Tíminn - 18.03.1941, Side 1

Tíminn - 18.03.1941, Side 1
< RITSTJÓRI: < ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. í FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: í JÓNAS JÓNSSON. | ÚTGEFANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN. ' RITSTJÓRNARSKRIFS TOF UR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavik, þriðjudaginn 18. marz 1941 32. blatf B.v. „Reykjaborg“ sökkt í Englandsferð Enn ekki iullvíst um afdrif skipshafnar Rfttfrelslð í Nvíþjóð Dómur Hæsiaréttar í dreifibréfsmálinu - Forsendur dómsins - Hæstiréttur felldi í gærmorg- un dóm í dreifibréfsmálinu svo- nefnda. Staðfesti hann dóm undirréttar í öllum aðalatrið- um, að undanskildu því, að refsing þeirra Eggerts Þor- bjarnarsonar og Hallgríms Hallgrímssonar var minnkuð úr 18 í 15 mánaða fengelsi. Forsendur hæstaréttar fyrir dóminum eru þessar: „Þegar brezkur her steig hér á land á íslandi þ. 10. maí s. 1. ár, var lýst yfir því af hálfu brezka ríkisins, að ekki mundi verða hlutazt til um stjórn landsins af hálfu Breta umfram það, sem nauðsyn bæri til vegna hernámsins. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingú var það ljóst, að hætta á afskiptum erlends valds af íslenzkum málefnum jókst mjög vegna hernámsins. Og var af þeim sökum þá þegar og oft síðar af opinberri hálfu brýnt fyrir íslenzkum þegnum að gæta allrar varúðar í um- gengni við hernámsliðið, svo að íslendingar veittu engin efni til frekari íhlutunar þess um ísl. mál. Takmarkið með útgáfu dreifibréfsins og útbýtingu þess meðal brezkra hermanna var það, að afstýra því, að her- mennirnir ynnu þau verk í þarfir herliðsins, er íslenzkir verkamenn höfðu áður innt af hendi. Til þess að ná þessu markmiði er í drefibréfinu skorað á brezku hermennina að neita allir sem einn (refuse in a body) að hlýða skipunum yfirmanna sinna um fram- kvæmd slíkra verka. Upphafs- menn dreifibréfsins gáfu það út fjölritað og nafnlaust og reyndu að dylja eftir mætti, hvar það var vélritað og fjölritað og með hvaða tækjum, og kveðast hinir ákærðu Eggert Halldór og Hallgrímur Baldi, sem lengi þrættu fyrir verknað sinn, hafa gert það til þess að torvelda rannsókn á uppruna bréfsins, með því að þeir hafi talið, að (Framh. á 4. síðu.) Gærusalan Hægt verður að selja gærurnar til Englands iyrlr svipað verð og fáanlegt var í Svípjóð Tíminn hefir spurt Jón Árna- son framkvæmdastjóra um sölu- horfur landbúnaðarvaranna. Jón tjáði, að líkur væru fyr- ir því, að takast mundi sala á öllum gærum til Englands. Enn er ekki búið að ganga frá samn- ingum og þó svo verði, þá er eftir að útvega skip til flutn- inga. Verðið svarar til rúmlega 3 kr. fyrir kg komið á skips- fjöl. Það hefir verið unnið að gærusölunni í Bandaríkjunum, Kianada, Svíþjóð og Englandi síðan í fyrrasumar. Hægt hefði verið að selja gærurnar tií Sví- þjóðar fyrir svipað verð og nú fæst í Englandi, en málið strandaði á flutningum. í Bandaríkjunum og Kanada var mjög lítil eftirspurn og verðið miklu lægra en í Englandi. Sigursteinn Magnússon hefir unnið að sölunni til Englands í allan vetur og gengur hann frá samningum. Hefir hann undan- farið notið aðstoðar Péturs Benediktssonar sendifulltrúa í London, þar eð væntanlegur kaupandi er stjórnarstofnun. Togarinn „Vörður“ frá Patreksfirði kom hingað í gærmorgun með björgunar- fleka, sem hann hafði fund- ið árdegis á laugardag 170 sjómílur norður af St. Kilda á Hebridaeyjum. Flekinn var merktur togaranum „Reykjaborg“. „Reykjaborg“ fór héðan fyrra laugardagskvöld og hefði átt að koma til Fleetwood síðastliðinn fimmtudag. Umboðsmenn skips- ins í Englandi hafa sent hing- að skeyti um, að skipið hafi ekki komið þangað. Það má því telja næstum full- víst, að skipinu muni hafa ver- ið sökkt. Um afdrif skipshafn- arinnar verður hins vegar ekki sagt með fullri vissu, því að í lengstu lög verður þess vænzt, að henni hafi verið bjargað af flekum eða björgunarbátum skipsins. Á flekanum, sem „Vörður“ fann, var ullarteppi, björgunar- belti, vatnskútur og matvæla- kassi. Teppið var sundurskotið og skot hafði lent' í matvæla- kassanum. Björgunarflekinn ber þess greinileg merki, að hann hafi orðið fyrir skotum. Hefir verið skotið að öðrum enda flekans. Björgunarfleki þessi er sömu tegundar og björgunarflekar þeir, sem íslenzk skip hafa haft undanfarið. Flekinn er eins og kassi í laginu, rúmlega 2 metr- ar á annan veg, en iy2 meter á hinn veginn. Niðri í miðjum flekanum er ferhyrnt hólf til þess að hægt sé að skorða sig í vondum sjó. Flekanum er hald- ið uppi á 6 blikktunnum. Á „Reykjaborg“ var í þessari ferð 14 manna áhöfn og einn farþegi, Runólfur Sigurðsson, í ýmsum verstöðvum var orðið beitu- lítið upp á síðkastið og tilfinnanlegur beituskortur fyrirsjáanlegur, ef ekki rættist úr. Vonuðust sjómenn eftir loðnugöngu. Nú hefir loðnuganga kom- ið á veiðislóðir sumra vertíðarbátanna, einkum þær, er sóttar eru af Suður- nesjum. Hafa aflabrögð glæðzt til muna síðan loðna náðist til beitu og var meðal annars ágætur afli hjá Keflavíkurbátum um helgina. t t r Sigmundur Símonarson kaupfélags- stjóri á Sandi á Snæfellsnesi hefir skýrt Tímanum svo frá afkomu þorps- búa, aflabrögðum og söluhorfum: — Um tuttugu hreyfilbátar ganga til fiskjar frá Sandi. Fiskafli hefir verið fremur tregur, en þó báru sjómenn góða hluti úr býtum á meðan hægt var að selja aflann jafnóðum í ísfisk- flutningaskip. En síðan um miðjan janúarmánuð hafa skip til fiskflutn- inga verið með öllu ófáanleg, hvaða bragða sem hefir verið leitað. Er af þessum sökum að skapast mjög alvar- legt ástánd í þorpinu, ekki sízt vegna þess, hve mikill hluti aflans er ýsa. Á hverjum degi, er á sjó gefur, koma sem næst 15 smálestir af ýsu á land. Það borgar sig alls ekki að salta hana, því hún myndi ekki einu sinni seljast því verði, er þyrfti til þess að standast kostnaðinn við saltkaup og vinnu, og enginn möguleiki til þess að koma henni í hraðfrystihús i Ólafsvík. Væri Sandbúum það hin mesta nauðsyn, skrifstofustj. Fiskimálanefndar. Nöfn skipverja fara hér á eftir: Ásmundur Sigurffsson skip- stjóri, fæddur 21. júní 1901. Heimili: Víðimel 53. Kvæntur. Ásmundur Sveinsson 1. stýri- maður, f. 24. febr. 1905. Heimili: Sveinsstaðir, Kaplaskjóli. Ó- kvæntur. Guffjón Jónsson 2. stýrimað- ur, f. 29. jan. 1894. Barónsstíg 33. Kvæntur. Óskar Þorsteinsson 1. vél- stjóri, f. 24. marz 1902. Víðimel 53. Kvæntur. Gunnlaugur Ketilsson, 2 vél- stjóri, f. 3. maí 1912. Shellveg 2. Kvæntur og á 1 barn. Daníel Oddsson, lofskeyta- maður, f. 21. júlí 1890. Hlíðar- hús B. Kvæntur og á 8 börn. Jón Lárusson matsveinn, f. 25. sept. 1915. Grandaveg 37. Kvæntur og á eitt barn. Óskar Ingimundarson kynd- ari, f. 5. nóv. 1909. Nýlendugötu 11. Ókvæntur. Eyjólfur Jónsson háseti, f. 5. maí 1904. Hverfisgötu 90. Kvæntur og á börn. Hávarffur Jónsson, háseti, f. 19. apríl 1901, Flókagötu 12. Kvæntur. Þorsteinn Karlsson, háseti, f. 29. sept. 1917, Tjarnargötu 10C. Ókvæntur. Árelíus Guffmundsson, háseti, f. 4. maí 1913, Rauðarárstíg 42. Kvæntur. Óskar Vigfússon, kyndari, f. 12. okt. 1907. Hverfisgötu 100. Kvæntur og á 3 börn. Sigurður Hansson, kyndari, f. 28. okt. 1910. Framnesveg 16. Kvæntur og á 2 börn. Farþeginn, Runólfur Sigurðs- son, var 32 ára gamall, kvænt- ur og á börn. „Reykjaborg“ var stærsta skipið í íslenzka togaraflotan- um. að koma sér upp hraðfrystihúsi, til þess að ráða bót á þessum vandræðum, sem að þeim steðja, og hagnýta sér sem bezt afla þann, er úr sjónum fæst. t t t Samkvæmt skýrslum keyptu ísfisk- flutningaskip 8877 smálestir af báta- fiski í • janúarmánuði, miðað við slægðan fisk. Andvirði það, sem greitt var fyrir þenna fisk, nam 4,210 þúsund krónum. Meðalverð 47,4 aurar fyrir hvert kílógramm. Afli togaranna í jan- úarmánúði nam 3043 smálestum, mið- að við slægðan fisk. t t t Stjóm stríðsvátryggingarfélagsins hefir ákveðið að greiða fullar bætur fyrir sjómenn þá, er fórust með tog- aranum Braga við Englandsströnd, og fjóra menn, er drukknað hafa í skipa- kvíum erlendis í vetur, að telja má meðfram af völdum stríðsráðstafana. Bætumar, sem greiddar em fyrir þessa fjórtán menn, nema 280 þús. kr. Á- kvörðun þessi var gerð eftir að dómur hæstaréttar hafði gengið í máli þess- arar tegundar, eins og Tíminn hefir skýrt frá. t t r Hárgreiðslustúlkur í Reykjavík hafa átt í verkfalli síðan um áramót. Hafa málamiðlunarumleitanir legið niðri að undanfömu. Nú um helgina voru mál þessi tekin upp að nýju. Gerðu eigend- ur hárgreiðslustofa hárgi'eiðslumeyjum sáttatilboð. En svo fór um sáttatilboð þetta, að stúlkurnar höfnuðú að ganga Tímanum hefir borizt all- löng grein frá aðalræðismanni Svía, er sjálfsagt hefir þótt að birta, þar sem hún er svar við grein, er nýlega birtist hér í blaðinu, um sænsk málefni. Eins og aðalræðismaðurinn tek- ur fram, var í umræddri grein stuðst við frásögn The Christi- an Science Monitor, sem taliö er eitt áreiðanlegast blað Ame- ríku og vandar sérstaklega vel til fréttaritara sinna. Tíminn taldi þvi heimild sína góða, enda hafði hann það til staðfesting- ar hennar, að ensk blöð hafa oft sagt frá því, að sum eintök ýmsra sænskra blaða hafi verið gerð upptæk, t. d. Göteborg Sjö- farts- och Handelstidning, og útgáfa ýmsra bóka, t. d. Hitler talar, hafi verið bönnuð. Slíkt viðgekkst tæpast í Svíþjóð fyrir styrjöldina, þótt prentfrelsis- lögn frá 1812 væru í gildi. Ann- ars vildi Tíminn óska, að aðal- ræðismaðurinn hefði réttar fyr- ir sér en The Christian Science Monitor, og að það fengi stað- izt í frásögn hans, að „það sé ekki rétt, að þýzka ríkisstjórnin hafi reynt að hlutast til um sænsk innanríkismál". Hefst svo grein aðalræðismannsins: Herra ritstjóri. Þann 8. marz birtist í Tíman- um grein með fyrirsögninni „Skerðing ritfrelsis í Svíþjóð", þar sem stuðst er við grein í The Christian Science Monitor. í grein þessari eru allt of marg- ar skakkar og ósannar frásagn- ir um Svíþjóð til þess, að ég geti látið hjá líða að gera at- hugasemdir við hana. Þar er því t. d. haldið fram, að sænsku blöðin séu ekki leng- ur. frjáls. Að vísu sé ekki enn um ritskoðun að ræða, þar eð lögin um ritskoðun, er sett voru í sumar og koma skyldu til framkvæmdar, ef til styrjaldar kæmi, hefðu ekki öðlast gildi, en ríkisstjórnin hefði aðrar leiðir til að takmarka ritfrelsið eftir vild sinni. Ein leiðin væri sú, að nota sér prentfrelsislög- in frá 1809, önnur, að nota sér lög, er samþykkt voru í fyrra og heimila stjórninni að banna flutning á blöðum og tímarit- að því. Var þó atkvæSamunur ekki mikill. Hins vegar sendu þær atvinnu- rekendum gagntilboð um sættir í vinnudeilunni, og munu atvinnurek- endur skjótlega ráða ráðum sínum um svör við því. t t t Aðalfundur Félags imgra Fram- sóknarmanna í Hrútafirði var haldinn nýlega. Formaður var kjörinn Þor- steinn Ólafsson á Hlaðhamri, en gjald- keri Þorsteinn Jónsson á Oddsstöðum og Bjarni Pétursson á Borðeyri ritari. Félag þetta á sjálft samkomuhús, sem það hefir að vísu selt á leigu í ár. Sam- komur hefir það haldið þrisvar í ár, þar á meðal fjölsótt íþróttamót að Reykjaskóla i júnímánuði í vor. t r r Frú Dýrfinna Gunnarsdóttir, ekkja Páls Bjarnasonar, skólastjóra í Vest- mannaeyjum, hefir nýlega afhent há- skólanum sjóð, að upphæð rúmlega 1000 krónur, Sjóðurinn er stofnaður af félögum og einstaklingum í Vest- mannaeyjum, til minningar um far- sælt starf Páls Bjamasonar þar í þágu skóla- og menningarmála og heitir Minningarsjóður Páls Bjarnasonar skólastjóra í Vestmannaeyjum. Sjóð- urinn skal vera undir stjóm háskól- ans, og skal veita úr honum tíunda hvert ár verðlaun fyrir vísindalegar ritgerðir náttúrufræðilegs efnis um Vestmannaeyjar, eða til vísindalegra rannsókna þar um sama efni, í fyrsta skipti árið 1950. um með pósti og járnbrautum. Að áliti greinarhöfundarins notfærir stjórnin sér báðar þessar leiðir til þess að neyða blöðin til að skrifa virðulega um Hitler og Mussolini, og samtímis kúgar hún þau blöð, sem gagnrýna nazismann og taka málstað. Englands. Aðeins tvö blöð, Göteborgs Handels- och Sjöfartstidning og Eskil- stunakuriren, höfðu ekki beygt sig undir okið. Margir þekktustu blaðamenn Svíþjóðar, sem ekki höfðu viljað hlýðnast skipun- um stjórnarinnar, höfðu jafn- vel verið neyddir til að hætta starfi sínu. Þeir ráðherrar, sem bera aðalábyrgðina á þessu hörmulega ástandi, eiga að vera þeir Westman dómsmála- ráðherra, Gúnther utanríkis- málaráðherra og Per Albin Hanson forsætisráðherra. Þetta eru helztu staðhæfingarnar í greininni. Því miður tel ég mig neyddan til þess að sýna fram á, hversu rakalausar þessar staðhæfingar eru. Stokkhólmsfréttaritari The Christian Science Monitor, ef það er þá hún, sem er höfund- ur greinarinnar, er nokkuð öfgafengin, róttæk og friðar- sinnuð sænsk kona, sem ber- sýnilega notar aðstöðu sína sem fréttaritari þessa merka amer- íska blaðs til að láta í ljós per- sónulega vanþóknun sína á ýmsu í Svíþjóð — en slíkt getur vart talizt heppilegt, einkum á þessum alvörutímum. Það ætti öllum að vera Ijóst hér á íslandi, að Svíþjóð er það land í Evrópu, næst á eftir Englandi og íslandi, þar sem þýzkra áhrifa gætir minnst og þjóðin öll hefir einsett sér að vernda sjálfstæði sitt og frelsi, hvað sem það kostar. Þetta er eitthvað annað en undanláts- semi við erlend valdboð. Ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið í þessu skyni, hafa þau, ritstjóri Tímans og hin illgjarna sænska kona, túlkað sem væru þær runnar af þýzkum rótum, (Framh. á 4. síðu.) Erlendar fréttir Roosevelt íorseti flutti ræðu síðastl. laugardagskvöld og hefir hún vakið heimsathygli. í ræðu þessari lýsti Roosevelt sig andvígari einræðisstefnun- um en nokkru sinni fyrr og að Bandaríkin myndu nota alla sína orku til stuðnings lýðræð- inu. Hann ræddi hina hreyst- legu vörn Breta. Breta vantar skip og hergögn, Bandarkin munu sjá um, að þeir fái hvort- tveggja, sagði hann. Ræða Roosevelts hefir vakið geysileg- an fögnuð í Bretlandi, Grikk- landi og Tyrklandi, en í öxul- ríkjunum hefir Roosevelt feng- ið hina verstu dóma. Bretar hafa aftur tekið borg- ina Berbera, höfuðborgina í brezka Somalilandi. Brezkt her- lið var sett þar á land í fyrra- dag og gáfust ítalir upp eftir skamma viðureign. ítalir her- tóku brezka Somaliland síðast- liðið sumar. Percy Nobel admirall hefir verið skipaður foringi þeirrar flotadeildar, sem á að verja siglingaleiðir Breta um Atlants- haf. Manntjón Breta í Libyustyrj- öldinni á tímabiinu 30. nóv. til 11. febr., var 431 fallnir, 87 horfnir og 1249 særðir. Er þetta samkvæmt tilkynningu brezka hermálaráðuneytisins. Á sama tíma misstu ítalir um 150 þús. hermenn, sem flestir voru tekn- ir til fanga. í febrúar fórust 789 manns, en 1096 særðust af völdum loft- árása á Bretland. w A víðavangi SJÁVARÚTVEGSMÁL. Reykjavíkurdeild Fiskifélags íslands hefir nýlega haldið að- alfund sinn. Á fundinn voru kosnir fulltrúar á fiskiþing, sem haldið verður næsta ár og sam- þykktar allmargar tillögur. Helztu tillögurnar voru þessar: Áskorun til Alþingis um að veita styrk til byggingar vél- skipa til fiskveiða, þrátt fyrjr mikinn byggingarkostnað, á- skorun til verðuppbótarnefndar útflutningsvara að uppbæta verð sjávarafurða, sem illa hafa selzt, eins og t. d. sundmaga, áskorun til rkisstjórnar um að íslenzkum skipum verði heim- ilað að granda rektundur- duflum, áskorun til Alþingis um aukin framlög til Fisk- veiðasjóðs, áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að koma upp í Reykjavík stóru vélfrystihúsi, er framleiði ís til skipa, áskorun til Alþingis um aukin framlög til Fiskifélags íslands, áskorun til Alþingis um að byggingu veglegs sjómannaskóla verði lokið innan þriggja ára, á- skorun til Alþingis og rlkis- stjórnar um að greiða fyrir inn- flutningi til landsins, einkum innflutningi á efni og vélum til verksmiðja, og áskorun til rík- isstjórnar um að láta ekki fær- eysk fiskflutningaskip nj óta hér meiri hlunninda en íslenzk skip. Þá var kosin þriggja manna nefnd til að rannsaka möguleika fyrir veiðarfæra- verksmiðju. LEIT AÐ ÁGREININGSEFNI. Blöð Sjálfstæðisflokksins þykjast mjög fylgjandi sam- starfi flokkanna á þessum vandasömu og viðsjárverðu tímum. Hins vegar verja þau miklu af rúmi sínu til að rifja upp gömul ágreiningsefni, sem ekki virðast eiga nú annað er- indi inn á stjórnmálasviðið en að vekja úlfúð og deilur milli flokkanna. Þannig hefir Vísir birt undanfarið allmargar greinar um kjördæmamálið og Mbl. er nú farið að skrifa dag- lega um 17. grein jarðræktar- laganna. Þetta virðist heldur ósamrýmanlegt friðarskrafinu En það er ekki í fyrsta sinn, sem íhaldsblöðin breyta and- stætt yfirlýsingum sínum. SKATTAR HÉR OG í BRETLANDI. Hér í blaðinu var nýlega skýrt frá því, að tekjuhæstu menn Bretlands greiddu nú % hluta af tekjum sínum í skatta til ríkisins. Auk þess greiða þeir ýmsa aðra opinbera skatta, m. a. til sveita- og bæjarfélaga. Bretar hafa fulla þörf fyrir þessa skatta, vegna alþjóðar- þarfa. Það er fróðlegt að at- huga í þessu sambandi, hversu háir eru þeir skattar, sem tekjuhæstu menn þessa lands greiða til ríkisins. Við höfum þó (Framh. á 4. siðu.) Flokksþingíð Flokksþing Framsóknarmanna stendur enn yfir og verður sennilega ekki lokið fyr en á fimmtudag. Hefir það þá staðið í átta daga. Fundir hafa verið haldnir alla dagana frá kl. 9y2 árdegis til kl. 6 síðdegis að frádregnu mat- arhléi, nema á sunnudag; þá stóð fundur aðeins frá kl. 9 y2— 12 árdegis. í gærkvöld var kvöld- fundur. Annan tíma hafa nefndir nota til sinna starfa. Þegar hafa nokkur nefndar- álit og tillögur einstakra full- trúa verið afgreiddar. Tíminn mun skýra nánar frá störfum og ályktunum flokksþingsins síðar. Einnig verður birt skrá um fulltrúana. A. KR O S S C3- 0 T TTIMI Loðnuganga. — Frá Sandi. — ísfiskssalan í janúarmánuði. — Bætur fyrir stríðsslys. — Verkfall hárgreiðslustúlknanna. — F. U. F. í Hrútafirði. — Nýr sjóður við háskólann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.