Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1941, Blaðsíða 3
39. blað TfolIM, flmmtndaglnn 3. apríl 1941 155 B /E K U R Sigurður Thorlacius: Um loftin blá. Önnur útgáfa. Útg.: ísafoldar- prentsmiðja h.f. Bls. 149. Verð: kr. 6.00 ób. Þau ár, sem ég var erlendis, hygg ég, að enginn staður á ís- landi hafi oftar heillað huga minn til sín en Þvottáreyjar í Hamarsfirði. Þar hafði ég verið vanur að ganga æðarvarp frá þvl ég var drengur og þangað til ég fór að heiman fyrir fullt og allt. Sannleikurinn er sá, að í slíkum varplöndum er flest af því samankomið, sem snertir huga barna og unglinga. Heil- brigði nátúrunnar, ótal óþekktir. leyndardómar, sem barnið brýtur heilann um, fjörugt og fjölbreytt fuglalíf, áhrifamiklir atburðir á leik.- sviði náttúrunnar, sem ýmist vekja gleði eða sorg, hreyfing og útivist, allmikil einvera, en þó samvistir við starfandi fólk, sem gengur að vinnu sinni í varplöndunum eins og léttu gamni. Allt þetta hefir þau áhrif á barnshugann, sem aldrei mást út. Þegar mér barst bók Sigurðar Thorlacius: „Um loftin blá“, opnaði ég hana með mikilli eftirvæntingu. Höfundur er vin- ur minn frá bernskuárunum og vissi ég fyrir löngu, að hann gæti orðið skáld. Söguhetjurnar voru líka æskuvinir míntr, og fyrstu örnefnin, sem ég rakst á, voru frá eyjunum út af Beru- firði. — Við lestur bókarinnar varð ég ekki fyrir vonbrigðum, nema að einu leyti. Þvottáreyj- ar eru ekki nefndar á nafn, og er það í mínum augum tölu- verður galli á bókinni. En kost- ir hennar eru margir og miklir, og það eru þeir, sem mig lang- ar helzt til að benda á. Og til marks um vinsældir bókarinn- ar má geta þess, að önnur út- gáfa hennar er prentuð fjórum mánuðum siðar en sú fyrsta. Hún er útgefin af ísafoldar- prentsmiðju. Sigurður Thorlacius gæti skrifað um fólk, bæði börn og fullorðna. Það sést af þvi, hvernig hann lýsir „sálarlífi" fuglanna, skaplyndi og hugs- unarhætti. Venjulegt rabb vim daginn og veginn, kvíði og von, harmur og gleði, örvænting og hugarró, allt þetta er málað skýrum dráttum í sögunni. Kaflinn um Keilunef Trítilson er sennilega áhrifamesti kafli bókarinnar, fyrst og fremst vegna þess, hve vel höfundi tekst að sýna, hvernig ódauð- leg vonin og sumarþráin situr að völdum innst inni í huga þeirrar veru, sem þó er innilok- uð í dimmum helli. — Ef til vill er það einkennilegast við þessa segu, hvernig höf. tekst að túlka margbreytilegt sálarlíf og geð- hrif með ytri háttum, venjum og jafnvel smáhreyfingum fuglanna, án þess að gera þá nokkurntíma mannlega í ytri tilburðum. í flestum æfintýra- bókum, þar sem fuglar og dýr eru látin hugsa og tala, eru þau líka látin lifa eins og fólk, jafnvel klæðnaður, verkfæri og húsakynni eru úr mannheim- um. Slíkar sögur geta ef til vill örvað ímyndunarafl lítilla barna, en þær hjálpa þeim ekk- ert til að skilja eða þekkja hið raunverulega líf dýranna. Og þær eru fjarlægar þeim hug- myndum, sem börnin sjálf gera sér um dýrin. í sögunni „Um loftin blá“ er svo glögg, skemmtileg og lifandi lýsing á útliti og háttum ís- lenzkra fugla, að ég vil mæla með henni sem sjálfsagðri les- bók í öllum gagnfræða- og ung- lingaskólum, 'við hlið venjulegra námsbóka. Þar er æðarfuglinn, lundinn, krían, svartbakurinn, fýllinn, snjótitlingurinn, örn- inn, rjúpan. Auk þess nokkur spendýr, svo sem selur og ref- ur. Eftirtekt höf. er óhemju- skörp, og lýsingar hans víða fagrar og hrífandi. Eins og gefur að skilja, eru nokrrar náttúrulýsingar í bók- inni. Ég vil t. d. benda á bls. 48, lýsinguna á Hvaley, sem minn- ir á fallegt, órímað og raunar líka óstuðlað Ijóð. Ennfremur útsýnina yfir ísland, bls. 112— 114, og loks niðurlag sögunnar, bls. 147—149. — Það er auð- fundið, að höf. lítur ekki fyrst og fremst á náttúruna augum hins kalda rannsóknara, held- ur með trúrænni (religios) til- fínningu. Sjá t. d. það, sem seg- ir um aðalsöguhetjuna, Ærin- kollu (bls. 148—149.): „Ný orku- lind hefir endurvakizt í sál hennar. Og samstundis skynj- aði hún á eðlisbundinn hátt margbrotið samhengi lífskeðj- unnar. Hún skynjaði samband síns eigin lífs við smæstu, ó- sýnilegu jurtaagnir sjávardjúps- ins og við stórhvelin, sem byltu sér með dynkjum og bægsla- gangi í fárra metra fjarlægð. Hún skynjaði fegurðarlögmál alheimsins í svifaléttum stökk- hreyfingum höfrun/gsins og i ávölum formum hafsíldarinnar, í litskrúði blikans. Og 1 hljóð- látri lotningu skynjaði hún frjómagn móður náttúru og veldi lífgjafans mikla.“ Það mun vera ætlast til þess, að bókin sé barna- og unglinga- bók. Hún er samt ekki skrifuð handa smábörnum, sem eru illa læs og skilja aðeins takmarkað- ann fjölda af orðum. En fyrir stálpuð börn og unglinga, sem þurfa að læra málið, eins og ins, að endanlegri lausn sjálf- stæðismálsins. III. Pulltrúunum var þetta ljóst sjálfum. Þeir unnu að visu í nefndum og á fundum að at- hugunum og tillögum um mörg aðkallandi dægurmál. Fundar- sóknin var yfirleitt mjög góð. Elzti fulltrúinn, Jón Björnsson, bóndi á Starmýri í Suður-Múla- sýslu, var 81 árs. En hann lét ekki aldur hindra sig frá funda- setu, og nokkuð svipað mátti segja um nálega alla hina yngri fundarmenn. En aldrei voru jafn þéttskipaðir allir bekkir, og það fram á nótt, eins og þegar rætt var um skilnað- armálið. Og aldrei fögnuðu fundarmenn með sterkari lófa- taki nokkrum ræðum, heldur en þeim, þar sem afdráttarlaust var bent á algerðan skilnað ís- lands óg Danmerkur, sem óhjá- kvæmilega sögulega þróun. Enn sem fyrr var sýnilegt, að hin stóru mál og hin stóru tök áttu dýpstan hljómgrunn í hugum Framsóknarmanna. IV. Framsóknarmenn ræddu sjálfstæðismálið ítarlega og frá mörgum hliðum. En í fundar- lok var samþykkt tillaga í mál- inu, sem nú er fyrir löngu kunn alþjóð manna, bæði úr útvarpi og blöðum. Tillagan er, að ég held, vel undirbúinn grund- völlur að sigursælli lokasókn í frelsismáli íslendinga. Flokksþingið samþykkti það sem bindandi stefnuskráratriði. að vinna af alefli að því að gera ísland að frjálsu og óháðu lýð- veldi. í því liggur það, að slíta öll hin gömlu, niðurlægj andi og skaðlegu stjórnarfarsbönd, sem um margar aldir hafa bundið íslendinga við tvær frænd- þjóðir. í því liggur auk þess glöggt fyrirheit um að fylgja í fótspor Mr. Baldwins, er hann leysti frá völdum í Englandi konung, sem ekki hentaði þjóð sinni, sem starfsmaður hennar. Næst samþykkti flokksþingið að fela æðsta valdið í málefn- um þjóðarinnar íslenzkum manni, sem kallaðist ríkisstjóri, og sé það ,embætti látið hald- ast þar til forseti er kosinn. Með orðalaginu á tillögunni er girt fyrir það, að Framsóknarmenn megi ljá fylgi þessháttar leið- togum, sem kynnu að vilja end- urreisa hið fallna konungdæmi, sem einhverskonar bráðabirgða- ástand, þar til forseti yrði kos- inn. Meira er ekki sagt um ríkis- stjórann í áðurnefndri ályktun. En ég hygg, að Framsóknar- menn muni gera tvær kröfur til ríkisstjórans. Fyrst, að hann sé ekki baráttumaður fyrir nokk- urn einstakan flokk, en auk þess og sérstaklega, að hann sé einlægur íslendingur, óhvikull í sjálfstæðisbaráttunni, og með enga minnimáttarkennd gagn- vart Dönum eða öðrum þjóðum. Það myndi þykja með öllu óhaf- andi, að ríkisstjóri á íslandi fetaði í spor Hindenburgs, er hann bað Vilhjálm II. um leyfi til að mega vera forseti. Hin nýafstaðna sorgarsaga Páls rík- Tilkyimiiig frá isrezku herstjórniimi: §kotæ£ingar verffa haldnar á fimmtudaginn 3. þ. mán. kl. 10—16 á eftirfarandi stöffum: Skotiff verffur í suffurátt frá Gunnarshólma að Kolviðarhóli. í norffurátt frá Kolviffarhóli yfir Norffurvelli að Dyravegi. í vesturátt frá Dyravegi aff Gunnarshólma. Odýr kjðtkaup. Fyrst um sinn seljum viff daglega hverjum sem hafa vill væna framparta af fullorðim fé, fyrir aðeins kr. 1.80 —r- eina krónu og átta> tíu aura — hvert kíló. Rýrara ærkjöt í HEILUM SKROKKUM, selst fyrir sama verff. Komiff sem fyrst, því birgffirnar geta þrotiff áffur en varir. ÍSHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Sandskeiffisveginum verffur ekki lokaff meffan æf- ingar fara fram. Skotiff verffur í austurátt. Bankarnir verða lokaðir laug’ardaginnSyrirpáska Athygli skal vakin á |ní, að víxlar, sem falla í gjalddaga þriðjudaginn 8. apríl, verða afsagðir miðvikudaginn 9. apríl, séu þeir eigi greiddir eða framlcngdir fyrir lokunartíma hankanna þann dag. Landsbanki íslands. Útvegsbanki íslands h.S. Búnaðarbanki íslands. það er talað af fullorðnu fólki, er þetta afbragðs saga, sökum þess, hve frásögnin er lifandi, atburðirnir „spennandi“ og efn- ið fjölbreytt. En mér kæmi ekki á óvart, þó að það færi um þessa bók, eins og „barna-æfin- týri“ H. C. Andersens forðum, að hún yrði engu síður lesin af fullorðnu fólki. Ef sagan „Um loftin blá“ væri um fólk, en ekki fugla, en að öðru leyti hin sama bók, mundi höfundurinn vera kallaður skáld í fremstu röð, og bókin talin ein af okkar snjöllustu skáldsögum. Eg vona, að höf. fái sína viðurkenningu engu síður, þó að hann hafi valið sér verkefni á öðrum vett- vangi en flestír aðrir, og að þessi útgáfa af bókinni seljist engu miður en sú fyrri. í þetta sinn hefir bókin verið prýdd ágætum ljósmyndum, sem eiga vel við efnið. Jakob Jónsson. KAUPI GULL HÆSTA VERÐI. Greiffi 35 krónur fyrir hvern 10 króna gullpening SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 Reykjavík T U S K U R. Kaupum hreinar ullar- og bómullartuskur hæsta verði. Húsgagnavinnustofan, Baldursgötu 30. isstjóra í Júgoslaviu sannar ó- tvírætt, að á þessum hættu- tímum má engin þjóð, sem annt er um frelsi sitt, gera of lágar kröfur til fremstu trúnaðarmanna sinna um kjark í mótgangi og sanna þjóðrækni. er stærsta og lang- merkasta smásögusafn, sem til er á íslenzku. Mörg hundruð sögur eftir marga af allra frægustu höfundum heimsins hafa birzt í Dvöl. Bókamaður! Áttu Dvöl alla frá byrjun í bókasafninu þinu? Dvöl Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. V. Fríkirkjuvegi 7, — Sími ý678. Fyrír Páskahreingerníngarnar Burstavörur Gólfklútar Afþurkunarklútar Kvlllayabörkur * Þvottaduft, 50 aura pk. SIlvo fægilögur Brasso fægilögur Windoline gluggafægiefni Zebo ofnsvcrta Kristalsápa, 1.10 V2 kg. Tilkynning til innflytjenda frá Gjald- eyris oginnf lutningfsnefnd Hér með vill nefudin vekja athygli innflytj- enda vefnaðarvöru, búsáhalda og skófatnaðar á því, að hún ntun 1111 alveg á næstuimi af greiða viðbótarleyfi frá Bretlandi fyrir þessum vöru- flokkum fyrir yfirstandandi ár til þeirra inn- flytjenda, sem leyfi hafa fengið undanfarið fyrir þcssum vörum. — Er því þciin, sem hér eiga hlut að mali, hent a að senda umsokuir sínar til nefndarinnar hið fyrsta. Reykjavík, 30. marz 1941. GJAEDEYRIS- OG IAXFEETATAGSAEFAD Sumir menn hafa gagnrýnt þann hluta tillögunnar, sem veit að tímatakmarkinu um stofnun lýðveldis. Flokksþing- ið bindur Framsóknarmenn við að gera fyrir sitt leyti úrslita- átök í því efni innan þriggja ára. Hvers vegna að biða í þrjú ár? Enginn segir að bíða skuli í þrjú ár. En á þessum næstu þrem árum verður hnúturinn að vera leystur eða höggvinn. Sá atburður mætti vel verða strax í vetur, í sumar, í haust, í byrjun næsta árs 0. s. frv. Með þ.ví að lýsa takmarkinu glöggt og örugglega, þá er aðeins eft- ir að fylkja liðinu. Ef meiri- hluti Alþýðuflokksins og. Sjálf- stæðismanna kæmu nú þegar og lýstu sig reiðubúna að stofna lýðveldi þegar í stað, þá skyldu menn sjá, hvort Framsóknar- menn hikuðu um samstarf og stuðning. Framsóknarmenn vildu ekki og álitu ekki heppilegt að fram- kvæmd sjálfstæðisins yrði flokksmál nokkurs eins flokks, eða sem kalla mætti sérmál hans. Þeir télja málið óleysan- legt á þann hátt. Það er ef til vill hægt að fá samþykktar á- lyktanir á þingi um stofnun nýs ríkis, óháð öðrum þjóðum. En (Framh. á 4. síðu.) 324 Robert C. Oliver: — Við sjáumst í London, elskan mín, sagði hún og kyssti hann. Þú verður að hraða þér — Taylor þarfnast þín — við sjáumst bráðum í London. Bob var blaðamaður og þegar hann var búinn að yfirstíga fyrstu efasemd- irnar, var hann ekki seinn i svifum. Hann sendi svarskeyti til John Tay- lor, þess efnis, að hann kæmi. Um sama leyti og Taylor lagði af stað frá Mar- seille, hóf flugvél Bobs sig frá jörðu og tók stefnu á Berlín. Taylor kom fyrr á „Hótel Albert“. Þar beið hann iðandi af óþolinmæði, eftir komu Bobs. í hvert skipti sem hann heyrði ekið að innganginum, fór hann fram til þess að gá að hvort það væri hann. Þegar þetta hafði endurtekið sig nokkrum sinnum kom sá rétti. — Hvað er um að vera? spurði Bob hálf úrillur. — Ég handsamaði Cabera. — Þann þræl —---------- — Já, en það er þó honum að þakka, að ég er búinn að fá vitneskju um, hvar Grabenhorst er niður kominn. — Hér í borginni! — Nei. Hann flaug til fæðingarstað- ar síns. En ég varð að hafa þig með, Æfintýri blaðamannsins 321 sjálfsagt ekki í vafa um hvernig komið er fyrir yður. En einn greiði er annars verður. Sem stendur þarfnast ég yðar aðstoðar. Seinna kunnið þér að þarfn- ast minnar. Þér hafið ekki morð á samvizkunni eftir því sem sagt er — allt þess háttar lét Grabenhorst aðra sjá um. Ekki rétt? Cabera kinkaði kolli. — Ágætt. Vissulega sleppið þér ekki við hegningu. Ef til vill harða hegn- ingu, en hún verður hvorki líflát né æfilangt fangelsi. Og vafalaust verður það mildara ef ég gleymi að segja frá fangelsisveru minni í Norður-Afríku. Skiljið þér? Þér eruð enskur borgari? Það er tekið hart á þvi ef ráðizt er á enskan embættismann — en eins og ég sagði áðan, geri ég það, sem ég get til þess að ekki verði meira um það talað, ef þér aftur á móti segið mér hvar Gra- benhorst er. Ég þarf að vita það strax, því ég elti hann strax í kvöld. Hvert flaug hann. Cabera vætti varirnar með tungunni. Ég skildi við hann skammt frá flug- velli hans. Þar kastaði hann á mig Kveðju og ráðlagði mér að hverfa hið skjótasta. Ég er gramur við hann yfir þessu, þvl hann hefði vel getað tekið mig með

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.