Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 2
154 TÍMIM, fimmtndagmn 3. apríl 1941 39. blað WTIirtl i" ffWBfflMnBBTBili 'gíminn Fimmtudaginn 3. apríl Rækfunarmál kauptúnanna Nýlega er fram komið á Al- þingi frumvarp til laga um jarðakaup ríkisins vegna kaup- túna og sjávarþorpa. Efni þess er það, að veita ríkisstjórninni heimild til að kaupa jarðir, lönd og lóðir, í kauptúnum og sjávarþorpum eða í grennd við þau. Er til þess ætlazt, að ríkis- sjóður leigi hlutaðeigandi kaup- túnahreppum lönd þau, er hann kaupir samkvæmt ákvæðum laganna, með ævarandi leigu- réttindum, og sé árleg leiga 4% af kaupverði eignarinnar. Hreppnum er skylt að leigja landið út til þorps- og kaup- túnabúa, eftir því sem lög og reglur þar um mæla fyrir. Þetta frumvarp er upphaf- lega samið af framfærslumála- nefnd ríkisins. Hefir þess áður verið getið hér í blaðinu. Land- búnaðarráðherra sendi búnaðar- þinginu frumvarpið til umsagn- ar. Hlaut það samþykki þar, með nokkrum breytingum, og er nú flutt á Alþingi af land- búnaðarnefnd efri deildar. eftir ósk búnaðarþings. Þess má geta, að á síðasta flokksþingi Pramsóknarmanna var samþykkt ályktun um rækt- unarmál kauptúnanna, þar sem því var lýst yfir, að flokksþing- ið teldi höfuðnauðsyn fyrir af- komu þeirra manna, er búa í kauptúnum og sjávarþorpum, að þeir gætu stuðst við j arðrækt samhliða þeirri stopulu atvinnu, er margir þeirra hafa við dag- launastörf og sjósókn. Leit flokksþingið svo á, að óhjá- kvæmilegt væri, að land það, er kauptún og sjávarþorp þurfa til afnota, væri þeirra eign eða þau hefðu fullan umráðarétt yfir því. Er það samhljóða áliti bún- aðarþings og er að því stefnt með frumvarpinu, að tryggja kauptúnunum varanleg um- ráð yfir landi til ræktunar. Tæplega verður um það deilt, að þess er er mikil þörf,að íbúar kauptúnanna eigi þess kost að stunda jarðrækt og smábúskap samhliða öðrum störfum, sem þar eru fyrir höndum. Um þetta nauðsynjamál hefir töluvert verið rætt og ritað að undan- förnu, og má í því sambandi geta um þær athyglisverðu greinar, sem einn af nefndar- mönnunum í framfærslumála- nefnd, Jens Hólmgeirsson, hef- ir skrifað í Tímann í vetur. Flestir munu sammála um það, að eðlilegast sé að kaup- túnin eigi lönd þau og lóðir, er þau þurfa að nota, og er sjálf- sagt rétt að stefna að því marki. En þannig mun nú ástatt um fjárhag margra kauptúnanna, að þau eiga erfitt með að kaupa lönd til að fullnægja þörfinni, og er því eðlilegt að ríkið veiti þeim þá aðstoð, sem hér er gert ráð fyrir. En í frumvarpinu er ákvæði um það, að ríkinu sé skylt að selja viðkomandi hrepp- um, ef þeir óska, þær jarðir og lönd, sem það eignazt á þennan hátt, fyrir sama verð og það borgaði fyrir eignirnar að við- bættu verði umbóta, er ríkið kann að hafa látið gera á sinn kostnað. í sambandi við þetta laga- frumvarp er ástæða til að geta um annað mál, er nýlega var lagt fyrir Alþingi, og sem frá er skýrt í Tímanum síðastliðinn fimmtudag. Er það frumvarp um breytingu á lögum Búnað- arbankans, þar sem gert er ráð fyrir stofnun smábýlalánadeild- ar við bankann. Þegar Búnaðar- bankinn var stofnaður, var að visu gert ráð fyrir slíkri lána- deild, en hún hefir enn ekki verið stofnuð. Er nú lagt til, að þessi starfsemi verði hafin, afl- að fjár til lánadeildarinnar og veitt lán úr henni til smábýla í grennd við kaupstaði og kaup- tún og annars staðar, þar sem ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Verði þessi tvö frumvörp samþykkt á Alþingi, eru það spor í þá átt, að bæta aðstöðu kauptúnabúa og annarra til þess að skapa sér atvinnuleys- istryggingu með aukinni jarð- Nvja hættan á s j ónum Eítir Pálma Loitsson forstjóra Aí hverju eru ekki búnað- arráðunautarnir b æ n d u r ? Þegar stríðið skall á, varð nokkur stöðvun á siglingum ís- lenzku skipanna á meðan verið var að átta sig á hinum nýju hættum og viðhorfum, sem stríðið skapaði. En brátt var haldið úr höfn, enda þótt sjó- mennirnir vissu vel, að hættur af stríðsaðerðum væru miklar. En þeir gengu djarflega á móti þeim, eins og öllum öðrum hættum, enda er þeim það í blóð borið. Þeir eru þjálfaðir í stríði við allskonar hættur og erfiðleika. Siglingarnar héldu svo áfram í rúmt ár með meiri áhuga en dæmi eru til. Á þeim tíma lyftu fiskveiðarnar útgerðinni úr margra ára skuldabasli upp í velmegun og jafnvel ríkidæmi. Alltaf bjuggust sjómennirnir við að verða fyrir árásum af stríðsaðgerðum, þó var frekar búizt við, að þeim myndi hagað þannig, að skipunum myndi verða sökkt en skipverjar fengju tækifæri til að bjarga sér áður. Þegar svo árásirnar hófust, var það með þeim hætti, að morðtólunum var beint að sjómönnunum án nokkurs fyrir- vara. Hvort sú svívirðilega á- rásaraðferð hefir verið gerð samkvæmt fyrirmælum þýzku herstjórnarinnar eða fundin upp af taugabiluðum kafbáts- foringja, skulu ekki leiddar neinar getur að, en hitt er víst, að árangurinn af aðferðinni varð fullkominn, þar sem allar siglingar íslenzku skipanna stöðvuðust og það opinberlega tilkynnt í ríkisútvarpinu. Er ekki þetta það, sem búizt hefir verið við, að tap yrði á skipum og mönnum vegna hernaðaraðgerða? Hvers vegna er þá skipaflotinn stöðvaður? Er það af því, að sjómennirnir hafa misst kjarkinn við fyrstu raun? Þannig spyrja margir, sem þessum málurn eru ekki nægilega kunnugir. Ég fullyrði, að íslenzka sjómannastéttin missi aldrei kjarkinn, þó að móti blási. Fyrir því eru næg ljós dæmi. Sjómennirnir okkar rækt og búskap, þótt þeir hverfi ekki algerlega að landbúnaðar- störfum. Enginn vafi er á því, að hollara er fyrir ríkið að styðja þannig sjálfsbjargarvið- leitni manna en að veita stórar fjárhæðir til að halda uppi at- vinnubótavinnu á svipaðan hátt og oft hefir orðið að gera á undanförnum árum. Sk. G. vita, að tugir sjómanna láta ár- lega lífið í baráttu sinni við Ægi, þeir vita um fjölda skipa, sem horfið hafa í djúpið með öllu og þeir hafa séð fjölda af bátum hvolfa 1 brimlendingum og sjómenn týnast einn og einn úr reiða á strönduðu skipi, eft- ir að vera orðnir örmagna af kulda og þreytu eftir að hafa haldið sér þar klukkustundum og jafnvel dögum saman. Þrátt fyrir slíkar raunir hafa sjó- mennirnir ekki hikað við að sækja sjó og hvers vegna skyldu þeir þá frekar nú missa kjark- inn, þegar á reynir. Orsakirn- ar fyrir siglingastöðvuninni eru að mínu áliti að finna í ein- hverjum mistökum hjá forystu- mönnum þessara mála, en ekki hjá sjómönnunum. Hitt er annað mál, að sjálf- sagt er að gera allt, sem unnt er,til að draga úr öllum hættum á sjó og þar á meðal þessari nýju hættu af völdum stríðsins. Má búast við, að mönnum komi ekki saman um, hvaða leiðir sé bezt að fara í því efni og vil ég leyfa mér að fara nokkrum orð- um um þj, leið, sem ég álít að fara eigi. Það er vitað, að árásartækin eru aðallega kafbátar og flug- vélar. Kafbátarnir eru vopnað- ir tundurskeytum, fallbyssu og hríðskotabyssu. Tundurskeytin eru dýr, varla undir 100 þús. kr. hvert og takmarkað hvað kaf- bátur getur haft mikið með sér af þeim. Má því telja mjög lík- legt, ef ekki víst, að tundur- skeytin verði ekki notuð á okk- ar litlu skip, heldur geymd þeim stærri. Árásarvopn kafbátsins verða því fallbyssan og hríð- skotabyssan, en til þess að nota þau, þarf báturinn að koma upp á yfirborðið. Ef herskip eða vopnuð skip væru nálægt, má telja vist, að kafbáturinn hætti sér ekki upp til að gera slíka árás og ef hann gerði það, væru allar líkur til, að hægt væri að ráða niðurlögum hans áður en honum tækist að gera veruleg- an skaða. Tel ég því, að okkar litlu skipum sé bezt borgið fyrir árásum frá kafbátum i sam- fylgd með vopnuðum skipum. Flugvélarnar eru vopnaðar sprengjum, hríðskotabyssum og sumar litlum fallbyssum. Það er vitað, að árásaraðferð þeirra er, að steypa sér yfir skipin og skjóta með hríðskotabyssum á stjórnpallinn, til þess að þvinga þá, sem þar eru til að stöðva skipið til þess, að hægra sé að hitta það með sprengjum, sem þó vill oft mistakast, sem betur fer. Það er um að gera, að geta haldið árásarflugvélinni sem lengst frá skipinu og verður það ekki gert með öðru betur en loftvarnabyssu. Mín skoðun er því sú, að slíka byssu þurfi að setja á sem flest skip okkar. Það er ekki ólíklegt, að sumir muni segja, að það samrímist ekki því, sem lýst hefir verið yf- ir, að íslenzka þjóðin væri vopnlaus. Má þá benda á, að sú yfirlýsing hefir ekki verið okk- ur neinn skjöldur, enda getur varla verið átt við með þeirri yfirlýsingu, að við megum ekki nota vopn til að verja með líf og limi, þegar reynslan sýnir, að þeir verða ekki varðir á annan hátt. Ég hefi bent á það, sem mína skoðun, að bezta öryggið fyrir sjómennina og skipin sé, að vopna skipin eins vel og föng eru á og láta þau sigla í sam- flota, reyna að fá brezk herskip til að fylgja þeim milli landa, en sé þess ekki kostur, þá að útbúa stærstu fiskiskipin okk- ar sem fylgdarskip. Vopnin þarf að fá frá Bretlandi eða Ame- ríku og er hægt að setja þau á skipin hér. Kenna þarf nokkr- um mönnum af skipshöfn hvers skips að fara með þau og er hægt að taka eitt af varðskip- unum til að kenna 20 manna hóp í einu. Þarf sú kennsla ekki að taka lengri tíma en 2—3 daga. Það munu margir spyrja hvers vegna við séum að öllu þessu umstangi, hvort við höf- um ekki nóg af innifrosnum sterlingspundum og hvers vegna þá að leggja sig í meiri hættu til að afla fleiri. Er því til að svara, að verðmætið, sem í húfi er, verður ekki metið í pundum. Það er sá óbætanlegi hnekkir, sem íslenzka þjóðin hlýtur að líða, bæði út á við og inn á við, ef íslenzkir menn geta ekki haldið áfram að framleiða með íslenzkum fram- leiðslutækjum og á það auð- vitað einnig við aðra en sjó- mennina. Það ætti að vera öll- um ljóst, að það sem ríður mest á af öllu nú á þessum tímum, er að hver íslenzkur maður og kona hopi ekki frá störfum sín- um, hvað sem á gengur. Annars getur farið svo, að við verðum áður en varir komin í vinnu- mennsku hjá útlendingum í okkar eigin landi og fram- leiðslutækin í hendur þeirra. Hvers virði verður þá sjálfstæð- ið, sem Alþingi lýsir væntan- lega yfir bráðlega? P. L. Viwnið ötullega fijrir Tímattn. Nú er bændavika útvarpsins- á enda, og þakka ég öllum, sem þar héldu erindi, fyrir góða skemmtun og mikla fræðslu, sem vonandi ber góðan ávöxt út um byggðir landsins. Mér fannst að ég vera kominn út í blessaða sveitina, endurnærður af nýjum þrótti, lífi og fjöri, þegar ég heyrði lýsingu á vori, sumri og nýjum gróðri, og öllu því yndislega, sem blessuð sveitin hefir að bjóða manni, en alltof fáir vilja verða að- njótandi, nema þá aðeins tíma og tíma. Ég fór að hugsa um það, hvers vegna búnaðarráðunaut- arnir eru ekki bændur, dreifðir út um sveitir landsins. Finnst mér það dálítið öfugstreymi, að þessir menn, sem læra búfræði innan lands og utan og hafa þar af leiðandi mikla og góða þekk- ingu og skilyrði til að vera fyr- irmyndar bændur uppi í sveit- um landsins, skuli setjast að hér í Reykjavík strax þegar að þeir byrja sitt ráðunautsstarf. Verður mér á að halda, að það sé ekki sérlega eftirsóknarvert að vera bóndi, og þá sé það líka ekki þeirra sannfæring, að það, sem þeir ræða og rita um sveitabúskapinn og öll hans gæði. Og sama gæti ég trúað, að mörgum fleiri dytti í hug. Þessir menn finnst mér vera vera sjálfkjörnir og sjálfsagðir bændur, er gætu áreiðanlega mörgu og meiru til leiðar kom- ið í búnaðinum með sínum framkvæmdum á því sviði og hægra fyrir margan bóndann að fá leiðbeiningar og taka þá sér til fyrirmyndar í þeim efn- um. Ég sé enga ástæðu til þess, að þeir séu ekki eða eigi ekki að vera sveitabændur. Geta þeir þá sýnt í verkinu, að þeirra kenn- ingar eru ekki hégómi eða markleysa, og árangur í sinni búnaðarkennslu sæju þeir margfallt meiri með því að stunda búskap. Þeir gætu eins fyrir það ferðazt um og haldið fyrirlestra og námskeið, eins og þeir nú gera. Eins gætu þeir setið bún- aðarþingið í Reykjavík og hald- ið fundi, þegar þess þyrfti, og ekki væru þeir lakari alþingis- menn fyrir bændastöðuna. Einnig gætu þeir haldið út- varpserindi. Semsagt sé ég ekki, að þyrfti að draga neitt til skaða úr þeim störfum, sem þeir hafa nú. Það er svipað með dýralækn- ana. Þeir fara í höfuðstaðinn. Hefði ég þó haldið, xað þeir hefðu eins mikið erindi út í sveitirnar. En það er undan- tekningarlítið, að strax og menntunin er fengin, er sezt að í Reykjavík, jafnvel þótt mað- urinn hafi þar ekkert að gera, en nóg verkefni úti á lands- byggðinni. Hér í Reykjavík eru þrír eða fjórir dýralæknar og hafa þeir býst ég við' lítið að gera, að undanteknu því, þegar einn er sendur út í sveitir að rannsaka ormaveiki eða mæði- veiki í sauðfé. En ættu þeir ekki þægilegra með að rann- saka og fylgjast með þessum og ýmsum fleiri kvillum í dýrum, ef að þeir ættu heima úti á landi. Ættu bændur þá ekki þægilegra með að leita til þeirra í mörgum tilfellum? En þeirra hafa þeir lítil eða engin not hér í Rykjavík. Bændur hafa yfir- leitt litla eða enga þekkingu á dýrasjúkdómum, því miður, en eru með ýmislegt lækninga- kukl við veik dýr, sem ekki ger- ir oft annað en að auka á illa líðan skepnanna, í staðinn fyr- ir að þeir myndi vitja læknis, ef kostur væri. Ég man það, að þeirra var mikið vitjað meðan þeirra naut við, Péturs Kristó- ferssonar á Stóru-Borg og Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum. Þeir voru báðir góðir dýralæknar, þótt þeir væru ólærðir, var þeirra oft vitjað og heppnaðist þeim með afbrigðum vel. Veikt- ist einu sinni hjá mér hestur á ferðalagi, og þótt nokkuð væri langt til Péturs, þá hraðaði ég mér til hans og fékk hjó hon- um lyf og ráðleggingar. En þeg- ar ég kom aftur, var hesturinn búinn að fá krampa og hefði drepist innan skamms, ef ekki hefði komið hjálp. En fyrir ráð- leggingar Péturs og lyf, batnaði hestinum. Er þetta eitt tilfelli af mörgum slíkum, að ég veit, að það hefði enga þýðingu haft að tala við dýralækni í síma. Dýralæknar ættu að vera dreifðir út um land og litlu færri en héraðslæknar eru nú, en til þess þarf að fjölga þeim frá því sem nú er, og sé ég ekk- ert því til fyrirstöðu, því að mér finnst ekki að neinu leyti verra fyrir neinn að læra og búa sig undir það starf, sem miklar líkur eru til að hann komizt strax að, heldur en að bætast í hóp þeirra lærðu manna, sem nú ganga í örtröð. Að endingu vildi ég segja þetta: Þið ungu menn, sem vilj- ið læra og lækna, lærið dýra- lækningar. Farið svo út í sveit- ir landsins og læknið dýrin, þvi þau þarf að lækna eins og (Framh. á 4. síðu.) JÚMS JÓNSSON: Sjötta flokksþíng Framsóknarmanna i. Nú er liðinn hálfur mánuður síðan lokið var flokksþingi1 Framsóknarmanna. Nálega all- ir fulltrúarnir eru komnir heim og teknir að gegna margháttuð- um skyldustörfum í átthögum sínum. Það er merkilegt fyrirbrigði á tíma hinnar harðsnúnu gróða- hyggju, að unnt skuli vera að fá um 280 fulltrúa úr öllum hér- uðum landsins til að koma saman á pólitískan fund í höf- uðstaðnum, dveljp, þar allt að hálían mánuð og hafa engan ferða- eða dvalarstyrk, enn síð- uf kaup. Þvílíkt fyrirbrigði ger- ist enn á íslandi. Og á hinu óeigingjarna landsmálaviðhorfi fólksins -í dreifbýlinu hvílir frelsi og sjálfstæði landsins að meira leyti en sem svarar höfðatölu. Ég er ekki 'viss um, að þeir áróðursmenn bæjaflokkanna, sem telja eftir dreifbýlinu og smáþorpunum þá pólitísku að- stöðu, sem núverandi kjör- dæmaskipun veitir, hafi nokk- urntímann leitt hugann að því, að kjósendur landsins eru ekki allir jafn dýrmætir fyrir mann- félagið. Kjósandi úr fjarlægri byggð, sem leggur á sig mán- aðarför til höfuðstaðarins, mitt | um vetur, með nokkurra miss- era millibili, til að eiga þátt í | að skapa hina pólitísku fram- tíð landsins, er alls ólíkur þeim skoðanaleysingjum, sem sums staðar í þéttbýlinu eru dregnir að kjörstað í vögnum og sagt fyrir, hvaða málstað ber að styðja. Þjóðfélaginu er í flestum tilfellum lítið gagn að dómum og úrskurðum þeirra, sem þarf að draga á kjörstað með sams- konar fyrirhöfn og notuð er við dauða hluti, sem nauðsynlegt þykir að færa úr stað. Við Framsóknarmenn höfð- um búizt við nokkrum erfiðleik- um við að koma hinum mörgu gestum fyrir í heímilum í bæn- um. Öll gistihús voru troðfull af öðru fólki. Og í bænum var meir áskipað í herbergi heldur en nokkru sinni fyrr 1 sögu Rvíkur. Þetta fór á annan veg. Gestirnir áttu nálega allir góða heimkomu til frænda og vina. Sú gestrisni sýnir, hve sterk eru böndin milli hins forna bænda- lands og hins hraðvaxandi höf- uðbæjar. Sú hin sama gestrisni hefir líka orðið sér til sóma, þegar börn úr Reykjavík leita upp til dala á styrjaldartímum. II. Þetta var sjötta flokksþing Framsóknarmanna. Hið fyrsta var haldið á Þingvöllum vorið 1919. Það var nokkurskonar þjóðfundur og þjóðhátíð. Þar var mótuð stefnuskrá flokksins, sem starfað var eftir í 12 ár. Jafnframt var þessi fundur glæsileg kynningarsamkoma. Hinir ungu menn, sem voru þá að ganga inn í landsmálabar- áttuna, festu þá á Þingvöllum sín fyrstu heit um velferð lands og þjóðar. Næsta flokksþing var seint á vetri 1931. Það var haldið í Reykjavík, skömmu áður en. Héðinn gerði leynisamning þann, sem leiddi til þingrofsins. Því hefir jafnvel verið haldið fram, að fjölmenni og glæsi- leikur þessa flokksþings hafi komið andstæðingum Fram- sóknarmanna til að gera það bandalag, sem varð báðum þessum flokkum til svo lítillar ánægju. Á flokksþinginu 1931 gátu Framsóknarmenn lítið yfir 12 ára starfsemi, með mikilli ánægju. Aldrei fyrr eða síðar í sögu landsins hafði einum flokki tekizt að inna af hendi jafn- mörg þrekvirki til að lyfta þjóð- inni úr miðaldasvefni inn í heim nútímamenningar, þar sem efnalegar og andlegar framfar- ir höfðu fullkomlega haldizt í hendur. Ein syndin býður annarri heim. Óheilindin í leynisamn- ingi nábúaflokka Framsóknar höfðu sýkt flokkinn sjálfan. Hópur manna í Framsóknar- flokknum hafði ekki hærri metnað fyrir sig og sinn flokk heldur en að gera Framsóknar- menn að ánauðugum vikapilt- um bæjaflokkanna. Þá gerðu kjósendur Framsóknarflokksins svipaða hreingerningu hjá sér eins og Júgóslavar framkvæmdu nýlega, er þeir ráku af höndum sér valdamenn þá, sem voru að selja lanöið og þjóðina í útlenda ánauð. Á útmánuðum 1933 héldu Framsóknarmenn sitt þriðja flokksþing, mynduðu flokksskipulag sitt, sem lítið hefir verið breytt síðan. Með því tryggðu flokksmenn í hinum dreifðu byggðum sér úrslita- valdið um málefni flokksins. Næstu ár voru kosningar. Keppinautar Framsóknarmanna ætluðu þá að uppskera ávext- ina af kj ördæmabreytingunum og leynimakkinu frá 1931. Ýms- ir slíkir menn vonuðust eftir að Framsóknarflokkurinn kæmi gersigraður út úr kosningunum 1934. En þar fór mjög á annan veg. Fjórða flokksþing Fram- sóknarmanna, sem haldið var um veturinn 1934, var mikil vakningarhátíð. Frambjóðend- um flokksins voru á því flokks- þingi fengin í hendur góð vopn, frumvörpin um hið nýja af- urðaskipulag, bæði um afurðir lands og sjávar. Einn af fram- kvæmdastjórum Sambandsins, Jón Árnason, hafði haft forust- una um undirbúning þessara mála og lagt í það margra- ára vinnu. Síðan hafði almennur fundur kaupfélagsstj óra í land- inu svo að segja bundið enda á undirbúninginn. Þær nýjungar og umbætur, sem fólgnar voru í frumvarpinu um skipulag af- urðasölunnar, voru svo djúp- tækar, svo heilbrigðar og lífs- nauðsynlegar þjóðinni, að móti þeim varð ekki staðað. Kosn- ingasigur Framsóknarmanna 1934 og ’37 voru réttlát og eðli- leg laun frá hálfu kjósenda til þess flokks, sem hafði borið giftu til að leysa á heppilegan hátt stórkostleg atvinnuvand- ræði almennings. Fimmta flokksþing Framsókn- armanna var enn háð í Reykja- vík 1937. Alþýðuflokkurinn hafði þá fyrir skömmu boðað Fram- sóknarmönnum stríð, nema ef þeir vildu gerast byltingarmenn. Framsóknarmenn voru víðs- fjarri að taka því boði. Auk þess var sú meinsemd þá orð- in sýnileg, sem síðar kom fram í klofningi Alþýðuflokksins. Mátti heita ljóst hverjum manni, að varanlegt og óslitið samstarf við Alþýðuflokkinn gæti tæplega komið til greina. Framsóknarmenn þokuðu sér á þessu flokksþingi meir inn á mitt leiksviðið. Þeir börðust að vísu hraustlega við „breiðfylk- ingu allra íslendinga“ vorið 1937 og unnu töluvert á. En jafnframt var mörgum Fram- sóknarmönnum Ijóst, að aukið samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn gæti komið til greina um ýms málefni, sem ekki var unnt að leysa með Alþýðuflokknum. Og að lokum kom svo hið sjötta flokksþing Framsóknar- manna á útmánuðum í vetur. Það var sýnilegt, að megin- verkefni þess yrði að leggja meginlínur i starfsemi flokks-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.