Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1941, Blaðsíða 4
132 TÍMIM, fimmtndagmn 20. marz 1941 33. blað ilyktanir 6. flokksþíngs Framsóknarmanna (Framh. af 1. síðu.) 2. Að þegar sé farið að vinna að stofnun áburðarverksmiðju og leitast sé við að ná samkomulagi við Sogsvirkjun eða Laxár- virkjun um sölu á rafmagni til verksmiðjunnar, enda aðstoði ríkið við stækkun á þeim rafveitum, eftir því sem þárf til slíkra framkvæmda. 3. Að nauðsynlegt sé, að hér á landi rísi upp hið fyrsta full- komin skipasmíðastöð fyrir járnskip. Einnig að styðja beri, auka og efla smíði báta af öllum stærðum, svo að allir þeir bátar, sem landsmenn þarfnast, verði hér eftir smíðaðir í landinu. Þá séu athugaðir möguleikar til að framleiða hér bátamótora. 4. Að fyrst og fremst beri að auka og efla þann iðnað, sem notar innlend hráefni. 5. Að nauðsyn beri til að auka starfsemi iðnlánasjóðs til efl- ingar hvers konar íslenzkum iðnaði. 6. Að áriðandi sé að þegar verði hafizt handa um endurskoðun tollskrárinnar, sérstaklega með þarfir iðnaðarins fyrir augum. 7. Flokksþingið telur, að ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum fyrir forgöngu Framsóknarflokksins gegn lokun iðnaðarins, hafi gefizt vel og beri að halda áfram á sömu braut í því efni, svo að séð verði fyrir eðlilegri þörf lands- manna á hverjum tíma um fullfæra iðnaðarmenn. 8. Flokksþingið lítur svo á, að lögin um iðju og iðnað, svo og lög um iðnaðarnám, þurfi rækilegrar endurskoðunar við og skor- ar á þingmenn flokksins að gangast fyrir því þegar á þessu þingi, að slík endurskoðun fari fram. 9. Athugaðir verði möguleikar til framleiðslu jarðyrkjuverk- færa og fleiri búsáhalda í landinu. 10. Flokksþingið beinir því til Búnaðarfélags íslands, hvort ekki væri ástæöa til að stofna ráðunautsstarf til eflingar heim- ilisiðnaði og aukinnar hýbýlaprýði í sveitum landsins. 11. Flokksþingið skorar á Framsóknarmenn um land allt að beita sér fyrir endurreisn og aukningu heimilisiðnaðar í sem flestum myndum, með því m. a. að gangast fyrir sýningum og koma á samræmingu og mati framleiðsluvaranna, svo að þær verði söluhæf markaðsvara. 12. Flokksþingið skorar á rannsóknarráð ríkisins að hraða sem mest hvers konar rannsóknum á möguleikum til nýs iðnaðar í sambandi við náttúrugæði landsins. 13. Flokksþingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að láta fram- kvæma á næstu árum ítarlegar jarðhitarannsóknir hér á landi og veita nægilegt fé til kaupa á svo mörgum fullkomnum tækjum, sem nauðsynlegt kann að teljast, til framkvæmda á slíkum rann- sóknum. Enníremur að fengnir verði til rannsóknanna erlendir sérfræðingar til að veita þeim forstöðu fyrst í stað. Auk þessara ályktana hefir flokksþingið afgreitt tillögur um menntamál, dýrtíðarmál o. fl. og í dag mun það afgreiða álykt- anir um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál. Þessar ályktanir verða birtar í næsta blaði. Flokksþinginu lýkur í dag. ÚR B/ENVN Kvöldfagnaður flokksþingsfulltrúanna að Hótel Borg hefst klukkan 8,30 í kvöld. Aðsókn er mjög mikil og allir aðgöngumiðar seldir, og hefir orðið að vísa frá fjölda fólks, er óskað hefir eftir að taka þátt í þessum kvöldfagnaði. Leikfélagið hefir I kvöld frumsýnlngu á leiknum Á útleið. Hljómsveit undir stjórn Dr. v. Urbantschitsch aðstoðar við sýnlnguna. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1 í dag. Óperettan Nitouche verður sýnd annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Erlendar frétftir Brezkt herlið hefir verið flutt til Saloniki í Grikklandi. Bret- ar hafa ekki áður haft landher í Grikklandi. Utanrikismálaráðherrar Breta og Tyrkja, Anthony Eden og Sarajoglu, hittust í gær á einni Cypern. Sagt er að náðst hafi fullkomið samkomulag og er nú talið víst, að Tyrkir muni hjálpa Síglíngar ísl. skípa milli Islands og Bret- lands stöðvaðar Á fundi, sem ríkisstjórnin hélt í gærkveldi með fulltrúum sjómanna og útgerðarmanna, var samþykkt að „beita sér fyr- ir því, að íslenzk fiskiskip og flutningaskip leggi að svo stöddu ekki úr íslenzkri höfn áleiðis til Bretlands, og heldur ekki úr brezkri höfn áleiðis til íslands.“ Ríkisstjórnin hefir átt við- ræður við enska sendiherrann hér um þetta mál. Grikkjum, ef Þjóðver.jar ráðast á þá. ítalir virðast vera í undirbún- ingi að hefja stórsókn í Albaníu í þeirri von, að geta náð nokkr- um hernaðarlegum árangri í viðureigninni við Grikki, án þess’ að þurfa að njóta hjálpar Þjóðverja. Mun Mussolini telja þetta metnaðarmál. Á orrustnvelll lífsins (Framh. af 3. síðu.) Það er aldrei svo mikið myrkur, að Ijósið bjarta sjái ekki í gegn. Það er okkur hugg- un í sorgum, að vita vinina okkar dána hetjudauða, er eng- in verður fremri talinn með þjóð okkar, eða öðrum þjóðum. Orðin fá ekki gefið nema lít- ilfjörlega og óglögga mynd þess atburðar, sem við sjáum í hug- anum. Færustu málarar væru naumast færir að sýna með málverki þá dáðríku fórnar- lund, sem þessi atburður hlýtur að hafa grafið í hjarta þeim, er ekki eru með öllu tilfinningar- lausir fyrir því, er stórvel og drengilega er unnið. Þeir, sem hafa þrek og manndóm til að hugsa, munu naumast svo viðstaddir fræki- legt afreksverk, að þeim standi þessi atburður ekki ljóslifandi fyrir- hugskotssjónum. Hvað getur drengilegra en að falla við stjórnvölinn, í stefnu að vinna landi sínu, þjóð og ást- vinum lífsbjörg? Er það ekki heilagt fall að falla vopnlaus fyrir vopnum á leiðinni að því marki, að vinna frelsi, friði og mannréttindum það gagn, sem verða má? Munu dæmi frábær- ari karlmennsku og fórnlund- ar en þeirrar, er skipstjórinn sýndi? Helsæröur biður hann dauðvona bróður sínum hjúkr- unar, en hann sé látinn bíða. Deyjandi heldur hann skipinu til hafnar með þá.sem eftir lifðu. Slíkt er frábærilega unnið. Þannig deyja aðeins sannar hetjur. Við eigum á bak að sjá góðum drengjum og höfum eigi afl við vinabana, enda værum ekki að bættari, þó að hundruð mannslífa kæmu fyrir sáran ástvina missí. Þá gerum við hin- um föllnu að skapi, ef við töpum ekki trúnni á möguleika lífsins, trúnni á fullkomnara og kær- leiksríkara líf og að dæmi þeirra beitum móti stormum lífsins- í örugga höfn friðar og bræðra- lags. Blessuð sé minnig þeirra. Búnaðarsamband Dala- og Snæíellsnesss. (Framh. af 2. siðu.) Lengsti þáttur minningarrits- ins fjallar um sögu búnaðarfé- laganna og búnaðarsambands- ins. Hefir Magnús Friðriksson ritað hann. Er hann allra manna kunnugastur þessu efni, en hann hefir verið formaður sambandsins öll þessi ár nema fyrsta árið, og jafnan látið sér mjög umhugað um störf þess og hag, enda mikilhæfur bóndi og framkvæmdamaður sjálfur, sem kunnugt er. Er hér skil- merkilega með efni farið og skal ekki orðlengt um það. Að lokum ritar Þorsteinn Þorsteinsson á- grip um bændaför úr Dölum og af Snæfellsnesi um Suðurland sumarið 1939, glöggan þátt og skemmtilegan. Eru slíkar kynn- isfarir efalaust næsta gagnleg- ar. Þorkell Jóhannesson. 288 Rdbert C. Oliver: un fyrir því, að jafnvel sterkasta keðja getur slitnað. Augu hans urðu þokukennd, og and- iitið varð eins og dauð gríma, þegar henn stóð og horfði á fagnaðarlætin, sem urðu, þegar fangarnir urðu þess vísir, að þeir voru frjálsir á ný. Hin kremjandi, sorgþunga þögn er ríkt hafði í húsinu, breyttist nú í gleðigrát og fögnuð. En úti í einu horninu stófu tvær manneskjur í faðmlögum. Þær stóðu þar í hamingjuríkri þögn og augun fljótandi í tárum. Loksins höfðu þau Bob og Lucy hittst, án þess að fanga- grindur væru milli þeirra — loksins mættust varir þeirra í kossi, sem þau hafði lengi dreymt um, en að síðustu misst trúna á---------- En við fætur Lucy hafði Bob lagt skrínið góða, sem nú var endurfundið. Yfirvöldin fengu nú málið í sínar hendur til frekari rannsóknar. Kom þá í ljós, að málið var flóknara og yfir- gripsmeira en nokkur hafði trúað í upphafi. Meðal annars kom í ljós, að ýmsir embættismenn voru bendlaðir' við málið. En árangurinn varð þó sá, að þetta hreiður spillingarinnar var hreinsað og nýr blær kom á allt llf og réttarfar í bænum. Æfintýri blaðamannsins 299 Braddoch skipstjóri leysti sitt starf prýðilega af hendi. Hann flutti dans- meyjarnar heim til Englands með skipi sínu en önnur fórnarlömb Grabenhorst voru afhent viðkomandi sendiherrum. Meðal farþeganna á skipi Braddocks voru auðvitað Lucy og Bob, blaðamað- ^ urinn, sem án þess að vita um það, var aðalumræðuefnl heimsblaðanna þessa stundina. Meðan skipið skreið út Miðjarðar- hafið, kepptust blöðin um að birta frá- sagnir af æfintýrum Bobs í Marseille og NUorður-Afríku. Og hann, sem heiðar- legur blaðamaður varð að fyrirgefa starfsbræðrum hans það í þetta sinn þótt þeir svo að segja stælu efninu frá honum. En hann hafði nóg annað að hugsa um. Hann og Lucy höfðu ým- islegt að segja hvort öðru.. Strax þegar hún var orðin ein, opn- aði hún skrínið, sem hafði orðið hið upphaflega tilefni allra þessara hræði- legu viðburða. Hún mundi það, eins og það hefði skeð í gær, hvernig Sir Reginald — faðir hennar — hafði beðið hana, með angistarglampa í augunum, að. gæta vel skrínisins, sem væri í neðstu skrif- borðsskrúffunni. Lucy bað Bob að vera hjá sér, með- an hún opnaði þetta litla, skrautlega Tónlistafélagig og Leikf élag Rey k j avíkur »NIT0UCHE« Operetta í 3 þáttum eftir Harvé SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. ATH. Fyrsta klukkutímann eftir að sala aðgöngumiða hefst, verður ekki svarað í síma. GAMLA BÍÓ------ Galdrakarlínn í Oz (THE WIZARD OF OZ). Stórfengleg söng- og æf- intýramynd, tekin í eðli- legum litum af Metro- Goldwyn-Mayer. Aðalhlutverkin leika: JUDY GARLAND, FRANK MORGAN og RAY BOLGER. Sýnd kl. 7 og 9. ---—------NÝJA BÍÓ----—- Ósýnilegi maður- inn kemur aftur. (THE INVISIBLE MAN RETURNS) Sérkennileg og hrikalega spennandi amerísk mynd. Gerð eftir nýrri sögu um Ósýnilega manninn, eftir enska skáldið H. G. Wells. Aðalhlutverkin leika: Sir CEDRIC HARDWICKE, NAN GREY VINCENT PRICE. — Sýnd kl. 7 og 9. — Börn inan 16 ára fá ekki aðgang. Innilega þakka ég öllum, sem auðsýndu mér samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns EYJ- ÓLFS SVEINSSONAR, kennara, Lambavatni. Vilborg Torfadóttir. ENSKT MUNNTÓBAK Smásöluverð má eigi vera hærra en hér segir: WILL’S BOGIE TWIST í 1 lbs. blikkdósum (hvítum). Kr. 20.40 dósin. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjárðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Smíða trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6. Rvík. Leikf élag Reyk javákur Á ÚTLEIÐ eftir SUTON VANE. Tóbakseiukasala ríkisins. Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Frumsýning í kvöld kl. 8. Reykhús. — Frystihús. Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Úrbantschitsch aðstoðar við sýninguna. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Börn innan 16 ára aldurs fá ekki aðgang. L ® 1 1 Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá E^jasölusamlagi Reykjavíkur. Enskt mnnntóbak Smásöluverð má eigi vera hærra en hér segir: WILLS’S L.S. TWIST í 1 lbs blikkdósum (grænum) 16 stykkja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30. WILLS’S X TWIST í 1 lbs. blikkdósum (rauðum) 16 stykkja, dósin á kr. 20.40, stk. á kr. 1.30. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins LJÓSAPERIJR 15, 25, 40, 60, 75 og ÍOO Watt T U S K U R. Kaupum hreinar ullar- og bómullartuskur hæsta verði. Húsgagnavinnustofan, Baldursgötu 30. ÞtSUM)lR VITA að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGLRÞÓR Sent gegn póstkröfu. — Sendið HVÍTPÁLKI (F.r. candlcans. Gmelin). landselur (Ph. vitulina L.). SNÆU GLA (Nyctea scandiaca L.). FUGLAR ÞESSIR OG SELUR ER SETT UPP AF KRISTJÁNI GEIRMUNDSSYNI Samkvæmt úthlutun styrkja frá ríkisstjórninni fyrir árið 1941, er mér veittur styrkur til þess að setja upp dýr og fugla fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík og skólasöfn út um land, fyrir lægra gjald en nú tíðkast I þessari iðn. Get ég því nú tekið að mér að vinna þetta verk fyrir þá hlutaðeigendur, sem þessu vilja sinna, og eru þeir beðnir að láta mig vita sem fyrst. Akureyri, 22. febrúar 1941. KRISTJÁN GEIRMUNDSSON, ao Au„reyr..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.