Tíminn - 05.04.1941, Qupperneq 1

Tíminn - 05.04.1941, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ! FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKEURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, laugardagmn 5. apríl 1941 Efling fíikyelðaijóði A 11> i n g 1: Ýms þíngmál Sandgræðslau. Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frv. um sand- græðslu íslands og heftingu sandfoks. Frv. þetta er undir- búið og flutt að undirlagi land- búnaðarráðherra og felast í því ýmsar mikilsverðar endurbætur frá núgildandi lagaákvæðum um þetta mál. Frv. leggur til, að ríkið láti þessi mál sig meira skipta en hingað til hefir verið og ætti það að ýta undir aukn- ar framkvæmdir í þessum mál- um. í greinargerð frv. er skrá yfir núverandi sandgræðslugirðing- ar og stærð þeirra. Fylgir hún hér á eftir: 1. Gullbringusýsla: a. Hafnahreppur 5963 ha. b. Miðneshreppur 30 — 2. Árnessýsla: a. Selvogshreppur 360 — b. Selv. og Ölfushr. 7797 — c. Eyrarbakkahreppur 186 — d. Sandvíkurhreppur 24 — e. Villingaholtshr. 65 — f. Skeiðahr., 2 girðing. 265 — 3. Rangárvallasýsla: a. Holtahr., 2 girðing. 480 — b. Landm.hr., 5 girð. 3933 — c. Rangárv.hr., 5 girð. 6012 — d. Hvolhreppur 15 — e. Djúpárhreppur 2720 — f. Vestur-Lande.hr. 2043 — g. Austur-Lande.hr. 56 — 4. Vestur-Skaftafellssýsla: a. Dyrhólahreppur 126 — b. Hvammshreppur 12 — c. Leiðvallahreppur 113 — d. Kirkjubæjarhreppur 45 — 5. Barðastvandarsýsla: a. Rauðasandshreppur (Sauðlauksdalur) 55 — 6. Norður-ísáfjarðarsýsla: a. Hólshreppur (Bolungavík) 143 — 7. Suður-Þingeyjarsýsla: a. Bárðdælahreppur, 2 girðingar 29 — 8. Norður-Þingeyjarsýsla: a. Kelduneshreppur 625 — b. Öxarfjarðarhr. 1942 — c. Presthólahreppur (Kópasker) 16 — Samtals 33055 ha. Þótt hér sé samanlagt um allstórt svæði að ræða, eru þau svæði þó langtum stærri, sem þarfnast sandgræðslu, en ekki hafa enn hlotið hana. Verndun landsins gegn sandfokinu er eitt af merkilegri málum þjóð- arinnar. Lagasafnið. Bergur Jónsson og Gísli Guð- mundsson flytja þingsályktun um að Alþingi skori á ríkis- stjórnina að verða hið allra fyrsta við ályktun Alþingis 1937 um nýja útgáfu af Lagasafni. Þingsályktunin frá 1937 var flutt af Jónasi Jónssyni og Stef- áni Jóh. Stefánssyni. Yngsta út- gáfa lagasafnsins er frá 1931 og er því orðin úrelt og ófullnægj- andi. Vinstri handar akstur Samgöngumálanefnd efri deildar flytur frumvörp um breytingaráumferðalögunum og bifreiðalögunum, sem voru sett á þingi í fyrra. Samkvæmt þeim átti að taka upp hægri handar akstur. Þeg^r til framkvæmda átti að koma þótti ekki rétt að gera þessar breytingar og var þvi gildistöku umræddra laga frestað. Nú leggur samgöngu- málanefnd til, að lögunum verði breytt þannig, að vinstri hand- ar akstur haldist áfram og lög- in gangi síðan í gildi. Starfsfé sjóðsins verður aukið og vextir af lánum hans lækkaðír Frnmv. Sjávarútvegs- nefndar neðri delldar Sjávarútvegsnefnd neðri deildar flytur frumvarp um allverulegar breytingar á lögunum um Fiskveiðasjóð íslands. Miða breytingarnar að því, að efla sjóðinn og veita smáútgerðinni kost á hagkvæmari lánum. Til- gangur sjóðsins er, eins og kunnugt er, aðallega sá, að veita stofnlán til skipa minni en 150 smál. Fiskveiðasjóður tók til starfa í sinni núverandi mynd í árs- byrjun 1931. Hafði ný löggjöf, sem jók mjög starfsemi sjóðs- ins, verið sett á þinginu áður. Eignir sjóðsins voru þá 698 þús. kr., en voru í seinustu árslok 2.222 þús. kr. Á þessum tíma hafa verið veitt úr sjóðnum lán, sem nema samtals 3.636 þús. kr. Á sama tíma hafa verið afskrif- uð töp á útlánum samtals 12 þús. kr. Eignaaukning sjóðsins á um- ræddu tímabili hefir orðið þannig: Framlag ríkisins 96 þús. kr., fiskveiðasjóðsgjald 470 þús. kr., innheimt af lánum skuldaskilasjóðs 450 þús. kr., sektarfé fyrir landhelgisbrot 1.300 kr. og rekstursarður 506 þús. kr. Útlán sjóðsins nema nú sam- tals 2.2 millj. kr. og skiptast þannig: Stofnlán vélskipa 1630 þús. kr., til frystihúsa 390 þús. kr., til fiskimjöls- og lýsis- bræðslustöðva 180 þús. kr. í lögunum frá 1930 var á- kveðið að ríkið skyldi leggja til sjóðsins eina millj. kr. og skyldi hún borgast í seýiasta lagi 1. júni 1941. Af þessu framlagi Forysttimenn Tyrkja 40. blað Flugher Þjóðverja og Breta Dr. Arne Ording, sem er kunn- ur fyrir þekkingu sína um al- þjóðleg stjórnmál, hefir fyrir nokkru birt grein í „Norsk Tid- end“ um flugstyrk Þjóðverja og Breta. „Norsk Tidend“ er mál- gagn Norðmanna, sem dvelja í Bretlandi. Aðalatriðin í grein dr. Ord- ings fara hér á eftir: — Allir eru sammála um, að í vændum séu stórfelldar loft- árásir á Stóra-Bretland. Menn búast daglega við því að vor- sókn Þjóðverja hefjist. Undan- farið hafa blöðin birt ýmsar at- hyglisverðar upplýsingar um flugher Þjóðverja. Þjóðverjar hafa sex flugfylki og þrem þeirra er beint gegn Stóra-Bret- landi. Fyrsta flugfylkið er við austurlandamæri Þýzkalands, sjötta flugfylkið er í Rumeniu (og Bulgariu),það fjórða hefir M. Saydam, forsœtisráðherra Tyrkja. til skamms tíma haft bækistöð í Hann er lœknir að menntun og var; Vínarborg. Gegn Bretlandi er mikinr, orðstir á þvi sviSi, að Kemal Fimmta flugfylkið undir stjórn gerði hann aö forsœtisráðherra nokkru Strumpf hefir bækistöðvar í áður en hann féll frá. Norður Hollandi, Vestur-Þýzka- landi, Danmörku og Noregi, þriðja flugfylkið undir stjórn Sperrle hefir bækistöðvar í Vestur-Frakklandi, annað flug- fylkið undir stjórn Kehsserings hefir bækistöðvar í Norðvestur- Frakklandi, Belgíu og Suður- Hollandi. Auk þessara sex flug- fylkja, eru Þjóðverjar sennilega að mynda nýtt flugfylki með bækistöð á Sikiley. Það er vitanlega hægt með litlum fyrirvara að senda smærri eða stærri deildir af flugfylkj- unum til annarra staða en þau eru nú. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega, hversu mikill heildarstyrkur þýzka flughers- ins er. Hinar mestu furðusögur eru á kreiki í þessu sambandi. Menn þurfa hér að greina á milli heildartölu flugvéla og hinnar svokölluðu „fyrstu línu“ flugvéla, þ. e. flugvéla, sem geta tekið þátt í loftviðureignum, hvort heldur sem þær eru sprengjuflugvélar eða orustu- flugvélar að gerð. Almennast álit sérfræðinga er að aðeins 1/7 hluti flugflotans þýzka geti tal- izt til „fyrstu línu“ flugvéla. Chahmak marskálkur, œðsti maður tyrkneska hersins. Hann hefir getið sér mikið orð sem góður og öruggur her- stjórnandi. hefir sjóðurinn ekki fengið nema 96 þús. kr., en nú er tryggt, að eftirstöðvarnar verða greiddar fyrir hinn tilskilda tíma. Nema þá eignir sjóðsins orðið á fjórðu mlllj. króna. (Framh. á 4. siðu.) A. ISZJEtOSSGÖTTTIVX Brottflutningur kaupstaðabarna. — Mjólkurverðið. — Hörgull á útsæði. — Endurskoðun á samningum um áhættuþóknun. Mikill undirbúningur er nú að því að flytja sem flest börn burt úr bæn- um með vorinu og koma þeim til sum- ardvalar í sveit. Frumvarp til laga um heimild til að taka skólahús og þing- hús leigunámi og nota þau til sumar- vistar fyrir kaupstaðabörn hefir verið lagt fram í þinginu. Nefnd manna hefir verið skipuð til þess að hafa með höndum undirbúning og framkvæmdir um brottflutning barnanna. Eiga Ás- mundur Guðmundsson prófessor, Sig- urður Thorlacius skólastjóri, Arngrim- ur Kristjánsson skólastjóri, Soffía Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi, Guðrún Pétursdóttir, Þorsteinn Scheving Thor- steinsson lyfsali og Haraldur Árnason kaupmaður sæti í henni. Er nefndin þegar byrjuð að grennslast eftir því, hversu mörg börn það muni vera, sem sjá þarf fyrir dvalarstað í sumar, og hversu greitt muni ganga að útvega húsnæði og vistarstaði í sveltum lands- ins. Ætlun nefndarinnar er það, að ýms skólahús verði tekin fyrir sumar- dvalarheimili fyrir 4—8 ára gömul böm og veikluð böm á- öllum aldri. Verði þessu skólahúsnæði skipt milli bama frá Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Siglufirði, Akureyri og Seyðisfirði, þar eð starfssvið nefndarinnar sé bundið við þessa bæi. Loks á að leitast við að koma á fót mæðraheimilum, þar sem mæður geta dvalið sumarlangt með ung börn, er þær vilja helzt ekki skilja við. Nefndin hefir snúið sér til fjölda margra heimila um aðstoð í starfi sínu, presta, oddvita og skólanefnda og skólastjóra. Ríki og bæjarfélög hafa heitið fjárframlögum til þess að þessu verði hrundið í framkvæmd, en jafn- framt munu ýms líknarfélög, sem á undanförnum árum hafa staðið straum af þessari starfsemi, leggja fé að mörkum og loks verður gripið til al- mennrar fjársöfnunar, er Barnavina- félagið Sumargjöf hefir heitið að hafa forgöngu um. III Mjólkurverðlagsnefnd hefir ákveðið nokkra hækkun á mjólkurverðinu, alls fjóra aura á hvern lítra. Kostar hver lítrl því nú 69 aura í flöskum en 65 aura í lausri vigt. Mjólkurafurðir voru einnig hækkaðar nokkuð í verði, rjóm- inn um 30 aura lítrinn, smjör um 1.40 kílógrammið og skyr um 10 aura kíló- grammlð. t t t Mikill hörgull mim vera á útsæðis- kartöflum að þessu sinni. Orsökin er fyrst og fremst sú, hversu léleg kar- töfluuppskeran var síðastliðið ár. Munu margir, sem kartöflurækt hafa með höndum, hafa freistazt til þess að nota meira eða seija af kartöflum slnum heldur en góðu hófi gegndi, þegar verðlagið var svo hátt sem í vet- ur og eftirspurn jafn gífurleg. í öðru lagi valda erfiðleikar á að fá útlendar kartöflur nokkru um, hversu mjög inn- lendu kartöflurnar hafa gengið til þurrðar og saxazt hefir á útsæðið. Von mun þó á dálitlu af erlendu útsæði innan tíðar, en flutningavandræði hafa orðið til tafar, að því er Tíminn hefir frétt. Senn líður að þeim tíma, að garðeigendur þurfa að fara að velja útsæði sitt og leggja til spírunar. Ættu þeir, sem svo forsjálir eru að eiga út- sæði, ekki að láta það dragast lengi úr þessu að hygla að útsæði. Það er eins og öllum er kunnugt mjög mikilsvert, að útsæðíð geti spírað vel, áður en það er sett niður. Slíkt hefir mikil áhrif á uppskeruna. Þar sem gera má ráð fyrir, að margir geti minna sett niður af kartöflum í vor heldur en þeir hefðu gjama viljað, er sérstaklega áríðandi, að svo verði farið með það útsæði, sem til er, að það gefi sem allra mesta eftirtekju. t t r Stjórnir sjómannafélaganna í Reykja- vík, Hafnarfirði og Patreksfirði hafa sent stjórn Félags islenzkra botnvörpu- eigenda þau skilaboð, að þau áskilji sérrétt til þess að krefjast umræðna og endurskoðunar á samningum þeim, er í gildi eru um áhættuþóknun fyrir siglingar. Stjórnir áðurnefndra félaga sneru sér einnig til nefndar þeirrar, er hefir það hlutverk með höndum að fella úrskurð um hvort áhætta við siglingar hafi breytzt. Nefndin hefir svarað fyrirspurn sjómannafélaganna á þá leið, að verulegar breytingar hafi á orðiö í þessu efni síðan samningar þeir voru gerðir, er nú eru í gildi. t t t Ameríski sérfræöingurinn T. E. Wright, sem er varaforseti hinna stóru flugvélaverksmiðju Cur- tiss-Wright og jafnframt er ráðunautur amerísku stjórnar- valdanna, telur, að Þjóðverjar eigi alls um 35,000 flugvélar. Það þýðir sama og 5000 „fyrstu línu“ flugvélar. Þetta mat er mjög samhljóða skoðunum brezkra sérfræðinga. Tiltölulega stór hluti hinna þýzku „fyrstu línu“ flugvéla eru sprengju- flugvélar, því að Þjóðverjar hafa fyrst og fremst komið sér upp flugflota í sóknarskyni. Þýzkaland hefir sennilega um 2300 langfleygar sprengjuflug- vélar og steypiflugvélar, en auk þess má nota sumar tegundir orustuflugvéla og könnunar- flugvéla sem sprengjuflugvélar og er það því ekki ólíkleg til- gáta, að Þjóðverjar hafi um 3300 flugvélar, sem þeir geta notað til loftárása. Það er ekki hægt að nota allar „fyrstu línu“ flugvélarnar samtímis, senni- lega ekki fleiri en 2000 í einu. Því veldur bæði aðstaða og ýms skipulagningaratriði. Að vísu kann að vera hægt að nota fleiri flugvélar í einu en þetta, ef um skyndiárás er að ræða, en til langframa væri það ekki hægt og slík áreynsla fyrir flugherinn gæti reynzt honum hættuleg. Þessar tölur eru lægri en þær, sem oft heyrast nefndar. En eigi að síður e.r það geysilegur hern aðarlegur styrkur, að ráða yfir rúmum 3000. flugvélum, sem nota má til loftárása. T. E. Wright telur að Bret- land eigi alls 25,000 flugvélar. Bretar hafa lagt miklu meiri áherzlu á það en Þjóðverjar, að búa til vandaðar flugvélar og getur það haft ósegjanlega þýð ingu, eins og líka kom fram í loftorustunum yfir Bretlandi 'síðastliðið sumar og haust. Brezku flugvélarnar voru oft- (Framh. á 4. síðu.) Erlendar Sréttir Benghazi, höfuðborg Cyrena ica, hefir verið yfirgefin af Bretum og eru þýzkar og ítalsk- ar vélahersveitir komnar til borgarinnar. Áður en Bretar fóru frá borginni eyðilögðu þeir allar hergagnabirgðir, sem þeir komust ekki með. Þeir voru ekki farnir að nota höfnina þar neitt að ráði. Ekki er enn víst, hvort hér er um stórfellda sókn að ræða af hálfu möndulveldanna. í tilkynningu frá Wavell yfir- hershöfðingja segir, að í eyði- merkurhernaði skipti ekki mestu máli að halda öllum stöð- um, sem hafi náðst. Sumir gizka á, að Bretar hafi yfirgefið Ben- ghazi og tekið sér aðrar traust- ari varnarstöðvar sökum þess, að allmikið af brezka Libyu- hernum hafi verið flutt til Grikklands. Þjóðverjar og ítalir hafi byrjað sókn, vegna þessar- ar vitneskju. Teleki forsætisráðherra Ung- verjalands framdi sjálfsmorð í fyrrinótt. í bréfi, sem hann skildi eftir, lét hann svo um- mælt, að hann teldi sér um megn að inna af höndum hið vandasama hlutverk, sem hans biði. Talið er að Teleki hafi átt við kröfu frá Þjóðverjum um að Ungverjar veiti þeim lið í styrj- öld við Júgóslava. Teleki greifi hefir alltaf verið talinn andvíg- ur samvinnu við öxulríkin, þótt hann hafi verið neyddur til að fylgja þeirri stefnu. Aftur á móti var Czaky utanríkismála- ráðherra, er nýlega lézt með skyndilegum hætti, hennar mjög fýsandi. Teleki hafði lengi ver- ið þunglyndur. Hann naut mik- ils álits. Viðsjár milli Þjóðverja og Ungverja fara vaxandi. Þýzkar vélahersveitir streyma suður (Framh. á 4. siðu.) Á víðavangi HAUSTKOSNINGAR. Sjálfstæðisblöðin eru nú far- in að ræða um haustkosningar af miklu kappi. Blöðunum virð- ist orðið það ljóst, að tæplega verðí komið á hlutfallskosning- um í tvímenningskjördæmum að þessu sinni, og þá þarf að grípa til nýrra ráða til að skerða byggðavaldið. Haust- kosningar virðast bezta ráðið. Þá geta óveður og ill færð hindrað kjörsókn dögum og vikum saman. Þá er bezt að láta sveitafólkið kjósa! Það vantar ekki velvildina til þess í dálkum íhaldsblaðanna! EKKI UPPGJÖF OG VOLÆÐI. Blöð Sj álf stæðisf lokksins nota það sem röksemd fyrir kosningafrestun, að yfirvofandi séu loftárásir og aukinn sjó- hernaöur. Það virðist eins og það sé markmið ýmissa manna nú á tímum, að reyna að draga kjark úr þjóðinni og gera hana að samsafni af volæðingum, sem stingi höndum í vasa og bíði þess, sem verða vill. Sú þjóð, sem mætir erfiðleikun- um á þann hátt, á ekki rétt til sjálfstæðrar tilveru. Alla sein- ustu styrjöld sigldu Norðmenn um heimshöfin, þrátt fyrir óg- urlegt tjón skipa og manna. í Bretlandi gengur fólk að sín- um venjulegu störfum, þrátt fyrir yfirvofandi loftárásir. Þannig taka þær þjóðir, sem hafa nægan manndóm, á móti hættum og erfiðleikum. Þær hætta ekki að starfa og hætta ekki að hugsa. Þær halda öllu í horfinu eins lengi og unnt er. íslendingar verða að gera sér ljóst, að ef þeir eiga eftir að mæta loftárásum og auknum sjóhernaði mega þeir ekki taka því með víli og voli, heldur með manndómi og kjarki. Þeir mega ekki hopa af hólminum, þegar mest á ríður. Nú gildir fordæmi Skúla fógeta, sem skrýddist skartklæðum, þegar hættan var mest. „ALVÖRUMÁL“. Vísir segir um mótbárur Tim- ans gegn kosningafrestun „að hér er um meira alvörumál að ræða en svo, að það verði af- greitt með útúrdúrum og skæt- ingi“. Þetta er satt. Fyrir þjóð, sem telur sig lýðræðisþjóð, er það meira en lítið alvörumál, ef brjóta á skýlaus ákvæði stj órnarskrárinnar og leggja lýðræðið á hilluna. Fyrir þjóð, sem telur sig sæmilega mann- aða, er það meira en umhugs- unarvert, ef hún telur sig, er til alvörunnar kemur, svo illa þroskaða, að hún geti ekki full- nægt grundvallaratriði stjórn- arfarsins, án þess að láta allt lenda í vitleysu. Fyrir frelsis- unnandi þjóð, sem veit, að lýð- ræðið heyir nú styrjöld fyrir tilveru sinni, er það meira en hörmulegt að þurfa að gefa þá gjaldþrotsyfirlýsingu, að hún geti ekki framfylgt því, þegar mest á ríður. LOFTÁRÁSARHÆTTAN. Fyrst farið er að blanda loft- árásum inn í þetta mál, er rétt að vekja athygli á því, að sú hætta er ekki minni í haust. Þjóðverjar hafa orðið þá reynslu, að betra sé að gera loftárásir í myrkri en björtu. Þýzku flugmönnunum myndi ekki verða skotaskuld úr því að skreppa hingað í góðu haust- veðri. Auk þess hafa þeir nú mörgum öðrum hnöppum að hneppa, en óvíst hvort þeir verða eins viðbundnir annars staðar, þegar líður á árið. Sannast sagna hefir Reykjavík líka — enn sem komið er — svo litla hernaðarlega þýðingu í samanburði við hundruð og þúsundir staða í Bretlandi, að (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.