Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 4
156 TÍMDíN, fimmtmlagiim 3. aprfl 1941 39. blað tfR BÆHUM F. U. F. í Reykjavík heldur fund í Edduhúsi í kvöld. Merkileg mál á dagskrá. Áríðandi að félagsmenn mæti vel og stundvíslega. Deildarfundir Kron. í kvöld ki. 8,30 heldur 4. deild fundi í baðstofu iðnaðarmanna. Annað kvöld heldur 8. deild fund á sama stað. Loftvarnaræfing verður hér í bænum i fyrramálíð, að ákvörðun loftvamanefndar. Páll ísólfsson. í gær voru liðin 25 ára síðan Páll ísólfsson hélt fyrsta opinberan tónleik sinn hér i bænum. Nemendur frá Laugarvatni höfðu fímleikasýnlngu í húsi Jóns Þorsteinssonar síðastl. þriðjudagskvöld. Sýndu um 40 piltar og 30 stúlkur fim- leika undir stjóm kennaranna Björns Jakobssonar og Guðjóns Ingimundar- sonar. Pleiri nemendur gátu ekki tekið þátt í sýningunni, sökum fjarveru. Á- horfendur voru margir og vakti sýn- ingin mikla aðdáun. Togararnir, sem voru í Englandi, þegar sigling- arnar voru stöðvaðar, eru komnir helm heilu og höldnu. Höfðu þeir samflot. Mbl. og jarðræktarl. Athngnn . . . (Framh. af 1. síOu.) öllum þykir æskilegt, að kennslumálin verði tekin til rækilegrar rannsóknar af hæf- um mönnum, er síðar geri til- lgur til ríkisstjórnarinnar um þær endurbætur, er þeir telja nauðsynlegar." Á flokksþingi Framsóknar- manna í marz var samþykkt áskorun til fræðslumálastjórn- arinnar um skipun slíkrar nefndar. Ætlazt er til þess, að nefnd þessi athugi alla skólaskipun landsins, allt frá barnaskólum til háskólans. Slík nefnd hefir nýlega verið skipuð í Svíþjóð. Skipunarbréf þeirrar nefndar ber með sér, að ætlazt er til að hún geri tillögúr um mjög víðtækar breytingar. Einkum virðist það talið mestu skipta, að nefndin leggi aukna áherzlu á hina siðferðilegu hlið námsins, meiri verklega kennslu og íþróttir. Hins vegar verði ekki kappkostað jafnt og áður að troða í nemendurna ákveð- inni þekkingu um fjölga margt, sem aldrei kemur þeim að veru- legum notum. (Framh. af 1. síðuj * stæði sínu, 2 af 3 stjórnarmönn- um kosnir af Alþingi. Játaði S. S., að hann hefði orðið að sætta sig við þetta vantraust frá hálfu Mbl.-manna til þess að fá styrkinn handa bændunum. 6. Thor Jensen hafði engin afskipti af jarðræktarlögunum, nema að hann fékk þúfnaban- ann ódýra hjá S. S. til jarð- vinnslu á Korpúlfsstöðum. Mbl,- menn kusu kunnan óvildar- mann S. S. í stjórn Búnaðarfé- lags íslands til að herða sem mest böndin að búnaðarmála- stjóra. Myndi S. S. hafa verið ólíft í stöðunni eftir 1923, ef Tímamenn hefðu ekki stutt hann. 7. Að lokum ætti Mbl. að rann- saka, hvað olli tregðu J. Þ. að greiða jarðræktarstyrkinn ár- ið 1924. Erlendar íréttlr. (Framh. af 1. síðu.) fréttum segir, að Júgóslavar sendi nú sem óðast herlið* til landamæranna og láti mjög ó- friðlega. Þýzk og ítölsk blöð birta stöðugar fréttir um illa meðferð ítala og Þjóðverja í Júgóslavíu. Sendiherra Þjóð- verja í Belgrad hefir verið kvaddur heim. Afstaða Bandaríkjam. (Framh. af 1. síöu.) Meðal almennings 1 Banda- ríkjunum virðist nú, ef dæma má af ummælum blaða og stjórnmálamanna, vera að rísa sterk áhugabylgja, sem setur frelsið og endurreisn þess hjá kúguðum þjóðum ofar öllu. Þess vegna má á næstunni vænta mikils skerfs frá Banda- ríkjunum í þeim átökum, sem nú eiga sér stað í heiminum. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu.) ur er að byrja að gera vart við sig hér á landi. Hafnbannsyf- irlýsing Þjóðverja hefir haft þau áhrif á ýmsa, að þeir vilja helzt leggja árar í bát, hætta siglingum og fiskveiðum, hundsa ýms mikilsverðustu á- kvæði stjórnarskrárinnar o. s. frv. Aðrir tala um að fresta þessu og þessu þangað til þetta og þetta sé komið fram o. s. frv. Útbreiddasta Reykj avíkurblað- ið talar um að fresta eigi þing- inu og sjá hvernig styrjöldinni um Atlantshafið lýkur. Menn virðast ekki hafa gert sér ljóst, að þessi styrjöld getur staðið í mörg ár, og það eru jafnvel mestar líkur til þess að svo veröi. Viðureignin á Atlants- hafinu í sumar verður kannske barnaleikur hjá þeirri viður- eign, sem getur orðið þar síðar. Þess vegna er bezt að vera ekki að stinga þjóðinni svefnþorn með orðum eins og frestur og bið. Þjóðin verður að ganga með fullri einurð og karl- mennsku að venjulegum störf- um sínum eins og ekkert hafi í skorizt, meðan það er fært. Það á ekki að fresta neinu eða bíða eftir neinu, nema sérstök atvik geri það óumflýj anlegt. Vígorð forsetans: Aldrei a ð víkja, á aldrei meiri rétt á sér en á slíkum tímum. Það má hvergi víkja af hólmi, hvar- vetna verður að reyna að haldá í horfinu, og meðan unnt er, verður að halda 1 heiðri grund- vallarreglum þess stjórnarfars, sem við kjósum okkur helzt til handa. Ef fyrri leiðir kunna að lokast, verður að ganga að því með fullri djörfungu, að reyna að finna nýjar. Hvergi bilbug- ur, hvergi undanhald, það er krafan, sem íslenzka þjóðin verður að gera til sín í dag. Sjötta flokksþlng Framsóknarmanna (Framh. af 3. siðu.) fyr en varir kemur vandinn að byggja upp hið nýja riki. Sá vandi er vitaskuld að mörgu leyti því meiri, sem þjóðin er minni. Til að tryggja framtíð hins nýja ríkis og hins nýja frelsis, þarf að sameina alla nýtilega menn í landinu, alla nema þá, sem tilheyra útlendu og ættjarðarlausu flokkunum, kommúnistum og nazistum. Samþykkt frelsismálanna á flokksþingi Framsóknarmanna er að minni hyggju mikils- verðast af því, að þar er bent á leið, sem gefur tíma og tæki- færi til að skýra frelsismálið, lífga og hressa þjóðina, og sameina hana í leitinni eftir að öðlast hin helgustu og dýrmæt- ustu af öllum réttindum: Full- komið frelsi og fullkomið þjóð- arsjálfstæði. Mesta hindrun á þessum vegi er moðsuðublær- inn, sem settur var á íslenzk frelsismál með samningunum 1918. Hálfleikinn og tvöfeldnin í þeirri framkvæmd kemur fram í því, að í hverju stór- landinu af öðru er ísland enn nefnt „dönsk eign“ og „dönsk eyja“. Stöðugt kemur í ljós, hvílík fífla-paradís það er, sem þeir menn hafa búið í, sem halda að danska moðsuð- an frá 1918 hafi gert íslend- inga frjálsa. Að þessu marki, lýðveldis- myndun innan þriggja ára, liggur ein'n vegur, og út frá honum ein dimm og háskaleg fjörtjónsgata. Vegurinn að fullum skilnaði er sá, að byggja á dómi heil- brigðrar skynsemi. Stríðið hefir gert pólitískt samstarf íslands og Danmerkur að markleysu. Danir annast hvorki utanríkis- mál okkar eða strandgæzlu. Konungur Dana getur ekki framkvæmt konungsverk fyrir íslendinga. Þeir þrír ríkisréttar- fræðingar, sem mest hafa feng- ist við skýringu á dansk-íslenzka sáttmálanum: Bjarni Bene- diktsson, Einar Arnórsson og K. Berlin, hafa allir í fræðiritgerð- um um málið talið vanefndir miklu minni en þær, sem nú hafa gerzt um samband íslands og Danmerkur, nægilegt til sambandsslita. Jafnframt því hefir formaður Sjálfstæðis- flokksins birt allmikið af fræði- legum röksemdum ríkisréttar- fræðinga í stórlöndum álfunn- ar, sem hníga allir eindregið í sömu átt og Bjarni Benedikts- son hefir haldið fram í hinni kunnu Andvaragrein um sjálf- stæðismálið. Það er ekki aðeins æskilegt, heldur ófrávíkj anleg skylda Al- þingis, að lýsa yfir niðurfalli sambandsins við Dani vegna vanefnda af orsökum styrjald- arinnar. Framsóknarflokkurinn hefir heitið eindregnum stuðn- ingi við þessa leið. Hvort hin endanlegu sambandsslit verða tilkynnt i vetur, eða stuttu síðar er komið undir því með hve miklum hraða umræður og at- 322 Robert C. Oliver: sér. Og ef ég vissi eitthvað skyldl ég segja það. — Hugsið yður nú vel um, Cabera. Það er mikils virði fyrir yður, ef þér getið gefið mér þessa bendingu. Graben- horst sótti mikla peninga heim til sin áður en hann hvarf. Með þessa peninga ætlar hann sér að setjast að einhvers staðar. Og hvar sá staður er, verð ég að vita. Og þér vitið það! Skyndilega kom glampi i augu Ca- bera. Honum hafði dottið nokkuð i hug. — Þér segið það — ég hafði alveg gleymt því — nú man ég að hann sagði einu sinni við mig: Þegar ég er búinn að græða nóg, Ca- bera, ætla ég að fara með auðæfi mín heim í fæðingarbæ minn. Þar hefi ég alizt upp eins og hver annar götu- strákur — þar þekki ég hverja smugu og hvern eínasta íbúa. Þar vil ég elga heima.- — Og hvað heitir fæðingarbær hans? spurði Taylor ákafur og hallaði sér fram í stólnum. Cabera hugsaði sig um. — Það er lítill, fátæklegur bær í Austur-Galizíu. — Czernow minnir mig að hann heiti. Taylor þaut á fætur. — Þetta er nóg, sagði hann! Nú verð ég að hafa hraðann á. Þetta voru mikl- ar og verðmætar upplýsi'ngar. Æfintýri blaðamannsins 323 — Nú megið þér taka við honum, sagði leynilögreglumaðurinn um leið og hann hraðaði sér fram hjá undrandi lögregluþjónunum. — Ég er að flýta mér.------Bon soir! XXIV. Eftir skamma stund sat John Taylor í flugvél á flugvellinum, reiðubúinn að leggja af stað. Áður en hann lagði af stað, hafði hann sent Scotland Yard skeyti um það, að hann væri að leggja af stað frá Marseille til Czernow í Austur-Galiziu. Einnig hafði hann sent skeyti til Lissabon, en þar var ferða- mannaskipið, sem Bob var með. Bað hann Bob að hitta sig á „Hótel Albert" í Berlín samstundis. Skeytið kom i tæka tíð, hálfri klukku- stundu áður en skipið átti að leggja af stað. Bob sýndi Lucy skeytið. — Hvað finnst þér? sagði hann nokk- uð hikandi. Lucy las skeytið og varð hnuggin. Þurfti hún þá að skilja við Bob svona fljótt aftur. En hún minntist óskar föð- ur hennar, og svo var Bob blaðamaður. — Það er ekki nema um itt að velja -----þú verður að fara. — En hamingjan góða — á ég — viltu að ég fari? yAV-, SMIPAUTCERÐ iuilhi.xt M.s. Esja Áætlað er að skipið farai héð- an f hraðferð til Akureyrar mið- vikudag 9. apríl kl. 6 og komi aftur að morgni þriðjudags 15. apríl. Komið við á Patreksfirði, ísafirði og Siglufirði í báðum leiðum. Farþegar á Skíðavikuna á ísafirði fá merki Skíðavikunn- -GAMLA BÍÓ- Tónskáldlð Victor Herbert (The great Victor Herbert) Amer. söngmynd um vin- sælasta söngleikahöfund Ameríku. — Aðalhlutv. leika aðalsöngvararnir: MARY MARTIN ALLAN JONES og „karakter‘;-leikarinn WALTER CONNOLLY. Sýnd kl, 7 og 9. -------NÝJA BÍÓ--—-— Tower í London! (TOWER OF LONDON) Söguleg mynd frá „Uni- versal Picturesöí, er bregð- ur upp myndum af Lon- don 15. aldar, og aldar- hætti þess tíma. Aðalhlutv. leika: BASIL RATHBONE, BARBARA O’NEIL, NAN GREY BORIS KARLOFF. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl.7 og 9. -—.——---------------- Innilegt þakklæti til allra vinanna nær og fjær, sem sýndu mér samúð og gáfu gjafir við andlát og jarðarför mannsins míns Kristinns Jóhannssonar. Guð launi ykkur ölium. ALDÍS SVEINSDÓTTIR, Sauðárkróki. Eftirtaldar vörur höfum v ið venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af DILKUM — SAUÐUM — ÁM. NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT, SVÍNAKJÖT, ÚRVALS SALTKJÖT, ÁGÆTT HANGIKJÖT, SMJÖR, OSTAR, SMJÖRLÍKI, MÖR, TÓLG, SVIÐ, LIFUR, EGG, HARÐFISK, FJALLAGRÖS. Samband ísl. samvínnuíélaga. ar, sem gildir sem aðgöngumiði innifaiið í fargjaldi með skipinu fram og til baka. Skíðafélag ísafjarðar vill reyna að greiða fyrir því, að skíðafólk fái gistingu þar á staðnum og óskar að fólk Iáti vita, þegar það pantar far, hvort það er aðstoðar þurfi í þessu efni. Vörur óskast afhentar og pantaðir farseðlar sóttir í síð- asta lagi á þriðjudag. burðir þoka lýðræðisflokkun- um, í óhvikula fylkingu um málið. VI. Hver er blindgatan eða háskavegurinn? Það er að ganga til endurskoðunar á sátt- málanum frá 1918. Þess er eng- in þörf, þar sem sáttmálinn er nú þegar fallinn úr gildi sam- kvæmt dómsúrskurði heilbrigðr- ar skynsemi og áliti lærdóms- manna í þeirri grein. í öðru lagi er þessi leið ófær Framsóknar- mönnum, því að þeir eru bundnir við framkvæmd skiln- aðar innan þriggja ára, en end- urskoðun, sem þó snertir ekki konungsvaldið, getur auðveld- lega tekið lengri tíma. í þriðja og síðasta lagi er nú svo breytt högum Dana, að þeir fara ekki með sín utanríkismál, heldur eru þau í höndum fram- andi þjóðar. Ef við réttum hönd til Danmerkur um málefni okk- ar og Dana, þá er hinni is- lenzku hönd mætt af járnuðum glófa Þýzkalands. Það er naum- lega hægt að hugsa sér meira sambland af barnaskap og létt- úð af hálfu íslendinga en að' leggja þjóðarskútunni á þann veg, að skuturinn liggi í fest- um við hervald Englendinga á sjónum og í sjálfu landinu, en stefnið verði um nokkurra ára skeið tengt með öruggum viðj- um við mesta herveldi á megin- landi álfunnar. Stærri ríki en ísland hafa molnað mélinu smærra milli enska flotavalds- ins og hervalds Þjóðverja á meginlandinu. VII. Þótt undarlegt sé, virðast margir menn hér á landi ekki vita, að Þjóðverjar ráku hinn vinsæla og vitra dr. Munch úr utanríkisráðherrastöðu í Kaup- mannahöfn þegar í vor, og settu í stað hans danskan nazista að nafni Scavenius, sem hefir um það bil sama mann- gildi og sama sjálfstæði gagn- vart Hitler eins og Guð- brandur Jónsson myndi hafa hér á landi, ef hér væri sterkt þýzkt setulið og öllu stjórnað af Þjóðverjum. Jafnframt var Danmörk slitin úr öllu sam- bandi við sendimenn sína handan við höfin. Þjóðverjar höfðu raunverulega tekið dönsk utanríkismál í sínar hendur. 7. júlí lýsti Scavenius hátíðlega yfir opinberlega með hinu fúl- asta smjaðri gagnvart Þýzka- landi, að Danmörk væri einn liður í hinu sigursæla kerfi Stór-Þýzkalands. Litlu síðar lýsti sendiherra Þjóðverja í Danmörku yfir, að játning Scaveniusar sannaði innlimun Danmerkur í hina nýju skipan. Sem stendur hefir Danmörk enga sjálfstæða utanríkis- stjórn. Ef við snúum okkur til Dana með málefni okkar og þeirra, þá kemur hin íslenzka málaleitun í hendur þriðja að- ila. Hann svarar fyrir Dani. Og þessí þriðji aðili er hið volduga Stór-Þýzkaland. VIII. Atburðir síðustu daga, skothríðin á varnarlausa ís- lenzka sjómenn á hafinu, yfir- lýsingin um að ísland sé dönsk eyja, ófriðaryfirlýsing á hend- ur hverjum íslendingi, sem leitar sér bjargar í landhelgi íslands, allt eru þetta viðburðir, sem skilja má út frá baráttuað- ferðum þeim, sem stundaðar eru á meginlandinu. En þess má nú vænta, að héðan af langi engan íslendlng til að hefja umræður um isjálfstæðismál þjóðarinnar gagnvart Dönum, með því að snúa sér raunveru- lega til óviðkomandi þjóðar, og það þjóðar, sem hefir lýst land okkar og þjóð í ófriðarástandi. Ég hefi nú leitazt við að út- skýra eðli og afleiðingar þeirr- ar tillögu, sem flokksþing Framsóknarmanna samþykkti í sjálfstæðismálinu. Takmarkið er glöggt og afmarkað. Öðrum lýðræðisflokkum er boðið vin- samlegt samstarf i þessu mesta máli þjóðarinnar. Framundan er sameining og einbeitlng kraftanna til að gera ísland frjálst, og tryggja öryggi þess í framtíðinni. J. J, Af hverju eru ekki bimatSarrátfiinaiit- arnlr bændur? (Framh. af 2. siðu.) mennina. Og þið búnaðarráðu- nautar. Farið upp i sveitirnar og búið þar fyrirmyndar búskap ykkur til gagns og gleði og öðr- um til eftirbreytni. Farið frá mölinni til moldarinnar, en ekki frá mold til malar. G. Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.