Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. 1 FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFVR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hS. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, flmmtudagmn 20. marz 1941 33. blað Ályktanír sjötta ílokksþings Framsóknarmanna Yfirlýsing um starisgrundvöll flokksins Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að andlegt og efnahagslegt frelsi sérhvers manns sé hollust undirstaða íslenzks þjóðfélags. Þess vegna m. a. vill flokkurinn styrkja þá atvinnuháttu, sem að þessu miða. Telur flokkurinn það eitt meginskilyrði heilbrigðrar þjóðfélagsþróunar, að sem flestir landsmenn séu beinir þátttak- endur í framleiðslunni til lands og sjávar og að afkoma sem flestra sé í beinu hlutfalli við gengi hennar. Flokkurinn er því mótfallinn, að völd og auður, sem og umráð framleiðslutækja, safnizt i hendur fárra manna. Hann er mót- fallinn ríkisrekstri og verzlun, nema að slíkt megi teljast nauð- synlegt til tekjuöflunar fyrir rikissjóð, svo og til að koma í veg fyrir óeðlilega auðsöfnun eða aflétta neyðarástandi hjá almenn- ingi. Þar sem stórrekstrar er þörf, telur flokkurinn, að hann eigi að vera í höndum samvinnufélaga. Verzlun með nauðsynjavörur og framleiðslu telur hann einnig bezt fyrirkomið í höndum slíkra félaga. Þar sem allir höfuðbankar landsins eru raunveruleg eign rík- isins, og þjóðfélagið ber ábyrgð á innstæðufé þeirra, telur flokk- urinn fráleitt, að þeir séu reknir með hagsmuni fjármagnsins eins fyrir augum, heldur sé rekstri þeirra hagað í samræmi við þá þjóðmálastefnu, er leitast við að tryggja atvinnulegt og efna- legt sjálfstæði sem flestra þegna þjóðfélagsins. Flókkurinn lítur svo á, að rétt sé að sporna við því með lögum, að bönkunum leyfist að fá einstökum mönnum í hendur hlutfalls- lega háar upphæðir af veltufé sínu. Flokkurinn lítur svo á, að heimilið sé sú stofnun í þjóðfélaginu, er mest veltur á um framtið þjóðarinnar. Einkum telur hann þess þörf, að byggingu sveitabýla og framleiðslu raforku til heimilisnota sé hraðað með tilstyrk hins opinbera, og að tilraunir séu gerðar með þéttbýli í sveit, þar sem staðhættir leyfa. Ennfremur að efna- litlu fólki í kauptúnum og sjávarþorpum sé gert kleift að búa í viðunandi húsakynnum, án kostnaðar um efni fram. Jafnframt leggur flokkurinn áherzlu á það, að hann telur þjóðinni þroska- vænlegra, ef verulegur hluti hennar býr í sveitum og smærri þorpum, heldur en ef hún safnast saman í mannmörgum stór- bæjum. w Það er stefna flokksins, að þjóðfélagið hlutist til um það, svo sem verða má, að stríðsgróða þessara tíma verði varið til að tryggja afkomu almennings á ókomnum árum og verja þjóðina áföllum, þegar viðskiptaárferði breytist, svo og sporna við því, af fremsta megni, að óþarfri eyðslu verði haldið uppi i landinu. Flokkurinn telur það skyldu sína að vara þjóðina við þeirri þjóðernislegu og menningarlegu hættu, er að henni steðjar vegna hernámsins, og heitir á almenning að vera vel á verði í þeim efnum, þ. á m. gegn óþjóðlegri starfsemi íslenzkra manna. Með tilvísun til þeirrar forgöngu, sem flokkurinn hafði um þj óðstj órnarmyndun, áður en ófriðurinn hófst, telur hann nauð- syn til bera að efla frið og samstarf í landinu á þeim háskalegu tímum, sem nú eru. Flokksþingið telur, að þingræði og lýðræði séu hyrningarsteinar undir sjálfstæði og menningu þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Þess vegna lýsir það sig algjörlega mótfallið hvers konar öfga- hreyfingum, er kollvarpa vilja núverandi þjóðskipulagi með of- beldi og byltingum. Sérstaklega álítur flokksþingið slíka öfga- flokka skaðlega, þegar þeir standa undir yfirráðum valdhafa í framandi ríkjum, sem á þann hátt öðlast ábyrgðarlaust áhrifa- vald um íslenzk málefni. Flokkurinn telur háskalegt fyrir stjórnarfar landsins, ef tekin yrði upp almenn hlutfallskosning til Alþingis, þ. á m. hlutfalls- kosning í tvímenniskjördæmum og leggur hina mestu áherzlu á, að grundvelli kjördæmaskipunarinnar verði ekki breytt frá því, sem nú er. Fjármál Fjármálanefnd sjötta flokksþings Framsóknarmanna lýsir ánægju sinni yfir því, hvernig framkvæmd var fram á>árið 1939 stefna sú l fjármálum ríkisins, er mörkuð var á undanfarandi flokksþingum. í því sambandi vill nefndin vekja athygli á þvi, að þegar fulltrúi Framsóknarflokksins í ráðuneyti því, er myndað var 1934, tók við yfirstjórn fjármálanna, var ríkissjóður rekinn með miklum tekjuhalla, en þegar fjármálastjórninni var skilað í hendur fulltrúa annars flokks árið 1939, var ríflegur tekjuaf- gangur á síðasta ríkisreikningi, þrátt fyrir óvenjulega erfiðleika, sem þjóðin átti við að búa á þessum árum. Þessu til staðfestingar vill flokksþingið benda á, að tekjuhalli áranpa 1931—1934 var rúmlega 1 milj. kr. að meðaltali, en hins vegar tekjuafgangur á árunum 1935—1938 rúmlega 800 þús. kr. að meðaltali. Nefndin telur, að þessi árangur hafi náðst vegna þess, fyrst og fremst, að upp voru teknar nýjar vinnuaðferðir, bæði um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og framkvæmdir af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Vill nefndin í því sambandi minna á þessi atriði: 1) Að við afgreiðslu fjárlaga var komið á fullkomnum sam- tökum þess þingmeirihluta, sem studdi stefnu ríkisstjórnarinnar. 2) Að þau ein lög voru samþykkt um útgjöld úr ríkissjóði, sem gert var ráð fyrir í fjárlögum og tekjur voru áætlaðar á móti, og takmarkað var hverju til lögbundinna gjalda mætti verja úr ríkissjóði. 3) Að ábyrgðir ríkissjóðs voru takmarkaðar og sú regla tekin upp áð ábyrgjast aldrei lán til mannvirkja eða fyrirtækja, nema áhættufé væri lagt fram af þeim, sem lán tóku til framkvæmd- anna. 4) Að tekin var upp sú regla að láta skrá um starfsmenn ríkis- ins og laun þeirra fylgja fjárlögum, til þess að Alþingi fengi yfir- lit um launagreiðslurnar og aðstöðu til þess að vinna að sam- ræmingu þeirra og koma við nauðsynlegu aðhaldi. 5) Að útgjöld fjárlaganna voru áætluð sem næst því, er við mátti búast við að þau yrðu, og jafnframt gerðar margs konar ráð- stafanir til að draga úr því, að greiðslur úr ríkissjóði færu fram úr áætlun fjárlaga og til þess að skapa aukið aðhald um fram- lcvæmd þeirra. 6) Að kappkostað var við afgreiðslu fjárlaga og með löggjöf að styðja framleiðslu landsmanna og auka með þvi greiðslugetu almennings. Nefndin lítur svo á, að meginreglur þær, sem greindar eru hér að framan, myndu geta skapað tímamót í meðferð fjármála rík- isins, ef þeim væri áfram framfylgt. Nefndin telur ástæðu til að vekja athygli á því, að tekjulög- gjöf sú, er Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir á árunum 1935— 1938, er nú grundvöllur að mjög auknum tekjum fyrir ríkissjóð. Hlutverk fjármálastjórnarinnar, eins og nú horfir, er hins vegar ekki aðeins það, að forðast tekjuhallarekstur, heldur einnig að minnka skuldir íúkisins og að ráðstafa eða safna fjármunum til nýrra framfara í landinu. Alveg sérstaklega verður það að teljast skylda hennar, að sporna við því, að hið míkla fjármagn, ér nú fer um hendur landsmanna, verði að lítilsvirðum eyðslueyri, heldur verði því svo sem unnt er varið til tryggingar fjárhag þjóðarinnar og lífskjörum hennar. í samræmi við það, sem rakið hefir verið hér að framan, leggur nefndin til, að flokksþingið samþykki þetta: Framsóknarflokkurinn ákveður þessa stefnuskrá 1 fjármálum og skattamálum: A. Fjármál 1) Ríkið haldi uppi verulegum verklegum framkvæmdum og fiamlögum til atvinnuveganna, enda sé þessum framlögum fyrst og fremst þannig háttað, að þau verði til eflingar sjálfri fram- leiðslustarfsemi landsmanna. 2) Aukin skulu framlög rikisins til nýbýla og til endurbygginga sveitabæja og heimvistarbarnaskóla í sveitum, svo að hægt verði að. greiða að fullu, án frekari tafa, þann styrk, sem ákveðinn er lil framkvæmda þeirra, er þegar hafa verið gerðar. 3) Hækkuð verði framlög ríkissjóðs til vegagerða og annarra hliðstæðra framkvæmda, sem nemur a. m. k. hækkun á kaup- gjaldi. 4) Tekjuafgangur ríkissjóðs verði notaður til greiðslu ríkis- skulda og til myndunar sjóðs, sem varið verði til framkvæmda af ríkisins hálfu, þegar tímabært þykir. Verði með lögum ákveðið, hve mikill hluti tekjuafgangsins skuli lagður til hliðar og hve mikið skuli ganga til lækkunar á skuldum. Framkvæmdir þær, er fyrst og fremst komi til greina, verði: Nýbýlamyndun og rækt- un, endurbygging sveitabýla, raforkuveitur og nýungar í sjávar- útvegsmálum. ' B. Skattamál. 5) Felldar verði niður þær undanþágur frá skatt- og útsvars- greiðslum, er veittar hafa verið einstökum atvinnugreinum. Þó sé þeim, er reka áhættusama framleiðslu, heimilaður tapsfrá- dráttur eftir ákveðnum reglum, enda sé þá tryggt að þeir at- vinnurekendur hafi notað gróða sinn, til þess að greiða tapskuldir- og að eignaaukning sú, sem þannig skapazt, verði til tryggingar atvinnurekstrinum. Þá verði þeim gert kleift að mynda hæfilega varasjóði, til þess að mæta rekstrartöpum og til endurnýjunar framleiðslutækja. — Lagaákvæði verði sett til varnar því, að varasjóðum sé ráðstafað til einkaþarfa á beinan eða óbeinan hátt. 6) Ráðstafanir séu gerðar til þess, að þeim, sem hafa ójafnar og óvissar tekjur, sé eigi íþyngt í skattgreiðslum umfram aðra, vegna mismunandi skatta- og útsvarsfrádráttar. í þvi skyni sé núgildandi skattalögum breytt þannig, að greiddir skattar og útsvör komi eigi til frádráttar tekjum, en skattstiginn lækkaður að sama skapi. 7) Persónufrádráttur núgildandi skattalaga sé hækkaður veru- lega vegna verðhækkunar nauðsynja og lækkunar á verðgildi peninga. Einnig sé af sömu ástæðum lækkaður að nokkru skattur af miðlungs- og lægri tekjum. 8) Sérstakur skattur sé lagðpr á háar tekjur og stríðsgróða. Sj ávar útvegsmál i. Flokksþing Framsóknarmanna vekur athygli á því, að Fram- sóknarflokkurinn hefir á undanförnum árum átt frumkvæði að eða stutt helztu nýmælin í íslenzkri löggjöf og stjórnarfram- kvæmdum til hagsbóta sjávarútveginum, svo sem stofnun síldar- verksmiðja rikisins, endurbætur á meðferð og sölu sjávarafurða, kaup á frystiskipi og byggingu hraðfrystihúsa, betri landhelgis- gæzlu o. m. fl. Ályktar flokksþingið, að flokkurinn vinni hér eftir sem áður að umbótamálum sjávarútvegsins, sem úrlausnar krefj- ast á hverjum tíma. Af þeim aðalverkefnum, sem nú liggja fyrir, til eflingar sjávar- útveginum og tryggingar rekstri hans, leggur flokksþingið eink- um áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Endurnýjun skipastólsins. Hafin sé ítarleg rannsókn á því, hvaða stærðir og tegundir skipa og véla henti bezt. Jafnframt sé unnið að því, að skipasmíðastöðvar verði reistar á hentugum stöðum og þær endurbættar, sem fyrir eru, með það fyrir augum, að fiskiskipin verði smíðuð hér á landi. Þá séu og rannsakaðir möguleikar til þess, að koma upp fullkominni vélaverksmiðju, sem gæti fullnægt þörfum flotans. 2. Fiskiveiðasjóður íslands fái meira fjármagn en hann hefir nú til umráða, svo að hann geti, er fram líða stundir, fullnægt stofnlánaþörf vegna fiskifiotans og iðnfyrirtækja í þágu sjávar- útvegsins með hagkvæmum kjörum. Sjóðnum sé heimilað að veita stærri lán en nú er, en í útlánareglum hans séu ákvæði, er hindri það, að óeðlilega mikið fé sé lánað einstökum mönnum eða félögum. 3. Haldið sé áfram tilraunum í þá átt að gera sem flestar sjávarafurðir að markaðsvöru, auka fjölbreytni í meðferð þeirra og vinna þeim nýja markaði. Að því sé stefnt, að selja sjávar- afurðir sem mest unnar út úr landinu, til þess að auka verðmæti þeirra og atvinnu innan lands. 4. Veiðarfæri séu unnin hér á landi, eftir því sem hægt er með hagfelldu móti, og veiðafæragerðir séu félagseign útvegs- manna eða á annan hátt tryggt, að þær séu reknar eingöngu með þeirra hagsmuni fyrir augum. 5. Rannsókn sé gerð á því, hvernig bezt verði fyrir komið innkaupum á olíu til útgerðarinnar í framtíðinni. 6. Gerðar verði ráðstafanir til að tryggja bátaflotanum, sem stundar línuveiðar, næga beitu á hverjum tíma. Sem líklega leið i því máli vill flokksþingið benda á, að hagkvæmt myndi að koma upp beituforða í sambandi við síldarverksmiðjur ríkisins. * II. Flokksþingið telur nauðsynlegt, að smábátaútvegurinn verði aukinn sem víðast, þar sem góð aðstaða er til fiskveiða. Jafn- framt verði unnið að býlafjölgun við sjó, þar sem saman fara góð skilyrði til sjósóknar og landbúnaðar. III. Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að margir útgerðar- menn og útgerðarfélög hafa nú getað greitt tapskuldir sínar frá undanförnum árum. Jafnframt leggur þingið ríka áherzlu á, að yfirstjórnir bankanna gæti þess vandlega, að útgerðarfyrirtæki safni ekki stórum skuldum á ný í bönkum landsins. IV. Flokksþingið lítur svo á, að til þess að tryggja heilbrigðan rekstur útgerðarinnar, sé heppilegast að taka upp hlutaskipti á fiskiflotanum, eftir ákveðnum, föstum reglum. Ennfremur að sett verði löggjöf um hlutatryggingarfélöl, er hafi það markmið að tryggja þeim, er að útgerðinni vinna, lágmargstekjur í erfiðu árferði. V. Flokksþingið lítur svo á, að jafnvel þótt útflutningur á ís- vörðum fiski veiti útgerðinni mestar tekjur nú um sinn, sé nauð- synlegt að gera ráðstafanir til þess, að sölumöguleikar fyrir salt- fisk og frystan fisk verði notaðir, svo sem tök eru á, þar sem það gæti valdið miklu tjóni, ef þeir markaðir tapast, sem tekizt hefir að vinna á liðnum árum. VI. Flokksþingið telur rétt, að áfram verði fylgt þeirri stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir, að hafa vopnaða vélbáta til-að gæta landhelginnar. Sé þeim fjölgað eftir þörfum, og björgunarstarfsemi sameinuð gæzlustarfinu. VII. Flokksþingið er þvi eindregið fylgjandi, að reistur verði hið bráðasta fullkominn sjómannaskóli, með bóklegu og verklegu námi, sem fullnægi að öllu leyti þörfum nútímans. VIII. Flokksþingið telur enn sem fyrr heppilegast, að síldarverk- smiðjur ríkisins séu reknar á þeim grundvelli, að þær kaupi ekki síldina föstu verði af framleiðendum, en taki hana til vinnslu iyrir þeirra reikning. Ennfrémur vill flokksþingið benda á, að það telur sanngjarnt, að tekið yrði upp það fyrirkomulag í rekstri verksmiðjanna, að stjórnendur, skrifstofumenn og landverka- menn fái vinnuna greidda með hluta af afurðum verksmiðjanna, en ekki fastákveðið kaup. IX. Flokksþingið telur eðlilegast, að Fiskifélag íslands verði byggt upp á svipuðum grundvelli og búnaðarfélagsskapurinn í landinu, og að það hafi í framtíðinni með höndum margþætta tilrauna- og leiðbeiningastarfsemi fyrir sjávarútveginn, í líkingu við það, sem Búnaðarfélag íslands annast fyrir landbúnaðnn. V íðskíptamál i. Sjötta flokksþing Framsóknarmanna lýsir ánægju sinni yfir því, hversu tókst að ráða fram úr gjaldeyris- og viðskiptamálum þjóðarinnar á kreppuárunum 1935—1938, með tilliti til þess, að útflutningsverðmæti aðalútflutningsvöru lándsmanna, saltfisks- ins, lækkaði verulega á þessum árum vegna markaðsörðugleika og aflaleysis. Telur flokksþingið svo mikið átak hafa verið gert 1 þessu efni, að það eigi skilið viðurkenningu og þökk alþjóðar. II. Með tilliti til næstu ára samþykkir Framsóknarflokkurinn, að fylgt verði i gj aldeyrismálum þeirri stefnu, er hér greinir: 1. Að heimildarlöggjöfinni um gj aldeyrismál sé haldið í gildi, en innflutningur ekki heftur meðan viðskipti við önnur lönd eru hagstæð, nema að því leyti, sem skortur á fjálsum gjaldeyri gerir slíkt óhjákvæmilegt. í þessu sambandi lýsir flokksþingið yfir þeirri skoðun sinni, að rétt mundi þafa verið að afnema inn- fiutningshöftin á síðastliðnu ári, ef eigi hefði fyrir legið sér- stakar ástæður vegna styrjaldarinnar og skorts á frjálsum gjald- eyri. 2. Að ef útlit er fyrir, að verulega fari að kreppa að í viðskipta- og gjaldeyrismálum, verði upp teknar innflutningstakmarkanir í tæka tíð, áður en gj aldeyrisinneignir eru þrotnar. 3. Að nú og framvegis verði lögð rík áherzla á að greiða erlend rikislán, og verði leitað til þess lántöku innan lands, að því leyti, sem ríkistekjur ekki hrökkva til. 4. Að stofnaður verði gjaldeyrisvarasjóður og öruggt eftirlit haft með erlendum lántökum landsmanna. 5. Að bankarnir fari varlega í útlánastarfsemi sinni, og leitast verði við að samræma starfsreglur þeirra um útlán. Idnaðarmál Flokksþing Framsóknarmanna haldið í Reykjavík í marz 1941 telur fyrstu skilyrðin til verulegrar aukningar í iðnaði landsins, að gerð sé gangskör að því að fjölga og stækka raforkuver í land- inu. Flokksþingið telur því rétt, að þing og ríkisstjórn veiti bæjar- og hreppsfélögum allan stuðning við nýbyggingu og endurbætur rafstöðva, sérstaklega á þeim stöðum, þar sem vænta má að góð skilyrði séu fyrir iðnað í einhverri mynd. Einnig lýsir þingið sig fylgjandi því, að athugað sé um stofnun ríkisrafveitu með svipuðu sniði og gert er ráð fyrir í frumvarpi, sem kom fram frá iðnaðarnefnd á Alþingi 1938. Af iðngreinum þeim, sem flokksþingið telur mesta nauðsyn á að hrinda í framkvæmd og efla, vill sérstaklega benda á þessar: 1. Að þegar sé hafizt handa um undirbúning að byggingu sementsverksmiðj u. (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.