Tíminn - 15.02.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1941, Blaðsíða 3
19. blaíf SN, langardaginn 15. fchr. 1941 75 A N N A L L Dánardægur. Jón Jóhannsson, bóndi á Bálkastöðum í Hrútafirði, veikt- ist snögglega á heimleið frá Borðeyri 14. janúar síðastlið- inn, og andaðist þann sama dag, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Lætur hann eftir sig konu, Ólafíu Finnbogadóttur, og tvö börn innan við tvítugt. Jón heitinn byrjaði ungur búskap á Bálkastöðum og bjó þar ávallt síðan, en jafnframt búskapnum annaðist hann póstferðir milli Staðar og Búð- ardals um allmörg undanfarin ár og vetrarflutninga yfir Holtavörðuheiði, þegar heiðin. var ekki fær bifreiðum. Jón á Bálkastöðum var dugn- aðarmaður og góður bóndi, greiðvikinn og glaður í lund, enda mjög vinsæll. Jarðarför hans fór fram að Stað í Hrúta- firði 27. janúar, að viðstöddu fjölmenni. Kristrún Salbjörg Jóhanns- dóttir á ■ Höllustöðum í Reyk- hólasveit andaðist 15. f. m. eftir þungan sjúkdóm. Hún var þar fædd í apríl 1862 og ól þar allan sinn aldur, að undanteknu tímabili, er hún mun hafa dval- ið í Flatey, sér til upplýsingar og menningar. Kristrún sáluga var af góðu bergi brotin. Faðir hennar, Jó- hann á Höllustöðum, var af bændafólki, húnvetnskur, bú- höldur góður, greindur vel, stilltur og stefnufastur. En móðir hennar, Anna Guð- mundsdóttir úr Bjarneyjum, breiðfirzkrar ættar. Var margt af fólki hennar kynsælt, vel gefið og skáldmælt í ættir fram. Kristrún fékk gott uppeldi á reglu- og myndarheimili. Hefir það orðið henni dýrmætur fjár- sjóður á lifsleiðinni, enda var hún sjálf frá því fyrsta vel af guði gefin. Bræður hennar, sem ólust upp með henni, eru: Sig- urður söðlasmiður á Þverfelli í Saurbæ og Magnús búfræðing- ur, fyr bóndi í Svefneyjum, nú á Svarfhóli í Stafholtstungum. Árið 1892 giftist Kristrún eft- irlifandi manni sínum og jafn- aldra, Þorgeiri Þorgeirssyni frá Skáleyjum, búfræðingi, stórgáf- uðum ágætismanni; hefir sam- búð þeirra, nú þvínær í hálfa öld, verið sem bezt má veröa. Táp og skapfesta hjónanna, stöðug árvekni og fyrirhyggja 1 hvívetna, reglusemi og guðs- traust, varð þeim blessun í búi og setti svip á heimili þeirra. Og, þó mótlætið, barnamissir og oft megn vanheilsa, berði að dyrum, blessaðist heimilið fram- ar vonum og var ætíð veitandi, en aldrei þiggjandi. Þau Höllustaðahjón eignuð- ust 9 börn. Á lífi eru: Magnús og Ingibjörg kennslukona, standa þau nú fyrir búinu með föður sínum, Þorgeir búfræð- ingur og bóndi á Hrófá í Stein- grímsfirði, Gunnar söðlasmið- ur á Kletti i Geiradal, Anna ljósmóðir, Jóhann og Salbjörg. Kristrún sáluga var í mörgu fyrirmyndar kona og húsmóð- ir; prýðilega greind, nokkuð geðrík, en ákaflega stillt í allri framkomu, ákveðin, hreinskilin og sanngjörn. Hún var vina- vönd og trygg þeim, er unnu hylli hennar og lét það aldrei endasleppt. Táp og þrek henn- ar var með afbrigðum, enda heilsan oftast góð, — lagði hún allt í sölurnar fyrir hag manns síns, barna og heimilis, enda innti hún þar af höndum frá- bært starf, því skyldurækni og trúmennska voru henni í blóð borið. — Hún var glaðlynd og skemmtin i tali og hafði þá æ- tíð á reiðum höndum eitthvað fyndið og athyglisvert: skrítlur, smásögur og kviðlinga, því hún var margfróð og stálminnug. Hún fylgdist eftir ástæðum vel með því, sem hún áleit að orðið gæti til bóta í heimilisháttum og klæðaburði, — því sjálf var hún snyrtikona, — en gaf sig ekkert að hinu, er hún taldi hé- góma eða tildur. Nú er hún horfin, þessi mikil- hæfa kona. — Sárast verður hvarf hennar — i bili — háöldr- uðum, heilsutæpum og upp- gefnum eiginmanni og öðrum ástvinum hennar. — En ómet- anlegur raunaléttir má öllum viðkomendum vera, að hún leystist frá ólæknandi þjáning- um til betra lífs, aff hinar góðu minningar um hana varðveitast hjá þeim, er þekktu hana, og loks hin dýrmæta von um end- urfundi. Greftrunin fór fram 25. jan- úar að sóknarkirkju hennar á Reykhólum við mikla hluttekn- ingu. Kunnugur. per tonn deadw. £ sh. D 31. desember, 1924 .. 9 i 4 31. desember, 1923 .. 9 12 6 31. desember, 1922 .. 9 0 0 31. desember, 1921 .. ...... 13 0 0 31. desember, 1920 .. 39 0 0 30. júni, 1917 26 0 0 31. desember, 1916 .. 23 0 0 31. desember, 1915 .. 14 15 0 1. marz, 1915 9 5 0 7. febrúar, 1915 ... 8 5 0 14. janúar, 1915 .... 7 15 0 9. desember, 1914 .. 7 5 0 14. nóvember, 1914 . 7 1 0 Þeir, sem vilja bera saman framangreindar tölur um mark- aðsverðið og kostnaðarverðið á þessum 26 árum, geta vitanlega annaðhvort fundið markaðs- verðið per tonn deadweight með því að deila í heildarverðið með 7500 eða fundið heildarkostnað- arverðið með því að margfalda tonnverðið með 7500. Annars fylgir hér með til nánari skýr- ingar smækkað línurit, tekið upp úr Fairplay, sem sýnir markaðs- verðið frá því 1914 og byggingar- kostnaðinn frá því á árinu 1921. En blaðinu mun ekki hafa þótt aðgengilegt að gera línurit yfir kostnaðarverðið eða byggingar- kostnaðinn á heimsstyrjaldarár- unum 1914—18, þar sem tölu- verðar eyður virðast þá hafa komið fyrir, þannig að engin skip af nefndri gerð væru smíðuð. Og blaðið hefir þá sennilega ekki verið farið að afla sér upplýsinga um byggingarkostnaðinn, nema þegar skip voru í smíðum. Reynslan er sú, að mismunur á tonnverði í skipum úr sams- konar efni með samskonar bygg- ingarlagi og gerð og tilsvarandi vélarstyrkleika er ekki mikill, þó skipin séu nokkuð misstór. Hins vegar verður náttúrlega annað verð á smálest í skipi,sem er allt öðru vísi byggt. Það verður t. d. miklu dýrari hver smál. í vönd- uðu farþegaflutningaskipi en í venjulega vöruflutningaskipi. Þá hefir styrkleiki vélar mikla þýð- ingu, að því er snertir verð skips. Hér að framan hefir verið skýrt frá því, hvað 7500 smálesta vöruflutningaskip er talið að hafa kostað á undanförnum allt að 40 árum. Og sé sú skýrsla rétt, mun einnig mega nota hana sem mælikvarða á það, hvað skip annarar tegundar úr járni eða stáli myndu hafa kostað. Því gera má ráð fyrir, að hlutfallið hafi ekki verið ólíkt á hverjum tíma. Sé litið á línuritið, og aðrar upplýsingar um verð 7500 smál. skipsins hér að framan, finnst mér þetta vera eftirtektarverð- ast: 1. Að verðbólga stríðsáranna sjálfra í heimsstyrjöldinni 1914 —18 nær hámarki sínu þegar á árinu 1916, en fer svo fremur minnkandi þar til styrjöldinni lýkur í nóvember 1918. 2. Þá eykst verðbólgan aftur til mjög mikilla muna og nær langsamlega hámarki fyrri hluta árs 1920. 3. En hraðfellur úr því, þann- ig að markaðsverðið á skipi til- búnu til siglinga, er .komið nokk- urnveginn í það jafnvægi, sem náðist eftir styrjöldina á miðju ári 1921, þó kostnaðarverð við byggingu sé heldur lengur að jafna sig, eða fram á árið 1922. 4. Þannig sést, að verðbólga Fegurð I í I' s i ii s Benedikt Sveinsson Úr greininni um Einar Benediktsson, og uppvöxt hans á Héðinshöfda. Um Benedikt Sveinsson: „Hann var ör 1 skapi, svo að hann minnti í þeim efnum fremur á suðræna en norræna menn. Hann var fram á elliár fullur af eldlegum áhuga og brenn- andi hugsjónum um velferð lands og þjóðar. Hann átti sæti á Alþingi í nálega 40 ár, og lengur en nokkur annar íslendingur. En auk þess var hann langsamlega mælskasti maður, sem sæti hefir átt á Alþingi. Þegar honum svall móður um áhugamál sín var mælska hans í eyrum áheyrenda líkt og þegar mikið fljót fellur nið- ur hamrastalla." Bókin kostar 5 kr. og fœst hjá umboðsmönnum Sambands ungra Framsóknarmanna. 2000 bókamenn úr öllum héruðum og kaupstöðum landsins eru fastir áskrif- endur að tímaritinu Dvöl. Dvöl er höfð á hávegum hvarvetna þar sem lestrarhneigt og menntafúst fólk er. Hún er ein þeirra bóka, sem oftast eru lesnar á heimilunum, enda eru sumar sögurnar, sem í henni birtast, perlur heimsbókmennt- anna. Eruð þér kaupandi Dvalar? Séuð þér það ekki, þá kynnið yður efni það, er hún flytur, og hugleiðið síðan, hvort þeim 6 krónum sé ekki vel varið, sem lagðar eru í að kaupa Dvöl. Tímaritið DVÖL, Lindargötu 9 A, Reykjavík. Sími 2353. Tilkynniná frá loftvarnarneínd. Að gefnu tilefni er hér ineð endurtekin áður birt tilkynning um, að loftvarnanefnd Reykjavíkur hefir, vegna framkominna til- mæla frá stjórn brezka setuliðsins, ákveðið að merki um yfirvofandi loftárásarhættu, slitróttur sónn, skuli framvegis standa yfir aðeins í 3 mínútur. Rafflauturnar munu því næst þagna þar til merki um að hættan sé liðin hjá verður gefið, en það er stöðugur sónn í 5 mínútur. Loftvarnarnefnd. Tilboð óskast í 500-600 hestafla dieselmótor í skip í tilboðinu sé tilgreint verð, lengd mótorsins frá fremsta punkti að aftari tengistétt þrýstiláss, dýpt botnsskálar frá sæti að lægsta punkti skálar að framan og aftan og hæðin sem þarf að vera frá undirstöðu að þilfari, svo hægt sé að ná bullunum upp. Auk þess skal tilgreina snúningshraða mótorsins, slaglengd bullu og gildleika skrúfuáss. Ennfremur óskast tilboð í hjálparvélasamstæðu: ca. 12 hestafla dieselmótor handræstur, sem knýr 110 volta ca. 5 kw. jafnstraums rafal í beinu sambandi, ásamt ræsiloftsþjöppu fyrir aðalmótor og austurdælu, báðar tengdar með snúningstengslum, öllu komið fyrir á sömu undirstöðu. Tilboðin óskast afhent á skrifstofu Fiskimálanefnd- ar í Reykjavík, eigi síðar en 24. þ. m. Réttur til að taka hverju tilboðinu sem vera skal, eða hafna öllum, er áskilinn. síðustu heimsstyrjaldar, sem er á 6. ár á uppsiglingu, þarf ekki nema tiltölulega stuttan tíma til þess að ná jafnvægi aftur. 5. Og loks sést, að þó að nú- verandi heimsstyrjöld hafi haft lengri aðdraganda, þá virðist þó ekki stefna algerlega ólíkt um verðlag á skipum eins og gerði í hinni fyrri styrjöld. Ég hefi nú í sambandi við framangreint línurit farið að aðgæta það, hvernig hafi verið háttað skipakaupum íslendinga á dýrtíðarárunum 1915—1921, og kemst ég þá að raun um, að éft- irgreind skip meðal hinna stærri skipa, sem vér höfum eignazt, eru keypt á þessum árum: 1915. Togararnir Earl Here- ford, Rán, Ýmir (nú Þorfinnur), Víðir (nú Sindri) og Snorri Sturluson. Kaupskipin Rjukan, Christian IX, Gullfoss og Goða- foss. 1916. Togararnir Egill Skalla- grímsson, Belgaum og Þorsteinn Ingólfsson. Kaupskipin Mjölnir, Skjöldur (flóabátur) og Venus (skonnorta). 1917. Kaupskipin Villemoes (nú Selfoss), Sterling, Lagarfoss, Borg, Akureyrin, Rigmor, Hug- inn, Muninn og Haukur (þrjú hin síðastnefndu seglskip). 1919. Togarinn Gylfi og kaup- skipin Suðurland og Svalan (seglskip). 1920. Togararnir Geir, Njörð- ur (nú Haukanes), Hilmir, Kári, Maí, Skallagrímur, Þórólfur, Skúli fógeti, Austri, Ari, Leifur heppni, Walpole, Apríl, Draupn- ir, Menja, Vínland, Þorsteinn Ingólfsson (yngri, nú Tryggvi gamli), Þór (eldri), Ingólfur Arnarson (nú Júní) og kaup- skipið Eos (seglskip). 1921. Togararnir Glaður, Baldur, Otur (nú Óli Garða) og Gulltoppur (nú Vörður). Kaup- skipið Goðafoss. Þó að skipin, sem komu i eigu landsmanna árið 1915, séu talin upp hér að framan, mun samt ekki hafa komið mikil verðhækkun nema þá á sum þeirra. Um smíði Eimskipafé- lagsskipanna mun t. d. hafa verið samið miðað við verðlag fyrir stríð, þannig, að ekki hafi fallið á þau nein teljandi verð- hækkun. Mér hefir ekki tekizt að afla ábyggilegra upplýsinga um út- komuna af kaupum og rekstri þeirra skipa, sem keypt voru á árunum 1916—17. En skilst, að þeir, sem keyptu togarana árið 1916, hafi sloppið sæmilega. Aftur á móti mun útkoman af kaupum eða rekstri flutninga- (Framh. á 4. siðu.J SHIPAUTCERÐ i .11 M.s. Esja Hraffferff vestur um til Akur- eyrar mánudagskvöldiff 17. þ. m. Viffkomustaðir Patreksfjörff- ur, ísafjörffur og Siglufjörffur í báffum leiffum. Vörumóttaka á laugardag. Aff lokinni hraff- ferffinni fer skipiff í strandferð austur um land. Afgreiðslu Tímans vantar 2., 3., 4. og 7. tbl. þ. á. Útsölumenn, sem eiga þessi blöff óseld, sendi þau afgr. Tímans sem fyrst. Físklmálanefnd. Athygli almennings skal vakin á ákvæðum 2. mgr. 36. gr. laga nr. 63 31. desember 1937, um toll- heimtu og tolleftirlit, sbr. bráðabirgðalög frá 9. janúar 1941, er hljóðar svo: „Það varðar sektum eða varðhaldi eða hvort- tveggju að eiga kaup eða skipti um vörur, sem hermenn, sem tilheyra herflokkum eða her- skipum, sem hér eru, bjóða fram eða þeir hafa undir höndum, og að taka við slíkum vörum að gjöf frá þeim, svo og að taka að sér að selja slíkar vörur fyrir þá, enda liggi ekki fyrir, er viðskiptin fara fram eða gjöfin þegin, fullar sannanir fyrir því, að aðflutningsgjöld hafi verið greidd af vörunum og fullnægt hafi verið öllum almennum innflutningsskilyrð- um.“ FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ 12. febrúar 1941. Anglýsið í Tímannm! Róndi — Kaupir þú búnaííarhlaðið FREY? 248 Róbert C. Oliver: er að vera rólegar. Eftir því sem þið hagið ykkur betur, eftir því fáið þið betri meðferð. Spyrjið ungfrúna sem þarna situr — ég hefi talað við hana um þessa hluti — takið eftir hvað hún er stillt — hún er hyggin. Hún hefir líka heyrt um svipuna hans Mustapha. Ól- arnar eru úr vatnahestaskinni og þær eru sterkar og harðar. Ógnanir hans virtust hafa tilætluð áhrif. Það varð þögn. Cabera hélt áfram. — Við notum margar aðferðir til þess að gera mun á þeim, sem haga sér vel eða illa. Til dæmis getur Mustapha skyndilega misst minnið — gleymt að færa ykkur mat og drykk í einn eða tvo daga — en við skulum ekki vera að tala um þetta — vonandi þurfum við ekki að grípa til slíkra ráða. Nú látum við ykk- ur vera einar stutta stund — hér er nóg svigrúm ef ykkur langar til að dansa, sagði Cabera og glotti. Bob varð glaður við að heyra þetta. Nú fengi Doris tækifæri til þess að tala við stúlkurnar og hughreysta þær. Svo myndi Lucy verða henni til aðstoðar við uppörvunina. En nú mátti ekki rasa um ráð fram, en þó ekki draga allt á langinn. Áður en Grabenhorst kæmi til baka, varð hann að vera búinn að ná sambandi við heiðarlegt fólk, ann- Æfintýri blaðamannsins 245 heilsaði Mustapha stuttlega og brosti á báðar hliðar. Bob vissi, að Cabera hafði farið aðra leið en þau — og að John Taylor og Lucy voru nú í þessu húúsi. Dansmeyjarnar urðu all undrandi yfir að sjá fyrrverandi eiganda „Miru“ þarna. Hann hafði þó kvatt þær allar fyrir stuttri stundu. — Kæru ungfrúr, sagði Cabera. Þá erum við nú komin á ákvörðunarstað- inn. Ég vona, að ykkur líði öllum vel. Það var eins og stúlkunum færi nú fyrst að finnast þetta grunsamlegt. Þær litu spyrjandi hver á aðra. Doris sá, að Bob hafði ekki verið að gera að gamni sínu. Cabera gaf Mustapha merki. — Vill hinn holdugi vinur okkar vísa leiðina? Musapha hraðaði sér eins mikið og líkamslögun hans leyfði og dró tjald frá breiðum inngangi í hinum enda garðs- ins. — Þessa leið, sagði Cabera og benti með hendinni. Stúlkurnar gengu inn en Bob hikaði. — Þér skuluð bara koma með, sagði Cabera, sem nú brosti ekki lengur. Hér þurfti hann ekki að leika hlutverk hins elskulega gestgjafa. Þau fóru gegnum langan gang, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.