- höfundur. Enn fremur eru allir trúnaðarmenn þjóðfélagsins bannsungnir fyrir heimsku, lít- ilmennsku og rangsleitni. Þeir vinna að því ráðnum hug að ala þjóðina upp „til auðsveipni og hlýðni, til sleikjuskapar og flærðar, til aðdáunar á heimsku og fláttskap, til lítilsvirðingar á gáfum og hæfileikum“ (bls. 204) — — „Allur skáldskapur á að vera sauðfrómt andleysi, gyllandi lífslygi og helzt af öllu eitthvert taugastyrkjandi lyf fyrir sjúklinga.“ — — — ís- lenzkum ritdómurum er hald- ið í myrkrastofu andlegrar vesalmennsku. „Þeir eiga að skrifa,---------þegar tign þeirra nær hæst, áróðursdóma um eitthvert skáldverkið, sem þeirra æðstu yfirboðarar álíta nógu lélegt til þess að megi gylla það fyrir þjóðinni.“ En upp úr öllu þessu svaði gnæfa svo aðéins „Ijós heimsins“, H. K. Laxness, Þorbergur Þórðarson og ritstjóri Tímaritsins, Krist- inn Andrésson! Uppmjóir gerast þeir nú for- verðir íslenzkrar menningar. * * * Það getur varla hjá því farið, að útgáfa slíks rits, sem þessa, veki fólk til umhugsunar um skipulag, menningarleg áhuga- mál og starfsemi fyrirtækis yðar. Á það hefir verið bent, að Mál og menning væri fyrst og fremst til þess stofnað, að dreifa áróðursritum kommún- ista út um landið, og fá almenn- ing til að kaupa, með því að láta fljóta með nokkuð af bókum almenns efnis, stundum sæmi- legum, eins og t. d. rit Jóhanns Sigurjónssonar, stundum stór- lega misheppnuðum eins og „Efnisheiminn“ eftir B. Franz- son. Útgáfustjóri og stjórn félags- ins hefir jafnoft lýst yfir því, að félagið væri aðeins saklaust bókmenntafélag, sem vildi á engan hátt vera bendlað við stjórnmálalegar deilur. Til sönnunar hefir á það verið bent, að félagið hætti að gefa út „Rauða penna“ og að í stjórn þess væru meðfram „skikkan- legir borgarar" — nú síðast Sigurður Nordal, Sigurður Thorlacius og Ragnar Ólafsson. Margur mundi og freistast til þess að ætla þessa menn svo vanda að virðingu sinni, að þeir gættu þess, að yfirlýsingar fé- lagsins væru haldnar. En svo kemur Tímaritið. Og með þvi er grímunni svipt. Eingöngu er það skrifað af kommúnistum, þeim H. K. Laxness, Kristni Andréssyni, Gunnari Bene- diktssyni og Birni Franzsyni. Meginefni þess er, eins og áð- ur er vikið að, níð um allt og alla í sama stíl og Þjóðviljinn flytur daglega. Þar eru m. a. ó- sannindi og rógmælgi um Ríkis- útvarpið, og þykir kommúnist- um að vonum hart að verða að hlíta þar sömu reglum og aðrir um auglýsingar; en þeir hafá öðrum fremur reynzt ágengir til misnotkunar í því efni. Það skiptir e. t. v. ekki miklu fyrir stjórn Máls og menningar, þótt ég verði að ‘ lýsa Kristin Andrésson vísvitandi ósann- indamann að öllum dylgjum sínum og firrum um störf mím við Ríkisútvarpið. Má og vera, að honum gefist kostur á að standa fyrir máli sínu á öðrum vettvangi. Þetta hefti tímaritsins er allri útgáfustj órninni og „fulltrúa- ráðinu“ til ófrægðar, og þó rit- stjóranum mest, ef hann gæti nokkru við sig bætt. H. K. Laxness, Skáldið, er til- takanlega viðskotaillur í grein- arstúfum sínum. Að vísu gerir hann réttilega gys að vininum Þórbergi fyrir átrúnað á séra Láru. En svo verður hann sjá- anlega miður sín af rætni og geðvonzku. — Leikur mér að vísu nokkur forvitni á því, hvort margir verði til þess að finna „skógarilm í gegnum svefninn“ af þessum síðustu sorpgreinum Skáldsins. Sigurður Thorlacius er vara- maður minn í útvarpsráði. Hann vil ég sérstaklega spyrja, hvort rógmælgin um útvarpið sé fram komin með hans vitund, hvort hann sé henni samþykkur og á hverju sú skoðun sé þá reist? * * * Mál og menning hefir mjög haldið á lofti væntanlegri út- gáfu á stórri bók, sem á að heita „Arfur íslendinga“. Er krafist, að félagsmenn greiði hana að miklu leyti fyrir fram. Það er nú heldur óvenjulegt að greiða bækur, sem er ekki byrjað að prenta, þegar engin trygging eða Ein merkasta og þýðingar- mesta menningarstofnun hér á íslandi er Landsbókasafnið í Reykjavík. Safnahúsið við Hverfisgötu er ein myndarleg- asta framkvæmdin frá stjórn- artímabili hins ágæta fram- faramanns, Hannesar Haf- steins. í þessu safni munu nú vera um 140 þúsundir binda, innlendar og erlendar bækur og íslenzk pappírshandrit. (Skinn- handritin fornu eru, svo sem kunnugt er, flestöll erlendis, aðallega í Árnasafni og Kon- unglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn). í Landsbókasafn- inu fara fram bókaútlán, og þar er lestrarsalur með sætum og vinnuborðum fyrir nálega 40 manns. Þannig var frá þessari góðu stofnun gengið fyrir 30 árum — en því fer fjarri, að henni hafi verið hlutfallslega jafn sómi sýndur á síðari ára- tugum. Mjög verulegur hluti af ár- legri bókaviðbót safnsins berst því ókeypis. Það er lagaskylda, að afhenda safninu 2 eintök af hverri bók eða blaði, sem prent- að er hér á landi. Auk þess hafa ýmsir erlendir útgefendur gef- ið safninu útgáfubækur sínar. Fjárframlag ríkisins er ekki meira en svo, að mikið af því fer til bókbands, og lítið verður afgangs til bókakaupa. Af þess- um ástæðum á safnið allt of lítinn kost erlendra bóka, og nýjar erlendar bækur eru þar svo að segja aldrei fyrir hendi. Hitt er þó enn hörmulegra, að aðstaðan til að nota safnið er svo slæm, að óviðunandi er. fjárhagslegt aðhald kemur á móti. Hin sjálfskipaða stjórn er ekki trúnaðarmenn áskrifend- anna eða gjaldendanna á nokk- urn hátt, og „Mál og menning“ er ekki félag, heldur hreint einkafyrirtæki nokkurra manna, þar sem kommúnistar, með Kr. Andrésson í fararbroddi, virðast hafa tögl og halgdir. Flestum áskrifendum er þetta ljóst, og þess vegna hygg ég að meginþorri þeirra hafi reynzt tregur til þess að greiða fyrir fram. Afdrif bókaforlags komm- únista, Heimskringlu, er og nokkur viðvörun í því efni. Þér, virðulega stjórn og full- trúaráð „Máls og menningar", munuð komast að raun um, að fyrirtæki ykkar er dæmt til dauða, ef svo fer fram sem nú horfir um starfsemi þess. fs- lendingar munu ekki óska eftir né styðja andlega „sóvjétt- stjórn“ til valda í landinu, fremur en veraldlega. Virðingarfyllst. Jón Eyþórsson. Þegar þjóðleikhúsbáknið var reist fyrir 10 árum, við austur- enda safnahússins, var þar með bægt öllu sólarljósi frá bóka- sölunum. Bókageymsla er nú orðið alveg ófullnægjandi og til mestu tafar fyrir bókaverðina. Lestrarsalurinn er ékki opinn nema 6 stundir daglega frá kl. 1—7 e. h. og mun það vera fá- títt'um slíka staði erlendis. En jafnvel þennan stutta tíma er óverandi í safninu sakir kulda. Miðstöðvarhitun hússins er í ó- lagi og þarf rækilegra endur- bóta, ef líft á að vera í húsinu fyrir gesti þess og starfsmenn. Mér er sagt, að kennslumála- ráðherrann sé nú i vetur að láta gera við glugga hússins, og er það góðra gjalda vert. En hér þarf að g*era meira. Það sýnist vera nokkuð mikil fjarstæða, að verja of fjár til að reisa óþarf- lega dýr opinber stórhýsi, en vanrækja á sama tíma eina nytsömustu menningarstofnun höfuðstaðarins. Landsbóka- safnið og lestrarsalur þess hefir um langt skeið verið höfuðat- hvarf fræðimanna, og fjöldi námsmanna víðsvegar af land- inu, sem búið hefir við þröngan híbýlakost, hafa átt þar sama- stað, þar sem þeir hafa getað búið sig undir kennslustundir og notað handbækur safnins. Það þarf mikið skólahald til að vega upp á móti þeirri menn- ingarstarfsemi, sem þarna hefir farið fram, eða gæti farið fram, ef vel Væri fyrir séð. í Reykjavík er annað bóka- safn, sem er álíka herfilega vanrækt. Það er Bæjarbóka- safnið, eða Alþýðubókasafnið, sem áður var nefnt. Reykvík- ingar hafa sýnt mjög lofsverða viðleitni til að nota sér þetta safn, og þeir, sem bækurnar lesa, greiða dálítið gjald fyrir notkun þeirra. En um aðbúnað þessa safns má sama segja og aðbúnað Landsbókasafnsins, og þó sýnu verra. Lestrarsalurinn er allt of lítill og svo kaldur, að menn verða að sitja þar inni í ýfirhöfnum, enda engin fata- geymsla til! Bókageymslan og vinnuaðstaða bókavarða neðan við allar hellur. Það er eitt m. a. til marks um rausn þeirra, er stóðu fyrir byggingu hins nýja háskóla- húss, að þar er húsrúm fyrir bókasafn, sem telja má um 150 þúsundir binda, eða heldur stærra en Landsbókasafnið allt. í þetta húsrúm mun svo hinu opinbera ætlað að kaupa bæk- ur. Virðist þá, sem legið hefði nær, að efla Landsbókasafnið og bæta aðbúð þar, og að hæp- ið sé fyrir hið opinbera að verja miklu fé til að koma upp nýju (Framh. á 4. slSu.) . Giiðjón Teitsson: Verð skipa síðustu 40 árin Hvenær á að hofjast handa um endurnýjun íslenzka skinastólsins? Vegna legu íslands og þess, að sjávarútvegur er og mun um langa framtíð verða einn aðal þátturinn í atvinnulífi lands- manna, er íslendingum lífs- nauðsyn að vera siglingaþjóð og eiga góðan og fullkominn skipastól. Það er því hið mesta áhyggju- efni, að svo að segja allur skipa- floti landsmanna, einkanlega hinna stærri skipa, er orðinn gamall og úr sér genginn, og um togarana er það að segja, að ekki er annað sýnt en að taka verði meirahluta þeirra til nið- urrifs mjög bráðlega að styrj- öldinni lokinni. Ástandið er ekki eins slæmt, að því er kaup- skipin snertir, en þó eru þau flest orðin það gömul, að æski- legt væri að geta endurnýjað þau sem allra fyrst. Auk þess eru þessi skip, eins og fiski- skipin, allt of fá, þannig. að bæta þarf við nýjum skipum. En endurnýjun og aukning skipaflotans kostar mikið fé, og það er nauðsynlegt að athuga gaumgæfilega, hvernig á að haga framkvæmdum í þessu efni og hvenær á að ráðast í þær. Ég geri ráð fyrir, að meðan styrjöldin stendur, verði varla um þáð að ræða að fá skip byggð eða keypt erlendis, og að styrjöldinni lokinni er ómögu- legt að segja, hvernig ástandið verður. Það er hugsanlegt, að þær þjóðir, sem aöallega fást við skipasmíðar, byggi fyrst um sinn aðeins fyrir sig sjálfar. En það er líka hugsanlegt, að þess- ar þjóðir sumar hverjar verði svo fátækar og illa staddar, að þær taki heldur þann úrkost, a. m. k. fyrst í stað, að byggja fyr- ir aðra, sem hafa betri ástæður. Eins og horfir, er ekki ólík- legt, að íslendingar verði meðal þeirra þjóða, sem hagnast pen- ingalega meðan á styrjöldinni stendur. Og verði svo, þá munu þeir peningar aðallega safnast í hendur þeirra manna, sem eiga hin stærri skip, þau, er sigla á milli landa til fisksölu eða almennrá vöruflutninga. Standi styrjöldin lengi, er útlit fyrir að gróði þessara aðila verði mikill, og mun slíkt sam- kvæmt venju, skapa stórhug og bjartsýni um áframhaldandi velgengni, enda er samkvæmt fyrri reynslu full ástæða til að ætla, að skipaeigendur haldi á- fram að græða verulega, a. m. k. fyrst um nokkurt skeið eftir að styrjöldinni lýkur. Kemur þá til greina, hvort þeir eiga að nota allra fyrstu tækifæri, sem bjóðast til þess að auka og end- urnýja skipastólinn, eins og gert var í heímsstyrjöldinni 1914—18 og eftir hana. Grein þessi er skrifuð í þeim tilgangi, að ráða mönnum til allrar varfærni í þessu efni, enda þótt ekki sé dregið úr því, að þörf sé á að auka og endur- nýja skipastólinn. í árlegu yfirliti enska viku- ritsins Fairplay, sem aðallega fjallar um skipaútgerð og sigl- ingar, birtist hinn 9. janúar þ. á. mjög"' fróðlegt yfirlit um byggingarkostnað og markaðs- verð skipa frá því um síöustu aldamót. Og með því að mér finnst, að þær upplýsingar, sem í þessu yfirliti felast, séu mjög athyglisverðar fyrir oss íslend- inga, þá vil ég hérmeð skýra frá aðalinnihaldi þeirra. Blaðið hefir tekið fyrir að fylgjast með byggingarkostn- aði og markaðsverði 7500 smál. vöruflutningaskipa með á- kveðnu einíöldu byggingarlagi, og telur sig með nánu sam- starfi við hina færustu skip.a- smiði og með hliðsjón af hag- skýrslum um skipasölur, geta sýnt fram á, hvað kostað hafi að byggja skip af þeirri gerð, sem um er að ræða og hvað slík skip hafi á hverjum tíma selzt fyrir nýsmíðuð frá því um alda- mót. Hefir oft og tíðum orðið töluverður mismunur á mark- aðsverðinu og byggingarverð- inu eða kostnaðarverðinu, eftir því, hvort arðvænlega hefir horft um vöruflutninga eða ekki. markaðsverð á nýju flutninga- skipi, 7500 smál. deadweight, Hér er þá skýrsla Fairplay um tilbúnu til siglinga. Ár Marz Júnl Sept. Des. £ £ £ £ 1900 51.500 54.000 52.000 60.750 1901 55.000 49.250 50.000 48.250 1902 46.250 43.000 48.500 47.750 1903 47.250 50.500 40.000 39.250 1904 39.000 38.750 38.500 39.000 1905 37.750 36.500 42.000 44.500 1906 40.000 43.000 42.000 40.750 1907 40.750 41.000 39.500 39.000 1908 37.500 36.000 36.000 36.250 1909 36.250 36.250 36.500 38.500 1910 37.500 36.500 37.000 39.750 1911 ^ooo 43.000 45.000 46.500 1912 48.500 50.500 52.000 58.000 1913 55.500 54.000 50.500 47.500 1914 45.500 42.500 55.000 60.000 1915 71.000 82.500 93.750 150.000 1916 160.000 180.000 184.000 187.500 1917 187.100 178.500 172.000 165.000 1918 172.000 180.500 174.000 169.000 1919 181.000 195.000 215.000 232.500 1920 258.750 180.000 141.000 105.000 1921 82.500 63.750 60.000 60.000 1922 66.000 62.000 63.750 65.650 1923 65.750 62.500 60.000 60.000 1924 62.750 60.000 63.000 61.500 1925 60.250 55.500 52.500 52.500 1926 52.500 52.500 63.000 61.000 1927 66.000 63.000 62.000 62.000 1928 60.000 57.000 57.000 62.000 1929 62.000 60.000 60.000 58.000 1930 56.000 52.500 48.750 1931 41.250 37.500 1932 32.000 32.000 1933 32.000 37.000 1934 46.250 52.000 1935 52.000 60.000 Ár Marz Júní Sept. Des. £ £ £ £ 1936 60.000 78.000 1937 105.000 125.000 90.000 1938 80.000 85.000 1939 ■ 85,000 121.500 1940 139.000 150.000 Þá gefur nefnt blað upp, að raunverulegur byggingarkostn- aður skips af ofangreindri stærð og gerð hafi verið sem hér grein- ir per deadweight tonn síðustu 26 árin eða síðan í byrjun heims- styrjaldarinnar 1914. per tonn deadw. £ sh. D 31. desember, 1940 ......... 20 16 0 30. júní, 1940 ............. 17 12 0 31. desember, 1939 ......... 15 17 4 30. júní, 1939 ............. 13 6 8 31. desember, 1938 ......... 12 13 4 30. júní, 1938 ............. 14 8 0 31. desember, 1937 ......... 14 8 0 30. júní, 1937 ............. 13 6 8 31. desember, 1936 ......... 10 8 0 30. júní, 1936 .............. 9 12 0 31. desember, 1935 .......... 9 10 11 30. júní, 1935 .............. 8 14 11 31. desember, 1934 .......... 8 12 0 30. júní, 1934 .............. 8 10 3 31. desember, 1933 .......... 8 8 3 30. júní, 1933 .............. 8 6 3 31. desember, 1932 .......... 8 6 3 30. júní, 1932 .............. 8 8 3 31. desember, 1931 .......... 8 9 4 30. júní, 1931 .............. 8 18 6 31. desember, 1930 .......... 9 0 8 30. júní, 1930 .............. 9 0 8 31. desember, 1929 .......... 9 0 8 30. júní, 1929 .............. 8 19 4 30. júní, 1928 .............. 8 14 8 30. júní, 1927 .............. 8 16 0 31. desember, 1926 .......... 8 12 0 31. desember, 1925 .......... 8 0 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.