Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 2
130 TÍMIM, fimmtiitlaglim 20. niarz 1941 33. blað SjálSstæðísHokkurmn leitar að botninum Enn einu sinni hafa fjárlög verið lögð fyrir Alþingi, að þessu sinni þau hæstu í sögu þjóðarinnar. Um fátt hefir meir verið deilt á undanförnum ár- um en fjárlögin og fjármála- stjórnina yfirleitt. Andstæðing- ar Framsóknarflokksins töldu, að með engu móti væri auð- veldara að ófrægja flokkinn og vinna honum tjón en með gegndarlausri gagnrýni á fjár- málastefnu. hans. Framsóknar- flokkurinn var ekki aðeins talinn óhófs- og eyðsluflokkur heldur reglulegur fjárglæfra- flokkur, er skákaði fram ung- um og reynslulausum manni í embætti fjármálaráðherra. Átti allt að vera að sökkva dýpra óg dýpra. Má minna á nokkur um- mæli Morgunblaðsins hin síð- ustu ár þessu til sönnunar. 2. desember 1937: „Núverandi ríkisstjórn er óð- um að nálgast það takmark, sem allar aðgerðir hennar á undanförnum árum hafa stefnt að, þ. e. að sigla landinu í fjár- hagslegt strand. Á öllum valda- ferli sínum hafa þeir reynzt lygarar og svikarar gagnvart þjóðinni.“ 23. febrúar 1938: „En ríkisstjórnin ætlar sýni- lega ekki að breyta um stefnu. Hún boðar sömu eyðslu, sama sukk á öllum sviðum. En hve- nær kemur hrunið?“ Og 24. febrúar s. á. segir blaðið út frá fjárlagaræðu Ey- steins Jónssonar, að skattaálög- unum sé ætlað „að fullnægja óseðjandi fjárþörf eyðsluseggj- anna í stjórnarliðinu. Og þrátt fyrir allan gleiðgosaháttinn á yfirborðinu, var því frammi- staða fjármálaráðherrans, þeg- ar til raunveruleikans kemur, hið aumlegasta eymdarvæl þess manns, sem er að koma landinu á kné með illri stjórn á fjár- málunum." Persónulegar svívirðingar um Eystein Jónsson voru daglegt brauð í blöðuím Sjálfstæðisfl. Hann var kallaður „betlilúka", „óvkrur þjóðfélagsins", fyrir- hyggjulaus og rangsleitinn“. Uppistaðan í persónu hans væri „stráksskapur og ósvífni.“ Þannig var tónninn ár eftir ár. Þessi „óvinur þjóðfélagsins" þurfti að víkja, svo „að stefna. Sjálfstæðisflokksins í fjármál- um fengi að ráða: Ríkið verður að spara. Fyrir því hafa Sjálf- stæðismenn alltaf barizt. Gegn því hafa vinstri flokkarnir alltaf tekið höndum saman. Þessar staðreyndir eru óhrekj- anlegar. En til eru þeir menn, sem neita staðreyndunum og þykjast af því, sem ranglega er gert. Fjármálaráðherra er í þeirra tölu.“ Mörgunbl. 10 apríl 1938. Og vandinn að skera „eyðsl- una“ niður var ekki mikill, sbr. Vísir 2. marz 1939: „Ef þessar sparnaðarhugleið- ingar eru nokkuð annað en yf- irskin, þá ætti Framsóknar- flokkurinn að sýna það í verk- inu, að honum sé alvara með því að lækka nú gjöldin um 2— 3 milj. kr.“ Daginn, sem þjóðstjórnin var mynduð, 18. apríl 1939, ræðir Vísir enn fjármálin og segir: „Enda þótt að botninn í rík- issjóði hafi meðan Framsókn hefir farið með völd verið suður í Borgarfirði, hlýtur það að verða hlutverk hinnar nýju stjórnar að koma honum aftur í Iaggirnar.“ (Leturbreyting hér.) Með myndun þjóðstjórnar- innar tók stjórnmálaritstjóri Vísis, Jakob Möller, við fjár- málunum. Og ef þessi skrif voru „nokkuð annað en yfir- skin“, átti stefnubreyting að vera auðveld. Vafalaust hafa margir Sjálf- stæðismenn trúað, að þótt Framsóknarflokknum væri ekki alls varnað í stjórnarfram- kvæmdum, þá væri óvitahátt- urinn og glannaskapurinn í meðferð fjármuna hins opin- bera svo hrapallegur, eftir lýs- ingu sjálfstæðisblaðanna, að hrunið væri við hvert fótmál. Þess vegna væri þjóðarnauðsyn að skipta sem fyrst um fjár- málastjórn, finna botninn og koma honum aftur í laggirnar. Nú hefir alþjóð, og þá ekki sízt Sjálfstæðismennirnir víðs- vegar um landið, fylgzt með þessari leit að botninum af mik- illi athygli. Mun enginn segja, að þeir Sj álf stæðismenn séu fundvísir. Er bezt að láta stað- reyndirnar tala. Stjórnmálaritstjóri Vísis tek- ur við þessum margumtöluðu fjárlögum, sem Sjálfstæðis- flokkurnn taldi auðvelt að lækka um 2—3 milj. með því einu, að skera niður eyðsluna. En reynslan verður sú, að eftir sex mánaða athugun, leggur hann þau óbreytt fyrir haust- þingið 1939, og í meðferð þings- ins, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafði ríka íhlutun um, hækka fjárlögin um 1,6 milj. og eru afgreidd frá Alþingi 19,4 milj. kr., og er það algert met í þingsögunni, án þess að hægt sé að rökstyðja það á nokkurn hátt. Fjárlögin fyrir 1941 voru svipuð og gerði fjármálaráð- herrann þá hina kunnu viður- kenningu, að lækkun gæti að- eins orðið á vei-klegum fram- kvæmdum. Á þessu þingi hefir Sjálf- stæðisflokkurinn komizt langt fram úr sínu fyrra meti og sett nýtt, með 23 milj kr. fjárlaga- frumvarpi. Enn bólar ekkert á hinum margumtalaða sparnaði. Kos|naður við Alþingi og ríkis- stjórn hækkar um 302 þús. kr., dýrtíðaruppbót embættismanna 850 þús. kr., svo að eitthvað sé nefnt. Alþjóð hefir sannreynt, eftir hin tvö ár, að SJálfstæðisflokk- urinn hefir aldrei komið fram með eina einustu sparnaðartil- lögu, utan áform hans á þing- inu í fyrra með að skera niður iy2 milj. kr. til verklegra fram- kvæmda, mest í þágu landbún- aðarins, er ekki þóttu nein bjargráð. Að engin samfærsla í ríkisrekstrinum hefir átt sér stað. Að nefndirnar eru aldrei fleiri en nú. Að launin eru hærri en nokkru sinni áður, þótt að- eins sé miðað við grunnlaunin. Að flokkurinn hefir lagt fram tvenn hæstu fjárlögin, sem dæmi eru til í sögu þjóðarinnar. Þetta eru efndirnar á stóru orðunum í 12 ára stjórnarand- stöðu. Hafi botninn verið suður í Borgarfirði, þegar þjóðstjórn- in var mynduð, laá hefir hann fjarlægst enn og Sjálfstæðis- flokknum fatazt herfilega í leitinni. En það er með Sjálf- stæðisflokkinn eins og bræð- urna, sem vantaði botninn. Gagnrýnin á fjármálastjórnina undanfarin ár var ekki grund- völluð á rökum, heldur barin fram af pólitísku ofstæki í full- komnu ábyrgðarleysi. Þess vegna rennur hún nú út í sand- inn, þegar samanburður fæst og getur ekki haft meiri árangur, en þegar Bakkabræður tóku að bera sólskinið inn í trogum. Enginn Sj álfstæðismaður getur vænzt þess lengur, að þeírra flokkur leggi til botninn. Þeir gefa trauðla, sem ekkert eiga sjálfir. Framsóknarflokk- urinn mun ekki taka upp stór- yrði og persónulegan skæting til þeirra andstæðinga, er þann- ig halda á málunum. Þess er engin þörf. Staðreyndirnar tala, og þær mun hann skýra hisp- urslaust fyrir þjóðinni. D. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan af landi, sem koma tll Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvl við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unnl er mjög mikiis virði að hafa samband vlð sem flesta flokksmenn utan af landl. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 9 A. Búnaðarsamband Dala og Snæfellsness ‘gímirm Fhntudaginn 20. tnarz Mannskaðar Síðustu vikurnar hafa verið óvenjulega miklar slysfarir hér við land. Menn hafa fallið fyrir borð af fiskibátum á hafi úti, og aðrir hafa drukknað í lendingu. Fiskiskip hafa týnzt með allri áhöfn, bæði vélbátar og botn- vörpungurinn Gullfoss. Enginn er til frásagnar um það, hvort ofveðrið hefir valdið því, eða tundurdufl, sem veriö hafa á reki við strendur landsins. En auk þess, sem hér hefir verið talið, berast hingað fregnir síðustu dagana af grimmdarleg- um árásum herskipa á varnar- lausa íslenzka fiskimenn. Fimm af skipverjunum á línuveiðar- anum Fróða, sem var á leið til Englands með fiskfarm, eru skotnir til bana. Og stærsti ís- lenzki togarinn, Reykjaborg, er horfinn með allri áhöfn. Björg- unarfleki frá skipinu hefir fund- izt í hafí, og ber hann merki eftir margar byssukúlur. Það er eina vitnið, sem enn hefir fund- izt, um afdrif togarans og þeirra manna, er þar voru innan borðs. Á togaranum Reykjaborg voru 14 vaskir sjómenn, flestir á bezta aldri. Auk þeirra var farþegi á skipinu einn af færustu verzlun- armönnum þjóðarinnar, fram- kvæmdastjóri Fískimálanefndar. Nefndin hefir undanfarið ann- azt sölu á fiski frá hraðfrysti- húsunum, og tók framkvæmd- arstjórinn sér far með skipinu i þeim erindum að semja við fiskkaupendur í Englandi um viðskiptin. Mikill harmur er kveðinn að þjóðinni allri við hvarf þessara mörgu og ágætu manna, en þó sárastur vinum þeirra og vanda- mönnum. Manntjónið er óbæt- anlegt lítilli og fátækri þjóð. Hitt er ekki síður hryggðarefni öllum þeim, sem hafa trúað á batnandi veröld og bjartari tíma, að svo virðist sem villi- mennskan hafi aldrei verið á hærra stigi í heiminum en ein- mitt nú. Hún læsir klóm sínum um mikinn hluta álfu vorrar og mörg önnur lönd. Mestu upp- götvanir vísindanna, sem gátu skapað þjóðunum betra líf, eru notaðar til eyðileggingar á and- legum og efnalegum verðmætum í stærri stíl en nokkru sinni áður. Það hefði mátt ætla, að okkar fámenna þjóð, sem hefir barizt fyrir lífi sinu á eyjunni nyrzt í Atlantshafi í meira en 10 aldir, mætti lifa í friði, utan við hildar- leikinn. En því er ekki að heilsa. Orrustuvöllur ófriðarþjóðanna er stór. íslenzkir farmenn og fiski- menn, sem hafa haft þau einu afskipti af styrjöldinni, að bjarga frá drukknun sjómönnum ann- arra þjóða í hundraðatali, eru nú drepnir á grimmdarlegasta hátt. Atburðir síðustu daga benda til þess, að ekki sé hægt að halda uppi siglingum milli íslands og Bretlands á sama hátt og áður. Þjóðin má ekki við þvi, að senda margar skipshafnir út í opinn dauðann. Hins vegar eru sigl- ingarnar okkur lífsnauðsym Við þurfum að geta komið afurðum okkar á markað, og flutt nauð- synjavörur frá öðrum löndum. Hér þarf því að leita nýrra ráða. Ef til vill verður sú leið athuguð, að láta skipin sigla 1 flokkum, i fylgd herskipa. Ætti þá að velja til ferðar saman þau skip, sem hafa svipaðan ganghraða.Meðan Bretar hafa herlið hér á landi, er þeim nauðsynlegt að halda við sambandi milli landanna. Sjálf- sagt vilja þeir líka halda áfram að kaupa nauðsynjavörur héðan. Er því ólíklegt annað, en hægt myndi að fá brezk herskip til að veita íslenzkum skipum fylgd, nokkrum saman. Með því fyrir- komulagi á siglingunum mætti vænta þess, að oft yrði hægt að afstýra manntjóni, jafnvel þótt skip yrðu fyrir árásum. Útgerðarmenn og útgerðarfé- lög þurfa nú þegar að taka til rækilegrar athugunar, í samráði við stjórnarvöld landsins, hvern- ig hægt er að halda uppi nauð- synlegum millilandasiglingum, án þess að lífi sjómannanna sé teflt I stórkostlega hættu. Sk. G. Þorkell Jóhaimessoii: Búnaffarsamband Dala og Snæfellsness 1914— 1939, eftir Þorstein Þorsteinsson og Magn- ús Friðriksson. Þetta tuttugu og fimm ára minningarrit Búnaðarsambands Dala og Snæfellsness er allmik- il bók, 270 bls. og prýdd mynd- um starfs- og stjórnarmanna sambandsins.. Nokkur búnaðar- sambönd hafa nú látið prenta yfirlit pm sögu sína og störf um aldarfjórðungs skeið og eru þau rit öll fróðleg og hin myndar- legustu, en þetta er ekki þeirra sízt. Er mikilsvert, að einmitt þeir menn, sem sjálfir eru ná- kunnugir málum og þátt hafa átt í starfsemi sambandanna og stjórn, riti yfirlit um hin fyrstu ár þeirra og um upphaf búnaðarsamtakanna á sam- bandssvæðinu, svo sem hér er gert, því að svo hefir víða til tekizt um búnaðarfélögin, að fátt er um ritaðar heimildir um upphaf þeirra og störf á fyrri árum þeirra og helzt á færi hinna fróðustu innanhéraðs- manna, er vel muna sjálfir og kost eiga að ná til annarra kunnugra manna, að grafa upp hin fyrstu, dreifðu drög þeirrar sögu. Um búnaðarsamböndin sjálf gegnir öðru máli. Plögg þeirra munu yfirleitt vel geymd og hægt að styðjast við þau eftir þörfum. En þó'mun það bezt henta, að kunnugir menn riti einnig þá sögu, menn, sem tiltæk eru persónuleg og náin kynni af mönnum og héraðs- högum, sem samtökin eru í öndverðu frá sprottin, svo sem hér er gert. Rit þetta er í tveimur aðal- köflum. Fyrst ritar Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður yfirlit um búnað í Dalasýslu og um Snæfellsnes fram um miðja 19. öld. Þáttur þessi er vel og skipulega saminn og hefir höf. vel heppnast það vandaverk að gefa yfirlit um helztu búnaðar- þætti og sögu þeirra í ljósu og þó stuttu máli. Styðst hann hér mjög við rit Þorvalds Thorodd- sens en eykur þó við miklu efni úr öðrum ritum og úr skjölum. En auk þess kemur honum að haldi þekking hans á héraðshögum og eykur þetta stórum gildi þáttarins. í undir- búningi að riti sínu um Magnús Ketilsson hafði hann aflað sér góðrar þekkingar um búnað á síðarahluta 18. aldar og fram um 1800, og er stuðst við það hér. í inngangi lýsir höf. almenn- um 'húnaðarháttum í mjög stuttu máli og hefði sá þáttur mátt vera ýtarlegri. Þá segir hann frá akuryrkju að fornu og tilraunum á 18. öld. Næst rekur hann sögu garffyrkjunn- ar, einnig í stórum dráttum. Er gaman að bréfum séra Jóns Bjarnasonar á Ballará um þessi efni. Það er jafnan skemmti- legt að virða fyrir sér þessa gömlu tilraunamenn, þeir eru eins og stór börn að leik; allt í ofboð smáum stil — nema gleði þeirra, þegar þeim heppn- ast einhver tilraunin! Annars má geta þess, að fyrstu kartöfl- urnar, sem spruttu í íslenzkri mold, svo að ég viti, ræktaði W. Hastfer barón á Bessastöðum isverð en hann telur, að skarn sé sama sem salernisáburður. Þá koma smákaflar um túna- sléttun og áveitur, garffhleffslu, vegagerðir og áburffarhirffing. Ég ætla, að skýring höf. á orð- um Njálssögu, um að aka skarni á hóla þyki frumleg og athygl- telur, að skarn sé hér sama sem salernisáburyður. Kalí Með aukinni ræktun á und- anförnum árum, hefir áburðar- þörf landsmanna fariö vaxandi. Menn hafa verið hvattir til að mæta hinni auknu þörf með betri hirðingu búfjáráburðar og meiri nýtingu sjávargróðurs og fiskúrgangs til áburðar. Árang- ur þessara hvatninga hefir orð- ið nokkur, en alls ekki nægur, sízt á ófriðartíma. Nokkuð hef- ir verið bætt úr áburðarþörf- inni með tilbúnum áburði, en víða er um sveltiræktun að ræða. Þótt nýting sjávargróðurs og fiskúrgangs og hirðing bú- fjáráburðar yrði svo góð, sem æskilegt væri, myndi áburðar- þörfinni ekki verða fullnægt. Vegna flutningaerfiðleika er ekki hægt að nota þessar á- burðartegundir nema í nálægð þess staðar, sem þær falla til á. Það er því eðlilegt að notkun til- búins áburðar fari vaxandi, enda hefir svo reynzt að und- anföi’nu. í vor fáum við e. t. v. nokkuð af köfnunarefnis- og fosfór- sýruáburði til landsins, en ekki kalí. íslenzkur jarðvegur er ikaljiauðugur og áburði hagað þannig á liðnum árum, að við getum án verulegs tjóns látið liða eitt ár án þess að bera á kalí. Til lengdar getum við það þó ekki. Á meðan stríðið stend- ur má búast við að kalí verði ekki flutt til landsins, en sem betur fer er alís ekki ómögulegt að afla þess í landinu sjálfu. í þaraösku eru um 20% af kalí og í þangösku yfir 10%.Til sam- anburðar má geta þess, að í þeirri tegund kalíáburðar, sem mest er notaður eru 40% kalís. í þaraöskunni er einnið örlítið af fosfórsýru. Mér finnst -því sjálfsagt, a. m. k. á meðan stríð- ið stendur, að við reynum að nota okkur kalínámurnar við strendur landsins. Þarann. eins og hann er, þar sem flutn- ingskostnaður yrði ekki um of, en þaraösku annars staðar. Við þarabrennzlu þarf eng- in teljandi verl^færi og myndu því vafalaust einhverjir vilja nota sér þessa atvinnubót, ef markaður væri tryggur. Gæti Áburðarsala ríkisins ekki orðið milliliður milli seljenda og kaupenda? Keypt þaraösku föstu verði t. d. í vor og sumar og fram á næsta vetur. Vegna klórsambanda mun þurfa að bera öskuna á að haustinu eða snemma vors, sér- staklega fyrir kartöflur. Þótt hafist yrði handa, myndi því ekki hægt að fullnægja kalí- þörfinni að vori á þennan hátt, en nú er góður tími til þara- öflunar og þessvegna rétt að athuga þetta mál nú þegar. Sumarið 1942 getur það víða orðið kalíið, eða réttara sagt kaliskorturinn, er takmarkar uppskeruna. G. Ó. Næst talar höf. um heyskap og hlöffubyggingar, gripahús og sel og þvínæst um búfé. Er hér margt fróðlegt og athyglisvert. Um fjárkláðann fyrri má telja efalaust, að hann fluttist hing- að með kynbótahrútum vorið 1761, hvorki fyrr né siðar, og er þetta byggt á bréfi frá Skúla Magnússyni til Rentukammers- ins dags. 20. maí 1763. En skýr- ingin á því, að fjársýkin kom upp mjög samtímis í Borgar- firði og austur í Árnessýslu, er sú, að á báðum þessum stöðum, Leirá og Hjálmholti — og reyndar víðar — höfðu tilraun- ir áður gerðar verið um kyn- bætur með hrútum frá fjárbú- inu á Elliðavatni, og þar sem fjárbúið sjálft átti talsvert af kynbótahrútum, var þessari ó- heilasendingu 1761 dreift að ein- hverju leyti austur og vestur um sveitir. Blandaða féð var ó- næmara, og þess vegna kom veikin fyrr fram og gerðist fyrr skaðvæn úti um sveitirnar heldur en á fjárbúinu sjálfu, þar sem fátt var af innlendu fé, enda fór hún ekki að gera usla þar fyrri en sumarið 1762 og þó einkum um og eftir árslokin 1763. En í Árnessýslu og Borg- arfirði verður hennar þegar vart veturinn 1761—62. Mun það prentvilla, sem hér stendur, að fjársýkin hafi gert vart við sig á Leirá og í Hjálmholti í byrjun ársins 1761. Þorbjörg Jónsdóttír á Bjarnaslödum í Hvítársíðu lézt að heimili sinu 15. janúar s. 1., eftir þjáningarfulla legu rúmlega 21 árs að aldri. Þorbjörg sál. var fædd 6. des. 1919 og var elzta barn hjónanna Jóns bónda Pálssonar og Jófríðar Guðmundsdóttur á Bjarnastöðum. Hún var heitmey Sig- urðar Jóhannessonar bónda á HaUkeis- stöðum. Voru þau að undirbúa búskap sinn, þegar Þorbjörg tók sjúkdóm þann, er dró hana til dauða á fáum vikum. Æfisaga tvítugrar sveitastúlku er ekki löng og sjaldnast viðburðarík. En þeim mun fleiri vonir eru bundnar við framtið ágætlega gefinnar og tápmik- illar stúlku á þessu reki. Svo var og hér. Öllum, sem kynntust Lóu — en svo var hún daglega nefnd — þótti vænt um hana og gott þótti að njóta verka hennar, sem unnin voru af dugnaði og trúmennsku. Sveitarfélagið, sem átti í vonum góða félagsstoð þar sem hún var og fagnaði því, að hún ætlaði að starfa meðal þess, saknar hennar því sárt. En þyngstur harmur er þó kveð- inn hennar nánustu: unnustanum, sem átti þar í vonum lífsförunaut sinn, for- eldrum hennar, systkinum og ömmu, sem komin er yfir nírætt. Jarðarförin fór fram 25. janúar með óvenjulega mikilli þátttöku og samúð sveitunga og annarra kunningja hinnar vinsælu fjölskyldu, sem hér átti um svo sárt að binda. — Á kirkjunni, að Gilsbakka, flutti Halldór skáld Helga- son á Ásbjamarstöðum eftirfarandi kveðju. „L Ó A" Þær stundir koma, er ræna manninn þó málfærið sé ekki týnt. [máli, Og stundum er sem hjartað höggvist stáli og hugurinn sé snertur neistabáli, þó hvorugt verði sannað eða sýnt, — því utanlendis augans sjónarhrlnga er einkaheimur dýpstu tilfinnlnga. Það fann eg bezt, er fregnin barst mér, Lóa, um flutning þinn af teignum brott. — Og hver er sá, er ekki ann því frjóa, þvi unga, sem er kjörið tU að gróa og lifa, starfa — gera mlkið gott? Og skal ei æskán eiga forgangsréttinn við athöfn þá, að stækka sólskins- blettlnn? Og hjá þeim unga er lífsþráin sem lóa, er leggur út á reginhaf og leitar oft eins langt og stjömur glóa. En lóur sumars bíða ei haustsins snjóa, — þær fara víst, er bezta byrinn gaf? Og svo leggst þagnarþungi á auðan teiginn og þá, sem standa eftir — hérnamegin. Og hvað skal mannsins málfar á því er mikla þögnin hefir sett? [þingi, Það verður eins og særður þröstur syngí að sumarþrotum, elnmana í lyngi, um týndan, horfinn, bjartan sólskins- blett, um ungan vin, er flaug í heiðið háa frá heimalandi frosta og vetrarsnjáa. Og ávarp mitt er eins og smáfugls- [kvakið, — sem angurstrengur kveði við; því hvernig skal það málsins rökum rakið, er reiðarslagið hittir brjóstið nakið og skuggi fer um hugrænt sjónarsvið? Hver samkennd rís sem þögul undiralda til yfirborðs á haffletinum kalda. Öll mannleg vizka er sein til fullra svara, og sífellt er því spurning til, er lausnar krefst á landi nyrata hjara: hví lóur sumar skuli snemma fara og þagna skuli þeirra undirspil? En hér skal kveðjast, hér á skiptispori. Eg heyri kannske svar með nýju vori? Halldór Helgason. Útbreiðið Tímaiin! Yfirlit þetta gefur reyndar ó- fullkomna hugmynd um þenn- an merka búnaðarþútt Þor- steins sýslumanns. Hann kemur víða við og drepur á margt, sem hér er ekki kostur að greina frá. Eitt skal þó hér tal- ið, sem er í sjálfu sér merkilegt rannsóknarefni. Höf. telur, að ein orsök fátæktar þjóðarinn- ar fyrrum hafi verið skortur á efni í varanlegar byggingar. Hér þurfti að byggja torfhúsin upp á 20—30 ára fresti. Telur höf., að á Norðurlandi, þar sem hús entust betur, hafi fjársöfn- un orðið meiri hjá bændum, þegar hlé varð á harðærum, en sunnanlands, og þakkar hann þetta því, að þeir höfðu minni kostnað af húsabyggingum. Eg held nú, að höf. geri annars vegar of mikið úr kostnaði manna við bæjarbyggingar fyrr á öldum, meðan vinnu- kraftur var nægur og ódýr og mjög lítið keypt af erlendu byggingarefni til húsagerðar, og hins vegar geri hann full- mikið úr því, að Norðlendingar hafi efnast fljótar en t. d. Vest- firðingar og Sunnlendingar. í góðu árunum. A. m. k. mundi það síður eiga við um Dala- menn, sem búa að ýmsu leyti við svipað loftslag og Norðlend- ingar og þó mildara, enda hafa jafnan verið búhöldar miklir þar um sveitir, fyrr og síðar. (Framh. á 4. síöu.}

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.