Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 3
33. blað TlMlM, fimmtiidagiim 20. marz 1941 131 A N N 4 L L Dánardægur. Guðmundur Sigurðsson bóndi að Austurkoti í Hraun,gerðis- hreppi andaðist 12. f. m. og var jarðsettur að Hraungerði 21. s. m. að viðstöddu fjölmenni. Hann var fæddur að Hrygg 25. apríl 1887 og var því tæplega 54 ára að aldri er hann lézt. Foreldrar hans voru Ástríður Einarsdóttir og Sigurður Jóns- son, er lengi bjuggu að Hrygg. Lifir Ástríður enn, og hefir dvalið síðasta áratuginn á heimili Guðm. sál. Er hún kom- in á tíræðisaldur og liggur í kör. Má henni því vera þung- bær sonarmissirinn. Guðmundur ólst upp við fá- tækt og var á æskuárum mjög heilsuveill, en snemma bar á því að hann væri lagvirkur og hagsýnn. Hann dvaldi í for- eldrahúsum þar til hann var 22 ára gamall,' en þá réðist hann í vinnumennsku til Eggerts hreppstjóra Benediktssonar í Laugardælum. Á þeim tíma þótti einna mestur glæsibragur á því heimili hér í Árnessýslu, og þó víðar væri leitað, enda mótað- ist Guðmundur þar mjög og taldi jafnan sjálfur, að dvölin þar hefði orðið sér til hinnar mestu gæfu. í Laugardælum var hann viðloðandi í 22 ár og ýmist vinnumaður eða lausa- maður. En vorið 1931 keypti hann Austurkot og hóf þar bú- skap. Guðm. sál. vann flest þau störf, er fyrir koma til sjávar og sveita, og reyndist hvarvetna hinn nýtasti maður. Ávann hann sér því traust og trúnað yfirboðara sinna, og varð það til þess að hann var gerður yf- irmaður við ýmsa vinnu, en lengst var hann verkstjóri við vegagerð, og fórst það sem ann- að vel úr hendi. Hann var sem fyr er getið, hagsýnn maður, og græddist honum því skjótt fé, svo hann varð maður vel efnaður. Hæfileikar hans nutu sín bezt á hinum verklegu sviðum, þó var hann einnig glöggur á þau verðmæti, er til menningar horfðu í andlegum efnum og léði slíku stuðning sinn. Hann var maður félagslyndur og hinn öruggasti liðsmaður hverju því máli, er hann taldi til framfara horfa. Einn af stofnendum ungmennafélags í sveit sinni var hann, og í stjórn þess langa tíð. Sýndi hann tryggð sína við félagið meðal annars á þann hátt að gefa þvi landspildu til afnota, og að síð- ustu ánafnaði hann því ' í erfðaskrá sinni myndarlegri fjárhæð, er verja skal til skóg- „Unnir blár ómi dimmum flytja feigðarljóð fjarðar skerjum“. í gær andaði blærinn mildúm og örvandi ómum í eyra okkur; ómum, sem boðuðu komu vors- ins, hins langþráða gests þeirra, er búa við yzta haf. Sunnan- blærinn leysir sálirnar milt og blíðlega úr viðjum værðarmóks skammdegisins og glæðir í brjóstinu trú á glæsileik og mátt lífsins, samfara von um, að hið komandi vor færi þjóð- inni heim gæfu og gengi, í því ölduróti stórra veðra, er nú geisar snúðugt yfir lönd og höf. Veðrabrigði lifsins eru snögg og órannsakanleg þeim, sem ek'ki eru gæddir fjarsýnigáfum, og jafnvel þeirra útsýn er tak- mörkum bundin. Erum við ekki tilfinnanlega smáir og lítils vit- andi um snöggar veðrabreyt- ingar lífsins og varbúnir að mæta stormhnútum þeirra? Það er okkur flestum í blóð borið að vona og treysta því, að blíð- viðrið haldist, svo við fáum ó- truflaðir starfað að áhugamál- unum. Það var mér í huga í gær, að nú birti yfir landi okk- ar, fram til fjalla og út til sjáv- ar, og þá jafnframt yfir hug allrar þjóðarinnar, skýlaus lífs- trú átti hug minn allan. En í ræktar. Á sá, er þetta ritar, margar ánægjulegar endur- minningar frá samstarfi . við hann að ungmennafélagsmál- um. En hugsjónum og stefnu þess félagsskapar var hann trúr svo sem bezt má verða. Manna var hann hjálpsam- astur, ef til hans var leitað, lítillátur og góður þeim, er mið- ur máttu sín á einhvern hátt. Ráðhollur og nokkuð ráðríkur, tryggur vinum sínum og sleit ekki vináttu né kunningsskap að fyrra bragði, en þungur í skauti þeim, er honum fannst sér órétt gera, Eru þetta ein- kenni flestra skapfestumanna. Gestrisinn var hann og fannst það oft, að honum þótti miður, ef menn fófu svo nálægt hýbýl- um hans, að eigi kæmu heim og þægju beina. Var hann þá jafn- an glaður, er gesti bar að garði, og gaf sér tóm til að sinna þeim. Það kom brátt í ljós, er Guðm. gerðist bóndi, að hann var ekki síður nýtur maður á þeim vett- vangi en öðrum. Réðist hann þegar í stórfelldar umbætur á jörð sinni, bæði til gagns og fegurðarauka, og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til þeirra hluta. Hann átti í fari sínu ýmsa þá beztu kosti, er bóndi þarf að hafa, svo sem forsjálni, reglusemi, iðjusemi og spar- semi, sem þó var vel við hóf. Hann bjó jafnan með bú- stýrum en kvæntist aldrei og gat engin börn. En systurson sinn tók hann í fóstur, og fórst við hann, svo sem hann væri hans eigin sonur. Við andlát Guðmundar sál. er stórt skarð höggvið, því auk þess sem hann var sterk stoð í sinu sveitarfé- lagi og góður þegn þjóðár sinn- ar, þá var hann einnig fyrir margra hluta sakir til sóma sinni stétt. Guðmundur var jafnan glaður á mannfundum og í kunningjahóp, og undi sér vel í flokki hinna ungu, þó hann væri kominn á fullorðins ár. Hvatti hann æskumenn til ráð- deildar og hollra lífsnautna, og brýndi fyrir þeim, að reglusemi væri undirstaða gæfunnar. í eðli sínu var hann alvörumaður, og var það djarft greypt í skap- gerð hans að kryfja hvert mál til mergjar, fyrst og fremst frá hagsmunalegu sjónarmiði. Hann trúði mjög á mátt samtakanna og samvinnunnar til að auka heill almennings og þá sérstaklega bændastétt- arinnar, sem hann að vonum lét sér mjög annt um, og var því afstaða hans til stjórn- mála mjög bundin þessu sjón- ármiði. Þótt Guðmundur nyti trausts manna almennt í lífinu, þá var hann þó oft misskilinn og sætti tíðiun nokkurri andstöðu, sem kom af því, hversu gagnrýninn dag flytur sunnanblærinn þungan hljóm, úr áttu aldur- tila. Þar sem áður ríkti dagur, drottnar döpur og eyðileg nótt. Öll fáum við mannanna börn það að vöggugjöf að vera háð duttlungum ósýnilegra og óvið- ráðanlegra afla, með ýmsum hætti erum við minnt á getu- leysi okkar og ráðleysi, móti þeim dularöflum, er ráða á um líf okkar. Mannlífið lýtur þeim lögum, að þroskast við ljós og myrkur, vorblíðu og vetur, er veitir mönnum gæfu eður gæfuleysi. Þungur bikar er nú réttur þjóð okkar; beiskt er henni að bergja af honum, svo beiskt, að flestir hugsandi menn drúpa höfði í þögulli hryggð við þeim blóði ataða ka- leik, er ein mesta menningar- þjóð álfunnar réttir nú að okk- ur sem viðurkenningu fyrir þau afreksverk, er íslendingar hafa sýnt í að bjarga nauðstöddum sonum hennar úr' sjávarháska. Öll þjóðin er lostin ugg og kvíða við þann atburð, sem gerðist að morgni þess 11. marz, á haf- ínu suður af Vestmannaeyjum. Öll þjóðin horfir nú döpur í bragði fram á leið, til vorsins og sumarsins, er fer í hönd. Fyrstu synirnir, sem hún missir fyrir miskunnarlausum morðvélum hernaðarins. Allir hinir mörgu, sem eiga ástvini á sjónum, er hann var og gjörhugull um hin- ar hagrænu hliðar þeirra mál- efna, er hann skipti sér af. En slíkt er oft talinn vottur um Dröngsýni, og lítur að vísu stundum þannig út í fljótu bragði, en hyggindin þau sem í hag koma, eru þó nauðsynleg í hverju verki, og voru þau sterk- asti þátturinn í fari Guðmund- ra heitins. Lengst af var hann heilsu- veill, en æðraðist ekki og gekk að störfum sem heill væri. Hann tók banamein sitt fyrir tveim árum og bar það með karlmannlegri stillingu, og horfði ókvíðinn móti dauða sínum. Bjó hann sig undir um- skiptin með þeirri sömu fyrir- hyggju, sem alltaf hafði ein- kennt hann. Nú þegar Guðmundur er horf- inn, þá finnum vér það betur, sem þekktum hann, að það var ávinningur að hafa kynnzt hon- um og átt við hann samstarf, og endurminningar um mætan og góðan dreng munu lengi lifa hjá þeim, sem af honum höfðu nánust kynni. Ágúst Þorvaldsson. sigla hina hættulegu leið, eru slegnir ótta og skelfingu. Grimmt vorum hlið þats hrönn of braut föður míns á frændgarði varð Agli að orði, er hann spurði lát Böðvars. Grimmt er það hlið, sem vígahrammur styrj- aldarinnar hefir nú höggvið í frænda og vinagarðinn. Fjórir frændur og vinir fallnir hlið við hlið sama daginn. Það er ekkt fljótgert, eða sársaukalaust, að sætta sig við það grimmlyndi örlaganna, að slá til dauðs, í einu höggi, fjóra starfsglaða, bjartsýna og lífsglaða drengi; drengi, sem maður hefir alizt upp með og notið frá þeim á- stúðlegra heilræða, er freist- ingar lífsins vildu beina manni á villigötur. Það eru döpur og ómild sannindi, að heyra þá fallna, þremur dögum eftir að við dvöldum saman i skýlausri gleði og sungum ættjörðinni lof í óbrotnum ættjarðarljóðum. Stilltum saman hugina í hrjúf- um en einlægum söng. Þess kvölds mun ég minnast, sem eins hins hlýlegasta í lífi minu, sem ljóss í myrkri. Það mun Dýrfirðingum nú í hug, að grimmt og óbætanlegt skarð sé nú höggvið i frændgarð vaskra drengja. Þeirra drengja, er samkvæmt framsæknu eðli sínu hafa tekið sér stöðu i fylking- arbrjósti þeirra manna, er standa útvörð um verðandi hag og gengi fjarðarins. Ég sé I huganum hvern einasta Dýr- firðing drjúpa höfði í þögulli sorg og þakka drengilega fram- göngu hinna föllnu vina, sem létu lífið fyrir land sitt, á svo eftirminnilegan hátt, að minn- ingin um fall þeirra mun skráð á spjöld sögunnar við hlið þeirra atburða, er til mestra afreksverka verða taldir og valdið hafa þjóðinni sárustum trega. Allir Dýrfirðingar, nær og fjær, líta í huganum upp í dalinn, sem ól þá og vígði sér fyrstu handtökin þeirra; hand- tökin er sett hafa drjúgan svip og varanlegan á allt umhverfið þar. Við biðjum þess, að kær- leikur og bróðurhugur megi græða, svo sem menn eru færir að græða, þau djúpu hjartasár, sem ljónshrammur styrjaldar- innar hefir veitt nánustu ætt- ingjum hinna föllnu. Ég sé dalinn minn og fjöllin bera svip sorgar og saknaðar, en jafnframt sé ég hann boðinn og búinn til að létta harma og græða sár þeirra, er eiga um sárast að binda. Gjalda mun hann, græðandi lyfjum, það starf, sem íbúar hans hafa lagt honum og munu leggja lífs- sprotum hans. í skauti friðsæla dalsins mun andstreymi og sorgum létt svo sem verða má, við yl sólar og sefandi nið árinnar. Náttúran ein á yfir þeim dulmögnum að ráða, sem ofar er mannlegum mætti og læknar mein þeirra, sem leita hennar í barnslegu trúnaðartrausti. Megi hollvætt- ir þeir, er í dalnum búa, snú aftur saman þann snarþátt, er nú hefir verið slitinn svo grimmlega úr brjóstum nánustu ástvina hinna föllnu. Veri það einlæg bæn okkar. (Framh. á 4. síOu.) Bjarni Andréssom Á orrustuvellí lífsins Skinnaverksmiðjan IÐUNN framlelðir fjölmargar tegundir af skóm á karla, konur og börn. — Vinnur ennfremur úr lniðuin, skinn- um og gærum margskonar leðurvörnr, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustu og full- komnustu tækjum, og liefir á að skipa hóp af fag- lærðnm mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARVÖRUR lást hjá kauplélögum um allt land og mörgum kaupmönnum. Idunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, ódýrar Notið ItM W AIl vörur SKOR VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIDSLU TlMANS 300 Robert C. Oliver: útskorna skrín. Hún hafði hjartslátt. Hvaða leyndarmál skyldi það hafa að geyma? — Það er í rauninni furðulegt, að Sir Reginald skyldi geyma dýrmæta leyndardóma í svo veikbyggðu skríni, sagði Bob, þegar hann sá hve auðvelt var að opna það. Lucy þurfti aðeins að ýta á ofurlitla fjöður til hliðar og þá hrökk lokið upp. Þau störðu bæði ofan í skrinið. Það var tómt. Þau litu vandræðaleg hvort á annað. Lucy roðnaði. — Það er tómt, sagði hún með grát- staf i kverkunum. Þessir þorparar hafa eyðilagt innihaldið, sem var svo þýð- ingarmikið fyrir mig. Bob beit á vörina og var hugsi. Var það mögulegt, að Sir Reginald hefði ekki geymt þýðingarmestu skjöl sín betur? Nei, ómögulegt! Lofaðu mér að skoða skrinið, bað hann Lucy. Hann skoðaði það í krók og kring, þreifaði á hliðunum, og bankaði með hnúunum í botninn. — Lucy, sagði hann, þú skalt ekki taka það hátíðlega, en ég gæti trúað að skrínið hefði tvöfaldan botn. Lucy greip skrínið og leitaði í ákafa eftir einhverri leynifjöður, til þess að Æfintýri blaSamannsins 297 Cabera stóð hugsi um stund. Var þetta endirinn á þessu mikla skipu- lagða samstarfi? Þurfti þá ekki meira til þess að slíta hina voldugu keðju? Nú — þannig hlaut þetta að vera — Grabenhorst vissi hvað hann söng. Þegar hann fann að undirstaðan var að bila, greip hann síðasta tækifærið. Sennilega var hyggilegast að fylgja fordæmi hans. En Grabenhorst var ekki af baki dottinn. Hann sýndi þá dæmalausu bí- ræfni að aka beina leið heim í skraut- hýsi sitt, til þess að ná í fjársjóð, sem hann geymdi þar á óþekktum stað, sem enginn vissi um nema hann. Þennan fjársjóð hafði hann geymt þarna ef eitthvað óvænt bæri að höndum. Meðan hann var inni í húsinu, brotnaði einn stærsti liður „Keðjunnar" suður í Af- ríku. Það var erfitt fyrir Emir að verða að snúa aftur til þess staðar, sem hann f3Tir skömmu hafði yfirgefið sem sig- urvegari. En hann vissi, að hann var algjörlega hjálparvana. Hér dugði eng- in mótspyrna. Hann var yfirunninn. Allt var hrunið til grunna. Hann hafði allt of mikið treyst á vernd Graben- horst, sem hann áleit sterkari en allt annað. En nú hafði hann fengið sönn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.