Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 1
JÓNAS JÓNSSON. ÚTOEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hT. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, fimmtudagiim 3. apríl 1941 Athngnn á keimslu uppeldismálum A 11> i n g i : Ýms þingmál Sparisjóðir Ríkisstjórnin hefir lagt fram frumvarp til laga um sparisjóði. Frumvarp þetta er samið af milliþinganefndinni í banka- málum. í frumvarpi þessu eru gerðar allmiklar breytingar á núgild- andi sparisjóðslögum. Aðal- breytingarnar eru þrjár. Fyrsta aðalbreytingin er sú, að takmarka rétt sparisjóða til áhættuútlána svo, að eigið fé þeirra nemi minnst 8% af þeim. Það, sem sparisjóði kann að ber- ast af innstæðufé umfram það, verður hann að geyma í sjóði, í banka, í tryggum verðbréfum eða lánum gegn góðu fasteigna- veði. Önnur aðalbreytingin er sú, að sparisjöðir megi ekki lána einum viðskiptamanni eða við- skiptamönnum, sem eru fjár- hagslega tengdir, meira en sem svarar 35% af eigin fé og ábyrgðarfé sínu. Þriðja aðalbreytingin er sú, að stofna skuli sameiginlegan trygingarsj óð sparisjóða. Hver sparisjóður skal greiða 2% af nettóágóða sínum í þennan sjóð. Tilgangur sjóðsins er að tryggja innstæður í sparisjóðum og greiðslur á þeim. Má hann veita sparisjóði bráðabirgðalán, gegn gildum tryggingum, til að full- nægja skyldum sínum um grelðslu á innlánsfé. Allar þessar breytingar miða að því að auka öryggi sparisjóða og miðast við löggjafarákvæði, sem vel hafa gefizt nágranna- þjóðunum. Brottflntnlngnr harna Ríkisstjórnin flytur frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina að taká á leigu skólahús, fundar- hús og þinghús í sveitum, ef þörf gerizt, að gera þessi hús að dvalarstöðum fyrir börn úr kaupstöðum og kauptúnum. Má taka húsin leigunámi, ef sam- komulag næzt. Stjórnin fer fram á þessa heimild vegna styrjald- arhættunnar. Þ i n g sály kftunar lillaga um að skípuð verði nefnd sérfróðra manna til að gera tillögur um pau mál Pálmi Hannesson og Bjarni Bjarnason flytja í sameinuðu þingi þings- ályktunartillögu um skip- un milliþinganefndar um skólamál. Tillagan er svohjóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa milliþinga- nefnd skólafróðra manna til þess að rannsaka kennslu- og uppeldismál þjóðarinnar og gera tillögur um skipun þeirra, þar sem stefnt sé að því að gera skólana sem hagfelldasta, sam- ræma skólakerfið, ákveða betur en nú er starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra á milli.“ í greinargerðinni segir. „Undanfarin ár hafa allmikl- ar umræður orðið um skólamál landsins. Margt hefir verið til mála lagt, eins og vænta má, en flestir virðast þó hallast að því, að gera verði skólanám hag- felldara en nú er það. Ýmsar nýjungar í skólamál- um og kennslu hafa verið reynd- ar, flestar eftir erlendum fyrir- myndum, en lítt mun hafa verið rannsakað, hversu vel þær hafi 39. blað Erlendar fréttir Asmara, höfuðborg Eriteru, gafst upp fyrir Bretum í fyrra- dag. ítalski herinn hafði hörf- að frá borginni og yfirvöld borgarinnar tilkynntu þá Bret- um uppgjöfina. Asmara hefir nálægt 100 þús. íbúa, þar af eru ítalir allstór hluti. Hún er langstærsta borgin í nýlendum ítala. Enn er ekki fullvíst, hvort ítalir ætla sér að verja hafnar- borg hennar, Massawa, en þangað eru um 60 km. Er enn ekki fullvíst, hvort leifar ít- alska hersins hafa hörfað þang- að eða inn í Abessiníu. Frá Asmara liggur góður vegur, sem ítalir hafa lagt, til Addis A- beba. Þá leið fór ítalski herinn til Addis Abeba í Abessiníu- styrjöldinni. Opnast Bretum því með töku Asmara ný leið til Addis Abeba, en þangað kapp- kosta þeir að komast áður en regntíminn hefst. Strandvarnarlið Bandaríkj - anna hefir tekið í umsjá sína öll þýzk, ítölsk og dönsk skip í höfnum landsins. Þýzku og ít- ölsku skipshafnirnar hafa jafn- framt verið teknar til gæzlu, en dönsku skipshafnirnar fá að ganga lausar. Strandvarnarliðið segist hafa gert þetta af ótta við, að unnin yrðu skemmdar- verk í skipunum. Strax eftir að þessi ráðstöfun var kunn, byrjuðu líka þýzkar skipshafnir að eyðileggja skip, sem lágu í höfnum Suður-Ameríku. Hafa nú flest ríki Ameríku gripið til sömu ráðstafana og Bándarík- in, þar á meðal Mexikó og Brazilía. Stjórnir Þýzkalands og Ítalíu hafa látið sendiherra sína í Washington mótmæla þessum Afstaða Bandaríkjamanna til þátttöku í styrjöldinni Roosevelt hefir miklu sterkari adstöðu en Wilson halði 1917 gefizt eða hvort ástæða sé til að aðgerðum, en þau mótmæli taka þær upp sém fasta skipun í skólahaldi hér. Skólakerfi landsins er hvergi nærri svo samfellt sem ýmsir telja æskilegt og annars staðar tíðkast. Hin síðari ár hafa vax- ið upp skólar, sem ekki eru í eðlilegum tengslum við aðra skóla, og starfa þeir ekki undir eftirliti fræðslumálastjórnar- innar, nema þá að litlu leyti. Þá hefir eigi verið rannsakað, hvort þeir skólar, sem nú eru í landinu, fullnægja fræðslu- þörfinni. Af þessum ástæðum (Framh. á 4. síðu.) hafa ekki verið höfð að neinu. Loftárásir á Bretland og Þýzkaland hafa aftur færst í aukana. Bretar telja sig vera farna að nóta nýjar sprengjur, sem séu fimm sinnum kröftugri en þær tegundir, sem þeir hafa notað áður. Jafnframt segja þeir, að allar líkur séu til, að bráðlega verði enn ægilegri sprengjur teknar í notkun. Bretar segja, að ítalir og Þjóðverjar safni liði við landa mæri Júgóslavíu, en í þýzkum (FramJi. á 4. síðu.) Bretar þurfa að fá hjálp og þeir skulu fá hana .... Þannig fórust Roosevelt for- seta orð í ræðu, sem hann hélt rétt eftir staðfestingu láns- og leigulaganna. Vegna ræðu þess- arar kölluðu þýzku og ítölsku blöðin hann stríðsæsingamann- inn nr. 1. Samkvæmt dómi þeirra var hann orðinn verri en sjálfur Churchill! Það er nú rætt í heimsblöð- unum, hvort Roosevelt forseti geti efnt þetta loforð, án beinnar styrjaldarþátttöku. Eins og sakir standa þurfa Bretar ekki á auknunT herafla að halda, en þeir þurfa flug-' vélar, skip, skriðdreka og her- gögn. Þetta geta þeir fengið í Bandaríkjunum. En þeir þurfa meira. Þeir þurfa að koma her- gögnunum til Bretlands. En þá þrýtur bæði skip til flutn- inga og herskip til að vernda flutningaskipin. Við seljum ekki Bretum her- gögn til þess að Þjóðverjar sökkvi þeim .... Þessi ummæli eru einnig tek- in úr framangreindri ræðu Roosevelts. Hér er komið að kjarna máls- ins: Ætla Bandaríkin að láta ameríska flotann og amerísk kaupskip aðstoða við flutning- ana til Bretlands? Verður það gert án styrjaldar við öxulrík- in? Eins og nú standa sakir, sigla ekki amerísk skip til Bretlands. Það álit virðist stöðugt verða útbreiddara, að Bandarikin muni dragast inn í styrjöldina. Með tilliti til þess er gerður samanburður á því, hvort Roosevelt hafi nú betri aðstöðu en Wilson, þegar hann sagði Þjóðverjum stríð á hendur í seinustu heimsstyrjöld. Sá sam- anburður er í stuttu máli þessi: Fólk af enskum ættum er enn hlynntara styrj aldarþátttöku nú en 1917. Sama má segja um Frakka. WENDEL WILKIE, áhrifamesti þýzkœttaði maðurinn í Bandarlkjunum er einhver öflugasti stuðningsmaður Breta. Morgunblaðið og jarðræktarlögin Nýlega flutti Mbl. grein um j arðræktarlögin frá 1923 og taldi Framsóknarmenn ekki hafa átt nokkurn þátt í þeirri lagasmíð. Við þetta er að at- huga: 1. Tíminn var 1 6 ár búinn að berjast fyrir stórauknum fram- lögum til landbúnaðarins. 2. Vegna þeirrar vakningar var Búnaðarfélag ísland búið að fá mikil fjárráð. 3. Það voru Framsóknarmenn, sem gerðu Sigurð Sigurðsson að búnaðarmálastjóra og studdu íélagið og hann til fram- kvæmda. 4. Lang þróttmesti hugsjóna- og athfanamaður landsins, Hallgrímur Kristinsson, var aðalmaður í stjórn Búnaðarfé- lags íslands þegar ráðizt var í jarðræktarlögin. Frá honum kom stórhugurinn í þessum að- gerðum. Enn eru til frumdrætt- ir að frumvarpi laganna með hans hendi. 5. Mbl.-mönnum var svo lítið um Sigurð Sigurðsson, að þeir neituðu að styðja jarðræktar- lögin nema með því, að Búnað- arfélag íslands væri svift sjálf- (Framh. á 4. siðu.) Jk. KROSSGÖTTJM Úr verstöðvunum. — Bifreiðakaupin. — Skipreika mönnum bjargað. — nes sækir um kaupstaðarréttindi. — Öndvegistíð. Akra- Síðan siglingar til Englands tepptust hefir aflinn í verstöðvunum hér syðra verið saltaður. Saltleysi hefir þó verið til mikils baga og jafnvel hindrað sjó- sókn víða. Er útlit fyrir að algerlega verði saltlaust mjög bráðlega. Afla- brögð eru ágæt í Faxaflóa, einkum frá Keflavík og Sandgerði, en Akranesbát- ar hafa fengið öllu misjafnari afla. Austan fjalls er nú fremur tregur afli. trt Tíminn hefir átt viðtal við Svein Ingvarsson, forstjóra Bifreiðaeinkasölu ríkisins. Hann greindi svo frá kaupum þeim á vörubifreiðmn, sem nú eru á döfinni: — Það hefir orðið að samn- ingum, að brezka innkaupanefndin í Vesturheimi festi kaup á 250 nýjum vörubifreiðum handa íslendingum. — Verða bifreiðar þessar afhentar i New York, en þaðan eigum við sjálfir að sjá um flutning á þeim heim. Enn er flest í óvissu um það, hvaða skipakostur verður til þess fenginn, en sökum þess, hversu hér er um mikinn flutning að ræða, verður ekki hægt að koma öllum þessum bifreiðakosti í einu yfir hafið. Sennilegt er, að það takist að koma fyrstu bifreiðunum hingað i byrjun júnímánaðar. Um þessar mundir er allmikið talað um vörubifreiðar þær, sem bjargað hefir verið úr strand- skipi austur á söndunum í Vestur- Skaftafellssýslu. í skipi þessu voru um 100 bifreiðar og hefir meginþorranum verið bjargað á land þar eystra. Enn er það eigi til lykta leitt, hvort þessar manna voru kínverskir, en hinir norsk- bifreiðar verða seldar hér, þótt líkur ir. Það þykir i frásögur færandi, að sé til að svo verði málum ráðið, né einum norska sjómanninum háfði tví- hvenær sú sala gæti farið fram, ef að vegis áður verið bjargað af flaki eða úr því ráði yrði horfið. En þótt þessar björgunarbátl af íslendingum. bifreiðar verði seldar hér, er það óvið- ; tft komandi bifreiðakaupunum vestan j Aa undanfömu hefir verið uppi um hafs,ogmunsamibifreiðakosturkoma!þaö nokkur ^eyfmg á Akranesi að þaðan, hvað sem afráðið verður iim bílana úr strandsklpinu. Bifreiðarnar, sem koma eiga frá New York eru flest- ar Ford- og Chevrolet-bifreiðar, en I strandskipinu voru G. M. C. bifreiðar. Þeir, sem hug hafa á að festa kaup á nýjum vörubifreiðum hafa að undan- förnu verið að senda Bifreiðaeinkasöl- unni umsóknir sinar. Eru þegar komn- ar á sjöunda hundrað slíkar umsóknir, og sjálfsagt bætast margar við enn. Er þvi sýnt, að ekki geta allir, sem þess óska, fengið nýjar vörubifreiðar í ár, þótt allt gangi að óskum um kaupin vestra og heimflutninginn. t r t Frá því að styrjöldin hófst hafa ís- lenzkir sjómenn bjargað miklum fjölda skipreika manna, er þeir hafa fundið á hafi úti. Nemur tala manna, er þeir hafa bjargað þannig, nokkuð á annað þúsund. Nýlega björguðu skipverjar á togaranum Hilmi tíu mönnum á leið sinni til Englands. Voru þéir af norsku sklpi, er kafbátur hafði sökkt úr skipa- lest. Skipverjar á þessu norska skipi voru alls 34 og fóru þeir í þrjá báta. Báturinn, er skipverjar á Hilmi fundu, varð fráslúla hinum. Tveir þessara sjó- sækja um bæjarréttindi kauptúninu til handa. Nefnd manna hefir fjallað rnn málið og kynnt sér, hvort æskilegt væri að öðlast slík réttindi. Niðurstað- an, er nefndin komst að, var sú, að hagfelldara væri að fá bæjarréttindi. Síðastliðinn sunnudag fór fram almenn atkvæðagreiðsla um það á Akranesi, hvort æskja skyldi slíkra breytinga. Af þeim, er atkvæði greiddu, voru 90 af hverju hundraði þvi meðmæltir, að bærinn fengi kaupstaðarréttlndi. íbúar á Akranesi eru nú um 2000. Hefir ibú- um þar fjölgað óðfluga hin síðari ár. t t t Hin mesta öndvegistíð hefir verið um land aUt síðustu vikur, stUlur og blið- viðri og mikið sólfar. Frost hefir verið sums staðar, en þó vægt. Um mikinn hluta landsins er snjólaust tU efstu fjallabrúna og í öllum byggðarlögum landsins snjólaust að kalla. Veturinn hefir, svo sem að líkum lætur, verið ákaflega gjafaléttur fyrir sauðfjár- bændur o gsums staðar hefir fullorðnu fé ekki verið gefin nokkur heytugga, ekki sízt þar sem bændur hafa haft sUdarmjöl tU þess að gefa með beitinni. Fólk af Norðuxlandaættum er nú hlynnt styrjaldarþátt- töku, sökum hernáms Noregs og Danmerkur, en það var mjög fylgjandi einangrunarstefn unni í seinustu heimsstyrjöld. Miðað við fólksfjölda hafa menn af Norðurlandaættum mikil áhrif i Bandaríkjunum írar, sem eru allfjölmennir i Bandaríkjunum, voru mjög fjandsamlegir Bretum í sein- ustu heimsstyrjöld, en eru nú yfirleitt hlynntir þeim og óska þeim sigurs. Þýzkættað fólk fylgdi Þýzka- landi næstum óskipt í seinustu styrjöld, en er nú mjög tvískipt. Áhrifamestu þýzku blöðin í Bandaríkjunum eru andvíg nazismanum og svipað má segja um helztu áhrifamenn af þýzk- um ættum, t. d. Wilkie. Þýzku nazistafélgin í Bandaríkjunum hafa ekki náð miklu fylgi. ítalir eru einnig tvískiptir, en helztu áhrifamenn af ítölskum ættum, t. d. La Guardia borg arstjóri í New York, eru ákafir fylgismenn Breta. Japanir, Kínverjar og Svert ingjar hafa ekki mikil áhrif í Bandaríkjunum og má segja, að Japanir og Kínverjar, sem eru sitt á hvorum meiði, vegi salt. Framangreind skilgreining leiðir það ótvírætt i ljós, að Roosevelt muni hafa miklu sterkari aðstöðu nú, ef til styrj aldar kemur, en Wilson hafði 1917. Ýmsir kunna að benda á and- stöðuna gegn láns- og leigulög unum og segja, að hún sýni annað. En þar er því að svara; að aðalröksemd margra gegn þeim var sú, að þau veittu for setanum of mikið vald. Hins vegar lýstu margir þeirra þing- manna, sem greiddu atkvæði gegn lögunum yfir því, að þeir vildu hjálpa Bretum á allan hátt. Það virðist því hiklaust mega fullyrða, að Roosevelt muni njóta einróma fylgi meginþorra bandarísku þjóðarinnar, ef að stoð Bandaríkjanna við Breta neyðir þau til beinnar þátttöku í styrjöldinni. Fyrir ári síðan myndi þetta hafa verið talið ótrúlegt. En það er nú orðin almenn skoðun í Bandarikjunum, að Bandarík in dragist fyrr eða síðar í styrj öld, ef Bretar tapa, og að þá verði barizt á vesturhelmingi hnattar en ekki á austurhelm- ingnum. Þess vegna sé betra að skerast í leikinn fyrr en seinna. Stimson hermálaráðherra hef- ir orðað þetta þannig: Það skiptir ekki mestu máli, að halda Bandaríkjunum utan styrjaldarinnar, heldur að halda styrjöldinni utan Bandaríkj- anna. (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi HAUSTKOSNINGAR. í Mbl. í gærmorgun er hreyft leirri hugmynd, að Alþingi verði frestað nú og það látið koma aftur saman í september næstkomandi. Er blaðið þessu mjög meðmælt og færir fram iá kynlegu röksemd, að orust- an um Atlantshafið muni verða hörðust næstu mánuðina og sé ekki gott að ráða fram úr inn- anlandsmálum okkar meðan hún stendur sem hæst! Þessu er því að svara, að þau mál, sem Alþingi ber brýnust skylda til að afgreiða, t. d. skatta- málin, eru þannig vaxin, að þau DOla ekki bið til hausts. Þing- frestunin létti því að litlu eða engu leyti störf þau, sem Al- pingl þarf að vinna að þessu sinni. Hins vegar hefði hún það för með sér, að kosningar myndu verða í haust. Haust- kosningar eru stórhættulegar fyrir dreifbýlið. Óhagstæð veð- ur geta valdið því, að menn komist þar alls ekki á kjörstað. Þess vegna geta ekki þeir, sem vilja unna kjósendum í dreif- býlinu fulls réttar, sætt sig við haustkosningar. Þessi tillaga Mbl.manna lýsir vel hug þeirra til dreifbýlisins og sýnir, að hann er enn sá sami og hann hefir áður verið. FRESTUN KOSNINGA. Þeirri hugmynd hefir einnig skotið upp, að fresta ætti kosn- ingu um ákveðinn tíma, t. d. eitt ár, sökum hins óvenjulega ástands. Er þetta m. a. rök- stutt með því, að ef óvenjulega atburði beri að höndum, sé háskasamlegt, ef ráðherrar séu fjarverandi í kosningaleiðöngr- um. Þá séu menn heldur ekki í kosningaskapi, ef ísland verði þá orðinn frekari vettvangur hernaðaraðgerða en þegar er. Þeir, sem þessu halda fram, hafa vissulega talsvert til síns máls. En hér er líka um ráð- stöfun að ræða, er menn mega ekki hrapa að hugsunarlítið. Frestun kosninga fer í bága við stjórnarskrána, sem á að vera þjóðinni helgur dómur. Frá grundvallaratriðum hennar má ekki víkja, nema í brýnustu neyð. Ekkert lýðræðisland, sem ekki er styrj aldaraðili, hefir frestað kosningum síðan þessi styrjöld hófst. Kosningar hafa verið í Bandaríkjunum og Svi- þjóð, og áttu þó Svíar váveif- lega atburði yfirvofandi meðan á kosningaundirbúningnum stóð. Þess ber líka að gæta, að ef einhverjir stórfelldir atburðir gerðust, sem snerta verulega störf og ákvarðanir Alþingis, er það langtum öruggara að Al- þingi standi á grundvelli stjórnarskrárinnar og sé óum- deilanlega löglegt þing. Það virðist líka reynsla þess þings, er nú situr, að samningar milli flokkanna gangi erfiðlegar, þegar þeir eiga kosningar fyrir dyrum. Þetta verða menn að gera sér Ijóst. Það má ekki gera neitt, er dregur úr öryggi stjórnarfarsins og getur haft hættulegar afleiðingar, nema brýnustu nauðsyn beri til, og sem betur fer virðist hún enn ekki fyrir hendi. ' HVERGI BILBUGUR EÐA UNDANHALD. Sá sjúkdómur fylgir styrj- öldum, að margir menn gerast bölsýnni og kjarkminni en ella, vilja gjarna fleygja frá sér allri ábyrgð og láta sig einu gilda, hvert atvikin kunna að bera þá. Þegar slíkur hugsun- arháttur nær tökum á styrj- aldarþjóð, er henni ósigurinn vís. En þessi hugsunarháttur er ekki síður hættulegur fyrir þær þjóðir, sem eru ekki bein- ir styrjaldaraðilar, en eiga þó tilveru sína mjög undir hern- aðaratburðunum. Þvl er ekki að leyna, að þessi hugsunarhátt- (Fratríh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.